Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Source Material

Mengi

13529183 1007047992741505 5415906938047507998 n

Tónleikar með alþjóðlega listamannahópnum Source Material sem flytur meðal annars tónlist úr óperunni OF LIGHT Í leikstjórn Samantha Shay sem verður heimsfrumsýnd í Tjarnarbíói, föstudagskvöldið 22. júlí. Auk þess hljómar tónlist úr verkinu A Thousand Tongues sem verður frumflutt í nóvember í Warclaw í Póllandi. Listamenn hópsins munu einnig flytja frumsamda tónlist þar sem fléttast saman raftónlist, gömul þjóðlög úr ólíkum heimshornum, frjáls spuni og sitthvað fleira. Meðal listamanna sem koma fram eru Nini Julia Bang, K A R Y Y N, Jodie Landau og Samantha Shay. Viðburður hefst klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19. Miðaverð: 2000 krónur. Source Material er alþjóðlegur listamannahópur, stofnaður af Samönthu Shay árið 2014. Source Material hefur sýnt þrjú verk frá stofnun og mun 2016 frumsýna óperuna OF LIGHT og verkið A Thousand Tongues, sem framleitt er í samstarfi við eina af virtustu stofnunum evrópsks leikhúss, The Grotowski Institute. Verkið verður frumflutt í nóvember sem hluti af listahátíðinni The European Capital of Culture 2016 í Warclaw í Póllandi. Source Material leitast eftir því að kanna birtingarmyndir gjörninga, sviðsverka og sköpunar ólíkra listamanna. /// Source Material presents a concert of music from their original pieces, OF LIGHT and A Thousand Tongues, as well as original work by collective members and unconventional reimaginings of their work for this special concert. It will be a mix of original pieces from performances by the company, ranging from original electronic music to old traditional songs from around the world. The artist performing include Nini Julia Bang, Jodie Landau, K A R Y Y N and Samantha Shay. Event starts at 8pm. House opens at 7pm. Tickets: 2000 ISK Source Material is an international artist collective that has presented three pieces since the inception of the company in 2014, garnering several awards, sold out performances, and rave reviews in the US. 2016 will mark Source Material’s biggest year yet, premiering OF Light in Tjarnarbio Iceland, as well as A Thousand Tongues, which is co-produced by one of the most respected institutions of the European theatre, the Grotowski Institute. Source Material was started out of a desire to create and discover ways in which artists can be more in control over the discourse of their work, seeks to create more diverse performance practices and collaborations, creating access to different aesthetics and modalities of performance and artistic creation.

Artoffline - heimildamynd / Artoffline - documentary

Mengi

13726621 1022575541188750 101391866627596446 n

Hvernig mótar internetið myndlist samtímans? Í nýrri og afar áhugaverðri heimildamynd myndlistar- og kvikmyndagerðarmannsins Manuel Correa er rætt við heimspekinga, listamenn og sýningastjóra um samband internetsins og myndlistarinnar. Á dögum þegar við höfum aðgang að allri heimsins myndlist í gegnum netið dvín kannski þörf okkar fyrir því að mæta hinu raunverulega myndlistarverki, augliti til auglitis. Hvaða áhrif hefur það á upplifun okkar af myndlist? Hvernig mótar það sýningastefnu safna og sköpun myndlistarmanna? Art ofline var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Bergen í september 2015 þar sem hún var meðal annars tilnefnd til Gulluglen-verðlaunanna. Hún hefur síðan verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Osló, Leipzig, Rotterdam, í sýningarýmum í Osló, Amsterdam og Mexíkóborg og í danska sjónvarpinu, DR. Hér er um afar áhugaverða mynd að ræða sem veltir upp brýnum og áhugaverðum spurningum um stöðu myndlistarinnar í samtímanum. Viðmælendur í Artoffline: Agatha Gothe-Snape Andy Sylvester Antonia Hirsch Benjamin Woodard Clint Burnham Ian Wallace Jörg Sasse Juan A. Gaitán Julieta Aranda Kate Henderson Marian Penner-Bancroft Mark Lewis Martin Zellerhoff Mohammad Salemy Nicolas Sassoon Suhail Malik Wade Davis Wilhelm Schürmann Sýningin hefst klukkan 21 í Mengi. Miðaverð: 1000 krónur /// Film screening at Mengi. Starts at 9pm Tickets: 1000 ISK “Contemporary art is at a standstill, and partially because of technology” - Mohammad Salemy What happens to art in the Internet age? The philosophers, artists and exhibition makers in this documentary believe that endless reproduction liberates art from a turbid art market and an undemocratic exhibition circuit. A couple of pentitos wonder whether the urge for physical objects is really just a nostalgic fetishism. In 2015, making selfies is part of the experience of visiting a museum. Digital technology has completely transformed the experience of art forever; #artoffline lets viewers decide what they think is good. But aren’t we losing something if the physical artwork disappears? Featuring Interviews with Agatha Gothe-Snape Andy Sylvester Antonia Hirsch Benjamin Woodard Clint Burnham Ian Wallace Jörg Sasse Juan A. Gaitán Julieta Aranda Kate Henderson Marian Penner-Bancroft Mark Lewis Martin Zellerhoff Mohammad Salemy Nicolas Sassoon Suhail Malik Wade Davis Wilhelm Schürmann Director - Manuel Correa Manuel Correa is an artist from Medellin, Colombia with a BFA in Film & Video from Emily Carr University in Vancouver, Canada. Correa is a founding member of the film production company + art collective Atelier Bolombolo. Correa's artworks have been exhibited internationally at venues in Colombia (Salon Departamental de Artistas. Medellin. 2010), Canada (INDEX; Gallery 295. Vancouver. 2014) and Austria (For Machine Use Only, Schneiderei Gallery. Vienna. 2015). Correa also has experience working in art department for short films such as: Afternoon at Gudrun. (2012. Set decorator). Don't eat it (Music Video, 2013. Production designer). Meridiem (2014. Production designer). Zero Ave (2014. Art director) Screenings #artoffline has been screened at: September 23-29: Bergen International Film Festival, Norway. World Premiere. Nominated to Best Norwegian documentary and Gulluglen award. October 9-11: 8th Norwegian Sculpture Biennial, Vigeland museum , Oslo. October 26: DOK Market. Leipzeig Film Festival. Leipzeig, Germany January 31 – Feb 6: International film festival Rotterdam. Official Selection. International Premiere. January 15: “Our digital selves” Kunsternes Hus, Kunsthogskole i Norge, Oslo, Norway. March 2016: Broadcasted by DR. Denmark. April 9: Bots, Bodies, Beasts. Conference at Gerrit Reitveld Academie. Amsterdam, Netherlands. April 29: Museo Rufino Tamayo. México City, Mexico. April 30: Bomuldsfabriken Kunsthal. Arendal, Norway.

Kristín Anna

Mengi

13754143 1022524504527187 5768591927211038146 n

Söngkonan, píanóleikarinn og tónskáldið Kristín Anna flytur eigin lög og texta á sinn einstaklega seiðandi hátt. Kristín Anna sendi nýverið frá sér raddskúlptúrvínilplötuna Howl sem Bel-Air Glamour Records gaf út; vænanleg er plata hjá sömu útgáfu með tónlist Kristínar fyrir píanó og rödd. Kristín Anna, sem lengi starfaði undir listamannaheitinu Kría Brekkan, var liðsmaður hljómsveitarinnar múm til margra ára og hefur að auki starfað með stórum hópi tónlistar- og listamanna á borð við Animal Collective, Mice Parade, The National, Skúla Sverrisson, Ragnar Kjartansson og Hrafnhildi Arnardóttur (Shoplifter). Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. /// The wonderful singer-songwriter, pianist and composer Kristín Anna (Kría Brekkan) performs her own music for piano and voice. Kristín recently released the album Howl to much acclaim and will later this year release another album, containing her own music for voice and piano, both albums released by Bel-Air Glamour Records, founded by visual artist Ragnar Kjartansson. Kristín Anna is a former member of the Icelandic band múm and has as well collaborated with a large group of artists and musicians, including Animal Collective, Mice Parade, The National, Skúli Sverrisson, Ragnar Kjartansson and Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter). Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Indriði

Mengi

13692943 1022569184522719 1417106112575059709 o

Gítarleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Indridi kemur fram í Mengi föstudagskvöldið 29. júlí og flytur eigin tónlist. Tónleikarnir hefjast klukkan 21; húsið verður opnað klukkan 20 og er miðaverð 2000 krónur. Indridi útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands í vor sem leið. Hann er gítarleikari hljómsveitarinnar Muck og hefur undanfarið sinnt eigin tónsköpun af miklum krafti. Indriði hefur seinustu daga brýnt sverðin á tónleikarferðalagi um Írland ásamt fríðu föruneyti og ætlar að miklu leiti að styðjast við gítarinn sinn og textasmíðar þetta ágæta föstudagskvöld. Seinna í mánuðinum kemur svo út platan Makril á útgáfufyrirtækinu Fingereight Records. https://soundcloud.com/indridi https://www.instagram.com/indridindridi/ /// Guitarist, singer and songwriter Indriði performs his own music at Mengi, Friday 29th of July. Concert starts at 9pm, house opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK. Indriði recently graduated from the visual arts department of the Icelandic Arts Academy. He is the guitarist of the Icelandic band Muck and has as well for the last years been active writing and performing his own music. A new album of his, Makríl, will be released in August by Fingereight Records, a label founded by musician Shahzad Ismaily. https://soundcloud.com/indridi https://www.instagram.com/indridindridi/ On Dreamcat, a song from Makríl: "Dreamcat’ is a stunner. Opening with gorgeously delicate instrumental sounds set against a simple backdrop of electronic drum beats, the track is soon filled with the evocative strains of poignant piano and seriously understated, intricate guitar playing. This is all about musical progression, from minimalist to cinematic max, and with the seamless addition of restrained, warm brass sequences and light, tender synth, the track expands and soars into an exquisite widescreen wonder. The song is sung in the Icelandic language but you don’t need to understand the lyrics, to feel the emotional strength pouring from Indriði’s vocal, and what a vocal! Indriði’s vocal swims from rich, intoxicating Bordeaux to bear-like growl, its cadences in perfect sync with the tense emotional movement of the song. With a voice of the same breathtaking cavernous depth as Johnny Cash & John Grant, which has that same strong emotional intelligence as Nick Cave, we are in serious iconic, idiosyncratic vocal territory. Notwithstanding the fact that Iceland is renowned for its quality musicianship, this colour-rich, canvas filled, musical masterclass really is an enthralling surprise. What starts with simplicity is artfully taken to a superior level, the complexity of which is seemingly effortless, but the result of which is one of glorious wonder. " Derval McCloat from jajajamusic http://jajajamusic.com/2016/07/listen-indridi-dreamcat/

Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson

Mengi

13754332 1022545384525099 8574384447265097152 n

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson bjóða til tónleika á laugardagskvöldi um Verslunarmannahelgi. Á boðstólum verður tónlist eftir þau bæði auk óvæntra innskota úr ýmsum áttum. Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Í vinnslu er ný plata Ólafar sem kemur út á næsta ári, 2017. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og hefur starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Hilmar Jensson, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Wadada Leo Smith, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Jim Black, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla er Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. /// Ólöf Arnalds and Skúli Sverrisson invite us for an intimate concert at Mengi, performing their own music as well as some curiosities from all around. Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons (Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). Sverrisson is also known for his work as an artistic director for Olof Arnalds (Innundir Skinni, Vid og Vid), recordings with Blonde Redhead and as a musical director for legendary performance artist Laurie Anderson. He has released a series of duo albums of in collaboration with artists such as Anthony Burr, Oskar Gudjonsson, and Hilmar Jensson. He has been a member of many influential groups including Pachora, Alas No Axis, The Allan Holdsworth group and The Ben Monder group. Sverrisson has also composed music for The Icelandic Dance Company (Open Source) the National Theatre of Iceland (Volva) and numerous films and installations such as Welcome and Music for furniture with Olafur Thordason, Spatial Meditation with Claudia Hill and When it was Blue with experimental film maker Jennifer Reeves. Sverrisson founded Seria, an ongoing ensemble featuring Amedeo Pace (Blonde Redhead), Olof Arnalds, David Thor Jonsson, Anthony Burr, Eyvind Kang and Hildur Gudnadottir in 2005 and released Seria in 2006 and Seria ll in 2010. He has appeared on over 100 recordings and has performed around the world with a wide range of artists. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Cold Intimacy

Mengi

13734993 1024035411042763 2024383082584501400 o

Cold Intimacy „Láttu drauminn rætast" Gjörningur eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur Elísabet Birta er nemi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands auk þess að vera sjálfstætt starfandi dansari. Hún útskrifaðist af samtímadansbraut Listaháskólans árið 2013. Elísabet vinnur með mismunandi miðla, t.d. gjörninga, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir, þann miðil sem hentar hugmynd og inntaki hverju sinni. Undanfarið hefur aðal áhersla hennar verið á rannsóknir á feminískum kenningum og fjórðu bylgju femínisma; umfjöllunarefni eins og póst-feminisma í popp menningu, karllægt sjónarhorn og hvernig kvenlíkaminn birtist í fjölmiðlum og í myndlistarsögunni auk rannsókna á kvenleika, kvenlegri og femínískri list. Gjörningurinn hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur Nánar um listakonuna: Elísabet Birta Sveinsdóttir,1991, útskrifaðist af Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hafði áður stundað nám við Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance í London 2010-2011, Klassíska Listdanskólann, 2007-2010 samhliða námi við Menntaskólann við Hamrahlíð og Danslistarskóla JSB 2004-2007. Í náminu við Listahákóla Íslands fór Elísabet Birta í starfsnám hjá Mute Comp. Physical Theater í Kaupmannahöfn þar sem hún dansaði og söng í sýningu sem ferðist um Danmörku. Elísabet Birta hefur unnið við kvikmyndagerð frá unga aldri en hún gerði dansmyndina The Sacred Wood, 1882 sem var í úrslitum á Arctic Heat Film Festival, Finland, 2014. Myndin hefur einnig verið sýnd á The International Video Dance Festival í Burgundy, Frakklandi 2014 og Northern Character Film Festival í Murmansk, Rússlandi, 2013. Dansmyndin Arid eftir Elísabetu hefur einnig verðið sýnd á The International Video Dance Festival í Burgundy, Frakklandi, 2013 og á Northern Character Film Festival in Murmansk, Russia, 2013. Elísabet Birta er einn stofnenda og meðlimur sviðslistahópsins Dætur. Nú stundar Elísabet Birta nám í myndlist við Listaháskóla Íslands samhliða því að starfa sjálfstætt sem dansari, danshöfundur en einnig í kvikmyndatengdum verkefnum eins og tónlistarmyndbandsgerð. // Cold Intimacy "Make the dream come true" Performance by Elísabet Birta Sveinsdóttir Elísabet Birta Sveinsdóttir is currently studying fine arts at the Iceland Academy of the Arts as well as working as a freelance dancer. She graduated from the Contemporary Dance Department in 2013. Elísabet works in a variety of medium, whathever suits an idea and concept. e.g. performance, film, installation, painting and photography. Her main focus at the moment is on feminist theory and the fourth wave of feminism; concepts regarding the post-feminist pop-star, male gaze and the representation of the female body in mainstream media and art as well as researching femininity, feminine- and feminist art. Performance starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Illuminine #2 / Kevin Imbrechts

Mengi

13737625 1020514894728148 7056920530380025847 o

Illuminine #2 Belgíski tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Kevin Imbrechts starfar undir listamannanafninu Illuminine og vinnur um þessar mundir að plötu sinni Illuminine #2 - nokkurs konar framhald af plötunni Illuminine #1 sem var debútplata Imbrechts undir þessu listamannanafni. Draumkennd og svífandi tónlist þar sem greina má áhrif úr nýklassík, sveimi og síðrokki en Imbrechts kveður hljómsveitina Sigur Rós einn af sínum stærstu áhrifavöldum. Platan er hljóðrituð í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar í Mosfellsbæ, af Birgi Jóni Birgissyni. Þaðan kemur Imbrechts sjóðheitur í Mengi með glænýtt efni. Kevin Imbrecths á gitar Wouter Dewit á píanó Beatrijs De Klerck á fiðlu Tine Anthonis á selló Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. www.facebook.com/illuminine https://vimeo.com/116249527 https://www.youtube.com/watch?v=wK2YeniiYJk Ljósmynd: Lara Gasparotto /// Belgian producer/composer Kevin Imbrechts creates alien landscapes using sound. He blends neo-classical music with post rock and ambient, crafting mysterious, hazy journeys of discovery into unexplored territory. Some of his compositions make you feel right at home, whereas others feel like you're trespassing on enemy ground or being followed by some strange creature. In august Imbrechts will finish his second album in the Sigur Ros Sundlaugin Studio (Mosfellsbaer) with Birgir Jon Birgisson. Usually the band consists of 8 members, however, for this occasion Kevin (guitar) will be joined by Wouter Dewit (piano), Beatrijs De Klerck (violin) and Tine Anthonis (cello). Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK www.facebook.com/illuminine https://vimeo.com/116249527 https://www.youtube.com/watch?v=wK2YeniiYJk Photo credits: Lara Gasparotto

Berglind María Tómasdóttir / One voice. Many voices

Mengi

13767323 1025446704234967 8697751678290823715 o

Flautusjó -- önnur útgáfa Berglind María Tómasdóttir flytur eigin tónlist fyrir flautur á flautur en tónleikarnir eru sjálfstætt framhald konserts í Mengi fyrr á þessu ári þar sem tónlistarkonan leikur á allar tegundir flautu og veltir fyrir sér endalausum og margbreytilegum hljóðheimi hljóðfærisins sem ein rödd en líka margar raddir. Síðar í mánuðinum mun hún halda tónleika í Los Angeles með svipuðu prógrammi á tónleikastaðnum Wasteland. Sérstakur gestur: Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Berglind María, flautuleikari og tónskáld, leitast í verkum sínum við að kanna sjálfsmyndir, erkitýpur og tónlist sem samfélagslegt fyrirbæri. Hún hefur verið ötull flytjandi samtímatónlistar og frumflutt verk eftir tónskáld á borð við Önnu Þorvaldsdóttur, Evan Ziporyn, Nicholas Deyoe, Clinton McCallum and Carolyn Chen. Verk Berglindar hafa verið flutt víða og hún hefur komið víða fram, t.d. á Listahátíð í Reykjavík, Bang on a Can maraþoninu í San Francisco, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, CMMAS tölvutónlistarsetrinu í Morelia í Mexíkó, Myrkum músíkdögum, MSPS New Music Festival í Shreveport, Louisiana, REDCAT í Los Angeles, Myrkum músíkdögum og Nordic Music Days svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur jafnframt leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið. Árið 2014 lauk hún doktorsprófi í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskóla í San Diego. Berglind María tók nýverið við stöðu við Listaháskóla Íslands sem dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar. /// The Flute Show 2.0 One voice. Many voices. This concert features original compositions by Berglind Tómasdóttir for flutes and more. Berglind Tómasdóttir is a flutist and interdisciplinary artist living in Reykjavík, Iceland. Berglind has worked with elements of video art, theater and music through various performances and projects in which she frequently explores identity and archetypes, as well as music as a social phenomenon. An advocate of new music, Berglind has worked with composers such as Anna Thorvaldsdottir, Evan Ziporyn, Nicholas Deyoe, Clinton McCallum and Carolyn Chen, and received commissions from The Dark Music Days Festival and The National Flute Association. Her work has been featured at Reykjavík Arts Festival, MSPS New Music Festival in Shreveport, Louisiana, The 2013 National Flute Convention in New Orleans, Louisiana, CMMAS in Morelia, Mexico and at the Bang on a Can Marathon in San Francisco to name a few. Berglind Tómasdóttir holds degrees in flute playing from Reykjavik College of Music and The Royal Danish Music Conservatory in Copenhagen and a DMA in contemporary music performance from University of California, San Diego. Berglind is an associate professor in contemporary music performance at the Iceland Academy of the Arts. Guest apperance by Melkorka Ólafsdóttir, flute-player. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK

John Hollenbeck, Skúli Sverrisson & Hilmar Jensson

Mengi

13662357 1030453277067643 5071971986465113817 o

Tónleikar með bandaríska tónskáldinu og slagverksmanninum John Hollenbeck,Skúla Sverrissyni tónskáldi og bassaleikara og Hilmari Jenssyni, tónskáldi og gítarleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Rætur John Hollenbeck liggja í djassi, heimstónlist og skrifaðri nútímatónlist. Hann hefur hlotið fjórar tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir plötur sínar, útsetningar og tónsmíðar og hefur starfað með mörgum af helstu stjörnum spunageirans, tónlistarmönnum á borð við Bob Brookmeyer, Fred Hersch og Tony Malaby og hefur einnig átt langt og farsælt samstarf við tónskáldið og raddlistakonuna Meredith Monk. Hann hefur samið tónlist fyrir Bang on a Can All-Stars hópinn, Ethos slagverkshópinn, fyrir stórsveit útvarpsins í Frankfurt, fyrir Orchestre National de Jazz og fyrir Jazzhátíð Háskólans í Rochester, Melbourne svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur verið prófessor í djassslagverksleik og spuna við Jazz Institute í Berlín undanfarin tíu ár og gekk til liðs við McGill University Schulich School of Music árið 2015. Föstudaginn 12. ágúst klukkan 21:20 mun Hollenbeck koma fram með Stórsveit Reykjavíkur á Jazzhátíð Reykjavíkur á tónleikum sem fram fara í Silfurbergi, Hörpu. --- Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og hefur starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Hilmar Jensson, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Wadada Leo Smith, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Jim Black, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla er Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen. --- Hilmar Jensson (f. 1966), gítarleikari og tónskáld er einn atkvæðamesti spunatónlistarmaður Norðurlandanna. Hann hefur leikið á virtum tónleikastöðum og tónlistarhátíðum um allan heim og leikið inn á fleiri en 50 plötur. Hann er stofnandi tríósins TYFT sem ásamt honum skipa blásarinn Andrew d’Angelo og trommuleikarinn Jim Black og einn af meðlimum hljómsveitarinnar AlasNoAxis sem auk Hilmars skipa Jim Black, Chris Speed, blásari og Skúli Sverrisson. Á meðal fjölmargra annarra samstarfsmanna Hilmars í gegnum tíðina má nefna tónlistarmennina Tim Berne, Trevor Dunn, Herb Robertson, John Zorn, Ted Reichmann, Eyvind Kang, Marc Ducret, Chris Cheek, Seamus Blake, Cuong Vu, Tom Rainey, Peter Evans, Matt Garrison, Briggan Krauss, Ben Perowski, Jamie Saft, Che Smith, John Zorn, Ben Street, Wadada Leo Smith, Arve Henriksen, Terje Isungset, Per Jörgensen, Per Oddvar Johansen, Anders Jormin auk fjölmargra annarra. /// Concert with American composer / percussionist John Hollenbeck, Icelandic composer / bass-player Skúli Sverrisson .and composer / guitar-player Hilmar Jensson Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK Genre-crossing composer/percussionist John Hollenbeck, renowned in both the jazz and new-music worlds, has gained widespread recognition as the driving force behind the unclassifiable Claudia Quintet and the ambitious John Hollenbeck Large Ensemble, groups with roots in jazz, world music, and contemporary composition. He integrates his deep interest in contemporary composition and spiritual practice into a musical language that is as accessible and expressive as it is advanced. He has earned four Grammy nominations for Best Jazz Large Ensemble Album for his albums "A Blessing" and “eternal interlude”; for his composition “Falling Men”, from the album Shut Up and Dance; and for his arrangement of Jimmy Webb’s “The Moon’s a Harsh Mistress”, from the album Songs I Like a Lot. He has worked with many of the world's leading musicians in jazz including Bob Brookmeyer, Fred Hersch, and Tony Malaby, and is well known in new-music circles for his longtime collaboration with Meredith Monk and for his recent work with Ensemble Cairn of France. John’s most notable awards include a 2007 Guggenheim Fellowship, the 2010 ASCAP Jazz Vanguard Award, and a 2012 Doris Duke Performing Artist Award. He has created an extensive body of work including commissions by Bang on a Can All-Stars, Ethos Percussion Group, University of Rochester, Melbourne Jazz Festival, Orchestre National de Jazz, and Frankfurt Radio Big Band. He was professor of Jazz Drums and Improvisation at the Jazz Institute Berlin for the last 10 years and joined McGill University Schulich School of Music’s faculty in 2015. --- Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons (Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). Sverrisson is also known for his work as an artistic director for Olof Arnalds (Innundir Skinni, Vid og Vid), recordings with Blonde Redhead and as a musical director for legendary performance artist Laurie Anderson. He has released a series of duo albums of in collaboration with artists such as Anthony Burr, Oskar Gudjonsson, and Hilmar Jensson. He has been a member of many influential groups including Pachora, Alas No Axis, The Allan Holdsworth group and The Ben Monder group. Sverrisson has also composed music for The Icelandic Dance Company (Open Source) the National Theatre of Iceland (Volva) and numerous films and installations such as Welcome and Music for furniture with Olafur Thordason, Spatial Meditation with Claudia Hill and When it was Blue with experimental film maker Jennifer Reeves. Sverrisson founded Seria, an ongoing ensemble featuring Amedeo Pace (Blonde Redhead), Olof Arnalds, David Thor Jonsson, Anthony Burr, Eyvind Kang and Hildur Gudnadottir in 2005 and released Seria in 2006 and Seria ll in 2010. He has appeared on over 100 recordings and has performed around the world with a wide range of artists. ----- Hilmar Jensson (b.1966) is a guitarist-composer who graduated from FIH School of Music, Iceland in 1987. Earned his BM degree from Berklee College of Music in 1991. Private lessons with Mick Goodrick, Jerry Bergonzi, Hal Crook and Joe Lovano. Hilmar has performed and recorded in a wide variety of settings and appeared on over 60 records including 8 as a leader. Performed in 35 countries with his trio "TYFT", Jim Black’s AlasNoAxis, Trevor Dunn's MadLove, Mogil, Outhouse, B.O.A.T and many others. One the founders of Kitchen Motors, an Icelandic record label, think tank and art organization. Hilmar has recorded and/or performed with: Tim Berne, Andrew D’Angelo, Jim Black, Chris Speed, Skuli Sverrisson, Trevor Dunn, Herb Robertson, Eyvind Kang, Marc Ducret, Nate Wooley, Cuong Vu, Tom Rainey, Peter Evans, Matt Garrison, Briggan Krauss, Ben Perowski, Jamie Saft, Ches Smith, John Zorn, Ted Reichmann, Ben Street, Wadada Leo Smith, Arve Henriksen, Terje Isungset, Per Jörgensen, Per Oddvar Johansen, Anders Jormin, Ingebrigt Haker Flaten, Audun Kleive and many others.

VDSQ útgáfutónleikar / Kristín Þóra

Mengi

13668013 1027647134014924 108894353682994947 o

Kristín Þóra flytur eigið efni af nýútkominni sóló-gítarplötu. Hljómplatan er ferðalag um víða hljóðheima, þéttar lagrænur og lágstemmd tónaljóð. Kristín Þóra er betur þekkt sem víóluleikari og tónskáld og hefur unnið með fjölda hljómsveita og listamanna í gegnum tíðina, m.a. Mógil, Umbru, Óbó, Stórsveit Nix Noltes, Marshweed, S.L.Á.T.U.R., Fengjastrút, Nordic Affect, Dog Star Orchestra, SinfoniaNord og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Platan kom út hjá VDSQ records, sem gefur út vínylplötur með sóló-gítartónlist og er plata Kristínar nr 14 í VDSQ Solo Acoustic seríunni (vdsqrecords.com). Kristín notast hér við gítar, rödd og umhverfisupptökur. Ásamt Kristínu munu einnig koma fram Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low), Hafdís Bjarnadóttir og Tinna Kristjánsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur ---- Kristin Thora performs original compositions from her new album for solo guitar. The record is a journey through cinematic soundscapes, minimal tone poems and densely melodic ballads. Kristin Thora is better known as a violist and composer and she has worked with a number of bands, orchestras and artists, such as Mógil, Umbra, Óbó, Stórsveit Nix Noltes, Marshweed, S.L.Á.T.U.R., Fengjastrútur, Nordic Affect, Dog Star Orchestra, SinfoniaNord and Iceland Symphony Orchestra. Here, Kristín will perform with acoustic guitar, field recordings and voice. Joining Kristín will be Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low), Hafdís Bjarnadóttir and Tinna Kristjánsdóttir. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Latneska Ameríka / Latin America

Mengi

13914111 1031350833644554 6076647284234426201 o

Tónlistararfur Mið- og Suður-Ameríku er viðfangsefni hins kólumbíska La Maye tríós sem býður gestum Mengis í spennandi tónlistarferðalag föstudagskvöldið 12. ágúst klukkan 21. Við sögu koma þjóðlög frá Kúbu, Kólumbíu, Venezúela, Perú, Brasilíu og Argentínu, hljóðheimurinn samanstendur af þjóðlegum strengja- og slagverkshljóðfærum og meðlimir tríósins syngja á þjóðtungum sínum, spænsku og brasilísku. Tríóið er skipað Jose Acevedo, Miguel Ramón og Andrés Ramón. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. La Maye Trio (Colombia) invites its audiences on a lively and heartfelt musical journey through Latin America. La Maye counts with a vast repertoire of folk songs from various countries including Cuba, Colombia, Venezuela, Peru, Brazil and Argentina. Performing on a wide array of traditional string and percussion instruments, and singing in their native Spanish and Portuguese, La Maye's musical journey reflects the mixture of African, European and native American elements that make Latin American folk music such a uniquely rich cultural expression. La Maye Trio are Jose Acevedo, Miguel Ramón and Andrés Ramón. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Ólöf Arnalds' August Concert

Mengi

13872921 1033718110074493 4129342322165373450 n

Ólöf Arnalds, lagahöfundur, gítarleikari og þúsundþjalasmiður býður til ágústtónleika í Mengi. Með henni kemur fram Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld. Ólöf Arnalds hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Í vinnslu er ný plata Ólafar sem kemur út á næsta ári, 2017. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld hefur lengi verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og hefur starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Hilmar Jensson, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Wadada Leo Smith, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Jim Black, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla er Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. /// Ólöf Arnalds invites us for an intimate concert at Mengi, performing her own music as well as some curiosities from all around. Will be joined by Skúli Sverrisson, bass-player and composer. Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons (Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). Sverrisson is also known for his work as an artistic director for Olof Arnalds (Innundir Skinni, Vid og Vid), recordings with Blonde Redhead and as a musical director for legendary performance artist Laurie Anderson. His newest release is Saumur, a trio album with Arve Henriksen and Hilmar Jensson. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Varulven

Mengi

13886861 1032361833543454 1617388356309334534 n

Tónleikar og gjörningur myndlistarmannsins Jim Holyoak og tónlistarmannanna Neil Holyoak á gítar, Nick Kuepfer á gítar og hljóðsmali, Matt Shane á trommur og Christeen Francis á bassa. Jim Holyoak mun þekja veggi Mengis með þykkum pappír frá gólfi upp í loft sem hann teiknar og málar á. Á meðan á þeim gjörningi stendur munu tónlistarmennirnir Neil, Nick, Matt og Christeen spinna við teikningarnar en spuninn tekur sex klukkustundir; hefst klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 21. Að þeim gjörningi loknum munu tónlistarmennirnir Neil Holyoak og Nick Kuepfer bjóða upp á tvenna hálftímalanga tónleika með eigin tónlist. Tónleikar Nick Kuepfer hefjast klukkan 21:15 og tónleikar Neil Holyoak klukkan 22:00. Viðburður hefst klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 23. Gestir geta komið og farið að vild á meðan á viðburður stendur yfir. Miðaverð: 2000 krónur https://vimeo.com/88595168 https://vimeo.com/121111064 https://holyoak.bandcamp.com/ https://nickkuepfer.bandcamp.com/ /// Varulven, will be an action of observation and improvisation, and will require at least eight hours. In advance of the performance, the walls of Mengi will be wrapped with heavy-weight drawing paper, spanning from floor to ceiling. There, Jim Holyoak, visual artist, will draw on the walls with brooms, brushes and black ink, while attempting to describe with lines, the music created by Nick Kuepfer (guitar and tape loops,) Neil Holyoak (guitar,) Matt Shane (drums,) and Christeen Francis (bass.) Nick, Neil, Matt and Christeen will continually improvise, attempting to describe the ambiance of the drawing with sound. During this time, Nick will develop evolving sound pieces on an analogue reel-to-reel tape machine using tape loops, guitars and other sound devices. Immediately following Varulven, Nick Kuepfer and Neil Holyoak will perform solo-sets of their music, within the drawn space, and accompanied by improvised video-projection by Michaela Grill. Event starts at 3pm and lasts until 11pm. During that time guests can come and go as they choose. Tickets: 2000 ISK https://vimeo.com/88595168 https://vimeo.com/121111064 https://holyoak.bandcamp.com/ https://nickkuepfer.bandcamp.com/

SURFACE

Mengi

13925233 1036023639843940 8992430514996347562 n

Ljósmyndasýning Elísabetar Davíðsdóttur. Opnun í Mengi föstudaginn 19. ágúst kl. 17. Daglegar hreyfingar okkar eru rammaðar inn af götumerkingum sem við veitum sjaldnast mikla athygli. Þessar merkingar, línur sem bæjarstarfsmenn mála á göturnar, eru kannski þau inngrip í landslagið sem minnsta athygli vekja, en jafnframt þau róttækustu. Óregla þeirra, veðrun, það að þær eiga sér yfirleitt tilvist í kringum okkur, allt laumast þetta inn í hversdaginn að mestu án þess að við leiðum hugann að því, en leiðbeinir þó í sífellu og gefur fyrirmæli. Á sýningunni SURFACE eru einstök atriði götumerkinga einangruð sem leiðir fram nýjar myndbyggingar, óþekkjanlegar frá upprunalegum tilgangi sínum. Teknar af jörðinni og lyft í augsýn, stöndum við eftir með hugleiðingu um það sem við lítum oftast framhjá, jafnvel þegar við stöndum á orðinu STOP. Elísabet Davíðsdóttir ljósmyndari býr og starfar í New York. Framleiðandi er Ragnheiður Pálsdóttir ----- Photo Exhibition Elísabet Davíðsdóttir Opens at Mengi on Friday 19th at 5pm Our daily movements are designated by markings that little attention is given to. These markings, street lines painted by government employees, may be the least recognized interventions on our landscape, yet also the most profound. Their inconsistencies, their degradation, and their overall existence within our environment, enters our day to day without much thought, communicating directions and orders. In SURFACE, details of these works have been isolated to produce entirely new compositions, unrecognizable from their purposeful whole. Removed from the ground and presented at eye level, we are left with a meditation on what we often ignore, even when the word STOP is just below us. Elísabet Davíðsdóttir lives and works in New York. Producer: Ragnheiður Pálsdóttir

Bosch Butt Music

Mengi

13987521 1036844993095138 3148928986582195680 o

Altaristafla hollenska málarans Hieronymus Bosch, Garður jarðneskra lystisemda, er uppspretta tónlistarviðburðar í Mengi á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst milli 19 og 21. Þetta margslungna málverk, sem hefur verið til sýnis í Prado-safninu í Madrid frá árinu 1939, var málað einhvern tímann á bilinu 1490 til 1510 og er þekktasta verk hollenska meistarans, endalaus uppspretta fræðilegrar umfjöllunar og vangaveltna. Altaristaflan hefur að geyma sköpunarsögu Biblíunnar, frá því jörðin var auðn og tóm og til hreinsunareldsins. Í helvítinu hans Bosch eru hljóðfæri notuð sem pyntingartæki enda tónlistin nátengd losta og syndsamlegu líferni; naktar fígúrur hafa verið krossfestar á risastóra lútu og hörpu og undir hljóðfærunum liggur nakin fígúra. Á rasskinnar hennar hefur verið prentuð laglína sem hópur kórsöngvara syngur. Á síðasta ári, 2015, tók ungur bandarískur tónlistarfræðingur sig til og skrifaði upp laglínuna. Seiðandi stef sem hópur tónlistarmanna í Mengi mun leika sér með á meðan á mynd af málverki Bosch verður varpað á vegg. Óður til lostans, karnivalsins, tónlistarinnar, söngsins og meistara Bosch en á þessu er 500 ára ártíð hans, Bosch lést 9. ágúst, 1516, fæddir 1450. Á meðal þátttakenda eru Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Arnljótur Sigurðsson, Benedikt Hermann Hermannsson, Gyða Valtýsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Ingibjörg Turchi, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Indriði Arnar Ingólfsson, Pétur Grétarsson og fleiri. Tónlistargjörningurinn stendur yfir í tvo tíma - frá 19 til 21. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. --------- A musical journey that revolves around Hieronymus Bosch' painting, The Garden of Earthly Delights. A group of musicians will improvise around a theme that is printed on the buttocks on one of the tortured souls in Hell. Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Arnljótur Sigurðsson, Benedikt Hermann Hermannsson, Gyða Valtýsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Ingibjörg Turchi, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Indrði Arnar Ingólfsson, Pétur Grétarsson and more. Starts at 7pm and lasts for two hours. Free entrance

Techno 1 - Gulli Björnsson - Útgáfutónleikar

Mengi

14053926 1040564096056561 3542064278137716074 o

Klassíski gítarleikarinn og tónskáldið Gunnlaugur (Gulli) Björnsson vann í sumar að sinni fyrstu plötu, ekki klassískri gítarplötu, heldur teknó-plötu. Platan heitir einfaldlega Techno 1 og kemur út þann 24. ágúst á alla helstu stafrænu miðla í gegnum G-Bear Records, ásamt útgáfutónleikum í Mengi fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 21. Platan var liður í verkefni Gunnlaugs sem listhópur Hins Hússins þetta sumar. Gulli lýsir plötunni sem einhvers konar listrænni útrás eftir að hafa náð sér af bólgu við heilann sem hélt honum að mestu rúmliggjandi í tvo mánuði. Gulli er í Mastersnámi við Yale School of Music undir handleiðslu Benjamin Verdery. Gulli spilar og semur alls konar tónlist en í verkum hans má m.a. greina áhrif úr kvikmyndatónlist, framúrstefnulegu rokki og klassískri gítartónlist. Hann hefur leikið til úrslita í alþjóðlegum gítarkeppnum og fengið fjölda viðurkenninga og styrkja í tengslum við listnám sitt. Hann hefur einnig frumflutt og tekið upp verk eftir Angelo Gilardino, Terry Riley, Peter Andreacchi, og Halldór Smárason. Nýlega samdi hann tónlist við heimildarmyndina Elegy for the Time Being og hlaut Fullbright- styrk. http://gulli.tk https://facebook.com/gulli.bjornsson https://www.youtube.com/watch?v=0XPIPIVtPwI Mynd: Gulli Björnsson /// Classical guitarist and composer Gulli Bjornsson just completed his first album, not a classical guitar album but a techno album. The album is simply called Techno 1 and will be released on all major digital platforms on August 24th under G-Bear Records, along with a release concert on Thursday August 25th at 9pm at Mengi. The album exists because of the generous sponsorship of Reykjavík City, through the art program “Creative Summer Groups”. Gulli describes the album as an artistic outburst he felt compelled to create after recovering from an acute sphenoid sinus infection that left him at bed rest for close to two months. Gulli Bjornsson, who is a native of Iceland is a current student at Yale School of Music. Gulli composes and performs all sorts of music drawing inspiration from film, progressive rock and classical guitar music. Gulli, who was a recipient of the Andrés Segovia Award in 2013, has also been a finalist in international guitar competitions and received many grants, scholarships and awards for his studies. He has also premiered and recorded new works for guitar by Angelo Gilardino, Terry Riley, Peter Andreacchi and Halldór Smárason. Recent exploits include scoring the documentary Elegy for the Time Being and receiving a Fulbright Scholarship. http://gulli.tk https://facebook.com/gulli.bjornsson https://www.youtube.com/watch?v=0XPIPIVtPwI Artwork: Gulli Bjornsson

Stepančić.Gidron Duo & neinei Trio

Mengi

13914093 10153590731526106 3652560902082476571 o

Tónleikar með dúettnum Stepančić.Gidron og tríóinu neinei. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Tónlistarmennirnir og tónskáldin Teodora Stepančić og Assaf Gidron eru ástríðufullir erindrekar nýrrar og tilraunakenndrar tónlistar og hafa starfað náið með fjölmörgum tónskáldum sem vinna á ysta jaðri nýrrar tónlistar. Sem dúett hafa þau komið fram víða um heim, í fjölmörgum löndum Evrópu, Suður-Ameríku, í Mið-Austurlöndum og í ótal fylkjum Bandaríkjanna. Hljómborð, píanó, fundnir hlutir úr alls kyns áttum og sínustónar mynda meginuppstöðuna í hljóðheimi þeirra, tónlist þeirra er hvort tveggja spunnin og skrifuð, þar sem leitast er eftir fíngerðum blæbrigðum og einbeittri hlustun. Stepančić og Gidron hafa átt náið samstarf tónskáldum úr hinum svokallaða Wandelweiser-hópi, meðal annars með Michael Pisaro, Antoine Beuger, Jürg Frey, Craig Sheperd og Erik Carlson og á meðal annarra tónskálda sem þau hafa starfað með má nefna Richard Barrett, Clarence Barlow, Inga Garðar Erlendsson og Martin Lorenz. Tríóið neinei er skipað þremur frábærum tónlistarmönnum, þeim Inga Garðari Erlendssyni á Þránófón, Magnúsi Trygvasyni Eliassen á slagverk og trommur og Eiríki Orra Ólafssyni á trompett og hljóðnema. ----------------- Concert with Stepančić.Gidron & neinei Trio Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK Teodora Stepančić and Assaf Gidron, composers and performers based in Brooklyn, actively curate concerts and music events of new, experimental and rare music in the United States, Europe, South America and the Middle East, in both established and underground new music venues. As a duo they perform on keyboards, piano, found objects and sine tones. They often collaborate with composers working in the outskirts of contemporary music culture, who explore the extreme fringe of new music and its possibilities. The main focus of their programming is written and improvised music that speaks in a voice that does not try to draw attention to itself, that stresses intimacy, clarity and focus, and seeks to draw an audience into an inclusive, permeable and generous mode of listening. They became associated with the Wandelweiser collective, and have collaborated with Michael Pisaro, Antoine Beuger, Jürg Frey, Craig Sheperd and Erik Carlson, as well as with Richard Barrett, Clarence Barlow, Ingi Gardar Erlendsson, Martin Lorenz, and many other musicians around the world. They host a series of house concerts in their home in Bushwick. The trio neineinei are Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson and Magnús Trygvason Elíassen. Ingi Garðar plays the Thranophone, which is a method of preparing the tuba in order to turn it into a feedback mechanism. Eiríkur Orri plays an unprepared trumpet and a microphone. Magnús plays the drums. Starts at 9pm. House opens at 8pm Tickets: 2000 ISK

Sóley

Mengi

13909311 1034555989990705 2988666726347612547 o

Sóley Stefánsdóttir er komin vel á veg með tónsmíðar fyrir nýja plötu sem mun að öllum líkindum líta dagsins ljós á næsta ári. Sóley ætlar að flytja plötuna eins og hún hljómar í dag ásamt hópi góðra vina. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Með henni koma fram: Katrín Helga Andrésdóttir - píanó & söngur Jón Óskar Jónsson - trommur Albert Finnbogason - Bassi Margrét Arnardóttir - Harmonikka & söngur Eiríkur Rafn Stefánsson - Trompet Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir - Básúna & söngur Sigrún Jónsdóttir - Klarinett & söngur Myrra Rós Þrastardóttir - Söngur ------------- Born in Hafnarfjörður, Iceland, Sóley Stefánsdóttir has been wowing audiences around the globe with her dark, fairytale song craft since 2010. After the “Theater Island” EP (2010) announced her as a solo musician, the fantastical, sepia-toned alt-pop tunes of debut full-length “We Sink” (2011) won her a massive, devoted fanbase: Often praised for her delicate take on composition, her songs’ “dream-like” qualities and “dark surrealism”, a track like “Pretty Face” has gained over 17 million YouTube views since its release. Having studied piano and later composition at the Icelandic Art Academy, Sóley Stefánsdóttir, who was formerly a member of the band Seabear, released a short EP entitled “Krómantík” in 2014, comprised of piano works originally composed for various theater/film productions, and returned with her sophomore album “Ask the Deep” in early 2015. Now working on a new album - an album of hope and endless summer - she will perform the new pieces as they sound right now with a group of good friends. Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK

Við erum hér en hugur okkar er heima

Mengi

13640953 1027199480726356 5720742558689374467 o

Við erum hér, en hugur okkar er heima“ Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 21 verður Könnunarleiðangurinn á Töfrafjallið til staðar í Mengi og deilir tíðindum úr samtíma með viðstöddum. Við lifum á tíma þar sem núið er aðeins orsök og tilfinningin er iðandi ótti blandinn eftirvæntingu. Við erum öll veik. Leiðangurinn á Töfrafjallið er sjö ára könnun (2013-2020) og lestur á sjúkdómseinkennum samtímans. Þátttakendur í K. Á T. eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn Auðarson. Leiðangur hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur.

Kristín Anna

Mengi

14138132 1049518258494478 7819799105346163793 o

Kristín Anna Valtýsdóttur heldur tónleika í Mengi fimmtudagskvöldið 1. september klukkan 21. Kristín Anna er söngkona, píanóleikari og tónskáld sem hóf tónlistarferlinn í hljómsveitinni múm. Hún hefur starfað með stórum hópi listamanna, þeirra á meðal Animal Collective, Mice Parade, The National, Skúla Sverrissyni, Ragnari Kjartanssyni og Hrafnhildi Arnardóttur (shoplifter). Nýverið gaf hún raddskúlptúrplötuna Howl undir merkjum plötuútgáfunnar Bel Air Glamour Records. Væntanleg er önnur plata frá Kristínu hjá sama merki. Tónleikar Kristínar Önnu hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. ---------- The wonderful singer, songwriter, pianist and composer Kristín Anna (Kría Brekkan) performs her own music for piano and voice. Kristín recently released the album Howl to much acclaim and will later this year release another album, containing her own music for voice and piano, both albums released by Bel-Air Glamour Records, founded by visual artist Ragnar Kjartansson. Kristín Anna is a former member of the Icelandic band múm and has as well collaborated with a large group of artists and musicians, including Animal Collective, Mice Parade, The National, Skúli Sverrisson, Ragnar Kjartansson and Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter). Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Skordýr - Benni Hemm Hemm

Mengi

14054950 1041081459338158 5365490418691465371 n

Í tilefni nýrrar ljóðabókar sinnar mun Benni Hemm Hemm yfirtaka Mengi helgina 2. til 3. september og bjóða upp á þrenna ólíka tónleika með stórum hópi tónlistarmanna. Föstudaginn 2. september kl. 21. Laugardaginn 3. september kl. 15 Laugardaginn 3. september kl. 21 Miðaverð á staka tónleika er 2000 krónur en passi á 4000 krónur veitir handhafa aðgang á alla tónleikana. 2. september kemur út ljóðabókin Skordýr eftir Benedikt H. Hermannsson. Ljóðin koma út sem tuttuguogtveggja laga plata sem gefin er út á netinu samhliða bókinni. Til að fagna útgáfunni verða haldnir þrennir tónleikar í Mengi á Óðinsgötu. Enginn undirbúningur mun fara fram fyrir tónleikana. Engar æfingar, ekki neitt. Á tónleikunum má því heyra lögin frá ólíkum sjónarhornum í fyrsta og síðasta skipti sem þau verða flutt. Á fyrstu tónleikunum ætlar Benni að leika með tónlistarmönnum sem hann hefur aldrei leikið með áður. Fara þeir fram föstudagskvöldið 2. september kl. 21. Á öðrum tónleikunum ætlar Kórus að flytja Skordýrslögin með Benna. Benni og Kórus telur í kl. 15, laugardaginn 3. september. Síðustu tónleikar seríunnar fara fram sama kvöld, 3. september kl. 21, en þá ætlar Benni að leika lögin ásamt tónlistarmönnum sem hann hefur unnið mikið með í gegnum tíðina. Óvissan ræður för og enginn veit hvað mun gerast. Miðaverð er kr. 2000 en hægt er að kaupa miða á alla tónleikana á kr. 4000. Á meðal þeirra sem fram koma með Benna eru Ragnar Helgi Ólafsson, Ívar Pétur Kjartansson, Elsa Kristín Sigurðardóttir, Eiríkur Orri Ólafsson, Ingibjörg Elsa Turchi, KÓRUS, Hafdís Bjarnadóttir, Jóel Pálsson, Una Sveinbjarnardóttir, Jónas Sig og Margrét Arnardóttir. ----------- Musician Benedikt Hermann Hermannsson (Benni Hemm Hemm) celebrates the release of his new poetry book on September 2nd. On that occasion Benni, along with a large group of musicians, will host three concerts at Mengi on Friday, September 2nd and Saturday, September 3rd. The poetry book, Skordýr (Ants) is in the form of an album, containing 22 brand new songs. - Friday, September 2nd at 9pm. Benni, along with a group of musicians, whom he has never worked with before, performs songs from the new poetry book. - Saturday, September 3rd at 3pm. Benni and Kórus (the newly formed Icelandic choir) improvise to songs from the new poetry book. - Saturday, September 3rd at 9pm. Benni and and a group of musicians, whom he has often worked with in the past, perform the new songs. Tickets to each concert is 2000 ISK. A festival pass, 4000 ISK, for all three events. With Ragnar Helgi Ólafsson, Ívar Pétur Kjartansson, Elsa Kristín Sigurðardóttir, Eiríkur Orri Ólafsson, Ingibjörg Elsa Turchi, KÓRUS, Hafdís Bjarnadóttir, Jóel Pálsson, Una Sveinbjarnardóttir, Jónas Sig & Margrét Arnardóttir.

Ofar mannlegum hvötum / Beyond human impulses

Mengi

14063800 1049573221822315 3523390043147203021 n

Gjörningakvöld í Mengi fyrsta mánudag hvers mánaðar. Húsið verður opnað klukkan 20:00. Veislan hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur Fram koma: Brynjar Helgason, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Sigurður Arent og María Dahlberg. Nánar um kvöldin: Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum og í ljósi þessa verður ekki tilkynnt um hvenær einstakir listamenn varpa sínu fram. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá. Átök eiga sér stað á milli hæða. Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham. Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins. Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining. /// A night dedicated to visual performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month. Perfomances by Brynjar Helgason, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Sigurður Arent and María Dahlberg. House opens at 8pm. Event starts at 9pm. Entrance: 2000 ISK

Ted Piltzecker

Mengi

14138173 1051133074999663 2441384917638394288 o

Hinn frábæri bandaríski víbrafónleikari Ted Piltzecker kemur fram í Mengi miðvikudagskvöldið 7. september og sígræna standarda úr djasssögunni eftir Milt Jackson, Cole Porter, Dave Brubeck, Miles Davis og fleiri. Með Piltecker kemur fram Þorgrímur Jónsson, kontrabassaleikari. Tónleikar hefjast kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 kr. Ted Piltzecker á að baki gríðarlega farsælan feril sem víbrafónleikari, tónskáld og kennari. Hann var um árabil tónlistarstjóri jazzhátíðarinnar virtu í Aspen og hefur leitt eigin sveitir auk þess að leika með öðrum, m.a. George Shearing, Jimmy Heath, Slide Hampton, Clark Terry, Rufus Reid og Lewis Nash. Piltzecker hefur sent frá sér fjórar plötur sem allar hafa notið mikillar velgengni og fengið frábæra dóma: DESTINATIONS, UNICYCLE MAN, STANDING ALONE og STEPPE FORWARD. Ted Piltzecker hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun, meðal annars frá Listasjóði Bandaríkjanna (The National Endowment for the Arts), Listasjóði New York borgar (The New York State Council on the Arts) og Listasjóði New Jersey (the New Jersey State Council on the Arts). Hann hefur gegnt kennarastöðu við Háskólann í Michigan, William Paterson háskólann og Tónlistarskóla Manhattan og gegnir nú aðstoðarprófessorstöðu við Purchase Tónlistarkonservatoríuna og Ríkisháskólann í New York. Piltzecker hefur komið fram með stórum hópi tónlistarmanna, þeirra á meðal gítarleikurunum Gene Burtoncini, Randy Johnston og Vic Juris, bassaleikurunum Rufus Reid, Harvie S og Todd Coolman, trommuleikurunum Lewis Nash, Dennis Mackrel og Clarence Penn, píanóleikurunum Jim McNeeley, John Hicks og Bill Charlap, trompettleikurunu Claudio Roditi, Jon Faddis og Ray Vega og saxófónleikurunum Chris Potter, Steve Wilson og Javon Jackson. “The vibes are glassy and glamorous - this is Ted Piltzecker, who always finds the right thing to say” Jazz USA. -------------- We’re honored to welcomr vibraphonist Ted Piltzecker to Mengi for a concert on Wednesday, September 7th at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK Music by Milt Jackson, Cole Porter, Dave Brubeck, Miles Davis and more. Vibraphonist/Composer Ted Piltzecker has eclectic musical interests. He has performed at jazz and percussion festivals, and in concerts throughout the United States and around the globe. (Germany, Austria, England, China, Australia, The Netherlands, Argentina, Peru, Sweden, Mexico, Canada, Japan, Finland, and Puerto Rico). His four albums as a leader have been critically acclaimed and influential in both the percussion and jazz worlds. His debut album, Destinations, climbed to number eight in national jazz airplay, and his second release, Unicycle Man on the Equilibrium label (featuring Bob Minter, Harvie S, James Williams, and Dave Meade) remained on the Gavin Jazz Chart for months. The Victory Music Review calls it “a thoughtful recording filled with tasteful flair, the product of confident mature musicians who are committed to the ensemble.” Jazz writer and critic, Nat Hentoff praised the album as “a lyrical, thoughtful, relaxing meeting of mutually appreciative improvisers whose time is timeless.” All About Jazz reports that in his solo vibraphone album, Standing Alone (a collection of standards) “fills the 43-minutes with expressive grace, maintaining interest throughout.” Muse calls it “a simultaneously technically impressive and deeply relaxing listening experience.” Steppe Forward, his latest release, has been cited as “an upbeat, joyous and uplifting album, from beginning to end” by All About Jazz, and “a nice voyage into what good jazz is all about in contemporary times” by the Jazz Review. Ted has performed with many of the great names in jazz in New York (guitarists Gene Burtoncini and Vic Juris, bassists Rufus Reid and Todd Coolman, drummers Lewis Nash, Dennis Mackrel, and Clarence Penn, pianists Jim McNeeley, John Hicks, and Bill Charlap, and with saxophonists Chris Potter and Javon Jackson), and while directing the jazz program at the Aspen Music Festival (Jimmy Heath, Joe Williams, Clark Terry, Mel Torme, Ernie Watts, Hubert Laws, Slide Hampton, Toshiko Akiyoshi, and many more). He has toured internationally as a member of the famed George Shearing Quintet, and has led many of his own unique ensembles including Pendulum, a duo with Canadian pianist Jim Hodgkinson, Ted’s eclectic musical interests have also included tours with the Kenny Endo Taiko Ensemble, TV spots with the Nitty Gritty Dirt Band’s John McEuen, appearances at the Cathedral of St. John the Divine in New York with organist Dorothy Papadakos, and chamber music concerts with classical cellists, Yehuda Hanani and Julia Lichten, violinists, Ruben Gonzales and Calvin Wiersma, clarinetists Ayako Oshima and Dick Waller, harpists Nancy Allen and Emily Mitchell, bandoneónist, Hector Del Curto, and gadulka player (Bulgarian violin) Nikolay Kolev. Ted Piltzecker has received awards from the National Endowment for the Arts, the New York State Council on the Arts, the New Jersey State Council on the Arts, The Lincoln Center Institute, and the ASCAP Foundation. His works have been aired on National Public Radio’s “Performance Today” and the Canadian Broadcasting Company’s “Arts National” and have been performed by the Philadelphia Orchestra Chamber Ensemble at the Kimmel Center for the Performing Arts. As a guest of the People’s Republic of China, he premiered new works for percussion at the Conservatories in Beijing and Wuhan in the summer of 2013. In the summer of 2014 he premiered two new works, one for wind ensemble and one for jazz band at the Conservatório de Tatuí in Brazil. He is an associate professor of music composition at the Purchase Conservatory of Music, State University of New York and also teaches vibraphone at the Hartt School in Connecticut. Ted is a graduate of the Eastman and Manhattan Schools of Music. He is an active pilot and unicyclist who performs using Musser vibraphones and Mike Balter mallets exclusively.

Gyða Valtýsdóttir

Mengi

14206013 1051774568268847 8615962713592332468 o

Tónleikar með tónlistarkonunni Gyðu Valtýsdóttur sem flytur eigin lög og ljóð. Sérstakur gestur: Ásta Fanney Sigurðardóttir. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 krónur. Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Ragnari Kjartanssyni, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni, Damien Rice og fleirum. --- A concert with Gyða Valtýsdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK. Gyða Valtýsdóttir is a polychromatic performer, trained and untamed classically. She started in her early teens as one of the founding members of the dream-pop group múm but left the band to pursue her studies. She found her way through the labyrinth of higher education, double mastering from Hochschule für Musik, Basel, where her main teachers were Thomas Demenga and Walter Fähndrich. She moves vividly between music realms, composing, performing and recording with various musician & artists such as Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson, múm, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Guy Maddin, Ragnar Kjartansson, Damien Rice and many others.

Katie Buckley - Harp

Mengi

14034975 1041975799248724 2050745232267624970 n

Katie Buckley flytur verk eftir John Cage, Lou Harrison, Ryan Ross Smith, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Caleb Burhans og Jesper Pedersen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Efnisskrá: Bergrún Snæbjörnsdóttir Granularity (2016) John Cage In a Landscape (1948) Caleb Burhans Becoming Autumn (2002) Ryan Ross Smith Study no. 53 (2016) Jesper Pedersen Orbits (2016) Lou Harrison From "Music for Harp" Jahla (1972) Music for Bill and Me (1966-67) Avalokiteshvara (1964) Beverly’s Troubadour Piece (1967) Serenade (1952) "Þessir tónleikar snúast í mínum huga um tengingar. Öll tónverkin tengjast hvert öðru á einhvern sérstæðan hátt. John Cage, Lou Harrison, Ryan Ross Smith og Bergrún Snæbjörnsdóttir hafa öll verið í Mills College í Oakland, Kaliforníu, ýmist sem nemendur eða kennarar. Caleb Burhans samdi verk sitt Becoming Autumn eftir að fundið fyrir sterkri tengingu við hið dásamlega verk John Cage “In a Landscape”. Ég er líka mjög lánsöm að hafa fengið að starfa náið með Caleb og Bergrúnu. Og svo ég hef alveg sérstaka tengingu við Jesper Pedersen þar sem hann er eiginmaður minn.” (KB) Katie Buckley hóf hörpunám níu ára gömul, þá búsett í Atlanta í Georgiu. Síðar hélt hún til náms í hörpuleik hjá Ann Adams, sem gegndi stöðu hörpuleikara hjá Sinfóníuhljómsveitinni í San Fransico og óperunni í San Fransisco um árabil. Katie útskrifaðist með BM-gráðu og Mastersgráðu frá Eastman School of Music, þar sem hún lærði hjá Kathleen Bride. Hún hefur verið aðalhörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í áratug en hún var ráðin til hljómsveitarinnar árið 2006. Katie Buckley er, ásamt Frank Aarnink, stofnandi hins tilraunaglaða Duo Harpverk sem hefur einbeitt sér að flutningi nýrrar tónlistar fyrir hörpu og slagverk en fjölmörg tónskáld hafa samið tónlist fyrir dúettinn. Duo Harpverk hefur komið fram á ótal tónleikum, hérlendis og erlendis og sent frá sér tvo geisladiska, The Greenhouse Sessions og Offshoots. Auk þess að starfa með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Duo Harpverk er Katie Buckley önnum kafin sem einleikari og flytjandi kammertónlistar og hefur komið fram á ótal tónleikum, hérlendis og í Bandaríkjunum. -------------- Solo concert with Katie Buckley. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK Program Bergrún Snæbjörnsdóttir Granularity (2016) John Cage In a Landscape (1948) Caleb Burhans Becoming Autumn (2002) Ryan Ross Smith Study no. 53 (2016) Jesper Pedersen Orbits (2016) Lou Harrison From "Music for Harp" Jahla (1972) Music for Bill and Me (1966-67) Avalokiteshvara (1964) Beverly’s Troubadour Piece (1967) Serenade (1952) "This concert of solo harp music is all about connections. All of the music is connected to each other in some special way. John Cage, Lou Harrison, Ryan Ross Smith, and Bergún Snæbjörnsdóttir all have been at Mills College in Oakland, California either as students or teachers. Caleb Burhans wrote “Becoming Autumn” after feeling a great connection with John Cage’s “In a Landscape.” Also, I am lucky enough to know and have worked with Bergrún, Ryan, and Caleb as well as being married to Jesper Pedersen." (KB) Katie Buckley began studying harp at the age of 8 in Atlanta, Georgia and continued her studies in San Francisco with former San Francisco Symphony and Opera harpist Ann Adams. Katie received her Bachelor of Music degree and Master of Music degree as well as a Performer's Certificate at Eastman School of Music with Kathleen Bride. In 2006, she became principal harpist with the Iceland Symphony Orchestra. Katie is a founding member of the ensemble Duo Harpverk. Duo Harpverk is a harp and percussion duo with percussionist Frank Aarnink. The Duo has released two CDs, The Greenhouse Sessions and Offshoots, and performs around Iceland and has embarked on several international tours. In addition to Duo Harpverk and her position in the Iceland Symphony Orchestra, Katie also performs as a soloist and chamber musician throughout Iceland and the United States.

Ólöf Arnalds

Mengi

14114914 1052551748191129 6379241077592495556 o

Ólöf Arnalds heldur tónleika í Mengi laugardagskvöldið 10. september og flytur eigin lög og ljóð, glæný og eldri. Með henni kemur fram Skúli Sverrisson, bassaleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 kr. Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Í vinnslu er ný plata Ólafar sem kemur út á næsta ári, 2017. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og hefur starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Hilmar Jensson, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Wadada Leo Smith, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Jim Black, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla er Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen. ----------------- Ólöf Arnalds gives one of her intimate concerts at Mengi on Saturday, September 10th at 9 pm. Will be joined by Skúli Sverrisson. House opens at 8 pm. Tickets: 2000 ISK Ólöf Arnalds has been active within the Icelandic music scene since the early 2000s. She was a touring member of múm for five years from 2003 before launching her solo career and has released four albums to date. She has collaborated with bands and artists such as Björk, Stórsveit Nix Noltes, Mugison, Slowblow and Skúli Sverrisson. In 2007, her debut album Við Og Við was released by 12 Tónar. The album features a set of songs performed mostly in a traditional troubadour style. The success of Við og Við in the US led to Ólöf touring with Blonde Redhead, Jonathan Richman, Björk, The Dirty Projectors and Jeff Mangum. Her second album, Innundir skinni, was released by One Little Indian Records in September 2010. The album was produced by then Sigur Ros member Kjartan Sveinsson and Davíð Þór Jónsson, and featured contributions from Björk, Skúli Sverrisson, Shahzad Ismaily, María Huld Markan Sigfúsdóttir and Ragnar Kjartansson. Her third album is Sudden Elevation and was released (again by One Little Indian Records) in February 2013. It her first album sung entirely in English. Produced again by long-time collaborator, Skúli Sverrisson, Sudden Elevation was largely recorded in a late autumn 2011 stint in a seaside cabin in Hvalfjörður, western Iceland. Her fourth album, Palme, was released (by One Little Indian) in 2014 with contributions from Gunnar Örn Tynes (múm) and Skúli Sverrisson. Ólöf Arnalds fifth album is due in 2017.

Chris Speed & Skúli Sverrisson

Mengi

14188177 1051733618272942 1409309671480171492 o

Æsispennandi tónleikar með Chris Speed og Skúla Sverrissyni í Mengi þriðjudagskvöldið 13. september. Auk þeirra koma fram Arnljótur Sigurðsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Ólafur Björn Ólafsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 Samstarf Skúla Sverrissonar og Chris Speed á sér djúpar rætur en þeir hafa starfað saman í ýmiss konar samhengi. Ásamt Jim Black og Brad Shepik stofnuðu þeir hljómsveitina Pachora í kringum árið 1997, sveit sem hefur sent frá sér fjórar rómaðar plötur og komið fram víða um heim. Skúli og Chris Speed hafa báðir verið í kvartett Jim Black Alaxnoaxis en fjórði maðurinn í því bandi er Hilmar Jensson og Skúli var aukinheldur meðlimur hljómsveitar Chris Speed yeah NO ásamt Jim Black og Cuong Vu. Á tónleikum Chris og Skúla í Mengi verður Balkanskotinn spuni í öndvegi en Chris Speed hefur öðrum fremur rannsakað og heillast af flóknum taktmynstrum og hljómagangi tónlistarhefða Balkanskagans og hljómsveitin Pachora hefur frá upphafi leikið sér í kringum þá frjóu hefð - þar sem hið forna og glænýja renna saman. Með þeim koma fram þrír frábærir tónlistarmenn úr íslenskri djass- og spunatónlistarhefð, Arnljótur Sigurðsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Ólafur Björn Ólafsson. Chris Speed er tónskáld, klarínett- og saxófónleikari og einn af lykilpersónunum í jass/spunasenunni í New York samkvæmt New York Times. Á meðal sveita sem hann hefur stofnað eru Endangered Blood, Human Feel, yeah NO, Trio Iffy, Pachora og The Clarinets. Hann er stofnmeðlimur í hljómsveit Jim Blacks, Alas No Axis og í sveit John Hollenbeck, Claudia Quintet. Á meðal hljómsveita sem hann vinnur með um þessar mundir má nefna Heroic Frenzies með Craig Taborn, Ensemble Kolossus með Michael Formanek, Trucking Co með David King, Matt Mitchell kvartettinn, Reverse Blue með Mary Halvorsen og Banda de los Muertos auk þess sem hann ferðast um heiminn með nýjasta verkefni sitt, Endangered Blood (með Jim Black, Trevor Dunn og Oscar Noriega). Chris Speed er fæddur árið 1967 og ólst upp í kringum Seattle en þar hófust kynni hans, Jim Black og Andrew D’Angelo sem allir héldu þeir til náms í Boston þar sem þeir stofnuðu Human Feel með gítarleikaranum Kurt Rosenwinkel. Speed nam við New England Conservatory í Boston og útskrifaðist árið 1990. Árið 1992, eftir að hafa ferðast með Artie Shaw Band, fluttist Speed til New York borgar þar sem hann hóf samstarf með hljómsveit Tim Berne, Bloodcount. Á tíunda áratugnum hóf hann samstarf með Sextett Dave Douglas, hljómsveit Myra Melford, Same River, og með Anthony Coleman og Mark Dresser í tríói þess síðarnefnda. Chris Speed var meðlimur hljómsveitarinnar Pachora ásamt Jim Black, Skúla Sverrissyni og Brad Shepik. Pachora var stofnuð árið 1997 og einbeitti sér að því frá upphafi að flytja og spinna í kringum tónlist frá Búlgaríu, Grikklandi, Makedóníu og Tyrklandi en sveitin naut mikillar velgengni og kom fram víða í Norður-Ameríku og í Evrópu. Speed var einnig meðlimur í Slavic Soul Party á árunum 1996-2004. Spunatríó Speed, The Clarinets, sem skipað er Oscar Noriega og Anthony Burr auk Chris Speed kannar möguleika klarínettsins og hljóðheims þess. Speed stofnaði hljómsveitina yeah NO árið 1996, um var að ræða tilraunaverkefni í að skrifa niður spunatónlist; úr varð sérstæð nótnaútgáfa þar sem blandast saman eiginleikar frjáls djass, nútímarokktónlistar, austur-evrópskrar þjóðlagatónlistar og mínímalisma. Hljómsveitin komu margsinnis fram á tónleikastöðunum Knitting Factory og Tonic í New York, ferðaðist um Bandaríkin og Evrópu og sendi frá sér fjórar plötur. Árið 2004, 2005 og 2006 var Speed útnefndur vonarstjarna klarínettuheimsins í Downbeat tónlistartímaritinu, hann hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun og var gestasólisisti á alþjóðlegu djasstónlistarhátíðinni í Kaupmannahöfn árið 2004. Árið 2006 stofnaði Speed útgáfufyrirtækið Skirl Records, útgáfu sem einbeitir sér að spunageira Brooklyn en á þeim áratug sem liðinn er frá stofnun hefur Skirl Records sent frá sér 31 plötu. Skúli Sverrisson (f. 1966), bassaleikari og tónskáld, hefur í yfir tvo áratugi unnið með mörgum þekktum listamönnum úr tónlistarheiminum, t.d. jazzleikurunum Wadada Leo Smith og David Bailey, tónskáldunum Ryuichi Sakamoto, Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttir, að ógleymdum Lou Reed og Arto Lindsey. Skúli er þekktur sem listrænn stjórnandi Ólafar Arnalds, fyrir upptökur sínar með Blonde Redhead og sem tónlistarstjórnandi listakonunnar Laurie Anderson. Hann hefur leikið á tónleikum og tónlistarhátíðum um heim allan og leikið inn á tugi hljómplatna. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 kr. --------------------------------------------------------- A concert with Chris Speed and Skúli Sverrisson on Tuesday, September 13th at 9 pm. Also performing: Arnljótur Sigurðsson, Eiríkur Orri Ólafsson and Ólafur Björn Ólafsson. House opens at 8 pm. Tickets: 2000 ISK. Chris Speed, composer, clarinetist and saxophonist and Skúli Sverrisson, composer and bass-player, have been collaborating within all kinds of musical context for the past decades. Both founding members of Pachora (with Jim Black and Brad Shepik), played in Jim Black's quartet Alasnoaxis (with Hilmar Jensson) and Skúli was a member of Speed's group yeah NO (with Hilmar Jensson and Cuong Vu). New music and free improv inspired by Balkan musical traditions will be in the forefront at the concert at Mengi on Tuesday, September 13th. Sverrisson and Speed will be joined by three fantastic young musicians from the Icelandic improv scene, Arnljótur Sigurðsson, Eiríkur Orri Ólafsson and Ólafur Björn Ólafsson. Chris Speed is a composer, clarinetist and saxophonist... - and is “one of the principal figures in a dynamic left-of-center jazz/improv scene in the city” (NYTimes). His own bands include Endangered Blood, Human Feel, yeah NO, Trio Iffy, Pachora and The Clarinets. He is a founding member of Jim Black’s Alas No Axis and John Hollenbeck’s Claudia Quintet (two of the most influential working bands today), works with Uri Caine (deconstructing works by Mahler, Mozart, Bach, Schoenberg, Gershwin) and maintains a busy career of touring, recording, performing, composing, practicing and teaching. Current projects include work with Craig Taborn's Heroic Frenzies, Michael Formanek's Ensemble Kolossus, Dave King's Trucking Co., Matt Mitchell Quartet, Mary Halvorson's Reverse Blue, Banda de los Muertos (NYC’s only Banda band), as well as touring his latest project, Endangered Blood (with Black, Trevor Dunn and Oscar Noriega) which was featured on NPR’s Tiny Desk Concerts in 2012. (Endangered Blood 2010, Work Your Magic 2013 Skirl). “Speed’s Endangered Blood originals stand out as his most melodically generous, accessible and warm batch of compositions he’s yet to produce.” -DownBeat **** Born in 1967, Speed grew up in the Seattle area where he met future colleagues Jim Black and Andrew D'Angelo, all of whom ended up in Boston in the late 80's where they formed Human Feel with guitarist Kurt Rosenwinkel. (Scatter 1992, Welcome to Malpesta 1994, Speak To It 1996, Galore 2007). While in Boston he studied at New England Conservatory and graduated in 1990. By 1992, after a short tour with the Artie Shaw Band (led by Dick Johnson), Speed moved to New York City where he started working with Tim Berne’s (now legendary touring band) Bloodcount. (Unwound 1996, Discretion 1997, Saturation Point 1997, The Seconds 2006). Throughout the nineties his formidable improvisational approach on both tenor saxophone and clarinet contributed to other pioneering NYC bands including the Dave Douglas Sextet (Witness, Soul on Soul, Sanctuary, Stargazer, In Our Lifetime), Myra Melford’s Same River Twice (Above Blue, Where the Two Worlds Touch) John Zorn (Bar Kokhba, Trembling Before G-d) and Mark Dresser’s trio with Anthony Coleman. As a member of Pachora (with Black, bassist Skuli Sverrisson, and guitarist Brad Shepik) Speed became known as one the leading NYC musicians adapting the odd time signatures and melodies of Balkan music into jazz-based music. Pachora was formed in 1992 to play music from Bulgaria, Greece, Macedonia, and Turkey, and evolved into an original music ensemble that toured North America and Europe extensively. (Astereotypical 2003, Ast 2000, Unn 1999, and Pachora 1997. His fluency with East European folk music is also documented with the more traditional Slavic Soul Party, which he was member of from 1996-2004. In addition to touring America, they spent 2 weeks in Macedonia with Rom musicians and recorded “In Makedonija” (Knitting Factory Records) at an underground radio station in Skopje. His critically acclaimed improvisational trio The Clarinets (with Oscar Noriega and Anthony Burr and featured on NPR’s Fresh Air) explores the possibilities of the clarinet (multi-pitch tones, timbre deviation) in the context of group improvisation. This group blurs the boundary between composed chamber music and experimental improvisation and creates an acoustic ambient music of unusual grace and beauty. (The Clarinets 2006, Keep On Going Like This 2012) Speed formed the band yeah NO in 1996 as an experiment in decoding and scoring out improvisations which inspired an unusual book of music that also fused elements of free jazz, modern rock, eastern folk and minimalism. After the debut record in 1997, they thrived in the center of new music in NYC, performing frequently at the previous Knitting Factory(s) and (the since closed) Tonic. They toured the States and Europe and have four recordings. (yeah NO 1996, Deviantics 1998, Emit 2000, Swell Henry 2004) Speed was named the rising star clarinetist in Downbeat magazine for 2004, 2005 and 2006, was the recipient of a NEA composition grant in 1993, and in 2004 was the guest soloist at the Copenhagen International Jazz Festival working with over 10 different cutting edge Danish bands. In April 2006, he launched Skirl Records, a label dedicated to Brooklyn based creative music, now with 31 releases. “As a document of the fertile Brooklyn scene, Skirl has few equals, skirting the boundaries between jazz, rock, electronic, classical and improvised music.” AllAboutJazz.

Spunakonsert / A night of improv

Mengi

14205927 1058458237600480 1431418193838431585 o

Spunatónleikar í Mengi fimmtudagskvöldið 15. september 2016 þar sem saman koma nokkrir tónlistarmenn frá Eistlandi og Skotlandi ásamt íslenskum kollegum þeirra. Frá Eistlandi koma fram þau Anto Pett píanóleikari og Anne-Liis Poll söngkona. Bæði kenna þau við tónlistarháskólann í Tallin, þar sem þeirra aðalkennslugrein er frjáls spuni en í Tallin er hægt að sérhæfa sig í tónlistarspuna bæði á meistara- og doktorsstigi. Frá Skotlandi kemur Alistair MacDonald sem er raftónlistarmaður, tónskáld og prófessor í tónsmíðum og "Creative and Contextual Studies" við Konunglega tónlistarháskólann í Glasgow. Þessir þrír ofannefndu listamenn verða með námskeið fyrir nemendur tónlistardeildar Listaháskólans dagana 14. - 17. sept. og munu nokkrir nemendanna einnig koma fram á þessum tónleikum. Einnig koma fram Liis Viira hörpuleikari, sem bæði er spunalistamaður og leikur með sinfóníuhljómsveitinni í Tallin. Sigurður Halldórsson sellóleikari og Kjartan Valdimarsson píanóleikari koma einnig við sögu, en báðir hafa lengi iðkað frjálsan spuna og eru kennarar við Listaháskólann. Á tónleikunum verða flutt nokkur spunaverk þar sem fjölbreytilega skipaðir hópar flytja, algjörlega í opnu formi þar sem helstu rammarnir eru hljóðfæraskipan og tímarammi - að öðru leyti spunnið á grunni þeirra aðferða sem listamennirnir hafa þróað. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur ------------------------------------------------ A night of improv at Mengi with Alistair MacDonald, electronics, Anto Pett, pianist, Anne Liis Poll, singer, Liis Viira, harpist, Sigurður Halldórsson, cellist and Kjartan Valdemarsson on piano. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK

Daníel Friðrik & Max Andrzejewski with Skúli Sverrisson

Mengi

14290045 1058441190935518 5761355103563878818 o

Æsispennandi spunatónleikar með Daníel Friðrik Böðvarssyni á gítar og Max Andrzejewski á trommur ásamt Skúla Sverrisyni á bassa fara fram í Mengi föstudagskvöldið 17. september. Stuðið hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Aðgangseyrir: 2000 krónur Daníel Friðrik Böðvarsson og Max Andrejewski, sem báðir eru mikilsvirtir þátttakendur í öflugri spunatónlistarsenu Berlínar, mynda saman hljómsveitina PRANKE. Þeir hafa báðir sinnt alls kyns tónlistarverkefnum og komið fram víða um heim; gítarleikarinn, lagahöfundurinn og söngvarinn Daníel Friðrik er meðlimur í hljómsveitinni Moses Hightower auk dúettsins PRANKE og hefur auk þess sinnt fjölmörgum tónlistarverkefnum þar sem frjáls spuni ræður för. Hér fá þeir félagar Skúla Sverrisson til liðs við sig í óvissuferð en þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír tónlistarmenn leiða saman hesta sína. Hinn þrítugi slagverksleikari og tónskáld Max Andrejewskis hefur leikið inn á fjölmargar plötur sem út hafa komið hjá útgáfufyrirtækjunum Traumton, Act, Pirouet, Wizmar, Unit, Jazzhus, NWog og Whyplayjazz. Hljómsveitin hans HÜTTE vann árið 2013 til virtustu verðlauna sem veitt eru djasstónlistarmönnum í Þýskalandi, hinna nýju þýsku djasstónlistarverðlaun auk þess sem Max vann til einleikaraverðlauna hið sama ár. Helstu tónlistarverkefni hans eru Expressway Sketches og PRANKE. Hann hefur auk þess samið tónlist fyrir leikhúsuppfærslur í Thalíuleikhúsinu í Hamburg, Maxim Gorki leikhúsinu í Berlin, Schauspiel Frankfurt leikhúsinu og Borgarleikhúsinu í Kassel. Hann hefur komið fram víða um heim, meðal annars í Azerbaijan, Ísrael, Rússlandi, á Kúbu, í Bandaríkjunum, Tékklandi, Portúgal, Ítalíu, HOllandi, Egyptalandi, Austurríki, Serbíu, Sviss, Póllandi, Quatar og á Íslandi. --- An exciting improv concert with Daníel Friðrik Böðvarsson on guitar, Skúli Sverrisson on bass and Max Andrzejewski on drums Concert starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK. Daníel Friðrik Böðvarsson - is a guitarist, songwriter and singer; He plays in bands including Moses Hightower and Pranke. He has lived in Berlin during the past 5 years and works on music where improvisation and creativity are primordial. Max Andrzejewski is a 30 year old drummer and composer. His energetic musical work between jazz, rock, improvised music and contemporary composition brings him all over Germany and the world, and appears on numerous albums on Traumton, Act, Pirouet, Wizmar, Unit, Jazzhaus, NWog, Whyplayjazz. He studied drums at MHS Cologne and JIB Berlin. His own band HÜTTE won one of the biggest German Jazz Prices, the Neuer Deutscher Jazzpreis 2013, and on top of it, Max also won the Soloist Price. His other main projects are the bands Expressway Sketches und PRANKE. Max is composer for theatre. He composes for Thalia Theater Hamburg, Maxim Gorki Theater Berlin, Schauspiel Frankfurt, Staatstheater Kassel. Max was on tour in Aserbaijan, Israel, Russia, Cuba, USA, Czech, Portugal, Italy, Netherlands, Egypt, Austria, Serbia, Switzerland, Poland, Qatar, Iceland. He was recorded by WDR, BR and RBB. In 2010 he won the competition „Convento Jazzpreis“.

Kira Kira & Kórus

Mengi

14241512 1058203944292576 4956221266784243799 o

KIRA KIRA & KÓRUS Sérstakur gestur: Daníel Friðrik Böðvarsson, gítarleikari. MENGI 17. SEPTEMBER 2016 KL. 21:00 Fyrir Kiru eru tónleikar tækifæri til þess að opna sköpunarferli fyrir áheyrendum, í opinskárri leikgleði með hljóðskúlptúr, rafmagn og stemmningu. Þetta verða þriðju tónleikarnir í seríu sem er sérsniðin að Mengi -Leikvelli og rannsóknarstofu fyrir framsækna tónlist. Á þeim fyrstu bauð Kira handvalinni orkestru að spinna við rafhljóðheima sem ómuðu aðeins í heyrnatólum hljóðfæraleikaranna -Tónlist sem Kira hefur verið að þræða saman um árabil fyrir tvær ólíkar plötur. Tónleikar númer tvö í seríunni voru rafmagnað sóló og á þessum þriðju, nú laugardaginn 17. september nýtur Kira Kira fulltingis Kórus, kórs sem hún stofnaði með góðum vinum í Mengi fyrir sléttu ári síðan. Kira Kira hefur verið hreyfiafl í framsækinni tónlist um árabil, samhliða því að gera kvikmyndir og myndlist. Það má búast við hennar fjórðu breiðskífu á nýju ári ásamt plötu sem hún er að vinna með Bandaríska tónlistarmanninum Eskmo og tónskáldakollektívunni The Echo Society frá Los Angeles. Kira Kira er einn af stofnendum Tilraunaeldhússins/Kitchen Motors sem var vettvangur fyrir samruna listmiðla, útgáfa og hugmyndasmiðja sem hún rak í samstarfi við Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld og Hilmar Jensson gítarleikara. —————— A concert with Kira Kira and Kórus at Mengi on Saturday, September 17th at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK Kira Kira is a composer and audio/visual artist. As a founding member of Kitchen Motors, a mischievous label and collective based on experiments in electronic music and arts run in collaboration with Johann Johannson and Hilmar Jensson, she continually breaks boundaries between forms and genres through a repertoire that includes compositions for theatre, film, dance and art installations – as well as playful multi-disciplinary productions that exceed her work as merely a composer. Kira Kira sprang from this collective and to this day works with Kitchen Motors’ ethos at heart -a spirit of playfulness, exploring the relationship between experimental music, film and visual arts, collaborating with a plethora of various artists. Kira Kira has 3 albums to her name, the most recent full length being Feathermagnetik on Berlin based label Morr Music. www.kirakira.is www.facebook.com/kirakiramusik www.kirakira.bandcamp.com https://soundcloud.com/kira-kira https://vimeo.com/kirakirafilms