Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Krísufundur / Crisis Meeting

Mengi

12933011 954621831317455 5192294091967178421 n

CRISIS MEETING (2015) On stage: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason Concept: Kriðpleir Text and dramaturgy: Bjarni Jónsson Design: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Director: Friðgeir Einarsson Duration: 80 mins. In English Tickets: 2000 ISK booking@mengi.net & midi.is "Their approach is very original and I think they´re hilariously funny [...] Great fun. A must- see! -Hlín Agnarsdóttir, TV show Kastljós on IBS Oscillating between anarchy, sit-com and Samuel Beckett, Kriðpleir Theater Group takes on different and – at times – completely unmanageable projects, driven by the members´ desperate longing for truth, social acceptance and respect. This time Friðgeir Einarsson and his companions are in midst of writing a major application. The guys have a deadline approaching, but being these avid fans of open-door policies and the culture of sharing, they´ve decided to take time off to reveal their working methods during a series of short sessions. "Crisis Meeting" is an introduction to the strange world of Kriðpleir; a golden opportunity for arts enthusiasts and professionals to level with the performers, watch them at work and contemplate on the mysterious ways of the performing arts. Rawing reviews for Crisis Meeting - one of the top five shows in town, according to Iceland State Broadcasting. "All theatre artists and all those who consider themselves to be real artists must go and see this show!" -María Kristjánsdóttir, Cultural Magazine Víðsjá on IBS Kriðpleir Theatre Group has produced 3 shows to date, starting with "The Block" in2012 when hospitable theatre maker Friðgeir Einarsson invited people to his small apartment in the east of Reykjavík and introduced some of his fantastic plans for the neighbourhood. Rating this as an over-all positive experience, Einarsson felt ready to take on other and more complex tasks. A year later he showed up with his friends at the University of Iceland, lecturing on the wonders of the brain in "Tiny Guy" (2013) and the third project took Kriðpleir back in time: "Belated Inquiry" (2014) was an attempt to solve a 330 years old murder mystery, resulting in a particular mixture of documentary film-making and theatre. In 2015, Kriðpleir performed "Tiny Guy" at steirischer herbst in Graz and the Culturescape Festival in Basel. /// KRÍSUFUNDUR (2015) Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson & Ragnar Ísleifur Bragason Hugmynd: Kriðpleir Texti & dramatúrgía: Bjarni Jónsson Sviðsmynd: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Leikstjóri: Friðgeir Einarsson Lengd: 80 mínútur Sýningin fer fram á ensku Miðaverð: 2000 krónur booking@mengi.net og midi.is „Þeir eru með nálgun á leikhús sem er mjög frumleg og mér finnst afskaplega fyndin. [...] Virkilega skemmtilegt. Það borgar sig fyrir fólk að sjá þetta.“ -Hlín Agnarsdóttir, Kastljós Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll. Að þessu sinni eru Friðgeir Einarsson og félagar hans að setja saman meiriháttar umsókn í listasjóð. Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð. Krísufundur er kynning á hinum undarlega heimi Kriðpleirs; upplagt tækifæri fyrir listáhugafólk og bransalið til þess að kynnast meðlimum hópsins betur, fylgjast með þeim að störfum og velta um leið fyrir sér hinum órannsakanlegu vegum sviðslistanna. Krísufundur hefur fengið frábærar viðtökur og var valin ein af fimm áhugaverðustu frumsýningum vetrarins af gagnrýnanda Kastljóssins á RÚV. „Það er full ástæða til að hvetja leikhúsfólk og aðra listamenn einkum þá sem líta á sig sem listamenn með stóru elli að skreppa í Mengi“ -María Kristjánsdóttir, Víðsjá Krísufundur er fjórða verkefni Kriðpleirs. Hið fyrsta var Blokk sem sýnt var 2012, en þá bauð sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson fólki í stúdíóíbúð sína við Háaleitisbraut þar sem hann kynnti fyrir þeim stórkostlegar hugmyndir um skipulag hverfisins í framtíðinni. Þau jákvæðu viðbrögð sem Friðgeir fékk í kjölfarið ollu því að hann réðst í fleiri og enn flóknari verkefni. Ári síðar birtist hann ásamt félögum sínum í Háskóla Íslands og hélt þar fyrirlestur sem kallaðist Tiny Guy og fjallaði um undur heilastarfseminnar. Haustið 2014 hvarf Kriðpleir 330 ár aftur í tímann í tilraun hópsins til þess að leysa morðgátu tengda Jóni Hreggviðssyni bónda á Rein. Var þar á ferðinni einstök blanda heimildarmyndargerðar og leikhúss sem hlaut m.a. tilnefningu til Grímunnar 2015.

Arnljótur & Íbbagoggur / International Record Day at Mengi

Mengi

12985443 964522473660724 438518766573419040 n

(English below) Alþjóðlegi plötubúðadagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 16. apríl víða um heim með plötuútgáfu, tónleikum og ýmiss konar gleði. Af því tilefni hafa þeir Íbbagoggur og Arnljótur splæst saman í sjö tommu vínylplötu, þar sem þeir deila hvor sinni hliðinni. Útgáfuhófið fer fram í listhúsinu Mengi við Óðinsgötu milli klukkan 14:00 og 16:00. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Um takmarkað upplag er að ræða, en aðeins verða 19 eintök á boðstólum.Tónlistin var ráðgerð svo að plötuna er hægt að spila á 33&1/3 snúningum jafnt sem 45 snúningum. Platan er framleidd af vinyll.is og er gefin út á glærum vínyl. Platan verður látin rúlla og útgáfunni fagnað. Íbbagoggur hyggst einnig hengja upp nokkur myndverk sem hann þykist sárlega þurfa að losa sig við. Arnljótur mun spila stutt sett með nýrri tónlist. Íbbagoggur vinnur alla jafna með penna á pappír en gruflar líka í tónlist þegar hann fær leið á hinu. Hann hefur gefið út handfylli af myndasögum, haldið sýningar á teikningum sínum, sýnt vídeóverk og gefið út hljómplötur. Arnljótur hefur gefið út fjórar plötur undir sínu eigin nafni. Þar gerir hann raftónlist sem hefur þróast úr konkret rafi yfir í púlsandi sveimtónlist. Í dag kveður við nýjan og dekkri tón sem heyra má á útgáfu hans og Íbbagoggs. /// International Record Day will be celebrated on Saturday, April 16th around the world with record releases, concerts and joy. Artists Íbbagoggur and Arnljótur will on the occasion release a 7 inch vinyl that will be celebrated at Mengi from 2pm to 4pm this Saturday. Free entrance. Everybody welcome. This is a limited edition with only nineteen copies. The music is pressed on a see-through vinyl, produced by vinyl.is and the listened can enjoy the music both at 33 &1/3 and 45. At Mengi, Íbbagoggur will also exhibit visual works of his and Arnljótur will perform live. Íbbagoggur (Héðinn Finnsson) makes pen drawings on papers as well as making his own music. He has published several comics and graphic novels, held exhibitions with his video works and drawing and released albums. Arnljótur has published four records so far, records that span concrete electronics and pulsating ambient music. On the new album one can detect a somewhat darker and more sombre tone.

Útgáfutónleikar Mikael Lind / Mikael Lind's Release Concert

Mengi

11136155 940114639434841 4605216431499746895 o

(English below) Mikael Lind er sænskt tónskáld búsett í Reykjavík. Hann flutti til Íslands 2006 og hefur síðan gefið út þrjár plötur í fullri lengd. Fyrir stuttu útskrifaðist hann með mastersgráðu í stafrænni tónlist frá Edinborgarháskóla. Haustið 2015 skrifaði Mikael undir plötusamning við þýska fyrirtækið Morr Music og fyrsta útgáfan hans á Morr er stuttskífan Intentions and Variations sem samanstendur af fimm lögum. Lögin á plötunni einkennast oft af einföldum laglínum sem stækka og umbreytast í eitthvað annað, eitthvað flóknara. Hljóðfærin eru takmörkuð, aðallega píanó, nokkrir synthar og einstaka sinnum lágfiðla. Með hjálp stafrænnar tækni á borð við 'distortion' og 'spectral processing' er hljóðmyndinni breytt og hún útvíkkuð. Samspilið á milli róandi, fallegra tóna og ógnandi hávaða er fagurfræðileg grunnstoð nýlegustu tónsmíða Mikaels. Á útgáfutónleikunum í Mengi verða öll fimm lögin af stuttskífunni flutt í fyrsta sinn síðan Airwaves 2015, þar sem þau voru frumflutt. Einnig verða nokkur gömul lög flutt í nýjum umgjörðum, sem og nýtt efni af væntanlegri plötu. Platan Intentions and Variations verður til sölu bæði á CD og vínyl í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. mikaellind.com http://www.morrmusic.com/news/item/id/833 http://www.self-titledmag.com/2016/02/26/premiere-mikael-lind-intentions-and-variations/ ------ Mikael Lind is a Swedish composer currently residing in Reykjavik. He moved to Iceland 2006 and has since released three full-length album and participated in various other projects. He moved temporarily to Edinburgh in the fall of 2013 to complete a one-year master's programme in Digital Composition and Performance. Mikael signed a record deal with German label Morr Music last fall and his first release on Morr is the five-track EP Intentions and Variations. The tracks on the EP are often built around simple themes that are augmented and gradually transformed into something different and more complex. Instead of building complex timbre out of many instruments, Mikael has changed the timbre of a limited set of instruments through distortion and spectral processing. The interaction between comforting, beautiful harmonies and threatening distortion is the main aesthetic foundation of Mikael's recent composition. All the five tracks from the EP will be performed in Mengi at the release concert, and they have only been performed once before, on Iceland Airwaves last year. There will also be a couple of reworkings of older tracks, as well as a preview or two of newer compositions for future releases. The EP Intentions and Variations will be for sale on both CD and vinyl in Mengi. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK mikaellind.com http://www.morrmusic.com/news/item/id/833 http://www.self-titledmag.com/2016/02/26/premiere-mikael-lind-intentions-and-variations/

Apples in Iceland - A Way Out?

Mengi

12928252 958608684252103 531331597148272657 n

(English below) 6. október 2008 varð sögulegt efnahagshrun á Íslandi. Árin eftir einkenndust af mikilli leit þjóðar að nýrri merkingu og tilgangi, nýrri sjálfsmynd jafnvel. Sumir sneru sér að garðrækt og matarframleiðslu, hlýnun jarðar gerði það að verkum að hægt var að huga að ræktun matvæla sem að öllu jöfnu hefðu aldrei þrifist á Íslandi. Árið 2010 hófu Garðyrkjufélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands tilraunaverkefni sem laut að því að rækta eplatré á Íslandi, verkefni sem hefði verið kennt við heimsku tuttugu árum áður. Karl Ágúst Þorbergsson hefur tekið virkan þátt í þessu tilraunaverkefni enda ástríðufullur áhugamaður um eplarækt. Í verkinu Apples in Iceland: A Way Out? (Eplarækt á Íslandi. Leiðin út?) ræðir listaðamaðurinn og eplaræktandinn Karl Ágúst Þorbergsson um þessa tilraun, hugmyndirnar að baki henni og óraunveruleikann sem einkenndi íslenskt samfélag fram að hruni. Karl er sér meðvitaður um það ástand sem vestræn samfélög hafa kallað yfir sig og mun því einbeita sér að þvi að benda á nýjar og sjálfbærari leiðir fyrir manninn til að lifa af í veröldinni og mun þar nýta sér reynslu sína af eplarækt. Í fyrirlestri sínum mun Karl Ágúst því kynna nýjar leiðir út úr kreppunni, leiðir sem byggja á því að nýta okkur núverandi ástand þar sem í heiðri verður haft það lögmál að mæta átökum með aðgerðarleysi. Sýningin hefst klukkan 17:00. Miðaverð: 1000 krónur. /// In Oktober 2008 the Icelandic financial sector crashed and in the years that followed the country underwent an economical, political and social recession. Those years were characterized by a search for a new identity, a renewed meaning and purpose. Many turned to gardening and producing their own food and discovered new possiblilties as a result of a warmer climate due to global warming. In 2010 the Icelandic Horticultural Society and the Icelandic University of Agriculture began an experimental project in growing apple trees in Iceland, a project that 20 years ago would have been called madness and folly. Karl Thorbergsson is an active part of this project. In Apples in Iceland: A Way Out? Karl, the artist turned applefarmer, will talk in more detail about this development, the ideas and concepts behind it, and the irrationality of the the pre crash years. Realizing, however, that the whole western world is on the brink of selfdestruction, Karl’s focus is on possible ways towards a better and more sustainable future for us, using his experience in applefarming. In his lecture, Karl will present a new way out of the crisis, based on utilizing our current situation, and on the simple principle of staying passive. Starts at 5pm. Tickets: 1000 ISK

Ontogenesis: Towards an Opera Of/For Known & Unknowable Un-I-Verses

Mengi

12977142 963319257114379 1192265034260373786 o

(English below) Líforðasafn: Drög að óperu fyrir þekkta og óþekkta alheima. Á sviði: Erlend Olderskog Albertsen (1988) frá Noregi. Maneesh Raj Madahar (f. 1981) frá Bandaríkjunum. Curtis Tamm (f. 1987) frá Bandaríkjunum. Maxim Belevich (f. 1987) frá Hvíta-Rússlandi Travic Wyche (f. 1983) frá Bandaríkjunum.. Í Mengi, mánudagskvöldið 18. apríl klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur Til að draga saman á einfaldan hátt mætti segja að verkið "Ontogenesis: Towards an Opera Of/for Known & Unknowable Un-I-Verses" hafi að geyma tillögur og uppástungur til handa flytjendum. Í krafti hópsins verða til óvæntar tengingar og tilraunir. Til að einfalda málið enn frekar mætti segja að í verkinu sé að finna drög að mögulegum flutningi, flutningi hins mögulega eða mögulegum flytjanleika. /// Ontogenesis: Towards an Opera Of/for Known & Unknowable Un-I-Verses Monday, April 18th at 9pm. Tickets: 2000 ISK On stage: Erlend Olderskog Albertsen (1988) Norway Maneesh Raj Madahar (1981) USA Curtis Tamm (1987) USA Maxim Belevich (1987) Belarus Travic Wyche (1983) USA Simply put: the OOFKAUU consists of a set of propositions for relating - not rules or notations per say, so much as a compendium of suggestions on how performers in certain roles and certain relational scenarios might orient themselves to themselves and each other and create spontaneous experiences that seeks out and clarify the unknown variables within the collective awareness. To put it even more simply: the OOFKAUU is an outline for a potential performance, a performance of potential, or a potential performativity. On the performers: Erlend Olderskog Albertsen (*1988, Norway) is a multi-instrumentalists & composer operating within diverse musical languages. Albertsen approaches both music and life from a deep rooted belief that self-expression emerges from a common ground. Maneesh Raj Madahar (*1981 USA) is an improvisational musician & performance artist whose works gravitate towards empathy as a fundamental organizing principle of experience seeking a rendezvous with natural forces & uncanny motives. Curtis Tamm (*1987 USA) is a sound artist & filmmaker who organizes environments of spatialized sound & cinema to invigorate the social body with communal experiences of sensory disorientation, but with a playful cosmology that re-envisions a geologic ancestry to the development of our sensory organs. Maxim Belevich (*1987 BELARUS) is an artist working with performance, music, languages & painting maintaining active involvements in both the Stockholm underground graffiti scene & as an actively touring jazz percussionist. Travis Wyche (*1983 USA) is an artist, musician, & poet currently oriented towards articulating an opera of awareness in the expanded field of consciousness.

Cage fyrir krakka / Cage for kids

Mengi

13041070 965024236943881 7636740683458969286 o

Berglind María Tómasdóttir, Curver Thoroddsen og Lilja Ásmundsdóttir halda tónleika ætlaða börnum sem innblásnir eru af bandaríska tónskáldinu John Cage. Á tónleikunum flytja þau nokkur af verkum Cage, ýmist með eða án þátttöku áheyrenda, og kynna hugmyndir sem rekja má til tónskáldsins um eðli tónlistar. Tónleikarnir eru um 40 mínútur og eru sérstaklega ætlaðir börnum á aldrinum 6-12 ára. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Barnamenningarhátíð og hlutu styrk úr Barnamenningarsjóði. Þeir hefjast klukkan 15. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. /// A concert dedicated to the American pioneer John Cage. Children of all ages especially welcome. Led by Berglind María Tómasdóttir, Curver Thoroddsen and Lilja Ásmundsdóttir. Starts at 3pm. Free entrance. Dagskrá/Program John Cage - Svíta fyrir dótapíanó/Suite for Toy Piano (1948) John Cage - Vatnsganga/Water Walk (1959 - video from the 1960 TV performance) John Cage - Útvarpstónlist/Radio Music (1956) Peter Ablinger - Flauta og suð/Flöte und Rauchen (1996) John Cage - 4'33" (1952) John Cage - Fontana Mix (1958) tilbrigði/variation: Berglind María, Curver & Lilja María (2016)

Sumarútgáfa Meðgönguljóða

Mengi

12961138 1128990570456100 846641936123847216 o

(English below) Bókaforlagið Partus fagnar sumri með útkomu þriggja nýrra ljóðabóka í seríu Meðgönguljóða: „Greitt í liljum“ eftir Elías Knörr „Gáttatif“ eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur „Draumar á þvottasnúru“ eftir Þorvald S. Helgason Útgáfunni verður fagnað kl. 20:00 í Mengi við Óðinsgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2016. Nýju bækurnar verða kynntar og höfundar lesa úr þeim. 2.000 krónur inn en með greiddum aðgangseyri fylgir ljóðabók að eigin vali. Allir velkomnir! /// A celebration and presentation of three new poetry books by Elías Knörr, Sigurbjörg Friðriksdóttir and Þorvaldur S. Helgason, published by Partus Press. At Mengi on Thursday, April 21st 2016 on the First Day of Summer. Starts at 8pm Entrance fee: 2000 ISK. A book of one's own choice included in the ticket prize.

Gaudent universi creature / Voces Thules

Mengi

12961642 965035913609380 2113064127070717677 n

(English below) Gaudent universi creature - Voces Thules Sönghópurinn Voces Thules blæs lífi í skáldskap og tónefni allt frá miðöldum til 17. aldar sem varðveist hefur í handritum, prenti og í munnlegri geymd. Hópurinn hefur í aldarfjórðung fengist við að endurskapa hljóðheim miðalda og hefur verið leiðandi í að endurmeta tónlistarsöguna á Íslandi og setja hana í samhengi við nágrannalöndin með því að varpa ljósi á gleymdar perlur. Voces Thules skipa Arngerður María Árnadóttir, Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson og Sigurður Halldórsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. /// Gaudent universi creature - Voces Thules Music and poetry from Middle Ages to 17th century, interpreted by the great song and instrument ensemble Voces Thules. Active for 25 years, Voces Thules' main emphasis has been on recreating and reevaluating Icelandic music history from medieval and renaissance times, shedding light on forgotten music and putting it in context with the culture of the continent. Voces Thules' members are Arngerður María Árnadóttir, Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson and Sigurður Halldórsson. Starts at 8pm. Tickets: 2000 ISK

Sýndarveruleikhúsið - Barnamenningarhátíð

Mengi

13007142 967579080021730 2820373504164000105 n

Sýndarveruleikhúsið er hópur sem stefnir að því að setja á svið barnaefni á formi sýndarveruleika. Verkefnið er unnið með styrk frá Barnamenningarsjóði og hefur undanfarið gert tilraunir með nýjustu myndavélatækni fyrir almennan markað til að prófa sig áfram með þetta sérstaka vinnuferli. Verkefnið er enn í vinnslu, en nokkrar tilraunaupptökur verða nú til sýnis í Mengi, þar sem krakkar geta prófað sýndarveruleikagleraugu og m.a. horft í kringum sig eins og fuglinn fljúgandi! Sýndarveruleikhúsið er hugarfóstur Brands Bjarnasonar Karlssonar hjá Frumbjörg - Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar og er m.a. unnið í samstarfi við Gunnar Theodór Eggertsson rithöfund og Hauk Valdimar Pálsson kvikmyndagerðarmann. Í Mengi, laugardaginn 23. apríl milli 13-15. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. /// The Virtual Theatre is a group of people that intends to stage childrens' theatre in the form of virtual reality. The project has gotten grants from Reykjavík Children Culture Fund and has recently been experimenting with the newest camera technique. At Mengi, children can try out "virtual reality" glasses where they can view the world as birds. Initiated by Brandur Bjarnason Karlsson at Frumbjörg and in collaboration with Gunnar Theodór Eggertsson, writer and Haukur Valdimar Pálsson, film director. At Mengi, Saturday April 23th from 1pm-3pm. Free entrance. Everybody welcome.

Sóley Stefánsdóttir ásamt vinum / Sóley & friends

Mengi

12961684 965084333604538 828873072405741983 n

(English below) Sóley Stefánsdóttir prófar nýjar tónsmíðar/útsetningar ásamt því að spila eldri lög í nýjum útsetningum. Með henni stígur á stokk fríður flokkur: Katrín Helga Andrésdóttir: píanó, söngur Jón Óskar Jónsson: Trommur Albert Finnbogason: Gítar, Bassi Dominique Gyða Sigrúnardóttir: Söngur Myrra Rós Þrastardóttir: Söngur Unnur Sara Eldjárn: Söngur Sigrún Jónssdóttir: Klarinett Margrét Arnardóttir: Harmónikka Þetta er stærsta hljómsveit sem Sóley hefur spilað með og því alveg illað tækifæri til að fylgjast með nýrri plötu Sóleyjar fæðast. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. /// Sóley Stefánsdóttir aka sóley is going to try out some new musical pieces amongst other older works in a quite new arrangements. She'll be joined by good friends: Katrín Helga Andrésdóttir: piano, voice Jón Óskar Jónsson: drums Albert Finnbogason: Guitar, bass Dominique Gyða Sigrúnardóttir: Voice Myrra Rós Þrastardóttir: Voice Unnur Sara Eldjárn: Voice Sigrún Jónssdóttir: Clarinet Margrét Arnardóttir: Accordion Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

Krakkamengi #9 / Creative Music Lab for Children, 6-10 years old

Mengi

12993491 967477590031879 156323840428778430 n

Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka, 6-10 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim. Í níundu smiðjunni, sem fram fer þann 24.apríl, munu þeir Áki Ásgeirsson og Jesper Pedersen verða í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 6 til 10 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni. Fyrirkomulagið er þannig að börnin koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 10.30 og vinna í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar. Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt. /// Creative music lab for children, 6-10 years old along with their parents. The lab is organized by musician Benedikt Hermann Hermannson and each time he will be joined by two other musicians who will present their music making and lead the children through making their own music that will be performed at Mengi. The guests for this session, on April 24th will be Áki Ásgeirsson & Jesper Pedersen. Starts at 10:30am. Free entrance. Open for everybody as long as there is space.

The Spacesuits

Mengi

Spacesuits

The Spacesuits is an interesting crossover project led by artists Anaïs Duplan and Winston Scarlett. The two gave tailored prompts to forward-looking musicians in various genres and from various countries on futuristic/utopian themes. Multi-functional arts space Mengi is the perfect place to see a presentation of the ongoing project, which will take the form of a two-day installation with live performances from musicians such as Futuregrapher, Good Moon Deer and Lord Pusswhip. Read more here.

Frá Engelsholm til Mengis / Concert from Engelsholm's students

Mengi

13063192 969215206524784 199723981960869247 o

Mengi er það mikil ánægja að hýsa tónleika níu ungra danskra og norskra tónlistarnema sem allir stunda tónlistarnám við Engelsholm Højskole. Skólinn er til húsa í gullfallegum endurreisnarkastala í Bredsten í Danmörku þar sem áhersla er lögð á skapandi tónlistarnám sem og myndlist. Nemendahópurinn er breiður og kemur úr ýmsum áttum, úr klassík, raftónlist, hip-hoppi, pönki og meiru og fleiru eins og tónleikarnir í Mengi munu bera vitni um en á efnisskrá verður frumsamin tónlist eftir tónlistarnemana níu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 1000 krónur. /// A group of nine young people from Norway and Denmark give a concert at Mengi on Tuesday April 26th at 9pm. They all attend Engelsholm Højskole, situated in Denmark in a beautiful renaissance castle. There they spend their days writing and performing their own music, some of which will be presented at Mengi this upcoming Tuesday night. They all come from different musical backgrounds and have roots in everything from classical music to hip hop. It will therefore be a night full of diversity and different approaches on what it means to be a songwriter. Starts at 9pm Tickets: 1000 ISK

Schóbó / Scheving & Óbó

Mengi

13055121 967596790019959 8937730973414209313 o

(English below) Schóbó er samstarfsverkefni og óvissuferð tveggja tónlistarmanna, þeirra Ólafs Björns Ólafssonar og Einars Scheving. Munu þeir leika svokallaðan funa, einskonar sambland af fálmi og spuna, á hin ýmsu hljóðfæri. Einar Scheving hefur komið víða við, gefið út þrjár plötur í eigin nafni og hlotið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra. Ólafur hefur komið álíka víða við (þó ekki endilega á sömu staði og Einar), gefið út eina plötu og t.d. spilað á tónleikaferðum með Jónsa úr Sigur Rós, Sigur Rós og Múm. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. /// Schóbó is a collaborative project and a surprise trip of two musicians, Ólafur Björn Ólafsson and Einar Scheving. They will perform their own 'fimprovisation', a mixture of fumble and improv on a set of instruments. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK

Portrett: Gunnar Andreas

Mengi

13041363 967571833355788 7271440515872268891 o

(English Below) Portrett-tónleikar með nýjum og eldri verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Flytjendur eru Duo Harpverk, Íslenski flautukórinn, Ingólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari, Svanur Vilbergsson gítarleikari auk þess sem sjónlist Valerijs Lisac kemur við sögu. Gunnar Andreas Kristinsson (1976) nam tónsmíðar í Reykjavík, Köln og Haag á árunum 1997 - 2004. Hann hefur samið verk af ýmsum toga, allt frá einleiksverkum til hljómsveitarverka, sem ratað hafa inn á tónlistarhátíðir víðs vegar um heim og verið flutt af ýmsum nafnkunnum tónlistarmönnum/-hópum. Gunnar hlaut Kraumsverðlaunin 2013 fyrir geisladiskinn Patterns og auk þess tilnefningar í flokknum Tónverk ársins og Tónhöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum sama ár. www.gunnarandreas.com Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði. Miðaverð er 2.000 krónur. /// A portrait concert with new and older pieces by Gunnar Andreas Kristinsson performed by Duo Harpverk, The Icelandic Flute Ensemble, clarinetist Ingólfur Vilhjálmsson and guitarist Svanur Vilbergsson. Video art by Valerij Lisac. Gunnar Andreas Kristinsson (1976) holds a BA degree from the Reykjavik College of Music and an MA from the Royal Conservatory in the Hague. With the exception of a few vocal works and one electronic piece, his compositions are mostly instrumental, varying from solo pieces to orchestral works. Many of them have found their way into festivals worldwide and have been performed by various renowned musicians and ensembles. The first CD dedicated solely to Gunnar's music, Patterns, received a Kraumur Award in 2013. Gunnar was nominated as Composer of the Year and his orchestral piece, Angelic Mechanisms, was nominated as a composition of the Year at The Icelandic Music Awards the same year. www.gunnarandreas.com Tickets are 2.000 krónur

Jacob Wick & Eiríkur Orri Ólafsson

Mengi

13063226 967617753351196 8915409711967660834 o

Á Alþjóðlega jazzdeginum, 30. apríl, býður Mengi upp á geysispennandi tónleika með bandaríska trompettleikaranum og spunatónlistarmanninum Jacob Wick og íslenskum kollega hans, Eiríki Orra Ólafsson. Tónleikarnir í Mengi eru tvískiptir. Í fyrri hluta tónleikanna verður Jacob einn á ferð, í seinni hluta slæst trompettleikarinn Eiríkur Orri Ólafsson með í för en þeir hafa spilað saman annað hvert ár allt frá árinu 2008. Jacob Wick er trompetleikari og spunatónlistarmaður, búsettur í Mexíkóborg og í Chicago þaðan sem hann er ættaður. Hann hefur áður búið í Brooklyn, Oakland og Los Angeles og komið fram með fjölda spunatónlistarmanna og tónskálda í alls kyns samhengi, þar á meðal í Whitney-safninu í New York, á Moers Djasshátíðinni í Danmörku og í samtímalistasafninu el Museo Universitario Arte Contemporáneo í Mexíkóborg. Hann hefur komið fram með Toshimaru Nakamura, Bonnie Jones, Katherine Young, Andrew D'Angelo og Josh Roseman svo einhverjir séu nefndir. Wick hefur gefið út plötur hjá Prom Night Records, Peira, Diatribe og Creative Sources. Jacob Wick lauk BM-gráðu í tónlist frá Purchase College, SUNY og mastersgráðu í tónlist frá California College of the Arts. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. /// Mengi is pleased to welcome the American trumpet-player and improviser Jacob Wick and the Icelandic Eiríkur Orri Ólafsson to Mengi on the International Jazz Day. The concert will be in two parts. In the first half there will be a solo trumpet set reflecting Jacob Wick's recent release on Relay Recordings.The second set will be the third meeting of Jacob Wick and trumpeter Eiríkur Orri Ólafsson, who have played approximately one duo every two years since 2008. Jacob Wick is a trumpet player and improviser who lives in Mexico City and Chicago. Originally from the suburbs of Chicago, Wick has lived in Brooklyn, Oakland, and Los Angeles, and has performed with a variety of improvisers and composers in a variety of contexts, including at the Whitney Museum of American Art (US), the Moers Jazz Festival (DE), and el Museo Universitario Arte Contemporáneo (MX). He has performed with Toshimaru Nakamura, Bonnie Jones, Katherine Young, Andrew D'Angelo, Josh Roseman, and many others. He has released recordings on Prom Night Records (Brooklyn, NY), Peira (Chicago, IL), Diatribe (Dublin, IE), and Creative Sources (Lisbon, PT). He holds a BM from Purchase College, SUNY, and an MFA from the California College of the Arts. He practices an "object-oriented" approach to improvisation, privileging the perspective, experience, and expressive capacities of ambient non-human actors—air ducts, airplanes, birds, cement—over his own experience as a white, cis, American male. Current projects include the rain in its avoided effects, a solo trumpet performance. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

Krísufundur / Crisis Meeting

Mengi

12919925 954621984650773 1521093348312031082 n

CRISIS MEETING (2015) On stage: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason Concept: Kriðpleir Text and dramaturgy: Bjarni Jónsson Design: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Director: Friðgeir Einarsson Duration: 80 mins. In English Tickets: 2000 ISK booking@mengi.net & midi.is "Their approach is very original and I think they´re hilariously funny [...] Great fun. A must- see! -Hlín Agnarsdóttir, TV show Kastljós on IBS Oscillating between anarchy, sit-com and Samuel Beckett, Kriðpleir Theater Group takes on different and – at times – completely unmanageable projects, driven by the members´ desperate longing for truth, social acceptance and respect. This time Friðgeir Einarsson and his companions are in midst of writing a major application. The guys have a deadline approaching, but being these avid fans of open-door policies and the culture of sharing, they´ve decided to take time off to reveal their working methods during a series of short sessions. "Crisis Meeting" is an introduction to the strange world of Kriðpleir; a golden opportunity for arts enthusiasts and professionals to level with the performers, watch them at work and contemplate on the mysterious ways of the performing arts. Rawing reviews for Crisis Meeting - one of the top five shows in town, according to Iceland State Broadcasting. "All theatre artists and all those who consider themselves to be real artists must go and see this show!" -María Kristjánsdóttir, Cultural Magazine Víðsjá on IBS Kriðpleir Theatre Group has produced 3 shows to date, starting with "The Block" in2012 when hospitable theatre maker Friðgeir Einarsson invited people to his small apartment in the east of Reykjavík and introduced some of his fantastic plans for the neighbourhood. Rating this as an over-all positive experience, Einarsson felt ready to take on other and more complex tasks. A year later he showed up with his friends at the University of Iceland, lecturing on the wonders of the brain in "Tiny Guy" (2013) and the third project took Kriðpleir back in time: "Belated Inquiry" (2014) was an attempt to solve a 330 years old murder mystery, resulting in a particular mixture of documentary film-making and theatre. In 2015, Kriðpleir performed "Tiny Guy" at steirischer herbst in Graz and the Culturescape Festival in Basel. /// KRÍSUFUNDUR (2015) Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson & Ragnar Ísleifur Bragason Hugmynd: Kriðpleir Texti & dramatúrgía: Bjarni Jónsson Sviðsmynd: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Leikstjóri: Friðgeir Einarsson Lengd: 80 mínútur Sýningin fer fram á ensku Miðaverð: 2000 krónur booking@mengi.net og midi.is „Þeir eru með nálgun á leikhús sem er mjög frumleg og mér finnst afskaplega fyndin. [...] Virkilega skemmtilegt. Það borgar sig fyrir fólk að sjá þetta.“ -Hlín Agnarsdóttir, Kastljós Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll. Að þessu sinni eru Friðgeir Einarsson og félagar hans að setja saman meiriháttar umsókn í listasjóð. Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð. Krísufundur er kynning á hinum undarlega heimi Kriðpleirs; upplagt tækifæri fyrir listáhugafólk og bransalið til þess að kynnast meðlimum hópsins betur, fylgjast með þeim að störfum og velta um leið fyrir sér hinum órannsakanlegu vegum sviðslistanna. Krísufundur hefur fengið frábærar viðtökur og var valin ein af fimm áhugaverðustu frumsýningum vetrarins af gagnrýnanda Kastljóssins á RÚV. „Það er full ástæða til að hvetja leikhúsfólk og aðra listamenn einkum þá sem líta á sig sem listamenn með stóru elli að skreppa í Mengi“ -María Kristjánsdóttir, Víðsjá Krísufundur er fjórða verkefni Kriðpleirs. Hið fyrsta var Blokk sem sýnt var 2012, en þá bauð sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson fólki í stúdíóíbúð sína við Háaleitisbraut þar sem hann kynnti fyrir þeim stórkostlegar hugmyndir um skipulag hverfisins í framtíðinni. Þau jákvæðu viðbrögð sem Friðgeir fékk í kjölfarið ollu því að hann réðst í fleiri og enn flóknari verkefni. Ári síðar birtist hann ásamt félögum sínum í Háskóla Íslands og hélt þar fyrirlestur sem kallaðist Tiny Guy og fjallaði um undur heilastarfseminnar. Haustið 2014 hvarf Kriðpleir 330 ár aftur í tímann í tilraun hópsins til þess að leysa morðgátu tengda Jóni Hreggviðssyni bónda á Rein. Var þar á ferðinni einstök blanda heimildarmyndargerðar og leikhúss sem hlaut m.a. tilnefningu til Grímunnar 2015.

Ofar mannlegum hvötum / Beyond human impulses

Mengi

13116019 10154187210684036 6560751796431034668 o

Fyrsta mánudag hvers mánaðar hefur Mengi tileinkað gjörningum. Að þessu sinni eru það listamennirnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Pétur Már Gunnarsson og Sigurður Þórir Ámundason sem flytja verk sín. Samkoman hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Nánar um kvöldin: Listamenn ákveða að sýna verk sín. Hópurinn hittist á eyju. Manneskja, bátur á floti sem blæs út með lofti ofan borðs. Kjölurinn sekkur í faðm hafsins. Átök eiga sér stað milli hæða. Uppskipun: Ásdís Sif Gunnarsdóttir Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Eva Ísleifsdóttir Ingibjörg Magnadóttir Katrín Inga Hjördísardóttir /// A night of visual performances, held at Mengi on the first Monday night of the month. Visual artists Ásdísi Sif Gunnarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Pétur Már Gunnarsson and Sigurður Þórir Ámundason will perform at this event. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK About: Artists decide to show their work. The group meets on an Island. A person is a boat afloat, Inflates with air above surface level. The keel sinks into the ocean. Conflicts occur between levels. Unloading: Ásdís Sif Gunnarsdóttir Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Eva Ísleifsdóttir Ingibjörg Magnadóttir Katrín Inga Hjördísardóttir.

Fengi í Mengi - Láréttar línur / Fengjastrútur at Mengi - Horizontal lines

Mengi

13112996 10153584279238354 1208667925423926944 o

Kammerhópurinn Fengjastrútur flytur ný sjón- og hljóðræn verk íslenskra tónskálda á tónleikum í tónleikaröðinni Fengi í Mengi. Á efnisskráni er að finna verk þar sem sjónrænn þáttur þeirra vegur til jafns við þann hljóðræna í skynjun hlustandans. Birtast láréttar línur áheyrendum í hljóði og sjón í ólíkum verkum höfundanna. Frumflutt verða ný verk Bergrúnar Snæbjörnsdóttur, Gunnars Karels Mássonar, Gunnars Grímssonar, Inga Garðars Erlendssonar, auk þess að flutt verða nýleg verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Jesper Pedersen. Kammerhópurinn Fengjastrútur hefur allt frá árinu 2007 sérhæft sig í flutningi tónverka þar sem nærvera, listræn sýn flytjanda og staður og stund flutnings vegur þungt í útkomu verkanna. Er það því í höndum flytjandanna að skapa verkunum sína lokamynd, ekki ólíkt því sem lesandi gerir við lestur skáldsagna þar sem hann skapar huglægt sögusvið sögunnar. Til þessarar hugmyndar skírskotar nafn hópsins, sem nefndur er eftir frægu fjalli í óútgefinni skáldsögu, Fengjastrúti. Í nýrri tónleikaröð Fengjastrúts í Mengi, Fengi, kynnir hópurinn fyrir gestum nokkur af helstu tónverkum samtímans, sem kalla má opin tónverk, í bland við ný verk hérlendra höfunda. Hefur hópurinn víðtæka reynslu í flutningi slíkra verka og hefur m.a. starfað með frumkvöðlum á borð við Alvin Lucier, Christian Wolff, Pauline Oliveros og Robert Ashley, sem og komið fram á hátíðum víða um heim. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. /// Fengi - Fengjastrútur at Mengi Thursday May 5th at 9 pm in Mengi. Fengjastrútur ensemble performs new audiovisual works by Icelandic composers as part of Fengi – concert series of Fengjastrútur at Mengi. Horizontal lines appear in sound and vision in the diverse music by composers such as Bergrún Snæbjörnsdóttir, Gunnar Karel Másson, Gunnar Grímsson, Ingi Garðar Erlendsson, Hlynur Aðils Vilmarsson and Jesper Pedersen. Fengjastrútur ensemble has since 2007 specialized in performing so-called open scores, in which time and place, background and artistic vision of the performers has a large saying in the final outcome of the music. It is in the hands of the performers to vision the works, similar to a reader visioning the mise en scene of a fiction. The ensemble has collaborated with well-known pioneers of this music repertoire such as Alvin Lucier, Christian Wolff, Pauline Oliveros and Robert Ashley. The name of the ensemble is named after a famous mountain in an unpublished novel. Fengi – concert series of Fengjastrútur in Mengi is dedicated to open scores from the mid-20th Century to current times, blending together classics by pioneers in music history and new works by living composers. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK

Laser Life - útgáfutónleikar Polyhedron / Laser Life - Polyhedron release concert

Mengi

13062502 971416102971361 445359327910469152 n

Laser Life, raftónlistarhliðarsjálf tónlistarmannsins Breka Steins Mánasonar gefur út sína fyrstu plötu sem heitir Polyhedron. Til að fagna útgáfunni verður platan flutt í heild á tónleikum í Mengi. Á tónleikunum verður flutt vídjóverk og tónlistarmaðurinn Birkir Snær Mánason mun sjá um bassaleik. Platan er gerð með hljóðgervlum og hljóðsmölum eins og finna má í gamaldags tölvuleikjatónlist og lo-fi raftónlist níunda áratugsins. Stefna plötunnar spannar þó víðan völl og heyra má þar áhrif frá pönki, post rokki og drum n bass. www.laserlifemusic.com https://laserlife.bandcamp.com https://www.facebook.com/laserlifemusic Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 Miðaverð: 2000 krónur. Polyhedron plötur og bolir verða til sölu á afslætti. Platan kostar 1000 kr og bolur 2500 kr. // Laser Life, electronic music output of Breki Steinn Mánason just released his first album ever, Polyhedron. To celebrate the release, Laser Life will be performing the album in its entirety in Mengi along with video installations. Joining Laser Life on bass guitar is Birkir Snær Mánason. The album is made using samples and synthesizers of the same variety as used by Nintendo consoles and lo-fi electronic musicians of the 80s. The album covers a lot of ground genre-wise. Influences can be heard from punk, post-rock and drum n bass. www.laserlifemusic.com https://laserlife.bandcamp.com/ https://www.facebook.com/laserlifemusic Concert starts at 21:00 Tickets: 2000 ISK Polyhedron CDs and t-shirts will be for sale at discounted price – CDs 1000 ISK and T-shirts 2500 ISK

Skúli mennski & Strokkvartettinn Siggi

Mengi

13055691 972675392845432 8899071631346306858 o

Skúli mennski treður upp í Mengi með ferskt efni, laugardagskvöldið 7. maí klukkan 21. Gestir hans á tónleikunum eru Strokkvartettinn Siggi en hann skipa Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Skúli mennski er ísfirskur tónlistarmaður búsettur í vesturbæ Reykjavíkur. Hann hefur frá árinu 2010 gefið út fimm plötur og komið fram reglulega á Íslandi og á Norðurlöndunum. Skúli er jafnvígur á blús og þjóðlagatónlist. Í tónlist hans er söngtextanum gefið mikið rými og yrkisefnin eru úr hinu mannlega tilfinningarófi. Ágeng angurværð mætir gáska og galgopaskap. Miðaverð: 2000 krónur /// The Icelandic blues and folk musician Skúli mennski (Skúli Þórðarson) performs at Mengi with brand new songs where melancholy meets humour and silliness. Will be accompanied by the String Quartet Siggi with Una Sveinbjarnardóttir and Helga Þóra Björgvinsdóttir on violins, Þórunn Ósk Marínósdóttir on viola and Sigurður Bjarki Gunnarsson on cello. With five albums released since 2010, Skúli mennski has also been busy touring around Iceland and Scandinavia with his music, which highly original lyrics revolve around human emotions. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK

Krakkamengi #10 / Creative Music Lab for Children, 6-10 years old

Mengi

13087854 971338612979110 8661167543989852132 n

Gestakennarar: Anna Þorvaldsdóttir og Högni Egilsson. Umsjónarmaður: Benedikt Hermann Hermannsson. Hefst klukkan 11. Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka, 6-10 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim. Í tíundu smiðjunni, sem fram fer þann 8. maí, munu Anna Þorvaldsdóttir og Högni Egilsson verða í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 6 til 10 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni. Fyrirkomulagið er þannig að börnin koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 11 og vinna í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar. Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt. VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á BREYTTUM TÍMA, KLUKKAN 11. /// Creative music lab for children, 6-10 years old along with their parents. The lab is organized by musician Benedikt Hermann Hermannson and each time he will be joined by two other musicians who will present their music making and lead the children through making their own music that will be performed at Mengi. The guests for this session, on May 8th will be Anna Þorvaldsdóttir and Högni Egilsson. Starts at 11am. Free entrance. Open for everybody as long as there is space. THE SESSION STARTS AT 11AM. NOT 10:30AM AS BEFORE

Ife, Óskar og Eyþór

Mengi

13217033 978809735565331 1295957645211031256 o

(see english below) Brasilíski gítarleikarinn og söngvarinn Ife Tolentino á að baki langan og litríkan feril í heimalandi sínu, þar sem hann hefur starfað með ýmsum frábærum listamönnum. Ife hefur tekið verið tíður gestur á Íslandi undanfarin ár í boði Óskars Guðjónssonar, en þeir kynntust í London þegar Óskar var búsettur þar. Árið 2014 kom út diskurinn Vocé Passou Aqui, sem þeir félagar hljóðrituðu hér á landi ásamt fleiri íslenskum tónlistarmönnum, og væntanlegur er nýr diskur með lögum Ife, sem sami hópur hljóðritaði á nýliðnu ári. Á tónleikunum leikur Eyþór Gunnarsson með þeim Ife og Óskari, en hann kemur einnig við sögu á báðum diskunum. Á efnisskránni eru lög eftir Ife Tolentino í bland við sígild Bossa Nova lög eftir nokkra af helstu höfundum brasilískrar tónlistarsögu. Miðasala opnar kl. 20 og miðaverð er 2.000 kr. //// Brazilian guitarist and singer Ife Tolentino has enjoyed a long and colorful career in his homeland, where he has worked with a number of great artists. Ife has been a frequent visitor to Iceland in the past years through his friendship with Óskar Guðjónsson. They met in London when Óskar was living there. In 2014 they released the album "Vocé Passou Aqui" which they recorded here in Iceland along with other local musicians. A new album recorded last year by this same group is due soon. They will be joined by Eyþór Gunnarsson, not only a frequent collaborator of the two, but plays piano on both albums. Their programme in Mengi contains songs by Ife Tolentino mixed with classic Bossa Nova from some of the biggest Brazilian composers. Doors open at 8 pm. Tickets are 2.000 kr.

Steve Wynn

Mengi

13095823 974317912681180 6643311804481406197 n

Spennandi tónleikar með bandaríska tónlistarmanninum Steve Wynn í Mengi föstudagskvöldið 13. maí klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Steve Wynn, gítarleikari og stofnandi rokkhljómsveitarinnar The Dream Syndicate sem starfaði á árunum 1981 til 1989. Undanfarinn aldarfjórðung hefur Steve Wynn sinnt einkar glæstum sólóferli með útgáfu fjölda platna og tónleikum um allan heim. /// Concert at Mengi with the American Steve Wynn. Starts at 9pm Tickets: 2000 ISK If this is your first introduction to the songs and recordings of Steve Wynn you have a lot of catching up to do. In 25 years Wynn has released at least that many albums and has seen over 300 of his songs recorded. He has played over 2000 shows in more than 25 countries. His songs have been recorded and/or performed by, among others, REM, Luna, Concrete Blonde, The Black Crowes, Yo La Tengo and Eleventh Dream Day; his "That's Why I Wear Black" became the #1 single of 1993 in Norway as the leadoff track from the debut album by Somebody's Darling. He has been prominently featured in Rolling Stone, Mojo, Uncut, Entertainment Weekly, People, The Los Angeles Times, New York Times and countless other publications all over the world. Or maybe you know Wynn from his groundbreaking work with The Dream Syndicate, a band that--along with REM and the Replacements--practically invented the American indie rock scene of the 1980s. Perhaps you know Wynn from his critically acclaimed solo albums of the 1990s which were fixtures on many Modern Rock radio stations across the country. Or it could be from his highly touted side-project Gutterball which by its fifth gig found itself signed to Mute/Elektra and on a national tour with The Black Crowes. Or maybe from his recent “Desert Trilogy” and the near-legendary shows with his current backing band The Miracle 3. Or maybe you tuned in for the first time when he played on the Late Show With David Letterman as part of The Baseball Project earlier this year. One of rock's true heroes of the underground." - Philadelphia Weekly "The ex-Dream Syndicate frontman's a veritable Ph.D. of timeless rock songcraft” - Chicago Tribune A force to be reckoned with and cherished.” - London Sunday Times No contemporaries make classic rock records like Wynn" - AllMusicGuide.com "A first-class songwriter in the simple-yet-profound tradition of Lou Reed, Neil Young and post-Beatles John Lennon, [with] an ear for balancing his pop sensibility with artful dissonance." - PopMatters.com

Krakkamengi #11 / Creative Music Lab for Children 6-10 years old

Mengi

13094322 979200752192896 3620957756841947501 n

Gestakennarar: Ingibjörg Elsa Turchi og Ingi Garðar Erlendsson. Umsjónarmaður: Benedikt Hermann Hermannsson. Hefst klukkan 11. Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka, 6-10 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim. Í elleftu smiðjunni 15. maí, munu Ingibjörg Elsa Turchi og Ingi Garðar Erlendsson vera í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm og gestaleiðbeinendur hans gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 6 til 10 ára sem og foreldrum þeirra á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni. Fyrirkomulagið er þannig að börnin koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 11 og vinna í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar. Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt. VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á BREYTTUM TÍMA, KLUKKAN 11. /// Creative music lab for children, 6-10 years old along with their parents. The lab is organized by musician Benedikt Hermann Hermannson and each time he will be joined by two other musicians who will present their music making and lead the children through making their own music that will be performed at Mengi. The guest teachers for the session on May 15th are Ingibjörg Elsa Turchi and Ingi Garðar Erlendsson. Starts at 11am. Free entrance and open for everybody as long as there is space. THE SESSION STARTS AT 11 AM. NOT 10:30 AM AS BEFORE

The Tribute Concert - Snorri Ásmundsson & Högni Egilsson

Mengi

13177639 980931982019773 4050282625153073938 n

Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, þriðjudaginn 17. maí, verður stórviðburður í íslenskri tónlistarsögu þegar Snorri Ásmundsson besti píanóleikari Evrópu heldur David Bowie, Prince og Demis Roussos tribute tónleika. Sérstakur gestur verður enginn annar en Högni Egilsson! Tónleikar hefjast 21:00 Aðgangseyrir 2000 kr On the Norwegian Constitution Day, Tuesday May 17th, a great event takes place in the history of Icelandic Music when the best piano player in Europe pays tribute to David Bowie, Prince and Demis Roussos. A special guest will join him on The Tribute Concert, no other than Högni Egilsson! Concert starts 21:00 Admission 2000 ISK

The lyrics of Karin Boye / Emma Augustsson & Anton Svanberg

Mengi

13055811 969247366521568 8721350857935680805 o

Átta af ljóðum sænska ljóðskáldsins Karin Boye (1900-1941) hljóma í meðförum tveggja ungra sænskra tónlistarmanna á tónleikum þeirra Emmu Augustsson og Anton Svanberg í Mengi. Ný tónlist Emmu í útsetningum Antons en yrkisefni Karin Boye, sem hverfðust um ást, þrá og samband mannsins við náttúruna eiga jafnvel við nú í dag og á fyrri hluta 20. aldarinnar. Sænska söngkonan, sellóleikarinn, hljómborðsleikarinn og tónskáldið Emma Augustson er ættuð frá Hederad, Gautlandi, Svíþjóð. Hún nam tónlist við Tónlistarkonservatoríurnar í Gautaborg og Stokkhólmi. Hún vinnur innan klassíska geirans sem og innan djass- og þjóðlagageirans, er lykilmanneskja í hljómsveitinni Emma & Gänget og hefur unnið með listamönnum úr ólíkum áttum innan dans-, leikhús- og myndlistargeirans. Sænska tónskáldið og þúsundþjalasmiðurinn Anton Svanberg er ættaður frá Fjärås, á vesturströnd Svíþjóðar. Hann nam klassískan túbuleik og tónsmíðar við Tónlistarkonservatoríuna í Stokkhólmi og hefur starfað við tónlistartilraunir á ýmsum sviðum. Hann stýrir tónlistarleikhúsinu Oss Från Djuren og er formaður sænsku spunatónlistarsamtakanna Free Improvised Music: FRIM Tónleikarnir í Mengi eru liður í tónleikaferð dúettsins um Norðurlöndin en auk þessara tónleika munu þau koma fram á ýmsum tónleikastöðum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Með styrk frá Sænska listráðinu. Eight of Swedish Poet Karin Boye’s beloved poems get new music composed and sung by Emma Augustsson, arranged by Anton Svanberg and surrounded by instrumental improvisations. Boye’s (1900-1941) works and life continues to inspire and fascinate more then 75 years after her death and the themes of love, desire and man’s relation to nature that she often return to in poetry and prose are of course as relevant today as ever. Emma Augustsson – vocals and keyboards is a singer, cellist and composer from Hedared, Västergötland who has studied music at the conservatoires in Gothenburg and Stockholm. Her works cover classical, jazz, folk and world music including her own group Emma & Gänget and many interdisciplinary collaborations including contemporary dance, theatre and visual arts. Anton Svanberg – guitar, electronics and horns is a composer and multi-instrumentalist from Fjärås on the Swedish West Coast. Classically educated tubaist and composer at the conservatoire of Stockholm he works with experimental music in all genres. Anton leads music theatre company Oss Från Djuren and is chairman of the Swedish Organisation for Free Improvised Music; FRIM. This tour of spring 2016 includes around a dozen of concerts in Sweden, Finland and Denmark as well as the concert at Mengi and has financial support from the Swedish Arts Council. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

Jónsson & More

Mengi

13173662 979266075519697 3127094655465663829 n

(see english below) Mengi er sönn ánægja að bjóða til baka Jónsson & More tríóið sem hefur verið starfrækt frá árinu 2008. Tríóið fagnaði útgáfu sinnar fyrstu geislaplötu, No Way Out, á Jazzhátíð Reykjavíkur síðastliðinn ágúst. No Way Out hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim, en platan inniheldur frumsamda tónlist meðlima tríósins, nútíma jazztónlist allt frá frjálsum spuna til lagrænna og íhugulla tónsmíða sem snerta við áheyrandanum. Tríóið hyggst leika blöndu af tónlist af disknum ásamt því að frumflytja nýja tónlist fyrir áheyrendur. Meðlimir tríósins eru bræðurnir Ólafur Jónssón saxófónleikari og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari ásamt bandaríska trommuleikaranum Scott McLemore. Tónleikar hefjast 21 Aðgangseyrir 2000 kr ///// Mengi is delighted to welcome back Jónsson & More Trio that was founded in 2008 by current members, the American Scott McLemore on drums and the Icelandic brothers Ólafur Jónsson, saxophone-player and Þorgrímur Jónsson, bass player. The Trio published its’ first album, the highly acclaimed No Way Out, in August 2015; its’ music can be described as modern jazz music with free improv and haunting melodic lines. Jónsson & More will play music from the aforementioned album as well as new music at Mengi. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

Kristín Anna

Mengi

13116097 979232558856382 6631241377536484001 o

Kristín Anna tekur við keflinu næstkomandi laugardagskvöld. Í fyrra gaf hún út plötuna Howl og vakti með henni mikla lukku og athygli fyrir frumlegt innlegg sitt í tónlistarflóruna. Þar fékk rödd hennar að njóta sín frá amstri annarra hljóðgjafa, en á tónleikunum mun hún spila nýtt efni sem hún vinnur að í stúdíói þessa dagana. Tónleikar hefjast 21 Aðgangseyrir 2000 kr It gives us much pleasure to announce Kristín Anna (Kría Brekkan, múm, Ragnar Kjartansson, Nix Noltes and more) in Mengi this summery Saturday night. She will play new material in Mengi from her forthcoming album, which she currently is working on in studio. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

ÓBÓ & Jo Berger Myhre

Mengi

13173546 979234818856156 680618671018099928 o

After meeting randomly at an amateur soccer practice, Icelandic musician/producer Ólafur Björn Ólafsson (Óbó) and Norwegian musician/composer Jo Berger Myhre began spending late nights creating music together in Ólafssons studio in Gufunes. Utilizing their backgrounds from filmmusic and improvisation respectively, Ólafsson and Myhre meet with a common interest in producing music where improvised ideas act as a canvas on which widened soundscapes are spread out. The concert at Mengi on May 23rd will showcase new music by two very special musical personalities. Ólafur Björn Ólafsson (Óbó), has been a featured musician on the Icelandic music scene for many years. After playing with a.o. Sigur Rós, Jónsi, múm and Nix Noltes, he released his solo debut „Innhverfi“ on Morr Music in 2014 to much critical acclaim. He is also doing steady work composing and recording music for films. Jo Berger Myhre is a Norwegian bass player temporarily residing in Reykjavík. His main project is the drone-jazz band Splashgirl, soon to release their fifth album. Additional work includes the unique Swedish singer/songwriter Mariam the Believer (Wildbirds&Peacedrums), Norwegian trumpet legend Nils Petter Molvær, occasional collaborations with a.o. Susanna, Frida Ånnevik and composing for visual and scenic artists. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.