Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Að skapa vinningslið – hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?

Harpa

12970762 782225451878768 1616074057867198507 o

Að skapa vinningslið – hvað getur atvinnulífið lært af boltanum? Á ráðstefnunni verður farið yfir það hvernig við getum nýtt afreksþjálfun, teymishugsun og stjórnun sem einkennir sigursæl íþróttalið inn í íslensk fyrirtæki. Fram koma heimsþekktar stjörnur og leiðtogar úr knattspyrnuheiminum í bland við leiðtoga úr íslenska viðskiptalífinu sem hafa mismunandi bakgrunn og þekkingu. Meðal þátttakenda eru; Dagur Sigurdsson landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik Ramón Calderón fyrrum forseti Real Madrid C.F. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu Grímur Sæmundsen forstjóri Blue Lagoon Iceland Kevin Keegan fyrrum leikmaður Liverpool FC og þjálfari England Football Team Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við Háskóli Íslands David Moyes fyrrum þjálfari Manchester United og Everton Football Club Andri Thor Gudmundsson forstjóri Ölgerðin Egill Skallagrímsson Chris Coleman landsliðsþjálfari Football Association Of Wales Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Halla Tomasdottir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi Ari Kristinn Jonsson Rektor Reykjavik University Hafrún Kristjánsdóttir Sálfræðingur Una Steinsdóttir Framkvæmdastjóri Íslandsbanki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá SA Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og staðfesta gesti er er að finna inn á www.BusinessAndFootball.com Gott gengi Íslands í hópaíþróttum hefur vakið mikla athygli víðs vegar út um heim. Erlendir fjölmiðlar og aðrir aðilar eru mjög áhugasamir um þennan frábæra árangur og velta fyrir sér hvernig svona fámenn þjóð hafi getu og mannskap til þess að keppa meðal þeirra bestu á flestum vígstöðum. Mikið er talað um þessi árangur sé að þakka þeirri sterkri liðsheild, dugnaði og baráttuvilja sem einkennir íslensk íþróttalandslið. "Who should attend The conference is designed for business managers, business owners, and other business professionals who want to strengthen their skills in leadership, coaching, team building, leading a business, and leading in difficult situations, or who find sports a compelling source for leadership lessons. The world of business has much to learn from the world of sport when it comes to unlocking our people potential and achieving high performance in the workplace".

Rhapsody in Blue

Harpa

12998402 1170676596289736 5808728789709449161 o

JoAnn Falletta og Orion Weiss eru í hópi virtustu tónlistarmanna vestanhafs. Falletta er aðalstjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Buffalo og Sinfóníuhljómsveitar Virginíu ásamt því að vera aðalgestastjórnandi Brevard-tónlistarmiðstöðvarinnar. Orion Weiss, píanóleikari, hefur komið fram með öllum helstu hljómsveitum Bandaríkjanna og er annálaður fyrir fágaðan og listrænan flutning sem hefur aflað honum alþjóðlegrar viðurkenningar. Samlandarnir koma með glæsileg og spennandi verk í farteskinu eftir vinsælustu tónjöfra Ameríku. Forleikurinn að óperettunni Candide hlaut mjög góðar viðtökur strax við frumflutning 1956 og hefur verið vinsælt upphaf tónleika allar götur síðan. Með Candide komst Bernstein eflaust næst því að semja hina einu sönnu amerísku óperu. Söng- og dansleikurinn On the Town varð allra eftirlæti strax við frumflutning á Broadway 1944. Hornsteina verksins er að finna í dönsum þess en þrjá þeirra tók tónskáldið saman í grípandi konsertsvítu. Rhapsody in Blue er eitt af merkustu bandarísku tónverkum 20. aldarinnar. Gershwin samdi rapsódíuna á liðlega mánuði en píanóröddina spann hann af fingrum fram þegar konsertinn var fluttur í fyrsta sinn. Verkið hafði mikil áhrif í tónlistarheiminum og opnaði gáttir fyrir jassáhrif í verkum „hefðbundnari“ tónskálda. Adagio fyrir strengi þykir eitt fegursta verk amerískra tónbókmennta. Upphaflega var verkið hægur þáttur í strengjakvartett sem Barber útsetti síðar fyrir stóra strengjasveit. Adagio fyrir strengi var frumflutt í beinni útvarpsútsendingu 1938 undir stjórn Arturos Toscanini. Aaron Copland samdi balletverkið Appalachian Spring árið 1944 fyrir kammerhljómsveit en ári síðar setti hann saman átta þátta svítu úr verkinu fyrir fullburða sinfóníuhljómsveit. Svítan naut mikillar hylli og var Copland fyrsta ameríska tónskáldið til að njóta heimsviðurkenningar og vinsælda í kjölfarið en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir tónlistina árið 1945. EFNISSKRÁ Leonard Bernstein: Candide, forleikur Þrír dansþættir úr On the Town George Gershwin: Rhapsody in Blue Samuel Barber: Adagio fyrir strengi Aaron Copland: Appalachian Spring, svíta STJÓRNANDI: JoAnn Falletta EINLEIKARIþ: Orion Weiss

Bryan Ferry í Hörpu

Harpa

12339283 10153110916056268 8417654527222844362 o

Goðsögnin Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, kemur hingað til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu, 16. maí (annar í hvítasunnu) á næsta ári. Hér eru á ferð sannkallaðir stórtónleikar, þar sem á þriðja tug tónlistar- og tæknimanna eru með í för til að sjá um að bæði tónlist og sjónræni hluti tónleikadagskrárinnar skili sér með þeim brag sem hæfir hljómleikum Bryan Ferry. Tónleikarnir eru hluti af Evróputúr kappans en á tónleikaferðinni leikur hann mörg af sínum þekktustu lögum, bæði frá sínum eigin sóloferli og frá ferli Roxy Music. Þá mun hann einnig leika lög af sinni nýjustu plötu, Avonmore, sem gagnrýnendur í Bretlandi hafa sagt vera „hans besta plata í 30 ár“. Ekki er langt síðan Ferry spilaði hér á klakanum en hann hélt tvenna uppselda tónleika í Eldborgarsal Hörpu árið 2012, en tónleikarnir voru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hlutu mikið lof áhorfenda og fengu þeir m.a. fimm stjörnu dóm í Fréttablaðinu. Ferry og hans teymi voru einnig himinlifandi með bæði tónleikana og veru sína hérlendis og hafa ítrekað leitað leiða til að heimsækja aftur Ísland. Það tækifæri gefst nú loks.

Emilíana Torrini og Sinfó

Harpa

12651305 1119478821409514 6419624674773827327 n

- ATH: Tónleikarnir eru endurteknir föstudaginn 20. maí kl. 20. - Óþarft er að kynna Emilíönu Torrini fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Hún hefur fyrir löngu vakið athygli heimsins fyrir söng sinn og lagsmíðar, hefur hlotið ótal verðlaun og starfað með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue, Moby og Sting. Á þessum tónleikunum syngur Emilíana mörg sinna bestu laga, við órafmagnaðan leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Þannig öðlast lögin sjálf nýja og spennandi vídd auk þess sem hin fjölmörgu litbrigði hljómsveitarinnar njóta sín til fullnustu. Alls koma sex útsetjarar að tónleikunum, hver með sinn eigin stíl og nálgun, og hafa þau öll valið sér til viðfangs þau lög Emilíönu sem þeim þykja sérlega spennandi. Útsetjarar eru franski tónlistarmaðurinn Albin de la Simone, svissneski klarínettleikarinn og tónskáldið Claudio Puntin, ensku tónskáldin og útsetjararnir Max de Wardener og Mara Carlyle, og íslenska tónskáldið og fiðluleikarinn Viktor Orri Árnason. Meðal þess sem hljómar á tónleikunum eru vinsæl lög á borð við Jungle Drum, Nothing Brings Me Down, Hold Heart og Life Saver, en einnig Tvær stjörnur eftir Megas og Gollum's Song sem Emilíana gerði ódauðlegt í kvikmyndinni Hringadróttins sögu. Hljómsveitarstjórinn Hugh Brunt er aðalstjórnandi London Contemporary Orchestra og hefur starfað mikið að flutningi samtímatónlistar í Bretlandi, m.a. við Aldeburgh-hátíðina. Hann stjórnaði tónlistinni í kvikmyndinni Makbeð með Michael Fassbender í titilhlutverki, en hún var sýnd í Bíó Paradís nú nýverið. STJÓRNANDI: Hugh Brunt

Söngvar lífsins - Stevie Wonder

Harpa

12594032 568977213254742 873951759353928859 o

Tónleikar til heiðurs Stevie Wonder í Eldborg laugardaginn 21. maí. Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkranz og Eyþór Ingi ásamt frábærri 10 manna hljómsveit flytja öll helstu lög Stevie Wonder.

Ashkenazy á Listahátíð

Harpa

12710962 1127328730624523 8393232214450517566 o

Vladimir Ashkenazy var aðalhvatamaður að stofnun Listahátíðar í Reykjavík árið 1970 og stjórnar nú tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á hátíðinni eftir 37 ára hlé. Í millitíðinni hefur hann stjórnað öllum helstu hljómsveitum heimsbyggðarinnar og skráð nafn sitt í tónlistarsöguna sem hljómsveitarstjóri og píanóvirtúós. Í fylgd með honum er franski verðlaunapíanistinn Jean-Efflam Bavouzet, sem þykir einn fremsti túlkandi franskrar píanótónlistar í heiminum í dag. Diskar hans með tónlist eftir Ravel og Debussy hafa hlotið tvenn Gramophone-verðlaun, BBC Music Magazine verðlaunin auk fjölda annarra viðurkenninga. Hann kemur reglulega fram með helstu hljómsveitum heims og þeir Ashkenazy eiga saman langt samstarf á tónleikapallinum. Bavouzet leikur einmitt frægasta píanókonsert franskrar tónlistar, léttan og leikandi konsert Ravels. Túlkun Vladimirs Ashkenazy á 9. sinfóníu Beethovens á opnunartónleikum Hörpu 4. maí árið 2011 er öllum sem á hlýddu ógleymanlegur. Á þessum tónleikum stjórnar hann myndrænustu sinfóníu meistarans, Sveitasinfóníunni sem er full af saklausri glaðværð, náttúruhljóðum, lækjarnið og fuglasöngi, en einnig stormviðri sem þó styttir upp um síðir. Sagan um Rómeó og Júlíu, frægasta ástarsaga allra tíma, varð hinum unga Tsjajkovskíj að yrkisefni í fantasíuforleiknum þar sem tilfinningarskalinn er þaninn til hins ítrasta. Til stóð að Vovka Stefán Ashkenazy léki einleik á tónleikunum en hann hefur boðið forföll. EFNISSKRÁ: Pjotr Tsjajkovskíj: Rómeó og Júlía Maurice Ravel: Píanókonsert í G-dúr Ludwig van Beethoven:Sinfónía nr. 6, Sveitasinfónían STJÓRNANDI: Vladimir Ashkenazy EINLEIKARI: Jean-Efflam Bavouzet

Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar 28. maí 2016 - Reykjavík´s Multicultural day

Harpa

12768208 10153853640135042 4762922671015667539 o

Laugardaginn 28. maí verður fjölbreytileikanum fagnað í 8. sinn í Reykjavík á árlegum fjölmenningardegi borgarinnar. Hátiðin hefst kl. 13.00 með því að borgarstjóri startar skrúðgöngu sem mun marsera frá Hallgrímskirkju niður að Hörpu. Sýningartorg í Hörpu // Multicultural Exhibition in Harpa 14.00 – 17.00 Í Hörpu verður markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun, matur og menning frá hinum ýmsu löndum. Við verðum bæði inni og úti enda verður vorið komið og við höfum pantað sólskin þennan dag. Nánari upplýsingar um sýningaraðila á www.reykjavik.is/fjolmenningardagur Í hinum glæsilega sal Kaldalóni í Hörpu verður lifandi skemmtidagskrá frá kl. 14:30 -17:00. Fram koma meðal annars: Jóhanna Ruth Luna Jose sigurvegari Ísland got talent Hildur Amabadama Dans Brynju Péturs Japanskur trommuhópur High life music Binasuan flippseyskur þjóðdans Unnur Sara Eldjárn söngkona TaeKwonDo bardagalist Powaqa Mexikóskt /íslenskt tónlistar atriði PLeikhús Aldís Sigurðardóttir söngkona Bollyknockout Múltíkúltíkórinn Hop Trop balkandansar Kynnir: Gunnar Sigurðsson hraðfréttamaður. Á sviði 2 í Flóa: Gija litháískur sönghópur Marin dansari sýnir tælenskan dans Kanyakorn & Anyaon Zhou & Vala Kínversk flauta og gongfu María frá Yakutia spilar á munngígju Balkanbandið Raki Bollywood kennsla Kynnir: Marina de Quintanilha e Mendonça Saturday, the 28th of May, diversity will be celebrated for the 8th time in Reykjavík on it´s annual multicultural day. The festival will start at 1 pm with the Mayor launching the parade that will march from Hallgrímskirkju down to Harpa. The Multicultural Exhibition in Harpa will be from 2:00-5:00 pm. A market will be in Harpa where craft, design, food and culture will be presented from various countries. In the hall Kaldalón in Harpa there will be live entertainment from 2:30-5:00 pm. Those will perform as well as many others. In Kaldalón: Jóhanna Ruth Luna Jose sigurvegari Ísland got talent Hildur Amabadama Dans Brynju Péturs Japanskur trommuhópur High life music Binasuan flippseyskur þjóðdans Unnur Sara Eldjárn söngkona TaeKwonDo bardagalist Powaqa Mexikóskt /íslenskt tónlistar atriði PLeikhús Aldís Sigurðardóttir söngkona Keep it raw Bollyknockout Múltíkúltíkórinn Hop Trop Balkandans On stage2 in Flói: Balkanbandið RaKi Martin dancer Gija Litháen Choir Kanyakorn & Anyaon Handwrite&Gongfu&flute

San Francisco Ballettinn í Hörpu!

Harpa

12365883 10153123035736268 3544063510262263754 o

-English below- Harpa, Listahátíð Reykjavíkur og Sinfoníuhljómsveit Íslands kynna: Helgi Tómasson á leið heim: San Francisco Ballettinn í fyrsta sinn í Hörpu á Listahátíð 2016. Fjórar sýningar í maí! 28. maí – laugardagur kl.20:00 – frumsýning 29. maí – sunnudagur kl.14:00 29. maí – sunnudagur kl.20:00 30. maí – mánudagur kl.20:00 Á löngum ferli sínum sem listrænn stjórnandi San Francisco ballettsins hefur Helgi leitt ballettflokkinn í fremstu röð í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á Listahátíð í vor sýnir hann valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Nú gefst Íslendingum einstakt tækifæri til að njóta hátindanna á glæstum og farsælum ferli hans. Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn fremsti ballettflokkur heims og er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna, og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á síðustu árum hefur flokkurinn m.a. komið fram í Opera de Paris og Theatre de Chatelet í París, Sadler’s Wells og Royal Opera House í London og Tivoli Garden Concert Hall í Kaupmannahöfn. Árið 2013 lýsti New York Times ballettflokknum sem „þjóðargersemi“. Helga Tómassyni var boðin staða listræns stjórnanda San Fancisco ballettsins árið 1985. Þá hafði hann starfað sem aðaldansari hjá New York City Ballet í fimmtán ár og hefur verið lýst sem einum besta klassíska dansara þess tíma. San Francisco ballettinn er nú talinn dansa betur en nokkru sinni fyrr í áttatíu og tveggja ára sögu sinni en í þjálfun dansara hefur, undir stjórn Helga, verið lögð áhersla á hinn klassíska grunn. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian lýsti Helga svo í gagnrýni árið 2004: „As director of San Francisco Ballet, Helgi Tomasson has started to acquire an aura of infallibility, his expertise in laying down repertory, and in balancing great evenings of dance is held in envy by the rest of the profession.„ Helgi hefur samið yfir fjörtíu verk á ferli sínum fyrir San Francisco ballettinn, þar á meðal klassísk stórverk á borð við Hnotubrjótinn, Rómeó & Júlíu og Gísellu en einnig styttri verk sem draga fram einstaka hæfileika hvers aðaldansara ballettsins fyrir sig. Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í þágu danslistarinnar. Hann var sæmdur stórkrossi íslensku fálkaorðunnar árið 2007, stórriddarakrossinum árið 1990 og riddarakrossinum árið 1974. Á efnisskránni í Eldborg í maí verður verk eftir Helga sjálfan við tónlist eftir Tchaikovsky og eftir breska danshöfundinn Christopher Wheeldon, við tónlist eftir Bosso og Vivaldi. Þá verður sýnt verk eftir hinn rússneska Alexei Ratmansky við tónlist eftir Shostakovich. Wheeldon og Ratmansky starfa reglulega með San Francisco ballettinum og eru þekktir fyrir verk í hinum nýklassíska stíl sem George Balanchine innleiddi í ballettheiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina á sýningu San Francisco ballettsins í Hörpu á Listahátíð, undir stjórn Martin West, tónlistarstjóra og aðalstjórnanda hljómsveitar San Francisco ballettsins en hann þykir vera einn fremsti stjórnandi balletttónlistar í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem San Francisco ballettinn dansar á Íslandi við lifandi tónlist en í fjórða sinn sem gestir Listahátíðar njóta listfengis hans. ............................................................................. San Francisco Ballet is one of the three largest ballet companies in the United States and the oldest, founded in 1933. Under the three-decade-long direction of Helgi Tomasson, the company has received international recognition as one of the ballet world’s foremost companies, known for its broad repertory, dancers of uncommon range and skill and a vision that continually sets the standards for the international dance world. In recent years, the San Francisco Ballet has performed in Opera de Paris and Theatre de Chatelet in Paris, Sadler’s Wells and the Royal Opera House in London and Copenhagen’s Tivoli Garden Concert Hall. In 2013, the company was deemed “a national treasure” by the New York Times. When Helgi Tomasson was offered the position of artistic director in 1985, he had been principal dancer with the New York City Ballet for fifteen years, during which time he had become one of the finest classical dancers of his era. San Francisco Ballet is dancing better than it has at any point in its 82-year history, largely thanks to the uncompromising classicism fostered by Tomasson that has become the bedrock of the Company’s training. A critic for UK newspaper the Guardian said of Tomasson in 2004: “As director of San Francisco Ballet, Helgi Tomasson has started to acquire an aura of infallibility; his expertise in laying down repertory and in balancing great evenings of dance is held in envy by the rest of the profession.” Tomasson has choreographed over 40 ballets for San Francisco Ballet, including major classical works such as The Nutcracker, Romeo and Juliet and Giselle, as well as shorter works that showcase the unique qualities of individual dancers. Helgi Tomasson has garnered numerous awards and honours for his achievements, among them the Icelandic Grand Cross of the Order of the Falcon in 2007, the Commander’s Cross in 1990 and the Knight’s Cross in 1974. The performances on the Eldborg stage in May include works choreographed by Tomasson to music by Tchaikovsky and by British choreographer Christopher Wheeldon, to music by Bosso and Vivaldi. The programme also includes work by the Russian Alexei Ratmansky, set to music by Shostakovich. Wheeldon and Ratmansky are regular collaborators with the San Francisco Ballet and are known for their work in the neoclassical ballet style pioneered by George Balanchine.. Iceland Symphony Orchestra accompanies San Francisco Ballet in Harpa, conducted by Martin West, music director and principal conductor of the San Francisco Ballet, who is considered one of the world’s foremost conductors of ballet. This will be the first time that San Francisco Ballet performs in Iceland with live accompaniment and the fourth time that Reykjavik Arts Festival’s guests have the opportunity to enjoy the company’s artistry. Four shows 28 May – Saturday, 20:00 – premiere 29 May – Sunday, 14:00 29 May – Sunday, 20:00 30 May – Monday, 20:00

Nordic Startup Awards 2016 - Grand Finale

Harpa

13235586 1157369327646987 420477080201139794 o

English below// Nordic Startup Awards er ætlað að efla tengsl norrænu sprotasenunnar sem og að verðlauna þá sprota, fjárfesta og stuðningsaðila sem taldir eru hafa skarað fram úr á árinu. Nú eru ljós úrslit undankeppninnar en hvert land fyrir sig hefur fundið sína sigurvegara. Nú er komið að aðalúrslitunum, Grand Finale, þar sem löndin keppa innbyrðis. Opið er fyrir kosningu á þessari slóð: http://nordicstartupawards.com/vote Í ár eru verðlaunin haldin á Íslandi í Hörpu á vegum Icelandic Startups í samstarfi við Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dagskrá hefst með fordrykk kl 19:00 og athöfnin sjálf hefst kl 20:00. Daginn áður fer fram ráðstefnan Startup Iceland og hvetjum við fólk til að kynna sér hana. Sjá nánari dagskrá hér: http://nordicstartupawards.com/grand-finale-2016 Verðlaunin eru opin öllum áhugasömum sem vilja kynnast rjómanum af norrænu sprotasenunni. Frír aðgangur - vinsamlegast skráið ykkur hér: http://buff.ly/1VNWEiq Hlökkum til að sjá ykkur English: Nordic Startup Awards is a platform for connecting the Startup ecosystem through showcasing the best of the region from all corners of the ecosystem since 2012. The national winners of 2016 have now been announced at each of the national events, held by our country partners. These national winners are now competing to represent the Nordic startup ecosystem internally and worldwide. Every year, the Grand Finale moves to a different Nordic country. This year, it is in Iceland hosted by Icelandic Startups! Startups and key players from the Nordics as well as international stakeholders will meet at Harpa, Reykjavík's Concert Hall were the regional winners will be announced. We begin with drinks and networking at 7pm, followed by the Awards Ceremony at 8pm. Please register here: http://buff.ly/1VNWEiq Looking forward seeing you in Iceland!

Rússnesk veisla

Harpa

12710779 1127330537291009 6014132940402072539 o

Rozhdestvenskíj-fjölskyldan hefur fyrir löngu spilað sig inn í hjörtu tónelskra Íslendinga. Hjónin Gennadíj og Viktoría hafa allt frá árinu 2009 glatt landsmenn með andagift sinni og músíkalíteti, ekki síst þegar kemur að meistaraverkum rússneskra tónskálda. Nú stígur Gennadíj á svið ásamt Sasha syni sínum, sem lék fiðlukonsert Schnittkes á tónleikum í Háskólabíói fyrir fáeinum árum við frábærar undirtektir. Á efnisskránni eru þrjú verk tónskálda frá Sankti Pétursborg, öll samin á fyrsta fjórðungi 20. aldar. Aleksandr Glazúnov var kennari þeira Prokofíevs og Shostakovitsj og því gefst hér skemmtilegt tækifæri til að bera saman kennarann og nemendur hans. Glæsilegur fiðlukonsertinn er ótvírætt kunnasta verk Glazúnovs, ljóðrænn og heillandi. Einnig hljóma hér frumraunir þeirra Prokofíevs og Shostakovitsj í hinu sinfóníska formi. Fyrsta sinfónía Prokofíevs var tímamótaverk í nýjum stíl „nýklassíkur“ og er eitt hans vinsælustu verka þótt langt sé um liðið frá því að hún hljómaði á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Shostakovitsj öðlaðist heimsfrægð fyrir fyrstu sinfóníu sína sem er einstaklega fjörug og áhugaverð. Hún var komin á efnisskrá fremstu hljómsveita heims aðeins nokkrum árum eftir að hann lauk við hana, sem útskriftarstykki sitt frá Tónlistarháskólanum í Leníngrad. Hér gefst því ánægjulegt tækifæri til að bera saman tvo meistara 20. aldar taka sín fyrstu skref í greininni. EFNISSKRÁ: Sergej Prokofíev: Sinfónía nr. 1, „Klassíska sinfónían“ Aleksandr Glazúnov: Fiðlukonsert Dmitríj Shostakovitsj: Sinfónía nr. 1 STJÓRNANDI: Gennadíj Rozhdestvenskíj EINLEIKARI: Sasha Rozhdestvenskíj

Flamenco Today í Eldborg

Harpa

12976997 10153368398911268 1520034103757018312 o

Flamenco Today er flamenco sýningin í hæsta gæðaflokki. Í sýningunni fær áhorfandinn að kynnast mörgum af helstu stílum og afbrigðum flamenco dans og tónlistar. Sýningin er unnin í samvinnu við spænska kvikmyndaleikstjórann Carlos Saura sem vakti heimsathygli fyrir þríleik sinn um spænska þjóðlagatónlist. Myndirnar heita Flamenco, Sevillanas og Tango. Carlos Saura leikstýrði einnig frægri kvikmynd þar sem hann setti óperuna Carmen í flamenco búning. Sú flamenco útgáfa er nú klassik í spænsku leikhúsi og sett uppreglulega þar í landi. Í Flamenco Today sjáum við 18 mismunandi senur sem byggja á þessum frábæru kvikmyndum. Tónlistarstjórn er í höndum eins virtasta tónlistarmanns Spánar, Chano Dominguez sem er margfaldur Grammy verðlauna hafi fyrir latneska tónlist. Tónlistarflutningur og dans er í höndum margra af fremstu listamönnum Spánar.

Bubbi 60 ára

Harpa

13062444 887680794693166 1331193709332909354 n

Mörgum er enn í fersku minni þegar haldið var upp á 50 ára afmæli Bubba Morthens í Laugardalshöll 06.06.06. Það er ótrúlegt að nú séu að verða 10 ár síðan. Í tilefni 60 ára afmælis Bubba verða haldnir stórkostlegir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu 06.06.16. Það verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Afmælisbarnið sjálft verður í stóru hluverki að sjálfsögðu en auk þess mun fjöldi tónlistarmanna úr ólíklegustu áttum koma fram og flytja Bubbalög hver á sinn hátt. Frekari útlistun á dagskrá tónleikanna verður ekki gefin upp en hægt er að ábyrgjast að þetta verður einstök kvöldstund. Miðasala hefst fimmtudaginn 28.apríl kl 10:00 á www.harpa.is og www.tix.is

Himnasælusinfónían

Harpa

12716318 1127332000624196 1841117761336313149 o

Sænska sópransöngkonan Lisa Larsson hefur á glæstum ferli sungið í helstu óperu- og tónleikahúsum heimsbyggðarinnar. Á þessum tónleikum syngur hún ljóðin fimm í verki Martinssons og himinsæluljóðið í ægifagurri 4. sinfóníu Mahlers. „Ich denke dein...“ eftir sænska tónskáldið Rolf Martinsson var frumflutt í Zürich í ársbyrjun 2015 og hefur síðan hvarvetna vakið mikla hrifningu, m.a. í Helsinki þar sem verkið hreinlega stal senunni af afmælisbarninu Sibeliusi. Verkið samanstendur af fimm frægum ljóðum þriggja þýskra ljóðskálda: Liebes-Lied og Blaue Hortensie eftir Rainer Maria Rilke, Mondnacht eftir Joseph von Eichendorff auk tveggja ljóða Goethes, Die Liebende schreibt og Nähe des Geliebten sem var fyrirmynd Jónasar Hallgrímssonar að ástarljóðinu Söknuður. Eivind Aadland er einn af virtustu hljómsveitar­stjórum Noregs. Hann var aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Þrándheims á árunum 2004 til 2010. Aadland hefur stjórnað öllum helstu sinfóníuhljóm­sveitum Norðurlanda og kemur reglulega fram sem gestastjórnandi með fílharmóníuhljómsveitunum í Björgvin og Ósló, sinfóníuhljómsveitum Stafangurs og Gautaborgar, og Sænsku kammersveitinni. „Splunkuný söngvasvíta sænska tónskáldsins Rolfs Martinsson „Ich denke dein...“ bauð upp á óvenju tjáningarríkan og magnaðan tónvef, safaríkan og hástemmdan í senn... Mörg tónskáld hafi reynt að feta í risastór fótspor Richards Strauss en sjaldan hefur útkoman verið eins sannfærandi.“ EFNISSKRÁ: Modest Músorgskíj: Forleikur að Khovanschina, Dögun við Moskvufljót Rolf Martinsson: Ich denke dein... Gustav Mahler: Sinfónía nr. 4 STJÓRNANDI: Eivind Aadland EINSÖNGVARI: Lisa Larsson

STOMP

Harpa

12768380 968155243260792 7323019397406400677 o

Breska sviðsundrið sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum er væntanlegt hingað til lands á ný. STOMP er smitandi blanda af slagverki, dansi, leikhúsi og gamanleik við áhrifaríka tónlist sem er sprottin úr ólgu og erli hverdsagslífsins. Stomp hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda um heim allan og fengið fjölda verðlauna og tilnefninga. Sýningarnar verða sem hér segir: - Laugardaginn 11. júní kl. 16 og kl. 20. - Sunnudaginn 12. júní kl. 14. MIÐASALA Miðasala hefst fimmtudaginn 10. mars. mars kl. 10 á Tix.is, Harpa.is og í miðasölu Hörpu. Póstlistaforsala Senu Live fer fram 9. mars kl. 10. Um sérstakt barnaverð verður að ræða, fyrir þá sem eru 16 ára og yngri, bæði í forsölu og almennu sölunni; barnaverðið er 1.000 kr lægra en almennt verð í öllum fimm verðsvæðum. Hægt er að tryggja sér barnaverðið alls staðar þar sem miðasala fer fram; bæði á netinu og í miðasölu Hörpu. Miðar sem eru keyptir á barnaverði verða skýrt merktir og þar með frábrugðnir öðrum miðum í útliti. Um fimm verðsvæði er að ræða og kosta miðarnir frá 4.990 kr, sem þýðir að 16 ára og yngri geta keypt miða í það svæði á 3.990 kr. Nánar: www.sena.is/stomp

Opinn fundur með Guðna Th. í Hörpu

Harpa

13391644 246691099029962 1173094517286706772 o

Guðni Th. býður kjósendur velkomna í spjall í opna rýminu í Hörpu mánudaginn 13. júní klukkan 17.15. Hann mun halda stutta tölu ásamt því að svara spurningum viðstaddra. Misstu ekki af tækifærinu til þess að kynnast Guðna og sýn hans á forsetaembættið betur. Táknmálstúlkun verður á fundinum.

Opening Concert: Gangandi geimfari / Interstellar Wanderer

Harpa

13064534 1046755935408869 1788779306104831991 o

Opening Concert: Interstellar Wanderer / Gangandi geimfari Reykjavík Midsummer Music 2016 Norðurljós Recital Hall, Harpa (English below) www.rmm.is Á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music 2016 ber ferðaþráin okkur alla leið út í geim: Við hlýðum á stjörnuglit úr smiðju Ravels, Óríon eftir Takemitsu, Norðurljós Kaiju Saariaho og glænýtt geimverk eftir Skúla Sverrisson. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn í Hörpu undir listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar og skartar miklum stjörnufans úr tónlistarlífinu. Komið með – út fyrir endimörk alheimsins! Hátíðarpassi á aðeins 12.000 krónur (7 tónleikar, 4 dagar) Stakur miði: 3.000 kr. Miðar á: https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/2781 Öll dagskrá: www.rmm.is _____ PROGRAMME Maurice Ravel: Introduction et Allegro Toru Takemitsu: Orion Kaija Saariaho: Lichtbogen Skúli Sverrisson: Nýtt verk/ New Work (2016) Maurice Ravel: Piano Trio ARTISTS Viktoria Mullova, Matthew Barley, Arngunnur Árnadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Bjarni Frímann Bjarnason, Jennifer Stumm, Katie Buckley, Melkorka Ólafsdóttir, Pétur Grétarsson, Skúli Sverrisson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Tai Murray, Víkingur Ólafsson ______ English The programme of the opening concert of Reykjavík Midsummer Music 2016 is a little voyage into space, featuring not only our stellar artists, but a series of works on the theme. Come hear the starry sparkles of Ravel's chamber works, Toru Takemitsu’s Orion, Kaja Saariaho’s distilled Northern lights, and the world premiere of Skúli Sverrisson's new work inspired by space exploration. Festival Pass for only 12.000 ISK - 7 concerts in 4 days Single Ticket 3.000 ISK Box Office: https://www.tix.is/en/buyingflow/tickets/2781/ Full Festival Programme on www.rmm.is Harpa Concert Hall and Conference Centre

Þjóðin fagnar í Hörpu - Dagskrá 17. júní

Harpa

13418634 10153477146866268 5683209822710262667 o

Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með glæsilegri dagskrá. Boðið verður upp á ókeypis viðburði fyrir alla fjölskylduna víða um húsið. Smurstöðin 13:00 Bjarmi Hreinsson harmonikkuleikari 14:00 ALDA 14:30 Gulli gítar 16:30 Hljómsveitin Mara Eldborg 13:45 Lúðrasveitin Svanur marserar inn í Hörpu og leikur létt lög 14:00 Þjóðsöngur í Eldborg. Óperukórinn leiðir þjóðina í söng undir stjórn Garðars Cortes 14:30 Danshópurinn Sporið sýnir íslenska þjóðdansa 15:00 Norska lúðrasveitin Notodden Bymusikk flytur fjölbreytta dagskrá Hörpuhorn 15:00 Sönghópurinn Spectrum, stjórnandi Ingveldur Ýr Jónsdóttir 15:30 Harpa International Music Academy 16:00 Reykjavík Midsummer Music Norðurbryggja 15:30 Hljómsveitin Fjörkarlar– Létt dagskrá fyrir fjölskylduna 16:00 Sirkus Íslands Anddyri 15:00, 16:00 Maxímús heilsar börnunum og gefur vindmyllur Vísa 14:00-17:00 Íslenska óperan/The Icelandic Opera býður í heimsókn. Hörputorg 13:00 - Fornbílaklúbbur Íslands sýnir bíla

Söngvar förusveins / Songs of a Wayfarer

Harpa

13116467 1046887485395714 7206243855176966226 o

Söngvar Förusveins / Songs of a Wayfarer Reykjavík Midsummer Music 2016 Eldborg Hall, Harpa English below! www.rmm.is Í meðförum rómantísku kynslóðarinnar varð hin hversdagslega gönguferð að listrænni, jafnvel dulrænni iðju – stefnumóti við hið ægifagra í náttúrunni. Þessir tónleikar í Eldborg eru óður til ferðaþrárinnar og alls þess sem upplifa má á göngu, sé maður rétt stilltur. Viktoria Mullova, Matthew Barley og Víkingur Ólafsson hefja tónleikana á frægu snilldartríói Schuberts, en sjálfur Kristinn Sigmundsson syngur svo vel valin sönglög um ást og eirðarleysi eftir Schumann og Wolf, og að lokum Söngva förusveins eftir Mahler í útsetningu fyrir söngvara og kammersveit eftir Schoenberg – en kammersveitina skipa einleikarar hátíðarinnar. Stakur miði: 4.500 kr. Hátíðarpassi aðeins 12.000 kr. Miðasala: https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/2781/ PROGRAMME Franz Schubert: Piano Trio No 2 Robert Schumann: In der Fremde Robert Schumann: Ich wandelte unter den Bäumen Hugo Wolf: Fussreise Hugo Wolf: Feuerreiter Gustav Mahler: Lieder einer fahrenden Gesellen (arr. Schoenberg) ARTISTS Kristinn Sigmundsson, Viktoria Mullova, Matthew Barley, Bjarni Frímann Bjarnason, Arngunnur Árnadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Jennifer Stumm, Katie Buckley, Melkorka Ólafsdóttir, Ursula Oppens, Pétur Grétarsson, Tai Murray, Víkingur Ólafsson English: For the Romantic generation, taking a walk became an artistic, even mystical act – a way to connect with the sublime in nature. This concert in Harpa's magnificent main hall, Eldborg, is an ode to the Wanderer, and a celebration of the art of walking. The concert opens with Viktoria Mullova, Matthew Barley and Víkingur Ólafsson in Schubert's Piano Trio no. 2. Icelandic bass and national treasure Kristinn Sigmundsson then takes us through a repertoire of love and restlessness in the songs of Schumann and Wolf, ending with Mahlers Songs of a Wayfarer, in Schoenberg's arrangement for singer and chamber ensemble (formed by the festival artists). Single Ticket: 4.500 Festival Pass: 12.000 ISK Box Office: https://www.tix.is/en/buyingflow/tickets/2781/ or at Harpa Concert Hall and Conference Centre

Wanderer-fantasían / Wanderer Fantasy

Harpa

13217560 1047099892041140 5459986807548811372 o

Wanderer-fantasían / Wanderer Fantasy Reykjavík Midsummer Music 2016 Norðurljós Recital Hall, Harpa www.rmm.is (English below!) Á þessum tónleikum fær þemað Wanderer á sig fantasíublæ – þótt hin fræga Wanderer-fantasía Schuberts fái hreint ekki að hljóma. Fyrst ferðumst við út fyrir landamæri tempraðrar stillingar í kvarttónaverkum Charles Ives undir leiðsögn tveggja einstakra, bandarískra píanóleikara, Ursulu Oppens og Jerome Lowenthal. Þá fylgjumst við með göngu myndhöggvarans Calders í stuttmynd eftir Herbert Matter, við tónlist Johns Cage fyrir preparerað píanó. Við tekur frískandi gönguferð um sveitir Ungverjalands með Béla Bartók áður en freistingar sumarkvöldsins ná yfirhöndinni í verki George Crumb, Music for a Summer Evening fyrir tvö píanó og tvöfalt slagverk. Miðasala: https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/2781/ Stakur miði 3.000 kr., Hátíðarpassi 12.000 kr. PROGRAMME Charles Ives: 3 Quarter Tone Pieces John Cage: Works of Calder Bela Bartok: Out of Doors George Crumb: Makrokosmos III: Music for a Summer Evening ARTISTS Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ursula Oppens, Jerome Lowenthal, Bjarni Frímann Bjarnason, Pétur Grétarsson, Steef van Oosterhout This concert is dedicated to the more fantastical aspects of the Wanderer theme, albeit without the famous Wanderer Fantasy of Franz Schubert, which is conspicuous by its absence. We will be taken on an exciting trip outside the confines of equal temperament in the Three Quarter Tone Works of Charles Ives. For that excursion, we have the very best guides: Two unique American pianists, Ursula Oppens and Jerome Lowenthal. We then watch the sculptor Calder wander in and out of his study in a short film by Herbert Matter, accompanied by the music of John Cage for prepared piano. A breath of fresh air is offered by Bartók's Out of Doors, before we succumb to the temptations of a summer evening in George Crumb's Music for a Summer Evening. Single Ticket 3.000 ISK, Festival Pass 12.000 ISK (7 concerts in 4 days). https://www.tix.is/en/buyingflow/tickets/2781/ and at Harpa Concert Hall and Conference Centre

Jón Nordal: Frá draumi til draums / From Dream to Dream

Harpa

13221321 1047117392039390 149034356004597980 o

Jón Nordal: Frá draumi til draums / From Dream to Dream Reykjavík Midsummer Music 2016 Norðurljós Recital Hall, Harpa www.rmm.is (English Below!) Á þessum tónleikum fögnum við níræðisafmæli Jóns Nordal. Jón er eitt af dáðustu tónskáldum Íslands fyrr og síðar, frumkvöðull á sviði nýrrar tónlistar og ötull uppfræðari kynslóða íslenskra tónlistarmanna. Sjálfur lærði hann m.a. í Zürich, París, Róm og Darmstadt og sameinaði sumar af byltingarkenndari hugmyndum aldarinnar sínu eigin tónmáli, sem var skýrt og persónulegt frá upphafi. Á tónleikunum fáum við að heyra sum af fegurstu kammerverkum og sönglögum Jóns frá öllum stigum þess langa ferðalags í tónlist sem hann á að baki – og heldur enn áfram. Stakur miði: 3.000, hátíðarpassi: 12.000 Miðasala: https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/2781/ PROGRAMME Systurnar í Garðshorni / The Sisters of Garðshorn (1944) Fiðlusónata / Violin Sonata Ristur / Carvings (1985) Myndir á þili / Pictures on a Panel Wall (1992) Frá draumi til draums / From Dream to Dream (1996) Andað á sofinn streng / A Breath on a sleeping String (1998) Hvert örstutt spor ARTISTS Arngunnur Árnadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Jennifer Stumm, Kristinn Sigmundsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Matthew Barley, Sigrún Eðvaldsdóttir, Tai Murray, Víkingur Ólafsson In this concert, we celebrate the 90th birthday of one of Iceland’s best-loved composers, Jón Nordal. A pioneer of contemporary music in his home country and a mentor to generations of Icelandic musicians, Nordal studied in Zürich, Paris, Rome and Darmstadt, where he combined the most radical musical ideas of the century with his own richly individual musical idiom. The programme includes some of Nordal’s most beautiful songs and chamber works, from all stages of his long musical journey which still continues. Single ticket 3.000 ISK, Festival pass 12.000 ISK Box office: https://www.tix.is/en/buyingflow/tickets/2781/ and at Harpa Concert Hall and Conference Centre

Grand Finale 2016: Der Wanderer

Harpa

13246415 1047121482038981 8405052721894446891 o

Grand Finale 2016: Der Wanderer Reykjavík Midsummer Music 2016 Norðurljós Recital Hall, Harpa www.rmm.is (English below!) Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music 2016 látum við undan þrá okkar eftir fjarlægum löndum með því að hverfa inn í dýrlega tónlist – fyrst sönglög Schuberts og Beethovens. Þá könnum við glænýtt verk, glitrandi píanósónötu eftir Áskel Másson, og leyfum svo villtri, ungverskri sígaunatónlistinni í Tzigane eftir Ravel að feykja okkur dálítið af leið. Að lokum hlýðum við á strengjakvartett Dvořáks, verk þar sem lifandi og kraftmikil þjóðlagatónlistin mætir hreinni og klassískri tilfinningu tónskáldsins fyrir formi og stíl. Tónlistin geymir bæði hrópandi ástríður og hvíslandi tregafulla þrá – hún er viðeigandi lokapunktur á hátíðinni í ár. PROGRAMME Franz Schubert: Der Wanderer Franz Schubert: Wandrers Nachtlied II L.v. Beethoven: An die ferne Geliebte Áskell Másson: Piano Sonata – world premiere Maurice Ravel: Tzigane Antonin Dvořák: Piano Quintet ARTISTS Tai Murray, Kristinn Sigmundsson, Bryndís Halla Gylfadóttir, Jerome Lowenthal, Jennifer Stumm, Sigrún Eðvaldsdóttir, Víkingur Ólafsson In the final concert of Reykjavík Midsummer Music 2016, we indulge in our longing for faraway lands with some truly great music, starting with the songs of Schubert and Beethoven. We then set out to explore a brand new work, Áskell Másson’s glittering piano sonata, followed by Ravel’s wildly rhapsodic Tzigane, a work firmly rooted in Hungarian Gypsy folklore and music. Finally, Dvořák’s Piano Quintet combines vibrant folk-musical flair with a rare clarity of style and form. The result fitting finale to the festival – with its bold statements of fiery passion and quiet thoughts of wistful yearning. Single Tickets: 3.000 ISK, Festival Pass: 12.000 ISK Box Office: https://www.tix.is/en/buyingflow/tickets/2781/ and at Harpa Concert Hall and Conference Centre

James Morrison

Harpa

12932681 1302517179765715 4009295009427245153 n

Sálarsöngvarinn, Brit verðlaunahafann og einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands síðustu árin heldur tónleika í Eldborg sunnudaginn 17.júlí. James Morrison hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældarlista um heim allan síðustu ár. Lög eins og You Give Me Something, I Won´t Let You Go, Please Don´t Stop the Rain, Wonderful World, Broken Strings (með Nelly Furtado), The Pieces don´t Fit Anymore og svo nýjasta lagið Demons. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006 þá aðeins 21 árs. Það verður því flott stemning á tónleikunum í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið Eldborgar, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög.

Snarky Puppy

Harpa

12783691 1273774512639982 1861790963392190046 o

Ein virtasta og þekktasta djass-fusionhljómsveit veraldar, grammyverðlaunasveitin SNARKY PUPPY er á leiðinni til landsins og heldur , án efa, eina umtöluðustu og flottustu tónleika síðustu ára á sviði djassins. Grammyverðlaunahafinn, bassaleikarinn, hljómsveitastjórinn og stofnandi Snarky Puppy, Michael League hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði jasstónlistar. Og nú mæta þeir á klakann þann 10. ágúst og halda tónleika í Eldbogarsal Hörpu. Þetta verður djassviðburður ársins á Íslandi.

Velkomin á 5 ára afmælishátíð Hörpu á Menningarnótt

Harpa

14034690 10153621871286268 2800988395648808219 n

Verið velkomin á 5 ára afmælishátíð Hörpu á Menningarnótt. Dagskráin í ár verður stórglæsileg þar sem boðið verður upp á fjölmarga viðburði fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur ókeypis allan daginn. Eldborg 15:00 – Opið hús: Pétur og úlfurinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands 17:00 – Opið hús: Rússnesk veisla með Sinfóníuhljómsveit Íslands 19:00 – Stórsveit Reykjavíkur Norðurljós 13:00 – Perlur íslenskra sönglaga -rótgróin tónleikaröð í Hörpu 13:30 – Íslenska óperan 14:15 – Sígildir sunnudagar: Elektra Ensemble 15:05 – Diddú og Bergþór 16:00 – Reykjavík Classics - ný sumartónleikaröð í Hörpu 17:00 – Óperuakademía unga fólksins 19:00 – Ungversk sýning Kaldalón 13:15 – Blúshátíð 15:00 – Blikktromman: dj. flugvél og geimskip 15:45 – Upptakturinn: Hljómsveitin RuGl 16:30 – Færeysk tónlistaratriði: 16:30 Døgg Nónsgjógv og Allan Tausen 17:00 Jógvan Joensen 17:30 Annika Hoydal og hljómsveit Silfurberg 12:00 – Myndasýning úr starfi Hörpu 13:00 – Barnaleikritið Þrír munkar - Leiksýning frá Kína 15:00 – Myndasýning úr starfi Hörpu 18:00 – Barnaleikritið Þrír munkar - Leiksýning frá Kína 20:00 – Bein útsending frá tónleikum á Arnarhóli Flói 14:30 – 17:00 Muffins úr konditori Veisluþjónustu Hörpu í boði hússins í tilefni af 5 ára afmæli Hörpu 14:15 – Fótboltaóperan eftir Helga R. Ingvarsson 14:35 – Rebekka Sif - dægurlagasöngkona 15:05 - Fótboltaóperan eftir Helga R. Ingvarsson 15:30 – Tangóhljómsveitin Mandólín 16:15 – Barnadagskrá: Dúó Stemma 17:00 – Verbandsjugendorchester Hochrein, úrvals lúðrasveit þýskra ungmenna 14:30 – 17:00 Muffins úr konditori Veisluþjónustu Hörpu í boði hússins í tilefni af 5 ára afmæli Hörpu Hörpuhorn 13:30 – Fótboltaóperan eftir Helga R. Ingvarsson 14:00 – Verbandsjugendorchester Hochrein, úrvals lúðrasveit þýskra ungmenna 14:30 – Sigmenn í glerhjúp Hörpu 15:15 – Múlinn jazzklúbbur 16:15 – Hljómfélagið, sönghópur 18:00 – Jazzkvartettinn Trafala 20:00 – Gestir og gangandi leika á ljósaorgel á glerhjúpi Hörpu Eyri 13:00 – Upplestur meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands 13:30 – Ungversk vinnustofa og föndur (lýkur 16:30) Hörputorg 13:00 – Bílasýning íslenska Cadillac klúbbsins Sýningarrými 11:00 - 18:00 – Opið verður á Þögul leiftur: ljósmyndasýningu Vesturfarasetursins á 3. hæð 11:00 - 18:00 – Opið verður ljósmyndasýninguna Gavin Evans: BOWIE - The Session á 4. hæð. 11:00 - 18:00 – Opið verður í Expó skálann í K2 (kjallara) Opin rými 14:30 og 17:00 – Maxímús Músíkús heilsar börnunum og gefur veifur og endurskinsmerki 15:00-17:00 – Sirkus Íslands leikur listir sínar Team Spark sýnir kappakstursbíl í Norðurbryggju Kerru- og fatageymsla í fatahengi Hörpu gegn 500 kr. gjaldi

Perlur á Menningarnótt

Harpa

14088458 10153632162497511 55886670914352961 n

Lilja Guðmundsdóttir, Eyrún Unnarsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja íslenskar söngperlur í Norðurljósum Hörpu. Ókeypis aðgangur.

Orð um appelsínur // upplestur í Hörpu á Menningarnótt

Harpa

14051623 932504633544965 6967128965191978636 n

Við fögnum Menningarnótt með upplestri í Hörpu. Dagskráin hefst kl 13 á Eyri sem er á annarri hæð við höfnina. Upplesturinn er hálftími. Skáldin sem lesa eru þau: Friðgeir Einarsson Arndís Þórarinsdóttir Jóhanna María Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Ólöf Sverrisdóttir Þórdís Helgadóttir Njótum, hlustum, gleðjumst og sósum okkur í menningu allan daginn og langt inn í nóttina.

FótboltaÓperan í Hörpu á Menningarnótt

Harpa

13938321 10157337537595230 1140265609899328386 o

FótboltaÓperan í Hörpu! 13:30 - Hörpuhorn 14:15 - Flói 15:05 - Flói „Við vinnum, bara í seinnihálfleik. Þetta er ekkert flókið.“ Fólk fær útrás jafnt í gegnum tónlist sem og íþróttir, og í báðum tilfellum kemur þessi útrás m.a. í ljós með allskonar hljóðum: köllum, söng, trommuslætti, fagnaðarlátum. Tónlist nýtur sín oft vel þegar hún fjallar um hreina og skýra tilfinningu og í fótbolta er ávallt skýr stefna, skýrt markmið: Allt eða ekkert. Sigur! Og ástríðan fyrir því markmiði. Á léttan og stundum húmorískan hátt skoðar FótboltaÓperan punktana þar sem þessir tveir heimar mætast: eftirvæntinguna, spennuna, gleðina jafnt sem og vonbrigðin. Helgi R. Ingvarsson samdi FótboltaÓperuna í tilefni af EM og Óperudögum í Kópavogi 2016. Við þökkum Hörpu, KSÍ og Kópavogsbæ fyrir stuðninginn!

Opið hús á Menningarnótt

Harpa

13580508 1219620808061981 6544370279126852238 o

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til tvennra tónleika í Eldborg á Menningarnótt í Reykjavík 20. ágúst, kl. 15 og 17 . Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að nálgast miða samdægurs í miðasölu Hörpu. - Pétur og úlfurinn kl. 15 - Á tónleikum kl. 15 er höfðað til yngri kynslóðarinnar með ævintýrinu sívinsæla um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofíev. Sögunni fylgir bráðskemmtileg teiknimynd eftir Suzie Templeton sem hlaut Óskarsverðlaunin 2008 og sem gagnrýnandi Classic FM-tímaritsins kallaði „lítið meistaraverk“. Bjarni Frímann Bjarnason stýrir hér hljómsveitinni í fyrsta sinn, en hann hefur hlotið mikið lof fyrir tónlistargáfur sínar og var meðal annars útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Tónleikarnir eru um það bil hálftími að lengd. - Rússnesk veisla kl. 17 - Á seinni tónleikunum verður einnig leikin tónlist eftir rússneska meistara: forleikurinn að Rúslan og Lúdmílu eftir Glinka og fiðlukonsert Tsjajkovskíjs. Þar fer með einleikshlutverkið íslensk-spænski fiðluleikarinn Páll Palomares, sem hefur unnið til verðlauna í fjölda alþjóðlegra keppna undanfarin misseri. Hann kom fram með hljómsveitinni eftir að hafa orðið hlutskarpastur í einleikarakeppni SÍ og LHÍ árið 2007 og í vetur gegnir hann stöðu leiðarar 2. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.

Stórsveit Reykjavíkur Í Eldborg á Menningarnótt

Harpa

14054501 1174397629247548 6004996407293077887 o

Stórsveit Reykjavíkur kemur fram á tónleikum í Eldborg á Menningarnótt, laugardaginn 20 ágúst kl 19. Á tónleikunum sem verða um 45 mínútna langir verður fjölbreytt dagskrá komandi vetrar kynnt í tónum og tali. Stórnandi og kynnir verður Sigurður Flosason. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Stórsveit Reykjavikur hefur átt góðu gegni að fagna undanfarið. Hún hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir jazzplötu ársins undanfarin tvö ár og á nýafstaðinni Jazzhátíð Reykjavíkur hlutu tónleikar hljómsveitarinnar með bandaríska tónskáldinu og trommuleikaranum John Hollenbeck mikið lof, m.a fimm stjörnudóm frá jazzgagnrýnanda Morgunblaðsins.