Skilmálar

1) Almenn ákvæði

Eftirfarandi skilmálar kveða á um notkunarreglur fyrir vörur og þjónustu Leit, þ.m.t. skráningu og miðlun upplýsinga um einstaklinga og fyrirtæki. Með því að nota Leit.is ertu að samþykkja stefnu um meðferð einkaupplýsinga á Leit.is sem og efni skilmálanna. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir þá skulu lög um þjónustukaup nr. 42/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda um réttarstöðu samningsaðila.

2) Persónuupplýsingar

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Leit skuldbindur sig til að standa vörðu um einkaupplýsingar notenda Leit.is og meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Leit ehf. Enginn nema eigandi vefsins www.leit.is hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar notenda eru í engum tilvikum framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði. Þetta á ekki við um trausta þriðja aðila sem aðstoða Leit.is við að reka vefsvæðið og þjónusta viðskiptavini vefsins svo lengi sem að aðilarnir samþykkja að fyllsta trúnaðar sé gætt.

Við notkun vefsvæðis Leit.is veitir notandi Leit samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga, skal athugasemdum komið til Leit ehf. í tölvupósti á skilmalar@leit.is eða bréflega á heimilisfang Leit ehf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.

Órekjanlegar fótspor (e. cookies)

Leit notar vefkökur (e. cookies), eins og flestar vefsíður og einnig Google Analytics greiningarverkfæri frá Google. Þessar vefkökur eru notaðar til að bæta upplifun notenda með því að muna eftir honum. Notandi hefur rétt á því að hafna notkun slíks búnaðar. Nánari útlistun á því má finna í lok þessara greinar. Ef vefkökum ef hafnað skal hafa í huga að það getur haft áhrif á upplifun notenda þegar hann heimsækir Leit.is

Google Analytics safnar upplýsingum nafnlaust og gefur skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum gestum, líkt og þegar fótspor í sandi eru skoðuð. Analytics notar sín eigin fótspor til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Þessi fótspor eru notuð til að geyma upplýsingar eins og um tíma heimsóknarinnar, hvort gesturinn hafði heimsótt vefsvæðið áður og hvaða vefsvæði vísaði gestinum á vefsíðuna.

Leit áskilur sér rétt til að birta notendum sínum miðaðar auglýsingar í gegnum endurmarkaðsset­ningarkerfi Google. Þær upplýsingar sem safnað er um notendur á vegum Google eru ekki rekjanlegar og ekki hýstar í gagnagrunni Leit ehf. Google sér sjálft um hýsingu þessara upplýsinga og um birtingu auglýsingar tengdum þeim. Þessar upplýsingar eru skráðar með aðstoð fótspora (e. cookies). Fótspor er textabútur sem er sendur frá netþjónum vefsvæða og vistaður í vafra. Eins og flest vefsvæði og leitarvélar notast Google við fótspor til þess að bæta upplifun þína og birta persónumiðaðar auglýsingar. Þessi fótspor eru órekjanleg. Þessar upplýsingar hjálpa Google að birta auglýsingar sem eiga við áhugamál þín, stjórna því hversu oft þú sérð tiltekna auglýsingu og mæla skilvirkni auglýsingaherferða. Þeir sem ekki vilja sjá auglýsingar með þessari samsvörun geta afþakkað.

Til að gera fótspor af þessari gerð óvirk greina sumir vafrar þegar fótspor er sent og gera þér kleift að hafna fótsporum í hverju tilviki fyrir sig. Auk þess að hafna fótsporum geturðu einnig sett upp afþökkunarviðbótina frá Google Analytics í vafranum, sem kemur í veg fyrir að Google Analytics geti safnað upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsvæði.

Til að vinna með stillingar þessa fótspora og skrá þig úr þessum eiginleikum skaltu fara inn á stjórnun kjörstillinga fyrir auglýsingar.

3) Auglýsingar

Leit.is býður upp á fjölbreytt tækifæri til að ná sambandi við þinn markhóp. Öllum, einstaklingum og lögaðilum, er heimilt að auglýsa á Leit.is.

Auglýsingar á vef Leit.is eru samkvæmt gjaldskrá. Leit.is er heimilt að fjarlægja auglýsingu úr birtingu hafi reikningur ekki verið greiddur á eindaga.

Hafa þarf samband við viðskiptastjóra Leit.is til að auglýsa á Leit.is

Leit áskilur sér rétt til að hafna beiðni um auglýsingu, leitarorð eða skráningu, ef líkur eru fyrir að skráningin samræmist ekki lögum.

4) Greiðsluskilmálar

Inkasso ehf. er innheimtuaðili og móttakandi greiðslna fyrir Leit og eru kröfur gefnar út af Inkasso en undirliggjandi reikningar eru gefnir út af Leit.

Samningsaðili ber fulla ábyrgð á greiðslum vegna notkunar á þjónustu, óháð því hvort notkunin hafi verið heimiluð eða ekki. Reikninga ber að greiða á gjalddaga. Reikningar skulu sendir samningsaðilum með góðum fyrirvara, eða birtir á vefsvæði þeirra samningsaðila sem þess hafa óskað.

Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Berist athugasemdir of seint eða eftir eindaga, en atvik réttlæta með ótvíræðum hætti tafir á því að athugasemdir bárust, skal eins og frekast er unnt taka afstöðu til þeirra athugasemda.

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um innheimtuferli á heimasíðu Inkasso hér.

Þá heimilar viðskiptavinur Leit.is að óska skráningar á vanskilaskrá Creditinfo Lánstrausts hf. þegar vanskil hafa varað í að minnsta kosti 40 daga, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Þegar heildarskuldastaða lántaka við lánveitanda nær tilskyldri lágmarksfjárhæð skv. starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. þá heimilar lántaki lánveitanda að senda upplýsingar um slíkt til skráningar á vanskilaskrá Creditinfo enda hafi yngstu vanskilin náð 40 daga aldri.

Frekari upplýsingar um reikninga vegna þjónustu Leit.is má sækja með hringja í þjónustuver Leit.is í síma 415-5700 eða senda tölvupóst á reikningar@leit.is

5) Höfundarréttur

Gagnagrunnur Leit.is á Internetinu er eingöngu til einkanota. Óheimilt er að nota upplýsingarnar til endursölu eða endurbirtingar nema með leyfi frá Leit.is

6) Lokaákvæði

Leit ehf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Gildandi skilmálar eru ávallt sýnilegir á vefnum Leit.is