Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Hallur Ingólfsson - Öræfi

Mengi

13243694 987446301368341 4531217874185431440 o

Hallur Ingólfsson og hljómsveit flytja efni af sólóplötu Halls, “Öræfi” í Mengi 9. júní 2016. Hljómsveitina skipa: Halldór Lárusson (trommur), Hörður Ingi Stefánsson (bassi), Jóhann Ingvason (píanó) og Hallur Ingólfsson (gítar). Öræfi er instumental plata sem inniheldur dramatíska og hráa tónlist sem á rætur sínar að rekja til þeirrar tónlistar sem Hallur hefur samið fyrir kvikmyndir og leikhús, en hann hefur verið mjög afkastamikill á þeim vettvangi. Öræfi er þó fyrst og fremst óður til tónlistar, tónlistarinnar vegna. Tónlist án orða gefur okkur frelsi til að ferðast um okkar innri óbyggðir án þess að styðjast við vörður orðanna. Þá vill ferðin oft bera mann á ókunna og óspillta staði. Okkar innri Öræfi. Arnar Eggert Thoroddsen skrifar um Öræfi: "Öræfi Halls Ingólfssonar er óvenju glæsilegt verk þar sem allir þeir ólíku þættir sem byggt hafa undir listsköpun hans í gegnum tíðina mætast í einum og mjög svo áhrifaríkum skurðpunkti. Stemningin er bæði áleitin og ógnandi en öruggt flæðið bæði fallegt og höfugt. Öræfi er á vissan hátt leikur að andstæðum; rokkarinn er þarna en sömuleiðis tónskáldið sem leggur epísk - en aldrei yfirkeyrð - lóð á vogarskálarnar. Sannkallað þrekvirki.” Öræfi kom út síðla árs 2013 og komst í úrtak af útgáfum ársins sem tilnefndar voru til Norrænu tónlistarverðlaunanna og sást víða á árslistum ýmissa tónlistarspekúlanta yfir bestu plötur ársins. Útgáfunni var fylgt eftir með tónleikum í Borgarleikhúsinu, Græna Hattinum, Hörpu og víðar. Fyrr á þessu ári var þeim félögum boðið til Svíþjóðar að flytja Öræfi og fengu þar lofsamlega dóma. Tónleikar hefjast 21:00 Aðgangseyrir er 2000 ISK

RAFLOST

Mengi

13177738 976011565845148 237213279361007061 n

RAFLOST is a festival of electronic arts and media in Reykjavik, Iceland. The festival brings together artists of various art forms, music, visual arts, dance, science, hackers, media art, students etc. for exploring art technology in today’s maker culture. The RAFLOST festival is aiming to stimulate the Reykjavik electronic art scene, students of the Art Academy, the DIY computer and electronics hacker community and experimental organisations like S.L.Á.T.U.R. and LornaLab. Also, international artists and students have participated in the festival from the beginning, creating a valuable link for global/local developments. The programme is as follows: Wednesday, May 25th: 20:00 CONCERT, Iceland Academy of the Arts, Sölvhóll concert hall, Sölvhólsgata 13 (entrance from Skúlagata) Improvised electroacoustic music performance by T-EMP ensemble. Free entrance. Thursday, May 26th: 17:00 RAFLOST OPENING – Mengi, Óðinsgötu 2 Installations, Performances, Electronic Poetry and more works by artists such as Páll Ivan frá Eiðum, Sam Rees, Arnar Ómarsson, Nicolas Kunysz, Dodda Maggý, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Sigrún Jónsdóttir, Erik Parr, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Halldór Úlfarsson and Hlynur Aðils Vilmarsson. Free entrance. 21:00 CONCERT – Mengi, Óðinsgötu 2 Electronic music by Jóhannes G. Þorsteinsson, Arnljótur Sigurðsson and Þórður Kári Steinþórsson. 2000 ISK (or festival pass) Friday, May 27th: 17:00 RAFLOSTI – Iceland Academy of the Arts, Laugarnesvegi 91 Student Workshop Performance. Free entrance. 21:00 CONCERT, Mengi, Óðinsgötu 2 Electronic Music Performance by Jari Suominen and Audio/Visual Performance by Haraldur Karlsson and Daniel Schorno. 2000 ISK (or festival pass) Saturday, May 28th: 15:00 Workshop – The Altar of Algorithmic Noise Workshop, Jari Suominen, Mengi, Óðinsgötu 2. Free entrance, 30€ material fee. 21:00 Hebocon – A robot sumo-wrestling competition for those who are not technically gifted, Mengi, Óðinsgötu 2. 2000 ISK (or festival pass). Admission fee for evening performances is 2000 ISK. Festival pass 4000 ISK. For more information go to www.raflost.is ============ RAFLOST er raflistahátíð í Reykjavík. Hátíðin sameinar ólík listform, tónlist, myndlist, dans, vísindi, hakkara, miðlalist, listnám o.s.frv. ásamt listtækni í heimagerðarmenningu nútímans. RAFLOST hátíðinni er ætlað að örva raflistalífið í Reykjavík, nemendur í Listaháskóla Íslands, DIY tölvu og rafhakkarasamfélagið og tilraunalistsamtök eins og S.L.Á.T.U.R. og Lornalab. Einnig hafa erlendir listamenn og nemendur tekið þátt í hátíðinni frá upphafi sem skapar dýrmæt tengsl við alþjóðlega þróun á þessu sviði. Dagskráin er svohljóðandi: Miðvikudagur, 25.maí: 20:00 Tónleikar, Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgata 13 (Skúlagötumegin) T-EMP ensemble frá Noregi flytja rafræna spunatónlist. ÓKEYPIS Fimmtudagur, 26.maí: 17:00 Opnun RAFLOST, Mengi, Óðinsgötu 2 Innsetningar, gjörningar, raflist, rafræn ljóð og fleira eftir listamennina Sam Rees, Arnar Ómarsson, Nicolas Kunysz, Doddu Maggý, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Erik Parr, Ástu Fanney Sigurðardóttur, Hlyn Aðils Vilmarsson og Jón Örn Loðmfjörð. ÓKEYPIS. 21:00 Tónleikar, Mengi Óðinsgötu 2 Raftónlist eftir Jóhannes G. Þorsteinsson, Arnljót Sigurðsson and Þórð Kára Steinþórsson. 2000 krónur (eða hátíðarpassi) Föstudagur, 27.maí: 17:00 Nemendasýning, Laugarnesvegi 91. Nemendur Listaháskóla Íslands og þáttakendur á Raflosta námskeiðinu sýna afrakstur vikunnar. ÓKEYPIS 21:00 Tónleikar, Mengi, Óðunsgötu 2 Raftónlist Jari Suominen og sjónræn/hljóðræn list Haralds Karlssonar og Daniels Schorno. Laugardagur, 28.maí: 15:00 Vinnustofa, Mengi, Óðinsgötu 2 Jari Suominen sýnir þáttakendum hvernig hægt er að búa til hljóðgervil. 21:00 Hebocon, Mengi, Óðinsgötu 2 Heimatilbúin vélmenni keppa í Sumo glímu. Aðgangur á kvöldviðburði 2000 kr. Hátíðarpassi 4000 kr Nánari upplýsingar á raflost.is

Hebocon RVK // Raflost

Mengi

13268162 989135917866046 3109629090706413874 o

Fyrsta Hebocon keppni íslands fer fram í Mengi sem hluti af RAFLOST - Íslenska raflistahátíðin. Um 16 íslensk vélmenni taka þátt í þessum stórkostlega viðburði, en Steinunn Eldflaug Harðardóttir verður kynnir kvöldsins. Listamennirnir Arnar Ómarsson og Sam Rees standa fyrir keppninni. Aðgangseyrir 2000 kr Frítt inn fyrir þátttakendur Það eru enn laus pláss í keppnina - sendið tölvupóst á samtrees@gmail.com til að skrá þig! Hvað er hebocon? Hebocon er vélmenna súmó-glímu keppni þar sem skortur á tæknihæfileikum er engin fyrirstaða. Keppnin dregur að vélmenni sem geta varla hreyft sig, eða flakka um í stjórnleysi. Þau keppa eitt á móti einu í skrítnum og oft vandræðalegum 1 mínútu lotum. Keppnin er líklegast eina vélmenna keppnin í heiminum þar sem algjör skortur á tæknihæfileikum er verðlaunaður. Orðið Hebocon kemur frá japanska orðinu Heboi sem þýðir að eitthvað skorti tæknilega eiginleika eða gæði. Keppnin var fyrst skipulöggð af Hebocon höfðingjanum Daiju Ishkawa í Tokyo, Japan, 2014. Síðan þá hafa Hebocon keppnir farið fram víða um heiminn. /////// The first Hebocon competition in Iceland takes place at Mengi as part of RAFLOST - Icelandic Festival of Electronic Arts. The competition includes around 16 Icelandic robots that will engage in a epic battle this Saturday evening. Steinunn Eldflaug Harðardóttir will host the event that is organised by artists Arnar Ómarsson and Sam Rees. Admission 2000 ISK Free for competitors There are still places left for the competition - send an email to samtrees@gmail.com to sign up! What is Hebocon? Hebocon is a robot sumo-wrestling competition for those who are not technically gifted. It is a competition where crappy robots that can just barely move gather and somehow manage to engage in odd, awkward battles. To our knowledge, this is the only robot contest in the world where people with no technical capabilities to make robots are presented prizes. The word Hebocon derives from the Japanese word Heboi, meaning something that is technically poor, or low in quality. It was originally organised by Hebocon Master Daiju Ishikawa in Tokyo, Japan, 2014. Since then Hebocon competitions have been organised all around the globe.

LalomA

Mengi

13173528 979235432189428 1055568466505949107 o

Þjóðlagadúettinn Laloma er samstarfsverkefni Kristjáns Martinssonar, sem spilar á flautu og harmonikku og Lauru Lotti sem spilar á hörpu. Þau leiða saman hesta sína vegna sameiginlegs áhuga á vestur-evrópskri þjóðlagatónlist. Efnisskrá dúettsins inniheldur mestmegnis danslög frá Íslandi, Írlandi, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Norðurlöndum. Þess má geta að dúettinn hefur fjölþjóðlegan blæ þar sem Kristján rekur ættir sínar til Íslands og Englands en Laura til Hollands og Ítalíu. Það sem gefur dúettinum einnig aukinn fjölbreytileika er að Kristján hefur bakgrunn í djassinum en Laura úr klassíkinni. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 Aðgangseyrir 2000 kr /////// The duo Laloma is consisting of Laura Lotti Harp player and Kristján Martinsson which plays flute and accordion. They started the duo because of a mutual interest in west European folk music, mostly dance music. On their program there are Icelandic, Scottish, Irish, Dutch, French and Italian folk songs. Laloma has multinational touch because Laura is half Dutch half Italian and Kristján half Icelandic half English. What also gives the duo an extra dimension is the fact that Kristján comes from a jazz background while Laura has roots in the classical music. LalomA is Laura Isabella Lotti, harp & Kristjan Tryggvi Martinsson, flute & accordion. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000ISK.

The Embassy of Rockall

Mengi

13247868 987430194703285 3052374720795310871 o

Come and get a taste of the summer programme at the Embassy of Rockall and learn a bit more about the project. Music by Sacha Bernardson and dance performance by Brynja Bjarnadóttir. Free entrance! /About the project Rockall is an island, a top of an extinct volcano somewhere in between the UK and Iceland. What would you do if you had the opportunity to start a new country on this tiny island in the middle of the ocean? What would you keep, what would you discard, what new ways of life might emerge? The Embassy of Rockall turns the idea of reimagining our world into a programme of events, installations and workshops that will showcase ideas and innovation, provoke discussion and provide a playground for children, adults, and creative beings of all kinds. During the months of July, August and September 2016, Rockall will set up its Embassy in Reykjavik’s Harbour district. This area, Vesturbugt, will be event center and the place where we invite collaborators, experts, artists and performers to contribute to the Embassy's collection of ideas. This way, the Embassy of Rockall will turn an empty and unused plot into a lively public space open to anyone: fellow travellers, neighbours and their curious kids, or just anyone who passes by. There’ll be live music, a library, exhibitions and expeditions. Spaces to meet and collaborate, and spaces to relax and play. We’ll build a scale model of the island, we’ll grow food and talk politics, philosophy and economics - and much more besides. Along the way, and together with you, we hope to discover the ideas and the technology we need to start a new society. Come join us in Mengi and find out how you can collaborate and join us in this adventure! /Find more on: Facebook: https://www.facebook.com/RockallEmbassy/ Instagram: https://www.instagram.com/rockallembassy/ Website: www.rockall.is Free entrance.

Þorgrímur Jónsson

Mengi

13247721 983205628459075 7594279893552090896 o

Þorgrímur þreytir frumraun sína sem hljómsveitarstjóri í Mengi. Hér er á ferðinni ný hljómsveit skipuð Ara Braga Kárasyni á trompet, Ólafi Jónssyni á tenór saxófón, Kjartani Valdemarssyni á píanó og rhodes, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommur auk undirritaðs á raf- og kontrabassa. Þessi nýji kvintett leit dagsins ljós í upphafi árs og hélt jómfrúr tónleika sína á dagsskrá Múlans í Björtuloftum Hörpu þann 16. mars síðastliðinn. Tónlistin, sem er öll samin/skrifuð og útsett af Þorgrími, er af ýmsum toga. Hún er undir austrænum áhrifum Balkanskagans, vestrænni popp og rokk tónlist sem og evrópskum jazzi. Í fyrirrúmi eru lagrænar og vel ígrundaðar tónsmíðar og útsetningar sem ættu að sína styrkleika kvintettsins í heild sinni. Aðgangseyrir 2000 kr Þorgrimur “Toggi" steps forward for the first time as a band leader at Mengi. Here he presents a new band with new music, written and arranged by Toggi, a music that is influenced by eastern European balkan music to western pop and jazz music. That band includes along with Toggi on bass, Ari Bragi Kárason on trumpet, Ólafur Jónsson on saxophone, Kjartan Valdemarsson on piano and Rhodes and long time friend Thorvaldur Thor on drums. Admission 2000 ISK

Tríó Blóð og Jóel Pálsson ásamt 'Composuals'

Mengi

13178009 978823448897293 3301088146137165490 n

(see english below) Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason og Birgir Baldursson hófu að spinna saman með Kombóinu sáluga rétt undir lok síðustu aldar. Þeir tóku svo seinna upp þráðinn án söngkonu og kölluðu sig Tríó Blóð. Það er ekki oft sem býðst að heyra í þeim félögum, en þegar það gerist er Jóel Pálsson oftar en ekki með í för. Spuninn er hrynheitur og lýrískur, eins og vænta má frá þessum mannskap. Ásamt þeim mun myndlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson túlka frjálsan spuna Tríó Blóð & Jóel Pálssonar í olíulitum á striga, live fyrir áhorfendur. Listamaðurinn stendur yfir striganum sem liggur á gólfinu og lætur málninguna dropa niður á strigann undir beinum áhrifum tónlistarinnar. Verkið er fullbúið þegar tónleikunum lýkur. Meðan á þessu stendur myndar tæknimaður hljómsveit og málara og varpar á bakvegginn fyrir áhorfendur að fylgjast með. Tónleikar hefjast 21 Aðgangseyrir 2000 kr //// Eðvarð Lárusson , Þórður Högnason and Birgir Baldursson began to improvise together with the band Kombóið at the end of the last century. Later they started playing together again without a singer and called themselves Tríó Blóð. The opportunity to hear them is rare, but when it happens Jóel Pálsson often jumps on board their train. This evening their spirits will join in a lyrical improvisation full of hot rhythm. The artist Haraldur Ægir Guðmundsson will interpret the music of Tríó Blóð & Jóel Pálsson with oil colors on canvas. He choses a pallette based on the colors of the instruments. The action will be projected onto the back wall for the audience to watch. When the concert is finished, the painting is as well. Starts at 9pm Tickets: 2000 ISK

Francois Carrier & Michel Lambert

Mengi

13316919 988456737933964 8037392996818622683 o

Montrealers FRANÇOIS CARRIER and MICHEL LAMBERT form one of the tightest pairs of musicians around. And together they have traveled the world to meet other musicians and record sessions. In the last few years only, they have released records with Mat Maneri, Jean-Jacques Avenel, Bobo Stenson, John Edwards, Steve Beresford, Rafal Mazur and Russian pianist Alexey Lapin. As prolific as they come, CARRIER knows how to surround himself, find the most compatibly partners, and maintain a recorded presence all over the world. His rich, deep playing that blends lyricism with boldness and a sense of surpassing one’s self has earned him the 13th spot on DownBeat’s 2013 Best Alto Sax Players List. - francoiscarrier.com A prodigious drummer, talented composer, instrument inventor, and illustrator, LAMBERT is an all-around fascinating artist. Classically trained, he has one foot in jazz, the other in free improvisation, and his head is at the confluence of all these influences. - michellambert.com Concert starts 21:00 Admission 2000 ISK

Ofar mannlegum hvötum

Mengi

13308317 10154265959889036 1337033580795085089 o

ATH: Breytt sýningardagskrá gjörningur Seingríms Eyfjörðs og Friðriks Þórs Friðrikssonar heft stundvínslega kl 21:00. Gjörningar Ráðhildar Ingadóttur, Ásdísar Sifjar og Katrínar I verður frestað. Gjörningakvöld í Mengi fyrsta mánudag hvers mánaðar. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Veislan hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur Gjörninga eiga Steingrímur Eyfjörð og Friðrik Þór Friðriksson endurfremja gjörning sem framinn var á Suðurgötu 7 árið 1978 ásamt teymi: Ingibjörg Elsa Turchi, Arnljótur Sigurðsson, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, Guðlaugur Halldór Einarsson, Laufey Elíasdóttir, Hafsteinn Viðar Ársælsson, Gísli Àrnason, Kjartan Þórisson ... Sýningastjórar: Ásdís Sif Gunnarsdóttir Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Eva Ísleifs Ingibjörg Magnadóttir Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Nánar um kvöldin: Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum og í ljósi þessa verður ekki tilkynnt um hvað einstakir listamenn varpa sínu fram. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá. Átök eiga sér stað á milli hæða. Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham. Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins. Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining. /// Attention: Change of program performance of Steingrímur Eyfjörð & Friðrik Þór Friðriksson start at 9pm. Performances by Ráðhildur Ingadóttir, Ásdís Sif & Katrínar I will be prospond. A night dedicated to performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month. Performances by Steingrímur Eyfjörð & Friðrik Þór Friðriksson with team: Ingibjörg Elsa Turchi, Arnljótur Sigurðsson, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, Guðlaugur Halldór Einarsson, Laufey Elíasdóttir, Hafsteinn Viðar Ársælsson, Gísli Àrnason, ... Curated by visual artists Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifs, Ingibjörg Magnadóttir & Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. House opens at 8:30 pm. Event starts at 9pm. Entrance: 2000 ISK

Strings & Timpani

Mengi

13235379 987443144701990 3832320765652011712 o

The drums/guitar duo Strings & Timpani use improvisation as a tool to create catchy and rythmic music mixing influences from world music, jazz and lo-fi pop, and are releasing the vinyl "Hyphen" on the Norwegian label HUBRO. Strings & Timpani employ various preparations of their instruments, and explore new ideas within the classical duo format. Drummer Øyvind Hegg-Lunde is also playing in the trio Building Instrument, José Gonzales´ indie pop band Junip (City Slang) and the psych-rock outfit Electric Eye (Jansen Plateproduksjon). Guitarist Stephan Meidell has so far released two albums with the trio Cakewalk on HUBRO, not to forget the critically acclaimed solo LP “Cascades”. Stephan is also a member in the indie-jazz trio Velkro (Clean Feed Records). The duo also play together in Erlend Apneseth´s trio and in the band Krachmacher. They have previously – under the moniker “The Sweetest Thrill” – released two duo albums: “Jewellery” (Playdate Records 2012), and “Strings & Timpani” (Klang Kollektivet 2013). They have toured extensively the last years. Listen to a song from their upcoming LP here: https://soundcloud.com/hubro/strings-timpani-follow-from-the-upcoming-lp-hyphen http://stephanmeidell.com/ Concert starts at 9 pm Admission 2000 ISK

Hallur Ingólfsson - Öræfi

Mengi

13235493 988465234599781 1140809643729003054 o

(english below) Hallur Ingólfsson og hljómsveit flytja efni af sólóplötu Halls, “Öræfi” í Mengi 9. júní 2016. Hljómsveitina skipa: Halldór Lárusson (trommur), Hörður Ingi Stefánsson (bassi), Jóhann Ingvason (píanó) og Hallur Ingólfsson (gítar). Öræfi er instumental plata sem inniheldur dramatíska og hráa tónlist sem á rætur sínar að rekja til þeirrar tónlistar sem Hallur hefur samið fyrir kvikmyndir og leikhús, en hann hefur verið mjög afkastamikill á þeim vettvangi. Öræfi er þó fyrst og fremst óður til tónlistar, tónlistarinnar vegna. Tónlist án orða gefur okkur frelsi til að ferðast um okkar innri óbyggðir án þess að styðjast við vörður orðanna. Þá vill ferðin oft bera mann á ókunna og óspillta staði. Okkar innri Öræfi. Arnar Eggert Thoroddsen skrifar um Öræfi: "Öræfi Halls Ingólfssonar er óvenju glæsilegt verk þar sem allir þeir ólíku þættir sem byggt hafa undir listsköpun hans í gegnum tíðina mætast í einum og mjög svo áhrifaríkum skurðpunkti. Stemningin er bæði áleitin og ógnandi en öruggt flæðið bæði fallegt og höfugt. Öræfi er á vissan hátt leikur að andstæðum; rokkarinn er þarna en sömuleiðis tónskáldið sem leggur epísk - en aldrei yfirkeyrð - lóð á vogarskálarnar. Sannkallað þrekvirki.” Öræfi kom út síðla árs 2013 og komst í úrtak af útgáfum ársins sem tilnefndar voru til Norrænu tónlistarverðlaunanna og sást víða á árslistum ýmissa tónlistarspekúlanta yfir bestu plötur ársins. Útgáfunni var fylgt eftir með tónleikum í Borgarleikhúsinu, Græna Hattinum, Hörpu og víðar. Fyrr á þessu ári var þeim félögum boðið til Svíþjóðar að flytja Öræfi og fengu þar lofsamlega dóma. Tónleikar hefjast 21:00 Aðgangseyrir er 2000 ISK ///// Hallur Ingólfsson is a very versatile musician. A composer in high demand for films, television and theater, as well as leading rock bands XIII and Skepna, and producing albums for other artists. His solo career is far from mainstream, but all the more appealing all the same, drawing heavily from the dramatic compositions for film and theater. His second solo album "Öræfi" (Wasteland) is instrumental and dramatic and feels like a journey through the icelandic wilderness. Big and raw music played by a small band. Hard to describe but names like David Lynch, Angelo Badalamenti, Ennio Morricone and Mogwai come to mind. Hallur will perform material from Öræfi with a band this Thursday night. Admission 2000 ISK

Mr. Silla

Mengi

13301540 989143824531922 7229969248865400531 o

(english below) Mr. Silla er sóló verkefni tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur sem tónlistaraðdáendur þekkja úr hljómsveitunum MÚM, Low Roar og Mice Parade. Á síðasta ári gaf Sigurlaug út sína fyrstu breiðskífu undir nafni Mr. Silla og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hlaut m.a. tónlistarverðlaun Kraums. Tónlistartímaritið Rolling Stone lofaði tónleika hennar á Iceland Airwaves í hástert svo dæmi sé tekið. Eftir dvöl í Berlín síðastliðinn vetur er Mr. Silla mætt aftur til Íslands og undirbýr nú næstu plötu sína. Á þessum tónleikum ætlar hún að spila nýtt efni sem hún hefur unnið í upp á síðkastið og væntanlegt er á næstu breiðskífu. Við leggjum spennt við hlustir! Aðgangseyrir 2000 kr //////// Emerging from her involvement with influential bands such as múm and Mice parade, Sigurlaug Gísladóttir, aka Mr. Silla, has blossomed into a creative force of reckoning. Matched only by a truly honest and evocative stage presence, the musically transcendent ebb and flow of Mr. Silla is as breathtaking as it is life giving. The often ethereal sonic landscapes explored on her self-titled debut album, released on 12 tónar, is even more proof of what the creative hatchery of Iceland has to offer. The show in Mengi will be a sort of experiment. Mr. Silla will play material from her upcoming album in its very early stages. A little sneak peek into what is to come. Admission 2000 ISK

Kaneng Lolang & Gyða with Shahzad Ismaily

Mengi

13248381 987440334702271 7545186804872536157 o

(english below) Við bjóðum Kaneng Lolang & Gyðu Valtýsdóttur velkomnar í Mengi ásamt fríðu föruneyti Shahzad Ismaily. Kaneng er ekki við eina fjölina felld, hún hefur sinnt dansi, myndlist og kvikmyndagerð í gegnum tíðina en mætir í Mengi með frumsamda tónlist sem lætur engann ósnortinn. Gyða og Kaneng munu spila sitthvort settið, en Shahzad mun leggja þeim báðum lið í að framreiða tónana. Öll hafa þau víða komið við í fjölbreyttri tónlistariðju sinni sem hefur fært þau um öll heimshornin. Aðgangseyrir 2000 ISK /////// Kaneng Lolang grew between the cultures of Nigeria,Bulgaria and Russian occupied Siberia. She found earliest awe in the music of Vladimir Visotsky, the daily cacophony of Lagos, and Tina Turner.Originally a dancer and later a vocalist, Kaneng's sparse songs source from the visceral initiations of nature and humanhood- with her bass guitar inspired by the minimal trance-intended percussion of her ancestors, her voice thrusts to share stories from a far away psychic mountain top. Shahzad Ismaily is a multi-instrumentalist and an undercurrent flow of inspiration for variety of musician where he adds his magic ingredient to recordings and performances. He has performed, recorded and otherwise collaborated with a wide range of artists and musicians including Patti Smith, Laurie Anderson, Marc Ribot, Yoko Ono and Bonnie Prince Billy. He has also composed music for film, dance and theatre. An improviser at heart, he's currently re-discovering reading as an all consuming fire escape, via "The Tranposed Heads" by Thomas Mann. GYÐA is a star of many constellations, playing with various musician and moving vividly between musical realms. She was one of founding member of dream-pop group múm. She left the band to pursue her studies of classical music, armed with bow and cello. Her solo performances are as unpredictable as the Icelandic weather. Oddly cloaked, classical repertoire may blend seamlessly with her songwriting. There is no old nor new, only the float into a sonic space-travel of spontaneous creation. Her songs are ethereal, surprising in there singular simplicity, organically original and genuine, creating otherworldly soundscapes and atmospheres that feel like shift in the molecular structure of space. She has the gift to bring light to the obscure and abstruse the obvious. She moves vividly between music realms, composing, performing and recording with various musician & artists such as Josephine Foster, Julian Sartorius, múm, Colin Stetson, A Winged Victory for the Sullen, Ragnar Kjartansson and many others. Kaneng & Gyða met at the fish market of Essaouria, Morocco and the Gnawa music festival in 2012. Kaneng. A mutual sense of kindred spirit, their meeting sparked even more awe when shahzad joined them, being an old friend from days when Kaneng lived in New York City. They have shared a nomad family bond, and now are for the first time uniting in iceland. The eve of musical rite will be a unique collide of very distant sources of kindred spirits. They will play two sets, first are Gyða and Shahzad; and thereafter Kaneng and Shahzad. Concert starts at 9 pm Admission 2000 ISK

Gyða Valtýsdóttir & Shahzad Ismaily

Mengi

13308451 988044251308546 3205325479161235316 o

Gyða Valtýsdóttir & Shahzad Ismaily are equally hard to pinch down multi talents that weave their way through all kinds of corners of our round globe. Lending their musicianship and inspiration into records and concerts of various artists including Marc Ribot, Laurie Anderson, Bonnie Prince Billy, múm, Colin Stefson Josephine Foster and many more. You could find them playing; drums in Senegal, Gorecky symphony in a snowy cabin in Vermont, at a Whisky bar in the Rocky Mountains, improvising on the streets with locals of Istanbul, contemporary music at Kaffibarinn, as two of Ragnar Kjartansson´s Visitors, as a reggie back-up for pole dancers in Antigua, improvising with a bunch of classically over-tamed teenagers, as soloists with the Symphony, with Gnawa musicians in Morocco, at the Winter Olympics in Vancouver, or at Mengi next Thurday at 21:00. Entrance fee is 2000 kronur. /// Það er álíka erfitt að negla niður Gyðu Valtýsdóttur og Shahzad Ismaily. Hæfileikar þeirra hafa fært þau víða á ferðalagi sínu heimshorna á milli. Þau hafa ljáð bæði hljómplötum og tónleikum ýmissa listamanna tónlistarhæfileika sína og innblástur þar á meðal Marc Ribot, Laurie Anderson, Bonnie Prince Billy, múm, Colin Stefson, Josephine Foster og mörgum fleiri. Þau má finna að spila á trommur í Senegal, sinfóníu eftir Gorecky í snæviþöktum skála í Vermont, á Viský bar í Klettafjöllum, að spinna á götum úti með heimamönnum í Istanbúl, að spila nútímatónlist á Kaffibarnum, sem tvö af Visitors Ragnars Kjartanssonar, sem reggí hljóðsmiðir fyrir súludansara í Antigua, að spinna með hóp af ofþjálfuðum klassískt menntuðum unglingum, sem einleikarar með Sinfóníunni, með Gnawa tónlistarfólki í Marokkó, á Vetrar Ólympíuleikunum í Vancouver eða í Mengi á fimmtudaginn kl.21. Miðaverð er 2000 krónur.

Grímsey - Útgáfutónleikar

Mengi

13350232 996585320454439 5895992055554887624 o

Grímsey var stofnuð í fyrravetur í Helsinki þegar finnsk-íslenski gítarleikari Matti Saarinen var í ársleyfi úti í Finnlandi. Hljómsveitin spilar tónlist eftir Matta og var að gefa út tónlistina á vegum Warén Music nú í júní. Tónlistardæmi má finna á www.warenmusic.com Bandið skipa: Matti Saarinen, gítar Jarno Lappalainen, bassi Joonas Leppänen, trommur Aðgangseyrir er 2000 kr /////// "Grímsey was founded in Helsinki in 2015 while I spent a year off from my work in Akureyri. I brought some tunes and we started playing, not a lot of talking. I've been writing this music over and over again since moving to Iceland in 2006 -sort of song-form tunes with sharp angles and unexpected improv bursts. From the beginning it was clear that these guys brought the twist that I'd been looking for. Our first album is now out and we're playing some release concerts in Iceland and Finland." Matti Saarinen. Grímsey: Matti Saarinen, guitar Jarno Lappalainen, bass Joonas Leppänen, drums warenmusic.com Admission 2000 ISK

Kira Kira - Ljósmessa

Mengi

13428650 1000585346721103 1530397312690868595 n

Kira Kira er á lokasprettinum með tvær nýjar plötur, músík sem næstum enginn hefur heyrt. Önnur er unnin í samstarfi við Bandaríska tónlistarmanninn Eskmo frá Los Angeles. Sú er á góðri leið með að hljóma eins og hljóðheimur fyrir ofursvala, súrrealíska og tilfinningahlaðna Sci-Fi kvikmynd (e. “music for imaginary surreal, badass emotional Sci-Fi films with a mystical twist,)” á meðan hin er sólóplata sem rannsakar alla mögulega snertifleti samstarfs við tónlistarfólk í þremur heimsálfum þar á meðal nágranna hennar raftónlistar virtúósið Hermigervil og kórinn sem Kira stofnaði með góðu safni vina síðastliðið haust. Í Ljósmessu (twist á Jónsmessu þar sem gáttin milli heima stendur opin fyrir kraftaverk og svoleiðis) hleypir Kira villidýrunum í gegnum hátalarana og við fáum að að finna örlítið fyrir því sem hún hefur verið að pródúsera undanfarið á milli þess sem hún messar um og við ljós. Aðgangseyrir 2000 kr ///// Kira Kira is an electronic musician and a film maker with a background in experimental music and visual arts who constantly shifts shapes, breaks ground, disappears and reappears in unexpected places. She is known for never playing the same set twice, inviting and celebrating all the risks that come with opening the creative process up to a live audience. To her a concert is a moment in that process, shared with the audience as well as the different musicians she invites on board the space ship each time she plays live. The Kira Kira world of sound is a dreamlike situation filled with warm waves of emotive melodies and unpredictable storylines, playful beats created through analog drum machines and live percussion with fine threads of Kira’s quiet voice running through it all like a ray of light. Together with Johann Johannsson and Hilmar Jensson she is a founder of music collective Kitchen Motors and has 3 albums to her name, the most recent one being Feathermagnetik on Berlin based label Morr Music. Autumn 2014 saw the release of a special edition amulet EP with LA based musician ESKMO featuring a live recording of a new Kira Kira piece performed by The Echo Society's 15 piece orchestra in Los Angeles. Kira Kira and ESKMO are now working on a full length album together set to see the light of day in 2016. Admission 2000 ISK

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson í tilefni af Jónsmessu

Mengi

13442484 999456210167350 1774805606397573889 o

(english below) Söngkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds mun seiða fram töfrandi dagsskrá í tilefni af Jónsmessu í Mengi ásamt samverkamanni sínum til margra ára, Skúla Sverrissyni. Tónlistin verður úr ranni þeirra beggja í bland auk efnis sem fengið er að láni og þykir hæfa tilefninu. Einnig verður nokkuð um nýjabrum þar sem Ólöf er um þessar mundir í upptökum á nýrri breiðskífu undir stjórn Skúla sem væntanleg er snemma á næsta ári. Aðgangseyrir 2000 kr ///// Singer songwriter Ólöf Arnalds performs her magical programme celebrating Midsummer Night along with her musical match for many a year, Skúli Sverrisson. They'll play music from each others repertoire, as well as borrowing a song or two fitting the occasion. Be prepared for some new music, since Ólöf is now recording a new album, produced by Skúli, due early next year. Admission 2000 ISK

Lífsýni - Útgáfuhóf

Mengi

13522933 1005259739586997 1347399886984919703 o

Rasspotín fagnar útgáfu bókarinnar Lífsýni eftir Jóhannes Ólafsson í Mengi, Óðinsgötu 2 fimmtudaginn 30. júni næstkomandi. Útgáfuhófið hefst klukkan 17:00. Aðgangseyrir er 2500 kr. en eintak af bókinni fylgir hverjum keyptum aðgangi. Lesið verður upp úr bókinni, höfundar sitja fyrir svörum, tónlistaratriði og léttar veigar. Bókin verður svo auðvitað til sölu auk þess sem hægt verður að fjárfesta í myndskreytingum hennar. Lífsýni er ellefta útgáfa Rasspotín, safn fjórtán örsagna eftir rithöfundinn Jóhannes Ólafsson, myndskreytt og hönnuð af Íbbagogg. Bækurnar eru allar brotnar, bundnar og límdar saman í höndum útgefanda og telja einungis 66 númeruð eintök. Jóhannes er nýútskrifaður úr Ritlist í Háskóla Íslands og hefur hann verið að skrifa í nokkur ár. Nokkur ljóða hans birtust í nýútkominni bók, Tímaskekkjur, sem unnin var í samvinnu við nokkur önnr skáld auk þess sem hann hefur skrifað og sett upp örleikrit, skrifað greinar á vefmiðla um ýmisleg málefni og unnið að þýðingum. Lífsýni er hans fyrsta bók. Íbbagoggur er útskrifaður af myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hann hefur gefið út handfylli af myndasögum í gegnum útgáfufélag sitt Rasspotín, haldið sýningar á teikningum sínum, sýnt vídjóverk og gefið út hljómplötur. /// Rasspotín celebrates the publishing of the book Lífsýni by Jóhannes Ólafsson. The event takes place in Mengi at Óðinsgata 2, Thursday the 30th of June. The celebration begins at 5 pm. Admission fee is 2500 ISK and included is a copy of the book. There will be a bookreading, live music and artists will be awailable for a chat and they will offer drinks. The book will of course be for sale and also original artwork. Lífsýni is the 11th published book from Rasspotín. It is a collection of flash fiction, 14 very short stories by Jóhannes and illustrated by Íbbagoggur. Print, layout and binding is all in the hands of the publisher himself, limited to only 66 copies. Jóhannes has just graduated from Creative writing at the University of Iceland and has been writing for some time. Some of his poetry has recently been published in the book Tímaskekkjur, a collaboration with few other poets. He has also written and staged short plays, written articles of all sorts for the web and translated. Lífsýni is his first published book. Íbbagoggur studied fine art in the Iceland Academy of the Arts. He has published a handful of illustrated stories, showed his work at art exhibitions – both drawings and video-art – and also released albums with original music.

ÚÚ5 í Mengi

Mengi

13522882 1005276542918650 2588267514800040749 o

Svartir sandar, glóandi jöklar og hæg breytileg hraunkvika eru myndir sem koma í hugann þegar spunakvartettinn ÚÚ5 hefur upp raust sína. Stóðið samanstendur af þeim Alberti Finnbogasyni, Óskari Kjartanssyni, Höskuldi Eiríkssyni og Pétri Ben sem hafa allir gert garðinn frægan víða og leikið með Mugison, Sóley, Grísalappalísu, Kippa Kaninus, Amabadama, Plastic Gods og Svarthamar svo eitthvað sé nefnt. Ekkert er fyrirfram ákveðið en tónlistin sem þeir leika hefur verið kennd við íslenskt eyðimerkurrokk. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur /// Black sands, glowing glaciers and slow moving lava come to mind when listening to ÚÚ5. The quartet consists of Albert Finnbogason, Óskar Kjartansson, Höskuldur Eiríksson and Pétur Ben all well known musicians from the Icelandic underground scene. The bunch has played with acts like Sóley, Mugison, Kippi Kaninus, Plastic Gods, Amabadama and Metalhead the movie. The music is not planned at all but the tagline is Icelandic Desert Rock. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK

Arnljótur

Mengi

13517388 1006603596119278 5965407716968605290 o

Arnljótur er tónlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann er einn stofnmeðlima hljómsveitarinnar Ojba Rasta, auk þess sem hann hefur lagt fjöldamörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum lið í gegnum tíðina með ýmsum hætti. Áður hefur Arnljótur gefið út plöturnar Listauki (2008), Línur (2014), Til einskis (2015) og Úð (2015). Nýtt efni er væntanlegt nú í sumar. Á dagskrá tónleikanna er ný raftónlist sem Arnljótur hefur verið að vinna í undanfarið, taktföst og drífandi og jafnvel drungaleg á köflum. Húsið opnar 20:00. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur http://arnareggert.is/rynt-i-arnljot-sigurdsson/ arnljotur.bandcamp.com soundcloud.com/arnljotur Ljósmynd: Linda /// Arnljótur is based in Reykjavík. He’s one of the founders of the band Ojba Rasta as well as he has lent a hand to many other projects and bands. His previous records are Listauki (2008), Línur (2014), Til einskis (2015) and Úð (2015). A new release is scheduled this summer. House opens at 20:00. Concert starts at 21:00 Admission: 2000 ISK arnljotur.bandcamp.com soundcloud.com/arnljotur Photo: Linda

Miss Naivety - Irina Shtreis

Mengi

13495645 1007703892675915 2975911595429695386 o

Miss Naiviety, öðru nafni Irina Shtreis, er söngkona og lagahöfundur, ættuð frá Pétursborg í Rússlandi, nú búsett í Reykjavík. Í tónlist hennar má meðal annars greina áhrif frá þjóðlögum og sveimtónlist, norrænu landslagi og rússneskri náttúru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur https://soundcloud.com/miss-naivety Miss Naivety is a project of Irina Shtreis, a singer songwriter from Saint Petersburg currently living in Iceland. Her music comprises elements of folk and ambient. Being inspired by beauty of Northern countries, she composes songs which can remind of Scandinavian landscapes and Russian wild woods at the same time. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK https://soundcloud.com/miss-naivety

Kristján Hrannar

Mengi

13603403 1011066729006298 3772479549729718475 o

ENGLISH BELOW: Eftir þriggja ára rússíbanareið er komið að því. Kristján Hrannar frumflytur nýtt efni í Mengi, Óðinsgötu, föstudaginn 8. júlí kl. 21:00 Fyrir hlé: Platan Sea take one / Haf taka eitt verður samin og tekin upp á staðnum. Lögin heita eftir fiska- og dýrategundum sem hafa orðið fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og súrnun sjávar. Eftir hlé: Kristján frumflytur efni af væntanlegri plötu, Brestir kæru gestir. Taktfast rafpopp með dimmum undirtónum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Kristján Hrannar nam klassískan píanóleik hjá Ágústu Hauksdóttur og lagði eftir það stund á jazz-píanóleik í FÍH undir handleiðslu Þóris Baldurssonar. Hann hefur leikið fjölbreytta tónlist með ótal hljómsveitum, hvort heldur sem er jazz, popp, prog-rokk, klezmer, þjóðlagatónlist og svo mætti áfram telja. Á árunum 2010-2012 var hann virkur í sveitinni 1860 sem gaf út breiðskífuna Sagan. Þar var hann einn af laga- og textahöfundum, söng aðal- og bakraddir og lék á píanó, kontrabassa, gítar, og harmoniku. Frá 2012 hefur Kristján Hrannar sungið og leikið á píanó í Fjórum á palli, ásamt Eddu Þórarinsdóttur, Páli Einarssyni og Magnúsi Pálssyni. Flytja þau meðal annars lög úr hinu geysivinsæla leikriti Þið munið hann Jörund.Árið 2013 markaði tímamót í ferli Kristjáns Hrannars en þá kom fyrsta sólóplata hans, Anno 2013, út hjá DIMMU. Árið 2016 gaf hann út konseptplötuna Arctic take one / Norður taka eitt, sem er spunaverk tileinkað loftslagsbreytingum. ------ After three years of recovering, Kristján Hrannar will finally perform his new material in Mengi gallery, Friday the 8th at 21:00. The album Sea take one / Haf taka eitt will be composed and recorded on the spot. The tracks are named after sealife being affected by climate change and ocean acidification. After interval, Kristján will perform new material from his upcoming sophomore album, Brestir kæru gestir. Pumping dark electronic with Icelandic lyrics. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Eva Ingólfsdóttir í Mengi

Mengi

13528381 1007579006021737 509261526048354302 o

Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðla Charlie Rauh, gítar Flemming Viðar Valmundarson, harmonikka Efnisskrá: - Þrír sálmar úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar - Álfadans eftir Martin Bonk - Raven Thoughts eftir Mark Hagerty - An Evening Indigo eftir Rain Worthington. Myndband: Rakel Steinarsdóttir. Ljóð: Gunnbjörg Óladóttir - Lava Flow eftir Evu Mjöll Ingólfsdóttur. Myndband: Rakel Steinarsdóttir og Daði Harðarson - Djúpivogur. Tónlist og myndband: Eva Mjöll Ingólfsdóttir. Ljóð: Gunnbjörg Óladóttir - Fjórar prelúdíur eftir Dmitri Shostakovitch - Tvær etýður eftir Astor Piazzolla Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur Eva Mjöll Ingólfsdóttir hóf reglubundið fiðlunám sjö ára gömul. Innan við tvítugsaldur lá leið hennar í Tónlistarháskólann í Brussel, þar sem prófessor Leon-Ara var kennari hennar í þrjú ár. Var hún við nám í Genf hjá Corrado Romano og síðar hjá Istvan Parkanyi við Sweelink tónlistarháskólann í Amsterdam, en sótti á sumrin meistaraklassa hjá Tibor Varga, Zachar Bron, Victor Pikaisen og Stephan Georghiu. Fiðluleikur hennar ber keim af hinum austur-evrópska og rússneska skóla með slípuðum, fíngerðum en jafnframt tilfinningaþrungnum tóni. Eva Mjöll var um tíma búsett í Japan þar sem hún efndi til tónleika sem hlutu mikið lof, en efni þeirra var hljóðritað á fyrsta geisladisk hennar árið 1995. Annar geisladiskur kom út árið 1998. Eva Mjöll stundaði um tíma nám í tónsmíðum, hljómsveitarritun og -stjórn við Harvard háskólann í Boston. Hún hefur búið og starfað víða um heim og er núna búsett i New York. Hún hefur fengið styrki fra NYWC, fyrir flutning á nýrri tónlist 2014 og menningarstyrk frá American Scandinavian Society 2015. Hún hefur haldið tónleika víða um heim, þar á meðal í Trinity Church í New York og í Corcoran Gallery of Art í Washington D.C. og àrlega í Carnegie Hall i NYC. /// Eva Ingolf, violin Charlie Rauh, guitar Flemming Vidar Valmundarson, accordion Program: - Three psalms from the Folk Song Collection of reverant Bjarni Thorsteinsson - Fairy Dance by Martin Bonk - Raven Thoughts by Mark Hagerty - An Evening Indigo by Rain Worthington. Video: Rakel Steinarsdottir. Poem: Gunnbjorg Oladóttir - Lava Flow by Evu Mjöll Ingólfsdóttur. Video: Rakel Steinarsdóttir and Dadi Hardarson - Djúpivogur. Music and video: Eva Ingolf. Poem: Gunnborg Oladottir - Four Preludes by Dmitri Shostakovitch - Two etudes by Astor Piazzolla Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK Eva Ingolf has lived and performed in Japan, Zimbabwe, Kenya, Pakistan, Boston and New York where she now resides. She is an enthusiastic advocate of contemporary music, has premiered over 100 new works for solo violin and received a grant from NYWC in 2014 as well as the American Scandinavian Society in 2015. Her main focus for the last two years has been on Nordic Mythology, performing and creating music related to Iceland. Eva has given numerous solo recitals in well- known concert halls in Iceland, Japan, United States, Russia and Europe, including regularly at Carnegie Hall, the Trinity Church in New York City and the Corcoran Gallery of Art in Washington D.C., receiving high acclaim from music critics as well as the general public.

Bergur Thomas Anderson: Lucky Seat

Mengi

13490640 1007013826078255 5388047637502036793 o

Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Bergur Thomas Anderson (f. 1988) hefur gert garðinn frægan sem bassaleikari með hljómsveitum á borð við Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama. Hann er útskrifaður með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ og hefur undanfarið ár numið myndlist í við Konunglegu listaakademíuna í Den Haag. Í Mengi flytur hann fyrirlestrargjörning sinn Lucky Seat sem er hluti af rannsóknarverkefni sem Bergur vinnur að um þessar mundir. Hér skoðar listamaðurinn stefin nálægð, fjarlægð, sannleika og ferðalög út frá brotum úr þekktum kvikmyndum, meðal annarra Rear Window eftir Hitchcock. Með því að skoða vel þekktar senur kvikmyndasögunnar er áhorfanda boðið að toga skjáinn út í raunveruleikann. Verkið er flutt á íslensku. Viðburður hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur /// Bergur Thomas Anderson (b. 1988) is a visual artist and a musician from Reykjavík, the bassplayer of bands such as Sudden Weather Change and Grísalappalísa. In his performance lecture Lucky Seat, he uses excerpts from film and TV as primary material, exploring mobility within the world of a movie and how it is imposed upon the viewer in the form of a medium. By looking closely and demonstrating through the already existing video fragments, the work exposes hidden mechanisms of movie making and points out how we travel within a series of images. The piece is delivered in icelandic. Event starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK

Nicolas Kunysz

Mengi

13662311 1015357751910529 7322952542028499890 o

Belgíski listamaðurinn Nicolas Kunysz hefur verið búsettur á Íslandi í nokkur ár, starfað sem tónlistarmaður, hönnuður, höfundur lowercase nights kvölda og annar af tveimur stofnendum útgáfunnar Lady Boy Records. Heillandi, sveimkenndur hljóðheimur Nicolas fléttast úr vettvangshljóðritunum héðan og þaðan, rafhljóðum, ólíkum hljóðfærum, þetta er margradda og þéttofinn hljóðvefur sem spannar mikla breidd, lágtíðni og fíngerð blæbrigði, ærandi drunur og allt þar á milli. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. https://soundcloud.com/nicolaskunysz A warm welcome to the Belgian artist Nicolas Kunysz who has been living in Iceland for several years as musician, product and graphic designer, he founded the lowercase nights and co founded the label Lady Boy Records. Nicolas Kunysz music takes place in the realm of electro acoustic, experimental, warm ambient drone. He combines lo and hi fi techniques to create his soundscapes, accidental recordings and glitches participate to the multi layering process of making his tracks. Textures generated by both instruments and field recordings build up flowing soundscapes that keeps on building up and collapsing. From ambient to noise, passing by drone, lowercase and discreet music. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK https://soundcloud.com/nicolaskunysz

Kandíflossdjasskvartettinn MJÁ / Cotton Candy Jazz Quartet MJÁ

Mengi

13615019 1015353918577579 6226786283752147132 n

Partýspunahljómsveitin MJÁ er skipuð tónlistarmönnunum og þúsundþjalasmiðunum Pétri Ben, gítarleikara, Ingibjörgu Elsu Turchi, bassaleikara, Tuma Árnasyni, saxófónleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, trommuleikara. Öll eru þau í framvarðarsveit íslenskrar spuna- og tilraunatónlistarsenu, hokin af reynslu eftir samstarf með alls kyns tónlistarmönnum og í alls kyns samhengi. Hér leiða þau saman hesta sína í allsherjargleðipartýspuna. MJÁ er Kandíflosdjasskvartett. Fæddur á internetinu þar sem kattamyndskeið breytast í sætindi og börn í ofurhetjur. Fyrsta plata þeirra syndir um vefinn án akkeris upplýsinga. Meðlimir hafa öll tekið þátt í góðum partýum eins og Boogie Trouble, Moses Hightower, Grísalappalísa og Kippi Kanínus. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Improv party group MJÁ consists of four great and versatile Icelandic musicians, Ingibjörg Elsa Turchi on bass, Pétur Ben on guitar, Tumi Árnason on saxophone and Magnús Trygvason Eliassen on drums. MJÁ (MEOW) is a cotton candy jazz quartet from the internet where cat videos turn into sweets and celebrities into pikachu’s. Their first album is roaming the web without name or metadata. The members have all been involved in other RVK parties such as Boogie Trouble, Moses Hightower, Grisalappalisa and Kippi Kaninus. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK

Elfa Rún og Béin þrjú: Bach, Berio & Biber

Mengi

13603349 1012209455558692 3175879100813363272 o

Hinn frábæri fiðluleikari Elfa Rún Kristinsdóttir kemur í fyrsta sinn fram í Mengi mánudagskvöldið 18. júlí og flytur þrjú mögnuð tónverk fyrir einleiksfiðlu eftir Béin þrjú: Bach, Berio og Biber. Efnisskrá: -H. I. F. Biber (1644-1704): Passacaglia í g-moll -L. Berio (1925-2003): Sequenza VII -J. S. Bach (1685-1750): Partita Nr. 1 í h-moll, BWV 1002 Allemande Double Courante Double Sarabande Double Tempo di Borea Double Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. http://www.elfarun.com/ Elfa Rún er fædd á Íslandi en stundaði nám í Þýskalandi, fyrst hjá Rainer Kussmaul í Freiburg og síðar hjá Carolin Widmann í Leipzig. Árið 2006 varð hún meðlimur sveitarinnar Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín, sem þá var nýstofnuð, og árið 2008 var hún útnefnd konsertmeistari sveitarinnar. Áhugi hennar á gamalli tónlist leiddi til þess að hún fékk inngöngu í Akademie für Alte Musik Berlin, þar sem hún kemur oft fram sem gestaeinleikari og konsertmeistari. Hún leikur reglulega á tónleikum með leiklistarívafi og á leiksýningum, meðal annars með David Marton, Nico and the Navigators og Sashe Waltz & Guests, og hún tekur jafnframt þátt í tónlistarviðburðum á borð við Stargaze. Elfa Rún Kristinsdóttir (fædd 1985) hlaut í fyrsta sinn viðurkenningu á alþjóðavettvangi árið 2006 þegar hún vann aðalverðlaunin, verðlaun áheyrenda og verðlaun fyrir að vera yngsta keppandinn í úrslitum í alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig. Sama ár hlaut hún Pro Europe Incentive-verðlaunin frá European Foundation for Culture. Hún hefur jafnframt komist í úrslit við úthlutun norsku einleikaraverðlaunanna (Den norske solistpris) og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem flytjandi ársins árið 2012. Elfa Rún var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015. /// The fantastic violinist Elfa Rún Kristinsdóttir gives her debut concert at Mengi, performing three magnificent compositions for solo violin by Bach, Biber & Berio. H. I. F. Biber (1644-1704): Passacaglia in g minor L. Berio (1925-2003): Sequenza VII J. S. Bach (1685-1750): Partita no. 1 in b minor, BWV 1002 Allemande Double Courante Double Sarabande Double Tempo di Borea Double Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK http://www.elfarun.com/ Icelandic violinist Elfa Rún Kristinsdóttir (b. 1985) first came to international prominence in 2006, when she took the Grand Prize, Audience Prize and prize for the youngest finalist in that year’s International Bach Competition in Leipzig. The same year, she was granted the Pro Europa Incentive Award by the European Foundation for Culture. Kristinsdóttir has also been a finalist for the Norwegian Soloist Prize and was nominated for Performer of the Year at the 2012 Icelandic Music Awards. After growing up in her native Iceland, her studies took Kristinsdóttir to Germany, where she studied first with Rainer Kussmaul in Freiburg, and later with Carolin Widmann in Leipzig. In 2006, she joined the newly formed Solistenensemble Kaleidoskop, based in Berlin, and became the orchestra leader in 2008. Her interest in early music led to her being noticed by Akademie für Alte Musik Berlin, where she is now a regular guest soloist and leader. She regularly performs in well choreographed concerts and theatrical productions, with collaborators including David Marton, Nico and the Navigators, and Sasha Waltz & Guests, and in musical events like Stargaze. The innovative fusion of music from previous centuries with new and experimental contemporary music makes Elfa Rún one of the most outstanding young Icelandic musicians of the day.

Sigtryggur Berg & crys cole

Mengi

13603661 1012918098821161 3525820657316265688 o

Það er okkur mikil ánægja að bjóða upp á tónleika með kanadísku hljóðlistakonunni crys cole og íslenska myndlistar- og tónlistarmanninum Sigtryggi Berg Sigmarsson, þriðjudagskvöldið 19. júlí klukkan 21 í Mengi. Tónleikarnir eru tvískiptir - tónlist Sigtryggs hljómar í fyrri hluta - að hléi loknu hljóðlist crys cole. Miðaverð: 2000 krónur crys cole er fædd árið 1976 í Winnipeg, Kanada, og hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir fíngerða og ofurnæma hljóðlist sína og hljóðinnsetningar þar sem gælt er við lágtíðni og hljóð á mörkum hins heyranlega. Hún hefur sýnt og komið fram víða um heim, í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Japan og Tælandi, hljóðlist hennar hefur verið gefin út hjá útgáfum á borð við Touch, MeGO, Black Truffle og fleiri og á meðal náinna samstarfsmanna má nefna áströlsku hljóðlistamennina Oren Ambarchi og James Rushford (Ora Clementi). Hlustunin sjálf er inntak í hljóðlist crys cole, þetta er lágvær hljóðlist sem gerir það að verkum að hlustandinn tekur að sperra eyrum og veita hljóðunum í kringum sig og inni í sér athygli, opna fyrir skilningarvitin og dvelja í núinu. Sjálf hefur crys cole sagt frá því að minningar úr bernsku hafi mótað sig, þar sem hún lá inni í tjaldi og hlustaði eftir hljóðunum, utan og innan tjaldhiminsins, sum ógreinanleg og óþekkjanleg, önnur kunnuglegri. Rýmið þar sem crys cole kemur fram hverju sinni mótar þann hljóðheim sem hún skapar í það og það skiptið, hún dregur fram hljóðin úr veggjum, stólum og borðum með kontaktmíkrófónum og umhverfið sjálft verður því beinn þátttakandi og flytjandi í verkinu sem fæðist. crys cole hefur engan formlegan tónlistarbakgrunn og kallar sig ekki tónlistarkonu, segist einfaldlega vinna með hljóðið sem uppsprettu í list sinni. Á meðal listamanna sem hún hefur unnið með auk Oren Ambarchi og Ora Clementi má nefna Keith Rowe, Lance Austin Olsen, Jamie Drouin, Mathieu Ruhlmann, Tetuzi Akiyama, Seiji Morimoto, Anthea Caddy, echo ho og Tim Olive og mörgum öðrum. https://cryscole.com/ Sigtryggur Berg Sigmarsson er myndlistar- og hljóðlistamaður og hefur ásamt Helga Þórssyni verið meðlimur Stilluppsteypu frá því hljómsveitin var stofnuð árið 1990 og hefur síðan verið í framvarðarsveit íslenskrar raftónlistar- og tilraunasenu, gefið út fjölda platna og komið víða fram. Sigtryggur nam hljóðlist við Konunglegu konservatoríuna í Den Haag í Hollandi og við Fachhochschule í Hannover, Þýskalandi, á árunum 1998 til 2004. Hann hefur auk starfa innan vébanda Stilluppsteypu gefið út nokkrar sólóplötur hjá útgáfufyrirtækjunum Trente Oiseaux, ERS, Helen Scarsdale Agency, Fire Inc. og Bottrop-Boy. Hann er einnig meðlimur rafhljómsveitarinnar Evil Madness og hefur sýnt og komið víða fram sem myndlistarmaður þar sem hann vinnur með teikningar, málverk og gjörninga. Síðustu ár hafa verið einkar gjöful á ferli listamannsins Sigtryggs sem hefur frá árinu 2013 sent frá sér á annan tug platna, geisladiska og kasetta; þar má finna samstarfsverkefni Sigtryggs við BJ Nilsen, Almar Stein Atlason, Tom Smith & Franz Graf auk fjölda sólóplatna. http://www.trampolinegallery.com/#!wazig-zien/ajmsn http://icelandicartcenter.is/people/artists/sigtryggur-berg-sigmarsson/ Interviews: http://pitchfork.com/features/the-out-door/9607-the-abstract-math-of-experimental-duos/3/ http://icelandicartcenter.is/blog/interview-with-sigtryggur-berg-sigmarsson /// We're thrilled to welcome Canadian sound artist crys cole and Icelandic artist and musician Sigtryggur Berg Sigmarsson to Mengi for a concert where they give their seperate solo acts. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK. crys cole is a Canadian sound artist working in composition, improvised performance and sound installation. Generating subtle and imperfect sounds through haptic gestures, she creates textural works that continuously retune the ear. Delicately seeking to both reveal, and obscure, the intricacy of seemingly mundane sounds and sources. She has exhibited and performed in Canada, Europe, Japan, Thailand, Australia, and the USA. In addition to her ongoing collaborations with James Rushford and Oren Ambarchi (AU). She has also worked with Keith Rowe, Lance Austin Olsen, Jamie Drouin, Mathieu Ruhlmann, Tetuzi Akiyama, Seiji Morimoto, Anthea Caddy, echo ho, Tim Olive and many more. Her work has been published on labels Black Truffle, Penultimate Press, Touch, MeGO, caduc, Bocian, Another Timbre and Infrequency editions. https://cryscole.com/ Sigtryggur Berg Sigmarsson is a visual and sound artist, founding member of Stilluppsteypa. Sigmarrson was born in Akureyri, Iceland and studied sound art at the Fachhochschule in Hannover, Germany from 1998 to 2003. Apart from being a member of Stilluppsteypa, he released a number of solo albums in early 2000s on such labels as Trente Oiseaux, ERS, Helen Scarsdale Agency, Fire Inc. and Bottrop-Boy. He is also a member of 'laptop orchestra' Evil Madness. After a long break in solo career, Sigtryggur started releasing solo records again in 2013, and already published over a dozen of albums on CDr, cassettes and LP, mostly for a reanimated Some (2) label (used to be a sub-label on defunct Fire Inc., now operating separately). Among new albums there are also collaborations with BJNilsen, Franz Graf, Tom Smith and Malneirophrenia trio in Iceland. Links: http://www.trampolinegallery.com/#!wazig-zien/ajmsn http://icelandicartcenter.is/people/artists/sigtryggur-berg-sigmarsson/ Interviews: http://pitchfork.com/features/the-out-door/9607-the-abstract-math-of-experimental-duos/3/ http://icelandicartcenter.is/blog/interview-with-sigtryggur-berg-sigmarsson

Saumur - útgáfuhóf / Saumur - a release party

Mengi

13701153 1018048344974803 3766089737152529162 o

Arve Henriksen, Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson bræða saman hljóðheima sína á undurfallegri plötu sem kemur út í júlí 2016 á vegum Mengis. Í tilefni útgáfunnar er boðið til hlustunarveislu í Mengi við Óðinsgötu 2 fimmtudagskvöldið 21. júlí klukkan 20. Teikningar eftir Söru Riel, gerðar fyrir útgáfuna verða til sýnis sem og vídeó eftir belgíska listamanninn Nicolas Kunysz. Lifandi tónlistarflutningur Hilmars Jenssonar og Skúla Sverrissonar. Platan á sérstöku útgáfuhófsverði. Léttar veigar í boði. Aðgangur ókeypis. Saumur Arve Henriksen: Trompett, söngur, rafhljóð Hilmar Jensson: Gítar Skúli Sverrisson: Bassi Öll tónlist eftir Arve Henriksen, Hilmar Jensson og Skúla Sverrisson Hljóðritað í Sundlauginni, hljóðveri í Mosfellsbæ Upptökur: Birgir Jón Birgisson Eftirvinnsla og hljóðblöndun: Skúli Sverrisson Mastering: Finnur Hákonarson Teikningar á plötuumslagi: Sara Riel Hönnun: Nicolas Kunysz Útgáfudagur: júlí 2016 Útgefandi: Mengi Saumur - hugleiðing Það er einhver heilagleiki sem umvefur mann frá fyrstu tónum Saums. Hlýtt og mjúkt teppi, ofið úr bassatónum Skúla Sverrissonar og gítarleik Hilmars Jensson og yfir því, svífandi tær söngrödd Arve Henriksen. Þetta er tónlist sem fæðist úr hlustun og þögn, ekkert er ákvarðað fyrirfram, tónlistin fær að spretta upp úr augnablikinu og því mikla trausti sem ríkir á milli tónlistarmannanna þriggja. Loftnetin opin fyrir hugmyndum á sveimi, samtali og samskiptum, kannski tala megi um ákveðið ególeysi í þessu samhengi þar sem hljóðheimar bráðna saman í eina lífræna heild. Heilagleiki sem víkur smátt og smátt fyrir annars konar kenndum, angurværð, þyngri undirtónum og óreiðu. Hér eru blæbrigðin margvísleg þar sem lagt er á djúpið og í lokin tekur við lausn, einhvers konar náð. Lagaheitin sem draga heiti sitt af ljóði Ólafar Arnalds fanga kannski kjarna þessarar reisu: Kom Þá Undan Forkun Mín Opna Blíða Náð Þeir eiga fordómaleysi og forvitni sameiginlega, þessir þrír tónlistarmenn. Allir hafa þeir drukkið í sig tónlist ólíkra heimshorna og ólíkra tíma og orðið fyrir áhrifum hvaðanæva að. Aldagamlar tónlistarhefðir austurs og vesturs í bland við framúrstefnu samtímans, hávaðatónlist, síðrokk og mínímalisma svo eitthvað sé nefnt. Áhrifin liggja víða og móta þeirra sterku og persónulegu rödd svo úr verður tónlist sem smýgur undan skilgreiningum. Tónlist sem byggir á djúpri þekkingu, þrotlausri iðkun og leit. Bassi, gítar, trompett, söngrödd og rafhljóð. Þetta eru hljóðgjafarnir sem mynda hljóðheim Saums. Hljóðfæri sem búa yfir endalausum möguleikum til umbreytinga og hamskipta; trompett umbreytist í shakuhachi-flautu, gítar verður að slagverki, bassi að afrískri kóru, mannsröddin umbreytist í rafhljóð… Hljóðfærin verða uppspretta alls kyns hljóða og óhljóða þar sem klisjurnar eru sniðgengnar og hlustandinn veit stundum ekki hvaðan hljóðin flæða. Sem gerir það að verkum að hann sperrir eyrun enn frekar; hann er staddur á leikvelli þar sem allt er mögulegt. Saumur var hljóðrituð á tveimur dögum í Sundlauginni, hljóðveri í Mosfellsbæ og á þriðja degi settust tónlistarmennirnir yfir upptökurnar og völdu úr kafla sem rata mættu inn á plötu sem lengi hafði staðið til að þessir þrír einstöku tónlistarmenn gerðu saman. Kynni þeirra og samstarf teygja sig ár og áratugi aftur í tímann, vegir Skúla og Hilmars hafa fléttast saman um langt skeið og í kringum árið 2000 hófust kynni Hilmars, Skúla og Arve. Tæpum fimmtán árum síðar gafst tóm til að halda í hljóðver. Birgir Jón Birgisson sá um upptökur, Skúli Sverrisson um hljóðblöndun og eftirvinnslu og Finnur Hákonarson um masteringu. Um sjónræna umgjörð sáu Sara Riel, myndlistarmaður og Nicolas Kunysz, hönnuður. Líkt og með aðrar plötur Mengis mynda útlit og innihald órofa heild þar sem myndlistin er í samtali við tónlistina, styður ekki einungis við heldur ljær henni nýja dýpt og merkingu. Saumur kemur út í júlí 2016 hjá Mengi. Það er von okkar að hún fái að rata sem víðast. Elísabet Indra Ragnarsdóttir /// A celebration of the latest release of Mengi: Saumur by musicians Arve Henriksen, Hilmar Jensson and Skúli Sverrisson. Drawings by Sara Riel exhibited. Videos by Nicolas Kunysz. Live music with Hilmar Jensson and Skúli Sverrisson. Starts at 8pm. Free entrance. Saumur Arve Henriksen: Trumpet, voice, electronics Hilmar Jensson: Guitar Skúli Sverrisson: Bass Music by Arve Henriksen, Hilmar Jensson and Skúli Sverrisson Recorded by Birgir Jón Birgisson at Sundlaugin, Studio. Mixed by Skúli Sverrisson Mastered by Finnur Hákonarson Drawings by Sara Riel Design by Nicolas Kunysz Release date: July, 2016 Published by Mengi Saumur There is somewhat a spiritual and sacred atmosphere that meets the listener in the beginning of Saumur. Underneath a warm and soft carpet, weaved from Skúli Sverrisson’s bass and Hilmar Jensson’s guitar and above it, the otherworldly falsetto voice of Arve Henriksen. Music born from silence where nothing is decided beforehand; the music is allowed to evolve from the now and the moment. Improvisation that would hardly happen if it weren’t for the great trust that these three musicians have towards each other. Their antennas open for ideas and gestures, different sound-worlds melt together into one organic whole. Music without ego perhaps. The sacred atmosphere is gradually taken over by different kind of emotions, melancholic tranquility, deep undercurrent and chaos. The broad palette takes us through a journey, down to the deep and in the end, to some kind of resolution or grace. The songs’ titles are based on a poem by musician Ólöf Arnalds that perhaps implicate the journey that the listener is invited to enter. Unprejudiced and curious approach towards music is one of the links that connect these three musicians. They’ve all been inspired by music from all over the world, ancient and new; music based in classical traditions of many continents along with experimental music of our time, noise, drone, electronica, post-rock, minimalism to name but few of the inspirations. Their sources come from all over and mold their strong, distinctive voices that can not be defined or labelled. Music based on deep knowledge, continuous practice and relentless search. Bass, guitar, trumpet, voice, electronics. These are the instruments that create the sound world of Saumur. Instruments that possess endless possibilities of transformation and change, trumpet turns into a shakuhachi, guitar becomes a percussion, bass transforms into an African cora, the human voice reminds one of electronic sounds…The instruments become sources for all kinds of sounds where cliches are abandoned and the listener sometimes doesn’t know from where the sound flows. So he listens deeper, he has entered a playground where everything is possible. Saumur was recorded in two days in Sundlaugin, Studio and on the third day the musicians sat down in order to choose moments and movements that would create the world that has become this record. With a long history of playing together within different context and bands they’ve dreamed of making a trio album for a long time. Finally the time has come. Saumur was recorded by Birgir Jón Birgisson, edited and mixed by Skúli Sverrisson and mastered by Finnur Hákonarson. Drawings by Sara Riel, visual artist and design by Nicolas Kunysz. As with other albums of Mengi label, the outer and inner content make one, unseparable whole where the visuals give the music deeper meaning. Saumur will be released by Mengi in July, 2016. We do hope this precious album will be enjoyed by many. Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Heidatrubador

Mengi

13522693 1008917919221179 5099693099311483734 o

Heidatrubador er listamannsnafn Heiðu Eiríksdóttur sem gerir jafnt lágstemmt þjóðlaga-kántrí-popp og framúrstefnulega tilrauna-hljóðatónlist undir þessu nafni. Í rauninni varð Heidatrubador til árið 1989 í Marseille þegar hún fór að koma fram ein með kassagítar í fyrsta sinn, en nafnið og listamaðurinn fékk að liggja í dvala í áraraðir meðan Heiða sinnti hljómsveitum á borð við Unun, Heiðingjarnir, Dys og Hellvar. Nú er Heidatrubador vöknuð og er tvíein í kassagítartónum og háværum hljóðagjörningum. Markmiðið með því að nota eitt og sama nafnið fyrir tvö mismunandi tónlistarverkefni er að rugla fólk í ríminu, því það er allt of auðlifað í heiminum í dag. Það vantar alla hættu í líf fólks sem stendur frammi fyrir erfiðustu ákvörðunum sínum að kvöldi dags við frystiborðið í stórmarkaðinum. Út er komin kassettan Third-Eye Slide-Show með tilraunahlið Heidatrubador og síðar á árinu er væntanleg lágstemmda þjóðlagaplatan Fast sem er enn í vinnslu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur /// Heidatrubador is the artistic name of Heiða Eiríksdóttir who makes both lo-fi folk-country-pop and avant-garde experimental noise under this alias. In fact Heidatrubador was born in Marseille in 1989 when she started performing alone with a folk-guitar, but the artist was put on ice for years and years to come while she spent her time on bands like Unun, Heiðingjarnir, Dys and Hellvar. Now Heidatrubador has resurfaced and is twofold-alone in folk-guitar-tones and noisy performances alike. The goal with using one and the same name for two different projects is to confuse people, whose lives have become too simple. There a serious lack of danger in our lives today, where perhaps the hardest decision of the day is made in front of the frozen foods in the supermarket. Heidatrubador just released the cassette Third-Eye Slide-Show with the experimental side, and later this year the album Fast will come out, still in progress now. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK