Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Bubamara: Mandólín í Mengi

Mengi

18623550 1335993119846989 6437728927884235641 o

Seiðandi músík úr smiðjum Shostakovich, Kurt Weill og Astor Piazzolla í bland við sprellfjöruga klezmertónlist, finnska tangóa, ameríska angurværð og balkanstuð eins og það gerist best. Fyrir utan allt hitt. Mandólín heldur uppi stuðinu í Mengi við Óðinsgötu 2 laugardagskvöldið 3. júní. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 krónur. Seldir við innganginn og í gegnum booking@mengi.net Fiðlur: Guðrún Árnadóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir Harmónikur: Ástvaldur Traustason og Sigríður Ásta Árnadóttir Gítar: Óskar Sturluson. Klarinett: Martin Kollmar. Kontrabassi: Bjarni Bragi Kjartansson Söngur: Hljómsveitarmeðlimir ∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A concert with the band Mandolin at Mengi on Saturday, June 3rd at 9pm. Haunting tunes by Shostakovich, Piazzolla and Kurt Weill, American hymns, Balkan music, Finnish tangos, Irish, Swedish, & Romanian music and more. This will be fun. Tickets: 2000 isk. At the door or through booking@mengi.net Violins: Guðrún Árnadóttir & Elísabet Indra Ragnarsdóttir Accordions: Ástvaldur Traustason & Sigríður Ásta Árnadóttir Guitar: Óskar Sturluson Clarinet: Martin Kollmar Double bass: Bjarni Bragi Kjartansson Voice: Guðrún, Elísabet Indra, Sigríður Ásta, Óskar & Martin.

Af norðlægum slóðum / From the Arctic

Mengi

18671610 1337863212993313 3105317907551508719 o

Umbra kannar þjóðlagaarf Norðurlandanna og flytur í eigin útsetningum. Söngvar um mannlegan harmleik, galdra, ástir og drauma. Í Mengi fimmtudagskvöldið 8. júní. Tónleikar hefjast klukkan 21 - húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2500 krónur - miðar seldir við innganginn og í gegnum booking@mengi.net. ENGLISH BELOW UMBRA er skipuð íslenskum tónlistarkonum sem sameinast í ástríðu fyrir gamalli og nýrri tónlist. Þær hafa með eigin útsetningum náð að skapa sérstæðan hljóðheim þar sem reynt er að endurvekja forna tónlist og texta. Alexandra Kjeld - kontrabassi og söngur Arngerður María Árnadóttir - keltnesk harpa, harmóníum og söngur Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir - fiðla og söngur Lilja Dögg Gunnarsdóttir - söngur og slagverk ∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Umbra explores traditional music from the Nordic countries, songs of human tragedy, witchcraft and love. At Mengi on Thursday June 8th at 9pm. Doors - 8:30pm Tickets: 2500 ISK - at the door or through booking@mengi.net Umbra Ensemble was formed in 2014 by female musicians bound together by a passion for ancient and new music. They have crafted their own musical world with their original arrangements and haunting delivery. Alexandra Kjeld - double bass and voice Arngerður María Árnadóttir - celtic harp, harmonium and voice Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir - violin and voice Lilja Dögg Gunnarsdóttir - voice and percussion

Uppistand fyrir þunglyndissjúklinga

Mengi

18767610 1340880139358287 8887782256972762089 n

Uppistand fyrir þunglyndissjúklinga Fram koma Stefán Ingvar Vigfússon & Þórdís Nadia Semichat Í Mengi, föstudagskvöldið 9. júní klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur - seldir við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net Um listamennina: •Stefán Ingvar er sviðslistamaður og grínisti. Hann er nemi við Sviðshöfundabraut LHÍ og útskrifast þaðan vorið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem hann flytur uppistand opinberlega. •Nadia hefur unnið sem uppistandari í 7 ár með hléum. Hún útskrifaðist sem sviðshöfundur úr Listaháskóla Íslands 2015. Henni er margt til lista lagt en hefur glímt við þunglyndi síðan hún var unglingur. Ein leið í bataferlinu hennar er að finna húmorinn í veikindunum og gera grín að sjálfri sér í gegnum uppistand. ∞∞∞∞ Stand-up for People Struggling with Depression (in Icelandic) Performers: Stefán Ingvar Vigfússon & Þórdís Nadia Semichat At Mengi on Friday 9th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 isk - at the door or through booking@mengi.net

Skúli & Ólöf

Mengi

18814978 1339914832788151 8467918764927694495 o

Tónleikar með Ólöfu Arnalds og Skúla Sverrissyni í Mengi laugardagskvöldið 10. júní Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2500 krónur (seldir við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net). ENGLISH BELOW Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Hún kemur reglulega fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin, síðast á tónlistarhátíðinni Reykjavik Festival sem fram fór í Walt Disney - tónlistarhöllinni í Los Angeles í apríl 2017. •••••• Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Laurie Anderson, Blonde Redhead, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla, Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen, var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize) og hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar (honourable mention). Skúli er einn af stofnendum Mengis og listrænn stjórnandi staðarins. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A concert with Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson on Saturday, June 10th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 (at the door or through booking@mengi.net) ••••••• Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Ólöf is one of the founders of Mengi. •••••••• Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons ( Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). He has been a member of many influential groups including Pachora, Alas No Axis, The Allan Holdworth group and The Ben Monder group. In 2014 Sverrisson composed Kaldur Solargeisli for voice and orchestra premiered by the Icelandic Symphony orchestra and Olof Arnalds, conducted by Illan Volkov. Skúli is the creative director and one of the founders of Mengi.

Pools / Pierre Tremblay

Mengi

18953350 1347858558660445 1739657901664360771 o

Kvikmyndasýning í Mengi miðvikudagskvöldið 14. júní klukkan 21. Pools eftir Pierre Tremblay. Tónlist eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur, Dafydd Hughes og Carmen Braden. Ljóð eftir Nancy Campbell í túlkun Ajla Odobašić. Miðaverð: 1500 krónur Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðar við innganginn og í gegnum booking@mengi.net ENGLISH BELOW Sýning á ljóðrænum stuttmyndum kanadíska kvikmyndagerðarmannsins Pierre Tremblay sem saman mynda sveiginn Pools (Laugar). Kvikmyndirnar filmaðar í laugum, náttúrulegum og manngerðum, víðs vegar um Kanada, Finnland, Ísland, Ítalíu, Frakkland, Spán, Sviss, Túnis, Bretland og Bandaríkin. Sjálfur er Pierre Tremblay ákafur sundáhugamaður, syndir nær daglega og hefur undanfarin ár fest eigin sundferðir á filmu með aðstoð GoPro kvikmyndavélar. Litir, hreyfingar, ljós og skuggar og arkitektúr hinna margvíslegu lauga verða undirstaðan að gullfallegum kvikmyndaljóðum sem nú eru sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Pools. A screening of short-films by Pierre Tremblay. Starts at 9pm, doors at 8:30 pm. Tickets: 1500 isk, at the door or through booking@mengi.net. Pierre Tremblay swims nearly every day. Often in the Ryerson pool, where these works were first screened, but also in swimming pools and ponds across Canada and in Finland, Iceland, Italy, France, Spain, Switzerland, Tunisia, the UK and the USA. For the past four years, Tremblay has been filming as he swims. With camera in hand, he’s captured the specific details and the shared mood of the architecture, colours, movement and rhythms of spaces for swimming. The resulting series of short films, or new media poems as Tremblay sometimes calls them, are kaleidoscopic meditations on ritual, repetition, watery light—and the joy of getting lost in them. Music by Kristín Anna Valtýsdóttir, Carmen Braden, Dafydd Hughes, Poems by Nancy Campbell, read by Ajla Odobašić About the artist: Interdisciplinary artist Pierre Tremblay came to the School of Image Arts at Ryerson University after twelve years in Paris, where his work can be found in the collections of the Musée Carnavalet, Bibliothèque nationale and the Musée Rodin. His artistic practice combines new technologies and video, and questions how we see and perceive in a world in flux. His work has been exhibited regularly in Canada and France. In his role at Ryerson, Tremblay has facilitated conferences and edited books that have brought scholars and artists from Ontario, Quebec and France together for cross-cultural exchange on a variety of new media topics.

Jacques Brel á íslensku / Jacques Brel in Icelandic

Mengi

18699745 1337832042996430 7457269326076656038 o

Baldvin Orwes flytur nokkur af vinsælustu lögum söngvaskáldsins Jacques Brel í íslenskum þýðingum Atla Ingólfssonar. Með honum leikur dúettinn Brotinn öxull: Kjartan Valdemarsson, á harmónikku, og Hávarður Tryggvason, á kontrabassa. Miðar (3.000 kr.) við innganginn, eða bókaðir á booking@mengi.net. ENGLISH BELOW Þetta er í annað skipti sem Baldvin Orwes treður upp í Mengi og flytur dagskrá sem helguð er lögum belgíska söngkvaskáldsins Jacques Brel. Fyrri tónleikarnir voru haldnir fyrir troðfullu húsi í október 2016 og komust færri að en vildu. Það er okkur því mikill heiður og ánægja að geta tekið á móti þessum sómamanni á ný en honum til halds og traust verða tónlistarmeistararnir Kjartan Valdemarsson og Hávarður Tryggvason. Ekki missa af þessum einstæða viðburði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 ∞∞∞∞∞ A concert with some of Jacques Brel's most beloved songs in new Icelandic translations by composer Atli Ingólfsson. Voice: Baldvin Orwes Accordion: Kjartan Valdemarsson Double bass: Hávarður Tryggvason. For the second time at Mengi Baldvin Orwes performs some of Jacques Brel's fantastic songs. At Baldvin's first concert at Mengi in October 2016 it was completely sold out so don't miss out on the opportunity to hear this wonderful singer with his band performing some great music. Tickets: 3000 isk at the door or by booking@mengi.net Concert starts at 9pm - doors at 8:30pm.

Spunasveit Raymond MacDonald / Raymond MacDonald and friends

Mengi

18839805 1340793299366971 4959933882496566002 o

Skoski saxófónleikarinn, tónskáldið og spunameistarinn Raymond Macdonald ásamt sveit hérlendra tónlistarmanna í Mengi föstudagskvöldið 16. júní klukkan 21. Miðaverð: 2500 krónur. Miðar seldir við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net Hljómsveit skipa auk Raymond þau Magnús Trygvason Eliassen, Róbert Reynisson, Tinna Þorsteinsdóttir, Charles Ross, Eiríkur Orri Ólafsson og Páll Ivan frá Eiðum. ENGLISH BELOW Raymond MacDonald (f. 1968) á að baki afar áhugaverðan og litríkan feril sem saxófónleikari, tónskáld, spunameistari og fræðimaður en hann gegnir nú prófessorstöðu við Edinborgarháskóla. Hann hefur verið gríðarlega afkastamikill sem tónlistarmaður, spilað inn á meira inn en sextíu hljómplötur, samið tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti, leikhús og tónleikasalinn. Á meðal samstarfsmanna má nefna tónlistarmennina Marilyn Crispell, David Byrne, Damo Suzuki (úr Can), Jim O’Rourke, Nurse with Wound, Axel Dorner, George Lewis, Evan Parker, Fred Frith og Keith Tippett en hann hefur einnig starfað með listamönnum úr öðrum geirum, með dönsurum, kvikmyndagerðarmönnum, myndlistarmönnum og rithöfundum, má þar nefna farsælt samstarf við myndlistarmanninn Martin Boyce og kvikmyndagerðarmanninn David MacKenzie. Raymond MacDonald er stofnandi og stjórnandi Spunahljómsveitar Glasgow (Glasgow Improvisers Orchestra) sem hefur verið starfandi frá árinu 2002 og starfað með tónlistarmönnum á borð við Evan Parker, George Lewis, Barry Guy og Maggie Nichols. Sem fræðimaður hefur Raymond Maconald rannsakað viðfangsefni tengd spunatónlist, sálfræðilegum áhrifum tónlistar, tónlistarsjálfsmyndum og tónlistarnámi. Það er með mikilli ánægju sem við tökum á móti honum í Mengi. www.raymondmacdonald.co.uk ∞∞∞∞ An improv concert with the Scottish improviser, saxophone-player, composer and scholar Raymond MacDonald together with an improv band from Reykjavík. Concert starts at 9pm. Tickets (2500 isk) at the door or through booking@mengi.net Improv Orchestra: Raymond MacDonald, Magnús Trygvason Eliassen, Róbert Reynisson, Tinna Þorsteinsdóttir, Charles Ross, Páll Ivan frá Eiðum & Eiríkur Orri Ólafsson. Raymond MacDonald is a saxophonist and composer who plays in many collaborative free improvisatory contexts where his roots in jazz and pop music can also be heard in his playing and writing. Working with musicians such as Evan Parker, Marilyn Crispell, George Lewis, David Byrne, Jim O’Rourke, he is a founding member of the Glasgow Improvisers Orchestra, and has released over 60 CDs (including many with Scottish guitarist George Burt) and toured and broadcast worldwide. He has written music for film, television, theatre, radio and art installations and has a long standing collaboration, Scarecrows and Lighthouses, with artist Martin Boyce and film maker David MacKenzie. His work is informed by a view of improvisation as a social, collaborative and uniquely creative process that provides opportunities to develop new ways of working musically. www.raymondmacdonald.co.uk “Exhilarating music. It eliminates the boundaries not just between composition and improvisation but between cultures and idioms”. Sydney Morning Herald “These are radically differing soundscapes, all delivered with great emotional intensity and a strong sense of the importance of the moment. Risks have been taken, and the Sextet plunge and rise between Hades and Heaven, grinning madly all the time" Jazz Review "mighty and glorious" Jazz Wise “An unqualified success” The Wire “Able to individuate the exact points in which bedlam and presence of mind fuse, allowing the music to reach levels of unexpected intensity enriched by beautifully resonant halos and deliberate melodic reflections.” Touching Extremes “slips post-idiomatic playing against mischievous, borderline-arch genre-parody songs and gorgeously teary melodies .... devastatingly melancholy” Signal to Noise “like mid-period Ayler hiking in the highlands ... Probably the hippest ‘jazz’ release of the month." Jazz Wise "MacDonald's playing is absolutely stunning, in pitch, timbre, variation, and he also demonstrates his skills for circular breathing on the last two tracks. The interaction between these two stellar musicians grab the listener's attention from the start until the very end : intensity, suprise, beauty and creative collisions" All about jazz “quite astonishingly brilliant” Jazz Wise "truly great group improvisation" Down Town Music Gallery "It’s free-form style collision at its finest, energized by MacDonald’s roaring frenzies in the upper-register of his alto" All about Jazz

Sjötommuútgáfan Smit / Útgáfupartý í Mengi á 17. júní

Mengi

18766802 1339256542853980 1905300893030120556 o

Sjötommuútgáfan Smit heldur upp á sína fyrstu útgáfu í Mengi þann 17. júní. Aðgangur ókeypis og öll velkomin. Í þessari fyrstu lotu eru plöturnar Smitari eftir Sigrúnu Jónsdóttur, Harmóník eftir Sóleyju Stefánsdóttur og Marglyttur eftir Íbbagogg. Hver plata er aðeins gefin út í tuttugu númeruðum eintökum. Milli 17 og 19 á þjóðhátíðardaginn. ∞∞∞∞∞ A release party of new 7" vinyls by Sigrún Jónsdóttir, Sóley Stefánsdóttir and Íbbagoggur. Each editition released in only 20 signed copies. Between 17 & 19 on June 17th. Free admission, everybody welcome.

Síðkvöld í Mengi/Late Night in Mengi - Reykjavík Midsummer Music

Mengi

18768277 1454392637978528 4462872869620492766 o

Síðkvöld í Mengi / Late Night in Mengi Reykjavík Midsummer Music (English below) Síðkvöldin í Mengi við Óðinsgötu eru orðnir að traustri og vinsælli hefð á Reykjavík Midsummer Music. Í Mengi ríkir hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft sem ýtir undir listrænar tilraunir og spilagleði, tónlistarmennirnir kynna sjálfir verkin sem þeir spila og spjalla við áheyrendur. Lágnættistónleikarnir eru stuttir, afslappaðir og skemmtilegir, nokkurs konar kvöldhressing fyrir sumarnóttina. Dagskrá tilkynnt á staðnum - og fram kemur úrval af tónlistarmönnum hátíðarinnar. Miðar við dyrnar á 2000 krónur - hátíðarpassi veitir bæði aðgang og forgang: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Listamenn/Artists A selection of the festival artists: Vilde Frang, Maxim Rysanov, Davíð Þór Jónsson, Sayaka Shoji, István Várdai, Julien Quentin, Nicolas Altstaedt, Rosanne Philippens, Eggert Pálsson, Lars Anders Tomter, Pétur Grétarsson, Steef van Oosterhout, Strokkvartettinn Siggi, Víkingur Ólafsson The late-night, off-venue concerts in Mengi have become a cherished festival tradition at Reykjavík Midsummer Music. The intimate atmosphere of Mengi is the optimal setting for our relaxed, friendly and fun late-night sessions where the musicians themselves introduce the works to the audience. Mengi is a short and lovely walk from Harpa, perfect for a leisurely stroll in the bright summer night. Tickets (2000 isk) at the door , Festival Pass ensures admission. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174

Síðustu tónar Shostakovich - Reykjavík Midsummer Music

Mengi

18891640 1456320631119062 3515251373283583820 o

Síðustu tónar Shostakovich - The Last Tones of Shostakovich Reykjavík Midsummer Music (English below) Þessir lágnættistónleikar í Mengi eru helgaðir síðasta verkinu sem Dmitri Shostakovich festi á blað, víólusónötunni, sem tónskáldið lauk við fáeinum vikum fyrir andlátið. Einn fremsti víóluleikari heims, Maxim Rysanov, leikur með Víkingi Heiðari Ólafssyni. Verkið er sannkallað meistaraverk, býr jafnt yfir harmrænni dýpt og tærum gáska. Það er vel við hæfi að flytja þetta verk frá ævikvöldi tónskáldsins seint um kvöld: Í þriðja kafla sónötunnar bregður fyrir skýrum vísunum í Tunglskinssónötu Ludwigs van Beethoven. Miðar við dyrnar á 2000 krónur - hátíðarpassi veitir bæði aðgang og forgang (afar takmarkað magn aðgöngumiða): https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com ____ Listamenn/Artists Maxim Rysanov, Víkingur Ólafsson Dagskrá/Programme Dmitri Shostakovich: Sonata for Viola and Piano ____ This late-night concert in Mengi features the last work Dmitri Shostakovich wrote in his lifetime, the sonata for Viola and Piano, finished just a few weeks before his death. Played by the world's leading viola virtuoso, Maxim Rysanov, with festival director Víkingur Ólafsson, the sonata is a veritable masterpiece, possessing both tragic depth, clarity and playfulness. It is a fitting work for a late-night concert: In the elegiac third movement, Shostakovich makes frequent references to Beethoven’s Moonlight Sonata. Tickets (2000 isk) at the door, Festival Pass ensures admission. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174

Fimm tímar Feldmans / Five Hours of Feldman - RMM 2017

Mengi

18836797 1454491437968648 660043390473788141 o

Fimm tímar Feldmans / Five Hours of Feldman Reykjavík Midsummer Music (English below) Strengjakvartett nr. 2 eftir Morton Feldman er lengsti strengjakvartett sem nokkru sinni hefur verið skrifaður. Hann tekur um 5 tíma í flutningi og sprengir þannig utan af sér alla hefðbundna umgjörð slíkra verka. Verkið er tilraun um tímann og upplifun mannsins á honum – hljóðar umbreytingar hans og síbreytileg mynstur bjóða hlustandanum inn í leiðslukennt ferðalag um eigin hugarheim, minningar, væntingar og skynjun. Tónleikagestum er frjálst að standa og sitja, koma og fara (hljóðlega) að vild, en verðlaun verða veitt þeim sem sitja út allt verkið. Hinn frábæri Strokkvartettinn Siggi sýnir hér einstakt úthald til viðbótar við margrómað listfengi. Miðar við dyrnar á 2000 krónur - hátíðarpassi veitir bæði aðgang og forgang: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com ____ Listamenn / Artists: Strokkvartettin Siggi / Siggi String Quartet: Una Sveinbjarnardóttir, Laufey Jensdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson. Dagskrá / Programme String Quartet No. 2 ____ Morton Feldman’s String Quartet nr. 2 is the longest string quartet ever written. It takes about 5 hours in performance, bursting the conventional setting for such works. The quartet is an experiment on time and how we humans experience it – its quiet alterations and ever-changing patterns invite the listener on a meditative journey of one’s own mind, one’s memories, expectations and perceptions. Guests at this concert are welcome to sit or stand, and to come and go as the please (quietly, of course). There will, however, be a prize for those who stick it out to the end. The wonderful Siggi String Quartet here demonstrate their unique endurance, in addition to their musical excellence. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Tickets (2000 isk) at the door, Festival Pass ensures admission. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið

Hulduhljóð að handan

Mengi

18698117 1339204456192522 2768152715399918097 n

Lilja María Ásmundsdótti og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir á tónleikum í Mengi föstudagskvöldið 30. júní klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2500 krónur - miðar seldir við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net ENGLISH BELOW Tónleikarnir Hulduhljóð að handan er samstarfsverkefni Lilju Maríu Ásmundsdóttur, píanóleikara og Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur tónskálds. Þar verður frumflutt verk samið af Ingibjörgu Ýri þar sem bæði hún og Lilja María leika á píanó, langspil og ljós- og hljóðskúlptúrinn Huldu. Einnig koma raddir flytjendanna tveggja við sögu ásamt rafhljóðum sem unnin eru úr ofantöldum hljóðgjöfum. Söngur mun hljóma og talað mál og allt þar á milli. Um textasmíði sjá Lilja María og Ingibjörg Ýr. Verkefnið var styrkt af Tónskáldasjóði RÚV. ∞∞∞∞∞∞ A concert with Lilja María Ásmundsdóttir and Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir at Mengi on Friday, June 30th at 9pm. House opens at 8:30 pm Tickets: 2500 krónur - at the door or through booking@mengi.net “Hulduhljóð að handan” is a collaborative project between pianist Lilja María Ásmundsdóttir and composer Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. The title refers to an instrument created by Lilja María, the Hulda, a string harp that produces both sound and light. When it is played the surroundings are filled with sounds, patterns and colours that constantly change. In this concert a new piece written by Ingibjörg Ýr will be performed by both Ingibjörg and Lilja on piano, langspil and Hulda. Their voices will also be put to use along with sonic pictures made solely up of recordings of all aforementioned instruments. This project was funded by Tónskáldasjóður RÚV.

Mengi - Extreme Chill Festival 2017

Mengi

18814089 10155417113986133 1335629348057189091 n

Extreme Chill Festival Presents: Mengi 6 July (Festival passar gilda ekki, aðeins miðasala við hurð á þennan viðburð) Dagskrá/Lineup: Jónas Sen (IS) Stereo Hypnosis & Futuregrapher (IS) (Greenland Project) Reptilicus (IS) See you/Sjáumst www.extremechill.org

Melodic objects / experimental juggling & music

Mengi

18921083 1348275608618740 3791537457465684628 o

ENGLISH BELOW ••••••••••• Bandaríski tónlistarmaðurinn Brian Crabtree og fjölþjóðlegur hópur sirkuslistamanna bjóða upp á einstaka kvöldstund í Mengi föstudagskvöldið 7. júlí klukkan 21 þar sem lifandi tónlistarspuna er fléttað við sirkuslistir og sjónhverfingar. Sirkuslistamennirnir fimm eru allir í fremstu röð sirkuslistamanna, hafa komið fram með heimsþekktum sirkusum á borð við Cirque Du Soleil og Cirkus Cirkör, rannsakað og miðlað sirkuslistinni í gegnum kennslu, vinsæla TEDx-fyrirlestra og meira og fleira. Eins og gefur að skilja býður rými Mengis upp á lágstemmdar og hófstilltar atlögur við sirkusformið en listamennirnir njóta þess að vinna með ólík rými víða um heim. Fram koma: Mirja Jauhiainen (Finnlandi) Matt Pasquet (Bretlandi) Ivar Heckscher (Svíþjóð) Kyle Driggs (Bandaríkjunum) Andrea Murillo (Bandaríkjunum) Jay Gilligan (Bandaríkjunum) Brian Crabtree (Bandaríkjunum) Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur - miðar seldir við innganginn og í gegnum booking@mengi.net https://vimeo.com/113172346 Nánar monome.org nnnnnnnn.org fourthshape.com kyledriggs.com andreamurillo.info ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Melodic objects / Experimental juggling + music At Mengi on Friday, July 7th at 9pm. Doors - 8.30 pm Tickets: 2000 isk (doors or through booking@mengi.net) 5 jugglers and one musician collaborate on a presentation of live visual music. ensemble object manipulation is led by jay gilligan, who is a professional juggler based in stockholm, sweden. jay is the author of an extremely popular TEDx talk about the history of juggling rings, and will direct a graphical representation of the music during the performance. brian crabtree is the creator behind monome: a company which designs and builds adaptable, minimalist, and open source interfaces. he is also an accomplished multi-media artist who will provide a living soundtrack for the group's festivities. brian's music includes patterns and structures which closely mimic the mathematics of pure juggling notation. the extended cast includes: mirja jauhiainen (FIN) matt pasquet (UK) ivar heckscher (SWE) andrea murillo (USA) kyle driggs (USA) jay gilligan (USA) brian crabtree (USA) https://vimeo.com/113172346 further reading: monome.org nnnnnnnn.org fourthshape.com kyledriggs.com andreamurillo.info

Indolore

Mengi

19023283 1348631935249774 843294900411924146 o

Lágstemmdir sumartónleikar með franska tónlIstarmanninum og söngvaskáldinu Indolore Í Mengi fimmtudagskvöldið 13. júli klukkan 21 Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur, við innganginn og í gegnum booking@mengi.net http://indoloremusic.net/ ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Concert with French singer-songwriter Indolore at Mengi on Thursday, July 13th at 9pm. Doors at 8:30 pm Tickets: 2000 isk (at doors or through booking@mengi.net) Exploring pop/folk-based influences like Nick Drake and Damien Rice, french indie-folk musician Indolore began his career in London in a band called Shine, opening for Sia and Morcheeba and working with British rock legend Terry Reid. His debut EP "Positive Girls" got hundreds of thousands of listens on the digital platforms. He was invited to SXSW in Austin, Texas in 2016. Indolore is now in Iceland to record his second EP and to play live at Mengi for the very first time.

Bounce Back / Chantal Acda

Mengi

17522702 1268477259931909 3372975181766000712 n

English below Tónleikar með Chantal Acda í Mengi laugardagskvöldið 12. ágúst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð er 2000 krónur. Miða er hægt að nálgast við innganginn eða panta í gegnum booking@mengi.net Í apríl síðastliðnum kom út hjá Glitterhouse Records / NEWS þriðja sólóplata tónlistarkonunnar Chantal Acda og ber hún heitið ‘Bounce Back’. Af því tilefni mun Chantal fylgja plötunni eftir með tónleikum víðs vegar um Evrópu og 12. ágúst næstkomandi kemur hún fram í Mengi. Óður til samskipta, vináttu og nándar segir Chantal um nýju plötuna sína en sköpunarferli hennar fór meðal annars fram á nokkrum innilegum stofutónleikum sem hún hélt fyrir vini og vandamenn. Á milli laga tók fólk að deila sögum úr lífi sínu en sögurnar og sú upplifun mótaði tónlist plötunnar. Á meðal samstarfsmanna Chantal á plötunni eru Shahzad Ismaily, Bill Frisell, Eric Thielemans, Alan Gevaert, Niels Van Heertum, Gaëtan Vandewoude, Gerd Van Mulders, Fred ‘LYENN’ Jacques og Mathijs Bertel. Upptökustjórn í höndum Phill Brown, þekktur fyrir samstarf við tónlistarmenn á borð við Bob Marley og Mark Hollis auk hljómsveitar hins síðarnefnda, Talk Talk. Chantal Acda hefur unnið og starfað með íslenskum tónlistarmönnum, svo sem Valgeiri Sigurðssynu, Gyðu Valtýsdóttur og Borgari Magnasyni svo nokkrir séu nefndir. ∞∞∞∞∞∞∞∞ A concert with Chantal Acda who presents music from her new album 'Bounce Back' At Mengi on Saturday, August 12th at 9pm. Tickets: 2000 isk, at the door or through booking@mengi.net ‘Bounce Back’ was recorded by producer Phill Brown, known from his work for artists like Talk Talk, Mark Hollis and Bob Marley. Kindred spirits Shahzad Ismaily, Bill Frisell, Eric Thielemans, Alan Gevaert, Niels Van Heertum, Gaëtan Vandewoude, Gerd Van Mulders, Fred ‘LYENN’ Jacques and Mathijs Bertel colour the album. ∞∞∞∞ “These are changing times: sad times but times that are also filled with hope. And I felt like this changing world required a different position from me, another way of relating to it. Working on this album helped me in the process. I was searching for connections: with myself, with others and with something bigger than all of us. Soon I realised that writing an album in solitude – like I usually work – started to feel hypocritical, and that playing shows at venues with great PA systems and the perfect sound and lights couldn’t feel more different from how I normally write my music. So, I started playing in people’s living rooms. You come in all by yourself… not knowing anybody. And you start talking. About how it feels like we’re losing each other. About how I’d like to believe that the disconnect and the harshness that we feel in today’s world can be overcome thru warmth and closeness between people and more closeness with yourself. In-between songs people started sharing their stories, with me and with each other. Many stories were told in these living rooms, stories that all helped shape my album. And I asked myself the same questions during recordings: how direct are we willing to communicate anymore? We’re all showing off our best life moments on Facebook but how much talking do we still do, really? And what information is still real? And how do we rediscover directness and genuine connections? Working with Phill Brown as a producer was a very mindful decision. Apart from his timeless brilliance, Phill still hails from the era of tape machines and thus ‘first takes’. Nowadays most recordings are perfected per every 10 seconds. Auto-tune, plugins and copy-paste have become the norm. But unless it’s being done out of a conscious functional choice, it doesn’t feel much different to me than all the fake news that we get bombarded with and it also gets in the way of the connectedness and direct communication that we all seem to crave. On this album, I wanted to hear my voice the way that it sounds in my head. Whenever we used effects it’s because we felt that they had a place there, a story to contribute to, not as an unconscious automatic next step. I wanted to hear on this record that I’m not all soft but that I have a raw side to me as well. It’s a side that I call on and question and that I need to learn to accept. I’ve noticed that by being more accepting of myself, I become less judgmental when it comes to other people. We’re only people. And I would very much like for us to see each other like that again. Just see each other, period. This album is my ode to connection, contact and consciousness.” Chantal Acda