Viðburðir í dag um allt land

Skrá viðburð

Hverfisskipulag Kjalarness

Reykjavík

17492615 10154935885800042 4077188235627772892 o

Íbúafundur um hverfisskipulag Kjalarness með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Fólkvangi, fimmtudaginn 30. mars kl. 17:30 – 19:00 Dagskrá erfisskipulag Kjalarness Sigríður Pétursdóttir, formaður hverfisráðs Kjalarness og fundarstjóri setur fundinn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fer yfir áherslur borgarinnar á Kjalarnesi. Ævar Harðarson fjallar um áherslur hverfisskipulags. Íbúar fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum um breytingar eða úrbætur í borgarhlutanum á framfæri.

Enigma-tilbrigðin

Harpa

14695364 1303132476377480 3076581797007807760 n

Kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes vakti verðskuldaða athygli íslenskra tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í Toronto í Hörpu haustið 2014. Þessi fiðlusnillingur hefur hlotið bæði Grammy- og Gramophone-verðlaun, auk þess sem gagnrýnendur um allan heim hafa ausið hann lofi. „Óviðjafnanlegar tónlistargáfur“ sagði gagnrýnandi Times í Lundúnum og líkti honum við sjálfan Paganini hvað leiksnilli snerti. Ehnes mun leika hinn ljóðræna og síðrómantíska konsert bandaríska tónskáldsins Samuels Barber, sem kunnastur er fyrir tónsmíð sína Adagio fyrir strengi. Enigma-tilbrigði Elgars eru magnþrungið hljómsveitarverk með óvenjulega sögu, því að tónskáldið neitaði alla tíð að gefa upp hvert stefið væri sem tilbrigði hans byggja á. Eitt tilbrigðanna, Nimrod, hefur notið sérstakrar hylli og margir muna eftir því úr leikritinu Abel Snorko býr einn, sem sýnt var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum.

Íbúafundur um hverfisskipulag Kjalarness

Reykjavíkurborg

17435997 10154929796235042 1605092235283836492 o

Íbúafundur um hverfisskipulag Kjalarness með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Fimmtudaginn 30. mars 19.30 – 21.00 Dagskrá Sigríður Pétursdóttir, formaður hverfisráðs Kjalarness og fundarstjóri setur fundinn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fer yfir áherslur borgarinnar á Kjalarnesi. Ævar Harðarson fjallar um áherslur hverfisskipulags. Íbúar fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum um breytingar eða úrbætur í borgarhlutanum á framfæri.

David Heti & friends at Húrra!

Húrra

17309497 10155182928519292 1745046680488176834 n

Kanadíska grínistanum David Heti hefur verið lýst sem blöndu af Woody Allen, Andy Kaufman og David Heti. Hann er með gráðu í heimspeki, tvær í lögfræði, grínast með viðkvæmustu málefni nútímans og kemst upp með það. Meira og minna. Þessi afkastamikli og virti grínisti kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi þann 30. mars á Húrra, ásamt stórskotiliði Íslensks grensugríns: Hugleiki Dagssyni, Bylgju Babýlons, Snjólaugu Lúðvíks og ástralanum Jonathan Duffy. Allt þetta fyrir litlar 2.000 kr! www.davidheti.com