Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Kjartan Valdemarsson & DÓH-trio

Mengi

Kjartan

Pianist Kjartan Valdemarsson is joined by the DÓH trio, which consists of Daníel Helgason, guitar, Óskar Kjartansson, drums, and Helgi Rúnar Heiðarsson, saxophone.

Opening - Christmas Pop Up @ Mengi

Mengi

12308173 869114283201544 7803361419229747671 o

Friday November 27 at 2 PM Mengis Christmas pop up shop will open for the second time and run thoughtout December. There will be special products from Volki design and Reykjavik Letter Press - and of course lots of albums, books and art work as usual. Due to this occasion we'll have "jolaglögg" for everyone and a cosy atmosphere. See you in Mengi for a nice start of the Jól!

Petra (2014)

Mengi

12191119 856573431122296 2109479240434613885 o

PETRA (2014) Concept: Pétur Ármannsson, Brogan Davison og Björn Leó Brynjarsson Performers: Brogan Davison, Kolbeinn Arnbjörnsson, Hjalti Jón Sverrisson og Pétur Ármannsson. Scenography: Brynja Björnsdóttir Petra, by Reykjavík based performance group Dance For Me, is a unique, heartfelt and funny contemporary theatre work about the life of theatre director Pétur Ármannsson’s great-grandmother who collected so many stones it led to her owning the largest privately owned mineral collection in the world. “A uniquely well composed show, emotional without being corny and necessary to see.” - Fréttablaðið, Sigríður Jónsdóttir ★★★★ Dance For Me is the collaboration of theatre director Pétur Ármannsson and choreographer Brogan Davison. Dance For Me have presented their work in dance and theatre festivals in Iceland, Germany, Norway, Denmark, Canada and the UK. Petra was premiered at LÓKAL International Theatre Festival in August 2014. Trailer: https://vimeo.com/133482116 “[...] in their willingness to explore aspects of their real lives and relationships on stage, to poke fun at themselves and dissect the mechanism of storytelling, Pétur and Brogan continue to bring something fresh to the local performance landscape.“ - Grapevine, Larissa Kyzer „Petra is perhaps the biggest surprise of the theatre festival performances I saw, and manages to wrap home-madeness, Icelandic fairy-tale tradition, and the magic of theater in to a unique entity.“ - Sylvi.fi, Katri Kekalainen NOTE: The show is in Icelandic with English subtitles www.danceformetour.com House opens at 20:00. Performance starts at 21:00 Tickets: 2000 ISK /// PETRA (2014) Hugmynd: Pétur Ármannsson, Brogan Davison og Björn Leó Brynjarsson Flytjendur: Brogan Davison, Kolbeinn Arnbjörnsson, Hjalti Jón Sverrisson og Pétur Ármannsson. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Petra er einstakt, hjartnæmt og fyndið sviðslistaverk innblásið af lífi lang-ömmu leikstjórans Péturs Ármannssonar, sem safnaði svo mörgum steinum að hún kom upp stærsta steinasafni í veröldinni í einkaeign. "Einstaklega vel samansett sýning. Tilfinningarík án þess að vera væmin og nauðsynlegt að sjá." ★★★★ – Fréttablaðið, Sigríður Jónsdóttir Dance For Me er samstarf danshöfundarins Brogan Davison og leikstjórans Péturs Ármannssonar. Saman hafa þau hlotið tvær grímu tilnefningar og unnið titilinn “Val lesenda” í Menningarverðlaunum DV 2013 fyrir sýninguna Dansaðu fyrir mig. Þau hafa sýnt verk sín á leiklistarhátíðum um allan heim, meðal annars í Mousonturm í Þýskalandi, BIT Teatergarasjen, Noregi, núna (now) í Kanada og Tampere Theatre Festival í Finnlandi. Trailer: https://vimeo.com/133482116 “[...] in their willingness to explore aspects of their real lives and relationships on stage, to poke fun at themselves and dissect the mechanism of storytelling, Pétur and Brogan continue to bring something fresh to the local performance landscape.“ - Grapevine, Larissa Kyzer „Petra is perhaps the biggest surprise of the theatre festival performances I saw, and manages to wrap home-madeness, Icelandic fairy-tale tradition, and the magic of theater in to a unique entity.“ - Sylvi.fi, Katri Kekalainen ATH: Sýningin er á íslensku með enskum texta www.danceformetour.com Húsið opnar klukkan 20:00. Sýningin hefst klukkan 21:00 Miðaverð: 2000 krónur.

Jóhann Gunnarsson Album Release Concert

Mengi

12232878 855707974542175 5584765176959681686 o

Jóhann Gunnarsson is releasing his solo album ‘genematrix perimeterstroke’ and is hosting an album release show. Joining him on stage are Jóel Pálsson, Ari Bragi Kárason, Helge Haahr, Hallvarður Ásgeirsson, and Þórdís Gerður Jónsdóttir.

Jóhann Gunnarsson / genematrix perimeterstroke

Mengi

12232878 855707974542175 5584765176959681686 o

Mengi release concert for genematrix perimeterstroke The bass-player and composer Jóhann Gunnarsson will perform works from his new solo album. With him on stage will be Jóel Pálsson on sax, Ari Bragi Kárason on trumpet, Helge Haahr on drums, Hallvarður Ásgeirsson on guitar and Þórdís Gerður Jónsdóttir on cello. House opens at 8pm. The concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK. // Útgáfutónleikar genematrix perimeterstroke Á tónleikunum verða flutt verk af nýútkominni sólóplötu Jóhanns Gunnarssonar, bassaleikara og tónskálds. Með honum stíga á svið þau Jóel Pálsson á saxófón, Ari Bragi Kárason á trompett, Helge Haahr á trommur, Hallvarður Ásgeirsson á gítar ig Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló Húsið verður opnað klukkan 20:00. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. Miðaverð: 2000 krónur.

Graphic Score / Sara Riel

Mengi

12239192 869059726540333 64488608059752641 o

Sýning á teikningum Söru Riel í Mengi og tónleikar ásamt Skúla Sverrissyni, Gyðu Valtýsdóttur, Eiríki Orra Ólafssyni og Ólafi Birni Ólafssyni, fimmtudagskvöldið 3. desember klukkan 21. Ólíkar kveikjur liggja að baki sýningu Söru Riel sem verður opnuð í Mengi fimmtudaginn 3. desember. Rótin að einhverju leyti gjöfular samræður vinanna Söru og Skúla Sverrissonar þar sem uppsprettu sköpunar og listar bar á góma með viðkomu í hugmyndum Duchamp, Cage og fleiri og fleiri og í framhaldi af þeim samræðum, lestur Söru á bók Kay Larson um John Cage, zen-búddisma og innri hjartslátt lífsins. Bók sem kom á háréttum tíma inn í líf mitt, segir Sara sem hefur lengi leitað í rætur austrænna trúarbragða og andlegrar iðkunar, líkt og John Cage. Þrá eftir að þreifa sig áfram með list sem sprytti fremur úr undirmeðvitund og tilfinningum leiddi að einhverju leyti til teikninganna sem hér má sjá. Teikningar skapaðar á meðan myndlistarkonan hlustar á tónlist sem valin hefur verið af handahófi úr plötusafninu hennar, þegar tónlistin tekur að óma lokar Sara augunum og leyfir pennanum að taka á rás. Undirmeðvitundin fær að ráða för, rökhugsun og ritskoðun víkja fyrir innsæi og tilfinningu, hlustunin mótar teikninguna. Áhugi á grafískri nótnaskrift er önnur kveikja að sýningunni, aðferð sem tilraunaglöð tónskáld beggja vegna Atlandsála tóku að þróa þegar þau fundu fyrir takmörkunum hinnar hefðbundnu vestrænu nótnaskriftar. Tónskáld meginlandsins á borð við Kagel, Stockhausen og Ligeti tóku að leika sér með tákn og sjónræna framsetningu sem áður höfðu ekki þekkst innan tónlistarsögunnar, vestan hafs tónskáld á borð við Christian Wolff, Morton Feldman og téðan Cage. Tónlistarflytjendur túlka grafísku nótnaskriftina að sínum hætti, hún misopin fyrir alls kyns túlkunarleiðum. Hér verður grafísk nótnaskrift til út frá hlustun myndlistarkonu á tónlistina, ferlinu snúið við og velta má fyrir sér hvers konar tónlist teikningar Söru myndu kveikja ef tónlistarmenn tækju sig til og létu innblásast af þeim. Teikningarnar á sýningunni mótaðar yfir nokkurt tímabil og um leið mun nýtt verk fæðast. Á tónleikum sem fram fara fimmtudagskvöldið 3. desember í Mengi munu tónlistarmennirnir Skúli Sverrisson, Eiríkur Orri Ólafsson, Ólafur Björn Ólafsson og Gyða Valtýsdóttir koma saman og spinna hljóðvef á meðan Sara leyfir tónlistinni að leiða sig áfram. Teikningunni varpað á tjald svo gestir geta fylgst með framvindunni. Gjörningurinn / spuninn tekur um það bil eina klukkustund, eftir hann mun myndin sem til verður á staðnum fara í ramma upp á vegg og verða hluti af heildinni. Sýningin verður opnuð fimmtudagskvöldið 3. desember í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. Miðaverð á tónleikana: 2000 kr. sarariel.com /// Drawings by Sara Riel - live performance with Sara Riel and musicians Skúli Sverrisson, Eiríkur Orri Ólafsson, Gyða Valtýsdóttir & Ólafur Björn Ólafsson. Different ideas lie behind the exhibition of Sara Riel that will be opened in Mengi on Thursday, 3rd of December. Fruitful dialogue between friends, Sara and Skúli Sverrisson, where the source of creation and art were raised, discussions about Duchamp, Cage and more led to Sara reading a book by Kay Larson on John Cage (Where the heart beats). “A book that entered into my life at exactly the right moment” the artist says, who has like Cage been interested in eastern philosophy and religion for a long time. Longing to create art from the subconscious mind led to some extent to the drawings that can be seen in Mengi. While listening to random music Sara Riel closed her eyes and let the pen lead her onwards. The music moulded the drawings that came alive without any censorship whatsoever. Interest in graphic notation is another trigger for the drawings, a method that experimental composers in Europe and in the US began to develop when they realized the limitations of traditional Western notation. Composers such as Kagel, Stockhausen and Ligeti began to play with symbols and visual presentation that had not been known in Western music history, in the US, composers such as Christian Wolff, Morton Feldman and the aforementioned Cage. In Sara Riel's drawings graphic notation is derived from listening to music instead of the notation being the foundation, the process is somewhat reversed. Sara’s drawings were made over a period of time. At a concert in Mengi on Thursday December 3rd, musicians Skúli Sverrisson, Eríkur Orri Ólafsson, Ólafur Björn Ólafsson and Gyda Valtýsdóttir will improvise while Sara Ries lets the music lead her onwards. Her drawing will be projected onto a screen so guests can follow the process. The performance / improvisation takes approximately one hour, after that the new drawing will be framed and put on the wall where it will become a part of the total exhibition. Concert at 21:00 on Thursday, December 3rd. Tickets: 2000 ISK. sarariel.com

Arnljótur Sigurðsson

Mengi

Avatars 000010111222 cdoz9e t500x500

Arnljótur, of Ojba Rasta fame, will be playing his tunes at Mengi to celebrate the release of his new album, ‘Úð’.

Úð / Útgáfutónleikar Arnljóts Sigurðssonar

Mengi

12291174 869069323206040 1609254826697648914 o

Föstudaginn 4.desember fagnar tónlistarmaðurinn Arnljótur útgáfu þriðju breiðskífu sinnar Úð með tónleikum í listhúsinu Mengi, Óðinsgötu. Um er að ræða eins konar hljómkviðu sem telur rúmar 70 mínútur í nokkrum köflum. Tónlistinni má lýsa sem kosmískri músík með púlsandi drifi, undir sterkum áhrifum frá þýskri raftónlist áttunda áratugar síðustu aldar. Þó er músíkin ekki einungis rafræn heldur leikur þverflauta stórt hlutverk. Öll tónlistin var tekin upp á tvær rásir á þrennum tónleikum síðastliðið sumar. Sveinbjörn Thorarensen sá um hljóðjöfnun á plötunni og Leó Stefánsson bjó til spektrógramm (hljóðrófsmynd) sem fylgir hverju eintaki. Arnljótur er tónlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann er einn stofnmeðlima hljómsveitarinnar Ojba Rasta. Áður hefur Arnljótur gefið út plöturnar Listauki (2008), Línur (2014) og Til einskis (2015). Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur /// The musician Arnljótur will celebrate the release of his fourth record, Úð, on Friday, December the 4th in Mengi. Úð is symphonic in scale, a 70 minutes long piece in several movements where Arnljótur’s flute playing plays an important part. The music can be described as cosmic with a pulsating beat, somewhat influenced by German electronic music of the 1970’s. The music was recorded on two tracks at three concerts during the summer of 2015.The album was mastered by Sveinbjörn Thorarensen and a spectrogram by Leó Stefánsson comes with every copy. Arnljótur is based in Reykjavík. He’s one of the founders of the band Ojba Rasta. His previous records are Listauki (2008), Línur (2014) and Til einskis (2015). House opens at 20:00. Concert starts at 21:00 Tickets: 2000 ISK

Ólöf Arnalds

Mengi

11138489 872396012873371 3535975006466663147 n

Join us for an intimate concert of the wonderful Ólöf Arnalds who performs her own music, some of which has been released on her earlier albums together with brand new songs. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK /// Hin einstaka Ólöf Arnalds flytur nýtt efni í bland við eldri lög úr lagasjóði sínum. Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr.

Ólöf Arnalds

Mengi

Ol c3 b6f arnalds

Ólöf will be putting on an intimate show at Mengi, playing a mix of new and old material.

Náttmál / Tónlistarhópurinn Umbra

Mengi

12309953 873715882741384 4979671620733995255 o

The music ensemble Umbra consists of Alexandra Kjeld, double bass and voice, Arngerður María Árnadóttir, Celtic harp, harmonium and voice, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, baroque violin and voice, Kristín Þóra Haraldsdóttir, baroque viola and voice and Lilja Dögg Gunnarsdóttir, voice and percussion. Umbra is interested in combining the soundworld of authentic instruments and singing and use the methods of improvisation when working with old folk songs and songs from the medieval and renaissance period, which lyrics often deal with the more sombre and melancholic sides of human existence. At the concert in Mengi the ensemble will mainly perform their own arrangements of old Icelandic carols as well as English Christmas carols from the medieval period. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK /// Tónlistahópurinn Umbra vinnur markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og söngs. Hópurinn nýtir sér aðferðir spuna til að endurvinna þjóðlög og tónlist frá miðöldum og endurreisnartímabilinu og þá helst efni tengt dekkri hliðum mannlegs eðlis. Á þessum tónleikum mun hópurinn ma. flytja eigin útsetningar á rammíslenskum jólalögum og einnig enskum jólakarólum frá miðöldum. Tónlistahópinn Umbra skipa þær Alexandra Kjeld, söngur og kontrabassi, Arngerður María Árnadóttir, söngur, keltnesk harpa og harmóníum, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, söngur og barokkfiðla, Kristín Þóra Haraldsóttir, söngur og barokkfiðla og Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngur og slagverk. Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr.

Epicycle / Gyða Valtýsdóttir

Mengi

12314351 873711336075172 9090538325391618239 o

Gyða Valtýsdóttir polychromatic performer, multifaceted musician who´s classically trained though untamed wildly in motion around the globe like an electron in an unpredictable process of improvised living. Now she´s settling down in her motherland´s snowy bosom, and coming home to her heart. The concert in Mengi will be holy and high with music that span more than two thousand year; an arrangement done in collaboration with Hilmar Jensson and bagpipe player Michael York on the oldest song that has been found in its entirety on a tombstone in Turkey, Greek studies by the eccentric genius Harry Partch, hymn by the magic-nun Hildegard Von Bingen, God music from George Crumb’s Black Angels, a praise to eternity by the mystic Olivier Messiaen, a love song by Schumann and one of Schubert’s latest opus, Piano Trio op. 100 that some may know from Stanley Kubric’s movie, Barry Lyndon. Performers: Gyða Valtýsdóttir (cello), Hilmar Jensson (guitar), Júlía Mogensen & Pascal La Rosa (bowed chrystal glasses), Frank Aarnink (percussion), Ólafur Björn Ólafsson (percussion). /// Gyða Valtýsdóttir er fjöllistakona með mastersgráðu í sellóleik. Hún hefur búið í ferðatösku síðastliðin fimm ár og ferðast um heiminn líkt og rafeind í óútreiknalegu ferli spinnandi tilvistar. Hún er nefnilega einnig með mastersgráðu í því en er nú að sökkva tánum ofan í snæviþakta móðurjörðina og koma heim til síns hjarta. Tónleikarnir í Mengi verða hátíðlegir, heilagir og heiðarlegir. Flutt verða verk sem spanna rúm tvöþúsund ár og má þar nefna útsetningu, unna í samstarfi við Hilmar Jensson og sekkjupípuleikarann Michael York, á elsta lagi sem fundist hefur í heild sinni (í grafreit í Tyrklandi), grískar stúdíur sérvitringssnillingsins Harry Partch, hymnu eftir galdranunnuna Hildegard Von Bingen, Tónlist Guðs úr Svörtum Englum George Crumb, Óð til eilífðarinnar eftir dulspekinginn Olivier Messiaen, ástarljóð Schumanns og einn af síðustu ópusum Schuberts, píanótríó op. 100 sem margir þekkja úr kvikmyndinni Barry Lyndon eftir Stanley Kubric. Gyða Valtýsdóttir leikur á selló Hilmar Jenson leikur á gítar Ólafur Björn Ólafsson og Frank Aarnink leika á slagverk Pascal La Rosa & Júlía Mogensen beita bogum Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr.

2 ára afmælisgleði Mengis

Mengi

12366177 880566425389663 9107403546362637863 o

Menningarhúsið Mengi fagnar tveggja ára starfsafmæli laugardaginn 12. desember næstkomandi með opnu húsi frá kl. 12 - 18. Við verðum með heitt á könnunni & jólaglögg í boði fyrir gesti ásamt léttum veitingum. Þar að auki verða allar plötur Mengi útgáfu á 20% afslætti og tvær sýningar í rýminu. Við bjóðum ykkur velkomin í hlýjuna á opnun nýrrar ljósmyndasýningar Ólafs Baldvins Jónssonar. Ólafur myndaði viðburði Mengis í febrúar síðastliðnum. Til þess að fanga andann sem skapaðist í þessu litla myrkvaða rými var notuð næmasta svarthvíta filma á markaðnum. Filman, Ilford Delta 3200, hefur gegn um tíðina verið notuð mikið við fréttaljósmyndun sökum þess hve hröð og skörp hún er. Myndunum ljáir hún grófan og andstæðuríkan blæ. Myndirnar verða til sölu og til sýnis fram að áramótum. Í innra salarrými Mengis stendur yfir sýning á teikningum Söru Riel, Graphic Score. Teikningarnar eru skapaðar á meðan myndlistarkonan hlustar á tónlist sem valin er af handahófi úr plötusafni hennar, þegar tónlistin tekur að óma lokar Sara augunum og leyfir pennanum að taka á rás. Undirmeðvitundin fær að ráða för, rökhugsun og ritskoðun víkja fyrir innsæi og tilfinningu, hlustunin mótar teikninguna. Þess má geta að verkin eru til sölu. Smærri myndir Söru eru á 90.000 kr. og þær stærri á 105.000 kr. Þar sem Mengi gefur einnig út tónlist viljum við bjóða 20% afslátt af efirfarandi plötum okkar: The Box Tree CD/LP með Skúla Sverrissyni & Óskari Guðjónssyni They hold it for certain... LP með Anthony Burr, Yungchen Lhamo & Skúla Sverrissyni Kippi Kaninus - Temperaments LP Nótt á Hafsbotni CD með dj. flugvél & geimskip Hlökkum til að sjá ykkur! /// Mengi celebrates 2 years of existance this weekend! We are happy to invite you to visit the space this coming Saturday between 12 and 6 pm. Come and have some glühwein and coffee with us and enjoy art at its fullest. All Mengi releases will be offered with 20% discount of our normal prices. A photo exhibition by Ólafur Baldvin Jónsson will open if the shop & we have an ongoing exhibition inside of Sara Riel's inspriring drawings. We look forward to seeing you all!

Duo Encounters I / Johanna Elina Sulkunen, vocal & Hilmar Jensson, guitar

Mengi

12314195 872805196165786 9028671075335123758 o

"Duo encounters I " (FIN/IS) HIlmar Jensson - guitar & Johanna Elina Sulkunen - vocal A new collaboration with a Copenhagen based Finnish vocalist Johanna Elina Sulkunen and the Icelandic guitar player Hilmar Jensson. Mixture of composed and free improvised music create indistinguishable stories with diverse sounds of guitar and voice and their endless possibilities. Electronic, and diverse, sometimes even machine -like guitar sounds contrast with strong and personal vocal work of Johanna. Experimental, strong and beautiful. The duo first met when Hilmar collaborated with Nordic Danish Grammy-winning improvising vocal group IKI (that Johanna is part of) on their second album "Lava" that was recorded in Iceland. "Encounters I" is the first part of a more extensive project of Johanna Elina Sulkunen, who is exploring different aspects of duo playing in various settings. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK /// Finnska söngkonan Jóhanna Elina Sulkunen og Hilmar Jensson, gítarleikari, vinna um þessar mundir að hljóðritunum á plötu og bjóða af því tilefni til tónleika í Mengi þar sem þau koma fram í fyrsta sinn opinberlega sem dúó. Leiðir þeirra lágu saman í gegnum hinn margverðlaunaða raddspunahóp IKI þar sem Johanna er meðlimur en Hilmar lék með hópnum inn á plötuna Lava sem var hljóðrituð á Íslandi. Á tónleikunum í Mengi hljómar hvort tveggja spunnin og samin tónlist þar sem gítarinn og mannsröddin og endalausir möguleikar þessara tveggja hljóðgjafa verða rannsakaðir. Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr.

Helgileikur / Kraftverk

Mengi

12346390 874580872654885 8089206559383805532 n

Dance performance group Kraftverk returns with a brand new dance improv. The Christmas story recreated Christmas glogg and gingerbread Who will get the almond? Who was Jesus and where did he come from? Great awards dj Ívar Pétur starts Christmas Secret guest: The Icelandic Yule lad Askasleikir Take a break from your Christmas stress Come to Mengi and let the Christmas spirit enter you Kraftverk are Anna Kolfinna Kuran Elísabet Birta Sveinsdóttir Elín Signý W. Ragnarsdóttir Gígja Jónsdóttir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir & Ívar Pétur Kjartansson. House opens at 8pm. Performance starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK /// Danshópurinn Kraftverk snýr aftur með glænýtt spunadansverk! Helgileikurinn endurskapaður! Jólaglögg og piparkökur Hver fæ möndluna? Hver var Jesú og hvaðan kom hann? Veglegur vinningur í boði Dj Ívar Pétur keyrir jólin í gang Leynigestur: Askasleikir Taktu pásu frá jólastressinu, Komdu í Mengi og leyfðu jólaandanum að hellast ofan í þig #glögg Kraftverk eru: Anna Kolfinna Kuran Elísabet Birta Sveinsdóttir Elín Signý W. Ragnarsdóttir Gígja Jónsdóttir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir Ívar Pétur Kjartansson Húsið verður opnað klukkan 20. Helgileikur hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr.

Golden Blobess / Aimee Odum, Mariske Broeckmeyer, Kerryn McMurdo

Mengi

12291778 875414159238223 1106706540790751104 o

Golden Blobess is a performance that merges video, sound, and dance. Through an ambiance of collisions between the dark and the fantastic, Golden Blobess brings consciousness to surrounding environments and objects that co-create human adaptability. As a futuristic creature confronts her own humanness golden objects and ecological spaces gain anthropomorphic qualities clashing her independent, self-absorbed nature. Aimee Odum is a visual artist from the United States utilizing a diverse range of mediums including sculpture installations, ceramics, found objects and video. As a recipient of the Sturgis International Fellowship, she is currently an exchange student at Listaháskóli Íslands and will return to the University of Arkansas, Fayetteville to complete her Masters of Fine Arts degree May 2016. Within the University of Arkansas, Odum co-directs sUgAR, the University of Arkansas student gallery, and assists with teaching foundation level courses. Odum’s work investigates the motivation and action underlying human experience in specificity to the natural world. Interested in how instinct and culture formulate our daily approach to environment, Odum tackles both the desire and tension arising through digital media, travel, and ecological exploration. http://aimeeodum.com Mariske Broeckmeyer is a singer and a composer from Belgium. She obtained a masters degree in Jazz singing at the Royal Conservatory of Brussels in 2015. Currently she is based in Reykjavik where she is focusing mainly on electronic music. Mariske is active as a singer and composer in other projects as One Bird Orchestra and Reuske. One Bird Orchestra has been in constant evolution. Their original compositions are brought to life by electronics and improvisation. Truthful lyrics create a contrast between the dreamy, yet imminent style of the group. Sounds from the sea and up to the clouds. Heavenly harmonies flirt with flashing beats! Reuske is looking for ‘beauty’ in a less conventional way. A search for new sounds and grooves derails and results in an unpredictable yet intriguing trip. Music that brings alarming lyrics, lots of impro and a blast of Scandinavianair. https://www.facebook.com/onebirdorchestra https://www.facebook.com/Reuske-786770331353095/ Kerryn McMurdo is a dancer, choreographer, and creator from Auckland, New Zealand. Graduating with a Bachelors degree (BPSA) in contemporary dance from Unitec Institute of Technology in 2000, her diverse experiences have lead her to tour internationally with the NZ companies MAU/Lemi Ponifasio and TouchCompass Dance Trust. Recently she has participated in research/field projects for the Impulstanz International Vienna Dance Festival 2014 andcreated her own solo performances Fisk Kona and Prophecies of Þórdís. Kerryn’s creativity is stimulated by the spaces and tension between ideas, in which the body is the primary site for communicating complex vocabulary and concepts. Drawn towards experimental work, she allows her artistic motivation to transgress, subvert, and deconstruct genres of contemporary performance and art practice. Kerryn currently lives in Skagaströnd, Iceland co-directing the Nes Artist Residency and researching a new performance project BODY AT WAR. http://artilleryperformance.weebly.com/ /// Vídeó, hljóð og dans fléttast saman í verkinu Golden Blobess sem frumsýnt verður í rými Mengis næsta föstudagskvöld en verkið er eftir bandarísku myndlistarkonuna Aimee Odum, belgísku tónlistarkonuna Mariske Broeckmeyer og nýsjálenska dansarann og danshöfundinn Kerryn McMurdo. Bandaríska myndlistarkonan Aimee Odum vinnur með alls kyns miðla í verkum sínum, innsetningar, keramik, fundna hluti og vídeó. Hún stundar mastersnám við Háskólann í Arkansas þaðan sem hún mun útskrifast vorið 2016 en hún hefur undanfarið verið í skiptiprógrammi við Listaháskóla Íslands. Við Háskólann í Arkansas er Odum einn listrænna stjórnenda sUgAR sem er nemendagallerí við skólann auk þess sem hún er aðstoðarkennari við skólann. Í verkum sínum rannsakar Odum tengsl mannsins við náttúruna; hún hefur sérstakan áhuga á að skoða hvernig undirmeðvitund og menning móta daglega umgengni okkar og viðhorf til umhverfisins en það gerir hún í gegnum myndbandsverk, ferðalög og könnun á náttúru og umhverfi. http://aimeeodum.com/ Belgíska tónskáldið og söngkona Mariske Broeckmayer útskrifaðist með mastersgráðu í jasssöng frá Konunglegu konservatoríunni í Brussel fyrr á þessu ári. Hún er búsett í Reykjavík um þessar mundir og leggur stund á mastersnám í tónsmíðum við Listháskóla Íslands. Hún er meðlimur í hljómsveitunum One Bird Orchestra og Reuske. https://www.facebook.com/Reuske-786770331353095/ Nýsjálenski dansarinn og danshöfundurinn Kerryn McMurdo lauk BA-gráðu í samtímadansi frá Unitec Institute of Technology árið 2000. Hún hefur komið fram víða um heim með nýsjálensku danshópunum MAU/Lemi Ponifasio og TouchCompass Dance Trust og á síðasta ári, árið 2014, samdi hún verk fyrir Impulstanz, alþjóðlega danshátíð í Vínarborg. Áhugi McMurdo beinist að togstreitu á milli rýmis og hugmynda þar sem líkaminn þarf að miðla flóknum hugtökum og orðaforða. Hún hefur áhuga á tilraunakenndri list, list hennar er í stöðugri þróun þar sem hún leyfir ser að afbyggja listhefðir. Kerryn býr á Skagaströnd, hún er einn listrænna stjórnenda Nes listamiðstöðvarinnar og vinnur um þessar mundir að verkinu BODY AT WAR. Verkið hefst klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Bára Gísladóttir / Different Rooftops

Mengi

12314197 874591929320446 1967432882734704538 o

Different Rooftops: Release concert Bára Gísladóttir is a composer and a double bassist who is currently doing her master’s degree in composition at the Royal Danish Academy of Music. Different Rooftops is her debut album. The compositions are written for different combinations of voice, tenor saxophone, double bass and electronics. Helgi R. Heiðarsson, tenor saxophone, will accompany Bára at the concert. Program: -Rooftops of Marakech (world premiere) for tenor saxophone and electronics -Rooftops of Prague for double bass. -Rooftops of Barcelona for tenor saxophone, double bass and electronics -Rooftops of Berlin for double bass -I nostri dei sono morti IV (world premiere) for voice, tenor saxophone, double bass and electronics. -Rooftops of Milan for solo double bass. House opens at 20. Concert starts at 21. Tickets: 2000 ISK. /// Útgáfutónleikar: Different Rooftops Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari sem nemur tónsmíðar á meistarastigi við Det kongelige danske musikkonservatorium en Different Rooftops er frumraun hennar í plötugerð. Verkin eru fyrir mismunandi samsetningar á rödd, tenórsaxófón, kontrabassa og rafhljóðum. Ásamt Báru leikur Helgi R. Heiðarsson á tenórsaxófón. Dagskrá: -Rooftops of Marrakech (frumfl.) fyrir tenórsaxófón og rafhljóð -Rooftops of Prague fyrir einleikskontrabassa -Rooftops of Barcelona fyrir tenórsaxófón, kontrabassa og rafhljóð -Rooftops of Berlin fyrir einleikskontrabassa -I nostri dei sono morti IV (frumfl.) fyrir rödd, tenórsaxófón, kontrabassa og rafhljóð -Rooftops of Milan fyrir einleikskontrabassa Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr.

PRESIDENT BONGO & THE EMOTIONAL CARPENTERS

Mengi

1040139 885934404852865 1133550789409249112 o

Every year, the beasts of the Serengeti region rush northwest across the endless plains in search of fields for grazing. It’s a tremendous sight: Millions of mammals headed in the same direction like a river of majestic proportions, flowing across the vast land towards the ocean. Six months later the zebras and wildebeests and gazelles return south, once again sealing an infinite loop. Animal hearts brimming with blood, thumping as they traverse Africa; this is the sensation Serengeti evokes for its listener. Ancient dust stirred by the great migration rises and settles in a new corner of the plain. The land is forever altered, yet the same. Whenever the wind blows, nature’s rhythms are unaffected. They are undying, relentless, constantly shifting and we are all subject to them. No use resisting. Serengeti is a return journey. Although committed to plastic it never feels like the same route taken. The winds change, the dust re-settles, you mature, the music morphs. You close your eyes and your mind rushes across the plains under the burning sun just like it was the first time. (atli bollason) performers: president bongo davíð þór jónsson helgi svavar helgason omar guðjonsson sigtryggur baldursson Concert starts at 9pm Tickets: 2000 ISK /// President Bongo (Stephan Stephansson) kemur fram ásamt fríðu föruneyti og flytur efni af plötunni Serengeti. President Bongo hefur verið í fararbroddi listahópsins Gus Gus um árabil en sendi fyrr á þessu ári frá sér sína fyrstu sólóplötu. Á tónleikunum koma fram Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason, Ómar Guðjónsson og Sigtryggur Baldursson auk President Bongos. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.

Kristján Martinsson, Magnús Trygvason Eliassen, Eiríkur Orri Ólafsson

Mengi

10668850 891988837580755 2386892227947947754 o

Kristján Martinsson electric piano and flutes Eiríkur Orri Ólafsson, trumpet and electronic Magnús Trygvason Eliassen drums Free and exciting improv with three great musicians. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm Tickets: 2000 ISK /// Kristján Martinsson rafpíanó og flautur Eiríkur Orri Ólafsson trompet og elektróník Magnús Trygvason Eliassen trommur Þrír öðlingar leiða saman hesta sína og bjóða upp á snarstefjun á staðnum fyrir gesti og gangandi. Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.

Jófríður & Tumi í Mengi

Mengi

1441290 890972007682438 6932380609883069707 n

Jófríður Ákadóttir (Samaris) & Tumi Árnason (Grísalappalísa) perform their own music together for the first time. New music from Jófríður's forthcoming album that she has been working on in New York this fall together with mixture of songs by Tumi. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK /// Tónlistarmennirnir Jófríður Ákadóttir og Tumi Árnason flytja blöndu af eigin tónsmíðum. Hér munu hljóma lög af nýrri plötu Jófríðar sem hún hefur unnið að undanfarna mánuði í bland við alls konar músík úr smiðju Tuma. Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr.

Last concert of the year 2015 / Kristín Anna

Mengi

10312387 896994183746887 1017955673499385511 n

We're honoured to welcome the wonderful Kristín Anna to Mengi for our last concert of the year 2015. Kristín Anna just released her double album Howl, recorded in the California desert, published by Bel-Air Glamour Records & Vinyl Factory. Forthcoming is another album by Kristín Anna, with her piano playing and singing - also published by Bel-Air Glamour Records. Kristín started her carreer with the band múm and has ever since been active as a musician and artist, collaborating with Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Ragnar Kjartansson and All Star Band to name but few. Her concerts are filled with magic - don't miss it. House opens at 8pm, concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK /// Það er okkur í Mengi mikil ánægja að ljúka árinu 2015 með tónleikum Kristínar Önnu. Kristín Anna sendi nýverið frá sér rómaða tvöfalda plötu sem ber heitið HOWL og byggir á upptökum sem Kristín gerði af eigin söng og raddspuna í Kaliforníueyðimörkinni. Platan er gefin út af Bel-Air Glamour Records í samstarfi við Vinyl Factory en væntanleg er önnur plata með píanóleik og söng Kristínar Önnu, einnig gefin út af Bel-Air Glamour Records Ragnars Kjartanssonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Kristín Anna hóf tónlistarferil sinn í hljómsveitinni múm í kringum aldamótin síðustu og hefur komið víða við í listsköpun sinni síðan, starfað með hljómsveitum á borð við Animal Collective, Mice Parade, Slowblow og Ragnar Kjartansson and All Star Band svo eitthvað sé nefnt. Tónleikar Kristínar Önnu eru göldrum líkastir - ekki missa af þeim. Húsið verður opnað klukkan 20, tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. "Howl er eitt það allra besta sem ég hef heyrt (og séð) frá íslenskum tónlistarmanni þetta árið, Kristín Anna er hiklaust ein af okkar fremstu og forvitnilegustu listamönnum og það verður mjög spennandi að fylgjast með henni næstu misserin. Ef heimahöfnin sem ég minntist á heldur er bókstaflega allt hægt. Fylgist með frá byrjun!" (Arnar Eggert Thoroddsen: Morgunblaðið, 5. desember 2015).

Gunnar Gunnsteinsson & Ásta Fanney in Mengi

Mengi

1917396 903416066438032 6620981118216917159 n

Gunnar Gunnsteinsson og Ásta Fanney í Mengi. Fimmtudaginn 7. janúar, kl. 21:00, munu Gunnar Gunnsteinsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir troða upp í Mengi, Óðinsgötu 2. Gunnar heldur upp á að hlaðvarpið/podcastið hans, The Musicosmology Etudes hefur hafið göngu sína á internetinu og mun flytja nokkra vel valda kafla úr því. Áhorfendur verða leiddir í hálfgerðum fyrirlestrastíl í gegnum ýmsar sérgerðar tónsmíðar þar sem staldrað er við ákveðna hluti í tónlistinni og þeir notaðir til að varpa nýju ljósi á daglegt líf, manninn og alheiminn. Ásta mun spila hljóðspor (soundtrack) fyrir kvikmynd sem aldrei varð til og gera tilraun til þess að brúa bilið milli ljóða og sjónlýsinga. Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr. https://soundcloud.com/tags/podcast%20%23musicosmology%20%23learning%20%23audiobook%20%23etudes ---- On Thursday, 7th of January at 9pm, Gunnar Gunnsteinsson and Ásta Fanney Sigurðardóttir will perform in Mengi, Óðinsgata 2. Gunnar is celebrating the beginning of his podcast, The Musicosmology Etudes and will perform bits and pieces from it, carefully chosen for the event. The audience will be guided through compositions where certain things are highlighted and then associated with situations in daily life, seeking a new perspective on humanity and the cosmos. Ásta will do a soundtrack for a film that never was and never will be and also experiment with poetry and projections. House opens at 8pm. Event starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK https://soundcloud.com/tags/podcast%20%23musicosmology%20%23learning%20%23audiobook%20%23etudes

Opaque Transparent (Samuel Gouttenoire)

Mengi

12466200 903353433110962 7898668714880418912 o

Combinations of recordings, overlapping layers of sound according with one another is characteristic of Opaque Transparent sensitive approach to music. Coincidence leads to a profound audible environment where harmonies emerge through random sonic collisions. Opaque Transparent will play live his project, coming out on the French label Planespotting Records. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK. https://soundcloud.com/planespotting-records/ot-vo-00011 https://soundcloud.com/lylradio/opaque-transparent-planespotting-live /// Franski raftónlistarmaðurinn Opaque Transparent (Samuel Gouttenoire) flytur efni sem kemur út á plötu hjá franska útgáfufyrirtækinu Planespotting Records. Samuel Gouttenoire er frá Lyon í Frakklandi en er búsettur í Reykjavík um þessar mundir. Í verkum hans fléttast saman hljóðritanir og rafhljóð, Opaque Transparent vinnur með tilviljanir þar sem hljóð og hljómar renna saman í einn áheyrilegan bræðing. Húsið verður opnð klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr. https://soundcloud.com/planespotting-records/ot-vo-00011 https://soundcloud.com/lylradio/opaque-transparent-planespotting-live

RAFSKRÆMING SVAVARS KNÚTS / DISTORTION OF SVAVAR KNÚTUR

Mengi

12471920 1245290588819362 7937433851052468820 o

ENGLISH BELOW FALK kynnir RAFSKRÆMINGU SVAVARS KNÚTS, einstakan tónlistarviðburð í Mengi. HLJÓMFAGRIR TÓNAR SÖNGVASKÁLDSINS DRUKKNA Í RAFSTRAUMNUM SVAVAR KNÚTUR LEIKUR LÖG SÍN UMMYNDUÐ AF KRAKKKBOT OG AMFJ Söngvaskáldið ástsæla Svavar Knútur mun ásamt raf- og óhljóðalistamönnunum KRAKKKBOT og AMFJ flytja lög sín í Mengi næstkomandi laugardagskvöld, 9. janúar. Á tónleikunum mun Svavar leika úrval af lögum sínum á sinn einstaklega einlæga hátt, einn með gítarinn og röddina fögru. Hætt er þó við því að aðdáendum Svavars Knúts bregði í brún, því hljóð hans munu verða brotin og afskræmd, teygð og toguð, sléttuð og felld í meðförum þeirra félaga KRAKKKBOT og AMFJ. Það verður sannkölluð hljóðveisla í Mengi þegar þessir andstæðu pólar mætast í samvinnu eða baráttu. Kvöldvaka sem fer allan skalann frá hinu mikilfenglega til hins viðkvæma, um ölduslóð sínusbylgjunnar að broti raddarinnar. Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Nánar um listamennina: Svavar Knútur er þekktur um víðan völl fyrir hugljúfar lagasmíðar sínar og vinalega sviðsframkomu, auk þess að vera kunnur jafnréttissinni og málsvari lítilmagnans. Hann hefur með þrotlausri vinnu unnið hug og hjörtu landa sinna, sem og sístækkandi áðdáendahóps í þremur heimsálfum. Eftir hann liggja fjórar hljómplötur, en sú nýjasta „Brot” kom út á nýliðnu ári og hefur vakið mikla lukku. http://svavarknutur.bandcamp.com/ http://www.svavarknutur.com KRAKKKBOT er annað sjálf listamannsins Baldur Björnssonar. Hann leikur rafræna dómsdagstónlist innblásna af annarlegum veraldarkenningum og hefur getið sér gott orð bæði heima og erlendis fyrir hljóðheim sinn og sviðsframkomu. KRAKKKBOT hefur unnið með ýmsum listamönnum og hljómsveitum auk þess að hafa gefið út tvær plötur í fullri lengd, nú síðast vínylplötuna „BLAK MUSK” hjá FALK. http://krakkkbot.bandcamp.com/ AMFJ eða Aðalsteinn MotherFucking Jörundsson hefur hvarvetna vakið athygli fyrir kraftmikla raftónlist sína, en hann blandar saman taktfastri hryntónlist og umbreyttum hvunndagstónum í ólgandi hrærigraut tilfinninga og angistar. Tónlist hans hefur komið út hjá FALK útgáfunni íslensku og Yatra Arts í Kanada, en hann vinnur nú að nýrri plötu. http://amfj1.bandcamp.com/ /// The beloved singer-songwriter Svavar Knútur will perform his songs on guitar along with the noise-artists KRAKKKBOT and AMFJ. Svavar Knútur is known for his sincere and beautiful approach to music. His admirers might though be shocked at this concert where his sounds and music will be distorted, taken apart, shaken and stirred by KRAKKKBOT and AMFJ. A true orgy of sounds in Mengi where these opposite poles meet, collaborate and/or contest. A vigil that involves the profound and the fragile, the sinus-wave and the human voice alone. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK. About the artists: Svavar Knútur is a beloved musician and has as well devoted himself to raising awareness about human rights. He has published four records so far, his last record being “Brot”, released in 2015 and has gotten great reviews. http://svavarknutur.bandcamp.com/ http://www.svavarknutur.com KRAKKKBOT is the alter-ego of the artist Baldur Björnsson. He performs electronic doomsday music, inspired by strange theories about the universe and has gotten great reviews for his sound-world and stage appearance. KRAKKKBOT has collaborated with many artists and orchestras and has released two records so far, the latex being BLAK MUSK, released by FALK. http://krakkkbot.bandcamp.com/ AMFJ (Aðalsteinn MotherFucking Jörundsson) has gotten a lot of attention for his powerful electronic music where he blends together rhythmical music and distorted everyday sounds into a mixture of strange feelings and anguish. His music has been released by the Icelandic FALK records and the Canadian Yatra Arts. He’s now working on a new album. http://amfj1.bandcamp.com/

KIRA KIRA & VINIR / KIRA KIRA & FRIENDS

Mengi

1559854 903348389778133 7165855569870744527 n

Á nýju tungli í Mengi 10. Janúar 2016 kl. 21:00 Kira Kira býður áheyrendum inn á rannsóknarstofu sína þar sem vandlega valið stórskotalið, lítil orkestra og kór spinnur eftir landakortum í formi hljóðmynda sem hún sendir í heyrnatól hljóðfæraleikaranna. Upplifunin verður hljóðrituð af kostgæfni og hún síðar þrædd inn í nýja plötu Kiru, verk sem hefur verið í vinnslu í um þrjú ár eða frá því síðasta breiðskífa hennar, “Feathermagnetik” kom út. Áheyrendur fá hér tækifæri til þess að vera viðstaddir upptökusessjón sem er í senn spunatónleikar, að kíkja á ákveðna tónsmíðanálgun sem Kira hefur verið að þróa um árabil og gá hvort þeim tekst að hnerra ekki í 45 mínútur. Á “Feathermagnetik” koma við sögu 13 hljóðfæraleikarar sem Kira hljóðritaði hvern í sínu lagi í jafnmörgum ólíkum rýmum, en fyrir þessa nýju plötu verður hér gerð tilraun til þess að fanga samhljóm allra í einu vinalegu Mengi. Litla orkestran: Kristófer Rodriguez Svönuson, slagverk, Ólafur Björn Ólafsson, píanó, Hans Jóhannsson, fiðla, Kristín Þóra Haraldsdóttir, lágfiðla, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Hilmar Jensson, gítar, Eiríkur Orri Ólafsson, trompet, Ingi Garðar Erlendsson, básúna, Frank Aarnik, slagverk, Jóel Pálsson, kontrabassaklarínett og KÓRINN Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 kr. /// Welcome to the laboratory of Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) with her small orchestra and a choir where the audience in Mengi will experience a live recording that will float into Kira Kira's next album, which she has been working on for the last three years. Musicians will improvise and the session will be recorded. The new album is the first one after Kira Kira's Feathermagnetique. Performers: Kristófer Rodriguez Svönuson, percussion, Ólafur Björn Ólafsson, piano, Hans Jóhannsson, violin, Kristín Þóra Haraldsdóttir, viola, Una Sveinbjarnardóttir, violin, Hilmar Jensson, guitar, Eiríkur Orri Ólafsson, trumpet, Ingi Garðar Erlendsson, trombone, Frank Aarnik, percussion, Jóel Pálsson, contra-clarinet og a choir. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK

Kira Kira & Friends

Mengi

Kira kira by sigga ella

Talentuous and hyperactive artist Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) will introduce you to her very typical world at Mengi on January 10 by playing and recording an improvised live set along with her small orchestra.