Viðburðir í dag um allt land

Skrá viðburð

Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn

Hönnunarsafn Íslands

16112589 10154156567986497 6246111411919121311 o

Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda og mun Harpa meðal annars segja frá verkum Lothar Grund sem hannaði ýmsa innviði og markaðsefni fyrir Hótel Sögu fyrir opnun þess árið 1962. Þeir sem eiga verk á sýningunni auk Lothars eru Kristín Þorkelsdóttir, Sverrir Haraldsson, Stefán Jónsson, Jón Kristinsson (Jóndi) og Jónas Sólmundsson. Á sýningunni Geymilegir hlutir eru valdir munir úr safneign safnsins og mun Harpa segja frá áherslum safnsins á síðustu árum við innsöfnun á íslenskri hönnun til safnsins og rannsóknum á þessari sögu. Verið velkomin.

Svartir Sunnudagar: The Matrix

Bío Paradís

16003270 1216104768426102 3879208799136861914 n

Vísindaskáldskapur af bestu gerðinni, þar sem framsæknar tæknibrellur ráða ríkjum, kvikmynd sem hefur haft áhrif æ síðan og sannkölluð költ klassík. Hasarmynd með þeim Keanu Reeves, Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss í aðalhlutverkum. Myndin vann til fernra Óskarsverðlauna á sínum tíma. Ekki missa af THE MATRIX sýnda af DCP sunnudaginn 22. janúar kl 20:00! English A computer hacker learns from mysterious rebels about the true nature of his reality and his role in the war against its controllers. The Wachowskis’ approach to action scenes drew upon their admiration for Japanese animation and martial arts films, and the film’s use of fight choreographers and wire fu techniques from Hong Kong action cinema influenced subsequent Hollywood action film productions. The film is an example of the cyberpunk science fiction genre. It contains numerous references to philosophical and religious ideas, and prominently pays homage to works such as Plato’s Allegory of the Cave, Jean Baudrillard’s Simulacra and Simulation and Lewis Carroll’s Alice’s Adventures in Wonderland. Don´t miss out on THE MATRIX, screened January 22nd at 20:00 on a Black Sunday!