Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Hljóðstemningar / Anrijs Ivanovskis

Mengi

14980817 1110430552403248 6248245068844412072 n

Lettneski fagottleikarinn Anrijs Ivanovskis hefur lagt sérstaka rækt við flutning nýrrar tónlistar og mun í Mengi flytja verk sem hafa verið tileinkuð honum eftir Gunnar Karel Másson og Emils Zilberts. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Anrijs Ivanovskis hefur komið fram með þekktum hljómsveitum á borð við Kremerata Baltica, 3WINDS, Posmodern winds, Duo Anime, Sinfóníuhljómsveit Sænska íkisútvarpsins, Dönsku þjóðarhljómsveitina, Þjóðarkammersveit Danmerkur, Sinfóníuhljómsveitina í Gävle og Norrköping. Hann nam fagottleik í Lettlandi, við Tónlistarakademíuna í Malmö og Konunglegu dönsku tónlistarakademíuna. Hann hefur starfað náið með samtímatónskáldum og pantað af þeim fjölmörg verk. ----------- A concert with the Latvian bassoonist Anrijs Ivanovskis. Music by Gunnar Karel Másson (IS) and Emils Zilbers LV). Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK Anrijs Ivanovskis a professional freelance bassoonist and contrabassoonist. He has been playing together with a lot of renowned orchestras all over the Scandinavia, including Swedish Radio Symphony Orchestra, Danish National Symphony Orchestra, Danish National Chamber Orchestra, Helsingborg, Gävle Symphony Orchestras and Norrköping Symphony Orchestra. Anrijs started his bassoon studies in Latvia in 1996. Two years later he got accepted to Liepāja Music College with Dz.Jurgelaitis. Shortly after that, at the age of 19, he grounded 2 nd bassoon position in Liepaja Symphony Orchestra and worked there until 2009. In 2007 Anrijs was admitted to A.Svendsen’s bassoon class in Malmö Music Academy. A year later he was invited to join a concert tour with a world famous chamber orchestra *Kremerata Baltica* in leadership of G.Kremer to perform at the most famous concert halls all around Europe. Anrijs was selected to be contrabassoonist at first *YouTube Symphony Orchestra* and he was performing in *Carnegie hall* together with Maestro Michael Tilson Thomas in 2009. In 2009 Anrijs was admitted to Masters Degree program at Royal Danish Music Academy with A.Halvorsen. After graduating of Master’s Degree in 2012, Anrijs continiued his studies at Royal Danish Music Academy’s soloist class. Anrijs specializes in contemporary music and has great cooperation with many composers around a globe. Many composers have dedicated their works especially to Anrijs.

SecondHand Knowledge - An Ode to Dance History at Mengi

Mengi

14947479 10155271555973943 4627017939929023585 n

Splunkunýtt dansverk um dans eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, Rósu Ómarsdóttur og Alexander Roberts. Föstudagskvöldið 18. nóvember klukkan 19 ATHUGIÐ: AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING Miðaverð: 2000 krónur. Secondhand Knowledge er óður til dansins, danssögunnar í heild sinni, helstu áhrifavalda og allra þeirra sem á undan komu og settu mark sitt á danssöguna. Ef þú ert áhugamanneskja um dans viltu ekki missa af þessu og ef þú hefur ekki áhuga á dansi mun hann birtast þér eftir þessa sýningu. Rósa Ómarsdóttir, Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts hafa unnið með helstu dönsurum og danshöfundum á Íslandi og kannað hverjir helstu áhrifavaldar í dansheiminum hér eru en íslensk danssaga er talsvert frábrugðin danssögu evrópska meginlandsins. Hvert sækja íslenskir dansarar og danshöfundar sér innblástur? Hverjar eru straumar og stefnur? Hvaðan berst dansinn? Hvernig er íslenskur samtímadans? Sýningin í Mengi er einn hluti af stóru verkefni en þau ferðast til annarra landa í Evrópu, sem einnig eru á útjaðri og gera sömu rannsókn. Þá hafa þau nú þegar farið til Grikklands og Danmerkur og næst á dagskrá eru m.a. Króatía, Noregur, Rúmenía og Lettland. http://www.secondhandknowledge.co/ https://vimeo.com/166124821 ------- A new dance piece by Ásrún Magnúsdóttir, Rósa Ómarsdóttir & Alexander Roberts. At Mengi on Friday, November 18th at 7pm ONE SHOW ONLY Tickets: 2000 ISK Where do dancers and choreographers in Iceland seek inspiration? How is Icelandic modern dance? What are the current trends in the Icelandic dance world? An ode to the dance, to its history and to the greatest influences of dance. If you're interested in dance you don't want to miss out on this piece and if you're not interested...well you will be after this performance. Secondhand Knowledge is a research project between Rósa Ómarsdóttir, Ásrún Magnúsdóttir and Alexander Roberts where they look at dance history through the eyes of the geographical periphery of Europe. Coming from Iceland, a very isolated island way up in the north, they relized that their perception of dance history was maybe not the same one as has been written about in central Europe. Their knowledge was mostly received second hand from the Eurocentrically claimed history of dance. When their only insight into what was going on in the danceworld was through youtube trailers of dancepieces, they found themselves fill in the gaps and imagine what the rest of those trailers was. Often this misinterpretation lead to something completely else. Having a strong believe in the value of knowledge that is received secondhand, interpreted and often mistranslated, Rósa, Ásrún and Alexander make, remake and reconstruct danceworks that were important to them and others, with full artistic freedom to fill in the gaps. They will somewhat bypass the traditional sense of dance history, from the ballet tradition, as it is mostly irrelevant to our own history and many others we will work with. http://www.secondhandknowledge.co/ https://vimeo.com/166124821

Issue Of Structure -Episode 5, The fracture

Mengi

15129493 1127511504028486 1265009165700382670 o

Innsetning eftir Snövit Hedstierna. Opnuð miðvikudaginn 23. nóvember milli 17 og 20. Sýningin er hluti stærra verkefnis sem myndlistarkonan hefur unnið að á árunum 2014 til 2016 en hún hefur sýnt verkefnið í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku haustið 2016. Í verkefninu byggir listakonan á viðtölum við stóran hóp þátttakenda frá Norðurlöndunum um stöðu kvenna, hinsegin fólks og jaðarsettra einstaklinga en viðtölin hafa skilað 6000 klukkustundum af upptökum. Úr upptökunum vinnur Snövit hljóðinnsetningar sem leiknar eru á hverri sýningu fyrir sig í samtali við rýmið en hvert rými er meðhöndlað á ólíkan hátt og tekur hver sýning mið af umhverfinu. Þótt Norðurlöndin geti státað af miklu kynjajafnrétti þegar horft er til annarra Evrópulanda og annarra heimsálfa sýna dæmin þó að konur, hinsegin fólk og aðrir jaðarsettir hópar verða fyrir miklu ofbeldi og þöggun en í viðtölum sínum hefur Snövit leitast eftir því að fá fram frásagnir og upplifanir ólíkra einstaklinga af jafnréttismálum, kynferði og kynvitund einstaklinga og samfélaga. Snövit “Snow” Hedstierna er myndlistarmaður, gjörningalistamaður, kvikmynda- og sýningastjóri frá Svíþjóð en er búsett jöfnum höndum í Berlín og í Montreal. Hún hefur sýnt á Manifesta11, á Feneyjatvíæringnum 2015, í MoMA í New York og víðar. Árið 2009 stofnaði hún galleríið Pony Sugar en þar hafa verið settar upp á bilinu 4 til 6 sýningar árlega. Hedstierna skrifar um samtímalist og eigin listsköpun fyrir skandinavíska tímarítið Cap&Design. Hún er með MFA- gráðu í myndlist frá Concordia-háskólanum í Montreal og hefur numið við Konunglegu Listaakademíuna í Stokkhólmi, Listaakademíuna í Valand og Leiklistarakademíuna í Stokkhólmi. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. -------- Mengi presents a performative exhibition conceived by Snövit Hedstierna (born in Stockholm, Sweden in 1980 and now lives in Berlin and Montreal). An ‘Issue Of Structure -Episode 5, The fracture‘, is the fifth session of a series of audio/visual installations that have been presented in Sweden, Norway, Finland and Denmark during the fall. The exhibition is part of a longer intervention of art and research, concerning gender structures in the Nordic Countries, created during 2014 - 2016. The artist has been using spatial and audio installations to address and reveal the discrepancies between statistics and reality, related to gender equality in the North. For this show, where the main materials are humans and sound, the focus is placed on the act of listening and empathising with life stories and experiences told by people who identify as; transgender/queer/women/gender-fluid. AN ISSUE OF STRUCTURE “The subject matter I work with is often ignored or trivialized by public media and I therefore feel compelled to instigate large gestures and formats: long durational works, oversized prints, multi-channel video, and expansive installations”. Although the Nordic countries – Sweden, Norway, Finland, Iceland and Denmark – are considered to be some of the most gender equal in the world, reports such as the “Global Gender Gap Report” (from The World Economic Forums) and ‘FRA Violence Against Women’, reveal that these countries have a high rate of violence and abuse. The Swedish artist Snövit Hedstierna has carried out approximately 250 in-depth interviews with women, queer, transgender and gender-fluid people in Nordic nations, collecting testimonies of their private experiences related to gender, equality and sexuality. 6,000 hours of work has resulted in an online audio archive and the exhibition “An Issue of Structure, Episodes”, which is currently touring the countries where featured stories originated. Large scale architectonic physical formations, such as labyrinths, corridors and sloping floors are combined with audio installations and long durational performances, to throw off visitors’ senses, evoking a feeling of discomfort which, accompanied by audio testimonies, symbolizes the struggle experienced by people whose stories are voiced. ARTIST BIO Snövit “Snow” Hedstierna is a visual artist, performance artist, film director and curator from Sweden who is currently based between studios in Berlin and Montreal. She has exhibited at several international venues including recently Manifesta11, The Venice Biennale 2015, MoMA and Art-Athina. In 2009 she founded the gallery Pony Sugar and has since been curating 4 - 6 shows per year alongside her artistic practice. Hedstierna is also a writer for the Scandinavian magazine Cap&Design, where she has a standing article about contemporary art and a recurring chronicle about her life as an artist. Snövit holds an MFA from Concordia University in Montreal and has also been a student at the Royal Academy of Arts in Stockholm, Valand Academy of Arts and Stockholm Academy of Dramatic Arts. Open from 5pm to 8pm. Free entrance. Everybody welcome.

Skáldkonuleikar / Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Mengi

15110492 1122235801222723 8995713736913524356 o

Ljóð, lög og dans í flutningi Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur. Viðburður hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur SKÁLDKONULEIKAR Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir fremur skáldskaparuppákomu með gjörningslegu ívafi í tilefni útkomu ljóðabókarinnar USS. Fyrirtaks ljóð, krúttleg(?) lög, spartanskar útsetningar og eitt og eitt dansljóð, með von um meiri naívisma en hæðni, eru á dagskrá. USS er fyrsta ljóðabók Steinunnar. Hún hefur þó lengi skáldað ýmislegt og fljutt ljóð sín og lög víða: í Mengi, Populus Tremula á Akureyri, Ljóðasetrinu á Siglufirði, Skessuleikhúsinu í París og víðar. Einnig hafa ljóð hennar birst í bókmenntatímaritinu Stínu. Steinunn hefur þess utan fengist við margt, sérstaklega sellóleik. Helst má nefna að hún hefur lengi starfað við barokksellóleik í Frakklandi og leikið ýmsar kúnstir með það hljóðfæri, lært dálítinn barokkdans í bland við tónlistina við Parísarkonservatoríið, tekið þátt í dans- og tónlistargjörningum, m.a. með Önnu Richardsdóttur, túrað um sveitir Íslands með kammersveitinni góðu Ísafold í gamla daga, og stofnað Corpo di Strumenti/ SÜSSER TROST sem er í senn barokkhópur og girnisstrengja-wannabe-rokkband undir merkjum sadómasókískra bókmennta og Velvet Underground. -------------------------------------------------------- Poetry, music and dance performed by Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK. Steinunn started early playing the cello. She graduated from the Reykjavík Music Colllege in 2000 and from there on went to France where she studied with Michel Strauss, Christophe Coine and Bruno Cocset. She graduated with distinction from the Paris Conservatory in 2006. Since then she has played with many baroque and chamber groups in France and in Iceland. She co-founded the chamber group Corpo di Strumenti along with Maturin Matharel and Brice Sailly that has performed regularly in France and in Iceland. Steinunn was one of the founding members of the great chamber group Ísafold that specialised in performing classical music from the 20th century.

El quinto sol

Mengi

15079064 1127244097388560 7030774940456342874 n

El Quinto Sol (Mexíkó) El Quinto Sol var stofnuð árið 2013 en nafnið vísar í Azteca þjóðsöguna um „El Quinto sol“ eða Fimmtu sólina. Þeir sækja innblásturinn í mexíkóska menningu en blanda við áhrifum úr rokki, sækadelík, prógressívu og einhverju tilraunkenndu... Á þessu ári gáfu þeir út plötuna „La gente de la hierba“ sem verður til sölu á tónleikunum. Meðlimir: Juan Carlos Guarneros: gítar Jorge Chiney: bassi Sebastian Lozano: trommur Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur --------------------------------------- Enska: El Quinto Sol (Mexico) El Quinto Sol was established in Mexico city in 2013 but the name comes from an the Aztec myth „El Quinto sol“. Their inspiration comes from mexican culture but mixed with rock, psychedelic, progressive, experimental... In the beginning of this year they issued their new album „La gente de la hierba“ which will be for sale at the concert. Members: Juan Carlos Guarneros: guitar Jorge Chiney: bass Sebastian Lozano: drums Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK

Fantômas - útgáfuhóf

Mengi

15156876 1128195117293458 1620612171688401795 o

Haldið verður upp á sjóðheita útgáfu nýjustu plötu amiinu, Fantômas, í Mengi laugardagskvöldið 26. nóvember. Gleðskapur hefst klukkan 20 og stendur fram eftir kvöldi, tónlist og veitingar innblásnar af illvirkjanum Fantômas og gestir hvattir til að mæta einungis í svörtu og hvítu. Allar grímur vel séðar. Fantômas hefur að geyma tónlist amiinu við samnefnda kvikmynd sem var frumsýnd í París árið 1913 og mun hún rúlla á tjaldi í Mengi. Allar nánari upplýsingar um útgáfuna hér neðar í póstinum. VIð hlökkum til að sjá ykkur. amiina & Mengi -------- amiina & Mengi celebrate the latest release of amiina, Fantômas, out on November 25th. Celebration starts on Saturday 26th at 8pm, music and refreshments inspired by the notorious Fantômas. Guests are asked to wear only black and white clothes and are encouraged to wear masks as Fantômas himself would have done. Further info about amiina's music here below. Looking forward to seeing you. amiina & Mengi. -------------------------- Lávarður hryllingsins, herra Fantômas, ræður ríkjum á nýjustu plötu hljómsveitarinnar amiinu sem út kemur hjá Mengi 25. nóvember næstkomandi. Tónlist amiinu samin við þögla spennumynd frá árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann Louis Feuillade, frumflutt á Hrekkjavöku í hinu virta Théâtre du Châtelet í París árið 2013 og lítur nú dagsins ljós sem sjálfstæð heild enda höfðu amiinuliðar það strax á stefnuskránni að gefa tónlistina út á plötu. Fiðla, selló, ukulele, trommur, slagverk ýmiss konar, borðharpa og rafhljóð mynda uppistöðuna í hljóðheimi amiinu á þessari plötu sem er full af andstæðum þar sem möguleikar hljóðfæranna eru nýttir til hins ýtrasta. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem amiina semur tónlist við, undanfarin ár hafa þau tekið ástfóstri við heillandi kvikmyndir þýsku kvikmyndagerðarkonunnar Lotte Reiniger og samið tónlist við nokkur af brothættum ævintýrum hennar. Annars konar andrúmsloft svífur heldur betur yfir vötnum í kvikmyndum Louis Feuillade um hinn harðsvíraða glæpamann Fantômas sem fyrst kvaddi sér hljóðs árið 1911 í bókaseríu frönsku rithöfundanna Marcel Allain og Pierre Souvestre en Fantômas sló umsvifalaust í gegn á meðal franskra, spennusagnaþyrstra, lesenda. Hann varð aðalviðfangsefni fimm kvikmynda Louis Feuillade sem frumsýndar voru á árunum 1913 til 1914 í París og átti einnig eftir að verða ótal listamönnum úr ólíkum áttum innblástur allt fram á okkar daga. Súrrealistar og framúrstefnulistamenn í upphafi 20. aldarinnar á borð við Guillaume Appolinaire og René Magritte sóttu í smiðju Fantômas og sjónvarpsþættir, myndasögur, kvikmyndir, skáldsögur og þungarokksveitir seinni tíma í ótal löndum hafa og byggt á þessum efnivið á einn eða annan hátt, í verkum listamanna á borð við Mike Patton, Julio Cortázar og ótal fleiri. Tónlist amiinu var frumflutt Hrekkjavöku í Théâtre du Châtelet í París árið 2013 samhliða tónlist fjögurra annarra tónlistarmanna við kvikmyndir Louis Feuillade um Fantômas. Tónlistarmennirnir James Blackshaw, Loney Dear, Tim Hecker og Yann Tiersen lögðu til nýja tónlist við hinar fjórar myndirnar á viðburði sem laut listrænni stjórnun Yann Tiersen (sem sjálfur er þekkt kvikmyndatónskáld og samdi meðal annars tónlistina við hina ástsælu kvikmynd Amelie) en Tiersen hafði pantað tónlistina af þessum músíköntum fyrir viðburðinn. Myndirnar fimm voru sýndar hver af fætur annarri og á meðan hljómaði tónlist 21. aldarinnar við þögul kvikmyndaverk frá upphafi 20 aldarinnar. Sýningatími var í kringum sex klukkustundir en tilefni viðburðarins var meðal annars endurgerð franska kvikmyndafyrirtækisins Gaumont á myndunum um Fantômas. Fantômas er fjórða breiðskífa amiinu. Eldri eru Kurr (2007), Puzzle (2010) og The Lighthouse Project (2013). Útgáfunni verður fagnað laugardagskvöldið 26. nóvember klukkan 20 í Mengi við Óðinsgötu 2. Léttar veitingar á boðstólum. Öll velkomin. Laugardagskvöldið 3. desember klukkan 21 kemur amiina fram á kvikmyndatónleikum í Bíó Paradís þar sem kvikmyndin Fantômas: Juve contre Fantômas verður sýnd við lifandi tónlistarflutning amiinu. Miða má nálgast á tix.is Útgefandi: Mengi Dreifing: Morr Music. --------------------------------------------- Fantômas Out on November 25th. Join amiina for their latest adventure, Fantômas. Originally composed as a live score to a silent masterpiece from 1913, amiina’s members decided right from the start that the music would also be able to stand on its own, independent of the visual narrative. Melancholic and ethereal, yet full of suspense, pounding rhythms and haunting melodies, amiina’s fans won’t be disappointed. Soundworld full of contrasts, from darkness and utter terror to heavenly melodies. The music thoughtfully composed, reoccuring themes and leid-motives build up a delicate structure where the listener can experience the piece as one entity – and then again different tracks or songs can be enjoyed independently. Violin, cello, drums, percussion, metallophone, table harp, ukulele and electronics are the source material for the sound world of amiina here, with their intelligent and imaginative usage of the different instruments and their varied and endless textures. The score Fantômas premiered in Paris in 2013 at the prestigious, Théâtre du Châtelet, where amiina, together with musicians James Blackshaw, Tim Hecker, Loney Dear and Yann Tiersen, took part in a special Halloween event, celebrating the centenary of the Fantômas series, directed by the French film director Louis Feuillade in 1913 – 1914. The Fantômas series – in five parts – ran for six hours with every musician/ band providing their new live score for the series, the music commissioned by Yann Tiersen who curated the event. Halloween especially fitting for this occasion that revolved around Fantômas, the sadistic and ruthless serial killer, the lord of terror and genius of evil who initially came to live in the crime fictions of French writers Marcel Allain and Pierre Souvestre in 1911. A huge success right from the beginning, Fantômas is an early example of the interplay between avant-garde intellectual and emerging mass culture, he was to appear in various films, television and comic book adaptations throughout the century but also highly regarded by the French avant garde of the 1920’s, especially the surrealists, e.g. René Magritte and Guillame Apollinaire, the latter stating that “from the imaginative standpoint Fantômas is one of the richest works that exist.” When the magical, somewhat fragile sound world of amiina meets the lord of terror something unexpected and truly magical happens. Do step in.

Tilraunakvöld LHÍ & Mengis / Experimental Night of LHÍ

Mengi

15137672 1130693760376927 4842227892232919293 o

Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis hefja göngu sína að nýju mánudagskvöldið 28. nóvember klukkan 20 en kvöldin hófu göngu sína í upphafi ársins 2016. Tilraunakvöldin eru vettvangur fyrir bæði nemendur og kennara úr öllum deildum skólans til tilrauna og/eða sýninga eða flutnings á verkum sínum, en einnig getur vettvangurinn hentað til þróunar á hugmynd og framsetningu verk. Tónlist, sviðslistir, dans, gjörningar og vídeó munu koma við sögu á næsta tilraunakvöldi. Þau sem koma fram 28. nóvember 2016: Heðin Ziska Davidsen , tónlistardeild Lóa Björk Björnsdóttir, sviðshöfundabraut / sviðslistadeild Kari Vig Petersen, samtímadansbraut / sviðslistadeild Selma Reynisdóttir & Þorsteinn Eyfjörð, samtímadansbraut, sviðslistadeild & myndlistardeild Adam Buffington, tónlistardeild Bára Bjarnadóttir ásamt Stefáni Hermannssyni, myndlistardeild Fuccmenn (Birnir Jón Sigurðsson), sviðshöfundabraut / sviðslistadeild Hefst klukkan 20. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. ........................................... Mengi and the Iceland Academy of the Arts collaborate on experimental events. The events are open for students and teachers of the Academy to do experiments on or exhibit their projects or even to test a work-in-progress and will be held the last Wednesday evening of each month. Starts at 8pm. Free entrance and everybody welcome. Artists performing on November 28th at 8pm. Heðin Ziska Davidsen, music department Lóa Björk Björnsdóttir, performing arts department (drama) Kari Vig Petersen, performing arts department (dance) Selma Reynisdóttir & Þorsteinn Eyfjörð, performing arts department (dance) & fine arts department Adam Buffington, music department Bára Bjarnadóttir with Stefán Hermannson, fine arts department Fuccmenn (Birnir Jón Sigurðsson), performing arts department (drama)

Útgáfuhóf Sæhests

Mengi

15259398 204062326714590 1464546659613441013 o

Smá, ör og nanósagnaforlagið Sæhestur kynnir tvær nýjar bækur: smásagnasafnið Nýbyggingar eftir Atla Antonsson og örsagnasafnið Líkhamur eftir Vilborgu Bjarkadóttur. Auk þess mun Bjarki Bjarnason mæta með glænýja bók um Ljón norðursins. Höfundar lesa úr verkum sínum og léttar veitingar verða á boðstólum. Aðgangur ókeypis, öll velkomin. Líkhamur er nýjasta bók Vilborgar Bjarkadóttur, sem í fyrra gaf út hina kraftmiklu ljóðabók Með brjóstin úti. Nú snýr hún aftur með örsögur um það hvernig líkaminn mótar skynjanir okkar, tilfinningar og minningar. Hver kafli gefur ólíkt sjónarhorn á líkamann: litla táin, tungan, augun, kirtlarnir, nýrun, botnlanginn og hjartað. Mismunandi líkamar eru sýndir og sögur sagðar af ólíkum líkamsupplifunum. Í Nýbyggingum leiðir Atli Antonsson lesandann um rangala þar sem enginn hefur áður stigið niður fæti. Bókin inniheldur 10 sögur sem eru innblásnar af lykt nýþornaðrar steinsteypu. Gamall Reykvíkingur týnist í heimaborg sinni þar sem hús nágrannanna hafa verið rifin til að rýma fyrir stórhýsum, ungur slæpingi eignast með einföldum hætti einbýlishús í lánabólunni og býður í partí, fræðimenn þinga í hinni stórglæsilegu ráðstefnuhöll sem líkist geimstöð og margt fleira. Í bókinni Ljón norðursins eftir Bjarka Bjarnason rekur Leó Árnason (1912-1995) lífshlaup sitt, frá því hann var smaladrengur á sauðskinnsskóm norður á Skaga þar til hann siglir á brott á Knerri sannleikans með óvæntan farþega um borð. Leó var á sínum tíma umsvifamikill athafnamaður og um hríð einn af auðugustu mönnum landsins en þar kom að skip hans steytti á skeri; hann sneri baki við borgaralegu líferni, gaf sig listagyðjunni á vald og kallaði sig Ljón norðursins.

Dark Vibra II

Mengi

15123392 1124092804370356 1572079236693858761 o

Dark Vibra II Útgáfuviðburður Viðburðurinn hefst klukkan 21 Miðaverð: 2000 krónur. Í tilefni nýrrar útgáfu á tónverkum Dark Vibra, hefur dúettinn fengið til liðs við sig fjóra listamenn til að gera myndbönd við öll hin sjö nýju verk. Listamennirnir og t.h. titlar tónverka eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir - Himmelfort Christian Elgaard – Ziel Emiliano Monaco – East of Java - Acies Nicolas Liebing – Gloriana – Pillowtalk at Midnight – Constantine Cola Baldur J. Baldursson hljóðhönnuður/tónskáld og Kristinn Már Pálmason myndlistarmaður skipa rafdúettinn Dark Vibra. Dúettinn hóf samstarf 1999 og hefur komið saman reglulega síðan og samið tónlist en verið lítið í sviðsljósinu. Þetta er því einstakt tækifæri til að hlýða á tónlist þeirra og horfa á þau myndbönd sem fylgja verkum Dark Vibra II. Tónlist Dark Vibra mætti e.t.v. lýsa sem dramatískri. Dark Vibra II verður fáanleg á Spotify í byrjun desember. ------------------------- Electronic duet Dark Vibra consists of Baldur J. Baldursson and Kristinn Már Pálmason. They celebrate their new album at a concert at Mengi on December 1st at 9pm. A premiere of new videos by four artists: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Christian Elgaard, Emiliano Monaco and Nicolas Liebing. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK

Í hverri manneskju býr nótt / Ragnheiður Harpa & Marteinn Sindri

Mengi

15094300 1122267904552846 40869363352341713 n

Ljóð, gjörningar og tónlist í flutningi Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur og Marteins Sindra Jónssonar. Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur Ragnheiður Harpa og Marteinn Sindri hafa í gegnum árin og ólík samstarfsverkefni átt í samtali um hyldýpi, nætur og tíma. Þau mætast í Mengi með sitthvort verkfærið til að bjóða áhorfendum með í ferðalag. Ragnheiður Harpa flytur ljóð og Marteinn Sindri spilar tónlist. Saman spinna þau stund þar sem ljóð, performans og músík verða kjölfestan ásamt mjúku töfrunum sem búa í nóttinni. -------------------------------- Poetry, visual performances and music with Ragnheiður Harpa Leifsdóttir & Marteinn Sindri Jónsson. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK Ragnheiður Harpa and Marteinn Sindri have worked together on numerous projects in the past, discussing the darkness, the night and the time. They perform seperate solo acts and invite the audience on a journey. Ragnheiður Harpa will read poetry and Marteinn Sindri plays music. Together they entwine poetry, music and visual performances with the soft beauty of the night.

Aðventa ofar mannlegum hvötum / Advent Beyond Human Impulses

Mengi

15252608 1138803352899301 7883579806099354194 o

Gjörningakvöld í Mengi fyrsta mánudag hvers mánaðar. Húsið verður opnað klukkan 19:30. Veislan hefst klukkan 20 Miðaverð: 2000 krónur AÐVENTA OFAR MANNLEGUM HVÖTUM Að venta; hápunktsins, sólarauka, huggun myrkurins… Á mánudagskvöldið munu tíu listamenn lesa upp úr verkum sínum og flytja gjörninga. Viðstöddum býðst að kaupa hlutdeild í útgáfum og verkum þeirra. Þáttakendur að þessu sinni eru; - Auður Ómarsdóttir - Ásdís Sif Gunnarsdóttir - Eirún Sigurðardóttir - Eva Ísleifsdóttir, Gylfi Freeland Sigurðsson & Geirþrúður Einarsdóttir - Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar - Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir - Ragnhildur Jóhannsdóttir - Sigtryggur Berg Sigmarsson - Snæbjörn Brynjarsson í samstarfi við Benjamin Hartman, Sólveigu Guðmundsdóttur og Sigurð Arent - Unnar Örn Jónasson Auðarson Nánar um kvöldin: Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum og í ljósi þessa verður ekki tilkynnt um hvenær einstakir listamenn varpa sínu fram. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá. Átök eiga sér stað á milli hæða. Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham. Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins. Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining. Uppskipun: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifs, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Ragnheiður S. Bj. ------------------------------------------------------- A night dedicated to visual performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month. House opens at 7:30 pm. Event starts at 8 pm. Entrance: 2000 ISK ADVENT BEYOND HUMAN IMPULSES Ad Vent/ To wait; Apogee, sunrise, darkness’ embrace… Monday night, ten artists will make readings and performances. Present guests are welcome to purchase a share in their publications and art works. Participating artists: - Auður Ómarsdóttir - Ásdís Sif Gunnarsdóttir - Eirún Sigurðardóttir - Eva Ísleifsdóttir, Gylfi Freeland Sigurðsson & Geirþrúður Einarsdóttir - Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar - Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir - Ragnhildur Jóhannsdóttir - Sigtryggur Berg Sigmarsson - Snæbjörn Brynjarsson in collaboration with Benjamin Hartman, Sólveig Guðmundsdóttir & Sigurður Arent - Unnar Örn Jónasson Auðarson Loading; Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifs, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir and Ragnheiður S. Bj.

Himinglæva / Kristín Lárusdóttir

Mengi

15253582 1138826912896945 6210274036282030726 n

Tónlistarkonan Kristín Lárusdóttir kemur fram í Mengi fimmtudagskvöldið 8. desember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Kristín gaf út sína fyrstu sólóplötu Hefring haustið 2013 með eigin tónsmíðum, útsetningum og sellóleik. Hún sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun. Núna í lok nóvember kom út hennar önnur plata er nefnist Himinglæva. Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari. Hún hefur að auki menntað sig í barokk tónlist, gömbuleik og djassi. Kristín hefur spilað með Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, er meðlimur Fimm í Tangó og Kammerhópnum Reykjavík Barokk. Í apríl 2012 frumflutti Kristín á Íslandi, ásamt Kammerkór Suðurlands, Svyati eftir John Tavener fyrir einleiksselló og blandaðan kór. Sellókennsla hefur verið eitt af aðal starfi Kristínar síðastliðin 20 ár ásamt því að spila. Kristín lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013. ------------------- Concert with Kristín Lárusdóttir who just recently released her album Himinglæva. Kristín plays the cello, sings and uses electronics in her music. Kristín's music is inspired by Icelandic music heritage and nature. She uses her cello, voice and electronics. Kristin's music is lyrical, but as well experimental and bit techno. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.

Mankan í Mengi

Mengi

15196086 1128504513929185 209078377497868305 o

Tónleikar með rafdúettnum MANKAN sem skipaður er Guðmundi Vigni Karlssyni og Tómasi Manoury. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur Guðmundur Vignir Karlsson er raftónlistarmaður, söngvari og myndlistarmaður. Hann er í hljómsveitinni amiinu, spilar með Parabólum ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Steingrími Guðmundssyni. Guðmundur Vignir kallar sig einnig Kippi Kaninus og kemur fram undir því nafni sem 6 manna hljómsveit. Hann hefur tekið þátt í ógrynni söngverkefna m.a. með kórunum Schola Cantorum, Carmina ofl...Hann er höfundur hljóðmyndar leikritsins Ævisaga einhvers sem Kriðpleir leikhópur sýnir við frábærar undirtektir í Tjarnarbíói um þessar mundir og samdi einnig tónlist við sýninguna Sending eftir Bjarna Jónsson sem sýnd var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Tómas Manoury er fransk/íslenskur tónlistarmaður. Hann spilar á allskyns blásturshljóðfæri svo sem saxafón, túbu, munnhörpu, og mörg fleiri en auk þess syngur hann og hefur sérhæft sig í yfirtóna og barkasöng. Ásamt því að vera hjóðfæraleikari og tónskáld spilar Tómas einnig raftónlist undir nafninu KverK. Hann þróar tilraunakennd rafeindahljóðfæri og notar óhefðbundin viðmót með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga. Hann er stofnmeðlimur í Fanfare du Belgistan, spilar með Samuel Jón Samuelson Big Band ásamt því að semja tónlist fyrir ýmis myndbönd og leikrit. Um þessar mundir vinnur Tómas að tónverki fyrir einleikspíanó og rafhljóð en verkið verður flutt af Eddu Erlendsdóttur í upphafi Myrkra músíkdaga í janúar 2017 og þá í Mengiþ --------------------------------------------- Concert with MANKAN at Mengi Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK MANKAN is a live electronics duo exploring the inner qualities of sounds and visuals using real time sampling and processing. They have developed a highly interactive setup providing a very open and intuitive playground. Both Tom and Vignir are experienced musicians and work simultaneously in very different styles of music, brass bands, instrumental indie music, classical choir singing, big band afro funk and of course electronic music. Vignir is also a visual artist, working with real time generative graphics through diverse installations and performances. In their collaboration as Mankan they set out to investigate and put to the test their spontaneous musical nerve shootings. With the use of a very reactive rig, their performance offers a lively dialog between two artists with different backgrounds but sharing a very similar approach to Music.

KverK & Ingi Garðar Erlendsson

Mengi

15326276 1141279319318371 6313907433638574590 o

Tónleikar með KverK (Tom Manoury) og Inga Garðari Erlendssyni. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. KverK er tilraunakennd raftónlist, lifandi flutningur sem byggist á hljóðvinnslu á tónum og hljóðum í rauntíma. Tom Manoury aka KverK, forritar rafeindahljóðfæri með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga. Á sviði notar hann óhefðbundin viðmót svo sem wiimote fjarstýringar, snertiskjá og “piezo”. Hann vinnur úr hljóðum frá litlum hjóðfærum svo sem bjöllum, gong og ýmsum blásturshljóðfærum Hann leitast við að losna undan sekvenseraðri framvindu sem oft einkennir tölvutónlist, þess í stað spinnur hann persónulega tónlist þar sem tölvan skynjar og fylgir hvatvísum bendingum hans. Í þetta skipti mun hann notast við boga og málmhluti sem hljóðgafa. ....................... Fransk-íslenski tónlistarmaðurinn Tom Manoury ólst upp í París og dvaldi í Brussel um margra ára skeið áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Hann spilar á alls kyns tréblásturshljóðfæri, er flinkur yfirtóna- og barkasöngvari og hefur auk þess starfað sem raftónlistarmaður í rúman áratug, hvort tveggja undir listamannanafninu KverK sem og í dúettnum ManKan en hann skipar Guðmundur Vignir Karlsson auk Tom. .................... Ingi Garðar Erlendsson (f. 1980) lærði tónsmíðar hjá tónskáldunum Yannis Kyriakides og Gilius van Bergeijk við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag, frá 2007-2009. Verk hans hafa verið flutt á ýmsum stöðum við ýmis tækifæri um allan heim. Ingi Garðar er aðili í samtökunum S.L.Á.T.U.R. (samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) og flytur tónlist með hljómsveitum eins og Hestbak, Borko, Fengjastrútur, Benni Hemm Hemm, Skeylja, Valdimar, Kippi Kanínus, Stórsveit Nix Noltes, Sin Fang og mörgum öðrum. ............................................................... Concert with KverK (Tom Manoury) & Ingi Garðar Erlendsson Starts at 9pm. House opens at 8.30pm. Tickets: 2000 ISK KverK is an experimental and immersive musical performance based on live electronics, real-time sampling and processing. Tom Manoury, develops interactive tools and intuitive interfaces allowing great performing freedom. Seeking to break the rigid and sequenced environment often inherent to computer-based music, he creates his music in a very organic way, producing an eclectic and personal sound. for this performance he will be using á bow on metal objects and instruments as a sound source. Tom Manoury is a French/Icelandic musician. He grew up in Paris and lived in Brussels for many years before moving to Reykjavik. Mostly self taught, he plays all kinds of wind instruments such as saxophones, euphonium, harmonica, and many others. He also sings and masters overtone and throat singing. Aside his carrier as an instrumentalist and composer he has been doing electronic music for over 10 years. .................... Ingi Garðar Erlendsson (b. 1980) studied composition with the composers Yannis Kyriakides and Gilius van Bergeijk at the Royal Conservatory in Den Haag, from 2007-2009. His works have been performed at various places on various occasions worldwide. Ingi Garðar is a member of the composers collective S.L.Á.T.U.R (Society of artistically obtrusive composers around Reykjavík) and performs with groups such as Hestbak, Borko, Fengjastrútur, Benni Hemm Hemm, Skeylja, Valdimar, Kippi Kanínus, Stórsveit Nix Noltes and many more.

Shock and Awe

Mengi

15327351 1142355472544089 519838290237624826 n

Spennandi kvöldstund með bandaríska sagnaþulinum og listamanninum Ethan Rafal. Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað kl. 20:30 Miðaverð: 2000 krónur. Shock and Awe byggir á áralangri rannsókn listamannsins Ethan Rafal á bandarískum samtíma en rannsóknin hefur getið af sér bókverk og sagnakvöld þar sem fléttast saman ljósmyndir, innsetningar, textar og hugleiðingar listamannsins um sögu Bandaríkjanna þá og nú. Að hætti bandarískra sagnaþula hefur Ethan Rafal ferðast um ríkin þver og endilöng, sankað að sér sögum, upplifunum og fundnum hlutum og tekið ljósmyndir. Ethan Rafal hefur komið fram á yfir hundrað stöðum í Norður-Ameríku og Evrópu þar sem hann segir sögur, sýnir ljósmyndir og ræðir við gesti um bandarískan samtíma. Ethan Rafal er búsettur í San Fransisco. Í verkum sínum fjallar hann um upplifun einstaklinga og samfélaga af ofbeldi. Ljósmyndamiðillinn er lykillin að tjáningu hans en hann styðst einnig við gjörninga, innsetningar, vídeóverk og fleira. Hann kennir, rekur listrými, starfar með Art For A Democratic Society í Kaliforníu og hefur komið fram víða um Bandaríkin og Evrópu. .................................................. An evening with Ethan Rafal. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK A twelve-year, autobiographical project examining the relationship between protracted war and homeland decay, Shock and Awe is a meticulously crafted image, text, and found object journal that blurs the line between author and subject, and personal and authoritative histories. Completed over countless years traveling the United States, the project pulls from the traditions of documentary photography and writing set on the American road. This journal was the source for the Shock and Awe — First Edition, a meticulously crafted reproduction completed over the course of several years. Soon after this release, the #shockandawebooktour emerged. This performance has since traveled to nearly 100 venues over two continents. Equal parts story-telling, show-and-tell, and group discussion, these community gatherings include cast-iron walnut pie, bourbon-and-milk, and become active spaces for reflection, discussion. After nearly two years in studio, the Shock and Awe — Special Edition: 2.0 has finally been released. Continuing with the hand-made methods behind the original, the Special Edition is the result of a dedicated team working with exceptional, unique materials spanning two centuries of American History.

Jordan Munson

Mengi

15440305 1148734011906235 7273302683189507960 o

Tónleikar með bandaríska hljóð- og vídeólistamanninum Jordan Munson. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. Jordan Munson er bandarískur hljóð- og vídeólistamaður. Í verkum sínum kannar hann minni manneskjunnar, hið smávægilega í tilverunni og samband okkar við tæknina. Í tónlist hans sem er iðulega marglaga og býr yfir miklum blæbrigðum, nýtir hann sér alls kyns tilraunakennd hljóðfæri og fundna hluti. Á meðal tónlistarmanna sem Munson hefur starfað með má nefna Nico Muhly, R. Luke DuBois, Bora Yoon og dúettinn Matmos. Ásamt Scott Deal og Michael Drews skipar Munson sveitina Big Robot. Margmiðlunarverk Munson hafa verið flutt í Háskólunum í Kentucky og Kaliforníuháskóla í San Diego svo eitthvað sé nefnt.. Vídeólist Munson hefur verið sýnd í Musicacoustica hátíðinni í Beijing, the New World Center og The Phillips Collection. Munson er fyrirlesari við Háskólann í Indiana (IUPUI). Hann útskrifaðist með Mastersgráðu frá Indiana-háskólanum í Indianapolis (M.S.M.T.) og BM-gráðu frá Háskólanum Kentucky. www.jordanmunson.com. ....................................................... Concert with Jordan Munson. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK Jordan Munson is a sound and video artist whose work explores memory, ephemera, and our relationship to technology. Often utilizing found media and experimental instruments, his compositions employ layered textures to build subtly changing landscapes. Munson has performed alongside artists such as Matmos, R. Luke DuBois, Bora Yoon, and Nico Muhly. With collaborators Scott Deal and Michael Drews, he is a member of the electroacoustic ensemble Big Robot. Institutions such as the University of Kentucky, the University of Alaska at Fairbanks, and the University of California at San Diego (UCSD) have premiered his multimedia works. Munson’s video art has shown worldwide, including at the Musicacoustica Festival in Beijing, the New World Center, and The Phillips Collection. Munson is a Lecturer in Music and Arts Technology at IUPUI, as well as an associate of the Donald Tavel Arts and Technology Research Center. He holds degrees from Indiana University in Indianapolis (M.S.M.T.) and the University of Kentucky (B.M.). Excerpts of his work can be found at www.jordanmunson.com.

Þriggja ára afmælið / Mengi Three Years Anniversary

Mengi

15541505 1154185494694420 4003150974899094896 n

Mengi, listrými við Óðinsgötu 2 var opnað 11. desember 2013 og hefur síðan staðið fyrir hundruðum viðburða úr öllum áttum þar sem saman hafa farið tónleikar, leikhús, dansýningar, gjörningar, kvikmyndasýningar, ljóðalestur, myndlistarsýningar, tedrykkja, námskeið, ljósmyndasýningar og meira og fleira. Í tilefni af þriggja ára afmælinu er þér boðið í fögnuð föstudaginn 16. desember milli 17 og 19 í Mengi. Krystal Carma þeytir skífum, Pascal Pinon, Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja tónlistaratriði og léttar og þungar veitingar verða á boðstólum. Klukkan 21 hefjast svo tónleikar Pascal Pinon hér í Mengi þar sem þær flytja meðal annars efni af nýjustu plötu sinni Sundur sem hefur fengið frábæra dóma, gefin út af Morr Music en miðaverð á þá tónleika eru 2000 krónur. https://www.facebook.com/events/575127282696256/ Kætumst, fögnum og lyftum glasi fyrir afmælisbarninu Mengi. Öll velkomin í hátíðarskapi. ........................................................... Mengi is three years old, opened in December 2013 and will celebrate its' birthday on Friday, December 16th from 5pm - 7pm. Music by DJ Krystal Carma, Pascal Pinon, Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson. Light refreshments. Join us for the celebration. At 9pm Pascal Pinon will give a concert at Mengi where Jófríður and Ásthildur perform music from their latest album Sundur. Tickets: 2000 ISK https://www.facebook.com/events/575127282696256/

Pascal Pinon / Sundur

Mengi

15167680 1128515507261419 454953697855230805 o

Pascal Pinon kemur fram í Mengi föstudagskvöldið 16. desember og flytur nýtt og eldra efni en nýjasta plata dúettsins er Sundur sem fengið hefur frábæra dóma. Dúettinn Pascal Pinon er skipaður systrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum. Sundur er þriðja plata dúettsins og hefur að geyma tónlist sem samin var yfir 18 mánaða tímabil en tekin upp á einungis tveimur dögum af Pascal Pinon sjálfum þar sem þær nutu fulltingis föður síns, Áka Ásgeirssonar. Á meðan platan var í bígerð bjuggu tvíburasysturnar Jófríður og Ásthildur í sitthvoru landi en af því er titillinn Sundur meðal annars dreginn - ólíkt annarri plötu Pascal Pinon sem hét Twosomeness. Yfirbragð Sundur er hrárra en á eldri plötum Pascal Pinon, hráleiki sem skiptir máli í heildarútkomu plötunnar sem er djúp og einlæg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur .............................................................................. A concert with the Icelandic duet Pascal Pinon with members Jófríður Ákadóttir and Ásthildur Ákadóttir. They play new material mixed with older songs. Their new record, Sundur, released by Morr Music has received excellent reviews. The event starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK Pascal Pinon's third album is the Icelandic duo's rawest and yet most diverse musical statement within the frame of their Folk-influenced, minimalistic sound. Produced only by themselves, "Sundur" comprises material written over the course of 1 ½ years. While most parts of the album are sparsely orchestrated and follow the experimental lo-fi-leaning aesthetics of the duo's previous two records, the overall tone has become rawer with its metronome-like rhythms, occasional synth lines and driving piano melodies. "Sundur" lends its title from the Icelandic proverb "sundur og saman" (meaning "apart and together") and could be considered the companion of 2013's "Twosomeness". Thematically, it reflects upon the voluntary separation of the two sisters. "We had never been apart our entire lives until we finished touring with our last album", remembers Jófríður Ákadóttir. While Ásthildur went to Amsterdam to study classical piano and composition and back to Iceland, her sister Jófríður went to tour the world with her other band, Samaris, and still leads a nomadic lifestyle. Being apart is not only the main thematic thread running through "Sundur", it also turned Pascal Pinon's writing process upside down. Although Ásthildur and Jófríður frequently visited each other in the Netherlands and respectively Iceland from early 2014 until late 2015 to finish the writing process, the geographical separation also influenced their compositions and thus the album as a whole. "The fact that we spent so much time apart creates completely different connections between the songs than on 'Twosomeness', which for me makes it more diverse in the best way possible", says Ásthildur in regards to the LP's predecessor. Indeed "Sundur" sees two different people arriving at their shared creative goal. Due to a conflict of schedules, Ásthildur and Jófríður ended up recording the bulk of "Sundur" in only two days. Their father, composer Áki Ásgeirsson, helped out with the engineering and contributed percussions played with scrap metal he brought with him, including discarded parts of airplanes. While few of those details will be audible on the surface, the unpolished sound design and added bits are crucial to "Sundur", the result of an intense musical collaboration between the three family members. "It makes the album feel more real and raw which is what it essentially is all about," explains Jófríður. "It's very sparse and a lot closer in the approach and in regards to the sound of our very first album. It's kind of funny that seven years later, we would go back to the same place where we were at age 14!" Here they are however, with a record which is as intimate as it is mature.

Fyrir allra augum / Öðruvísi höfundakvöld

Mengi

15271798 1145426275570342 8096451997105636048 o

Öðruvísi höfundakvöld með jólaglögg, smákökum, góðum sögum og lifandi tónlist. Hefst klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30 Miðaverð: 700 krónur Miði og skáldsagan Fyrir allra augum á sérstöku tilboðsverði: 4000 krónur Sverrir Norland gaf nýlega út skáldsöguna Fyrir allra augum hjá Forlaginu og hefur hlotið mikið lof fyrir að takast á við brýn umfjöllunarefni á ferskan og skemmtilegan hátt. Í bókinni lýsir Sverrir á raunsæjan og kostulegan hátt árekstrum ólíkra kynslóða á Íslandi og einkum veruleika aldamótakynslóðarinnar svokölluðu. Í tilefni útgáfunnar hyggst hann nú, á höfundakvöldi í Mengi, laugardaginn 17. desember klukkan 20, segja ýmsar skondnar sögur úr lífi sínu og vina sinna, flytja frumsamin lög á borð við ,,Misheppnaðar tilraunir mínar til að flytjast út frá foreldrum mínum'' og rabba á léttu nótunum um helsta þema nýju bókarinnar, heiminn þar sem við lifum öll í síauknum mæli fyrir allra augum. Hér er um að ræða einstakt höfundakvöld sem er frumleg blanda af uppistandi, sagnalist og tónleikum. "Ég mun fremja þessa sýningu í Mengi, 17. desember næstkomandi klukkan átta – samblöndu af uppistandi, sögustund og tónleikum. Sannleikurinn er að sem kampakátur rithöfundur er ég einnig frústreraður leikari, frústreraður uppistandari, frústreraður tónlistarmaður, frústreraður myndlistarmaður og frústreruð félagsvera – sem sagt frústreraður. Svo að mig langar að hræra þessu öllu meira og oftar saman, enda alltaf um sömu hvötina að ræða – löngunina til að segja sögur og tjá sig með því vopnabúri sem stendur manni til boða hverju sinni – og uppsprettan að baki allri listsköpun er auðvitað frústrasjón, sú dásamlega og mennska tilfinning, svo skemmtileg og skapandi. Þannig að sem sagt – ég lofa því að þetta verður fjörug og hress sýning og þið verðið helst öll að mæta. Vín. Smákökur. „Fyrir allra augum“ til sölu á einstöku tilboðsverði (inngangseyrir rennur upp í bókina, ef fólk vill). Svo er Mengi auðvitað einn besti og notalegasti staðurinn niðri í bæ um þessar mundir, svo að byrinn er beint í seglin." SN ...................... An evening of music and poetry with Sverrir Norland who earlier this Fall released his novel Fyrir allra augum. Stories, music and refreshments. Starts at 8pm. House opens at 7:30pm. Ticket: 700 ISK Ticket and a new novel by Sverrir Norland: 4000 ISK

Apartment D / Sophia Shen, Ingibjörg Friðriks & Yang Yang

Mengi

15392909 1154155618030741 7489837436514349695 o

Spennandi tónleikadansgjörningur með dúóinu Apartment D sem skipað er hljóðlistakonunum Ingibjörgu Friðriksdóttur og hinni kínversku Sophiu Shen. Með þeim kemur fram dansarinn Yang Yang, einnig frá Kína og Frank Aarnink, slagverksleikari. Dúóið Apartment D leikur elektróníska tilraunatónlist og leggur upp úr samvinnu við ólíka listamenn en báðar eru þær Ingibjörg og Sophia búsettar í San Fransisco. Sophia leikur á Pipa, ævafornt hljóðfæri frá heimalandi sínu, Kína og Ingibjörg syngur en báðar vinna þær hljóðið elektrónískt í rauntíma. Þær leggja áherslu á að rannsaka nýja möguleika hljóðfæra sinna í gegnum snarstefjun, tónsmíðar og notkun raftónlistar. Apartment D hefur komið fram víða í Bandaríkjunum, meðal annars á Listahátíðinni í Berkeley (Berkeley Arts Festival) og í Stanford- háskóla. Viðburðurinn hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. ................................ Musical dance-performance with Apartment D (Ingibjörg Friðriksdóttir (IS) and Sophia Shen (CN), both based in San Fransisco. At Mengi they will be joined by Chinese dancer Yang Yang and Frank Aarnink, percussionist. Sophia plays the Pipa, an ancient instrument from her native China and Ingibjörg sings. They both manipulate the sounds electronically in real time, using improvisation, electronics and written compositions. Apartment D has performed widely in the US, e.g. at Berkeley Arts Festival and at Stanford University. Tickets: 2000 ISK

Ráðstefna allskonar fullt / Conference all things many

Mengi

15493451 10208450566285917 412580294618627432 o

Ráðstefna allskonar fullt (+ litla veisla) Verið velkomin á ráðstefnu allskonar fullt. Þar verður fjallað um allt ekkert sérstakt og fullt af öðru sérstöku um allskonar. Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur „Confusion is our only hope in the act of understanding the chaos“ - Zolta Myndlist og raul og lestur og kynning og þögn og tónlist og bið og allt hitt. Meðal þeirra sem verða með erindi/uppákomu í einhvers konar formi eru hér í glundroðastafrófi: Sigurður Ámundason Margrét Agnes Iversen Sindri Leifsson Styrmir Örn Guðmundsson Kjartan Darri Kristjánsson Kristján Eldjárn Haraldur Jónsson Hildur Berglind Arndal Óskar Kristinn Vignisson Áki Ásgeirsson Thelma Marín Jónsdóttir Sigurður Atli Sigurðsson Kristján Guðjónsson Ásrún Magnússdóttir Gyða Valtýsdóttir Ásta Fanney Sigurðardóttir Anni Ólafsdóttir Atli Sigþórsson Þórður Hermannsson Nikulás Stefán Nikulásson Ásamt nokkrum leynigestum. Ráðstefnan er haldin af Zolta. Félög og stofnanir sem taka þátt eru AvsMvsP, MaWa, Platplötur, Ljóðlistafélag Íslands og Örforlag Einyrkjans. ____________________________________________ Conference all things many (+ the smallest feast) Be the most welcome to a conference of all things many. On schedule is everything about nothing special and all kinds of other special things about all things many. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK “Confusion is our only hope in the act of understanding the chaos“ - Zolta Art and readings and music and sound and humming and silence and introduction and waiting and the rest. Here are some of the people giving lectures in some form: Sigurður Ámundason Margrét Agnes Iversen Sindri Leifsson Styrmir Örn Guðmundsson Kjartan Darri Kristjánsson Kristján Eldjárn Hildur Berglind Arndal Óskar Kristinn Vignisson Áki Ásgeirsson Thelma Marín Jónsdóttir Sigurður Atli Sigurðsson Kristján Guðjónsson Ásrún Magnússdóttir Gyða Valtýsdóttir Ásta Fanney Sigurðardóttir Anni Ólafsdóttir Atli Sigþórsson Þórður Hermannsson Nikulás Stefán Nikulásson The conference is held by Zolta. Associations and organisations that also take part are AvsMvsP, MaWa, Platplötur, Poetry Society of Iceland and Microtypo Varietal.

Of Light / Source Material

Mengi

15137506 1128499663929670 5678347479208927197 o

Sýning á verki Victoria Sendra, OF LIGHT / SOURCE MATERIAL. Verkið byggir á kvikmyndaupptökum af frumflutningi óperu KÁRYNN og Samantha Shay sem var frumflutt í Tjarnarbíói fyrr í sumar. Sýning hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur OF LIGHT er ópera, gjörningur, hylling til himnesks takts, innblásið af öfgum ljóss og myrkurs í íslenskri náttúru. Verkið er flutt í niðamyrkri, hljóðheimur verksins byggir á nýrri samtímatónlist í bland við aldagömul bænaáköll. OF LIGHT hefur fengið frábærar viðtökur frá listamönnum á borð við Marinu Abramović og Björk Guðmundsdóttur sem kallaði leikstjórann Samantha Shay og tónskáldið KÁRYNN tímamótalistamenn í grein í The Guardian. Í Mengi verður sýnd upptaka af frumflutningi óperunnar frá því fyrr í sumar. Kvikmyndagerðarkonan Victoria Sendra hefur gert heilstætt listaverk úr upptökum af sýningunni. ...................................................................... Event starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK OF LIGHT is an opera, a durational performance, an incantation of celestial rhythm. Inspired by the extremities of light and darkness in Icelandic nature, OF LIGHT explores light and dark as a gateway of personal initiation. Performed almost completely in darkness, OF LIGHT envelops the audience in music from modern original pieces to pre-Christian incantations, exploring how human beings, through their ability to resonate and create sound, are light bearers. Having only been performed for one evening, OF LIGHT has received global acclaim and attention, as well as praise from artists such as Marina Abramović, who mentored the project, and Björk, who named the leaders of the project, Samantha Shay (Director), and KÁRYYN (Composer) as groundbreaking artists in The Guardian. This film screening is a documentation of the first performance of OF LIGHT. Filmmaker Victoria Sendra has turned the footage of this one time performance into a delicate and intimate piece that stands on its own: an abstract dance of light, shadow, and resonance, interpreting the collective performance of the artists in a beautiful and conceptual documentation of the first offering of OF LIGHT. : LINKS : Vimeo trailer: https://vimeo.com/180669928 Facebook clip: https://www.facebook.com/pg/sourcematerialus/videos/?ref=page_internal

Beðið/Brimslóð - Bára Gísladóttir & Bjarni Frímann Bjarnason

Mengi

15370139 10157790537415655 8552947207021433544 o

BEÐIÐ/BRIMSLÓÐ er tvöfaldur útgáfufögnuður Báru Gísladóttur í Mengi. BEÐIÐ er verk fyrir Yamaha CP-70M rafpíanó sem gefið var út á bók í byrjun desember. BRIMSLÓÐ er verk fyrir kontrabassa og rafhljóð sem gefið var út á rafrænu formi síðastliðið sumar. Dagskrá tónleikanna er eftirfarandi: BRIMSLÓÐ: variations II fyrir kontrabassa og rafhljóð NEIND fyrir fiðlu, kontrabassa og Yamaha CP-70M rafpíanó (Íslandsfrumflutningur) BEÐIÐ fyrir Yamaha CP-70M rafpíanó Flytjendur eru Bára Gísladóttir og Bjarni Frímann Bjarnason. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð: 2000 krónur ............................................. BEÐIÐ/BRIMSLÓÐ is Bára Gísladóttir’s double release concert in Mengi. BEÐIÐ is a piece for a Yamaha CP-70M electric grand piano that was released as a book earlier in December. BRIMSLÓÐ is a piece for double bass and electronics that was released digitally last summer. Concert-program: BRIMSLÓÐ: variations II for double bass and electronics NEIND for violin, double bass and Yamaha CP-70M electric grand piano BEÐIÐ for a Yamaha CP-70M electric grand piano Performers: Bára Gísladóttir and Bjarni Frímann Bjarnason Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK

Þorláksmessa í Mengi

Mengi

15585320 1162512030528433 724840359204918143 o

Ljósadýrð loftin gyllir! Við bjóðum ykkur öll velkomin í verslun Mengis á Þorláksmessu. Hér leynist margt gott í jólapakkann; tónlist, bækur og ýmislegt fleira. Um að gera að klára innkaupin hér í húsi menningar og lista. Við verðum með nokkra góða jólagesti þegar líður á kvöldið og glögg og gómsætt í boði. Eftirfarandi koma fram: Klukkan 19:30 - Berglind María Tómasdóttir flautuséní. Klukkan 20:00 - Ásta Fanney Sigurðardóttir fjöllistakona og skáld. Klukkan 20:30 - Melkorka Ólafsdóttir þverflautuleikkona. Klukkan 21:30 - Gyða Valtýsdóttir sellóleikkona. ....& enn gæti bæst í hópinn. Lítið við í Mengi á Þorlák - við tökum vel á móti ykkur. Gleðilega hátíð! Kveðja, Mengis-gengið. Walking in the winter wonderland! We welcome you all to the Mengi store on Þorláksmessa, the 23rd. We offer a variety of christmas gifts; music, books etc... Stopping at Mengi is the perfect way to finish your Christmas shopping. We will have the following musical guests greeting us: 19:30 - Berglind María Tómasdóttir 20:00 - Ásta Fanney Sigurðardóttir 20:30 - Melkorka Ólafsdóttir 21:30 - Gyða Valtýsdóttir Happy holidays, Mengi

Ingibjörg & Indriði

Mengi

15577974 1154126274700342 8037866442722367110 o

Tónlistarmennirnir Ingibjörg Elsa Turchi og Indriði Arnar Ingólfsson bjóða til tónleika í Mengi þann þriðja í jólum, 27. desember klukkan 21. Bæði hafa þau dvalið í Berlín undanfarna mánuði og upp úr því farið að bralla saman eitt og annað músíkalskt sem verður á vegi gesta Mengis umrætt kvöld. Ingibjörg Turchi er bassaleikari sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Boogie Trouble, Babies-flokkinn og Ylju auk þess að hafa starfað með fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum eins og Soffíu Björgu, Teiti Magnússyni og Sigurlaugu Gísladóttur. Indriði sendi nýverið frá sér hljómplötuna Makríl sem hefur fengið afar góðar viðtökur og er á Kraumslistanum yfir 25 bestu plötur ársins 2016. Miðaverð: 2000 krónur. ...................................................................... Ingibjörg Elsa Turchi and Indriði Arnar Ingólfsson will join forces at a Christmas concert at Mengi on Tuesday, December 27th at 9pm. They've both stayed in Berlin for the last months and collaborated on musical things that will be presented at Mengi. Ingibjörg is a bass-player who has played in bands such as Boogie Trouble, Babies and Ylja as well as with a large group of Icelandic musicians such as Teitur Magnússon, Soffía Björg and Mr. Silla. Indriði just released his album Makríl, nominated for Kraumur music award as one of the best albums of the year 2016,. Tickets: 2000 ISK

Kristín Anna

Mengi

15541939 1154140001365636 9196187780630977166 n

Hin einstaka tónlistarkona Kristín Anna Valtýsdóttir kemur fram á jólatónleikum í Mengi og spilar og syngur eigin tónlist. Við vekjum athygli á því að tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Með henni koma fram Gyða Valtýsdóttir og óvæntir gestir. Kynnir: Árni Vilhjálms Fyrir rúmu ári sendi Kristín Anna frá sér plötuna Howl og væntanleg er platan I Must Be The Devil með tónlist hennar fyrir söngrödd og píanó en báðar eru plöturnar gefnar út hjá útgáfufyrirtækinu Bel Air Glamour Records. Kristín Anna hóf tónlistarferilinn með hljómsveitinni múm; hún hefur komið fram með hljómsveitunum Animal Collective, The National, með Stórsveit Nix Noltes og Seríuhljómsveit Skúla Sverrissonar svo fátt eitt sé nefnt. Hún er náinn samstarfsmaður Ragnars Kjartanssonar og hefur tekið þátt í sköpun margra hans, m.a. The Visitors og birtist í ýmsum myndum og hljóðum í verkum hans. Einnig tók hún þátt í að semja tónlistina og flytja sviðsverkið Forever Love ásamt Gyðu tvíburasystur sinni og Dessner tvíburabræðrunum í rokksveitinni The National. Þau fluttu nokkur lög úr verkinu í Barbican Theater í sumar, en þar kom Kristín Anna einnig fram ein með píanólög sín. Tónleikar hefjast klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. .................................................... The wonderful musician Kristín Anna performs her own music at a Christmas concert at Mengi. Kristín released her album Howl with Bel Air Glamour Records in 2015, forthcoming is her album I Must Be The Devil, also released by Bel Air Glamour Records. Kristín started her musical carreer in Múm and has collaborated with bands such as Animal Collective, The National, Sería (with Skúli Sverrisson) and more. She is a close collaborator of visual artist Ragnar Kjartansson, she performed s in his video installation The Visitors, to name one collaboration. Last summer, she wrote music for and performed in his stage piece Forever Love together with her twin sister Gyða and the Dessner twin brothers of the rock group The National, to name another. Together, they performed songs from the stage piece at the Barbican Theater in London this summer, where Kristín Anna also performed some of her piano songs. Concert starts at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK.

In_terror: A sound performance by VALD

Mengi

15289185 1148790338567269 3733666656669669067 o

in_terror er leikrænt hljóðverk eftir tvíeykið Vald byggt á yfirheyrsluaðferðum ýmissa lögreglu- og hernaðaryfirvalda og leyniþjónusta. Verkið, sem liggur á mörkum tilraunakenndar sviðslistar, hljóðlistar og útvarpsleikhúss, er gjörningur án flytjenda sem kannar áhrif hljóðs og ljóss á mannslíkamann. Áhorfendum er boðið að upplifa verkið sem einstaklingar með því að stíga í spor ónafngreindrar persónu sem er að gangast undir yfirheyrslu. Verkið er könnun á valdi og hljóðrænni misbeitingu yfirvalda sem setur áhorfandann í miðpunkt listaverksins. VALD er samstarfsverkefni raftónlistarmannsins Ástvalds Axels Þórissonar og sviðshöfundarins/skáldsins Þorvalds Sigurbjörns Helgasonar sem búsettir eru í Berlín og Reykjavík. VALD gáfu út sína fyrstu EP plötu árið 2015 og in_terror er þeirra fyrsta sviðsverk. Verkið er unnið í samstarfi við Berlínarútgáfuna oqko. valdmusic.jimdo.com www.oqko.org www.astvaldur.org www.thorvaldur.org Miðaverð er 1500 kr. og miðapantanir fara fram á valdiceland@gmail.com, vinsamlegast takið fram tímasetningu við pöntun. Verkið er flutt á ensku. Sýningartímar (athugið að einungis einn kemst að í einu): 15:30 16:45 17:45 18:00 18:15 18:30 18:45 19:00 19:15 19:45 20:15 21:45 .................................... in_terror is a performative soundpiece by the Icelandic duo VALD based on interrogation methods used by various police, military and intelligence organizations. Crossing the borders between experimental theatre, sound art and radio drama; the piece is a performance without performers that explores the effects of sound and light on the human body. The audience is invited to experience the piece as individuals by stepping into the shoes of an unnamed protagonist undergoing an interrogation. The piece is an immersive exploration on power and the sonic abuse of authorities which places the spectator at the center of the artwork. VALD is an artistic collaborative based in Reykjavík and Berlin consisting of electronic musician Astvaldur Axel and performance maker Thorvaldur Helgason. VALD released their debut EP in 2015 and in_terror is their performance debut. The piece is produced by Berlin based interdisciplinary collective oqko. valdmusic.jimdo.com www.oqko.org www.astvaldur.org www.thorvaldur.org The ticket price is 1500 ISK, to order a ticket please send an email to valdiceland@gmail.com stating your preferred timeslot. The piece is performed in English. Performances (one guest per performance): 3:30pm 4:00pm 4:15pm 4:45pm 5:45pm 6:30pm 6:45pm 7:00pm 7:15pm 7:45pm 8:15pm 9:45pm

Lokatónleikar Mengis 2016

Mengi

15726674 1165759233537046 4801862907067520790 n

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson slá lokatón ársins í Mengi. Með þökkum fyrir árið 2016 bjóða þau Ólöf og Skúli listamönnum og gestum til tónleika, föstudaginn 30. desember klukkan 21. Efnisskráin inniheldur lög úr lagasafni þeirra beggja. Mengi varð nýlega þriggja ára en Ólöf og Skúli hafa notið þeirrar ánægju að vera hluti af starfi staðarins frá upphafi. Ólöf og Skúli hafa starfað saman frá árinu 2005 og hefur samstarf þeirra getið af sér fjölda verka; Seríu I, Seríu II, Við og Við, Innundir Skinni, Sudden Elevation, Matador, Ólöf sings, Palme og Kaldan Sólargeisla við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur fyrir rödd Ólafar og Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2014. Þau hafa einnig komið fram saman á tónleikum um gervalla Evrópu og Bandaríkin. Miðaverð: 2000 krónur. .................................................................................. Ólöf Arnalds and Skúli Sverrisson present the final performance at Mengi 2016. With gratitude to everyone who attended and performed at Mengi this year, Ólöf and Skúli will host an evening of music from their combined repertoire, friday the 30th of december. Having been a part of the Mengi team for the last three years they happily welcome everyone to continue to enjoy and support the program Mengi has to offer. Ólöf Arnalds and Skúli Sverrisson have been collaborating since 2005. Works that they have brought to light include, Sería I, Sería II, Við og Við, Innundir Skinni, Sudden Elevation, Matador, Ólöf sings, Palme og Kaldur Sólargeisla as well as performances around the world. Tickets: 2000 ISK

Shivering

Mengi

15844658 1171220622990907 7640514092503997687 o

Listakonurnar Olga Szymula og Ylfa Þöll Ólafsdóttir bjóða upp á tónleika- og vídeógjörninginn Shivering í Mengi fimmtudagskvöldið 5. janúar 2017. Hefst klukkan 21 Miðaverð: 2000 krónur Þær Olga og Ylfa Þöll vinna jöfnum höndum með hljóð, vídeó og gjörninga. Hér sameina þær krafta sína í spennandi gjörningi þar sem hljóð, vídeó og hreyfingar renna saman. Skjálfandi við hljóð við hreyfimynd skjálfandi við gegnsæjan efniviðinn Ef þú telur þig vera óhræddan við myrkrið ef þér finnst eins og ekkert geti snert þig ef þú segir að þú eigir erfitt með andardrátt ef þér finnst þú hafa séð allt þá búðu þig undir að skjálfa ............................................................. Sound, visual and performance artists Olga Szymula & Ylfa Þöll Ólafsdóttir decide to join creative forces and explore mutual fascinations around moving image, cinema, electronic and acoustic sound, time, dynamics in art and beyond. shivering to the sound living image shivering of transparent substance If you think you’re not afraid of the dark If you feel nothing can touch you If you say you don’t breath easily.. If you believe you’ve seen everything.. Then prepare yourself for shivering Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK