Viðburðir í dag um allt land

Skrá viðburð

Gönguvikan "Á fætur í Fjarðabyggð"

Ferðaþjónustan Mjóeyri

19055493 10155201560382530 969375185480502144 o

Á FÆTUR Í FJARÐABYGGÐ GÖNGUR OG FJÖLLIN FIMM Göngu- og gleðivikan "Á fætur í Fjarðabyggð" fer fram síðustu vikuna í júní. Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Innan Gönguvikunnar eru fjölskyldugöngur, sögugöngur, krefjandi áskoranir fyrir alvöru göngugarpa og allt þar á milli. Að göngudegi loknum tekur gleðin völd með kvöldvökum, tónlist, leiklist og sjóhúsagleði. Fjöllin fimm eru skemmtileg áskorun fyrir alla þátttakendur. Þeir sem klífa þau öll fá heiðursnafnbótina "Fjallagarpur gönguvikunnar". Fyrir 15 ára dugar að klífa þrjú fjöll til að landa þessum eftirsóknarverða titli. Þessi fjölskylduvæna gleði- og skemmtivika er einn stærsti útvistarviðburður ársins, með úrvals gönguferðir og afþreyingu við allra hæfi. Farðu á fætur með Fjarðabyggð og taktu þátt í frábærri útvistarskemmtun. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri. Nauðsynlegt er að skrá sig í þessar ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, 698 6980 eða mjoeyri@mjoeyri.is, fyrir kl. 12.00 föstudaginn 23. júní.

Algleymi / Ecstasy - Reykjavík Midsummer Music

Harpa Concert Hall and Conference Centre

18814702 1454415944642864 8008054633528725032 o

Algleymi / Ecstasy - Reykjavík Midsummer Music (English below) Síðdegistónleikar í Norðurljósum í Hörpu þar sem þrír af færustu strengjaleikurum samtímans - fiðluleikararnir Sayaka Shoji frá Japan og Rosanne Philippens frá Hollandi, og ungverski sellóvirtúósinn István Várdai, nálgast algleymið í þremur hávirtúósískum snilldarverkum. Komið með á vit algleymisins! Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst keyptur hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ ___ Listamenn / Artists Sayaka Shoji, Rosanne Philippens, István Várdai Dagskrá / Programme Maurice Ravel: Sonata for violin and cello Zoltán Kodály: Sonata for solo cello Toshio Hosokawa: Ecstasis for solo violin ___ In this matinée concert in the Norðurljós Hall of Harpa, three of today's foremost string players - Japanese violinist Sayaka Shojii, Dutch violinist Rosanne Philippens and Hungarian cellist István Várdai approach ecstasy in three highly virtuosic works. Join us into the realm of pure musical ecstasy! Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið ____ Meira / More: Á þessum tónleikum nálgast þrír af færustu strengjaleikurum samtímans algleymið í þremur hávirtúósískum snilldarverkum. Sónata Maurice Ravel fyrir fiðlu og selló er samin til minningar um Claude Debussy, en þótt Ravel dáði tónlist Debussys var samband þeirra flókið – Ravel stóð lengst af í skugga Debussys og öðlaðist í raun aðeins sess sem höfuðtónskáld Frakka eftir andlát hans. Í sónötunni virðist Ravel frjáls undan allri gamalli gremju í garð hins látna meistara, en einnig má greina í henni áhrif annars tónskálds – Zoltáns Kodály. Það er við hæfi að ungverski sellósnillingurinn István Várdai leiki Sónötu Kodálys fyrir einleiksselló: Hún var samin 1915 fyrir sellóleikarann Jeno Kerpely, sem virðist, rétt eins og István, hafa búið yfir takmarkalausri getu á hljóðfærið. Sónatan teygir sig yfir fimm áttundir og í henni er notast við svo til allar tæknilegar sellóbrellur sem fyrirfinnast, auk þess sem Kodály umbreytti í raun sellóinu í verkinu með því að stilla tvo lægstu strengi þess hálftóni lægra en vaninn er, svo vænghaf hljóðfærisins eykst og nýir hljómaheimar opnast. Sónatan er ægifögur og full af tilfinningalegri ákefð – með traustar rætur í ungverskri þjóðlagatónlist en frískandi nútímaleg í anda. Að lokum hljómar nýtt verk sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji pantaði af landa sínum, tónskáldinu Toshio Hosokawa, og frumflutti í Wigmore Hall, Extasis - eða Algleymi. // In this matinée concert, three of today's foremost string players approach ecstasy in three highly virtuosic works. Maurice Ravel's Sonata for Violin and Cello is written in the memory of Claude Debussy. Though Ravel admired the music of Debussy, their relationship was a complex one – Ravel spent most of his early career in Debussy's shadow, and was recognised as France's leading composer only after his death in 1918. In this sonata, Ravel is clearly free from all past grudges against the great master, but another composer's influence can also be detected; namely that of Zoltán Kodály. Fittingly played here by Hungarian cello virtuoso István Várdai, Zoltán Kodály's Sonata for solo cello was written 1915 for another cellist of seemingly limitlest abilities, Jeno Kerpely. The sonata ranges over five octaves and uses virtually every string technique there is. Furthermore, the two lower strings of the instrument are tuned a semitone lower, extending the range of the cello further and allowing for subtle harmonic novelties. Sublimely beautiful and filled with emotional urgency, the sonata is both firmly rooted in Hungarian folk music and strikingly modern in spirit. The last work on the programme is a new work by Japanese composer Toshio Hosokawa, commissioned and premiered by Sayaka Shoji at Wigmore Hall in 2016: Extasis.

SKAM fullorðinspartí - lokaþáttur seríu 4!

Bíó Paradís

19105850 1365975433439034 4431883944052778684 n

English below Bíó Paradís í samstarfi við RUV, fullorðinsaðdáendaklúbb SKAM á Íslandi og Norska Sendiráðið kynnir: LOKAPARTÍ SKAM SERÍU 4! Ókeypis er á sýninguna en það kostar 1.000 kr í partíið! Dagskrá 18:00 Mæting og fordrykkur í boði Norska Sendiráðsins á Íslandi 18:15 Sýningin á lokaþættinum í seríu 4 í samstarfi við RUV. Athugið að þátturinn verður sýndur með enskum texta! 18:35-18:40 Grandiosa Pizzur á boðstólnum FRÍTT. Tilboð á drykkjum á barnum. 19:00 SKAM PUBB KVISS 15 spurningar Hlé 15 spurningar Samtals 30 spurningar. 2-3 saman í liði. Glæsilegir vinningar í boði m.a. SKAM SAFARI í Osló fyrir tvo, NOORU varalitur ofl. 20:30 DANS OG GAMAN - tilboð á barnum og SKAM playlisti í nýju hljóðkerfi Bíó Paradís Verið er að vinna í því að fá einhverja skemmtilega gesti úr þáttunum á SKYPE eftir sýningu þáttarins - en það er ekki staðfest og gæti bæst við. Athugið að aldurstakmarkið er 25 ára! Sem þýðir að aðdáendaklúbburinn er fyrir 25 ára og ELDRI en það er einmitt aldursviðmiðið í viðburðinn. Skilríki nauðsynleg. Miðasala í partíið er hafin hér: https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/4363/ ________________________________________________ Bíó Paradís in collaboration with RUV -The Icelandic National Broadcasting Service, Adult SKAM fans in Iceland and the Norwegian Embassy in Iceland presents: SKAM FINALE PARTY - SEASON 4! Free entrance to the screening of the final episode - but hte party entrance fee is 1.000 ISK Program 18:00 Pre-drinks -courtesy of Norwegian Embassy in Iceland 18:15 Final episode in season 4 screened- with English subtitles 18: 35-18: 40 Grandiosa Pizzas are offered for FREE. Great offers of drinks at the bar! 19:00 SKAM PUB QUIZ 15 questions A short brake 15 questions Total 30 questions. 2-3 together in a team. Great prizes, etc. SKAM SAFARI in Oslo for two, NOORA lipstick and many other great things! 20:30 DANCEPARTY - in our brand new soundsystem! and the bar is wide open, filled with offers! We are working on booking at least one actor from SKAM to talk to us via SKYPE after the screening of the episode - but it is not confirmed and could be added later. The Nordic House presents a SKAM kiosk at the event, where you can buy specially made t-shirts and tote bags! 2000 ISK per item, cash or card. Note that the age limit is 25 years old! Which means that the fan club is 25 years old and above, but that's exactly the age limit to attend the event. ID certificate required. Ticket sales to the party have started here:https://tix.is/en/bioparadis/buyingflow/tickets/4363/

Borðhald + Berjamór í Björtuloftum Hörpu

Harpa

18921973 1840051646313424 115571308790110204 n

Borðhald og Berjamór munu efna til matarveislu þann 24 juni í Háuloftum á 8. hæð Hörpu. Í boði er 7 rétta matarveisla pöruð við 7 hágæða Náttúruvín frá Berjamó. Takmarkaður sætafjöldi og bókun nauðsynleg. Verð 18.000 Bókanir á bordhald@outlook.com Borðhald and Berjamór will open a pop-up restaurant on the 24th of june at Háuloft on the 8th floor of Harpa music and confrencehall. On offer will be a 7 course feast with local and seasonal ingredients paired with 7 nature wines from Berjamór import. Limited seating and booking is necessary. Price 18.000 Booking at bordhald@outlook.com

Fantasíur frá nýju og gömlu Vín - Reykjavík Midsummer Music

Harpa Concert Hall and Conference Centre

18920984 1454450977972694 5997431589393733557 o

Fantasíur frá nýju og gömlu Vín / Fantasies from New and Old Vienna - Reykjavík Midsummer Music (English below) Fantasían er sú tegund tónsmíðar sem beinlínis er ætlað að gefa frelsi ímyndunaraflsins byr undir báða vængi. Á þessum tónleikum Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum heyrum við ægifagrar fantasíur frá gömlu Vínarborg - og kynnumst takmarkalausri andagift Franz Schuberts. Svo bregðum við okkur vestur til Kaliforníu og hlýðum á fantasíu höfuðtónskálds „síðari Vínarskólans“, Arnolds Schoenbergs, mannsins sem braut endanlega niður múra tóntegundakerfisins þegar hin aldna Evrópa var rústir einar eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar. Missið ekki af einstökum tónleikum, þar sem nokkrir af fremstu klassísku tónlistarmönnum heims koma fram. Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ ___ Listamenn / Artists Vilde Frang, Maxim Rysanov, Nicolas Altstaedt, Rosanne Philippens, István Várdai, Julien Quentin, Sayaka Shoji, Víkingur Ólafsson Dagskrá / Programme Franz Schubert: Notturno Leonid Desyatnikov: Wie der Alte Leiermann Schubert: Kvartetsatz Schubert: Fantasy in F minor Arnold Schoenberg: Phantasy for violin and piano Schubert: Fantasie violin and piano ___ The Fantasy is a type of composition that sets out to maximise the imaginative freedom of the composer. In this concert in Harpa's Norðurljós Hall, we hear a few sublime fantasies from old Vienna and acquaint ourselves with the limitless inspiration of Franz Schubert. We then jump westward, all the way to California, to hear a Phantasy by the champion of the„second Viennese School“ Arnold Schoenberg, the man who ulitmately tore down the walls of the traditional, tonal system in a time when old Europe was in ruins after the horrors of the Second World War. Don't miss out on this unique event, featuring some of today's most exciting classical musicians! Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið ___ Meira/More: Þessir tónleikar eru helgaðir tónlist Vínarborgar, og tveimur örlagavöldum í þróun tónlistar Vesturlanda, þeim Franz Schubert og Arnold Schoenberg. Við heyrum hrífandi noktúrnu Schuberts fyrir strengjatríó, fantasíu Desyatnikovs um lokalag Schuberts í ljóðaflokknum Vetrarferðinni, hinn stórbrotna en ókláraða strengjakvartett Quartettsatz, og eitt dáðasta píanóverk Schuberts, fjórhentu fantasíuna í f-moll. Að lokum gefst færi á að bera saman fantasíu Schuberts fyrir fiðlu og píanó og fantasíu Schoenbergs fyrir sömu hljóðfæri. Við fyrstu sýn virðast verkin eiga lítið sameiginlegt. Schubert samdi sína fantasíu 1827, ári áður hann lést, og byggði hana á ástríðufullu söngljóði sínu Sei mir gegrüsst. Slíkar tilfinningar eru víðs fjarri í fantasíu Schoenbergs sem frumflutt var í Kaliforníu 1949, enda hafði þessi upphafsmaður 12-tónakerfisins lagt sig í líma við að skera öll tengsl við tónlist gömlu Evrópu. Verkin eiga þó sameiginlegt það sem gerir þau að sannkölluðum fantasíum – hið sanna frelsi ímyndunaraflsins. // This concert features the music of Vienna, particularly that of Franz Schubert and Arnold Schoenberg, two very different composers who greatly influenced the development of music in the West. We hear Schubert’s captivating Nocturne for string trio, Desyatniov’s fantasy on the final lied of Schubert’s song cycle Winterreise, the magnificent but unfinished string quartet Quartettsatz and one of Schubert’s best-loved compositions for piano, the Fantasy in f-minor for four hands. Finally, we compare two fantasies for violin and piano, that of Franz Schubert and that of Arnold Schoenberg. At first glance, these work seem to have very little in common. Schubert wrote his Fantasie in 1827, a year before his death, and based it on his passionate lied Sei mir gegrüsst. Such emotion seems far off in Schoenberg’s Phantasy, premiered in California in 1949, as this pioneer of the 12-tone system had done all he could to sever his musical ties to Old Europe. Upon closer inspection, the two works do share a common thread: The very hallmark of the fantasy, a true freedom of imagination.

Gremlins hryllingskvöld -Late Night Screening!

Bío Paradís

18058104 1318375718199006 8705853560332980846 n

English below Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta þau blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa þeim að borða eftir miðnætti. Sýnd á HRYLLINGSKVÖLDI í Bíó Paradís laugardagskvöldið 24. júní kl 22:00! English Sure, he’s cute. Of course you can keep him. But heed these three warnings: Don’t ever get him wet. Keep him away from bright light. And the most important thing, the one thing you must never forget: no matter how much he cries, no matter how much he begs . . . never, never feed him after midnight. With these mysterious instructions, young Billy Peltzer takes possession of his cuddly new pet. He gets a whole lot more than he bargained for. A fantastic LATE NIGHT SCREENING Saturday June 24th at 22:00!

Síðustu tónar Shostakovich - Reykjavík Midsummer Music

Mengi

18891640 1456320631119062 3515251373283583820 o

Síðustu tónar Shostakovich - The Last Tones of Shostakovich Reykjavík Midsummer Music (English below) Þessir lágnættistónleikar í Mengi eru helgaðir síðasta verkinu sem Dmitri Shostakovich festi á blað, víólusónötunni, sem tónskáldið lauk við fáeinum vikum fyrir andlátið. Einn fremsti víóluleikari heims, Maxim Rysanov, leikur með Víkingi Heiðari Ólafssyni. Verkið er sannkallað meistaraverk, býr jafnt yfir harmrænni dýpt og tærum gáska. Það er vel við hæfi að flytja þetta verk frá ævikvöldi tónskáldsins seint um kvöld: Í þriðja kafla sónötunnar bregður fyrir skýrum vísunum í Tunglskinssónötu Ludwigs van Beethoven. Miðar við dyrnar á 2000 krónur - hátíðarpassi veitir bæði aðgang og forgang (afar takmarkað magn aðgöngumiða): https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com ____ Listamenn/Artists Maxim Rysanov, Víkingur Ólafsson Dagskrá/Programme Dmitri Shostakovich: Sonata for Viola and Piano ____ This late-night concert in Mengi features the last work Dmitri Shostakovich wrote in his lifetime, the sonata for Viola and Piano, finished just a few weeks before his death. Played by the world's leading viola virtuoso, Maxim Rysanov, with festival director Víkingur Ólafsson, the sonata is a veritable masterpiece, possessing both tragic depth, clarity and playfulness. It is a fitting work for a late-night concert: In the elegiac third movement, Shostakovich makes frequent references to Beethoven’s Moonlight Sonata. Tickets (2000 isk) at the door, Festival Pass ensures admission. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174