Um leit.is
Leit.is fór í loftið 16. júní 1999 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Þó nokkrar útgáfur af síðunni hafa litið ljós frá stofnun, allar með það markmiðið að bæta upplifun notenda og gera síðuna aðgengilegri og auðveldari í notkun.
Leit.is er rótgróin vefur í stöðugri sókn.
Saga Leit.is
1999
16.júní 1999 var íslenska leitarvélin leit.is opnuð fyrir almenningi fyrst. Netverjar tóku leitarvélinni vægast sagt vel og innan örfárra mánaða var leit.is orðið eitt af stærstu vefsvæðum Íslands.
1999
Upphaflega útgáfan af leit.is var hönnuð og þróuð af NovaMedia árið 1999 og byggir á leitartækni frá Infoseek.
2000
Október 2000 skipti Leit.is um útlit og tóku netverjar því mjög vel, því í könnun sem var kynnt í Desember 2000 kom fram að Leit.is höfðaði best til netverja af þeim miðlum sem voru í boði. Einnig má þess geta að í þeim könnunum sem leit.is hefur verið með í, hefur hún alltaf höfðað best til notanda af þeim miðlum sem voru nefndir.
2003
Október 2003 kom í ljós þriðja útgáfan af leit.is. Útliti var lítið breytt en við hönnun var leitast við að gera leit.is skilvirkari og notendavænni.
2013
Júní 2013 festi félagið DCG kaup á Leit.is með það að markmiði að endurhanna síðuna, stórbæta viðmót og gera hana aðgengilegri.
2015
Janúar 2015 var nýjasta útgáfa Leit.is kynnt til sögunar. Það var komin tími á nýtt útlit og nýjungar. Fjölmargar nýjungar eru á nýju síðunni má þar nefna betri tengingar við fréttavefi landsins, auðveldar og skilvirkari leit, betri útlistun á þjónustuflokkum og meiri samvirkni milli innihalds og auglýsinga.