(English below)
Night Tales
Þýski myndlistarmaðurinn Johannes Tassilo Walter og belgíski tónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz leiða saman hesta sína í bókverka-hljóðinnsetningu í Mengi. Kynnt verður til sögunnar nýtt bókverk Johannesar Tassilo Walter, og flutt hljóðinnsetning sem Nicolas hefur gert af þessu tilefni. Bókverk Johannesar er gefið út af útgáfufyrirtækinu HAMMANN VON MIER (hammann-von-mier.com) sem sérhæfir sig í útgáfu myndlistarbóka.
Opnar klukkan 18 í Mengi.
Ókeypis aðgangur.
///
Book presentation and sound installation by Johannes Tassilo Walter & Nicolas Kunysz. Opens at 6pm. Free entry.
NIGHT TALES
»Die Sonne war Nacht, the sun was night.«
Night does not bring darkness – light just disappears.
JOHANNES TASSILO WALTER reduces oil prints to two-color schemes depicting sceneries and objects, in which the compressed story of a culture is revealed: their shiny ascent and demise unto endless blackness –a real good-night story. Walter's paintings are illustrated by a text by P.S.THOR, who removes an imaginable part from the abstraction of endlessness, stuffs it with words and puts it on show. Abstract and concrete history are brought together in a combinative world concept on sheets of cardboard and bound together as a book.
Within the space of Mengi, the endless night continues.
In a sound installation with loops from NICOLAS KUNYSZ another dimension is synthesized as a third element of sound emerges from the concrete book form.
The book is published by HAMMANN VON MIER (hammann-von-mier.com)
Sound by Nicolas Kunysz
Text by P.S. Thor
Visual art by Johannes Tassilo Walter
Hljómsveitin Dora frá Riga í Lettlandi mun spila fyrir gesti og myndlistarkonan Lina Lapylite frá Litháen mun flytja verk sitt Candy Shop. Búist er við lifandi dagskrá frameftir kvöld með innleggi tónlistar og myndlistarmanna og sýningastjóra Double Bind.
Lina Lapylite er búsett jöfnum höndum í London og Vilníus og vinnur með gjörninga, tónlist og myndlist í verkum sínum. Undanfarin ár hefur fyrirbærið söngur verið fyrirferðarmikið í verkum hennar þar sem hún rannsakar söng út frá hugtökum á borð framandleika og fegurð. Á meðal sýningar- og tónleikauppaákoma sem verk hennar hafa verið sýnd í má nefna Tate Modern, Royal Festival og DRAF í London, Proms-tónleika Breska Ríkisútvarpsins, Ikon í Birmingham, Skopje tvíæringinn í Skopje, CAC í Vilníus, Spor i Árrósum, Echoraum í Vínarborg og Holland Festival í Amsterdam.
Hljómsveitin Dora er skipuð tónlistarmönnunum Jānis Šipkēvics (Shipsea) og Gatis Zakis. Í samstarfi við myndlistarmanninn Berglindi Jónu Hlynsdóttir unnu þeir að gerð verksins The Changing Room sem sýnt er í NÝLÓ. Þeir sömdu tónlist sérstaklega fyrir verkið og Jānis leikles hlutverk Skiptiklefans og syngur hluta verksins.
Á tónleikunum munu þeir flytja brot úr verkinu og að auki frumflytja ný verk.
Gatis Zakis er hljóðlistamaður, upptökustjóri og framleiðandi sem vinnur með hljóð og áferð þess sem hljóðfæri. Janis Sipkevics vinnur með raddir og píanóblæbrigði undir sterkum áhrifum frá mínímalistum 20. aldarinnar. Í samstafi sínu flétta þeir þessum heimum saman, sem hvort tveggja skerpast og styðja hvor við annan.
Húsið verður opnað klukkan 19:30. Viðburðurinn hefst klukkan 20. Miðaverð: 1000 krónur
Um Dora:
Dora er samstarf tveggja tónlistarmanna Gatis Zakis og Jānis Šipkēvics (Shipsea) frá Riga í Lettlandi. sem koma frá ólíkum tónlistarlegum bakgrunni. Gatis Zakis er hljóðlistamaður, upptökustjóri og framleiðandi og hefur unnið sem tónlistarframleiðandi með lettneskum hljómsveitum á borð við Carnival Youth. Jānis er menntaður kórstjóri og hefur unnið með alls kyns kórum og sinfóníuhljómsveitum. Árið 2015 samdi hann og stýrði kórverki fyrir listamenn lettlenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2015.
Báðir eru meðlimir í lettnesku hljómsveitinni Instrumenti sem hefur gefið út þrjár plötur og unnið til ótal tónlistarverðlauna. Instrumenti tók upp sína fyrstu plötu í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar.
https://www.facebook.com/d0ramusic/?fref=ts
http://www.instrumenti.in
https://www.facebook.com/instrumenti/?fref=ts
https://www.facebook.com/Shipsea-157482827772453/
*ljósmynd af Dora er eftir Janis Deinats.
///
Live performance by the Lithuanian artist Lina Lapylite and the Latvian band Dora (Jānis Šipkēvics & Gatis Zakis in connection with the group exhibition "Double Bind" that opens at the Living Art Museum on March 5th at 16:00.
Lina Lapelyte is Lithuanian born artist, composer, musician and performer living and working in London and Vilnius. In her recent projects Lina has been exploring the phenomena of song. Using song as an object Lina examines the issues of displacement, otherness and beauty. Lina Lapelyte has been exhibiting and performing at the DRAF (London); Ikon (Birmingham); BBC proms (London); Tate modern (London); CAC (Vilnius), Skopje Bienalle (Skopje); Royal Festival Hall (London); Spor (Aarhus); Echoraum (Wien); Holland Festival (Amsterdam).
linalapelyte.com
Dora's members, Jānis Šipkēvics & Gatis Zakis, collaborated with visual artist Berglind Jóna Hlynsdóttir on her work The Changing Room, shown at Double Bind. They composed a new score for the piece and Jānis reads the role of The Changing Room as well as singing parts of the work.
At the concert they will perform parts of the work live as well as performing new music by Dora.
House opens at 7:30pm. Event starts at 8pm
Tickets: 1000 ISK.
About Dora
Dora is a collaboration between two musicians coming from different musical backgrounds, Gatis Zakis and Jānis Šipkēvics who are both based in Riga, Latvia. Gatis Zakis as a sound artist and a producer is focusing on sound textures and noises using them as musical instruments while Jānis Šipkēvics brings to the palette vocal polyphony and piano textures influenced by 20th century minimalists. Together their soundscapes consist of these two different approaches, which then complement and contrast in their music. In this way they find the sense of purpose and aesthetics in their work.
Both members of Dora are a part of a very well known Latvian band called Instrumenti, which has released 3 albums and won numerous music awards. They recorded their first record at the Green House Studios here in Iceland. Gatis has worked as professional music producer for many years; he has done work with most of Latvias best Indie bands, including Carnival Youth who recently won the EBBA award. Jānis studied classical choir music and has worked with choirs and orchestras in many different ways. He wrote and conducted a choir piece for artist the Latvian Pavilion at Venice Biennale 2015. He also releases under his artist name Shipsea. He is one of the hosts of the weekly radio show Tīrkultūra which is regarded the best alternative, classical and experimental music show on the biggest radio platform in Latvia. During his carrier he has collaborated with a variety of visual artists, filmmakers and all kinds of musicians from classical musicians to the soviet era rock band Pērkons.
https://www.facebook.com/d0ramusic/?fref=ts
http://www.instrumenti.in
https://www.facebook.com/instrumenti/?fref=ts
https://www.facebook.com/Shipsea-157482827772453/
*photograph of Dora by Janis Deinats
Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka 4-6 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim.
Í sjöundu smiðjunni, sem fram fer þann 6. mars, munu þau KK og Tinna Þorsteinsdóttir verða í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4 til 6 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni.
Fyrirkomulagið er þannig að börnin koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 10.30 og vinna í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar.
Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt.
///
Creative music lab for children, 4 - 6 years old along with their parents. The lab is organized by musician Benedikt Hermann Hermannson and each time he will be joined by two other musicians who will present their music making and lead the children through making their own music that will be performed at Mengi.
The guests for this session, on March 6th will be KK & Tinna Þorsteinsdóttir.
Starts at 10:30. Free entrance. Open for everybody as long as there is space.
(English below)
Sunnudagskonsert með Kórnum. Á efnisskrá eru lög og ljóð eftir kórmeðlimi. Stjórnandi: Georg Kári Hilmarsson.
Húsið verður opnað klukkan 16:30. Tónleikar hefjast klukkan 17:00. Miðaverð: 2000 krónur.
Nánar um Kórinn:
"Hugmyndin að Kórnum kviknaði fyrir langalöngu í Laugardalshöllinni af öllum stöðum, en var endurvakin þegar Kira Kira og Borko sátu saman í bíl á leiðinni á Strandir síðsumars sem leið. Í sama ferðalagi, yfir kaffi hjá góðum vinum var Georg Kári Hilmarsson svo tilnefndur stjórnandi og fljótlega uppúr því var talið í.
Pælingin er einföld: Vinir hittast í Mengi og syngja úr sér hjartað á nöprum vetrarsíðkvöldum einu sinni í viku eða svo, taka jafnvel létt trúnó á undan og eftir, skiptast á sögum. Og af því kórfélagar eru langflestir tónlistarmenn og -konur, myndlistarfólk og skáld þá gerðist það af sjálfu sér að þau fóru að syngja músík eftir hvert annað og eru reyndar aðeins farin að semja nýtt efni sérstaklega fyrir kórinn.
Efnisskráin er því með einni undantekingu tónlist eftir kórfélaga eða vini umleikis kórinn.Þrátt fyrir flóð óborganlegra hugmynda hefur Kórinn enn ekki lent nafni, þannig að það verður skókassi á tónleikunum og tekið við tillögum úr sal."
Kórinn skipa: Alexi Murdoch, Anna Kristín Guðmundsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Baldur Hjörleifsson, Birta Guðjónsdóttir, Borko, Elín Hansdóttir, Emilíana Torrini, Futuregrapher, Georg Kári Hilmarsson, Gyða Valtýsdóttir, Hans Jóhannsson, Helga Björg Gylfadóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Katrín Helga Andrésdóttir, Kira Kira, Kristín Anna Valtýsdótir, Margrét H. Blöndal, Margrét Kristín Blöndal, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Marteinn Sindri Jónsson, Melkorka Ólafsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Paul Evans, Pétur Ben, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigurlaug Thorarensen, Thomas Pausz, Valgeir Sigurðsson.
///
Debut concert of the Choir (working title). Conductor: Georg Kári Hilmarsson.
House opens at 4:30pm. Concert starts at 5pm.
Tickets: 2000 ISK
The Choir: Alexi Murdoch, Anna Kristín Guðmundsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Baldur Hjörleifsson, Birta Guðjónsdóttir, Borko, Elín Hansdóttir, Emilíana Torrini, Futuregrapher, Georg Kári Hilmarsson, Gyða Valtýsdóttir, Hans Jóhannsson, Helga Björg Gylfadóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Katrín Helga Andrésdóttir, Kira Kira, Kristín Anna Valtýsdótir, Magga Stína, Margrét H. Blöndal, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Marteinn Sindri Jónsson, Melkorka Ólafsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Paul Evans, Pétur Ben, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigurlaug Thorarensen, Thomas Pausz, Valgeir Sigurðsson.
Gjörningakvöld í Mengi fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Húsið verður opnað klukkan 20:30. Veislan hefst klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur
Gjörninga eiga Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín I. Hjördísardóttir & Futuregrapher, Magnús Logi Kristinsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson.
Sýningastjórar:
Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir
Eva Ísleifs
Ingibjörg Magnadóttir
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.
Nánar um kvöldin:
Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum og í ljósi þessa verður ekki tilkynnt um hvenær einstakir listamenn varpa sínu fram. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá.
Átök eiga sér stað á milli hæða.
Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham.
Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins.
Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining.
///
A night dedicated to performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month.
Performances by Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Inga Hjördísardóttir & Futuregrapher, Magnús Logi Kristinsson & Sigtryggur Berg Sigmarsson.
Curated by visual artists Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifs, Ingibjörg Magnadóttir & Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.
House opens at 8pm. Event starts at 9pm.
Entrance: 2000 ISK
(English below)
Upplýsingafölsun - Hlustunarpartý + Kvikmyndaljóð - Þverstæða
Sérdeilis spennandi dagskrá þar sem fléttast saman hljóðverk eftir hljóð - og myndlistarmanninn Joe Banks og margvísleg kvikmyndaljóð sem varpað verður á vegg Mengis. VIð sögu koma meðal annars Schubert og T.S. Eliot, Dolce og Gabbana, mexíkósk ljóðskáld og seigfljótandi hljóð utan úr geimnum.
Að baki hlustunarpartýinu stendur enski hljóð og myndlistarmaðurinn Joe Banks sem hefur starfað undir nafninu Disinformation frá árinu 1995 og skapað hljóðverk, hljóðinnsetningar og vídeóverk. Hann hefur gefið út rómaðar plötur á vegum útgáfufyrirtækisins Ash International (systurútgáfu Touch Records), Iris Light og Adaadat Records og haldið fjölda einkasýninga. Í Mengi býður hann upp á verk sem byggja á upptökum stuttbylgjuútvarpa af segulstormum sem myndast vegna kórónugoss eða kórónuskvettu en svo nefnist það þegar gríðarstórar gasbólur springa út frá kórónu sólar.
PoetryFilm var stofnað af sýningastjóranum og listamanninum Zata Banks árið 2002. PoetryFilm Paradox er klukkustunda löng dagskrá með stuttmyndum sem eiga það sammerkt að rannsaka og velta fyrir sér margvíslegum birtingarmyndum ástarinnar, erótík, rómantík og væntumþykju.
Myndirnar eru þrettán talsins - þar á meðal er stuttmynd eftir Kate Jessop þar sem við sögu koma hjartnæm bréfaskipti hönnuðanna Domenico Dolce og Stefano Gabbana, kvikmyndafantasía Bruno Teixidor sem byggir á ljóði eftir mexíkóska rithöfundinn og þýðandann Tomas Segovia, táknmálsmynd eftir Brooke Griffin sem byggir á ljóðum Raymond Luczak, kvikmynd Stuart Pound sem byggir á ljóðasöngnum Die Nebensonnen úr Vetrarferð Franz Schuberts og Wilhelm Müller, myndræn túlkun Martin Pickles og Mikey Georgeson á ljóði T.S. Eliot: Love Song of J. Alfred Prufrock, stuttmyndin “Fucking Him” eftir listamennina C. O. Moed & Adrian Garcia Gomez og “447: Intellect - N” eftir Jane Glennie.
Viðburðurinn hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur
///
PoetryFilm Paradox + Disinformation Listening Party
The Disinformation Listening Party features an extremely rare presentation of electromagnetic sound works by the pioneering sonic arts project Disinformation.
Disinformation was founded in London, England, in 1995, and produced a series of highly-influential LPs and CDs, before crossing-over into the fields of sound installation, kinetic and video art, and pure research (early Disinformation works were published by the record company Ash International, aka Touch Records, later works were published by Iris Light and Adaadat Records). Disinformation installations have been described as “actively thrilling” by The Financial Times, The Sound Projector (music magazine) spoke of Disinformation producing “potent drug-like trances of utter black mysteriousness”, The Metro newspaper described Disinformation as “the black-ops unit of the avant-garde”, and The Guardian stated that “Disinformation combine scientific nous with poetic lyricism to create some of the most beautiful installations around”.
The Disinformation Listening Party focusses on shortwave radio recordings of so-called “Type II” (slow-drift) noise storms produced by coronal mass ejections on the surface of the sun.
Disinformation producer Joe Banks is a former UK government funded Research Fellow at City University (London), Goldsmiths College and The University of Westminster, and is the author of a monograph on psychoacoustics published as “Rorschach Audio - Art & Illusion for Sound”.
PoetryFilm is an iconic and highly influential research art project, founded by curator and artist Zata Banks in 2002, and PoetryFilm Paradox is an hour-long presentation, featuring short film artworks exploring the complexities of erotic, romantic and familial love. PoetryFilm Paradox features 13 films, including animator Kate Jessop’s moving screen adaptation of a letter from Dolce & Gabbana designer Stefano Gabbana to his partner Domenico Dolce; Bruno Teixidor’s powerful film fantasia, based on a poem by the Mexican author and translator Tomas Segovia; Brooke Griffin’s sign language film, based on poetry by Raymond Luczak; Stuart Pound’s hypnotic computer visualisation of “Die Nebensonnen” by Franz Schubert; Martin Pickles and Mikey Georgeson’s contemporary rendition of the classic “Love Song of J. Alfred Prufrock” by T.S. Eliot; “Fucking Him” by artists C.O. Moed & Adrian Garcia Gomez; and “447: Intellect - N” - an extraordinary montage of Scrabble letters and electronic noise, by artist Jane Glennie. PoetryFilm Paradox was part of the British Film Institute’s 2015 “Love” season (supported by Film Hub London, and managed by Film London, in partnership with the BFI Audience Network).
The Oxford Handbook of Contemporary British & Irish Poetry states that “recent signs of poetry cine-literacy include Zata Banks’ PoetryFilm nights”, AQNB magazine described how “the PoetryFilm art project continues to play with the avant-garde”, and Conclave Magazine recently stated that “the peerless PoetryFilm is back with a vengeance”.
Disinformation - rorschachaudio.com
www.flickr.com/photos/disinfo
youtube.com/user/C4eye/videos
PoetryFilm - poetryfilm.org
#poetryfilmparadox
@poetryfilmorg
Mengi - www.mengi.net
#mengi @mengi
Opera plays with soap and radio drama using opera as a medium and exploring women in such media. Trickster consists of five artists with different backrounds in music, theater and art. The performers are researching the nature of emergent-form composition where they create forms together.
(English below)
Frá því útvarpstæknin ruddi sér til rúms hefur útvarpið átt sér sinn fasta sess á heimilum um víða veröld. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í gegnum söguna hefur stærstur hluti útvarpshlustenda verið konur sem voru bundnar yfir heimilisstörfum og barnauppeldi. Útvarpið varð gluggi þeirra út í veröldina.
OPERA er nýjasta verkefni TRICKSTER. Hópurinn leikur sér með fyrirbærin óperu, sápuóperu og útvarpsleikhús í verkinu og kannar hlutverk og hlutskipti kvenna í tengslum við þessa miðla. TRICKSTER frumsýnir fyrstu drög verksins í Mengi að lokinni vinnutörn í Reykjavík.
Sýningin í Mengi hefur að geyma nýtt efni sem fléttast saman við spuna sem tekur mið af rýminu sjálfu og í samtali við sýningu Or Type sem stendur yfir í Mengi dagana 10. - 13. mars á Hönnunarmars.
Húsið verður opnað klukkan 20. Viðburðurinn hefst klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
Um Trickster:
Meðlimir Trickster eru listakonurnar Nina Boas, Barbara Ellison, Nathalie Smoor, Ieke Trinks og Marielle Verdijk sem hafa fjölbreyttan bakgrunn úr myndlist, gjörningum, hljóðlist, tónlist, og leikhúsi og flétta ólíkum miðlum saman í list sinni. Í verkum sínum vinna þær með ólíkar aðstæður og rými hverju sinni, verk þeirra eru því mjög frjáls og spunakennd þar sem hið óvænta fær að ráða för.
Á meðal eldri verka þeirra má nefna Trickster the Play (2015), Parasite Event (2014) og ON/OFF (2014).
///
Since the advent of radio technology, airwaves have penetrated many living rooms and especially kitchens all over the world. Studies have shown that historically the audience of radio consisted mainly of women. Often confined to their homes, women tuned in during daytime as a way to open up their window to the world..
OPERA is TRICKSTER's newest undertaking. Through playing as a starting point with the phenomenon and medium of opera, the soap and radio drama; the role of women in relation to such media will be playfully explored. TRICKSTER kickstarts OPERA with a short work-stay in Reykjavik to experiment and launch this as-yet-unknown performative project.
Our performance in Mengi shall therefore consist of new material intertwined with unexpected and unanticipated sparkles of site-specific improvisation!
House opens at 8pm. Performance starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK.
About Trickster:
Trickster is an ensemble consisting of five artists who, in addition to their individual practice, are experimenting as a collective with diverse conditions and 'instant performance'. With backgrounds in theater, music, art and scenography, they are researching the nature of emergent-form composition: an open structure in which the performers discover or create unique forms together.
To name a few of their performances: Trickster the Play (2015, Fuck you Friedrich, WORM, Rotterdam) is a complex play in which each Trickster member takes the role of their own stand-in; Parasite Event (2014, Festival Witte de With Kwartier, Rotterdam) uses the strategy of performing in other festival participants pieces such as exhibitions, gigs, talks or screenings; ON/OFF (2014, TEST extra: Tele li(f/v)e, Nutshuis, The Hague) explores being in the screen or outside the frame.
TRICKSTER (since 2008) is: Nina Boas (performance artist), Barbara Ellison (sound & visual artist), Nathalie Smoor (mime/actor), Ieke Trinks (performance artist), Marielle Verdijk (scenographer)
(English below)
Söngkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds mun bresta í söng og bregða á leik í lesstofuinnsetningu Or Type og flytja þar ljóð sín og lög, sum gömul og góð, önnur nýrri og enn önnur splunkuný sem eru í vinnslu fyrir næstu breiðskífu sem væntanleg er síðla þessa árs.
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur
///
Singer-songwriter Ólöf Arnalds will perform her own music and poetry in Or Type's installation at Mengi. Songs, old and new, some of which that will be included in her new album, published later this year.
House opens at 8pm. Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK
(English below)
Þegar framtíðin er óráðin gefst rými fyrir tóm, sköpun og hið ófyrirsjáanlega.
Maria Bay Bechmann og Julius Rothlaender, sem koma úr ólíkum áttum, nýttu sér þetta skapandi ástand sem upphafspunkt fyrir samstarf þar sem þau nálgast tónlist og þögnina á milli tónanna á nýjan hátt.
Eftir að hafa unnið að hliðarverkefni sem nefnist "Mount Theodore" ákváðu þau tvö að hittast í fyrsta skipti í vinnuaðstöðu Julius Rothlaenders í Reykjavík í tvær vikur í október árið 2015 þar sem þau unnu að tónlistartilraunum. Á þessum tiltölulega stutta tíma luku þau við gerð fjögurra laga sem voru frumflutt síðasta kvöldið í lok sköpunarferlisins á litlum tónleikum þar sem gestir hlýddu á tónlistina í gegnum heyrnartól. Og hljómsveitin Vil varð til.
Undanfarið hefur dúettinn komið fram á tónleikum í Kaupmannahöfn og Berlín og unnið að enn frekari tónlistartilraunum. Þau munu halda þeim áfram á þessu ári og vinna að efni fyrir fyrstu plötu dúettsins Vil.
www.facebook.com/vildumediskoven
www.vildumediskoven.bandcamp.com
www.vimeo.com/vildumediskoven
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
///
In the absence of just another next big personal plan, there's plenty of room – for nothingness, or for creativity and the unforeseen.
Maria Bay Bechmann and Julius Rothlaender, hailing from different places and musical backgrounds, used just that as their starting point for yet another approach to music and the silence in between.
After combining for an entry in a side project called 'Mount Theodore', the two decided to meet up for the first time in Julius Rothlaender's studio in Reykjavík for fourteen days of music experiments in October 2015. The open end of this rather short time span saw four completely new songs, mellow and moony, that were presented to people in an intimate headphone concert on the last evening, marking the birth of 'Vil'.
After recent shows in Copenhagen and Berlin more experiments and concerts can be expected when Maria Bay Bechmann and Julius Rothlaender team up in different places somewhere up north all over 2016 to take further steps towards their debut album.
House opens at 8pm. Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK.
www.facebook.com/vildumediskoven
www.vildumediskoven.bandcamp.com
www.vimeo.com/vildumediskoven
vildumediskoven@gmail.com
Maria & Julius’s have been collaborating to make beautiful and moody songs as Vil since October 2015 and will be performing this Thursday. Admission is 2,000 ISK.
CRISIS MEETING (2015)
On stage: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason
Concept: Kriðpleir
Text and dramaturgy: Bjarni Jónsson
Design: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Director: Friðgeir Einarsson
Duration: 80 mins.
In English
Shows:
Friday, March 18th, 2016, 9:00pm
Saturday, March 19th, 2016, 9:00pm
Tickets: 2000 ISK
booking@mengi.net & midi.is
"Their approach is very original and I think they´re hilariously funny [...] Great fun. A must- see!
-Hlín Agnarsdóttir, TV show Kastljós on IBS
Oscillating between anarchy, sit-com and Samuel Beckett, Kriðpleir Theater Group takes on different and – at times – completely unmanageable projects, driven by the members´ desperate longing for truth, social acceptance and respect.
This time Friðgeir Einarsson and his companions are in midst of writing a major application. The guys have a deadline approaching, but being these avid fans of open-door policies and the culture of sharing, they´ve decided to take time off to reveal their working methods during a series of short sessions.
"Crisis Meeting" is an introduction to the strange world of Kriðpleir; a golden opportunity for arts enthusiasts and professionals to level with the performers, watch them at work and contemplate on the mysterious ways of the performing arts.
Rawing reviews for Crisis Meeting - one of the top five shows in town, according to Iceland State Broadcasting.
"All theatre artists and all those who consider themselves to be real artists must go and see this show!"
-María Kristjánsdóttir, Cultural Magazine Víðsjá on IBS
Kriðpleir Theatre Group has produced 3 shows to date, starting with "The Block" in2012 when hospitable theatre maker Friðgeir Einarsson invited people to his small apartment in the east of Reykjavík and introduced some of his fantastic plans for the neighbourhood. Rating this as an over-all positive experience, Einarsson felt ready to take on other and more complex tasks.
A year later he showed up with his friends at the University of Iceland, lecturing on the wonders of the brain in "Tiny Guy" (2013) and the third project took Kriðpleir back in time: "Belated Inquiry" (2014) was an attempt to solve a 330 years old murder mystery, resulting in a particular mixture of documentary film-making and theatre.
In 2015, Kriðpleir performed "Tiny Guy" at steirischer herbst in Graz and the Culturescape Festival in Basel.
///
KRÍSUFUNDUR (2015)
Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson & Ragnar Ísleifur Bragason
Hugmynd: Kriðpleir
Texti & dramatúrgía: Bjarni Jónsson
Sviðsmynd: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikstjóri: Friðgeir Einarsson
Lengd: 80 mínútur
Sýningin fer fram á ensku
Sýningar:
Föstudaginn 18. mars, 2016 klukkan 21:00
Laugardaginn 19. mars, 2016 klukkan 21:00
Miðaverð: 2000 krónur
booking@mengi.net og midi.is
„Þeir eru með nálgun á leikhús sem er mjög frumleg og mér finnst afskaplega fyndin. [...] Virkilega skemmtilegt. Það borgar sig fyrir fólk að sjá þetta.“
-Hlín Agnarsdóttir, Kastljós
Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll.
Að þessu sinni eru Friðgeir Einarsson og félagar hans að setja saman meiriháttar umsókn í listasjóð. Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð.
Krísufundur er kynning á hinum undarlega heimi Kriðpleirs; upplagt tækifæri fyrir listáhugafólk og bransalið til þess að kynnast meðlimum hópsins betur, fylgjast með þeim að störfum og velta um leið fyrir sér hinum órannsakanlegu vegum sviðslistanna.
Krísufundur hefur fengið frábærar viðtökur og var valin ein af fimm áhugaverðustu frumsýningum vetrarins af gagnrýnanda Kastljóssins á RÚV.
„Það er full ástæða til að hvetja leikhúsfólk og aðra listamenn einkum þá sem líta á sig sem listamenn með stóru elli að skreppa í Mengi í janúar.“
-María Kristjánsdóttir, Víðsjá
Krísufundur er fjórða verkefni Kriðpleirs. Hið fyrsta var Blokk sem sýnt var 2012, en þá bauð sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson fólki í stúdíóíbúð sína við Háaleitisbraut þar sem hann kynnti fyrir þeim stórkostlegar hugmyndir um skipulag hverfisins í framtíðinni. Þau jákvæðu viðbrögð sem Friðgeir fékk í kjölfarið ollu því að hann réðst í fleiri og enn flóknari verkefni. Ári síðar birtist hann ásamt félögum sínum í Háskóla Íslands og hélt þar fyrirlestur sem kallaðist Tiny Guy og fjallaði um undur heilastarfseminnar.
Haustið 2014 hvarf Kriðpleir 330 ár aftur í tímann í tilraun hópsins til þess að leysa morðgátu tengda Jóni Hreggviðssyni bónda á Rein. Var þar á ferðinni einstök blanda heimildarmyndargerðar og leikhúss sem hlaut m.a. tilnefningu til Grímunnar 2015.
(English below)
Fengi – Tónleikaröð Fengjastrúts í Mengi
Kammerhópurinn Fengjastrútur hefur allt frá árinu 2007 sérhæft sig í flutningi tónverka þar sem nærvera, listræn sýn flytjanda og staður og stund flutnings vegur þungt í útkomu verkanna.
Í nýrri tónleikaröð Fengjastrúts í Mengi, Fengi, kynnir hópurinn fyrir gestum nokkur af helstu verkum slíkra tónbókmennta, sem kalla má opin tónverk, í bland við ný verk hérlendra höfunda. Hefur hópurinn víðtæka reynslu í flutningi slíkra verka og hefur starfað með frumkvöðlum á borð við Alvin Lucier, Christian Wolff, Pauline Oliveros og Robert Ashley auk annarra.
Sunnudaginn 20. mars, kl. 21 - fléttast saman eldri og ný verk vina Fengjastrúts, en allir höfundarnir eiga það sameiginlegt að hafa áður unnið með hópnum að flutningi verka sinna. Eru það eldri verk Pauline Oliveros, Robert Ashley, Alvin Lucier og Christian Wolff sem fléttast saman við ný verk Áka Ásgeirssonar og Gunnars Grímssonar.
Í aðdraganda flutnings verkanna verður greint frá hugmyndafræði og bakgrunni verkanna auk þess sem gestum býðst að hafa áhrif, beint og óbeint, á flutning verkanna, ýmist með eigin þátttöku eða með hugmyndafræðilegum vangaveltum sem smitast inn í útkomu verkanna. Þannig er um að ræða eins konar opna rannsókn.
Miðaverð: 1000 krónur.
Fimmtudaginn 5. maí, kl. 21, blandast ný verk hérlendra höfunda; Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Inga Garðars Erlendssonar og fleiri við eldri verk höfunda á borð við James Tenney, Cornelius Cardaew auk annarra.
///
Fengi - Fengjastrútur at Mengi
The chamber group Fengjastrútur has ever since 2007 specialised in performing open scores where the aesthetic vision of the performer and the space and atmosphere of the performance itself have a great impact on the outcome of the works.
In a new mini-concert-series at Mengi the group will perform a few of the most important open scores of the 20th century along with several new works of Icelandic composers.
At a concert on Sunday, March 20 at 9pm - The works of Pauline Oliveros, Alvin Lucier, Christian Wolff and Robert Ashley will be in the forefront and the background and ideology of the works will be presented prior to the performance. Guests will be able to influence the performance, either with direct participation or with their own thoughts on comments that will have effect on the performance. The performance will be somewhat an open dialogue and a study.
At the second concert, held on Thursday, May 5th at 9pm, the works of Icelandic composers, e.g. Bergrún Snæbjörnsdóttir, Ingi Garðar Erlendsson and more, will blend in with older works of composers such as James Tenney and Cornelius Cardew.
(English below)
Belgíski flautuleikarinn Quentin Manfroy og fransk-íslenski þúsundþjalasmiðurinn Tom Manoury (KverK) eiga stefnumót á spennandi tónleikum í dymbilviku í Mengi. Quentin og Tom hafa starfað saman að ýmsum tónlistarverkefnum í hátt á annan áratug, hvort tveggja í gleðispunasveitinni Orchestre du Belgistan sem og í ýmsum öðrum spunaverkefnum.
Tónleikarnir eru tvískiptir, flautuspuni Quentin Manfroy ræður ríkjum í fyrri hluta þar sem flautan verður að mögnuðu fjölradda hljóðfæri í meðförum Quentin sem hefur sérstakan áhuga á að skapa fjölradda hljóðvef úr laglínuhljóðfærinu; á seinni hluta tónleikanna verða flauta og rafhljóð í forgrunni en þar mun Tom Manoury (KverK) nýta sér flautuleik Quentin Manfroy sem hráefni og hljóðuppsprettu í eigin raftónlistarseið.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
Nánar um tónlistarmennina
Belgíski flautuleikarinn Quentin Manfroy hefur verið virkur þátttakandi í spuna og tilraunatónlistarsenu heimalandsins og hefur aukinheldur brennandi áhuga á tónlist ólíkra landa sem hefur leitt til náins samstarfs við tónlistarmenn frá Kína, Marokkó og Tyrklandi svo eitthvað sé nefnt. Hann er staddur á Íslandi vegna hljóðritana á sólóplötu sinni.
Fransk-íslenski tónlistarmaðurinn Tom Manoury ólst upp í Paris og dvaldi í Brussel um margra ára skeið áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Hann spilar á alls kyns tréblásturshljóðfæri, er flinkur yfirtóna- og barkasöngvari og hefur auk þess starfað sem raftónlistarmaður í rúman áratug, hvort tveggja undir listamannanafninu KverK sem og í dúettnum ManKan en hann skipar Guðmundur Vignir Karlsson auk Tom.
///
We're happy to welcome the Belgian flute-player Quentin Manfroy and the French-Icelandic musician Tom Manoury to Mengi for an exciting concert. For the first part of the evening Quentin Manfroy will present his solo work for flute. He will later be joined by electronic artist Tom Manoury, aka KverK, who will use flute as the sole input into his real time processing electronics rig.
Quentin and Tom have been making music together for over 15 years, in Orchestre du Belgistan as well as in various side projects revolving around improvised music.
Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK
More about the musicians:
Quentin Manfroy is a Belgian flute player, very active in the cutting edge jazz and experimental scene of his country and abroad. He is currently playing with bands like Maak or Le Belgistan. His interest of other cultures led him to collaborate with Moroccan, Chinese and Turkish musicians. Currently working on a solo project for the flute it comes from an obsession for a player of a monodic instrument: how to generate polyphony?
This solo features hypnotizing compositions and improvisations for flute using extended techniques able to create multiple layers of sound simultaneously, as we can experience the sound in the nature ( wind, singing of birds, rattling of the leaves…)
Tom Manoury is a French/Icelandic musician. He grew up in Paris and lived in Brussels for many years before moving to Reykjavik. Mostly self taught, he plays all kinds of wind instruments such as saxophones, euphonium, harmonica, and many others. He also sings and masters overtone and throat singing. Aside his carrier as an instrumentalist and composer he has been doing electronic music for over 10 years. Tom builds his set using the object oriented software Usine.
(English below)
Hin einstaka tónlistarkona Kristín Anna Valtýsdóttir kemur fram á tónleikum í dymbilviku í Mengi og spilar og syngur eigin tónlist.
Tónleikar hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
///
The wonderful musician Kristín Anna performs her own music at a concert at Mengi on Wednesday in the Holy Week.
Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK.
(English below)
Hinn frábæri sellóleikari Sæunn Þorsteinsdóttir kemur fram í Mengi að kvöldi skírdags og flytur einleikstónlist nokkurra alda fyrir sellóið. Á efnisskrá Sæunnar eru Einleikssvíta Jóhannes Sebastíans Bachs nr. 3 í C-dúr, Einleikssvíta Benjamíns Brittens númer 3, ópus 87 (1971), frumflutt af Mistislav Rostropovich árið 1974 og "Portrait" eftir enska verðlaunatónskáldið Jane Antonia Cornish en verkið lék Sæunn inn á geislaplötu sem út kom á síðasta ári, 2015, hjá útgáfufyrirtækinu INNOVA og hefur fengið frábærar viðtökur.
"The cellist Saeunn Thorsteinsdottir was riveting in Ligeti´s Cello Concerto." - New York Times
http://www.saeunn.com/
http://www.janeantoniacornish.com/about-1/
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
///
The great cellist Sæunn Thorsteinsdottir will perform solo music for the cello by Johann Sebastian Bach, Benjamin Britten and Jane Antonia Cornish.
Program:
Suite no. 3 in C-major by J. S. Bach
Suite no. 3 op. 98 by Benjamin Britten
Portrait by Jane Antonia Cornish
House opens at 8pm. Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK
About the soloist:
Riveting” (NYTimes) cellist, Sæunn Thorsteinsdóttir, has appeared as soloist with the Los Angeles Philharmonic, Toronto and Iceland Symphonies, among others, and her recital and chamber music performances have taken her across the US, Europe and Asia. Following the release of her debut recording of Britten’s Suites for Solo Cello on Centaur Records, she has performed in some of the world’s greatest halls including Carnegie Hall, Suntory Hall and Disney Hall. The press have described her as “charismatic” (NYTimes) and praised her performances for their “emotional intensity” (LATimes).
Starting in the fall of 2015, Sæunn joins the faculty of the University of Washington in Seattle, teaching cello and chamber music. For the past two years, Sæunn has been Artist-in-Residence at the Green Music Center’s Weill Hall in Sonoma, California, presenting concerts, masterclasses, lectures and informal discussions at Sonoma State University.
An avid chamber musician, she has collaborated in performance with Itzhak Perlman, Mitsuko Uchida, Richard Goode and members of the Emerson, Guarneri and Cavani Quartets and has participated in numerous chamber music festivals, including Prussia Cove and Marlboro, with whom she has toured. She is cellist of the Manhattan Piano Trio and a founding member of Decoda; a group that seeks to revitalize the world of chamber music through refreshing concert experiences, creative education, and community engagement.
Along with the masterpieces of the 18th, 19th and 20th century, Sæunn is constantly inspired by works composed in our time and enjoys working with living composers. In addition to working closely with Daníel Bjarnason on his award-winning composition “Bow to String”, she has premiered dozens of works, including new pieces by Peter Schikele, Paul Schoenfield, Kendall Briggs and Jane Antonia Cornish.
Sæunn has garnered numerous top prizes in international competitions, including the Naumburg Competition in New York and the Antonio Janigro Competition in Zagreb, Croatia. She received a Bachelor of Music from the Cleveland Institute of Music, a Master of Music from The Juilliard School and a Doctorate of Musical Arts from SUNY Stony Brook. Her principal teachers include Richard Aaron, Tanya L. Carey, Colin Carr and Joel Krosnick.
Sæunn was a fellow of Ensemble ACJW—The Academy, a program of Carnegie Hall, The Juilliard School, and the Weill Music Institute in partnership with the New York City Department of Education—performing chamber music at Carnegie Hall and bringing classical music to students in the New York City Public Schools.
Born in Reykjavik, Iceland, Sæunn first moved to the states as a child however, she still has family in Iceland and enjoys going back, both for concerts and family visits.
(English below)
Föstudagurinn langi er dagur sársaukans. Í tilefni þess flytur tónlistarhópurinn Umbra tónlist tengda sorg og dauða. Myrkur og angurværð mun því svífa yfir vötnum en á efniskránni koma m.a. fyrir kventónskáld miðalda og endurreisnar, þær Hildegaard Von Bingen og Barbara Strozzi og úr samtímanum stjórstjarnan Sufjan Stevens.
Umbra vinnur með upprunahljóðfæri og leggur áherslu á spuna. Lútuleikarinn Kaisamaija Ulja verður sérstakur gestaspilari á tónleikunum sem á afar vel við hljóðheim Umbru.
Alexandra Kjeld - kontrabassi
Arngerður María Árnadóttir – keltnesk harpa, harmóníum
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir – barokkfiðla
Kaisamaija Uljas - lúta
Lilja Dögg Gunnarsdóttir - söngur
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
///
The music ensemble Umbra performs music connected with sorrow and death on Good Friday. Darkness and melancholy will reign; the program consists of music by female composers from the Middle Ages and Renaissance, e.g. Hildegard von Bingen and Barbara Strozzi as well as contemporary musicians such as Sufjan Stevens.
Umbra's sound world is based on improvisation with period instruments. A special guest at the concert will be the lute player Kaisamaija Ulja.
Alexandra Kjeld - Double bass
Arngerður María Árnadóttir - Celtic harp and singing
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir - Baroque violine
Kaisamaija Ulja - Lute
Lilja Dögg Gunnarsdóttir - Singing
Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.
(English below)
Gyða Valtýsdóttir, Jesús, guð, grískar fornaldarfígúrur og nornanunna, amerískir sérvitringar og þýskir rómantíkusar, pakistanska geimveran Shahzad Ismaily og íslenska undrið Hilmar Jensson verða öll í Mengi þann 28. mars, annan í páskum.
Þau munu flytja okkur fjarsjóði og sjaldgæfar perlur
tónsmiða síðustu tvö þúsund ára.
Á efnisskrá: Tónlist eftir George Crumb, Olivier Messiaen, Hildegard von Bingen, Franz Schubert, Robert Schumann og Harry Partch í nýjum útsetningum. Auk Gyðu, Hilmars og Shahzad leika Frank Aarnink, Júlía Mogensen og Pascal La Rosa með í nokkrum verkanna.
Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich.
Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O´Halloran, Damien Rice, Bryce & Aaron Dessner, Kiru Kiru, Ragnari Kjartanssyn, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni o.fl
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
///
Gyda Valtýsdóttir, Jesus, god, Ancient Greek figures and witches, an eccentric American and German romantics, the extraterrestrial Pakistani Shahzad Ismaily and the Icelandic wonder, Hilmar Jensson will all be in Mengi on March 28th, Easter Monday.
Music by George Crumb, Olivier Messiaen, Harry Partch, Franz Schubert, Robert Schumann and Hildegard von Bingen.
Gyða, Hilmar and Shahzad will be joined by Frank Aarnink (percussion) & Júlía Mogensen and Pascal La Rosa (bowed chrystal glasses).
Gyda Valtýsdóttir began her music career as a teenager with the band múm. She left the band to concentrate on classical music studies, at the Rimsky-Korsakov Conservatory in St. Petersburg and the Hochschule für Music in Basel where she finished a master's degree in cello with Thomas Demenga and studied free improvisation with Walter Fähndrich.
She plays regularly with Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson and múm and has worked with a number of other artists over the years, e.g. A Winged Victory for the sullen, Efterklang, Dustin O'Halloran, Damien Rice, Bryce & Aaron Dessner, Kira Kira, Ragnar Kjartansson, Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson etc.
Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK
(English below)
Undanfarnar vikur hafa bresku listamennirnir James Birchall, hljóðlistamaður og Sarah Faraday, myndlistarkona, dvalið í Fjúk, listamiðstöðinni í Húsavík þar sem þau hafa numið og skrásett umhverfi sitt með hljóðupptökutækjum og myndavélum. Hugleiðingar um kyrrð og þögn í landslagi hafa verið alls ráðandi og þau freistað þess að ná utan um og miðla hugleiðslukenndu ástandi í hljóð og mynd. Afraksturinn gefur að heyra á sérstökum viðburði í Mengi fimmtudagskvöldið 31. mars þar sem marglaga vettvangshljóðritanir James og íhugul myndskeið Söru veita þeim sem hlustar og horfir tilfinningu fyrir framrás tímans í landslaginu.
Samstarf James og Söru hefur staðið yfir í nokkur ár. Frá árinu 2014 hafa þau rekið saman listamiðstöðina Fuse Art Space í Bradford, Englandi, sem er allt í senn, gallerí, listhús og verslun. Í Fuse Art Space hafa verið haldnir fjölmargir tónleikar þar sem komið hafa fram raf, spuna og hljóðlistamenn, listamiðstöðin hefur haldið úti listamannaspjalli, kvikmyndasýningum og vinnusmiðjum, á meðal listamanna sem þar hafa komið fram má nefna Philip Jeck, B. J. Nielsen, Awesome Tapes from Africa, Lafidki, Wanda Group, Basic House, Victor Herrera og fleiri og fleiri. http://www.wearefuse.co
James Birchall starfar undir listamannanafninu Rough Fields. Í tónlist hans má greina allls kyns þræði og áhrif úr noise-tónlist, rokki, þjóðlagatónlist, sígildri tónlist fyrri alda, mínímalisma, raftónlist og tilraunakenndri spunatónlist. Hann hefur sent frá sér 7-tommur, kasettur og geisladiska, sá nýjasti heitir Wessenden Suite en á tónleikunum í Mengi mun James einnig vinna með hljóðritanir sem finna má á þeirri plötu.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
///
Rough Fields is the solo project of UK-based producer James Birchall. Began in 2011 with a series of epic lo-fi cassettes on the Bomb Shop label, the Rough Fields project progressed through expansive song forms on debut album Edge of the Firelight, and surreal, dreamy pop on the High Time EP. Constructed from a wide array of stringed instruments, found objects and home-made soundmaking devices, his early work brings together influences from drone, UK techno and minimalism to form unique works. In 2013, Birchall collaborated with Steve Reich to release the first ever solo version of “Music For 18 Musicians”. Along with Sarah Faraday, the pair also form drone/noise/electronica Ambrosia(@).
This special show at Mengi will be divided into two parts - the first is pure field recording with minimal manipulation, placing sound recorded on the north and west coasts of Iceland into concrete performative structures, accompanied by meditative films created at each location by photographer, filmmaker and visual artist Sarah Faraday. The second part stems from the 2013 album “Wessenden Suite” - a long-form drone piece constructed from layered field recordings. The performance involves recording environmental sound in the region, and then manipulating those recordings live using Max, Ableton and a series of custom built resonant filters to achieve densely layered textures of blissful, harmonic sound.
Faraday and Birchall have been collaborating for several years as photographer and sound artist, creating projects examining natural environments, works documenting urban developments and their impact on ecosystems, and sound pieces layering field recordings to create musical structures. They are currently artists in residence at Fjuk Arts Centre in Husavik, exploring the concepts of silence and stillness in the landscape, and the ability to capture and express these qualities through sound and film. The challenge is to express this meditative stasis in film, introducing a sense of passing time for the viewer. Although it may seem like a contradictory task - the expression of stillness in moving image, and silence in sound - it’s the virtual impossibility of finding absolute results which gives value to the end product. The meditative viewer is rewarded with the gradual revelation of time passing within the apparently still landscape.
http://www.roughfields.org/
http://www.sarahfaraday.co.uk/
http://www.bombshop.org/
Event starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.
(English below)
Shahzad Ismaily og Gyða Valtýsdóttir spila lög i tilefni 1. apríl.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
Shahzad Ismaily er þúsundþjalasmiður í tónlist sem hefur unnið með stórum hópi tónlistarmanna, þar á meðal John Zorn, David Krakauer, Bonnie Prince Billy, Ben Frost, Shelley Hirsch, Will Oldham og fleirum. Hann spilar á raf- og kontrabassa, gítar, banjó, harmonikku, flautu, slagverk og trommur og alls kyns hljóðgervla. Shahza er búsettur í New York en hefur stúderað tónlist víða um heiminn, í Pakistan, Indlandi, Tyrlandi, Mexíkó, Santiago, Japan, Indónesíu, Marokkó og Íslandi.
Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich.
Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O´Halloran, Damien Rice, Bryce & Aaron Dessner, Kiru Kiru, Ragnari Kjartanssyn, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni o.fl
///
Shahzad Ismaily & Gyða Valtýsdóttir give a concert on April Fools Day. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.
Gyda Valtýsdóttir began her music career as a teenager with the band múm. She left the band to concentrate on classical music studies, at the Rimsky-Korsakov Conservatory in St. Petersburg and the Hochschule für Music in Basel where she finished a master's degree in cello with Thomas Demenga and studied free improvisation with Walter Fähndrich.
She plays regularly with Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson and múm and has worked with a number of other artists over the years, e.g. A Winged Victory for the sullen, Efterklang, Dustin O'Halloran, Damien Rice, Bryce & Aaron Dessner, Kira Kira, Ragnar Kjartansson, Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson etc.
Shahzad Ismaily was born to Pakistani immigrant parents and grew up in a wholly bicultural household. While he holds a masters degree in biochemistry from Arizona State University, he is a largely self-taught composer and musician, having mastered the electric and double bass, guitar, banjo, accordion, flute, drums, various percussion instruments and various analog synthesizers and drum machines. Ismaily has recorded or performed with an incredibly diverse assemblage of musicians, including Laurie Anderson and Lou Reed, Tom Waits, Jolie Holland, Laura Veirs, Bonnie Prince Billy, Faun Fables, Secret Chiefs 3, John Zorn, Elysian Fields, Shelley Hirsch, Niobe, Will Oldham, Nels Cline, Mike Doughty (of Soul Coughing), Graham Haynes, David Krakauer, Billy Martin (of Medeski Martin and Wood), Carla Kihlstedt’s Two Foot Yard, the Tin Hat Trio, Raz Mesinai and Burnt Sugar.
He has also composed regularly for dance and theater, including for Min Tanaka, the Frankfurt Ballet and the East River Commedia. Recently he composed the score for the critically acclaimed movie Frozen River, which won the Grand Jury Prize at the 2008 Sundance Film Festival. He was also an Artist in Residence at the Headlands Center for the Arts in San Francisco, CA in 2008. Currently based in New York , Ismaily has studied music extensively in Pakistan, India, Turkey, Mexico, Santiago, Japan, Indonesia, Morocco and Iceland.
(English below)
Hljóðinnsetning eftir Þórönnu Björnsdóttur, unnin í samstarfi við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands.
Laugardaginn 2. apríl 2016 klukkan 17.
Útgáfa Lady Boy Records á hljóðverki Þórönnu verður til sölu á staðnum.
Aðgangur ókeypis.
Tónlist fyrir þungt og létt andrúmsloft eftir Þórönnu Björnsdóttur er hljóðverk í tveimur hlutum og sækir innblástur í hin miklu veðurskil á Íslandi sem birtast í hæðum og lægðum yfir landinu.
Verkið er unnið úr hljóðum sem Þóranna safnar í daglegu lífi og blandar saman við raf- og tölvuhljóð með ýmsum aðferðum.
Hljóðverk Þórönnu verður gefið út hvorttveggja sem tveggja hliða kasetta og sem smáforrit sem nálgast má á netinu. Smáforritið er unnið í samvinnu við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands (vedur.is) og er í raun sjálfvirkur mixari sem blandar báðum rásum (þungu og léttu andrúmslofti) og fylgir breytingum á hæðum og lægðum sem fara yfir landið.
Hljóðsnældan sem gefin er út af Lady Boy Records verður í takmörkuðu upplagi, 50 eintökum, ásamt niðurhalskóða til að nálgast stafræna útgáfu verksins. Hvert eintak er sérhannað og áritað og er tækni leysirskera notuð til þess að teikna á plasthulstur snældunnar.
///
Sound installation by Þóranna Björnsdóttir.
Saturday, April 2nd 2016 at 5pm.
Cassettes, released by Lady Boy Records, will be sold at the opening.
Free entrance.
Music for heavy and light atmospheres by Thoranna Björnsdottir, is a two sections music piece; Inspired by the hectic alternations of weather in Iceland in terms of air pressure, the pieces are a blend of Thoranna’s daily field recordings and electronic/computer manipulations.
The two compositions will be released both as a two sided audio cassette and as an online app. The online app, made in collaboration with Nicolas Kunysz & the Icelandic Meteorological Institution (vedur.is), works as a self generated mixer, blending both tracks (heavy & light atmosphere) following the fluctuations of the air pressure in real time.
The cassette, released by Lady Boy Records, is a limited edition (50pcs) laser engraved tape, each copy is unique and numbered.
Ryan Sawyer, slagverksleikari og Ryan Ross Smith, raftónlistarmaður mynda saman dúettinn RYANS sem gerir út frá New York. Þeir byrjuðu að spila saman í hinni poppskotnu þjóðlagasveit Starls Like Fleas um miðjan níunda áratuginn og hafa síðan unnið saman í ýmsum tónlistarverkefnum. Tónleikarnir í Mengi eru fyrstu tónleikar RYANS í Reykjavík. Hér mun tilraunakennd spunatónlist ráða ríkjum og við sögu kunna að koma langar þagnir, klingjandi bjöllur, blóm, skraf og skrap, síendurtekinn taktur og varðeldasöngvar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
///
RYANS is a New York-based electroacoustic duo featuring Ryan Sawyer (percussion) and Ryan Ross Smith (modular synthesizer and live-coding). Ryan and Ryan first began playing together in seminal free-pop-folk-force Stars Like Fleas in the mid-oughts, and have since engaged in a variety of creative endeavors that appear to fit well within the current musico-historical context.
This will be Ryan and Ryan's first show as RYANS in Reykjavík, so please join us for an evening of improvisatory experimentation that may or may not feature tiny bells, enormous silences, chirps and scrapings, broken beats, flowers, flourishes, repetitive rhythms, hand clapping, and campfire songs.
Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.
Gjörningakvöld í Mengi fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Húsið verður opnað klukkan 20:30. Veislan hefst klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur
Gjörninga eiga Haraldur Jónsson, Snorri Ásmundsson, Logi Bjarnason, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og Indriði Arnar Ingólfsson.
Sýningastjórar:
Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir
Eva Ísleifs
Ingibjörg Magnadóttir
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.
Nánar um kvöldin:
Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum og í ljósi þessa verður ekki tilkynnt um hvenær einstakir listamenn varpa sínu fram. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá.
Átök eiga sér stað á milli hæða.
Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham.
Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins.
Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining.
///
A night dedicated to performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month.
Performances by Haraldur Jónsson, Snorri Ásmundsson og Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson.
Curated by visual artists Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifs, Ingibjörg Magnadóttir & Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.
Event starts at 9pm.
Entrance: 2000 ISK
(English below)
Þriðja tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis fer fram þriðjudagskvöldið 5. apríl. Dagskráin verður afar fjölbreytt og spennandi þar sem við sögu koma innsetningar og gjörningar, sviðlistaverk og tónlistaratriði. Tilraunakvöldin eru vettvangur fyrir bæði nemendur og kennara úr öllum deildum skólans til tilrauna og/eða sýninga eða flutnings á verkum sínum, en einnig getur vettvangurinn hentað til þróunar á hugmynd og framsetningu verk.
Á dagskrá 5. apríl:
-Dimension Differentiator / Innsetning eftir Nilz Brolin, nemanda við myndlistardeild.
-Sviðslistaverk eftir Sigurð Arent, stundakennara við sviðslistadeild.
-Vídeógjörningur eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, nemanda við myndlistardeild.
-Sviðslistaverk eftir nemendahóp sviðslistadeildar.
_Remembering Future". Dansatriði eftir Yelenu Arakelow, nemanda við sviðslistadeild.
-Sviðslistaverk og tónlist eftir Hallveigu Kristínu, nemanda við sviðslistadeild og Hilmu Kristínu, nemanda við tónlistardeild.
-Reuben Fenemore og Maria Jönsson, nemendur við tónlistardeild: Tónlistarspuni og myndverk
Hefst klukkan 20. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
///
This spring Mengi and the Iceland Academy of the Arts will collaborate on three experimental events.
The events are open for students and teachers of the Academy to do experiments on or exhibit their projects or even to test a work-in-progress and will be held the last Wednesday evening of each month.
Program for Tuesday, April 5th:
-Nilz Brolin: Dimension Differentiator. Installation
-Sigurður Arent: Stage performance
-Sigrún Gyða Sveinsdóttir: Video performance
-Students from Theatre Department: Stage performance
-Yelena Arakelow: Remembering Future - Dance performance
-Hallveig Kristín and Hilma Kristín: Stage performance and music
-Reuben Fenemore and Maria Jönsson: Music improv and visuals.
Starts at 8pm. Free entrance
Það er með mikilli ánægju sem við tökum á móti þeim Jófríði Ákadóttur (Gangly, Samaris, Pascal Pinon) og þúsundþjalasmiðnum Shahzad Ismaily sem efna til tónleika í Mengi fimmtudagskvöldið 7. apríl. Ásamt þeim mun Tumi Árnason, saxófónleikari stíga á stokk.
Samstarf þeirra hófst sumarið 2014 þegar Shahzad var staddur í veislu að heimili Jófríðar. Jófríður lék lag, sem hún var nýbúin að semja á casio-hljómborðið sitt, fyrir Shahzad. Kvöldið eftir héldu þau í hljóðver og tóku upp lagið sem varð upptakturinn að heilli plötu sem nú hefur verið hljóðrituð. Platan hefur að geyma alls konar söngva, lög um framandi heima og lög um vináttuna, söngva um tilviljanir og lög sem fjalla hvort tveggja um heimþrá og löngunina eftir því að komast burt.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur
///
A special night at Mengi, dedicated to the collaboration of Jófríður Ákadóttir (Gangly, Samaris, Pascal Pinon) and the multi-instrumentalist Shahzad Ismaily. They ask Tumi Árnason, saxophone player to join them on stage for the evening.
"I met Shahzad in the summer of 2014 at a party in my house. I played him a song I had just written on a little Casio keyboard a few days earlier and he asked if I wanted to record it with him. I said yesss. The next night I randomly walked into him on the street and we recorded the track, starting at midnight and went until 7 in the morning. since then we recorded a whole album together: Brazil, an ode to the far away, rejection of the homeland, randomly walking into people and keeping on walking side by side for a long time." (Jófríður Ákadóttir).
Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK.
(English below)
Weird Movies from the Middle of America (Undarlegar kvikmyndir frá Bandaríkjunum miðjum) er dagskrá helguð tilraunakenndum kvikmyndum og myndbandsverkum frá Chicago og miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þar eru veturnir nístandi kaldir, sumurin sjóðheit og rök - í þessum myndum eru andstæður sömuleiðis áberandi, átök á milli ytri heims og hins innri, hins þokkafulla og hins klunnalega, hins stöðuga og hins fljótandi.
Sýndar verða sjö kvikmyndir þar sem jafnmargir myndlistar- og kvikmyndagerðarmenn fjalla um tilveruna á þessum slóðum í hjartnæmum, fyndnum, tilfinningaríkum og harmþrungnum kvikmyndum.
Carl Elsaesser - The Misbehaving Image
Cameron Gibson - To the Realm of Precise Shadows
Emily Oscarson - Don't Say Goodbye to Me
Jesse Malmed - Thimblerig
Jesse McLean - Somewhere Only We Know
Meredith Lackey - Iron Condor
Steve Reinke - Amsterdam Camera Vacation
Sýningastjóri er Emily Eddy.
Hefst klukkan 21.Miðaverð: 2000 krónur.
///
Weird Movies From the Middle of America is a program of experimental film and video artwork from Chicago and the American Midwest. Like the dichotomy of bitter cold Midwestern winters and sticky, humid summers, this show is a pairing of interior and exterior, grace and clumsiness, static and wriggling.
Using image and sound, these seven artists' films explain the love and hardship of Midwestern existence, and are all at once heartfelt, funny, emotive, and tragic.
Carl Elsaesser - The Misbehaving Image
Cameron Gibson - To the Realm of Precise Shadows
Emily Oscarson - Don't Say Goodbye to Me
Jesse Malmed - Thimblerig
Jesse McLean - Somewhere Only We Know
Meredith Lackey - Iron Condor
Steve Reinke - Amsterdam Camera Vacation
Curated by Emily Eddy
Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK
///
Carl Elsaesser is a film maker working out of Iowa, though he's originally from Maine which feels important. His works look at the formal qualities of representation, pulls them apart and often screams at them, all this in order to understand how notions of representational validity have become so manufactured, so hopelessly known, and to what terrifyingly banal affect.
http://carlelsaesser.com/
///
Cameron Gibson is a Chicago-based filmmaker, teacher and occasional landscaper. Blending documentary, narrative and experimental film, his work often delves into personal histories and the uncanny - both realizing and critiquing a fundamental voyeurism at the heart of filmmaking and film watching.
Cameron has presented work at galleries and festivals worldwide, including the International Film Festival Rotterdam (The Netherlands), European Media Art Festival (Osnabrück, Germany), Galeria Zé dos Bois (Lisbon, Portugal), Winnipeg Underground Film Festival (Canada), MassArt Film Society (Boston, MA), Echo Park Film Center (Los Angeles, CA), EMP Collective (Baltimore, MD), The Nightingale Cinema, The Mission Projects, Gallery 400 and the Museum of Contemporary Art (all Chicago, IL). He studied film production at Northwestern University and received an MFA in Moving Image from University of Illinois at Chicago.
http://camerondeangibson.com/
///
Meredith Lackey is a multimedia artist based in Los Angeles. She received a BA in Philosophy and Film/Video from Hampshire College in Amherst, Massachusetts, and an MFA in Moving Image from the University of Illinois Chicago. Her work has shown in exhibitions and film festivals including the New York Film Festival at Lincoln Center, and the Edinburgh International Film Festival. She was a 2013-2015 University Fellow of the University of Illinois Chicago, is the recipient of the UFVA Carole Fielding Grant, and is a 2014 Princess Grace Foundation Honoraria winner.
http://meredithlackey.com/
///
Jesse Malmed is an artist and curator living and working in Chicago. His work in moving images, performance, text and occasional objects has exhibited widely in museums, cinemas, galleries, bars and barns. He is the curator of the Live to Tape Artist Television Festival, co-director of the mobile exhibition space and artist bumper sticker project Trunk Show, a programmer at the Nightingale Cinema and curates exhibitions, screenings and performance events both independently and institutionally.
http://jessemalmed.net/
///
Jesse McLean is a media artist and educator whose research is motivated by a deep curiosity about human behavior and relationships, especially as presented and observed through mediated images. Interested both in the power and the failure of the mediated experience to bring us together, McLean's work asks the viewer to walk the line between voyeur and participant.
She has presented her work at museums, galleries, and film festivals worldwide, including the International Film Festival Rotterdam, The Netherlands; Venice Film Festival, Italy; Transmediale, Berlin; 25 FPS Festival, Zagreb, Croatia; European Media Arts Festival, Osnabrück, Germany; Contemporary Art Museum, St. Louis; Interstate Projects and PPOW Gallery, New York; Museum of Contemporary Art, Detroit; Gallery 400, Chicago; Impakt, Utrecht, The Netherlands; CPH:DOX, Copenhagen; Kassel Documentary Film and Video Festival, Kassel, Germany; and the Contemporary Arts Center, Cincinnati, OH.
She was the recipient of the Ghostly Award at the 2011 Images Festival and the Barbara Aronofsky Latham Award for Emerging Experimental Video Artist at the 2010 Ann Arbor Film Festival. She is an Assistant Professor in the Department of Cinema and Comparative Literature at University of Iowa.
http://jessemclean.com/
///
Emily Oscarson is an artist currently working and living in Chicago. Her multi-media work addresses relationships between personal history and complex neurological processes. Through film, video, performance and sound, the work explores notions of translation, interaction, repression and repercussions.
She received her BFA from the University of Illinois at Chicago. Currently she programs for the Chicago Underground Film Festival and serves as Operations Manager for Independent Filmmaker Project Chicago.
https://vimeo.com/user3442302
///
Steve Reinke is an artist and writer best known for his videos. His work is screened widely and is in several collections, including the Museum of Modern Art (New York), the Pompidou (Paris), and the National Gallery (Ottawa). His tapes typically have diaristic or collage formats, and his autobiographical voice-overs share his desires and pop culture appraisals with endearing wit.
Born in a village in northern Ontario, he is currently associate professor of Art Theory & Practice at Northwestern University. In the 1990's he produced the ambitious omnibus The Hundred Videos (1996), and a book of his scripts, Everybody Loves Nothing: Scripts 1997-2005 was published by Coach House (Toronto). He has also co-edited several books, including By the Skin of Their Tongues: Artist Video Scripts (co-edited with Nelson Henricks, 1997), Lux: A Decade of Artists' Film and Video (with Tom Taylor, 2000), and The Sharpest Point: Animation at the End of Cinema (with Chris Gehman, 2005).
http://www.myrectumisnotagrave.com/
///
Emily Eddy is a film, video, and digital media artist and curator based out of Chicago, IL. She graduated from The School of the Art Institute of Chicago in 2013, where she received her Bachelors in Fine Arts. She has been programming film, video, and new media works at the Nightingale Cinema in Chicago since 2013. Emily has screened work at many venues in Chicago, as well as her hometown, Portland, OR, Iceland, and various mid-western cities.
http://emily-eddy.com/
Hinir einu sönnu Sölvi Kolbeinsson, saxófónleikari og Magnús Trygvason Eliassen, slagverksleikari efna til snarstefjaðrar óvissuferðar í Mengi laugardagskvöldið 9. apríl klukkan 21. Súrt og sætt, gamalt og nýtt, þetta eru þriðju tónleikar félaganna í Mengi en þá fyrstu héldu þeir sumarið 2015 fyrir troðfullu húsi og undirtektir voru frábærar.
Sölvi Kolbeinsson var nýverið kosin bjartasta vonin í flokki djass- og spunatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt músíkalítet. Magnús er einn af öflugustu tónlistarmönnum íslenskrar spunatónlistarsenu, hann er einn af meðlimum kvartettsins ADHD, er í hljómsveitunum Moses Hightower, amiinu og Kippa kanínusi og hefur spilað með fjölda annarra hljómsveita.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
///
Join the great musicians Sölvi Kolbeinsson, saxophones and Magnús Trygvason Eliassen, drums for an exciting improv concert at Mengi on Saturday, April 9th at 9pm. This is their third duo concert at Mengi, their first concert held in the summer of 2015 to great acclaim. .
Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.
Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka, 6-10 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim.
Í áttundu smiðjunni, sem fram fer þann 10.apríl, munu þeir Halldór Eldjárn og Úlfur Eldjárn verða í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 6 til 10 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni.
Fyrirkomulagið er þannig að börnin koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 10.30 og vinna í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar.
Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt.
///
Creative music lab for children, 6-10 years old along with their parents. The lab is organized by musician Benedikt Hermann Hermannson and each time he will be joined by two other musicians who will present their music making and lead the children through making their own music that will be performed at Mengi.
The guests for this session, on April 10th will be Halldór & Úlfur Eldjárn.
Starts at 10:30.Free entrance. Open for everybody as long as there is space.
CRISIS MEETING (2015)
On stage: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason
Concept: Kriðpleir
Text and dramaturgy: Bjarni Jónsson
Design: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Director: Friðgeir Einarsson
Duration: 80 mins.
In English
Tickets: 2000 ISK
booking@mengi.net & midi.is
"Their approach is very original and I think they´re hilariously funny [...] Great fun. A must- see!
-Hlín Agnarsdóttir, TV show Kastljós on IBS
Oscillating between anarchy, sit-com and Samuel Beckett, Kriðpleir Theater Group takes on different and – at times – completely unmanageable projects, driven by the members´ desperate longing for truth, social acceptance and respect.
This time Friðgeir Einarsson and his companions are in midst of writing a major application. The guys have a deadline approaching, but being these avid fans of open-door policies and the culture of sharing, they´ve decided to take time off to reveal their working methods during a series of short sessions.
"Crisis Meeting" is an introduction to the strange world of Kriðpleir; a golden opportunity for arts enthusiasts and professionals to level with the performers, watch them at work and contemplate on the mysterious ways of the performing arts.
Rawing reviews for Crisis Meeting - one of the top five shows in town, according to Iceland State Broadcasting.
"All theatre artists and all those who consider themselves to be real artists must go and see this show!"
-María Kristjánsdóttir, Cultural Magazine Víðsjá on IBS
Kriðpleir Theatre Group has produced 3 shows to date, starting with "The Block" in2012 when hospitable theatre maker Friðgeir Einarsson invited people to his small apartment in the east of Reykjavík and introduced some of his fantastic plans for the neighbourhood. Rating this as an over-all positive experience, Einarsson felt ready to take on other and more complex tasks.
A year later he showed up with his friends at the University of Iceland, lecturing on the wonders of the brain in "Tiny Guy" (2013) and the third project took Kriðpleir back in time: "Belated Inquiry" (2014) was an attempt to solve a 330 years old murder mystery, resulting in a particular mixture of documentary film-making and theatre.
In 2015, Kriðpleir performed "Tiny Guy" at steirischer herbst in Graz and the Culturescape Festival in Basel.
///
KRÍSUFUNDUR (2015)
Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson & Ragnar Ísleifur Bragason
Hugmynd: Kriðpleir
Texti & dramatúrgía: Bjarni Jónsson
Sviðsmynd: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikstjóri: Friðgeir Einarsson
Lengd: 80 mínútur
Sýningin fer fram á ensku
Miðaverð: 2000 krónur
booking@mengi.net og midi.is
„Þeir eru með nálgun á leikhús sem er mjög frumleg og mér finnst afskaplega fyndin. [...] Virkilega skemmtilegt. Það borgar sig fyrir fólk að sjá þetta.“
-Hlín Agnarsdóttir, Kastljós
Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll.
Að þessu sinni eru Friðgeir Einarsson og félagar hans að setja saman meiriháttar umsókn í listasjóð. Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð.
Krísufundur er kynning á hinum undarlega heimi Kriðpleirs; upplagt tækifæri fyrir listáhugafólk og bransalið til þess að kynnast meðlimum hópsins betur, fylgjast með þeim að störfum og velta um leið fyrir sér hinum órannsakanlegu vegum sviðslistanna.
Krísufundur hefur fengið frábærar viðtökur og var valin ein af fimm áhugaverðustu frumsýningum vetrarins af gagnrýnanda Kastljóssins á RÚV.
„Það er full ástæða til að hvetja leikhúsfólk og aðra listamenn einkum þá sem líta á sig sem listamenn með stóru elli að skreppa í Mengi.“
-María Kristjánsdóttir, Víðsjá
Krísufundur er fjórða verkefni Kriðpleirs. Hið fyrsta var Blokk sem sýnt var 2012, en þá bauð sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson fólki í stúdíóíbúð sína við Háaleitisbraut þar sem hann kynnti fyrir þeim stórkostlegar hugmyndir um skipulag hverfisins í framtíðinni. Þau jákvæðu viðbrögð sem Friðgeir fékk í kjölfarið ollu því að hann réðst í fleiri og enn flóknari verkefni. Ári síðar birtist hann ásamt félögum sínum í Háskóla Íslands og hélt þar fyrirlestur sem kallaðist Tiny Guy og fjallaði um undur heilastarfseminnar.
Haustið 2014 hvarf Kriðpleir 330 ár aftur í tímann í tilraun hópsins til þess að leysa morðgátu tengda Jóni Hreggviðssyni bónda á Rein. Var þar á ferðinni einstök blanda heimildarmyndargerðar og leikhúss sem hlaut m.a. tilnefningu til Grímunnar 2015.