Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Konulandslag / Anna Kolfinna Kuran / Woman Landscape

Mengi

15724564 1168059269973709 1655617999085238602 o

Konulandslag eftir Önnu Kolfinnu Kuran Konulandslag er samansafn mismunandi verka eftir Önnu Kolfinnu Kuran, þar á meðal eru ljósmyndir, vídeóverk, texti og flutningur. Verkin eru hluti af stærra langtímaverkefni sem listamaðurinn hefur unnið að sem hluti af námsdvöl sinni í New York síðan í júní 2016. Verkefnið er innblásið af upplifun Önnu Kolfinnu af því að vera kona í borginni, hvernig er komið fram við hana, hvar hún er sýnileg og hvar hún er ósýnileg. Í verkunum leikur hún með að hlutgera sig til hins ýtrasta eða eyðir líkamanum algjörlega - eftir sitja tilfinningar og ummerki líkamans í einhverskonar persónulegri kortlagningu af borginni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Dansverkstæðið. "Velkomin í konulandslagið mitt, mjúkt og seyðandi, heitt og meiðandi.” Hefst klukkan 21. Miðverð: 2000 krónur .......................................................................................... Woman Landscape is a collection of works by Anna Kolfinna Kuran, which consists of photographs, a video work, text and a performance. The pieces are a part of a longterm project which the artist has been developing as part of her stay in New York City where she currently resides and studies. The project is inspired by the catcalling culture in New York, how women's bodies are treated out on the streets, exploring both the visibility and the invisibility of the female body. In the works, Anna negotiates absolute objectification and total erasure of the body, what is left behind are traces of feelings and presence as a sort of personal map of the city. “Welcome to my Woman Landscape, my juicy couture a la natural.” Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK

Föstudagurinn þrettándi: Michalis Moschoutis & Ingi Garðar

Mengi

15896331 1172706406175662 5064594458037535305 o

Michalis Moschoutis & Ingi Garðar Erlendsson leiða saman hesta sína föstudagskvöldið 13. janúar 2017 í Mengi. Tónlistarmaðurinn knái Ingi Garðar Erlendsson er gestum Mengis að góðu kunnur og hefur margsinnis komið fram einn síns liðs og með öðrum tónlistarmönnum þar sem hann spilar á básúnu og þránófón en Ingi Garðar er óumdeilanlega fremsti þránófónleikari í heimi, hvorki meira né minna. Michalis Moschoutis er grískur tónlistarmaður, búsettur í Aþenu. Hann er tónskáld og gítarleikari, útgefandi og stjórnandi listahátíða og vinnur meðal annars að því um þessar mundir að undirbúa ásamt Ilan Volkov, fyrrum aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Tectonics-hátíð sem haldin verður í Aþenu. Nýjasta plata Moschoutis er Nylon. Þar kannar hann á róttækan og frjóan hátt hljóðræna möguleika akústíska gítarsins og umbreytir honum í magnaða og ágenga hávaðavél. Héðan heldur Michalis Moschoutis til Lundúna þar sem hann kemur fram á hinum rómaða tónleikastað Café Oto. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Umsagnir um M. M. “Michalis Moschoutis’s guitar is wild, it is a brute force, a mass of sound… ” Kasper T. Toeplitz “In the truest sense of the word: disturbingly impressive….”freiStil magazine “Moschoutis’ approach isn’t careful or delicate, it almost sounds like he wants to destroy the guitar and the strings, but no doubt he embraces and loves his instrument and shows us this in quite a remarkable way. If you like Bill Orcutt, then search also for Michalis Moschoutis. An excellent debut record." Frans de Waard” – Vital Weekly “The virtuosity with which he plays the instrument is extremely enjoyable. He lets the instrument roar, scream, cry softly, whisper and more.” Peter De Koning – Dark Entries “The music of Michalis Moschoutis is powerful. Its intensity makes you jump out from the duvet directly down to the parquet floor.” Sebastian Hinz – hhv mag “…opens up new, exciting, perspectives that could change our perception of the acoustic guitar.” SQ WW ............................................................................. A concert with musicians Ingi Garðar Erlendsson (IS) & Michalis Moschoutis (GR). Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK Ingi Garðar Erlendsson (b. 1980) studied composition with the composers Yannis Kyriakides and Gilius van Bergeijk at the Royal Conservatory in Den Haag, from 2007-2009. His works have been performed at various places on various occasions worldwide. Ingi Garðar is a member of the composers collective S.L.Á.T.U.R (Society of artistically obtrusive composers around Reykjavík) and performs with groups such as Hestbak, Borko, Fengjastrútur, Benni Hemm Hemm, Skeylja, Valdimar, Kippi Kanínus, Stórsveit Nix Noltes and many more. ............................................................. Michalis Moschoutis is a musician, primarily guitarist and composer, based in Athens. His work focuses on the materiality of sound and the physicality of live music. His freely improvised performances find him strumming, bowing and wildly plucking the loosened strings of his nylon-string guitar. Moschoutis’s latest solo album “Nylon”, presents a radical exploration of the sonic possibilities of a classical guitar. “Crease”, his duo release with inside-piano player Danae Stefanou, will be out on cassette by Coherent States at the beginning of 2017. Moschoutis also runs Holotype Editions record label and curates INMUTE festival, which opens up shared spaces between cinema, sound art and experimental music. He is currently co-curating together with the acclaimed conductor Ilan Volkov the upcoming edition of Tectonics in Athens. Reviews: “Michalis Moschoutis’s guitar is wild, it is a brute force, a mass of sound… ” Kasper T. Toeplitz “In the truest sense of the word: disturbingly impressive….”freiStil magazine “Moschoutis’ approach isn’t careful or delicate, it almost sounds like he wants to destroy the guitar and the strings, but no doubt he embraces and loves his instrument and shows us this in quite a remarkable way. If you like Bill Orcutt, then search also for Michalis Moschoutis. An excellent debut record. Frans de Waard” – Vital Weekly “The virtuosity with which he plays the instrument is extremely enjoyable. He lets the instrument roar, scream, cry softly, whisper and more.” Peter De Koning – Dark Entries “The music of Michalis Moschoutis is powerful. Its intensity makes you jump out from the duvet directly down to the parquet floor.” Sebastian Hinz – hhv mag “…opens up new, exciting, perspectives that could change our perception of the acoustic guitar.” SQ WW

Nico Guerrero

Mengi

15895716 1175339312579038 1944307867351203772 o

Við bjóðum franska gítarleikarann Nico Guerrero velkominn aftur í Mengi laugardagskvöldið 14. janúar kl. 21. Nico kom síðast fram í Mengi með hljómsveit sinni Vortex árið 2015. Í þetta sinn verður hann einn á ferð með gítar og fylgihluti og flytur ný verk eftir sig sem hann hefur verið að semja að undanförnu. Um listamanninn: Nico Guerrero býr jafnt á Íslandi og í Frakklandi. Hann er stofnmeðlimur frönsku avant-garde sveitarinnar Vortex ásamt Soniu Cohen-Skalli en sveitin hefur verið starfandi frá því snemma á tíunda áratugnum. Nico unir sér vel á vettvangi tilraunkenndrar tónlistar en hún teygir anga sína til póstrokks og jafnvel hávaðatónlistar (e. noise). Hann fléttar saman ýmsum áferðum og blæbrigðum gítarsins svo úr vefur áhrifaríkur og dáleiðandi vefur. Nico Guerrero hefur að undanförnu unnið í París ásamt bandaríska tónskáldinu Rhys Chatham og vinnur nú að verki byggðu á hinum ævafornu sálmum Orfeusar með ítalska tónlistarmanninum Aima Lichtblau. Nánari upplýsingar um listamanninn má nálgast hér: www.nicoguerrero.com Húsið opnar kl. 20:30 og miðaverð er 2.000 krónur. --------------------------------------------------------------- A concert with the French guitarist Nico Guerrero. Starts at 9 pm. Tickets: 2.000 ISK. About the artist: Founder of the French band "Vortex" with Sonia Cohen-Skalli in the early 90's (Eksaïphnès / Les Disques du Soleil et de l'Acier), Nico Guerrero is an experimental guitarist living both in France and in Iceland, working on the electro-acoustic possibilities generated by electric guitar. Filtered through a chain of effects and reverbs, the massive sound, rich in resonant harmonics builds a deep sound space, hallucinatory and melancholic. He recently created in Paris instrumental pieces with the American composer Rhys Chatham, and currently works with the Italian musician Aima Lichtblau on a musical adaptation of the ancient Orphic hymns. After the performance of Vortex to Mengi in March 2015, he returns for a solo concert to present new compositions. https://www.nicoguerrero.com

Erik DeLuca & Kvæðamannafélagið Iðunn

Mengi

15895649 1177359742376995 3115612790624139732 o

Tónleikar með Kvæðamannafélaginu Iðunni, Tríóinu B' CHU sem skipað er Erik DeLuca, Birni Jónssyni og Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og franska listamanninum Anthony Plasse. Tónleikar hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni troða upp í Mengi í fyrsta sinn og kveða vel valdar, hljómfagrar rímur. Auk þeirra mun hið nýstofnaða tríó B'CHU koma fram en tónlist tríósins er hægur og hugleiðslukenndur hljóðvefur gítars, bassa, slagverks og rafhljóða. Franski myndlistarmaðurinn Anthony Plasse varpar á vegg Mengis myndum af undrum himinhvolfanna á meðan á tónleikunum stendur. Ljóst er að hér er á ferð spennandi viðburður þar sem saman renna gamall og nýr tími, seiðurinn í gömlu rímunum og seigfljótandi hljóðvefur tríósins B'CHU. LIstrænn stjórnandi viðburðarins er bandaríski listamaðurinn Erik DeLuca. DeLuca er með doktorspróf í tónsmíðum og tölvunarfræði frá Háskólanum í Virginíu. Undanfarna mánuði hefur hann dvalið á Íslandi við rannsóknir þar sem hann hefur meðal annars tekið til skoðunar tvær innsetningar í íslensku landslagi: Áfanga eftir Richard Serra, sem standa úti í Viðey og Tvísöng, hljóðinnsetningu eftir Lukas Kühne á Seyðisfirði. Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað árið 1929 í Reykjavík og hefur frá upphafi einbeitt sér að varðveislu hinnar íslensku rímnahefðar. ........................................................................................ Slow drone rock and rímur. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK The new trio B’ CHU (Erik DeLuca along with Björn Jónsson and Þorsteinn Gunnar Friðriksson) will perform stripped-down, slow music for guitar, bass, drums, and drones. Members of Kvæðamannafélagið Iðunn led by Bára Grímsdóttir will sing rímur and the French artist Anthony Plasse will project slowly evolving images of dilating stars. This evening is curated by Erik DeLuca. Erik Deluca is a composer and artist. He writes about, installs, and composes sonic art that explores the duality of nature and culture, the relation of commercial sound objects and their signaling metaphors, and the mediating roles of technology. DeLuca received the PhD in Composition and Computer Technologies from the University of Virginia and is currently based in Reykjavík as an American-Scandinavian Foundation postdoctoral fellow affiliated with the Iceland Academy of the Arts. He is researching, and intervening with two popular eco-artworks in Iceland: Richard Serra’s “Áfangar” on Viðey Island and Lukas Kühne’s “Tvísöngur” in Seyðisfjörður. These site-specific interventions are theoretically grounded with a blend of environmental history, institutional critique, relational aesthetics, and archeoacoustics. Through a 12-channel public address system, ham radio transmissions, and field recording, these works lean toward self-critical environmental sonic art. In 1929 the Society Iðunn was formed in Reykjavík. The aim of the society was to preserve the tradition of Rímur-chanting and the majority of its members were people who had moved to the city from the countryside and missed the old times when the evenings at the farms were passed by listening to the old epic songs.

GYÐA

Mengi

15977255 1183599848419651 7889930737191709750 n

Tónleikar með hinni einstöku tónlistarkonu Gyðu Valtýsdóttur sem flytur eigin lög og texta, studd gítar, selló og söngrödd. Tónleikar Gyðu eru ávallt einstakar galdrastundir en hún er á meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa tengst Mengi órofa böndum allt frá opnun staðarins. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Ásta Fanney Sigurðardóttir. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað kl. 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Ragnari Kjartanssyni, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni, Damien Rice og fleirum. Plata hennar Epicycle, sem hefur að geyma útsetningar Gyðu á tónlist eftir Scumann, Schubert, Messiaen, Crumb, Hildegard von Bingen og fleiri hlaut nýverið Kraumsverðlaunin sem ein af bestu plötum ársins 2016. --- A concert with the beautiiful Gyða Valtýsdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Gyða willl perform her own music for voice, cello, guitar and more. WIll be joined by the fabulous Ásta Fanney Sigurðardóttir. Gyða Valtýsdóttir is a polychromatic performer, trained and untamed classically. She started in her early teens as one of the founding members of the dream-pop group múm but left the band to pursue her studies. She found her way through the labyrinth of higher education, double mastering from Hochschule für Musik, Basel, where her main teachers were Thomas Demenga and Walter Fähndrich. She moves vividly between music realms, composing, performing and recording with various musician & artists such as Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson, múm, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Guy Maddin, Ragnar Kjartansson, Damien Rice and many others. Her album Epicycle with Gyða's new arrangements of music by Schumann, Schubert, Crumb, Messiaen and more was awarded the Kraumur music award as one of the best albums in Iceland in 2016.

Þóranna í Mengi / MMD 2017 off venue

Mengi

15941341 1177341232378846 2320650518854724526 n

Tónleikar í Mengi með Þórönnu Dögg Björnsdóttur þriðjudagskvöldið 24. janúar klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Tónleikarnir fara fram sem nokkurs konar upptaktur að tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem verður sett fimmtudaginn 26. janúar. Þóranna Dögg Björnsdóttir (f.1976) er starfandi listamaður, listkennari og kvikmyndagerðarkona. Viðfangsefni Þórönnu eru mörg og mismunandi og taka á sig form í gegnum ýmsa miðla. Verk hennar eru sambland af mynd og hljóði og byggja m.a á samspili kvikmyndar og lifandi tónlistarflutnings, taka á sig mynd í formi hljóðskúlptúra, gjörninga og hljóðverka. Þóranna er ötul við tónsmíðar og hefur getið sér gott orð á vettvangi raftónlistar. Verk hennar hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu og hefur hún komið fram á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og erlendis. Innblástur að tónleikunum í Mengi er sprottinn frá nýlegri upplifun Þórönnu þar sem myndum af stöðum sem hún hefur heimsótt lýstur niður í huga hennar á óvæntum augnablikum. Þetta eru ekki beinlínis minningar um liðna atburði heldur er líkt og hugurinn sæki staðina heim án augljósra tenginga við hugsanir eða það sem á sér stað í rauntíma hverju sinni. ...................................................................................... A concert with sound and visual artist Þóranna Dögg Björnsdóttir. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Þóranna Dögg Björnsdóttir (b.1976) works with many mediums in her art; electronic music, films and live music performances, sound sculptures and visual performances. Þóranna has been active as an electronic musician, performing at music festival and concert venues in Iceland and abroad. The inspiration behind her concert at Mengi is Þóranna's experience of places and spaces she has been to, the atmosphere, colour, sound, smell and sentiment one can feel, long after having been to the place itself.

Sonur, móðir, flygill og rauntímahljóðvinnsla / MMD Off Venue

Mengi

15995315 1179925328787103 6111884360160789967 o

Frumflutningur á verkinu YRKJUM eftir Tómas Manoury. Flytjendur: Edda Erlendsdóttir og Tómas Manoury. Miðaverð: 2000 krónur. Árið 2016 var Tómas Manoury tónskáld valinn til þátttöku í Yrkju með Mengi, verkefni Tónverkamiðstöðvar og Mengis. Verkefnið hófst formlega þann 31. maí síðastliðinn og lýkur með tónleikum í Mengi þar sem verk Tómasar, YRKJUM, verður frumflutt af móður tónskáldsins, Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Myrkra Músikdaga 2017. ............................................................. Tómas Manoury, (f.1979) er fransk-íslenskur tónlistarmaður. Hann spilar á ýmis blásturshljóðfæri, m.a. saxófón, túbu og munnhörpu auk þess sem hann syngur og hefur sérhæft sig í yfirtóna- og barkasöng. Ásamt því að vera hjóðfæraleikari og tónskáld spilar Tómas einnig raftónlist og hefur frá 2004 þróað tilraunakennd rafeindahljóðfæri þar sem hann notar óhefðbundin viðmót með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga. Verk hans hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu og hefur hann komið fram á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og erlendis. Hann hefur á síðustu árum komið fram undir nafninu KverK sem og í dúettnum ManKan með Guðmundi Vigni Karlssyni, m.a í Belgíu og á Íslandi. Hann er stofnmeðlimur blásarahljómsveitarinnar Belgistan sem hefur frá 2001 haldið yfir 400 tónleika víðsvegar um Evrópu og Norður-Ameríku. Hljómsveitin spilaði við miklar vinsældir á Djasshátíð Reykjavíkur árið 2009. Tómas spilar einnig með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og með tónlistarmönnum á borð við Okay Temiz, Hayden Chisholm, Garreth Lubbe, Mathieu Ha, Alco Degurutieni, Benjamin Chaval, Michel Massot, Gangbé Brassband, David Koczij, Ivan Tirtiaux o.fl.. ...................................................................... Edda Erlendsdóttir hefur verið búsett í París síðan 1973 þar sem hún hefur kennt og starfað, m.a. við Tónlistarháskólann í Lyon og Tónlistarskólann í Versölum. Edda hefur haldið fjölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum, m.a. á Íslandi, Frakklandi, Skandinavíu, Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Spáni, Sviss, Ítalíu, Rússlandi, Lettlandi, Úkraínu, Bandaríkjunum og í Kína. Edda tekur ríkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi, m.a. á Myrkum Músikdögum, hjá Kammermúsikklúbbnum, í Salnum í Kópavogi, á Listahátíð í Reykjavík og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2011 hélt hún einleikstónleika í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík og vígði um leið nýjan Steinway-flygil í Kaldalóni. Efnisskrár Eddu spanna allt frá elstu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir fortepíanó til samtímatónlistar. Á Íslandi hefur hún meðal annars frumflutt 3 Prelúdíur eftir Henri Dutilleux, Sónötu nr 1 eftir Pierre Boulez og Kammerkonsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara eftir Alban Berg með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Edda Erlendsdóttir átti frumkvæði að árlegum kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri og var listrænn stjórnandi í 15 ár. Hún er einnig meðlimur í kammerhópnum Le Grand Tango, sem undir stjórn Oliviers Manoury bandoneonleikara, hefur sérhæft sig í flutningi á argentískum tangó. Edda hefur gefið út diska með píanóverkum eftir C.P.E.Bach, Grieg, Haydn, Tchaikovksky, Schubert, Liszt, Schönberg og Berg sem hlotið hafa viðurkenningu og lof gagnrýnenda. Diskur hennar þar sem hún lék einleik í fjórum píanókonsertum Haydns ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Kurt Kopecky, hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010. .................................................................. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld. Verkefnið parar saman valin tónskáld úr ólíkum áttum við úrval íslenskra listastofnanna. Markmið Yrkju er að veita tónskáldum hagnýta reynslu á fyrri hluta starfsferils þeirra – brúa bilið milli háskólanáms og starfsferils. Verkefnið undirbýr tónskáldin fyrir faglega vinnu með stærri hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum hérlendis og erlendis. Tónskáldin fá þannig tækifæri til að þróa hæfileika og listrænan metnað, fá starfsreynslu og mynda mikilvæg tengsl innan tónlistargeirans. Áhersla er lögð á ferli listsköpunar og eru þátttakendur í YRKJU hvattir til að þróa hugmyndir sínar og aðferðir við sköpun. YRKJA felur í sér ráðgjafaviðtöl í Tónverkamiðstöð um starfsferil tónskáldins ásamt því að standa að fundum allra YRKJU-tónskáldanna þar sem þau deila reynslu sinni af verkefninu og skiptast á hugmyndum. Yrkja nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónskáldasjóði RÚV. ..................................................................... ENGLISH A premiere of YRKJUM, a new piece for piano and live electronics by Tom Manoury. Performed by Edda Erlendsdóttir, piano & Tom Manoury, electronics. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK The composition was created within YRKJA, a career development program for new composers managed by the Iceland Music Information Centre and sponsored by the City of Reykjavík and The Icelandic National Broadcasting Service. ........................................................................ Tómas Manoury (1979) is a French-Icelandic musician and composer who plays several wind instruments, including the saxophone and the tuba. He also plays the harmonica, as well as being a singer, specializing in overtones and throat singing. Furthermore, Tómas plays and composes electronic music and has developed experimental electronic instruments where he blends unusual combinations and interactions with live performance. In recent years, he has appeared under the artistic names KverK and ManKan with Guðmundur Vignir in Belgium and Iceland amongst other places. He was chosen last spring to be in residence for the icelandic project Yrkja-Mengi. Tómas Manoury is a founding member of the wind ensemble Belgistan which, since 2001, has held over 400 concerts both in Europe and the USA. The ensemble performed at the Reykjavik Jazz Festival in 2009 to great success. ................................................................................ Born in Reykjavik, Iceland, EDDA ERLENDSDÓTTIR studied piano at the Music College of Reykjavik and at the Conservatoire National de Musique de Paris with Pierre Sancan.She also studied with Marie Françoise Bucquet. Since 1978 EDDA ERLENDSDÓTTIR has given numerous concerts and participated in important festivals in Iceland, France, Denmark, Finland, Norway, Sweden, England, Belgium, Swiss, Italy, Germany, Russia, Latvia,Ukraine and United States. She has played piano solos with orchestras conducted by Leif Segerstam, Larry Newland, Klauspeter Seibel, Jean-Pierre Jacquillat and Miltiades Caridis. Her repertoire spans the first works written for the pianoforte (C.P.E. Bach) through contemporary works (P. Boulez), and is particularly devoted to composers such as Haydn, Schubert, Schumann, Liszt, Grieg, Tchaikovsky, Debussy, Ravel, Schoenberg, Berg. She plays with with many ensembles including Tempo di Tango, which features six classical musicians and bandoneon player Olivier Manoury She founded and directed for 15 years the Kirkjubæjarklaustur Chamber Music Festival in Iceland EDDA ERLENDSDÓTTIR has recorded many programs for radio and television, including several recitals broadcast directly on radio France Musique and the Icelandic national radio. She has also published albums with compositions by C.P.E. Bach, Edvard Grieg, Haydn , Schubert, Tchaikovsky, Scönberg and Berg to name but few. .................................................................................. YRKJA is a career development programme for new Icelandic composers managed by the Iceland Music Information Centre. The programme pairs selected composers with relevant music institutes and the goal is to provide the composers with practical experience at the start of their careers, to prepare them for professional work with orchestras, festivals and other art institutes both at home and abroad. YRKJA focuses on the creative process. It allows the composers both to develop their skills and artistic ambitions as well as form valuable connections within the cultural sector, while at the same time providing them with professional experience. YRKJA focuses on the process of composition and its‘ participants are encouraged to develop their creative techniques and ideas. The programme includes advice through interviews at the Iceland Music Information Centre and the Centre also provides all participating composers the opportunity to meet, exchange ideas and share their experiences of the programme. Yrkja is supported by the City of Reykjavík and the Icelandic National Radio Broadcasting Service.

Poco Apollo - Halldór Eldjárn / MMD 2017 Off Venue

Mengi

15941076 1177351605711142 4573904825216104244 n

Poco Apollo: Innsetning eftir Halldór Eldjárn í Mengi. Frá klukkan 14 - 22. Aðgangur ókeypis. Viðburðurinn er hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem hefst 26. janúar. Poco Apollo, innsetning Halldórs Eldjárn byggir á stórmerkilegu ljósmyndasafni NASA (geimferðarstofnunar Bandaríkjanna) sem nýverið var gefið út og hefur að geyma í kringum 14.000 ljósmyndir sem teknar voru af geimförum Apollo-verkefnisins á árunum 1969 til 1972, ljósmyndir sem hafa að geyma dýrmæt augnablik af landnámi mannsins á tunglinu. Forrit sem Halldór hefur þróað greinir eðlisþætti og andrúmsloft ljósmyndanna og semur tónlist við það í rauntíma. Í Mengi mun tölva leika verkin, meðal annars á sjálfspilandi hljóðfæri, í handahófskenndri röð og hægt verður að virða fyrir sér myndirnar sem skópu hvert lag í leiðinni. Farnar verða örstuttar geimferðir og hægt er að kíkja við hvenær sem er milli klukkan 14 og 22. ................................................. A sound and visual installation by Halldór Eldjárn at Mengi. From 2pm - 10pm. Free entrance. "Poco Apollo is a generative music installation. It builds upon NASA’s newly released library of pictures from the Apollo lunar missions. It feels as if you were on the moon yourself because these images are very raw snapshots, eagerly taken by curious astronauts with very limited time on this terra incognita. But in the chaos, each and one of these 14.000 pictures tells us a small story on it’s own. I wrote a computer program that looks at the image, gathers the data it can from the image to try and understand the mood of the picture and then composes a short music piece to accompany it. The Mengi installation will be a continuous showcase of these short musical pieces." (HE) Halldór Eldjárn is an Icelandic musician and computer scientist. Mainly known for his electro-pop band Sykur, Halldór has been working on solo material and music installations. At Iceland Airwaves 2016 he debuted his solo show, where he combined live performance and his robotic instruments.

Nicolas Kunysz / MMD off venue

Mengi

15936486 1177348042378165 4064277645209157932 o

Hljóðinnsetning belgíska listamannsins Nicolas Kunysz í Mengi föstudaginn 27. janúar. Frá klukkan 14 til 22. Aðgangur ókeypis. Innsetningin er hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem verður sett fimmtudaginn 26. janúar nk. Belgíski listamaðurinn Nicolas Kunysz er búsettur í Reykjavík og starfar sem hönnuður, tónlistarmaður og listrænn stjórnandi. Hann er einn af stofnendum útgáfunnar Lady Boy Records - stjórnar Lowercase Nights og er meðlimur í sveitinni Pyrodulia. Heillandi, sveimkenndur hljóðheimur Nicolas fléttast úr vettvangshljóðritunum héðan og þaðan, rafhljóðum, ólíkum hljóðfærum, þetta er margradda og þéttofinn hljóðvefur sem spannar mikla breidd, lágtíðni og fíngerð blæbrigði, ærandi drunur og allt þar á milli. ............................................................................................ A sound installation with Belgian artist Nicolas Kunysz. From 2pm - 10pm. Free entrance. Belgian artist, producer and designer based in Reykjavik since 2009. Co founder of Lady Boy Records and founder of the Lowercase Nights and member of Pyrodulia. He performs music that gather elements of warm ambient drone, experimental, process and discreet music. He combines lo and hi fi techniques to create his soundscapes, accidental recordings and glitches participate to the multi layering process of making his tracks. "Using an array of hardware and treated instruments, Nicolas Kunysz deals in textures that start off being as delicate and fragile, almost to the point that they will dissipate if you stare at them too much. As time ebbs and flows along, the glistening and throbbing sounds loop, twist and pile upon each other, giving them an increased strength and rigor. the overall tone is one of melancholia and a beautiful desolation, mirroring the bleakness and inhuman abstraction of Kunysz's adopted home of Iceland. As such his work is reminiscent of the early releases of artists such as Ben Frost and Tim Hecker in their attempts to provide music that brings out an affect of longing and sorrow." Bob Cluness.

Lvis Mejía - smog - DEKJ / MMD off venue

Mengi

16179231 10155670793948362 4671438335689747039 o

Þrir af listrænum stjórnendum hinnar spennandi oqko útgáfu í Berlín koma fram í Mengi laugardaginn 28. janúar. Tónleikarnir eru hluti af hliðardagskrá Myrkra músíkdaga 2017. 14:00: Lvis Mejía 14:45: smog 15:30: DEKJ Aðgangur ókeypis. oqko útgáfufyrirtækið var stofnað í Berlín árið 2015 af listamönnunum Lvis Meija, DEKJ, Ástvaldi og smog. Á vegum oqko hafa komið út sex titlar; plötur, kasettur, ljósmyndir, vídeó- og prentverk. Oqko-útgáfan hefur gengist fyrir tónleikum og listrænum viðburðum víða í Evrópu sem og í Mexíkó og framundan eru meðal annars uppákomur í Sao Paulo í Brasilíu. .................................................................................. .................................................................................. Artists from the oqko label in Berlin perform at Mengi at MMD off venue on Saturday, January 28th 2017. Performing: 2 pm: Lvis Mejía 2:45 pm: smog 3:30 pm: DEKJ No entrance fee ..................................... About the artists: For Lvis Mejía, art and music have the capacity to transcend their earthly mediums while being deeply intwined in a sense of place and community. As a contemporary artist and electronic producer, his oeuvre takes on multiple forms and expressions. Intermedia art covering the scope of audiovisual performance, electro-acoustic and symphonic music, conceptual art as well as video and film. The affinity for writing comprehends also an essential part of his artistic output. At their core, Mejíaʼs work focus on the recurrent Why behind the mediums, a discourse triggered by the most essential contiguity where thoughts, emotions and aesthetics converge and blossom. .................................... DEKJ functions as an ongoing project studying sound as the primary axis of actual dynamics, behavior and instances. Considering the sonic and vibrational milieu as a representative for balance, transgression, violation, that also affects physical composition and the notion of structured spaces. ..................................... smog is a sound artist focusing on the phenomenon of experimentation. Using electroacoustic methods combined with digital and analogue processing,his approach takes roots in a diversity of styles such as: techno, industrial, percussion based music as well as ambient where ethereal soundscapes navigate between distorted metallic noise and flittering overtones.

Tilraunakvöld LHÍ / IAA Experimental Night

Mengi

16299121 1194907273955575 9135590211928587864 n

Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands Hefst klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30. Myndlist, tónlist, gjörningar, þátttökuverk. Aðgangur ókeypis - öll velkomin Verk eiga: Harpa Dís Hákonardóttir (myndlistardeild) Pétur Eggertsson (tónlistardeild) Katrín Helga Ólafsdóttir (tónlistardeild) Robert Karol Zadorozny (myndlistardeild) Florence Lam (myndlistardeild) Andrés Þór Þorvarðsson (tónlistardeild) The Post Performance Blues Band (sviðslistadeild) ...................................................................................... Students from Iceland Arts Academy perform at Mengi. Starts at 8pm. House opens at 7:30pm. No entrance fee - everybody welcome. Visual art, new music, performances. Harpa Dís Hákonardóttir (visual art) Pétur Eggertsson (music) Katrín Helga Ólafsdóttir (music) Robert Karol Zadorozny (visual art) Florence Lam (visual art) Andrés Þór Þorvarðsson (music) The Post Performance Blues Band (theatre)

Song-Hee Kwon

Mengi

16179096 1194881960624773 2803411921412341670 o

Það er með mikilli ánægju sem við kynnum til sögunnar einstaka tónleika með suður-kóreönsku söngkonunni Song-Hee Kwon í Mengi. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur. Song-Hee Kwon hefur sérhæft sig í Pansori, tónlistarhefð sem iðkuð hefur verið á Kóreuskaga allt frá 17. öld og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf frá árinu 2003. Pansori er frásagnaraðferð þar sem söngvari segir sögu með látbragði, tali og söng og trommuleikarinn leggur til viðeigandi takt og rytma sem hentar hverri sögu. Pansori átti sitt blómaskeið á nítjándu öld og naut þá mikilla vinsælda á meðal yfirstéttarinnar í Kóreu. Framan af fyrst og fremst tónlistarhefð þar sem karlmenn létu í ljós sitt skína og ekki fyrr en komið var fram á 20 öld sem Pansori-söngkonur tóku að láta að sér kveða. Song-Hee Kwon er margverðlaunuð fyrir söng sinn og tónlist; hún miðlar tónlist sem byggir á aldagömlum merg og fléttar saman við eigin spuna og tónlist. Hún hefur komið fram á fjölda listahátíða í Suður-Kóreu, í Taiwan, víða um Bandaríkin og Evrópu. Í Mengi kemur hún fram ein síns liðs og vefur Pansori-tónlistarhefðum inn í magnaðan spunaseið. ........................................................................... Concert with Pansori singer Song-Hee Kwon at Mengi. Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK With the caress of trembling, ineffable notes, Song-Hee Kwon beguiles ancient wisdom from times past for her very modern audience. An award-winning singer trained in the traditional Korean pansori vocal style, Song-Hee belts out soaring melodies, vivid trills, and cathartic narratives. Kwon Songhee, singer of Kwon Songhee Pansori LAB, started pansori at the age of eight and received her bachelor’s and master’s degree in Korean traditional music at Hanyang University. Her interests in changjak pansori (newly created pansori) started early on. She was an actor, songwriter, and director of ‘Taroo’ (Korean traditional musical troupe), and a member of world music band ‘Tan+Emotion.’ She established Pansori LAB in order to create her own changjak pansori. Kwon Songhee was selected as a fellow of "One Beat Residency", sponsored by the U.S. Department of State, and Teaterformen Festival in Germany. Moreover, Kwon has performed internationally and collaborated with OKKyung Lee, cellist based in the USA and Europe, and Marie-Helene, contemporary music composer in France. Although Kwon focuses on changjak pansori, she has broadened her repertoire, including traditional pansori, Korean/international contemporary music, reggae, and collaborative work with world music musicians. Kwon Songhee is an extraordinary singer who suggests a new form of pansori with contemporary feelings and styles while keeping the essence of pansori. Performances: 2011 Nominated for the Arko Young Art Frontier 2013 Showcased at the Asia Pacific Music Meeting 2014 Awarded Sori Frontier Surim-munhwa Prize at the Jeonju International Sori Festival 2015 Nominated for the Arts Support Programs of Seoul Foundation for Arts and Culture 2015 Presented 2016 Showcased at [Night Vibes in Seoul] sponsored by Korean Arts Management Service Discography 2016.12 1st album: Modern Simcheong.

Stephen Dorocke

Mengi

15874866 1177228902390079 9184284041888400562 o

Spennandi tónleikar með bandaríska hljóðlistamanninum Stephen Dorocke í Mengi föstudagskvöldið 3. febrúar. Hefjast klukkan 21. Sérstakur gestur á tónleikunum: Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld. Miðaverð: 2000 krónur. Áhugi tónlistarmannsins Stephen Dorocke á alls kyns hljóðarannsóknum kviknaði þegar hann var ungur að árum, þökk sé meðal annars stuttbylgjuútvarpi sem leyndist á æskuheimili hans. Á meðal tónlistarmanna sem hafa haft áhrif á hann og hvatt til áframhaldandi hljóðleiðangra má nefna Sun Ra, Karlheinz Stockhausen, Harry Bertoia, Egisto Macchi, Harry Partch, Derek Bailey, Freddie Roulette og Ry Cooder. Stephen Dorocke hefur komið víða fram og hljóðritað plötur með tónlistarmönnum svo sem Can.Ky.Ree, The Lofty Pillars, The Handsome Family og Freakwater. Á meðal hljóðfæra sem hann spilar á í tónlistarverkefnum sínum eru gítar, fiðla, mandólín og d'oud, sem er sérsmíðað hljóðfæri Stephen Dorocke, sérstakt afbrigði af arabísku lútunni úd. Stephen Dorocke býr og starfar í Chicago þar sem hann tekur virkan þátt í öflugri spunasenu stórborgarinnar. Á tónleikum í Mengi mun hann einbeita sér að hljóðlátari blæbrigðum hljóðfæris síns Resophone sem er nokkurs konar umbreyttur gítar. --- A concert with Stephen Dorocke at Mengi on Friday, February 3rd at 9pm. Special guest: Berglind María Tómasdóttir, flute-player and composer. Tickets: 2000 ISK About the artist: Stephen Dorocke/Risofon, is the ongoing sonic research and exploration utilizing the "Resophone", a modified and sometimes prepared metal body resonator guitar, set up for playing with a steel. Sonically adventurous at a young age, thanks to the presence of a short wave radio in the family home, Dorocke continues the exploratory traditions of artists such as Sun Ra, Karlheinz Stockhausen, Harry Bertoia, Egisto Macchi,and Harry Partch, as well as Derek Bailey, Freddie Roulette, and Ry Cooder from a guitaristic standpoint. The worldly and cosmic sounds that surround us also influential in the sonic componentry of the Resophonian Dialect. SD has toured, performed, and recorded with various artists, such as Can.Ky.Ree, The Lofty Pillars, The Handsome Family and Freakwater, playing steel guitar (pedal and lap), guitar, violin, mandola/mandolin, and d'oud, a self designed/built oud variant. Based in Chicago, and active in the improvisation scene, mostly in small group formats, this upcoming solo performance is a rare event, and will focus on some of the more subtle timbres/textures available within the metallic and wood environment of the Resophone.

Silent People & ástvaldur

Mengi

16299947 1194788077300828 1181878028741538654 o

Dúettinn Silent People og raftónlistarmaðurinn Ástvaldur koma fram í Mengi á tónleikum laugardagskvöldið 4. febrúar klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. Silent People er skipaður raftónlistarmanninum Stefano Meucci og trommuleikaranum Gianpaolo Camplese, báðir ítalskir en búsettir í Berlín. Þeir hafa lýst tónlist sveitarinnar sem raftónlistarbrjálæði, ferðalagi um hina ímynduðu þögn sem ávallt lúrir undir niðri. Báðir starfa þeir með ýmsum öðrum sveitum. Stefano í sveitunum "The Clover", “Raccoglimento Parziale” og "Ural, Gianpaolo í tríóinu Black Milk Impulses og hljóðverkefninu Paraesthesia. Silent People hefur sent frá sér eina plötu, Silent People, sem kom út í takmörkuðu upplagi árið 2016 hjá útgáfufyrirtækinu AutRecords. Raftónlistarmaðurinn Ástvaldur Axel Þórisson hefur áður komið fram í Mengi með félögum sínum innan útgáfunnar oqko. Á tónleikum laugardagskvöldið 21. febrúar kynnir hann til sögunnar hljóðheim sinnar fyrstu debútplötu sem út kemur 21. febrúar næstkomandi en platan ber heitið At Least. --- Concert with electro-acoustic duo Silent People & astvaldur. Starts at 9 pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK Silent People is the electro-acoustic duo formed by the electronic musician Stefano Meucci (The Clover, Raccoglimento Parziale) and the drummer Gianpaolo Camplese (Black Milk Impulses, Paraesthesia). A harsh, roaring research towards an imaginary underground silence. Embrace the dirt, savor metallic horizons, enter the erratic rhythms. Comfortable or uncomfortable, pleasant or unpleasant, polite or impolite, attractive or repulsive, as silent people can appear to our subjective imagination. http://silentpeoplemusic.tumblr.com/ astvaldur: A revaluation of At Least, the debut album from astvaldur to be released the 21.02.17. The album will be recomposed underlining different elements and bringing to light a more personal and slower tempered interpretation of the piece. The 7 themed album will reform and reevaluate its own boundaries, where his sonic textures and percussions take on a lower tempered and more concert based presentation. At Least by astvaldur is to be released 21.02.17 www.oqko.org/at-least

Ofar mannlegum hvötum / Beyond Human Impulses: ME ME ME

Mengi

16177643 1196112780501691 3663879089618699234 o

Ofar mannlegum hvötum / ME ME ME Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur. Copernicus setti fram að jörðin snérist í kringum sólina, og svipti þannig okkur mennina miðlægum stað í alheiminu. Darwin sýndi að tilkoma okkar væri útfrá blindri þróun mannsins og rændi okkur heiðrinum sem lifandi veru. Og að lokum þegar Freud afhjúpaði ríkjandi hlutverk undirmeðvitundinnar í meðvitundinni, sýndi það okkur að ekki einu sinni okkar eigið Ego (sjálfið okkar) ræður ferðinni. Í dag, öld síðar, heldur niðurlæging mannsins áfram, þar sem vísindi sanna að hugur okkar er eingöngu eins og tölva, sem fer í gegnum gögn; skilningur okkar á frelsi og sjálfstæði stafar eingöngu útfrá blekkingum notendahandbókar vélarinnar. Átta listamenn sem starfa á Íslandi og erlendis munu sýna verk á gjörningarkvöldi Ofar Mannlegum Hvötum í Mengi þann 6. febrúar. Þeir eru: Rakel McMahon Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir Eva Ísleifs Unndór Egill Jónsson Steinunn Gunnlaugsdóttir Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir --- A night af visual performances at Mengi. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK. Visual performances by: Rakel McMahon Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir Eva Ísleifs Unndór Egill Jónsson Steinunn Gunnlaugsdóttir Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Terra Long / Kinosmiðja

Mengi

16299805 1199423860170583 4741234404174264468 o

Kvikmyndasýning á vegum Kinosmiðju í Mengi. Sex 16 millimetra stuttmyndir úr smiðju kanadískra kvikmyndagerðarmanna. Sýningastjóri: Kanadíska kvikmyndagerðarkonan Terra Long. Risaeðlur, himingeimurinn, Sahara-eyðimörkin, brútalismi, Búlgaría og meira til umfjöllunar í ljóðrænum nærmyndum af heiminum. Hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur Kvikmyndir sem sýndar verða: Baba Dana Talks To The Wolves eftir Ralitsa Doncheva 12 min 2015 Áhrifarík nærmynd af Baba Dana, 85 ára gamalli búlgarskri konu sem býr ein síns liðs í fjöllunum, fjarri fólki og mannlífi. Traces eftir Erin Weisgerber 5 min 2014 Trace (Spor) a. Sýnilegt verkumsmerki eftir manneskju, dýr eða hlut. b. Vísbending um tilvist. Nær ósýnileg vísbending um tilvist All that is Solid eftir Eva Kolcze 16 min 2014 Ljóðræn rannsókn á arkitektúr Brútalismans og þeirri útópísku sýn sem einkenndi hugmynda- og fagurfræði stefnunnar. Lunar Almanac eftir Malena Szlam 4 min 2013 Magnað ferðalag um himingeiminn. Notes from the Anthropocene eftir Terra Long 16 min 2014 Landkönnun um heim risaeðlanna 350 MYA Terra Long 5 min 2016 Tafilalt svæðið í Sahara eyðimörkinni í brennidepli. Terra Long er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona, ritstjóri og kennari. Í verkum sínum styðst hún við stafræna og hliðræna tækni - verk hennar fjalla um náttúru, tíma og bilið á milli raunveruleikans og hins ímyndaða. Verk hennar hafa verið sýnd á hátíðum um heim allan, þar á meðal á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum í Edinborg, Rotterdam og Toronto. --- Kinosmiðja is thrilled to return to Mengi with a night of 16mm film screenings curated by Terra Long. Hopping between festivals, Terra will step land briefly in Iceland to present her work alongside recent short films by Canadian artists who play with constructions of temporality in relation to celluloid as a medium. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK Terra Long is an independent filmmaker, editor, and educator. She creates tapestry like works using analogue and digital technologies that draw on natural history, deep time, and the space between the real and the imaginary. Her works have screened at festivals and micro cinemas all over the world including the Edinburgh International Film Festival, International Film Festival Rotterdam, CPH:DOX, in the Wavelengths section at Toronto International Film Festival, and the Images Festival in her hometown, Toronto. About the films: Baba Dana Talks To The Wolves Ralitsa Doncheva 12 min 2015 Baba Dana Talks To The Wolves is an impressionistic portrait of Baba Dana, an 85 year-old Bulgarian woman who has chosen to spend her life in the mountains, away from people and cities. Trace Erin Weisgerber 5 min 2014 Trace 1. a. A visible mark, such as a footprint, made or left by the passage of a person, animal, or thing. b. Evidence or an indication of the former presence or existence of something; a vestige. 2. A barely perceivable indication All that is Solid Eva Kolcze 16 min 2014 All That Is Solid investigates Brutalist architecture through the surface of black and white celluloid. The film features three prominent examples of Brutalist architecture, Robarts Library, U of T Scarborough campus and York University campus. Footage of the buildings has been degraded using a number of chemical and physical processes. The film explores the utopian visions that inspired the Brutalist movement and the material and aesthetic connection between concrete and celluloid." Lunar Almanac Malena Szlam 4 min 2013 “Lunar Almanac initiates a journey through magnetic spheres with its staccato layering of single-frame, long exposures of a multiplied moon. Shot in 16mm Ektachrome and hand processed, the film’s artisanal touches are imbued with nocturnal mystery.” —Andréa Picard, TIFF Wavelengths, 2014 Notes from the Anthropocene Terra Long 16 min 2014 Notes from the Anthropocene is a speculative iconological look at the dinosaur, delivered by an imagined museum guide who ponders our symbolic relationship to an increasing ambivalence towards the natural world. The mythic dinosaurs that emerge resist domestication and seek to transcend fantasies of human dominion. 350 MYA Terra Long 5 min 2016 The Tafilalt region in the Sahara Desert was once the Rheic Ocean. 350 MYA conjures the ocean's presence in the landscape, deep time in the folds of space.

Mountain of Me

Mengi

16463634 1199387363507566 5894933323609581934 o

Mountain of Me: Thelma Marín Jónsdóttir í Mengi, fimmtudagskvöldið 9. febrúar. Hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. "Mountains can be a place of danger, they’re majestic. They are considered as the sacred land." Fjallið í mér er það sem gerir öllu kleift að verða að veruleika. Í fjallinu finnur maður frið og vonarneista. næringu. Fjallið stendur þarna nakið sama hvað. Þar er að finna ómældan styrk. Það er hin endalausa uppspretta orku. Á tímamótum sem þessum er vert að staldra við. Fagna nýja blóðinu sem kemur með nýja árinu. Í dag er ég allt sem ég er og varð og því er mörgu að þakka. Þó allra mest ykkur, sem ég elska. Þið sem hafið kennt mér án þess að vera meðvituð um það. Ég er ykkur ævinlega þakklát. Ég er hér. Verið velkomin í fjallið. TMJ Thelma Marín er menntuð leikkona. Tónlist hefur þó að undanförnu átt stærri þátt í lífi hennar en nokkuð annað. --- Mountain of Me: Thelma Marín A performance at Mengi on Thursday, February 9th at 9pm. Tickets: 2000 ISK. "Mountains can be a place of danger, they’re majestic. They are considered as the sacred land." The Mountain of Me makes everything happen. In the mountain you find peace and a sparkle of hope. there is soulfood. The mountain stands there naked no matter what. There we find limitless strength. It is the endless source of energy. At a moment like this it is important to pause. Celebrate the fresh blood that comes with the new year. Today I'm everything I am and everything I became. I can thank many things for that. Though mainly I thank all of you. You who have taught me so much without even knowing so. I am forever grateful. I'm here. Welcome to the mountain. TMJ Thelma Marín has a Bachelor in Acting. Although lately music has taken up most of the space in her life.

La Badinage: Symphonia Angelica

Mengi

16299579 1194903713955931 4112185284005630223 o

Symphonia angelica í Mengi föstudagskvöldð 10. febrúar. Þekktir slagarar frá endurreisnar- og barokktímanum eftir Vincenzo Ruffo, Frescobaldi Da Selma, Domenico Gabrieli og Marin Marais. Flytjendur: Sigurður Halldórsson á tenórfiðlu og selló og Halldór Bjarki Arnarsson á sembal. Barokkhópurinn Symphonia Angelica er skipaður íslensku tónlistarfólki sem starfar á alþjóðlegum vettvangi. Nálgun að viðfangsefninu er fersk og skapandi, bæði í framsetningu og flutningi, í því skyni að gera samband áhorfenda og flytjenda nánara. Hópurinn kom meðal annars fram á síðustu Listahátíð í Reykjavík og flutti þá kantötu Haendels, Lucreziu og fléttaði tónlist hinnar frönsku Élisabeth-Claude Jacquet de La Guerre auk tónlistar eftir Johann Adolph Hasse, Henry Purcell og Antonio Vivaldi inn í söguna ásamt spuna til að tengja verkin saman, ná fram sérstökum áhrifum og glæða formið lífi. --- 16th and 17th century renaissance and baroque "standards" by Vincenzia Ruffo, Frescobaldi, Domenico Gabrieli, Frescobaldi da Selma and Marin Marais. Symphonia Angelica are Sigurður Halldórsson (voloncello and tenor violon) and Halldór Bjarki Arnarson (harpsichord). Concert starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK.

Flauta & hljóð / flute & noise

Mengi

16402880 1195838953862407 6310309287280170889 o

Tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur í Mengi laugardagskvöldið 11. febrúar. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. Á tónleikunum hljómar tónlist fyrir flautu; stundum eina, stundum fleiri, oftast í rauntíma en einnig heyrist í uppteknum flautum fyrri tíma. Á köflum hljómar líka sónn, suð og hávaði. Forleikur: - Berglind María Tómasdóttir: Loft ___ - Nicholas Deyoe: things written in the snow: 2. beneath a fresh layer - Scott Worthington: A Time That Is Also a Place - Chaya Czernowin: Ina* - Morton Feldman: Trio** - Anna Þorvaldsdóttir: Ethereality - Peter Ablinger: Flöte und Rauschen - Clint McCallum: Bergzies frumflutningur Berglind María Tómasdóttir flauta, bassaflauta, piccolo. *Flautuleikur á hljóðrás: John Fonville **Meðspilarar: Björg Brjánsdóttir og Hafdís Vigfúsdóttir. Um verkin: Loft er prufukeyrsla hljóðverks af væntanlegri plötu sem inniheldur tónlist fyrir flautu eftir mig frá 2015-‘16. Loft er unnið í samvinnu við Ólaf Björn Ólafsson tónskáld og flytjanda. Verk Nicholas Deyoe var samið fyrir mig 2011-’12 og frumflutt í febrúar sama ár í Kaliforníuháskóla í San Diego (UCSD) þar sem við vorum bæði við nám. Það er fyrir bassaflautu, rödd og feedbackflörtandi magnara. Verk Scott Worthington var frumflutt af flautuleikaranum Rachel Beetz. Tónefni flauturaddarinnar eru fjórir fjölradda tónar eða svokallaðir multiphonics en einnig kemur hljóðrás við sögu. Verk Chayu Czernowin er fyrir bassaflautu og flautuhljóðrás sem minn gamli kennari John Fonville útbjó. Verkið var klárað í La Jolla í Kaliforníu árið 1988. Tríó eftir Morton Feldman er frá árinu 1972 og heyrist hér, eftir því sem ég best veit, í fyrsta sinn á Íslandi þrátt fyrir að vera komið til ára sinna. Verk Önnu Þorvaldsdóttur hljómaði fyrst á tónleikum í UCSD að vorlagi 2009, þá sem partur af prógrammi sem samanstóð af verkum Önnu og tónskáldsins Carolyn Chen. Ég flutti verkið aftur á tónleikum á vegum Jaðarbers í Hafnarhúsinu í mars 2014 (á sömu tónleikum var jafnframt verk Nicholas Deyoe sem einnig heyrist á tónleikunum hér). Verkið er fyrir bassaflautu og hljóðrás. Ég kynntist Peter Ablinger á Tónlistarhátíðinni í Darmstadt sumarið 2014 er ég sótti námskeiðið Composition Beyond Music sem hann leiddi. Tveimur árum síðar var hann svo gestur á Tectonics hátíðinni þar sem ég flutti þetta stutta verk eftir hann sem kannar skynjun okkar á tóninum d4, hvítu suði og þögn, og samspilinu þar á milli. Einnig lék ég þetta verk á tónleikum fyrir börn í Mengi á Barnamenningarhátíð 2016. Clint McCallum samdi verkið Bergzies snemma árs 2014 og var meiningin að flytja það fyrr en einhverra hluta vegna hefur það dregist þar til nú. Titill verksins er gælunafn sem tvær manneskjur í heiminum ávarpa mig með. BMT Berglind María Tómasdóttir er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á miðla. Í verkum sínum leitast hún við að kanna ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. Sem flautuleikari hefur Berglind komið fram á hátíðum víðs vegar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún hefur jafnframt leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Verk Berglindar hafa meðal annars verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna (The National Flute Association), Norrænna músíkdaga, Myrkra músíkdaga og Listahátíðar í Reykjavík. Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið og lauk doktorsprófi í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013. Berglind er dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar við Listaháskóla Íslands. --- Concert with Berglind María Tómasdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK The concerts consists of music for flutes; flute alone and many flutes. Most of them sound in real-time but some of them are prerecorded. A sine wave and noise in various forms also contribute to the show. Program: Prelude: - Berglind María Tómasdóttir: Loft — - Nicholas Deyoe: things written in the snow: 2.beneath a fresh layer - Scott Worthington: A Time That Is Also a Place - Chaya Czernowin: Ina* - Morton Feldman: Trio** -Anna Þorvaldsdóttir: Ethereality - Peter Ablinger: Flöte und Rauschen -Clint McCallum: Bergzies world premiere Berglind María Tómasdóttir flute, bass flute, piccolo. *Recorded flutes: John Fonville **Together with: Björg Brjánsdóttir and Hafdís Vigfúsdóttir. About the works: Loft is the opener of a forthcoming album that features music for flute by me from 2015-’16. The piece was recorded and mixed by composer/performer Ólafur Björn Ólafsson. things written in the snow for bass flute and “a feedback-flirting amplifier” by Nicholas Deyoe was composed 2011-’12 and premiered in February 2012 at UC San Diego where both of us were studying at the time. A Time That Is Also a Place by Scott Worthington var written for flutist Rachel Beetz. The tone material consists of 4 multiphonics played by the flutist and electronics. Ina by Chaya Czernowin is a piece for bass flute and prerecorded flutes, here played by my old professor John Fonville. It was written in La Jolla, California in 1988. Trio for flutes by Morton Feldman was composed in 1972 and, as far as I know, is having its Iceland premiere here. Ethereality for bass flute and electronics by Anna Thorvaldsdóttir was premiered at UC San Diego in Spring 2009 as a part of a show that featured compositions by Anna and composer Carolyn Chen. In March 2014 I played the piece in a concert at Reykjavík Art Museum (as well as Nicholas Deoye’s piece that is also on the program). I met Peter Ablinger at the Darmstadt Summer Academy in the summer of 2014 where I participated in his course Composition Beyond Music. Two years later he was in Iceland for Tectonics Festival where I played this short piece for flute and noise. The piece explores the tone D4, white noise and silence, and the juxtaposition between all of the above. Furthermore, this piece was a part of the show Cage for Kids in Mengi last year, featured in the Children’s Culture Festival. Bergzies was composed early 2014. The intention was to perform it that year but somehow three years went by until its premiere which is taking place now. The title refers to my nick name although only used by two people in the world. BMT

Feedback Cell / Alice Eldridge & Chris Kiefer

Mengi

16403172 1201868016592834 1351673547350975839 o

Dúettinn Feedback Cell, skipaður tónlistarmönnunum Alice Eldridge og Chris Kiefer, heldur tónleika í Mengi sunnudagskvöldið 12. febrúar. Með þeim koma fram Ingi Garðar Erlendsson á básúnu og þránófón og Eiríkur Orri Ólafsson á trompett. Alice Eldridge er sellóleikari og fræðimaður með bakgrunn í tónilst, sálfræði og tölvunarfræði; Chris Kiefer er raftónlistarmaður og hljóðfærasmiður; í Feedback Cell vinna þau bæði með uppmögnuð selló. Þess má geta að þau Alice og Chris eru nánir samstarfsmenn Halldórs Arnars Úlfarssonar. listamanns og hljóðfærasmiðs og eru stödd hér á landi til að vinna með honum að rannsóknum tengdum hljóðfærasmíði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. --- Concert with Feedback Cell (Alice Eldridge & Chris Kiefer). Starts at 9 pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Feedback Cell is the duo formed by cellist Alice Eldridge (Collectress, En Bas Quartet) and computer-musician Chris Kiefer (Luuma) to explore their ever-evolving feedback cello project. Two butchered cellos, electromagnetic pickups, code, bows and lots of soldering. Emits dulcet drones and brutal yelps. Alice Eldridge is a cellist and researcher. Her backgrounds in music, psychology, evolutionary and adaptive systems and computer science inspires and informs systemic sound-based research across ecology, technology and music. Current projects include ecoacoustics for biodiversity assessment, networked notation for ensemble music-making and hybrid instrument building for improvisation. As a cellist she has shared stages, studios and other acoustic spaces with some of the UK’s most inventive musicians at the intersections of contemporary classical, folk, free jazz, minimal pop and algorithmic musics. Chris Kiefer is a computer-musician and musical instrument designer, specialising in musician-computer interaction, physical computing, and machine learning. He performs with custom-made instruments including malleable foam interfaces, touch screen software, interactive sculptures and a modified self-resonating cello. Chris’ research often focuses on participatory design and development of interactive music systems in everyday settings, including digital instruments for children with disabilities, and development of the NETEM networked score system for musical ensembles.

Konan kemur við sögu

Mengi

16406595 1200584780054491 5476628733796971035 n

Fræðimenn af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum halda upplestrarkvöld með ýmsum útúrdúrum í Mengi. Boðið verður uppá fjölbreytilega nálgun á íslenskt mál og menningu á þessu fyrsta upplestrarkvöldi vormisseris, en ritið sem liggur til grundvallar er hið nýútkomna greinasafn Konan kemur við sögu. Öll velkomin - enginn aðgangseyrir. Upplesarar og sögumenn verða: Ari Páll Kristinsson, Margrét Eggertsdóttir, Guðrún Kvaran, Svavar Sigmundsson og Þorsteinn frá Hamri. Dagskránni lýkur með fágætu tónlistaratriði. Hefst klukkan 20:30. Húsið verður opnað klukkan 20.

Fagotterí

Mengi

16387376 10154040408871106 5455025017853194463 n

FAGOTTERÍ Opnunartónleikar vefs um íslenska fagotttónlist Fagotterí heitir kvartett fyrir fjögur fagott sem fluttur verður á samnefndum tónleikum í Mengi í tilefni þess að nýr vefur um íslenska fagotttónlist fer í loftið. Fagotterí er eftir Jónas Tómasson en á tónleikunum verða auk þess flutt fjölbreytt íslensk einleiksverk fyrir fagott eftir konur og karla. Frumflutt verður nýtt einleiksverk eftir Svein Lúðvík Björnsson, flutt raftónlist, vídeólist og nýi vefurinn kynntur sem hluti af dagskránni. Sannkölluð fagottveisla í Mengi þann 16. febrúar. Flytjendur eru fagottleikararnir Brjánn Ingason, Eugenie Ricard, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Michael Kaulartz. Efnisskrá: Bergrún Snæbjörnsdóttir: Viscosity #1 Sveinn Lúðvík Björnsson: The Groom of the Stool - frumflutningur Jónas Tómasson: Sumarsólstöður 1991 Hafdís Bjarnadóttir: Já! Atli Heimir Sveinsson: Fönsun IV Jónas Tómasson: Fagotterí fyrir fjögur fagott - frumflutningur Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Miðaverð er 2.000 krónur. Öll velkomin. Um tónlistina: Viscosity #1 er samið fyrir Kristínu Mjöll í janúar 2016 og var frumflutt á Myrkum músíkdögum sama ár en verður flutt af Michael Kaulartz í þetta sinn. Verkið er hljóðmynd sem fléttast saman við myndskeið sem varpað er á vegg. The Groom of the Stool heitir einleiksverkið eftir Svein Lúðvík Björnsson sem verður frumflutt og er samið fyrir Kristínu Mjöll Jakobsdóttur. Titill verksins er dreginn af aldagömlu og virðulegu starfsheiti við bresku konungshirðina og lýsir ákveðnu hugarástandi. Sumarsólstöður ‘91 heitir einleiksverk fyrir fagott sem Jónas Tómasson samdi í kjölfar námskeiðsins innblásinn af því sem þar hafði farið fram og verður líka flutt á tónleikunum 16. febrúar í flutningi Brjáns Ingasonar. Já! samdi Hafdísi Bjarnadóttir líka fyrir Kristín Mjöll árið 2012 og er fyrir fagott og elektróník. Efniviðurinn er sóttur í samtal á kaffihúsi og blæbrigðin í því hvernig við segjum Já!. Fönsun IV samdi Atil Heimir Sveinsson 1968 fyrir fagottleikarann Sigurð Markússon og endurritaði það fyrir Kristínu Mjöll stuttu fyrir frumflutning þess í mars 2008. Hér mun Michael Kaulartz kljást við verkið í annað sinn frá 2015, eini fagottleikarinn sem mun þá hafa flutt verkið bæði í upprunalegri mynd og í umritun Atla frá 2008. Fönsun IV kemur út hjá Íslenskri tónverkamiðstöð í vikunni í tilefni af opnun vefsins þann 16. febrúar. Jónas Tómasson tónskáld samdi Fagotterí árið 1991. Tveir kaflar úr verkinu voru fluttir á fagottnámskeiði sem haldið var á Ísafirði í júní það sama ár en verkið verður flutt í fyrsta sinn í heild sinni á tónleikunum í Mengi. www.icelandicbassoonmusic.is --- FAGOTTERÍ An all bassoon concert An all bassoon concert. Highlights of the program include the premiere of a new work for solo bassoon by Sveinn Lúðvík Björnsson, a bassoon quartet by Jónas Tómasson, as well as video installations and a varied selection of solo works for bassoon and electronics. Performed by bassoonists Brjánn Ingason, Eugene Richard, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Michael Kaulartz. The doors open at 8:30 pm. The event starts at 9 pm. Tickets are 2.000 krónur. www.icelandicbassoonmusic.is

Sem óður væri / Guðrún Edda Gunnarsdóttir

Mengi

16177723 1194972560615713 2093128097833452350 o

Tónlistarkonan Guðrún Edda Gunnarsdóttir flytur frumsamin verk ásamt fríðum hópi söngvara og hljóðfæraleikara í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur. Fram koma auk Guðrúnar Eddu söngvararnir Gísli Magnason, Hafsteinn Þórólfsson, Jónína Guðrún Kristinsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir og Örn Arnarson, fiðluleikararnir Hildigunnur Halldórsdóttir og Ólöf Þorvarðardóttir, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari og Unnur Guðrún Óttarsdóttir, myndlistarkona. Á tónleikunum verða flutt verkin Eilífðarblómi fyrir sex manna sönghóp, Tungl og stjörnur fyrr rödd og þrjá strengi, píanóverk, verk fyrir fiðlu og píanó þar sem meðhöfundur er Ólöf Þorvarðsdóttir og rafverkið Goggle. Heyra má ljóð eftir Snorra Hjartarson, blómaheiti úr frælista Garðyrkjufélagsins ásamt Himnasmiðnum hinum forna. Sum þessara verka litu dagsins ljós fyrir fimmtán árum og hafa gengið í gegnum langt þroskaferli. Önnur eru glæný en öll verkin á efnisskránni hljóma nú opinberlega í fyrsta skipti. Á milli þessara verka, þar sem hver nóta er fyrirfram ákveðin, verður framinn tónlistargjörningur þar sem notast er við raddbönd, fiðlustrengi, líkama og penna. Á efnisskránni er einnig verkið Endurvparps – hljóð – teikning. Verkið byggir á og er framhald fyrri verka Unnar Guðrúnar Óttarsdóttur myndlistarkonu og listmeðferðarfræðings sem nefnast Endurvarp og fjalla um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Hér leika Guðrún Edda og Unnur sér með speglun, samspil, styrkleika, veikleika, öryggi og óöryggi í samspili milli þeirra sjálfra, myndlistar og hljóða. Guðrún Edda stundaði píanónám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og hlaut MA gráðu í einsöng frá New England Conservatory í Boston. Hún stundaði einnig raftónlistarnám í Tónlistarskóla Kópavogs og raddhreyfimeðferð (Voice Movement Therapy) í London. Hún hefur komið að flutningi og upptökum fjöldra nýrra verka eftir íslensk og erlend tónskáld, verka eftir Jón Leifs og útsetninga á gamalli tónlist. Hún hefur sungið einsöng með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands og sungið með fjölda sönghópa eins og Schola cantorum, Hljómeyki, Grímu og Carminu. Verkið Hátíð fer að höndum ein var fyrsta verkið sem flutt var eftir hana af Schola cantorum árið 2010 í Hallgrímskirkju og í Kölnardómkirkju. Hún vinnur sem tölvunarfræðingur hjá LS Retail. "Þá er komið að því. Að draga verkin sín út úr skúffunni og láta þau lifna. Að leyfa sér að spinna tónlist í núinu. Að pikka á píanó í stað lyklaborðsins. Að gera handadans við sinn eiginn ritma. Að skapa tónlist með vinum sínum. Og allt þetta fyrir framan áhorfendur. Hver gæti óskað sér nokkurs skemmtilegra? Mengi, takk fyrir." Guðrún Edda --- Music and performances by Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK Performers: Bryndís Björgvinsdóttir, cello, Gísli Magnason, singer, Hafsteinn Þórólfsson, singer, Hildigunnur Halldórsdóttir, violin, Jónína Guðrún Kristinsdóttir, singer, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, singer, Ólöf Þorvarðsdóttir, violin, Svava Bernharðsdóttir, viola, Unnur Guðrún Óttarsdóttir, visual artist, Örn Arnarson, singer. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson

Mengi

16707614 1213363062109996 4588677182443630349 o

Tónleikar með Ólöfu Arnalds og Skúla Sverrissyni í Mengi laugardagskvöldið 18. febrúar 2017. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:00 Miðaverð: 2000 krónur. Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds komu nýverið fram á velheppnuðum tónleikum í National Sawdust og Mercury Lounge í New York. Heimkomin bjóða þau gestum Mengis upp á innilega tónleika laugardagskvöldið 18. febrúar og flytja dagskrá sem hefur að geyma þeirra eigin tónlist í bland við innskot úr óvæntum áttum. Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Hún kemur reglulega fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og vinnur nú að sinni sjöttu breiðskífu. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Laurie Anderson, Blonde Redhead, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla, Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen, er tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize) en verðlaunin verða veitt í mars næstkomandi. --- A concert with Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson on Saturday, February 18th at 9pm. House opens at 8:00 pm. Tickets: 2000 After performing at various venues in New York, the co-founders of Mengi will return to our concert space with another intimate evening of their own material, old and new. Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Ólöf is one of the founders of Mengi. Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons ( Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). He has been a member of many influential groups including Pachora, Alas No Axis, The Allan Holdworth group and The Ben Monder group. In 2014 Sverrisson composed Kaldur Solargeisli for voice and orchestra premiered by the Icelandic Symphony orchestra and Olof Arnalds, conducted by Illan Volkov. Skúli is the creative director and one of the founders of Mengi. (Photo credit: Alex Weber)

Fersteinn í Mengi

Mengi

16299093 1198258423620460 2118371518410248505 n

Tónleikar með hljómsveitinni Fersteinn í Mengi fimmtudagskvöldið 23. febrúar. Hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Fersteinn er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá árinu 2011 af Guðmundi Steini Gunnarssyni tónskáldi. Auk hans skipa hljómsveitina Lárus Halldór Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir og Páll Ivan frá Eiðum. Hljómsveitin leikur ljóðræna tónlist sem byggir á teygjanlegri hrynjandi þar sem málaðar eru upp myndir á ólínulegum formum og hegðunum. Allir flytjendur leika á mörg hefðbundin hljóðfæri, breytt og endurstillt hljóðfæri, leikföng, veiðibúnað og svo fundna hluti af ýmsu tagi. Nýverið sendi sveitin frá sér skífuna Haltrandi Rósir, en titillag plötunnar er leikið á 4 heimatilbúin og sérstillt langspil. Hljómsveitin hefur komið víða við og leikið á ýmsum hátíðum og viðburðum hérlendis en einnig haldið fjölda tónleika á meginlandi Evrópu. Framtíðarplön sveitarinnar eru margvísleg og er hún meðal annars með aðra breiðskífu í farteskinu. Hljómsveitin les nótur eftir hreyfinótnaskrift á tölvuskjá, til að tryggja ólínulega hrynjandi. Tónleikarnir verða sneiðmynd af efni hljómsveitarinnar undanfarin sex ár. --- Fersteinn are Guðmundur Steinn Gunnarsson, Páll Ivan, Lárus H. Grímsson and Bára Sigurjónsdóttir. They play at Mengi on Thursday, February 23rd at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 IS Fersteinn is a band that plays music in “extra-musical” or “nonmusical” rhythm (so to speak). The music is read from a computer screen and the performers play various traditional instruments, home-made instruments, found objects, toys, souvenirs and hunting equipment. The music might resemble naturals sounds or the movements of animals, rain drops et cetera. All the music is written by one of the four performers while the other performers are composers in their own right and contribute significantly to the overall development of the pieces. Fersteinn developed out of the Sláturdúndur concert series in Reykjavík (starting in 2009) and the Slátur collective and its' sister ensemble Fengjastrútur. This particular group started specializing and focusing on performing the quartets of Guðmundur Steinn Gunnarsson and other similar pieces. The band started to appear in more varied contexts and touring locally, playing various local festivals, town gatherings and public spaces.

Þakkargjörð / Siggi String Quartet

Mengi

16700265 1214861245293511 3407069624866658702 o

Þakkargjörð Strokkvartettinn Siggi Una Sveinbjarnardóttir, fiðla Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló Strokkvartettinn Siggi er skipaður fjórum frábærum strengjaleikurum sem allir hafa látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi sem einleikarar og túlkendur kammertónlistar og sinfónískrar tónlistar en öll eru þau meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að auki hafa þau komið fram með stórum hópi tónlistarmanna úr ólíkum áttum. Kvartettinn var stofnaður í kringum tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik árið 2012 og hefur verið iðinn við kolann á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hans, frumflutt fjölmörg tónverk og einnig lagt rækt við tónlist fyrri tíma. Á tónleikunum í Mengi fléttast saman gamalt og nýtt, glænýr strengjakvartett Báru Gísladóttur, þakkargjörð til almættisins úr Strengjakvartett ópus 132 eftir L. v. Beethoven, ný útsetning á sálmalagi Sigurðar Sævarssonar, fúga úr Fúgulist J. S. Bachs og nýlegur strengjakvartett Unu Sveinbjarnardóttur, Þykkt, sem frumfluttur var árið 2015 í Hafnarborg, saminn í nánu samstarfi Unu við félaga í kvartettnum. Efnisskrá í Mengi: - Bára Gísladóttir: Strengjakvartett (2017)* Frumflutningur - L. v. Beethoven: „Þakkargjörð til almættisins í lýdískri tóntegund“ úr Strengjakvartett ópus 132 (1825) - Sigurður Sævarsson: „Fyrir mig Jesú þoldir þú“. Ný útsetning fyrir strengjakvartett á sálmalagi úr Hallgrímspassíu (2007). Frumflutningur - Una Sveinbjarnardóttir: Þykkt (2015) - J. S. Bach: Fúga úr Fúgulist (u.þ.b. 1750) *Samið fyrir Strokkvartettinn Sigga sem hluti af samstarfi kvartettsins við tónskáldahópinn Errata Collective. http://www.baragisladottir.com/ http://erratacollective.com/ Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur --- Siggi String Quartet Concert at Mengi on Friday, February 24th at 9pm Tickets: 2000 ISK Program: - Bára Gísladóttir: String Quartet (2017). World Premiere - L. v. Beethoven: ""Heiliger Dankgesang eines Genesenen an die Gottheit, in der lydischen Tonart" from String Quartet in a-minor op. 132 (1825) - Sigurður Sævarsson: An arrangement of a psalm from The Hallgrímur Passion (2007) World Premiere - Una Sveinbjarnardóttir: "Þykkt". (2015) - J. S. Bach: A fuge from Die Kunst der Fuge (ca. 1750). Una Sveinbjarnardottir & Helga Thora Bjorgvinsdottir, violins Thorunn Osk Marinosdottir, viola Sigurdur Bjarki Gunnarsson, cello SIGGI STRING QUARTET was founded in 2012 around the UNM Festival, Ung Nordisk Musik and has been active ever since, commissioning and premiering new quartets along with performing old 'standards' from the string quartet repertoire. Siggi String Quartet's members are four of Iceland most respected string players, all of them active as soloists, chamber music players and members of Iceland Symphony Orchestra. This season, 16/17, Siggi will host a series of concerts in Harpa Northern Lights Hall and Mengi, Óðinsgötu. http://www.siggistringquartet.com/

Hadelin / Chris Foster

Mengi

16722634 1215990081847294 1141637590954423547 o

Tónleikar í tilefni af útgáfu Hadelin, nýjustu plötu Chris Foster. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur. Árið 1997 gaf Topic Records (elsta sjálfstæða hljómplötuútgáfa heims) út 'Layers', fyrstu sólóplötu Chris Fosters. Platan fékk góðar umsagnir og varð það til þess að Chris öðlaðist sess meðal þeirrar kynslóðar svöngvara og gítarleikara sem á þeim tíma var að hasla sér völl í hópi flytjenda breskrar þjóðlagatónlistar. Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið en nú gefur Chris út sína sjöundu sólóplötu, ‘Hadelin’, sem var að hluta tekin upp í Reykjavík en einnig á Bretlandi þar sem nokkrir vel þekktir enskir þjóðtónlistarmenn spiluðu með Chris. Á útgáfutónleikunum í Mengi fær Chris til liðs við sig söngvara og hljóðfæraleikara sem búa á Íslandi til að endurskapa útsetningarnar sem finnast á plötunni. Eins og á fyrri plötum Chris eru ballöður áberandi á Hadelin. Átta af ellefu lögum eru þjóðlög (við þjóðkvæði), tveir söngvar eru eftir Leon Rosselson og eitt lag hefur Chris samið sjálfur. Hadelin er litríkasta platan sem Chris hefur gert hingað til. Þar er að finna allt frá því að Chris syngur og spilar á gítarinn, eða að hann syngur við fiðluundirleik, til útsetningar á 'The faithful plough' með fullkominni enskri þjóðlagahljómsveit. Undir ballöðunni 'The holland handkerchief' (tilbrigði við sömu sögu og íslenska þjóðsagan 'Djákninn frá Myrká) leikur strengjakvintett úsetningu eftir Báru Grímsdóttur, á meðan 'The trees they are all bare' er sungið í fjórum röddum án undirleiks. Í bæklingnum sem fylgir plötunni skrifar Chris: 'Söngvarnir á þessari plötu segja margskonar sögur og tengjast á ýmsan hátt fólki og stöðum sem ég hef þekkt í gegnum tíðina ... Þeir fjalla um náttúruna, takt árstíðaskiptanna, fæðingu, líf, dauða, ást, svik og flóð og fjöru í baráttunni fyrir réttlæti og mannréttindum; allt það sem í raun helst óbreytt frá kynslóð til kynslóðar þrátt fyrir að sviðsmyndin breytist með samfélaginu hverju sinni. Með þetta í huga bauð ég Jim Moray, enska tónlistarmanninum og útgáfustjóranum sem hefur margoft fengið BBC þjóðtónlistarverðlaunin, að stýra útgáfunni. Ég leitaði síðan til tónlistarfólks af yngri kynslóðinni, þeirra sem áttu foreldra sem hugsanlega áttu eintak af 'Layers' í plötusafninu sínu. Þau spila með mér á plötunni ásamt öðrum vinum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina.' https://chrisfoster1.bandcamp.com/ Enski þjóðlagasöngvarinn og tónlistarmaðurinn Chris Foster hefur verið búsettur á Íslandi um árabil þar sem hann hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, einn síns liðs og með öðrum, þar á meðal með Báru Grímsdóttur, söngkonu og tónskáldi en saman skipa þau hinn ástsæla dúett Funa. Chris hefur komið fram á tónleikum víðs vegar um heiminn, í Bandaríkjunum, í Kína, í Bretlandseyjum sem og á meginlandi Evrópu. 'Hadelin' er sjöunda breiðskífa Chris Foster sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir réttum fjörutíu árum, plötuna 'Layers'. Síðar komu 'All Things in Common' (1979), 'Sting in the Tale' (1994), 'Traces' (1999), 'Jewels' (2004) og 'Outsiders' (2008). --- Hadelin / Chris Foster A release concert at Mengi Starts at 9pm. House opens at 8:30pm Tickets: 2000 ISK Chris Foster grew up in the south west of England. A master of his trade, he was recently described as “one of the finest singers and most inventive guitar accompanists of English folk songs, meriting legend status.” Over the past 40 years, he has toured throughout the UK, Europe, Canada and the USA. 'Hadelin' is Chris' seventh solo album - his first 'Layers' released forty years ago, in 1977. "The songs on Hadelin tell many stories and have all sorts of connections with people and places that I have known over the years... They refer to the natural world, the rhythm of the seasons, birth, life, death, love, betrayal and the ebb and flow of the struggle for justice and human rights; all things that remain a constant, albeit shifting backdrop to the human condition, from generation to generation. With this in mind, I invited multi-award winning Jim Moray to produce the album, and I sought out musicians of the next generation, some of whose parents had copies of 'Layers' in their record collections, to join me in recording it, along with other friends who I have worked with over the years." Chris Foster Hadelin was recorded partly in Reykjavík and partly in the UK and Chris was joined by a number of well known English folk musicians on the recording sessions. For this special one off launch concert at Mengi, Chris will be joined by a cast of singers and players who are living here in Iceland to re-create arrangements heard on the album. https://chrisfoster1.bandcamp.com/

Hafdís Bjarnadóttir og vinir í Mengi

Mengi

16602133 1209197185859917 2383821983170109560 o

Hafdís Bjarnadóttir og hljómsveit í Mengi sunnudaginn 26. febrúar kl. 17:00 Síðdegistónleikar með frumflutningi á nýrri tónlist fyrir blandaða hljómsveit eftir Hafdísi Bjarnadóttur auk eldra efnis. Hljómsveitin er skipuð fólki úr framvarðaliði í djassi, rokki og nútímatónlist en tónlist Hafdísar er sérstaklega samin með blöndu þessara tónlistarstefna í huga. Meðal þess sem verður á boðstólum er lag sem er unnið er úr afgöngum og rusli, proggarokk með sembal í fararbroddi og verk sem gengur út á leik með tónblæ talmáls. Auk þess verða flutt nokkur lög af gítarplötu Kristínar Þóru Haraldsdóttur sem kom út á síðasta ári. Hljómsveitina skipa: Grímur Helgason bassaklarinett, Jóel Pálsson sópransaxófónn, Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla og gítar, Hafdís Bjarnadóttir rafgítar, Ragnar Emilsson rafgítar, Guðrún Óskarsdóttir semball, Lovísa “Lay Low” Sigrúnardóttir bassi og gítar og Magnús Trygvason Eliassen trommur. Froskablús eftir Hafdísi Bjarnadóttur: https://www.youtube.com/watch?v=aZfBcZWquOk Current eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur: https://www.youtube.com/watch?v=Gzv9Sw94CyE www.hafdisbjarnadottir.com --- New music by composer and electric guitarist Hafdís Bjarnadóttir for a mixed band of rock, jazz and contemporary musicians. The band will, amongst others, perform a piece composed out of leftovers and trash from other pieces, a progressive rock inspired tune with harpsichord in the centre and meditative guitar music by Kristin Thora Haraldsdottir. Band members are: Grímur Helgason bass clarinet, Jóel Pálsson soprano sax, Eiríkur Orri Ólafsson trumpet, Kristin Thora Haraldsdottir viola and guitar, Hafdís Bjarnadóttir electric guitar, Ragnar Emilsson electric guitar, Guðrún Óskarsdóttir harpsichord, Lovísa “Lay Low” Sigrúnardóttir bass and guitar and Magnús Trygvason Eliassen drums. Frog blues by Hafdís Bjarnadóttir: https://www.youtube.com/watch?v=aZfBcZWquOk Current by Kristin Thora Haraldsdottir: https://www.youtube.com/watch?v=Gzv9Sw94CyE www.hafdisbjarnadottir.com

David Åhlén at Mengi

Mengi

16797506 1220468238066145 628935033632639595 o

Tónleikar með sænska tónlistarmanninum David Åhlén í Mengi fimmtudagskvöldið 2. mars klukkan 21. Með David kemur fram píanóleikarinn Andreaz Hedén. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. David Åhlén gaf út fyrstu plötu sína árið 2007, sjötommuskífuna Wasted Breaths. Þrjár plötur hafa fylgt í kjölfarið, We sprout in Thy Soil (2009), Selah (2013) og Hidden Light (2016). Á meðal listamanna sem David Åhlén hefur starfað með má nefna Timbre, Nicolai Dunger, Sofia Jernberg (Fire! Orchestra), Mariam Wallentin (Wildbirds & Peacedrums), Emil Svanängen (Loney Dear), Stefan Östersjö og Svante Henryson. "David Åhléns music combines an indie pop sensibility with traces of the hymns he sung as child at the local Baptist church. “We sprout in Thy soil” embodies his minimal aesthetic, with stripped down Baroque string arrangements and Åhléns unadorned vocal style.” The Wire Magazine --- A concert with the David Åhlén at Mengi on Thursday, March 2nd at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK The Swedish artist David Åhlén creates a peculiar hybrid of indie and hymn, sung with an inimitable voice. David released his 7” debut Wasted breaths in 2007 and has since then released three critically acclaimed albums: We sprout in Thy soil (2009), Selah (2013) and Hidden Light (2016) and collaborated with artists and musicians such as Timbre, Nicolai Dunger, Sofia Jernberg (Fire! Orchestra), Mariam Wallentin (Wildbirds & Peacedrums), Emil Svanängen (Loney Dear), Stefan Östersjö and Svante Henryson. At Mengi David will perform together with the Swedish pianist Andreaz Hedén. “it comes on like cold water — no ornaments. Just a straight shot of mood, of feeling, and when you really dig into it you can see that it’s not sparse.“ Obscure Sound "Åhléns’s songs draw the listener into his own world, a quiet, peaceful and fragile one where time moves in a slower pace. His gentle, fragile voice and the minimalist-chamber arrangements intensify this contemplative vein, subjecting the listener to his haunting spiritual art." Salt peanuts ”I love the range of musical effects, every sound is so precise, and Åhlén's voice is spiritual and powerful.” Nordic Music Review “Stunning in its tone and uniqueness” Silent Ballet “David Åhléns music combines an indie pop sensibility with traces of the hymns he sung as child at the local Baptist church. “We sprout in Thy soil” embodies his minimal aesthetic, with stripped down Baroque string arrangements and Åhléns unadorned vocal style.” The Wire Magazine “Put simply, his fragile voice is ineffably beautiful, and though the album is a mere twenty-six minutes in length, they’re some of the most soul-stirring twenty-six minutes you’ll hear in this or any other year.” Textura “David Ahlen manages to convey the emotional sense of a spiritual world in a stripped down simplicity displaying a raw and unafraid voice.” Cyclic Defrost

Bak við bleikan skjá / Guðmundur Steinn Gunnarsson

Mengi

16807804 1217238375055798 9204452452877459728 n

Bak við bleikan skjá: Gestir Guðmundar Steins Í Mengi laugardagskvöldið 4. mars klukkan 21 Miðaverð: 2000 krónur Á þessum tónleikum verða flutt gömul og nýrri verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Farið verður í gegnum rúma 10 ára sögu hreyfinótnaskriftar eða virkrar nótnaskriftar í hans verkum og leikin verk allt frá árinu 2007, en verkin verða flest leikin á upprunatölvur með „úrelt“ stýrikerfi þar sem tilvistarstig margra verkanna er afar viðkvæmt og því um einstakt tækifæri að ræða að heyra verk sem í sinni upprunalegu mynd endast kannski ekki mikið lengur. Þá munu nokkur verkanna hljóta Íslandsfrumflutning - eða rúmur meirihluti dagskrár og Una Sveinbjarnardóttir mun frumflytja verkið Dokknor's Spithla sem kom til Guðmundar í draumi einmitt í flutningi Unu. Aðrir flytjendur verða Tinna Þorsteinsdóttir sem og tónlistarhópurinn fjölhæfi Fengjastrútur. http://gudmundursteinn.net --- Behind Pink Screen: Guðmundur Steinn Gunnarsson with guests. Concert dedicated to the music of Guðmundur Steinn Gunnarsson. Performed by Tinna Þorsteinsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir & Fengjastrútur. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK Guðmundur Steinn Gunnarsson (b. 1982) is an Icelandic composer, writing music based on irregular and non-pulse based rhythms. This often requires presenting the music on computer screen, moving. He has been active with a composer collective in Iceland called S.L.Á.T.U.R. and taken part in founding its festival Sláturtíð and also been a member of the Jaðarber concert series and Fengjastrútur Ensemble and his own quartet Fersteinn. His music has been performed by the BBC Scottish Symphony Orchestra, the Iceland Symphony Orchestra, Caput Ensemble, Reykjavík Chamber Orchestra, Ensemble Adapter, Ensemble l’Arsenale, Defun Ensemble, Aksiom Ensemble, Tøyen Fil og Klafferi, Ensemble CRUSH, Iceland Flute Choir, Duo Harpverk, Roberto Durante, Markus Hohti, Mathias Ziegler, Timo Kinnunen, Tinna Þosteinsdóttir and Timo Kinnunen. Some of the festivals that have included Guðmundur’s music are Tectonics Reykjavík and Glasgow, MATA, Musikin Aika, Music for People and Thingamajigs, Nordlichter Biennale, Timisoara International Music Festival and ISSTC 2014 in Maynooth Ireland, where Guðmundur was also Keynote speaker. His music has also been heard in venues such as Schloss Benrath (DE), Bergerkirche (DE), Wendel (DE), De Player (NL), The Stone (US), Secret Project Robot (US), Empty Bottle (US), Berkeley Trinity Chapel (US), Stanford (US), Princeton University (US), Videopool (CA), Literaturhaus(DK), Tivoli (DK), Notam (NO), Skånes konstforretning (SE) and Ålborg Kloster (DK). Guðmundur Steinn studied at Mills College and Iceland Academy of the Arts and at summer courses in Kürten and Darmstädt. He has had numerous teachers including Alvin Curran, Fred Frith, John Bischoff, Atli Ingólfsson, Hilmar Þórðarsson and Úlfar Ingi Haraldsson. http://gudmundursteinn.net