Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Upp rís úr rafinu

Mengi

11700989 791177814328525 3896332170102975756 o

Tónlistarviðburðurinn Upp rís úr rafinu verður haldinn í þriðja skiptið þann 21. ágúst í Mengi, en þessi tónleikaröð hóf göngu sína árið 2013. Áhersla er lögð á ung tónskáld sem vinna með mismunandi snertifleti raftónlistar, bæði í bland við akústísk hljóðfæri eða án. Í ár er nokkur áhersla lögð á tilraunakennd rafhljóðfæri. Tónskáldin sem taka þátt í ár eru: James Black, Hlöðver Sigurðsson, Ingi Garðar Erlendsson og Þráinn Hjálmarsson, Sigrún Jónsdóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 kr. --- The music event Upp rís úr rafinu will be held for the third time in Mengi on the 21st of August, but it has been held annually since 2013. The focus of the event is music by young composers exploring electronic music, with or without acoustic instruments. This year’s event will have a special emphasis on new experimental instruments. The composers featured are: James Black, Hlöðver Sigurðsson, Ingi Garðar Erlendsson og Þráinn Hjálmarsson, Sigrún Jónsdóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir. The concert starts at 21:00 and entry is 2000 ISK.

MENNINGARSTUNDIN: Kolbeinn Hugi

Mengi

11755429 790355627744077 6836083738502889622 n

Our dear guest for MENNINGARSTUNDIN (the Culture Hour) is the artist Kolbeinn Hugi. He will take over Mengi with a brand new performance, starting at 18:00 and lasting up to four hours. Kolbeinn has recently studied with Edgar Cayce in the informal setting of dream state trances established by the great sleeping medium after his death in 1945. There, he absorbed the acute sensibility to time and space associated with Cayce’s phantom sculptures as set up in his Astral Pavillion. Kolbeinn’s work is simple work that doesn’t need an explanation and aims for the heart, not for the head. There is no admission fee. /// Gestur okkar í MENNINGARSTUNDINNI á Menningarnótt verður listamaðurinn Kolbeinn Hugi. Hann ætlar að leggja Mengi undir sig með frumflutning á nýjum gjörningi sem hefst kl. 18 og stendur yfir í allt að fjóra tima. Kolbeinn lærði nýlega hjá Edgar Cayce í hinum óformlegu aðstæðum draumtransa. Þar hellti hann sér út í notkun skarpskyggnis á tima og rúmi, líkt og finna má í draugskúlptúrum Edgar Cayceí Stjarnskála hans. Annars eru verk Kolbeins skýr og engar útskýringar nauðsynlegar. Þau tala til hjartans, en ekki heilans. Aðgangur ókeypis.

Lilman

Mengi

Lilman (Rebecca Bruton) is a violinist, vocalist and composer from Treaty 7 Territory (Calgary, Alberta. Canada). She works primarily within the realm of Free or Wyrd folk, combining a strongly traditionalist approach to folksong with noise, avant-garde and free-improv sensibilities. As a composer for strings, Lilman seeks to emphasize the physical materials of her instruments. She relies heavily on extended techniques that allow listeners to hear wood, horsehair and steel, while providing just enough harmonic structure to support the emotionally-oriented lyrical content of each piece. As a lyricist, Lilman is interested in romantic and pastoral myths of ‘wildness,’ and how these myths take form in migratory song practices of the Old and New worlds. Much of her original lyrical content has been culled from legends on early 20th-century topographical maps of Alberta, and these words have been arranged into minimalist poetic statements. At Mengi on August 27th, Lilman will present a programme of solo music for voice and violin. She will perform original songs, violin improvisations, and simple electro-acoustic experimentations. Entrance fee 2000 kr // Lilman er fiðluleikari, söngvari og tónskáld frá Treaty 7 Territory (Calgary, Alberta, Canada). Tónlist hennar má flokka sem Free eða Wyrd Folk, þar sem hún tvinnar saman sterkum þjóðlagahefðum og óhljóðalist, framúrstefnu og frjálsum spuna. Þegar hún vinnur með strengi í útsetningum og tónsmíðum sínum, tengir hún þær við efnisleika hljóðfæranna sjálfra. Notast við framúrstefnulega tækni, sem bjóða áheyrendum í hljóðheim viðarins, hrosshára fiðlubogans og stáls strengjanna, og leggur þannig grundvöll fyrir tilfinningaleg átök ljóðanna í hverju verki fyrir sig. Sem ljóðskáld er Lilman hrifin af hinum sveitarómantísku mýtum óbyggða og auðna, og hvernig fortiðin og nútíðin tengjast í gegnum þær. Í textum sínum vinnur hún einnig með kortafræði og örnefni og útsetur á mínímalískan hátt. Í Mengi mun Lilman spila sólómúsík fyrir rödd og fiðlu, frumsamið efni auk þess sem hún spinnur finan tónvef á mörkum akústík og raftónlistar. Miðaverð 2000 kr

Lilman

Mengi

Lilman

Lilman (Rebecca Bruton) is a violinist, vocalist and composer from Treaty 7 Territory (Calgary, Alberta. Canada). She works primarily within the realm of Free or Wyrd folk, combining a strongly traditionalist approach to folksong with noise, avant-garde and free-improv sensibilities.

Jónas Sen

Mengi

Avatars 000039678150 3wsgzd t500x500

Pianist and keyboardist Jónas Sen is performing at Mengi.

Jónas Sen

Mengi

11935017 796928913753415 4953211286659912278 n

Jónas Sen has an MA degree in Music Performance Studies from the City University in London. He also has an MA degree in Arts Managements from the University of Bifröst. He was additionally educated in Reykjavík and subsequently in Paris where he studied privately with the pianist Monique Deschaussées. Jónas is a composer, pianist, music arranger, critic and TV host. He was the keyboard player in Björk’s band on her world tours in 2007 and 2008. More recently he has been a guest performer in several of Björk’s Biophilia shows. Björk and Jónas arranged all the Biophilia songs for keyboard instruments, which was released on the iPad and iPhone versions of Biophilia. Jónas has composed music for some of Gabríela Friðriksdóttir’s videos. He has also hosted many TV programs about music in Iceland. These include 12 programs about Icelandic instrumentalists (Tíu fingur), broadcast in 2006 and eight programs about Icelandic singers (Átta raddir), which were broadcast in 2011. His latest TV programs (Tónspor) featured composers and choreographers and were a joint venture of The Reykjavik Arts Festival and the Icelandic Broadcasting Corporation. Tickets 2000 ISK /// Jónas Sen er með meistaragráðu í tónlistarfræðum frá tónlistardeild City University í London. Hann er einnig með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hann er auk þess með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam líka píanóleik hjá Monique Deschaussées í París. Jónas hefur verið tónlistargagnrýnandi við Fréttablaðið síðan árið 2010. Hann hefur skrifað fjölda greina um tónlist fyrir ýmis önnur dagblöð og tímarit – Pressuna, Eintak, Morgunpóstinn, Alþýðublaðið, DV, Morgunblaðið, Mannlíf og Tímarit Máls og menningar. Jónas hefur starfað mikið með Björk Guðmundsdóttur. Hann var hljómborðsleikarinn á tónleikaferðalagi Bjarkar um heiminn á árunum 2007 og 2008. Hann var einnig hljóðfæraleikari á hluta af nýafstöðnu tónleikaferðalagi Bjarkar sem hún efndi til í kjölfar síðustu plötu sinnar, Biophiliu. Jónas hefur, í samstarfi við Björk, útsett og umritað fjölda laga hennar fyrir hljómborðshljóðfæri. Þar á meðal eru útsetningar hans og Bjarkar á lögunum á Biophiliu sem er að finna á iPad og iPhone útgáfu plötunnar. Jónas hefur samið tónlist fyrir leikhús. Hann samdi tónlist við leikverk Gabrielu Friðriksdóttur, The Black Spider, sem sýnt var í Zurich 2008. Ennfremur samdi hann tónlist ásamt Valdimar Jóhannssyni fyrir H, an Incident, sem var frumsýnt í Brussel 2013. Jónas og Valdimar sömdu tónlist fyrir sýningu Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Svartar fjaðrir, sem var opnunarsviðsverk Listahátíðar í Þjóðleikhúsinu í maí 2015. Þeir voru tilnefndir til Grímuverðlaunanna fyrir tónlistina. Þrjár sjónvarpsþáttaraðir sem Jónas hefur stjórnað fyrir RÚV hafa allar hlotið tilnefningu til Edduverðlaunanna. Þetta eru Tíu fingur, Átta raddir og Tónspor. Hann vinnur nú að fjórðu þáttaröð sinni fyrir RÚV. Hún verður sýnd í sjónvarpinu haustið 2015. Jónas semur mikið raftónlist og hefur áður leikið hana á Extreme Chill hátíðinni og á Airwaves. Hann mun koma fram á báðum hátíðunum í ár. Jónas er kennari í píanóleik við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Miðaverð 2000 kr

Áki Ásgeirsson

Mengi

905785 787327001380273 3090347949014970054 o

Áki Ásgeirsson Raftónlist / Electronic Music Efnisskrá: 290° fyrir rafstýrðar flugvélabremsuskálar 241° raftónlist gerð með ljósmyndum frá Fönfirði við Scoresbysund 313° fyrir tvær túbur, steina, rödd og sínusgjafa (endurútsetning 2015) 264° fyrir rödd, reykvél og MIDI stýranlegt orgel 240° fyrir rödd og tölvu 296° fyrir reiðhjól og rafhljóð / Program: 290° for electronically controlled airplane brake drums 241° Electronic music generated with images from Föhnfjord, Scoresby Sund. 313° for two tubas, lava stones, voice and sine generators (re-arrangement 2015) 264° for voice, smoke machine and midi controlled organ 240° for voice and computer 296° for bicycle and electronics Áki Ásgeirsson (1975) er frá Garði, Rosmhvalanesi. Hann hefur samið tónlist til lifandi flutnings, raftónlist, gagnvirkar innsetningar og vídeó / Áki Ásgeirsson (1975) is from Garður, Rosmhvalanes, Iceland. He has composed music for live performance, electronic music, interactive installations and video. Miðaverð 2000 kr / Entrance fee 2000 ISK

Áki Ásgeirsson

Mengi

Aki asgeirsson

Áki Ásgeirsson (1975) is from Garður, Rosmhvalanes, Iceland. He has composed music for live performance, electronic music, interactive installations and video.

A Thousand Ancestors - Eivind Opsvik & Michelle Arcila

Mengi

11722658 786488061464167 5757619906777500285 o

Eivind Opsvik - Upright Bass Michelle Arcila - Photography/Video A Thousand Ancestors is the culmination of a long-standing collaboration between photographer Michelle Arcila and musician/bassist Eivind Opsvik which synthesize the strong influence of visual imagery on music, and vice versa. Hailing from Costa Rica and Norway, two different countries with distinct cultural traditions and folklore, A Thousand Ancestors is an exploration of family history and the continuing influence of ancestral narratives on the present generation. In late 2014 they released the project as a limited edition box set (numbered edition of 500) designed by Espen Friberg containing a ten-track vinyl LP (plus a CD and download card), ten photographic prints, each of which correspond to a track on the record, and a poster. It was released by the Brooklyn based record label; Loyal Label. The artists aim to slow time for the observer, and allow him/her to perhaps uncover distant, buried memories of their own during the encounter. A beautiful example of this can be experienced in “A Strange Gratitude”-- the second track and print on A Thousand Ancestors pairs a steady, escalating tension of bass strings with a slightly ominous, dreamlike image of two silver-haired figures obscured by a thin veil of dying tree branches in the foreground, hazy snow-covered mountains stretching behind. The live version of the project features a projection of Michelle's photography and video work, with Eivind performing solo on upright bass and electronics. New York Times: "The art photographer Michelle Arcila and the bassist Eivind Opsvik share an aesthetic of haunting introspection, and the desire to seek out beauty in austerity. “A Thousand Ancestors,” released in an edition of 500 on Loyal Label, is an interdisciplinary duet: atmospheric miniatures, each presented with a corresponding image. Mr. Opsvik made all the music himself, overdubbing acoustic bass, lap steel guitar, electric organ and percussion. Ms. Arcila’s pieces range from a graveside still life to thwarted portraits in which faces are obscured by foliage. The package includes an LP and 10 photographic prints, encouraging a tactile, track-by-track experience: a film in fragments, or maybe a high-concept slide show with no projector. Whatever you call it, there’s reason to hope for more like this " Michelle Arcila has been described as “ a storyteller who uses very few words ”. Arcila was born in New York and has a BFA in photography from the School of Visual Arts. Her images have been exhibited at international venues, including Maison d’Art Bernard Anthonioz in Paris, the National Arts Club, and Jen Bekman Gallery in New York City. She has also photographed and served as art director for several album covers. Publications featuring Arcila’s work include Vogue Korea, Time Out NY, Metro Pop, Les Inrockuptibles and DownBeat. Her work appears in a number of private collections. She currently works in Brooklyn, Norway, and Costa Rica. Eivind Opsvik is a Norwegian bassist/musician living in New York. His main projects are his band Overseas, the instrumental chamber-pop duo Opsvik & Jennings, and his solo music, which appears on ‘A Thousand Ancestors’. Opsvik also mixes, composes and produces music, and runs the Loyal Label record label. He played his first solo show at the Copenhagen Jazz Festival in 2008 and has also performed solo at the Kennedy Center in Washington DC . Opsvik has performed internationally in the bands of Paul Motian, Anthony Braxton, Tony Malaby, David Binney, Kris Davis and Nate Wooley, and collaborated with Bill Frisell, Brian Blade, Martha Wainwright, Daedelus, Paal Nilssen-Love, and Craig Taborn, among others. Downbeat magazine had this to say about his previous release, Overseas IV; "Eivind Opsvik's new opus belongs to a unique musical universe...” http://www.loyallabel.com/A_Thousand_Ancestors/index.html https://youtu.be/c66soLmJTEk https://youtu.be/jpZk9LiI3JI http://www.michellearcila.net/ http://eivindopsvik.com/

Eivind Opsvik

Mengi

Eivind opsvik

Eivind Opsvik is joined by photographer Michella Arila  at Mengi to bring you an audiovisual experience that’ll blow your mind. Have a seat for this one.

Duo Svanni

Mengi

11838928 790395857740054 6218641283391604638 o

Duo Svanni plays the Icelandic traditional instrument, ‚langspil‘, performing their own arrangements of Icelandic folk songs and psalms. The instrument ‚langspil‘ is not common in the Icelandic music scene, but the sound of it is very well suited to our folk melodies. The instrument is played using a bow, a stick or by simply plucking the strings. Hildur Wågsjö Heimisdóttir and Júlía Traustadóttir Kondrup met in 2004, when they were studying music at Reykjavik College of Music, Hildur as a cellist and Júlía as a violinist and singer. In 2012 they formed Langspilsfjelag Íslenska Lýðveldisins, now Duo Svanni. Since 2012 they have performed in various places in Iceland. They received a grant from Ýlir, music fund of Harpa for young people, and subsequently performed in Harpa Music Hall in August 2013. In the same year, they travelled to Denmark, where they performed and lectured at the music conservatories of Århus and Esbjerg. In 2015, Duo Svanni‘s debut CD was released, featuring Icelandic folk songs. www.facebook.com/duosvanni Tickets are 2.000 krónur and will be sold at the door. /// Duo Svanni leikur á langspil og syngur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum. Dúettinn skipa þær Júlía Traustadóttir Kondrup og Hildur Wågsjö Heimisdóttir. Langspil er nokkuð sjaldgæf sjón í íslensku tónlistarlífi, en það er íslenskt þjóðlagahljóðfæri sem leikið er á með boga, slegið með hamri eða plokkað Hildur Wågsjö Heimisdóttir og Júlía Traustadóttir Kondrup kynntust á unglingsaldri árið 2004 þegar þær stunduðu klassískt tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Hildur sem sellóleikari og Júlía sem fiðluleikari og söngkona. Árið 2012 hófu þær samstarf sitt á nýjum grundvelli og stofnuðu Langspilsfjelag Íslenzka Lýðveldisins, sem nú heitir Duo Svanni Síðan 2012 hafa þær víða komið við. Þær hafa haldið tónleika víða um land og hlutu styrk frá Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, til að halda tónleika í Hörpu árið 2013. Einnig hafa þær farið með langspilið til Danmerkur, þar sem þær héldu fyrirlestra og tónleika við tónlistarháskólana í Árósum og Esbjerg Árið 2015 kom út fyrsti diskur Duo Svanna, sem inniheldur íslensk þjóðlög. www.facebook.com/duosvanni Miðaverð er 2.000 krónur.

Duo Svanni

Mengi

Duo svanni

Blending traditional Icelandic music traditions with modern folk music, Duo Svanni and their langspil instruments will be sure to impress you when the play Mengi.

Óskar Guðjónsson & Ife Tolentino

Mengi

11878886 797297607049879 6871777381866668545 o

The Brazilian singer and guitar player Ife Tolentino is coming to Iceland for the 13th year in a row to play with Óskar Guðjónsson saxophone player at Mengi. Their paths first crossed in London when Óskar was living there. One of Óskar´s goals was to get to know a Brazilian guitar player and singer to study the beautiful art which these wonderfully warm people have given the world. Bossa Nova and Samba are the two most well known of the complex styles of music which Ife and Óskar will be playing. One could say that this was love at first note. The cd VOCÊ PASSOU AQUI is the product of Ife and Óskars friendship. Ife´s silky smooth voice and complete immersion in the music along with Óskar´s unique saxophone playing is guaranteed to move you. In Ife´s words “This project actually started 13 years ago without our even realizing it the first time I met Óskar in London. It was as if we had been playing together for years and he knew all about the groove and soul of Brazilian music yet in such a way that he added something very special to it. Two years later I was in Iceland playing with Óskar and other Icelandic musicians. The feeling grew even stronger. I had found a new way of playing the music that I love”. /// Brazilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino kemur nú til Íslands 13. árið í röð til að leika með Óskar Gujónssyni saxofónleikara í Mengi. Leiðir þeirra lágu saman í London er Óskar var búsettur þar. Eitt af markmiðum Óskars var að kynnast brazilískum gítarleikara og söngvara til að nema þá fögru list sem þetta einstaklega hjartalýja fólk hefur gefið umheiminum. Bossa Nova og Samba eru bara þekktustu stílar þessa margslungna tónlistarstíls sem Ife og Óskar munu leika. Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrsta tón. Vinátta Ife og Óskars hefur gefið af sér geisladiskinn VOCÊ PASSOU AQUI. Ætti silkimjúkur söngur og innlifun Ife ásamt einstökum saxafónhljóm Óskars að láta engan ósnortinn. Með orðum Ife "Í raun hófst þetta verkefni fyrir 13 árum án okkar vitundar þegar ég hitti Óskar í fyrsta skipti í London. Það var eins og við hefðum spilað saman í mörg ár og að hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveim árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfiningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska."

Eva Ingolf & David Morneau

Mengi

11950219 797889446990695 6837598408933207471 o

Welcome to an evening of exciting new music, composed especially for the violinist Eva Ingolf who performs on her electric violin together with the composer David Morneau on laptop. The program consists of music by Eva Ingolf, David Morneau, Mark Hagerty and Rain Worthington, some of which will be premiered in Mengi along with videos by Nicole Anteby and Rakel Steinarsdottir. Eva Ingolf is a well known Icelandic violinist particularly recognized for her authoritative performances of solo works by J. S. Bach. She comes from a leading musical family and her father, Ingólfur Guðbrandsson, premiered many of the great choral works in Iceland. Eva Ingolf currently lives in New York City. After studying at the Conservatory of Reykjavík for 6 years, Eva left Iceland to study with some of Europe’s finest violin pedagogues. Her playing has been greatly influenced by the spirit of the Russian and East-European violin schools. At the Royal Conservatory of Brussels, she was a student of Prof. Leon-Ara, followed by studies with Prof. Corrado Romano at the Conservatory of Geneva and Prof. Istvan Parkanyi at the Sweelink Conservatory in Amsterdam. During these years she won many awards, as well as scholarships to study with world renowned pedagogues such as Stephan Gheorghiu, Victor Pikaizen, Zachar Bron and Tibor Varga. Throughout her career, Eva has given numerous solo recitals in well-known concert halls in Iceland, Japan, United States, Russia and Europe, including regularly at the Hall at Carnegie Hall, the Trinity Church in New York City and the Corcoran Gallery of Art in Washington D.C., receiving high acclaim from music critics as well as the general public. She has released two highly-regarded CDs on the Japis label. Eva has also recorded for the Icelandic State Radio. In 1995-1996, she undertook studies in composition, conducting and orchestration at Harvard University. -David Morneau is a composer of an entirely undecided genre. His eclectic output includes Love Songs, an album of hybrid pop/art songs that combine Shakespeare’s Sonnets with contemporary poetry, 60x365, a year-long podcast project for which he composed a new one-minute piece every day and Broken Memory, an album of noisy drones and beats extracted from a vintage Nintendo Gameboy. -Mark Hagerty is an award-winning, highly individualistic American composer who pursued classical training as an instrumentalist, singer, and composer, and then determined his own path, outside of any tradition or institution. He has developed two practices—one that extends pre-classical forms, and one that sets all traditions aside in favor of more extreme forms and modes of expression. He strives for a deep connection with performers and listeners, and his music has found enthusiastic audiences internationally and across the US. He is currently working in larger forms and exploring the melding of sound sculpture with more intimate musical expression. -Rain Worthington has a distinct voice within the field of contemporary music. As music journalist, Bob Briggs, noted, “... she writes music which speaks to the senses, is packed with real emotion and, most important of all in contemporary music, really communicates.” World music, minimalism and romanticism have influenced Worthington’s compositional style. Her music has been performed in a wide variety of venues from loft performance spaces and dance clubs in New York City, to orchestra recordings in Eastern Europe and chamber concerts in Spain, Belgium, Italy, Brazil, Iceland, and India. Rain Worthington’s evocative work is nuanced, delicate, passionate and transporting. Her music takes “...ideas of American musical style to a new place – like a walk in a familiar, yet very different park... And isn't afraid to come up with its own startling conclusions.” (Kyle Gann, Chamber Music magazine) Her music is released on CDBaby, North/South Recordings, and Navona Records. Admission 2000 ISK. The concert starts at 9:00pm. We look forward to see you! /// Fiðluleikarinn Eva Mjöll Ingólfsdóttir og raftónlistarmaðurinn og tónskáldið David Morneau flytja splunkunýja tónlist fyrir rafmagnsfiðlu og raftónlist auk þess sem sýndar verða vídeóinnsetningar eftir Nicole Anteby og Rakel Steinarsdóttur. Öll tónlistin á efnisskrá kvöldsins er samin sérstaklega fyrir Evu Mjöll en tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Mark Hagerty og Rain Worthington auk Evu Mjallar og David Morneau. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Við hlökkum til að sjá þig.

Eva Ingó

Mengi

Eva ingolf

Renowned violinist Eva Ingolf will be playing Mengi, showcasing the musical skills she scoured the world to acquire. Having played concert halls all over the world, she returns home now to show Iceland what good violin music sounds like.

Stilla Chamber Group

Mengi

12004126 806545342791772 3634512031990315528 n

String quartet The Stilla Chamber Group will be playing recent compositions by guitarist and composer Hallvarður Ásgeirsson at Mengi

The Chamber Group Stilla and Hallvarður Ásgeirsson / Kammerhópurinn Stilla og Hallvarður Ásgeirsson

Mengi

12004126 806545342791772 3634512031990315528 n

Welcome to a night in Mengi where we will hear new pieces by the guitarist and composer Hallvarður Ásgeirsson, performed by the composer himself and the chamber group Stilla (founded in 2011). A brand new string quartet along with recent compositions by Hallvarður. The members of the chamber group Stilla are Sigrún Harðardóttir, Margrét Soffía Einarsdóttir, Þórunn Harðardóttir & Gréta Rún Snorradóttir. /// Kammerhópurinn Stilla og tónskáldið og gítarleikarinn Hallvarður Ásgeirsson eiga stefnumót á tónleikum í Mengi þar sem fluttur verður nýr strengjakvartett og önnur nýleg verk eftir Hallvarð. Kammerhópurinn Stilla var stofnaður árið 2011 og er skipaður fjórum strengjaleikurum. Efnisskrá hópsins er fjölbreytt og hefur hópurinn spilað tónlist af öllum stærðum og gerðum við hin ýmsu tilefni. Meðlimir hópsins eru Sigrún Harðardóttir, Margrét Soffía Einarsdóttir, Þórunn Harðardóttir og Gréta Rún Snorradóttir. EFNISSKRÁ 1. Paradoxx XII 2. Miniature #1 3. Paradoxx XIV 4. Spectral #1 5. Hreint Hjarta 6. Skyboxx ca 7. Seasons in black/ 1 milljón sólir 6"

Magnús Trygvason Eliassen & Daníel Friðrik Böðvarsson

Mengi

11009955 807213666058273 4046234171413274318 n

Meet partners in crime, Magnús Tyggvason Eliassen & Daníel Friðrik Böðvarsson. Together they will take us into unknown territories where anything and everything can happen. A drummer of countless bands in the Icelandic music scene, the prolific Magnus Tryggvason Eliassen is currently best known as the drummer of the jazz quartet ADHD and the band Moses Hightower where he is a founding member. Among other bands and musicians he has played with are Amiina, Sin Fang, Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Snorri Helgason, Kristjana Stefánsdóttir, múm and Sigurður Flosason to name but few. The great guitarist Daníel Friðrik Böðvarsson is also a member of Moses Hightower. He has been working in the Berlin music scene for the past few years. He has performed with Greg Cohen, John Hollenbeck, Shahzad Ismaily, Max Andrzejewski and many Icelandic bands. He has performed in Mengi on several occasions. The performance starts at 9:00pm. Admission: 2000ISK. We look forward to seeing you. /// Félagarnir Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari bjóða til óvissuferðar að hætti hússins þar sem allt getur gerst. Magnús Tryggvason Eliassen er á meðal eftirsóttustu trommuleikara landsins, hann er meðlimur í ADHD og Moses Hightower en spilar að auki reglulega með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna, þeirra á meðal Amiinu, Sin Fang, Skúla Sverrissyni, Kippa kanínus, Seabear, Borko, Mr. Silla, Ólöfu Arnalds og fleirum. Daníel Friðrik Böðvarsson, gítarleikari, er meðlimur í Moses Hightower en hefur að auki tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og spilað með fjölda tónlistarmanna, hérlendis og erlendis, má þar nefna Greg Cohen, John Hollenbeck, Shahzad Ismaily, Max Andrzejewski auk fjölmargra annarra.

Barnatónleikar amiinu / amiina's children's concert

Mengi

11070433 807269242719382 1766780243148009310 o

Undanfarin ár hefur sveitin amiina heillast af skuggahreyfimyndum hinnar einstæðu Lotte Reiniger (1899-1981) og samið tónlist við nokkrar af ævintýramyndum hennar. amiina hefur gert víðreist í tengslum við þetta verkefni, haldið kvikmyndatónleika í Ástralíu, Singapore og víða í Evrópu og nú er komið að Reykjavík. Á tónleikunum gefst færi á að sjá þrjár myndir Reiniger við lifandi undirleik Amiinu, myndirnar eru Öskubuska, Aladdín og Þumalína. Við vekjum athygli á því að bætt hefur verið tónleikum. Þeir fyrri hefjast klukkan 14:30 og þeir seinni klukkan 16:00. Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur en ókeypis er fyrir börn, 13 ára og yngri. /// The members of the band amiina have for recent years been fascinated by the wonderful silhouette animation of the late Lotte Reiniger (1899-1981) and have composed new soundtracks to several of her animation, most of which are based on well known adventures. Initially commissioned to compose music to two of Reiniger's films by the Branchage Film Festival in 2009, amiina has since composed soundtracks to three more and performed the music in Australia, Singapore and in Europe. In Mengi they will perform soundtracks to three of Reiniger's animation: Cinderella, Thumbelina and Aladin. Children of all ages are especially welcome. Concerts start at 14:30 and 16:00. Admission: 2000 ISK. Free of charge for children, 13 years and younger.

Ragga Gröndal & Guðmundur Pétursson

Mengi

11227975 809062145873425 136589062899583610 o

We are happy to welcome back Guðmundur Pétursson (guitarist, composer) and Ragga Gröndal (singer, songwriter, pianist) to Mengi. They gave a thrilling concert last spring where they performed songs that explored solitude and lonesomeness. They promise another evening of intimacy with their own songs combined with some classical standards from Duke Ellington and Scott Walker to name but few. Entrance fee 2000 krónur. Links: www.facebook.com/rgrondal www.youtube.com/raggagrondal https://www.facebook.com/pages/Guðmundur-Pétursson/60894372587 https://www.youtube.com/user/gumip/videos /// Við bjóðum tónlistarhjónin Guðmundur Pétursson og Ragnheiði Gröndal hjartanlega velkomin í Mengi á ný. Síðastliðið vor héldu þau dásamlega tónleika þar sem þau fluttu efnisskrá sem tileinkuð var einveru og einsemd, þau halda sig á þeim slóðum á tónleikum kvöldsins með eigin tónlist í bland við klassíska standarda úr smiðju Duke Ellington og Scott Walker svo einhverjir séu nefndir. Miðaverð er 2000 krónur. Links: www.facebook.com/rgrondal www.youtube.com/raggagrondal https://www.facebook.com/pages/Guðmundur-Pétursson/60894372587 https://www.youtube.com/user/gumip/videos

Íbbagoggur

Mengi

12002478 808093829303590 7534356877349285672 o

Föstudaginn 18. september mun listamaðurinn Íbbagoggur (Héðinn Finnsson) halda upp á útgáfu geisladisks og sjötommu plötu með kvikmyndasýningu í listamannarýminu Mengi, Óðinsgötu. Sýnd verða myndbandsverkin Stutt stutt stutt langt langt langt stutt stutt stutt og Þrjár hvítar línur. Fyrra verkið var unnið sem verkefni í Listaháskóla Íslands hvaðan Íbbagoggur útskrifaðist árið 2013. Seinna verkið hefur aldrei verið sýnt í opinberu rými áður. Íbbagoggur vinnur öllu jafna með penna á pappír. Hann hefur gefið út nokkrar myndasögur og haldið sýningar á teikningum sínum. Einsog áður sagði ætlar listamaðurinn einnig að fagna útgáfu á geisladisk með þremur tónverkum, sjötommu og prentverk sem fæst keypt á atburðinum. Aðgangseyrir eru 2000 krónur. Kvikmyndasýningin hefst klukkan 21:00 Við hlökkum til að sjá þig. /// On Friday, September 18, the artist Íbbagoggur (Héðinn Finnsson) , will celebrate a publication of his new CD and a 7 inch record. The celebration will take place in Mengi where Íbbagoggur will exhibit some of his video art; the pieces Short short short long long long short short short & Three white lines. The latter has never been exhibited before but the former piece was created in the Icelandic Art University from where Íbbagoggur graduated in 2013. Admission: 2000. The performance starts at 21:00. Looking forward to seeing you.

Benni Hemm Hemm & Nicola Atkinson

Mengi

11951429 809846275795012 2691976632541884706 o

A bunch of artists meet up to experiment with the latest instrument in town - porcelain bowls made by the Scottish artist Nicola Atkinson. The bowls are of varied size and irregular in shape, each and every one has its own character and sound. And anything can happen! NO MANNERS is a collaborative project between musician Benni Hemm Hemm and visual artist Nicola Atkinson, the creative director of the highly respected NADFLY in Glasgow. Both were interested in exploring the sonic possibilities of Atkinson's bowls; the event at Mengi is the first opportunity to experience what happens when a group of artists improvise with this curious instrument. No one knows what will happen, but hopefully it will be civilized, despite the lack of manners. Participants: Guðmundur Steinn Gunnarsson Páll Ivan Pálsson Kristín Anna Valtýsdóttir Arnljótur Sigurðsson Hildigunnur Birgisdóttir Una Sveinbjarnardóttir Ólafur Björn Ólafsson Guðmundur Vignir Karlsson Gylfi Freeland Sigurðsson Benedikt H. Hermannsson /// Postulínsskálar í alls kyns litum og af ólíkri stærð og gerð verða í aðalhlutverki á þessum spennandi spunatónleikum sem er afrakstur af samstarfi tónlistarmannsins Benna Hemm Hemm og skosku myndlistarkonunnar Nicolu Atkinson. Í Mengi munu tíu listamenn úr ýmsum áttum koma saman og spinna saman hljóðverk á postulínsskálar Atkinson. NO MANNERS er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Benedikts H. Hermannssonar og skoska myndlistarmannsins Nicolu Atkinson sem er listrænn stjórnandi hinnar virtu listamiðstöðvar NADFLY í Glasgow. Þar kynntust Nicola og Benedikt þegar sá síðarnefndi var búsettur í Skotlandi. Bæði höfðu áhuga á að rannsaka hljómræna eiginleika postulínsskálanna sem Nicola hefur gert; á tónleikum í Mengi gefst í fyrsta sinn færi á að verða vitni að spunaverki þar sem leikið er á skálarnar opinberlega en fyrirhugað er að halda slíka tónleika um víðan völl í framtíðinni. Fram koma: Guðmundur Steinn Gunnarsson Páll Ivan Pálsson Kristín Anna Valtýsdóttir Arnljótur Sigurðsson Hildigunnur Birgisdóttir Una Sveinbjarnardóttir Ólafur Björn Ólafsson Guðmundur Vignir Karlsson Gylfi Freeland Sigurðsson Benedikt H. Hermannsson

Magnús Trygvason Eliassen & Sölvi Kolbeinsson

Mengi

12027730 814032808709692 715529341286083449 n

Last summer Magnús Trygvason Eliassen (drums) and Sölvi Kolbeinsson (saxophone) realised they had never performed in public together. So they decided to do so! And had a hell of a good time - as did their audience. Luckily they've decided to meet up again, just before Sölvi leaves Iceland for further studies abroad. Old standards in brand new clothes. Not to be missed. House opens at 20:00. Concert starts at 21:00 Admission: 2000ISK /// Síðasta sumar áttuðu trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen og saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson sig á því að þeir hefðu aldrei spilað saman opinberlega. Þeir rigguðu því upp tónleikum í Mengi og skemmtu sér og öðrum konunglega. Svo vel raunar að þeir ákváðu að skella í aðra tónleika sem verða haldnir rétt fyrir brottför Sölva til meginlands Evrópu þar sem hann mun leggja stund á framhaldsnám í tónlist næstu árin. Á dagskrá þeirra félaga verða gamlir standardar í splunkunýjum búningum, súrum og sætum í bland. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og húsið opnar klukkan 20:00 Miðaverð: 2000 krónur.

DÓH Trio

Mengi

Doh trio

The DÓH Trio (not to be confused with the d’oh! trio) is playing Mengi. Consisting of Daníel, Óskar and Helgi, the trio plays smooth, groovy, dynamic, free music that suits any taste.

DÓH tríó í Mengi

Mengi

11227614 814611295318510 5128014147162677361 o

Meet Daníel, Óskar and Helgi or DÓH as they prefer to be called when playing together. They met in Reykjavík while studying improvisation and jazz at the local FÍH, founded the trio in 2013 and started ambitiously enough, playing their first gig at the International Reykjavík Jazz Festival the same year. They've since played at countless concerts, together as a trio as well as playing with numerous musicians and bands from the improv scene in Reykjavík. Their music can be described as dynamic, groovy, free, playful, old, new, sometimes with a hint of Keith Jarrett or Torbjorn Egner when they feel like it. The DÓH Trio: Daníel Helgason, guitar Óskar Kjartansson, drums Helgi Rúnar Heiðarsson, saxophone The house opens at 20:00. Concert starts at 21:00 Tickets: 2000 ISK. /// Daníel, Óskar og Helgi (DÓH) kynntust í Tónlistarskóla FÍH og fundu um leið músíkalska sálufélaga í hver öðrum. Tríóið var stofnað árið 2013 og byrjaði með stæl; fyrstu tónleikarnir haldnir á Jazzhátíð Reykjavíkur það sama ár. Þeir hafa síðan verið önnum kafnir við tónleikahald og almenna gleði, hvort sem er í tríóinu eða með öðrum íslenskum tónlistarmönnum og hljómsveitum svo sem Samúel J. Samúelsson Big Band, Stórsveit Reykjavíkur, Orphic Oxtra og fleirum og fleirum. Þeir hafa spilagleði, frelsi, dýnamík og grúv að leiðarljósi, frumsamið efni í bland við úr smiðjum Keith Jarrett og Torbjorns Egner svo dæmi séu tekin. DÓH tríó: Daníel Helgason, gítar Óskar Kjartansson, trommur Helgi Rúnar Heiðarsson, saxófón. Húsið opnar klukkan 20:00. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 Miðaverð: 2000 krónur.

Ólöf Arnalds & Katie Buckley

Mengi

12002448 814577371988569 5578196237677552092 o

Singer songwriter Ólöf Arnalds and harpist Katie Buckley have known each other for quite a while and have a lot in common. For example mutual affection for medieval and renaissance music and they dream of one day performing the music of John Dowland together. Here we meet them at the beginning of their journey; the sound world consists of voice, guitar and the harp, music by Ólöf Arnalds along with songs by other composers. This will be magic. We promise! House opens at 20:00. Concert starts at 21:00 Tickets: 2000 ISK. /// Söngkonan og tónskáldið Ólöf Arnalds og hörpuleikarinn Katie Buckley hafa þekkst um nokkurt skeið og dreymt um ýmis samstarfsverkefni. Báðar eru þær ákafir aðdáendur enska endurreisnartónskáldsins John Dowland og langar einhvern tímann í framtíðinni til að flytja dagskrá sem helguð er honum í bland við aðra tónlist frá miðöldum til barrokktímans. Hér hittum við þær fyrir í upphafi samstarfsins; á efnisskrá er tónlist Ólafar sjálfrar í bland við tónlist annarra tónskálda. Hljóðheimurinn tær og látlaus, söngrödd, gítar og harpa. Við lofum töfrastund í Mengi! Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 Miðaverð: 2000 krónur