Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Ofar mannlegum hvötum / Beyond Human Impulses

Mengi

17039286 1228832343896401 919127149728282837 o

Ofar Mannlegum Hvötum: Gjörningakvöld í Mengi fyrsta mánudag hvers mánaðar. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Veislan hefst klukkan 21 Miðaverð: 2000 krónur Þáttakendur að þessu sinni eru: - Hrafnsunna Ross - Þóranna Dögg Björnsdóttir - Saga Unnsteinsdóttir - Elísabet Birta Sveinsdóttir - Ívar Glói - Brynjar Helgason Nánar um kvöldin: Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum og í ljósi þessa verður ekki tilkynnt um hvenær einstakir listamenn varpa sínu fram. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá. Átök eiga sér stað á milli hæða. Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham. Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins. Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining. Uppskipun: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifs, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Ragnheiður S. Bj. ——— Beyond Human Impulses: A night dedicated to visual performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month. House opens at 8:30 pm. Event starts at 9 pm. Entrance: 2000 ISK Participating artists: - Hrafnsunna Ross - Þóranna Dögg Björnsdóttir - Saga Unnsteinsdóttir - Elísabet Birta Sveinsdóttir - Ívar Glói - Brynjar Helgason Loading: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifs, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir and Ragnheiður S. Bj.

Benoît Pioulard at Mengi

Mengi

16798001 1220497094729926 7728867607851703423 o

Benoît Pioulard kemur fram í Mengi þriðjudagskvöldið 7. mars klukkan 21. Miðaverð: 3000 krónur. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Bandaríski tónlistarmaðurinn Benoît Pioulard (Thomas Meluch) kemur í fyrsta sinn fram á Íslandi þriðjudaginn 7. mars. Pioulard hefur slegið í gegn víða um heim fyrir magnaða tónlist sína en fyrir síðustu plötu sína, The Benoît Pioulard Listening Matter, sem út kom hjá útgáfufyrirtækinu Kranky árið 2016, hlaut hann meðal annars fjórar af fimm stjörnum hjá All Music Guide og frábæra dóma hjá tónlistarmiðlum á borð við Vice og Pop Matters. Benoît Pioulard ferðast nú um Evrópu til að fylgja plötu sinni eftir en þrjú ár eru liðin frá síðustu Evrópureisu tónlistarmannsins. Vettvangshljóðritanir vefast inn í draumkenndar og heillandi melódíur tónlistarmannsins en Pioulard heillaðist snemma af hljóðunum í kringum sig og hefur lengi nýtt þau inn í lagasmíðar sínar. Hann ólst upp í Michigan þar sem hann lærði á píanó og marimbu sem barn áður en hann fékk pabba sinn til að kaupa handa sér gítargarm á fimmtíu dollara. Á unglingsárum spilaði hann í ábreiðusveitum þar sem tónlist hljómsveitarinnar King Crimson var fyrirferðarmikil og þess á milli drakk hann í sig tónlist tónlistarmanna og sveita á borð við Nirvana, Weezer, Aphex Twin og Mogwai. "Samblandið af elektróníkinni og angurværri gítartónlistinni sem ég drakk mig á þessum árum lagði á einhvern hátt grunninn að því sem ég geri nú" hefur hann síðar sagt. Plötur Benoît Pioulard eru: enge 7" ep (2005) précis cd (2006) temper cd/lp (2008) lasted cd/lp (2008) hymnal cd/lp (2013) sonnet cd/lp (2015) listening matter cd/lp (2016) http://www.pioulard.com/ --- A concert with Benoît Pioulard (Thomas Meluch) at Mengi on Tuesday, March 7th at 9pm. Tickets: 3000 ISK House opens at 8:30 pm. Since a young age, Thomas Meluch (aka Benoît Pioulard) has been fascinated by natural sounds and the textures of decay. He played piano before his feet could reach the pedals and for more than a decade has sought to create a unique sonic environment influenced by pop song structures and the unpredictability of field recordings. An avid collector of instruments and analog devices, Meluch relies on guitar and voice as the bases for his body of work, which now includes six full-lengths for the beloved Kranky label (including 2015's "Sonnet") as well as collaborations with Rafael Anton Irisarri (aka The Sight Below) and Kyle Bobby Dunn. http://pioulard.com/ https://soundcloud.com/pioulard http://pioulard.bandcamp.com/ https://thump.vice.com/en_us/article/benoit-pioulard-the-benoit-pioulard-listening-matter-interview-stream https://pioulard.bandcamp.com/album/perils https://www.youtube.com/watch?v=U7G3lc6KA-0 https://www.facebook.com/pioulard/timeline http://pitchfork.com/artists/5012-benoit-pioulard/ http://pioulard.com/recordings.htm

Vorútgáfa Meðgönguljóða

Mengi

16991695 1421409484547539 5387409251098154210 o

Við fögnum útgáfu 20. og 21. bóka í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Í Mengi miðvikudaginn 8. mars klukkan 20:00 kynnum við bækurnar „Gárur“ eftir Elfi Sunnu Baldursdóttur, og „Bleikrými“ eftir Solveigu Thoroddsen. Upplestrar og léttar veitingar í boði. 2.500 krónur inn en með greiddum aðgangseyri fylgir ljóðabók að eigin vali. Allir velkomnir! /// A celebration and presentation of two new books of poetry published by Partus Press. Readings start at 8pm on Wednesday, March 8th 2017 at Mengi. Entrance fee: 2500 ISK. A book of one's choice included in the ticket price.

Lathyrus og fleiri verk

Mengi

17021629 1228739400572362 5155877895339623420 n

Lathyrus og fleiri verk — Lathyrus and other works Nemendur úr Listaháskóla Íslands flytja eigin tónlist og verk eftir Paula Matthusen, Steve Reich, John Cage og Christian Wolff. Sérstakur gestur er bandaríska tónskáldið Brian Griffeath-Loeb en á tónleikunum verða flutt tvö verk eftir hann af Lilju Ásmundsdóttur og Berglind Tómasdóttur. Nemendur sem koma fram og eiga verk á tónleikunum: Arnar Freyr Valsson Bart Sijbe Bruinsma Birgit Djupedal Guðmundur Óli Norland Hafsteinn Þráinsson Inga Magnes Weisshappel María Sól Ingólfsdóttir Pétur Eggertsson Rögnvaldur Konráð Helgason Sara Blandon Sarah Lucy Tritschler Snæfríður María Björnsdóttir Sohjung Park Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Húsið opnar kl. 20:00 en á milli 20:00 og 21:00 verður hægt að njóta innsettra verka, tónleikarnir hefjast svo kl. 21:00. Tónleikarnir eru liður í námskeiðinu John Cage og bandarísk tilraunatónlist sem kennt er á vorönn við Listaháskólann undir handleiðslu Berglindar Tómasdóttur. Sérstök aðstoð: Erik DeLuca. Miðaverð: 1000 krónur --- Lathyrus and other works. Students from the Iceland Arts Academy (IAA) together with Berglind Tómasdóttir, Lilja Ásmundsdóttir, Erik DeLuca and Brian Griffeath-Loeb. Music by students from IAA, Steve Reich, John Cage, Paula Matthusen, Christian Wolff and Brian Griffeath-Leob. Students performing/composing: Arnar Freyr Valsson Bart Sijbe Bruinsma Birgit Djupedal Guðmundur Óli Norland Hafsteinn Þráinsson Inga Magnes Weisshappel María Sól Ingólfsdóttir Pétur Eggertsson Rögnvaldur Konráð Helgason Sara Blandon Sarah Lucy Tritschler Snæfríður María Björnsdóttir Sohjung Park Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Tickets: 1000 ISK.

Asdfhg. í Mengi

Mengi

17155335 1232524520193850 5635627144171241248 n

Tónleikar með rafdúettnum asdfhg. í Mengi föstudagskvöldið 10. mars 2017. Hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.. asdfhg. er skipað tveimur ungum tónlistarmönnum, þeim Steinunni Sigþrúðardóttur Jónsdóttur og Orra Úlfarssyni. Dúettinn hóf samstarfið í desember 2015 en fyrr á því ári hafði Steinunn sett smáskífuna Steingervingur á netið. Platan var nokkurs konar leyniútgáfa og ekki vakin athygli á henni á nokkurn hátt en hlaut engu að síður Kraumsverðlaunin það sama ár. Í janúar 2016 sendi dúettinn frá sér plötuna Steingerving og í september 2016 kom smáfskífan Kliður út en hún hlaut einnig tilnefningu til Kraumsverðlauna. asdfhg. var valin af múm til að koma fram á hliðardagskrá Iceland Airwaves í nóvember síðastliðnum og kom fram á Sónarhátíðinni í febrúar síðastliðnum. Við hlökkum mikið til að fá dúettinn i Mengi. https://soundcloud.com/asdfhgband/ https://asdfhg.bandcamp.com/ --- A concert with asdfhg. at Mengi on Friday, March 10th at 9pm. Tickets: 2000 ISK Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir and Orri Úlfarsson make up the lo-fi electro duo asdfhg. The two teamed up in December 2015 after Steingervingur EP, released pseudonymously by Steinunn under the name "asdfhg." earlier in the year attracted unexpected attention, the project was originally not meant for an audience, but was found by coincidence in november and consequently won a Kraumur award. https://soundcloud.com/asdfhgband/ https://asdfhg.bandcamp.com/

RuGl í Mengi

Mengi

17098175 1232556670190635 1052744196029450803 n

Tónleikar með sveitinni RuGl í Mengi laugadagskvöldið 11. mars klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. RuGl er skipað söngkonunum Ragnheiði Maríu Benediktsdóttur á hljómborð og Guðlaugu Fríðu Helgadóttur Folkmann á gítar. RuGl kom fyrst fram opinberlega í söngkeppninni Rófunni í Hagaskóla í lok janúar 2016 og lenti þar í öðru sæti. Í apríl á sama ári tók hljómsveitin þátt í Músíktilraunum. Hún komst þar í úrslit og fékk góða gagnrýni: “Tvær 14 ára stúlkur, og það er eiginlega bara algjört rugl hve góðir lagahöfundar þær eru á miðað við hve stutt þær hafa lifað. Þær syngja báðar og önnur leikur á hljómborð en hin á gítar. Hljómsveitin ætti að öðlast örlítið meiri spila- (og lífs-) reynslu og semja meira, en þær verða að halda áfram. Lokalag þeirra, Run, var algjörlega fullkomið og flutningurinn draumi líkastur." Eftir það hefur hljómsveitin leikið á ýmsum stöðum, meðal annars hitaði hún upp á lokatónleikum Risaeðlunnar í Gamla bíói í maí 2016 og fyrir P.J. Harvey á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember 2016. https://www.facebook.com/RuGl-508405976019119/ --- A concert with RuGl (Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann / Ragnheiður María Benediktsdóttir). Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK RuGl was founded in early 2016 by two 14-year-old girls, Ragnheiður María Benediktsdóttir (voice, piano, percussion) & Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann (voice and guitar). RuGl reached the final round of the Icelandic Battle of the Bands (Músíktilraunir) in 2016, where the band received favourable reviews and have since performed at various venues in Reykjavík, e.g. at the Iceland Airwaves as an opening act for P J Harvey. https://www.facebook.com/RuGl-508405976019119/

Þúsund ára þögn / Sómi þjóðar

Mengi

Þúsund ára þögn. Nýtt verk eftir leikhópinn Sóma þjóðar, Hilmi Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbein Arnbjörnsson og Tryggva Gunnarsson. Frumsýning í Mengi sunnudaginn 12. mars klukkan 21. „Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og...og þá verður allt einhvern veginn...maður er bara...þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og...og steinninn, hann lifir manninn...“ Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur. Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera? Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum. Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar? Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. Miðaverð: 2500 krónur. Aðrar sýningar á Þúsund ára þögn: Miðvikudaginn 15. mars klukkan 21 Föstudaginn 17. mars klukkan 21 Fyrri sýningar Sóma þjóðar - Gálma eftir Tryggva Gunnarsson (2011). Tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár. - PUNCH - ásamt Stick and Stones (2012). - Ég er vindurinn eftir Jon Fosse (2012). - MP5 eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson (2014). - Björninn eftir William Walton á Cycles Music Festival (2015). - FótboltaÓperan á Óperudögum í Kópavogi (2016)

Þúsund ára þögn / Sómi þjóðar

Mengi

17038987 1232436293536006 109205670097766254 o

Þúsund ára þögn. Nýtt verk eftir leikhópinn Sóma þjóðar (Hilmi Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbein Arnbjörnsson og Tryggva Gunnarsson). Frumsýning: Miðvikudaginn 15. mars klukkan 21. UPPSELT 2. sýning: Föstudaginn 17. mars klukkan 21. Miðaverð: 2900 krónur. „Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og...og þá verður allt einhvern veginn...maður er bara...þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og...og steinninn, hann lifir manninn...“ Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur. Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera? Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum. Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar? Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. Fyrri sýningar Sóma þjóðar: - Gálma eftir Tryggva Gunnarsson (2011). Tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár. - PUNCH - ásamt Stick and Stones (2012). - Ég er vindurinn eftir Jon Fosse (2012). - MP5 eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson (2014). - Björninn eftir William Walton á Cycles Music Festival (2015). - FótboltaÓperan á Óperudögum í Kópavogi (2016) --- Thousand Years of Silence A new piece by the theatre group Sómi þjóðar (Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Tryggvi Gunnarsson) on the effects of the Icelandic silence. Why is silence concidered a virtue? Can silence be a good thing? What causes us to escape into silence instead of dealing with difficult feelings and problems? Wednesday, March 15th at 9pm. World Premiere. Sold out Friday, March 17th at 9pm. Tickets: 2900 ISK

Þúsund ára þögn / Sómi þjóðar

Mengi

Þúsund ára þögn. Nýtt verk eftir leikhópinn Sóma þjóðar, Hilmi Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbein Arnbjörnsson og Tryggva Gunnarsson. Frumsýning í Mengi sunnudaginn 12. mars klukkan 21. „Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og...og þá verður allt einhvern veginn...maður er bara...þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og...og steinninn, hann lifir manninn...“ Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur. Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera? Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum. Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar? Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. Miðaverð: 2500 krónur. Aðrar sýningar á Þúsund ára þögn: Miðvikudaginn 15. mars klukkan 21 Föstudaginn 17. mars klukkan 21 Fyrri sýningar Sóma þjóðar - Gálma eftir Tryggva Gunnarsson (2011). Tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár. - PUNCH - ásamt Stick and Stones (2012). - Ég er vindurinn eftir Jon Fosse (2012). - MP5 eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson (2014). - Björninn eftir William Walton á Cycles Music Festival (2015). - FótboltaÓperan á Óperudögum í Kópavogi (2016)

Ben Hjertmann & I am Sitting in a Room

Mengi

17155752 1234343343345301 3520128871017715249 n

Tónleikar í Mengi fimmtudagskvöldið 16. mars 2017 með bandarísku tónlistarmönnunum Erik DeLuca og Ben Hjertmann. Miðaverð: 2000 krónur. Tónlistarmaðurinn Ben Hjertmann (sem búsettur er í Norður-Karólínu) kemur í fyrsta sinn fram á Íslandi. Tónlistarferill Ben Hjertmann er svo sannarlega litríkur en hann á sér ótal margar hliðar, sem þjóðlagamúsíkant og hipphoppari, sveimkemmdur raftónlistarmaður og höfundur skrifaðrar tónlistar sem pöntuð hefur verið og flutt af virtum sveitum vestanhafs á borð við ICE (International Contemporary Ensemble) og Spektral Quartet. Hjertmann er aðstoðarprófessor við Appalachian State University en hann lauk doktorsgráðu í tónlist frá Northwestern háskólanum árið 2013. Í Mengi flytur Ben Hjertmann eigin tónlist, sambland af seiðandi lagasmíðum og heillandi hljóðvefnaði. kongmustdead.bandcamp.com/track/isle-of-apples benhjertmann.bandcamp.com/track/i-introit-driftwood soundcloud.com/benhjertmann/dont-dream Erik DeLuca flytur tímamótaverkið I am Sitting in a Room frá árinu 1969 eftir Alvin Lucier en þetta er í annað sinn sem verkið er flutt á tónleikum á Íslandi, frumflutningur var í Hafnarhúsinu 2013. DeLuca er með doktorspróf í tónsmíðum og tölvunarfræði frá Háskólanum í Virginíu. Undanfarna mánuði hefur hann dvalið á Íslandi við rannsóknir þar sem hann hefur meðal annars tekið til skoðunar tvær innsetningar í íslensku landslagi: Áfanga eftir Richard Serra, sem standa úti í Viðey og Tvísöng, hljóðinnsetningu eftir Lukas Kühne á Seyðisfirði. Hann hefur sýnt og átt verk víða um heim, á virtum tónlistar- og listahátíðum og átt í nánu samstarfi við Alvin Lucier. http://www.erikdeluca.com/ ---- A concert with Ben Hjertmann and Erik DeLuca at Mengi Erik DeLuca performs Alvin Lucier’s electronic music classic, I am Sitting in a Room (1969). Hjertmann performs a haunting set of mysterious original songs & soundscapes with vocals that shift nimbly from beautiful melodies to unseen characters to alien multiphonics. Vocals are framed with ethereal keyboard tonalities & mesmerizing live electronic manipulations. kongmustdead.bandcamp.com/track/isle-of-apples benhjertmann.bandcamp.com/track/i-introit-driftwood soundcloud.com/benhjertmann/dont-dream ---- About the artists: Ben Hjertmann is a composer and vocalist based in Boone, North Carolina. He composes and sings with the avant-folk trio the Grant Wallace Band, and surrealist-pop band, Kong Must Dead. Ben has collaborated with numerous chamber groups including Quince Contemporary Vocal Ensemble, New Thread Saxophone Quartet, Friction Quartet, Spektral Quartet, Borromeo Quartet, Anubis Quartet, Callithumpian Consort, International Contemporary Ensemble (ICE), and many others. Ben's music has been featured at Resonant Bodies Festival, Fast Forward Austin, Midwest Band and Orchestra Clinics, the conference of the College Band Directors National Association, and the South by Southwest (NonClassical showcase). He has been a resident artist at 360 XOCHI QUETZAL, the MacDowell Colony, the Djerassi Resident Artists Program, and the Shell Lake Arts Center. He was a 2013 fellow at the Bang on a Can Summer Music Institute, and a 2011 fellow at the Other Minds Festival. His work appears on Spektral Quartet's debut album "Chambers", released by Parlour Tapes+, and pianist Nick Phillips "American Vernacular" album released on New Focus Records. In 2013 he released a self-produced album of chamber metal called Angelswort. Ben received his Doctor of Music in Composition degree from Northwestern University in 2013. His dissertation research focused on microtonal harmonic structures derived from sum & difference tones. Currently he teaches theory, electronic music, and composition at Appalachian State University. --- Erik DeLuca received the PhD in Composition and Computer Technologies from the University of Virginia and is currently based in Reykjavík as an American-Scandinavian Foundation postdoctoral fellow affiliated with the Iceland Academy of the Arts. He is researching, and intervening with two popular eco-artworks in Iceland: Richard Serra’s “Áfangar” on Viðey Island and Lukas Kühne’s “Tvísöngur” in Seyðisfjörður. These site-specific interventions are theoretically grounded with a blend of environmental history, institutional critique, relational aesthetics, and archeoacoustics. Through a 12-channel public address system, ham radio transmissions, and field recording, these works lean toward self-critical environmental sonic art.

Þúsund ára þögn / Sómi þjóðar (2. sýning)

Mengi

17349735 1247036508742651 888790894263162299 o

Þúsund ára þögn. Nýtt verk eftir leikhópinn Sóma þjóðar (Hilmi Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbein Arnbjörnsson og Tryggva Gunnarsson). Frumsýning: Miðvikudaginn 15. mars klukkan 21. UPPSELT 2. sýning: Föstudaginn 17. mars klukkan 21. Miðaverð: 2900 krónur. „Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og...og þá verður allt einhvern veginn...maður er bara...þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og...og steinninn, hann lifir manninn...“ Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur. Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera? Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum. Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar? Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. Fyrri sýningar Sóma þjóðar: - Gálma eftir Tryggva Gunnarsson (2011). Tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár. - PUNCH - ásamt Stick and Stones (2012). - Ég er vindurinn eftir Jon Fosse (2012). - MP5 eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson (2014). - Björninn eftir William Walton á Cycles Music Festival (2015). - FótboltaÓperan á Óperudögum í Kópavogi (2016) --- Thousand Years of Silence A new piece by the theatre group Sómi þjóðar (Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Tryggvi Gunnarsson) on the effects of the Icelandic silence. Why is silence concidered a virtue? Can silence be a good thing? What causes us to escape into silence instead of dealing with difficult feelings and problems? Wednesday, March 15th at 9pm. World Premiere. Sold out Friday, March 17th at 9pm. Tickets: 2900 ISK

Mógil & Mikael Lind

Mengi

16804035 1221371261309176 830040612965974162 o

ATHUGIÐ: Mikael Lind forfallast í kvöld vegna veikinda. Verið vekomin á tónleika Mógils í kvöld kl. 21. --------- Mógil og Mikael Lind Mógil og Mikael Lind munu halda saman tónleika í Mengi þann 18. mars. Miðaverð: 2000 krónur. Mógil mun flytja nýja tónlist með frjálsu spuna ívafi. Mikael mun spila lög af Intentions og Variations (2016) í bland við lög af nýrri plötu sem er væntanleg frá honum á árinu. Með honum á sviðinu verður Julius Rothlaender frá hljómsveitinni Vil. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Mikael Lind er sænskt tónskáld búsett í Reykjavík. Hann flutti til Íslands 2006 og hefur síðan gefið út þrjár plötur í fullri lengd. Fyrir stuttu útskrifaðist hann með mastersgráðu í stafrænni tónlist frá Edinborgarháskóla. Haustið 2015 skrifaði Mikael undir plötusamning við þýska fyrirtækið Morr Music og fyrsta útgáfan hans á Morr er stuttskífan Intentions and Variations sem samanstendur af fimm lögum. Lögin á plötunni einkennast oft af einföldum laglínum sem stækka og umbreytast í eitthvað annað, eitthvað flóknara. Hljóðfærin eru takmörkuð, aðallega píanó, nokkrir synthar og einstaka sinnum lágfiðla. Með hjálp stafrænnar tækni á borð við 'distortion' og 'spectral processing' er hljóðmyndinni breytt og hún útvíkkuð. Samspilið á milli róandi, fallegra tóna og ógnandi hávaða er fagurfræðileg grunnstoð nýlegustu tónsmíða Mikaels. https://mikaellind.com/ https://mikaellind.bandcamp.com/ Mógil skapar einstakan hljóðheim þar sem klassík, þjóðlagatónlist, djass og tilraunatónlist rennur saman . Söngrödd Heiðu Árnadóttur leiðir stemninguna áfram, innblásin af þjóðsögum og náttúru. Þau Hilmar Jensson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Eiríkur Orri Ólafsson og Joachim Badenhorst sjá svo um að magna upp einstakan hljómaseið. Mógil hefur margvíslega snertifleti og þessi opni hugur í garð tónlistarinnar hefur byggt undir frumlega og gifturíka sköpun. Mógil hefur farið nokkrum sinnum í tónleikaferðalög heima og erlendis og spilað á ýmsum tónlistarhátíðum m.a. á Jazzhátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og WOMEX. http://mogil.org/ --- UNFORTUNATELY Mikael Lind has cancelled due to illness, but Mógil will perform in Mengi at 9 pm. --- A concert with Mógil and Mikael Lind. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Mikael Lind is a composer of experimental ambient music, currently residing in Reykjavik, Iceland. He has got three full- length releases under his belt, as well as a number of digital releases, and he holds a Master's degree in electronic music production from the University of Edinburgh. https://mikaellind.com/ https://mikaellind.bandcamp.com/ Mógil is an Iceland-based band whose music blends folk, jazz, classical, minimal and post-rock into a universe that is completely their own. The lyrics are inspired by Icelandic folklore and current events and tell the emotional stories of humans and mermen alike. Mógil is vocalist Heiða Árnadóttir, Hilmar Jensson on guitar, Joachim Badenhorst on clarinet, Kristín Þóra Haraldsdóttir on viola and Eiríkur Orri Ólafsson on trumpet. Mógil has performed at Iceland Airwaves, Reykjavík Jazz Festival and WOMEX World Festival and done several tours of Northern Europe. They released Ró in 2008, followed by Í stillunni hljómar in 2011, with a new album upcoming in 2015. Their music has been called “exquisite from beginning to end” (Bruce Lee Gallanter, Downtown Music Gallery, NYC) and proclaimed as “music that touches the soul” (The Silent Ballet, NYC). http://mogil.org/

Glíma

Mengi

16707649 1216161588496810 6196029892357567101 o

Glíma Völundurinn Guðmundur Lúðvík hefur um árabil kannað form og notagildi í gegnum list og hönnun. Á undanförnum árum hefur Guðmundur Lúðvík haslað sér völl á erlendri grundu, bæði undir eigin nafni sem og í félagi við hönnnuðinn Hee Welling undir nafninu Welling/Ludvik. Þeir hafa hlotið ýmsar viðurkenningar, innan sem utan Danmerkur og árið 2013 voru þeir tilnefndir sem hönnuðir ársins í Danmörku. Hönnun Guðmundar Lúðvíks og Welling/Ludvik er framleidd af fjölmörgum þekktum húsgagnaframleiðendum og má þar nefna Arco (NL), Area declic (IT), Fredericia (DK), Erik Jørgensen (DK), Lapalma (IT) og Caneline (DK). Sýningin Glíma í Mengi á Hönnunarmars 2017 veitir okkur einstaka innsýn í vinnuferli Guðmundar Lúðvíks þar sem við fáum að kynnast glímu hönnuðarins við að þróa verk frá hugmyndarstigi til framleiðslu. Verið velkomin á opnun sýningarinnar fimmtudaginn 23. mars frá kl. 18 til 21 þar sem gestum verður boðið upp á léttar veitingar. Laugardaginn 25. mars kl. 15 mun Guðmundur Lúðvík fara yfir feril sinn og verk auk þess að glíma við spurningar viðstaddra. Opnunartími sýningarinnar er sem hér segir: Fimmtudagur 23. mars: 18 - 21 ► OPNUN Föstudagur 24. mars : 11 - 22 Laugardagur 25. mars : 11 - 17 ► SPJALL VIÐ HÖNNUÐ KL. 15 Sunnudagur 26. mars : 13 - 17 --------------------------------------- Glíma The artisan Gudmundur Ludvik has throughout his career explored shapes and its function in his art and design. In recent years, Gudmundur Ludvik has established himself on the international stage, both under his own name as well as in cooperation with the designer Hee Welling as Welling/Ludvik. They have won several national and international prizes for their furniture and were in 2013 nominated as Danish Designer of the Year. The exhibition Glíma at Mengi at Design March 2017 provides an unprecedented access into the creative process of Gudmundur Ludvik's design where a designers wrestle of turning an idea into a finalised product is examined. Please join us for the vernissage on Thursday 23rd of March from 18 and 21 where some light refreshments will be served. On Saturday March the 25th at 3pm Gudmundur Ludvik will discuss his career and work as well as wrestle with questions from the audience. The exhibition opening hours Thursday March 23rd : 18 - 21 ► VERNISSAGE Friday March 24th : 11 - 22 Saturday March 25th : 11 - 17 ► DESIGNER CHAT at 3pm Sunday March 26h : 13 - 17

Ó Ó Ingibjörg

Mengi

17359100 1247155362064099 6133291805472473038 o

Ó Ó Ingibjörg Ingibjörg, Óskar og Ómar Guðjónsbörn koma fram í Mengi föstudagskvöldið 24. mars klukkan 21. Miðaverð: 3000 krónur. Ó Ó Ingibjörg er skipað þeim Guðjónsbörnum, Ingibjörgu, sópransöngkonu, Óskari, saxofónleikara og Ómari, gítarleikara. Samstarf þeirra systkina hófst formlega árið 2007 er þau gáfu út hljómdiskinn Ó Ó Ingibjörg og héldu í kjölfarið fjölda tónleika víða um land. Sameiginlegur vettvangur þeirra í tónlistinni hefur aðallega verið í fjársjóði íslenskra sönglaga sem oft eru nefnd “síðasta lag fyrir fréttir”. Í flutningi þeirra systkina “klæðast” sönglögin frumlegum búningi, þar sem klassík og jass mætast og úr verður spennandi og tilraunakenndur bræðingu. Einnig eru þau með frumsamin lög eftir þá bræður Óskar og Ómar á efnisskrá sinni. Ingibjörg stundaði nám í Tónlistarskóla Garðabæjar en framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hún hefur sungið fjölda einsöngs- og kammertónleika, verið einsöngvari með kórum og sinfóníuhljómsveitum og sungið á íslensku óperusviði. Ingibjörg er kórstjóri Kvennakórs Garðabæjar og jafnframt stofnandi en einnig er hún söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Bræðurnir Óskar saxofónleikari og Ómar gítarleikari hafa verið áberandi í djass- og dægurlagamenningu landsins. Þeir stunduðu báðir nám við Tónlistarskóla FÍH og hafa spilað með mörgum ólíkum hljómsveitum, bæði í djass- og dægurlagageiranum. Þeir eru meðlimir í djasshljómsveitinni ADHD sem hefur m.a. gefið út fimm hljómdiska og verið einkar virk á tónleikasviðum bæði hérlendis og erlendis. Báðir hafa þeir hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin. Ljósmynd: Gunnar Svanberg

Ástin í ýmsum myndum

Mengi

17390376 1251939824918986 1112512721645895616 o

Ástin í ýmsum myndum: Þrjár primadonnur syngja um ástina. Björg Birgisdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir ásamt píanóleikaranum Bjarna Jónatanssyni flytja blandaða söngdagskrá í Mengi laugardagskvöldið 25.mars kl. 21. Miðaverð: 2500 krónur Á efnisskrá eru sönglög eftir Tryggva M. Baldvinsson, Pál Ísólfsson og Jón Þórarinsson auk aría úr óperettunni Venus in Seide eftir Robert Stolz og óperunum La bohème eftir Puccini og Rusölku eftir Dvořák. Tónleikarnir fara fram samhliða sýningum Guðmundar Lúðvíks Grétarssonar og Elísabetar Jónsdóttur & Jóhönnu Erlu sem verður opnuð fimmtudaginn 23. mars á Hönnunarmars. Um listamennina: Björg Birgisdóttir hóf söngnám við Söngskólann Domus Vox árið 2003, þar sem hún naut leiðsagnar Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur og lauk þaðan miðstigsprófi í söng. Hún útskrifaðist síðar með einsöngvarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem Signý Sæmundsdóttir var hennar aðalkennari. Björg hefur einnig sótt masterklass hjá Janet Williams, Martha Sharp, Wolfgang Holzmair og Laura Sarti og notið leiðsagnar Anton Steingruber, Janet Haney og Norma Enns. Björg hefur einnig sungið með Kór Íslensku Óperunnar í uppfærslum Íslensku óperunnar á Il Trovatore og Carmen. Hún tók einnig þátt í uppsetningu Óp-Hópsins á Suor Angelica en þar söng hún hlutverk Suor Osminu og Suor Dolcinu. Björg er nú búsett í Vín þar sem hún hefur sótt söngtíma m.a. hjá Gabriela Lechner. Hanna Björk Guðjónsdóttir útskrifaðist með 8.stig frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1992. Hennar aðalkennari var Elín Ósk Óskarsdóttir en hún naut einnig leiðsagnar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Guðmundu Elíasdóttur. Hanna Björk stundaði framhaldsnám í London hjá Ms. Gita Denise Vibyral og eftir það var hún tvo vetur í námi við tónlistaskóla Reykjavíkur hjá Rut Magnússon. Hanna Björk hefur komið víða fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri þó einkum við kirkjulegar athafnir og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur jafnframt verið fastameðlimur í Kór íslensku Óperunnar frá hausti 2006. Þær mæðgur Björg og Hanna Björk hafa einnig haldið nokkra tónleika saman með ýmsum listamönnum. Hanna Björk hefur kennt við einsöngsdeild Söngskólans Domus Vox frá árinu 2000 og vorið 2003 hlaut hún viðurkenningu kennsluréttinda frá The associated Board of the Royal Schools of Music. Ingibjörg Guðjónsdóttir nam söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Tónlistarskóla Garðabæjar og stundaði framhaldsnám við Háskólann í Bloomington í Indiana hjá Virgina Zeani. Hún hefur einnig numið hjá Kerstin Buhl-Möller og hinni þekktu sópransöngkonu Ileana Cotrubas. Ingibjörg hefur haldið fjölda einsöngstónleika, tekið þátt í tónlistarhátíðum, óperum og sungið einsöng með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og kórum. Undanfarin ár hefur hún mikið flutt samtímatónlist og frumflutt fjölda verka íslenskra tónskálda. Ingibjörg hefur gefið út tvær geislaplötur; Óperuaríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ó Ó Ingibjörg þar sem hún syngur íslensk sönglög í frumlegum búningi með bræðrum sínum, djasstónlistarmönnunum Óskari og Ómari. Ingibjörg er söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, stjórnar Kvennakór Garðabæjar og er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Bjarni Jónatansson lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1975 og stundaði síðar framhaldsnám í London hjá Philip Jenkins. Hann kenndi um skeið við Tónlistarskólann á Akureyri en frá 1982 hefur hann starfað sem píanókennari og undirleikari við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Bjarni hefur sótt fjölda námskeiða í ljóðasöng heima og erlendis og komið víða fram sem undirleikari með kórum og einsöngvurum. Hann lauk prófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 1996 og starfar einnig sem orgelleikari. ◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊ Concert with opera singers Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir & Björg Birgisdóttir. Joined by Bjarni Jonatansson on piano. Icelandic songs by e.g. Tryggvi M. Baldvinsson, Páll Ísólfsson and Jón Þórarinsson and arias from Rusalka, La bohème & Venus in Seide and more. Starts at 9m. Tickets: 2500 ISK

Kæra dagbók / Dear Diary

Mengi

17362081 1251955064917462 5997692388325831097 n

Mánudagskvöldið 27. mars klukkan 21 bjóða þær Ásrún Magnúsdóttir, Linn Björklund og Halla Þórlaug Óskarsdóttir til einstaks viðburðar í Mengi þar sem alls konar fólk les úr dagbókunum sínum, gömlum og nýjum. Dagbókum frá unglingsárum og dagbókum frá fullorðinsárunum, gamlar ástir og gleymd leyndarmál rifjuð upp. Fallegt, fyndið, vandræðalegt og einkum og sér í lagi persónulegt. Komdu og taktu gjarnan þína eigin dagbók með. Hugmynd og framkvæmd: Ásrún Magnúsdóttir & Halla Þórlaug Óskarsdóttir & Linn Björklund. Miðaverð: 2000 krónur. Nánar: "Kæra dagbók Mánudagskvöldið 27.mars fer ég Mengi klukkan 21:00 og þar ætla ég að lesa uppúr þér og heyra annað fólk lesa úr sínum dagbókum frá unglingsárunum. Ég veit ekki ennþá hverjir eru að lesa, en það er alveg að koma í ljós. Ég skrifa það hér þegar ég veit meira en a.m.k ætla ég að lesa. Ég veit að fólk má líka mæta með sínar gömlu dagbækur eða núverandi dagbækur og lesa. Finnst þér þetta ekki spennandi? Þetta verður svo persónulegt og fallegt og fyndið og vandræðalegt. Kannski munu gamlar ástir hittast eða við munum heyra gömul og geymd leyndarmál. Læt þig vita hvernig fer, xx 12 ára." ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ ◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊ Dear Diary Diaries, new and old at the forefron at Mengi on Monday, March 27th at 9pm. Guests from all around read from their diaries, share old secrets and thoughts. Funny, awkward, beautiful and personal. Curated by Ásrún Magnúsdóttir & Halla Þórlaug Óskarsdóttir & Linn Björklund. Tickets: 2000 ISK

Fórn - Listamannaspjall // Sacrifice - Artist Talk

Mengi

17390730 1388694971191483 6747390385783150343 o

Þriðjudaginn 28. mars frá 17:00 - 19:00 býður Reykjavík Dance Festival upp á listamannaspjall í Mengi í tengslum við FÓRN í uppsetningu Íslenska dansflokksins. Listamennirnir Ragnar Kjartansson, Margrét Bjarnadóttir, Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson og Bjarni Jónsson dramatúrg munu fjalla um ferli Fórnar - hátíðarinnar í heild sem og gerð verkanna sinna Shrine og Ekkert á morgun. Ásgerður G. Gunnarsdótitr & Alexander Roberts listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival munu leiða umræðurnar. Ókeypis aðgangur & drykkir & snarl - sjáumst í Mengi! --------- On Tuesday March 28th, from 17:00 - 19:00, Reykjavík Dance Festival invites you to an artist talk at Mengi in relation to SACRIFICE by Iceland Dance Company. The artists Ragnar Kjartansson, Margrét Bjarnadóttir, Erna Ómarsdóttir & Valdimar Jóhannsson and Bjarni Jónsson dramaturg will discuss the work Sacrifice - festival as well as making of their individual work, Shrine & No Tomorrow Ásgerður G. Gunnarsdótitr & Alexander Roberts artistic directors of RDF will moderate the discussions. Free admission & drinks & snacks - see you at Mengi!

Guillaume BIJL The Politician = a Transformation - Installation

Mengi

17155305 10154771450528429 6846995578972396411 n

OPNUN 18.00, 31. mars 2017 í Mengi OPENING 6pm, March 31, 2017 @ Mengi Vakin er athygli á því að sýningin stendur aðeins yfir í tvo daga. Guillaume Bijl The Politician = a Transformation - Installation Hinn þekkti listamaður Guillaume Bijl frá Antwerpen í Belgiu kemur í fyrsta sinn til Íslands í lok mars. Að því tilefni mun hann setja upp innsetningu sem mun standa í tvo daga í MENGI. SÝNING Í TVO DAGA: OPNUN: Föstudagur 31. mars kl.18.00 Föstudagur 31. mars 12.00 - 21.00 og laugardagur, 1. apríl 12.00 til 19:00 Guillaume Bijl er fæddur árið 1946 í Antwerpen í Belgíu og hefur á löngum ferli skapað sér nafn sem einn virtasti og áhugaverðasti myndlistarmaður Belga. Hann hefur vakið heimsathygli fyrir innsetningar sínar þar sem hann umbreytir gallerírýmum og opinberum svæðum í kunnugleg fyrirbæri úr hversdagslífi okkar. Þvottahús, ökuskóli, stórmarkaður, dýnuverslun, hundasnyrtistofa og spilavíti eru á meðal innsetninga Guillaume Bijl en umbreytingar hans á rýminu eru svo sannfærandi að áhorfandinn áttar sig iðulega ekki á því að um blekkingu sé að ræða. Bijl sýndi fyrir hönd Belgíu á Feneyjatvíæringnum árið 1988 þar sem hann hann skóp dæmigert belgískt millistéttaheimili, á Documenta í Kassel árið 1992 setti hann upp vaxmyndasýningu sem margir álitu að væri vaxmyndasafnið í Kassel, ekki hluti af hinni alþjóðlegu listasýningu. Hann hefur að auki sýnt víða um heim, í virtum söfnum á borð við Stedelijk Museum í Amsterdam, Centre Pompidou í París, Tate Liverpool, Castella di Rivoli í Torino, Wiener Secession í Vínarborg, Raum für Aktuele Kunst í Bremerhaven og The New Museum í New York svo fátt eitt sé nefnt og sýnt að auki í öllum helstu sýningarýmum Belgíu. Guillaume Bijl er sjálfmenntaður listamaður; bakgrunnur hans er úr leikhúsinu en áður en hann hóf feril sem myndlistarmaður starfaði hann við að smíða og mála leikmyndir. Leikhúsáhrifin fara enda ekki á milli mála í innsetningum hans þar sem mörkin á milli veruleika og skáldskapar eru stöðugt til skoðunar. Bijl var kennari og síðar samstarfsmaður Þorvaldar Þorsteinssonar sem kvað Bijl vera einn af sínum stærstu áhrifavöldum eins og vel má greina í innsetningum Þorvaldar á borð við Söngskemmtun. Í Mengi mun stjórnmálaaflið Ný von hreiðra um sig í tvo daga en Bijl hefur áður opnað kosningaskrifstofur í ýmsum listrýmum. Vakin er athygli á því að sýningin stendur aðeins yfir í tvo daga, föstudaginn 31. mars frá 12 - 21 og 1. apríl frá 12 - 19. Ekki missa af þessum einstæða viðburði. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Guillaume Bijl's installations are full of irony and wit, and create an illusion of design and order, making us immediately aware of the ineptitude or the often involuntary comic of public productions. The attempts to establish order in the urban setting, and to shape it to correspond to various interests and requirements, is, according to Bijl, an illusion that becomes the motif of his art. His artistic program can neither be labelled „objet trouvé“ nor „context art“. Bijl has a priori doubts that you can experience the public by putting the public on stage, e.g. by furnishing the city. His installations deceive by presenting reality. Bijl's Roman Street’ (1994) in the Middelheim Open Air Museum of Antwerp looks like an archaeological site. The artist believes that illusion is the only way to endure the lack of content and the void of things. His models are cultural tourism and the commercial recreational industry. Reflections about his work: “I can split my work up into different groups: Transformation installations: A reality within non-reality. Situation installations: A non-reality within reality. Compositions: Contemporary, archaeological still life. Sorries: A form of absurd poetry. In recent years I have also made a lot of installations about cultural tourism. In general my work is often about public perception. I create installations within my fictional reality: a sort of situation. The social aspect of my work is to reveal the archaeology of our time, but now. (Ironic, with humour and in a tragic-comedic manner.” Guillaume Bijl, 2006 Biography Guillaume Bijl (1946, in Antwerp), is a Belgian installation artist. Bijl is a self-taught artist. He followed a theater course and was first working as stage builder and painter. From the second half of the 1970s he started to create spatial objects and was researching in finding alternatives for conceptual art. Bijl's first installation was a driving school, set in a gallery-space in Antwerp in 1979, accompanied by a manifesto calling for the abolition of art centres, and replacing them with 'socially useful institutions'. This installation was followed in the eighties by a billiards room, a casino, a laundromat, a centre for professional training, a psychiatric hospital, a fallout shelter, a show of fictitious American artists, a conference for a new political party and a rural Belgian model house. A more recent show was at the Berlin’s Center for Opinions in Music and Art. Bijl is also an artist at the Mulier Gallery, has displayed at the Witte de With Center for Contemporary Art and has been reviewed by the New York Times. He divides his work into four categories: 'transformation installations', 'situation installations', 'compositions trouvées' and 'sorry's'. Bijl created a display window for a wax-doll museum for Documenta IX in 1992. http://the-artists.org/artist/Guillaume-Bijl

Ofar mannlegum hvötum / Beyond human impulses #12

Mengi

17435983 1263487663764202 1010180809399371768 o

Ofar mannlegum hvötum #12 Mánudaginn 3. apríl klukkan 21 Miðaverð: 2000 kronur. Gjörninga eiga: - Gunnhildur Hauksdóttir & Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir - Anton Logi Ólafsson & Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir - Eygló Harðardóttir, Elsa Dórótea Gísladóttir & Karlotta Blöndal - Logi Leó Gunnarsson - Almar Atlason, Ylfa Þöll Ólafsdóttir & Ýmir Grönvold - Linnea Jardemark - Jordan Wesolek - Annie Eliasson Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá. Átök eiga sér stað á milli hæða. Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham. Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins. Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A night dedicated to visual performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month. Performances by: - Gunnhildur Hauksdóttir & Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir - Anton Logi Ólafsson & Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir - Eygló Harðardóttir, Elsa Dórótea Gísladóttir & Karlotta Blöndal - Logi Leó Gunnarsson - Almar Atlason, Ylfa Þöll Ólafsdóttir & Ýmir Grönvold - Linnea Jardemark - Jordan Wesolek - Annie Eliasson House opens at 8pm. Event starts at 9pm. Entrance: 2000 ISK

Borgar Magnason

Mengi

17388939 1254444261335209 5749521358414781664 o

Tónleikar með Borgari Magnasyni í Mengi fimmtudagskvöldið 6. apríl. Á efnisskrá er tónlist af væntanlegri plötu fyrir kontrabassa og rafhljóð. Miðaverð: 2500 krónur. Nánar: Fimmtudagskvöldið 6. apríl klukkan 21 kemur kontrabassaleikarinn og tónskáldið Borgar Magnason fram í Mengi og flytur eigin tónlist þar sem bassinn og margbreytileg rafhljóð mynda meginuppstöðuna í hljóðvefnaðinum. Borgar hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, kvikmyndir og myndlistarinnsetningar, starfað með tónlistarmönnum svo sem Valgeiri Sigurðssyni, Ben Frost, Howie B, Damien Rice, Nico Muhly og Puzzle Muteseon svo einhverjir séu nefndir auk fjölda listamanna úr öðrum geirum en má þar nefna Gabríelu Friðriksdóttur, Húbert Nóa og Guy Maddin. Borgar hefur tekið virkan þátt í flutningi nýrrar tónlistar úr ólíkum áttum auk þess sem sígild tónlist hefur skipað sess á verkefnalista hans. Þess má geta að tónsmíðarnar sem hljómar í Mengi annað kvöld munu koma út á væntanlegri plötu Borgars sem nú er í vinnslu. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A concert with Borgar Magnason. New compositions for double bass and electronics from an upcoming album. Tickets: 2500 ISK Borgar Magnason is an Icelandic double bass player and composer. His musical interests range from improvised and experimental music to traditional classical music, from solo recitals of cutting edge contemporary music to collaborations with artists from other genres. Magnason started his carreer as a thoroughly classical double bass player, playing in various orchestras and ensembles on both sides of the atlantic a.o. Amsterdam Sinfonietta and L´Orchestra National de Belgique. While living in NYC he held position of teaching assistant at both the Julliard School and Mannes college, teaching interpretation in contemporary music. His love for the sonic capabilities of the double bass gradually led him towards experimental music and composition, creating sound tracks for theater and contemporary dance. He also has a soft spot for creating music to visual mediums of all kinds and has collaborated extensively in that capacity with a.o. film maker Guy Maddin, Dutch video artists 33 1/3, Húbert Nói, the Italian art duo Masbedo and Gabríela Friðriksdóttir. Magnasons wide interest in music takes him to widely disparate musical collaborations, from writing orchestral arrangements for Andrea Bocelli to adding his signature bass drones to the music of Sigurrós. He has collaborated, played and recorded with other artists such as Howie B, Ben Frost, Damien Rice, Nico Muhly, Brian Eno, Elisa Toffoli, Björk, Ane Brun, Valgeir Sigurdsson, Vittorio Cosma, Puzzle Muteson and Daníel Bjarnason. As a composer he has written music for plays, dance performances and films, pieces for chamber ensembles of various combinations as well as the award winning music-theater piece Blink Of An Eye. In his concert at Mengi he´ll be presenting new compositions for double bass and electronics from an upcoming album.

Fluctuations / Laufey Jensdóttir

Mengi

17388844 1251983208247981 1620868619050566859 o

Laufey Jensdóttir fléttar saman tónlist 18. aldar og þeirrar 21. á spennandi tónleikum í Mengi föstudagskvöldið 7. apríl klukkan 21. Efnisskrá: - Johann Georg Pisendel (1688-1755): Einleikssónata í a moll: Largo & Allegro - Johann Sebastian Bach (1685-1750): Einleikssónata nr 3 í C dúr, BWV 1005: Largo-Andante & Allegro - Albert Schnelzer (f. 1972): Solitude fyrir einleiksfiðlu (2006) - Sigrún Jónsdóttir: Fluctuations - Through Air, Light and Time - f. fiðlu, bassatrommu og rafhljóð (2016) ∞ ∞ Slagverksleikari: Frank Aarnink. Miðaverð: 2500 krónur Laufey Jensdóttir (f. 1985) hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. Hún er einn stofnenda Barokksveitarinnar Brákar og hefur komið fram á tónleikum með fjölmörgum kammerhópum og sveitum svo sem Kammersveit Reykjavíkur, Strengjasveitinni Skark, Alþjóðlegu Barokksveitinni í Hallgrímskirkju, The Okkr Ensemble og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur leikið inn á upptökur með ýmsum sveitum og listamönnum, má þar nefna Björk, Hjaltalín, Ólaf Arnalds og múm. Ljósmynd: Þráinn Hjálmarsson ◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊ Laufey Jensdóttir, violinist, performs music from 18th & 21st century. Music by Pisendel, Bach, Schnelzer and Sigrún Jónsdóttir. Program: - Johann Georg Pisendel: Sonata in a-minor for solo violin: Largo & Allegro - Johann Sebastian Bach: Sonata in C Major, BWV 1005 no 3: Largo-Andante & Allegro - Albert Schnelzer: Solitude for solo violin (2006) - Sigrún Jónsdóttir: Fluctuations - Through Air, Light and Time - f. violin, bass drum and electronics (2016) Performers: Laufey Jensdóttir, violin Frank Aarnink, bass drum (in Fluctuations) Tickets: 2500 ISK Photo credit: Þráinn Hjálmarsson

Hadelin / Chris Foster

Mengi

17390366 1252009161578719 204937528117719256 o

Tónleikar í tilefni af útgáfu Hadelin, nýjustu plötu Chris Foster. Hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. "One of the very finest albums of English song by anybody in recent years." fRoots um Hadelin, 2017. Útgáfutónleikar Chris Foster þar sem hann flytur efni af sinni nýjustu breiðskífu, Hadelin, sem er sjöunda plata þessa vinsæla tónlistarmanns. Hadelin hefur að geyma ellefu ballöður - þar af átta sem sóttar eru í enskan þjóðlagabrunn, þrjár frumsamdar. Textarnir hverfast um sígild yrkisefni á borð við ást og dauða, manninn í náttúrunni og heiminum öllum. Á tónleikum í Mengi mun hópur tónlistarmanna koma fram með Chris Foster: Söngvararnir Bára Grímsdóttir, Guðrún Sesselja Grímsdóttir, Andri Eyvindsson og Guðjón Stefánsson, Wilma Young og Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlur, Kate Harrison, víóla, Gréta Snorradóttir, selló og Dean Farrell á bassa. 'Söngvarnir á þessari plötu segja margs konar sögur og tengjast á ýmsan hátt fólki og stöðum sem ég hef þekkt í gegnum tíðina ... Þeir fjalla um náttúruna, takt árstíðaskiptanna, fæðingu, líf, dauða, ást, svik og flóð og fjöru í baráttunni fyrir réttlæti og mannréttindum; allt það sem í raun helst óbreytt frá kynslóð til kynslóðar þrátt fyrir að sviðsmyndin breytist með samfélaginu hverju sinni.´ Chris Foster https://chrisfoster1.bandcamp.com/ Enski þjóðlagasöngvarinn og tónlistarmaðurinn Chris Foster hefur verið búsettur á Íslandi um árabil þar sem hann hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, einn síns liðs og með öðrum, þar á meðal með Báru Grímsdóttur, söngkonu og tónskáldi en saman skipa þau hinn ástsæla dúett Funa. Chris hefur komið fram á tónleikum víðs vegar um heiminn, í Bandaríkjunum, í Kína, í Bretlandseyjum sem og á meginlandi Evrópu. 'Hadelin' er sjöunda breiðskífa Chris Foster sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir réttum fjörutíu árum, plötuna 'Layers'. Síðar komu 'All Things in Common' (1979), 'Sting in the Tale' (1994), 'Traces' (1999), 'Jewels' (2004) og 'Outsiders' (2008). Ljósmynd af Chris Foster: Ólafur Baldvin Jónsson ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Hadelin / Chris Foster A release concert at Mengi Starts at 9pm. House opens at 8:30pm Tickets: 2000 ISK "One of the very finest albums of English song by anybody in recent years." fRoots on Hadelin, 2017 Hadelin was recorded partly in Reykjavík and partly in the UK and Chris was joined by a number of well known English folk musicians on the recording sessions. For this special one off launch concert at Mengi, Chris will be joined by a cast of singers and players who are living here in Iceland to re-create arrangements heard on the album: Bára Grímsdóttir, Guðrún Sesselja Grímsdóttir, Andri Eyvindsson and Guðjón Stefánsson vocals, Wilma Young and Hlíf Sigurjónsdóttir on fiddles, Kate Harrison, viola, Gréta Snorradóttir, cello and Dean Farrell bass. "The songs on Hadelin tell many stories and have all sorts of connections with people and places that I have known over the years... They refer to the natural world, the rhythm of the seasons, birth, life, death, love, betrayal and the ebb and flow of the struggle for justice and human rights; all things that remain a constant, albeit shifting backdrop to the human condition, from generation to generation. With this in mind, I invited multi-award winning Jim Moray to produce the album, and I sought out musicians of the next generation, some of whose parents had copies of 'Layers' in their record collections, to join me in recording it, along with other friends who I have worked with over the years." Chris Foster Chris Foster grew up in the south west of England. A master of his trade, he was recently described as “one of the finest singers and most inventive guitar accompanists of English folk songs, meriting legend status.” Over the past 40 years, he has toured throughout the UK, Europe, Canada and the USA. 'Hadelin' is Chris' seventh solo album - his first 'Layers' released forty years ago, in 1977. https://chrisfoster1.bandcamp.com/ Photo credit: Ólafur Baldvin Jónsson

Þúsund ára þögn / Sómi þjóðar (3. sýning)

Mengi

17390833 1252011284911840 2798817750055563005 o

Þúsund ára þögn. Nýtt verk eftir leikhópinn Sóma þjóðar 3. sýning: Sunnudaginn 9. apríl klukkan 21. Miðaverð: 2900 krónur. Miðar seldir á www.midi.is „Nú beinir hópurinn sjónum sínum að þögninni og sannar í eitt skipti fyrir öll að Sómi þjóðar er listrænt afl í íslensku menningarlífi sem vert er að fylgjast vel með.“ **** Fréttablaðið / 18.03.2017 „Upphafssenan var einstaklega skemmtilega útfærð hjá Hilmi, Kolbeini og Tryggva, sem leika sýninguna. Með skýrum fókus og nákvæmri hlustun tókst þeim að skapa ótrúlegt samtal sín á milli án þess í reynd að mæla orð af vörum.“ Morgunblaðið / 18.03.2017 Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur. Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera? Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum. Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar? Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. „Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og...og þá verður allt einhvern veginn...maður er bara...þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og...og steinninn, hann lifir manninn...“ Fyrri sýningar Sóma þjóðar: - Gálma eftir Tryggva Gunnarsson (2011). Tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár. - PUNCH - ásamt Stick and Stones (2012). - Ég er vindurinn eftir Jon Fosse (2012). - MP5 eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson (2014). - Björninn eftir William Walton á Cycles Music Festival (2015). - FótboltaÓperan á Óperudögum í Kópavogi (2016) Ljósmynd: Steve Lorenz ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Thousand Years of Silence A new piece by the theatre group Sómi þjóðar on the effects of the Icelandic silence. Sómi þjóðar are Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson & Tryggvi Gunnarsson. Why is silence considered a virtue? Can silence be a good thing? What causes us to escape into silence instead of dealing with difficult feelings and problems? Tickets: 2900 ISK at www.midi.is Photo credit: Steve Lorenz

Poco Apollo: Innsetning eftir Halldór Eldjárn í Mengi

Mengi

17796353 1277262655720036 4807709297468971519 n

Poco Apollo: Innsetning eftir Halldór Eldjárn í Mengi Á fullu tungli, þriðjudaginn 11. apríl 2017 frá klukkan 17 - 22 Aðgangur ókeypis Opnun og klippt á borða kl 17! Poco Apollo, innsetning Halldórs Eldjárn byggir á stórmerkilegu ljósmyndasafni NASA (geimferðastofnunar Bandaríkjanna) sem nýverið var gefið út. Safnið hefur að geyma 14.000 ljósmyndir. teknar af geimförum Apollo-verkefnisins á árunum 1969 til 1972, og hafa að geyma dýrmæt augnablik af landnámi mannsins á tunglinu. Forrit sem Halldór hefur þróað greinir eðlisþætti og andrúmsloft ljósmyndanna og semur tónlist við það í rauntíma. Í upphafi viðburðar verður opnað fyrir verkið á netinu, en það mun verða aðgengilegt á vefsíðu og býr þar til frambúðar. Í Mengi mun tölva leika verkin, meðal annars á sjálfspilandi hljóðfæri, í handahófskenndri röð og hægt verður að virða fyrir sér myndirnar sem skópu hvert lag í leiðinni. Farnar verða örstuttar geimferðir og hægt er að kíkja við hvenær sem er milli klukkan 17 og 22. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A sound and visual installation by Halldór Eldjárn at Mengi. On a full moon on Tuesday, April 11th, 2017 from 5pm - 10pm. Free entrance. Ribbon cutting ceremony at 5pm! "Poco Apollo is a generative music installation. It builds upon NASA’s newly released library of pictures from the Apollo lunar missions. It feels as if you were on the moon yourself because these images are very raw snapshots, eagerly taken by curious astronauts with very limited time on this terra incognita. But in the chaos, each and one of these 14.000 pictures tells us a small story on it’s own. I wrote a computer program that looks at the image, gathers the data it can from the image to try and understand the mood of the picture and then composes a short music piece to accompany it. The Mengi installation will be a continuous showcase of these short musical pieces." (HE) Halldór Eldjárn is an Icelandic musician and computer scientist. Mainly known for his electro-pop band Sykur, Halldór has been working on solo material and music installations. At Iceland Airwaves 2016 he debuted his solo show, where he combined live performance and his robotic instruments.

Marteinn Sindri / Óttar Sæmundsen / Kristófer Rodriquez Svönuson

Mengi

17426004 1257757457670556 5038203977865869380 n

Marteinn Sindri ásamt Óttari Sæmundsen og Kristófer Rodriguez Svönusyni Mengi 12. apríl 2017 Miðaverð: 2500 krónur Þriðjudaginn 11. apríl næstkomandi sendir tónlistarmaðurinn Marteinn Sindri frá sér sína fyrstu smáskífu sem nefnist Spring Comes Late Sometimes. Lagið verður fáanlegt á öllum helstu streymisveitum á borð við Spotify, YouTube og iTunes svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið við lagið gerir listakonan Katrín Helena Jónsdóttir. Í tilefni útgáfunnar á fyrstu smáskífu sinni, Spring Comes Late Sometimes,heldur Marteinn Sindri tónleika í Mengi, Óðinsgötu, miðvikudaginn 12. apríl ásamt Óttari Sæmundsen og Kristófer Rodriguez Svönusyni klukkan 21.00. Þar mun Katrín Helena einnig sýna frekari afrakstur samstarfs þeirra Marteins Sindra, en þess má geta að þau eru systkini. Á síðustu misserum hefur Marteinn Sindri verið að hasla sér völl sem lagasmiður og textahöfundur en hann hóf að koma fram með eigið efni fyrir hálfu öðru ári síðan og hefur síðan þá komið fram á ýmsum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og í Frakklandi. „Lagasmíðar Marteins eru lágstemmdar og seiðandi, hann leitar m.a. í rætur þjóðlaga, sálmasöngs og þess sem Bretar kalla folk músík. Það má greina áhrif frá breska tónlistarmanninum Nick Drake sem fór sínar eigin leiðir í tónlist, en einnig heyrast áhrif frá bandarískum söngvaskáldum frá ýmsum tímum. Marteinn Sindri hefur persónulega rödd sem textasmiður, semur jöfnum höndum á ensku og íslensku og leitar víða fanga. Tónsmíðar hans eru einlægar og hann nýtur liðsinnis úrvals fólks við tónflutninginn.“ Jónatan Garðarsson ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ New material from Marteinn Sindri together with Óttar Sæmundsen on bass & Kristófer Rodriquez Svönuson on drums and percussion. Mengi April 12th at 9pm Tickets: 2500 ISK Marteinn Sindri started performing his own compositions one and a half year ago.Marteinn’s compositions are minimal and magical, he looks to the roots of folk-music and hymns and influences from the British singer/songwriter Nick Drake are discernible, as well as some of Drake’s American counterparts in both recent and remote past. Marteinn Sindri writes his texts with a personal voice, in both English and Icelandic and harvests a broad field of inspiration. His compositions are sincere and his performances are supported by exceptional musicians.

Magnús & Ingibjörg

Mengi

17523313 1274471969332438 6569260353174486482 n

Ingibjörg Elsa Turchi og Magnús Trygvason Eliassen taka höndum saman á tónleikum í Mengi að kvöldi skírdags, 13. apríl. Á þessum tónleikum ætla þau að flytja nýtt og nýlegt frumsamið efni og tvinna það saman við frjálsan spuna. Miðaverð: 2500 kr. Það verður gaman. Það verður stemmning. Það verður kaffi. Kv. Maggi og Ingibjörg. ∞∞∞∞∞∞ Concert with Ingibjörg Elsa Turchi & Magnús Trygvason Eliassen. Starts at 9pm on Thursday, April 13th at 9pm. Tickets: 2500 ISK ∞∞∞∞∞∞ Um listamennina: Ingibjörg Turchi er bassaleikari sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Boogie Trouble, Babies-flokkinn og Ylju auk þess að hafa starfað með fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum eins og Soffíu Björgu, Teiti Magnússyni og Sigurlaugu Gísladóttur. Magnús Tryggvason Eliassen er á meðal eftirsóttustu trommuleikara landsins, hann er meðlimur í ADHD og Moses Hightower en spilar að auki reglulega með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna, þeirra á meðal Amiinu, Sin Fang, Skúla Sverrissyni, Kippa kanínus, Seabear, Borko, Mr. Silla, Ólöfu Arnalds og fleirum. ∞∞∞∞∞∞ Ingibjörg is a bass-player who has played in bands such as Boogie Trouble, Babies and Ylja as well as with a large group of Icelandic musicians such as Teitur Magnússon, Soffía Björg and Mr. Silla. A drummer of countless bands in the Icelandic music scene, the prolific Magnus Tryggvason Eliassen is currently best known as the drummer of the jazz quartet ADHD and the band Moses Hightower where he is a founding member. Among other bands and musicians he has played with are Amiina, Sin Fang, Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Snorri Helgason, Kristjana Stefánsdóttir, múm and Sigurður Flosason to name but few.

Kristín Anna á föstudaginn langa / Kristín Anna on Good Friday

Mengi

17799332 1275817135864588 8946831027384275211 n

Tónleikar með Kristínu Önnu í Mengi föstudaginn langa, 14. apríl 2017 klukkan 21. Miðaverð: 2500 krónur Tónlistarkonan Kristín Anna er gestum Mengis að góðu kunn en hér hefur hún margoft magnað upp mikinn galdraseið með tónlist sinni. Kristín Anna var liðsmaður múm á árunum 1998 - 2006 og starfaði líka lengi vel undir listamannanafninu Kría Brekkan en sem slík hefur hún komið fram á tónleikum víða um heim. Á meðal hljómsveita sem Kristín Anna hefur starfað með má nefna Animal Collective, The National, Stórsveit Nix Noltes og Seríuhljómsveit Skúla Sverrissonar svo fátt eitt sé nefnt. Hún er náinn samstarfsmaður Ragnars Kjartanssonar og hefur tekið þátt í sköpun margra hans, m.a. The Visitors og birtist í ýmsum myndum og hljóðum í verkum hans. Einnig tók hún þátt í að semja tónlistina og flytja sviðsverkið Forever Love ásamt Gyðu tvíburasystur sinni og Dessner tvíburabræðrunum í rokksveitinni The National. Þau fluttu nokkur lög úr verkinu í Barbican Theater í sumar, en þar kom Kristín Anna einnig fram ein með píanólög sín. Kristín Anna er í þessum skrifuðu orðum að leggja lokahönd á upptökur af píanólögum sem hún hefur samið og flutt á síðustu tólf árum og kemur út á Bel-Air Glamour 2017. ∞∞∞∞∞∞∞ A concert with Kristín Anna on Good Friday, April 14th at 9pm at Mengi. Tickets: 2500 ISK Kristín Anna (Kría Brekkan) is an Icelandic musician and artist. At Mengi she will be performing her own songs for piano and voice. Kristín Anna was a member of the band múm 1998 - 2006. As Kría Brekkan she used to perform one woman shows and put out off-the radar releases between 2006 - 2015. Last year Kristín Anna released a double LP of improvised vocal performances done in a week long residency in the desert of California titled Howl. Howl came out on Bel-Air Glamour Records, a young sub-label to London ́s Vinyl Factory curated by visual artist Ragnar Kjartansson and Ingibjörg Sigurrjónsdóttir. A frequent collaborator of Ragnar, she stars in his famed video installation “The Visitors” playing accordion, guitar and singing. She acts or plays in many of his other pieces as well as occasionally writing and performing music with him. Kristín Anna co-wrote and performed the music for Kjartansson’s stage art piece “Forever Love” with her twin sister Gyða Valtýsdóttir and the Dessner twin brothers of The National. They performed few of the songs from piece in the Barbican Theater last summer at a Bel-Air Glamour Soirée that coincided with Kjartansson ́s retrospective at the Barbican Art Center. She also performed few of her own songs on a grand piano and sang to raving reviews. Later this year they will come out as a double album titled "I Must Be The Devil".

Tónlist fyrir langlínusamtöl / Music for long-distance calls

Mengi

17796716 1277267315719570 5936237998447222795 n

Tónlist fyrir langlínusamtöl Í Mengi á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Tónlist: Ægir Sindri Bjarnason og Julius Pollux Rothlaender. Langlínusamtöl: Hreinn Friðfinnsson og Sólveig Eir Stewart. Tónlist fyrir langlínusamtöl er rannsóknarleiðangur þar sem lagt er á djúpið og leitað eftir dýpri merkingu á bak við hversdaginn. Í brennidepli er orðræðan og samræðan sem býr alltaf, þegar betur er að gáð og eftir því hlustað, yfir takti, laglínum og fingerðustu litbrigðum sem verða að tónlist. Samræðan snýst ekki einvörðungu um að skiptast á upplýsingum, hún er músíkalskur efniviður. ∞∞∞∞ Music for long-distance calls On the first day of summer. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK Appearances by: Ægir Sindri Bjarnason & Julius Pollux Rothlaender (music) Sólveig Eir Stewart & Hreinn Friðfinsson (phone-call) Further: What happens when we reinterpret well-known elements and look for new connections, understand conversations to be more than just the exchange of information and allow music to not only be organised in a time-lined, song-based format? If you listen closely, you might discover that there’s more to all of it, you might be able to find that there are bridges in between, that there’s music hiding within the intimacy of a spoken word, that somethings talks to us with every single note. Music for long-distance calls is an explorative live-performance, a step into the unknown.

Tarinointi / Visual Storytelling

Mengi

17758346 1273424476103854 332633620613753521 o

Tarinointi : Einstæð sagnaskemmtun í Mengi föstudagskvöldð 21. apríl klukkan 21. Miðaverð: 2500 krónur ∞∞ Sögur hjálpa okkur að skilja hvert annað. Þær miðla þekkingu, reynslu og tilfinningum. Tengja okkur þvert á tímabelti og álfur. Minna okkur á það sammannlega og um leið hið einstæða, vekja með okkur samkennd og samúð. Alls konar sögur mynda uppistöðuna í Mengi föstudagskvöldið 21. apríl, sagðar með orðum, kvikum myndum og síðast en ekki síst með tónlist. Tónskáldið, tónlistarmaðurinn og sagnaþulurinn Reuben Fenemore hefur unnið að verkefninu Tarinionti undanfarna mánuði ásamt þremur kvikmyndagerðarkonum, þeim Henrika Kurkimäki, Anni Savolainen og Lisa Hakola. Þar hefur spurningunni um hvers konar sögur hægt sé að segja með tónlist verið velt upp, kvikmyndagerðarkonurnar hafa búið til kvikmyndir, innblásnar af tónlist Reuben. Á milli sex stuttmynda sem sýndar verða stígur fólk hvaðanæfa að fram og miðlar sínum sögum. Reuben Fenemore er japanskur klarínettuleikari og tónskáld sem hefur verið búsettur í Reykjavík um nokkurt skeið; í vor lýkur hann mastersprófi frá Tónlistardeild Listaháskóla íslands. Hann hefur komið víða fram sem klarínettuleikari og unnið náið með tónskáldum í því skyni að breikka hljóðróf hljóðfærisins. Sem tónskáld hefur hann starfað með listafólki úr ólíkum geirum, gert tónlist fyrir innsetningar, dansverk og kvikmyndir en heimildamyndin Gokanosho: Lost in Time hefur verið sýnd víða um heim, á kvikmyndahátíðum á borð við hátíðina í Cannes, Alþjóðlegu stuttmyndahátíðina Heart of Fold og Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina Silver Springs. Tengslin og sambandið á milli tónlistar og annarra listgreina heillar Reuben og í tónlist sinni hefur hann leitast við að segja sögur og vekja upp sjónræn áhrif. Hann hefur tekið þátt í og unnið að fjölmörgum tónlistarverkefnum með ólíkum þjóðfélagshópum, hér á Íslandi, í Svíþjóð, Ástralíu og í Hollandi enda trúir hann einlæglega á mátt tónlistar og lista til að stuðla að betri heimi. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Tarinointi - an evening of community storytelling. At Mengi on Friday, April 21st. Starts at 9pm. Tickets: 2500 isk. Tarinointi is an evening of communal storytelling, combining traditional oral storytelling with visual storytelling through music and film. Tarinointi is a project born out of collaboration between Reuben Fenemore and three female Finnish filmmakers. A curated series of short films were created based on music written by Reuben, where the filmmakers composed visuals, bringing to life stories, which were inspired by the music. Stories are told to inspire, preserve history and create connections. So come enjoy a cosy evening of communal storytelling and shared experiences with locals and world citizens alike. Most importantly, storytelling breaks down borders, nationalities, and prejudices, revealing that in the end we are all human beings, each with a unique story to tell. Reuben Fenemore is a musician, composer and creative. Hailing from a background trained in classical music, Reuben has performed internationally as a clarinettist within various musical settings and projects. His credits include performing with Opera Australia, Queensland Symphony Orchestra, Musica Vitae, The Hindemith Quintet, The Paul Dresher Double Duo and Eighth Blackbird. His festival appearances include the Crossbows Festival, Australasian Saxophone and Clarinet Conference, Encounters Festival: India, Crusell Music Festival and Iceland Airwaves Music Festival. His repertoire extends from classical to experimental and improvisation and he is committed to working alongside composers to finding new sounds for the instrument. Drawn by the relationship between music and other art mediums, Reuben seeks to investigate the connection through his works. He has written for films, dance pieces, sound installations and electronic music. His approach to creating music is through combining elements of storytelling and evoking visual atmospheres. His works explore the realms of improvisation, soundscapes, minimalism and interdisciplinary art forms. His work on a documentary film, Gokanosho: Lost In Time, has been presented at film festivals around the world including, Cannes Film Festival, Heart of Gold International Short Film Festival and Silver Springs International Film Festival. Taking an active role as a project manager, Reuben creates, develops and executes community, educational and interdisciplinary music projects internationally. He has worked extensively in community based music projects involving youth at risk communities to elderly and dementia communities in Iceland, Sweden, Australia and the Netherlands. Reuben is passionate about instigating social change through the arts and using music as his tool, he aims to cultivate a creative space for community building in safe environments, engaging wider communities and generating new audiences. As a creative freelancer, Reuben has curated music playlists for events, private parties and for business. He worked closely with hospitality businesses, developing brand identity and establishing strategic social media marketing plans and curating music playlists to reflect the atmosphere and the brand of the business. He has also worked as an administrative assistant for a number of music festivals and labels undertaking project planning, research and working across social media platforms. Based in Reykjavík, Reuben is currently completing his Masters of Music at the Iceland Academy of the Arts. He completed his Bachelor of Music with First Class Honours at the Queensland Conservatorium of Music.

Ingi Garðar & Co

Mengi

17855083 1290120997767535 521414570416902039 o

Stuðtónleikar með Inga Garðari Erlendssyni og félögum. Flutt verða sjö tónverk, og kannski eitt nýtt, þar sem stuðst er við tölvugerða hreyfinótnaskrift og / eða fundin myndbönd. Verkin, sem öll eru eftir Inga Garðar, verða flutt af sjö eða átta vöskum vinum tónskáldsins. (Ef Ingi Garðar nær ekki að redda áttunda vininum þá spilar hann bara líka). Það verður bara gaman! Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Ingi Garðar Erlendsson stundaði nám í tónsmíðum hjá Yannis Kyriakides og Gilius van Bergeijk við Royal Conservatory í Den Haag. Verk hans hafa verið flutt á ýmsum stöðum við ýmis tilefni á heimsvísu. Ingi Garðar er meðlimur tónskáldahópsins S.L.Á.T.U.R. (Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) og kemur fram með hljómsveitum eins og Hestbak, Borko, Fengjastrúti, Benna Hemm Hemm, Skeylja, Valdimar, Kippa Kanínus, Stórsveit Nix Noltes og margra annarra. ∞∞∞ A concert with Ingi Garðar Erlendsson and friends. Seven or possibly eight pieces by Ingi Garðar performed by seven, or possibly eight friends of Ingi Garðar. In case of the eight friend missing out, Ingi Garðar will join the performances himself. This can't go wrong! Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Ingi Garðar Erlendsson studied composition with the composers Yannis Kyriakides and Gilius van Bergeijk at the Royal Conservatory in Den Haag. His works have been performed at various places on various occasions worldwide. Ingi Garðar is a member of the composers’ collective S.L.Á.T.U.R. (Society of artistically obtrusive composers around Reykjavík) and performs with groups such as Hestbak, Borko, Fengjastrútur, Benni Hemm Hemm, Skeylja, Valdimar, Kippi Kanínus, Stórsveit Nix Noltes and many more.