Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Iceland Symphony's New Years Concert 2016

Harpa

News years concert 2016

Iceland Symphony hosts its annual New Years Concert, which is generally one of its more popular and best-attended performances. This year, the symphony takes on some of Johann Strauss’ most appealing works, from the overture to Die Fledermaus to The Blue Danube. The performance will also include variety of waltzes, marches, and polkas, not to mention the ever-popular Viennese lieder, arias, and duets.

Iceland Symphony's New Years Concert 2016

Harpa

News years concert 2016

Iceland Symphony hosts its annual New Years Concert, which is generally one of its more popular and best-attended performances. This year, the symphony takes on some of Johann Strauss’ most appealing works, from the overture to Die Fledermaus to The Blue Danube. The performance will also include variety of waltzes, marches, and polkas, not to mention the ever-popular Viennese lieder, arias, and duets.

From Beloved to Forbidden: Music of Robert Fuchs and Ernst Toch

Harpa

Gu c3 b0ny cc 81 gu c3 b0mundsdo cc 81ttir

Violinist Guðný Guðmundsdóttir and the Miller-Porfiris Duo (violinist Anton Miller and violist Rita Porfiris) perform little-known pieces by composer and teacher Robert Fuchs, as well as the lesser-known pieces of some of his most famous students.

Ungir einleikarar

Harpa

1293067 1102507279773335 7724511193227946942 o

Nemar og ungt fólk yngra en 25 ára fær 50% afslátt af miðaverði. Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu. Stjórnandi tónleikanna er rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin, aðalhljómsveitarstjóri Rínarfílharmóníusveitarinnar í Koblenz og Fílharmóníusveitar Arturs Rubinstein í Lódz í Póllandi. Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Einleikarakeppni SÍ og LHÍ for fram á haustmánuðum 2015 og í kjölfarið voru nöfn vinningshafa birt. EFNISSKRÁ: Gaetano Donizetti: Aríur Franz Lehár: Aría Gunnar Valkare: Viaggio, konsert fyrir harmonikku Edward Elgar: Sellókonsert í e-moll Carl Nielsen: Konsert fyrir flautu og hljómsveit STJÓRNANDI: Daniel Raiskin EINLEIKARAR: Heiðdís Hanna Sigurðardóttir Jónas Á. Ásgeirsson Ragnar Jónsson Sigríður Hjördís Indriðadóttir

Osmo og Mahler

Harpa

12314293 1087086101315453 7534515761662087969 o

Bandaríski fiðluleikarinn Esther Yoo vakti athygli tónlistarheimsins árið 2010 þegar hún varð yngst til þess að hreppa verðlaun í Sibeliusar-fiðlukeppninni, aðeins 16 ára gömul. Í kjölfarið tók Vladimir Ashkenazy hana undir verndarvæng sinn, hefur haldið með henni tónleika og gefið út geisladisk. Hún var nýverið valin til að taka þátt í BBC New Generation Artists, sem miðar að því að kynna hæfileikaríkasta tónlistarfólk nýrrar kynslóðar fyrir heiminum. Esther leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1704 og það er sannarlega ánægjuefni að þessi unga listakona sæki Ísland heim í fyrsta sinn. Sjaldan hefur ungt sinfóníuskáld átt jafn eftirminnilega frumraun og þegar Gustav Mahler sendi frá sér fyrstu sinfóníu sína árið 1889. Þó hlaut hún misjafnar viðtökur eins og mörg önnur verk hans, og það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að Mahler naut sannmælis sem einn mesti sinfóníuhöfundur sögunnar. Osmo Vänskä hefur fyrir löngu sannað afburðatök sín á tónlist Mahlers og túlkun hans á fyrstu sinfóníunni er mikið tilhlökkunarefni. Þá hljóma á tónleikunum þrjár stuttar tónamyndir Jóns Leifs frá árinu 1955, en hljóðritun SÍ á þeim undir stjórn Osmos hlaut m.a. Midem-verðlaunin í Cannes árið 1998. EFNISSKRÁ Jón Leifs: Þrjú óhlutræn málverk Jean Sibelius: Fiðlukonsert Gustav Mahler: Sinfónía nr. 1 STJÓRNANDI:Osmo Vänskä EINLEIKARI: Esther Yoo

ELEKTRA ENSEMBLE & ERRATA COLLECTIVE

Harpa

12491998 1001615106528646 8362416502982810836 o

The art collective Errata Collective, Elektra Ensemble and singer Elísabet Einarsdóttir combine their efforts and premiere four new compositional stageworks. The pieces are composed in close cooperation with the ensemble and are specifically composed for this occasion. The composers look to musical theatre and the operaform for their inspiration and therefore the performance will be for both eyes and ears to enjoy . The goal of Errata Collective is to create opportunities for themselves and their art as well as create new and innovative ways for their creations. PERFORMERS: Ástríður Alda Sigurðardóttir, piano Emilía Rós Sigfúsdóttir, flute Helga Björg Arnardóttir, clarinet Helga Þóra Björgvinsdóttir, violin Margrét Árnadóttir, cello Elísabet Einarsdóttir, singer Website: http://erratacollective.com/ | http://www.elektraensemble.com/ ___ Listhópurinn Errata Collective og Elektra Ensemble ásamt söngkonunni Elísabetu Einarsdóttur leiða saman hesta sína og frumflytja fjögur ný tón- og sviðsverk. Verkin eru unnin af meðlimum Errata í nánu samstarfi með flytjendur, og eru sérstaklega samin fyrir þetta tilefni. Tónskáldin munu kafa ofan í kistur tónleikhússins og óperuforma og þannig verður viðburðurinn á mörkum hljóðrænnar og sjónrænnar upplifunar. Markmið Errata Collective er meðal annars að skapa vettvang til að koma sér og sinni list á framfæri, og stuðla að nýjum og frumlegum leiðum til listsköpunar og dreifingar. FRAM KOMA: Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta Helga Björg Arnardóttir, klarínetta Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla Margrét Árnadóttir, selló Elísabet Einarsdóttir, söngur Vefsíða: http://erratacollective.com/ | http://www.elektraensemble.com/

Melkorka og Víkingur

Harpa

12357203 1087086884648708 211511639624896813 o

Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur nú í 18. sinn þátt í Myrkum músíkdögum, frumflytur tvö ný íslensk tónverk og leikur tvö eldri tónverk, eitt íslenskt og eitt norskt. Þrír af glæsilegustu tónlistarmönnum landsins verða í forgrunni á tónleikunum: Melkorka Ólafsdóttir þverflautuleikari frumflytur nýjan konsert Áskels Mássonar fyrir sólóflautu, hörpu, slagverk og strengi og fetar Áskell í verkinu nýjar slóðir í tónsköpun sinni. Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytur einnig splunkunýjan píanókonsert Þórðar Magnússonar sem vefur persónulegt tónmál sitt inn í hefðbundið form klassísku konsertanna. Haukur Tómasson samdi tónverkið Strati að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem frumflutti það árið 1992 og hlaut Haukur Tónskáldaverðlaun Ríkisútvarpsins fyrir verkið tveimur árum síðar. Act er erótískt og áleitið verk helsta nútímatónskálds Norðmanna. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verkið á tónleikum í Háskólabíói haustið 2005 og sagði gagnrýnandi eins Reykjavíkurdagblaðanna m.a. þetta: „...andrúmsloftið var a.m.k. kynngi magnað, jafnvel forneskjulegt, og það jókst þegar pákurnar byrjuðu. Uppbygging verksins var stílhrein, stígandin var úthugsuð og rökrétt, og mismunandi raddir hljómsveitarinnar runnu auk þess svo skemmtilega saman að maður dáðist að.“ Daníel Bjarnason, tónskáld og staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur á hljómsveitastjórapallinum og stjórnar verkum skáldbræðra sinna. Myrkir músíkdagar hefur verið einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar nútímatónlistar á Íslandi frá stofnun hátíðarinnar 1980. Hátíðin leggur áherslu á frumsköpun og tilraunastarfsemi og er jafnan fjöldi tónverka frumfluttur á hátíðinni. Hafa Myrkir músíkdagar endurspeglað margbreytileika tónlistar í okkar samtíma og vakið athygli víða um lönd. EFNISSKRÁ Áskell Másson: Gullský Haukur Tómasson: Strati Rolf Wallin: Act Þórður Magnússon: Píanókonsert STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason EINLEIKARAR: Melkorka Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson

DANS LES ARBRES

Harpa

12471338 1001616539861836 587427745799129318 o

The ever-evolving timbres in the music of Dans Les Arbres are flexible enough to be influenced and coloured by all four members of this unique ensemble. More akin to reflection than improvisation, the group’s distinct musical discourse is consciously toned down and subordinated to acoustic originality and subtle interplay. This unique approach results in the gradual, nuanced and processed transformations of sound for which the quartet is highly acclaimed. Emerging out of similarly sparse but distinct points of contact, Dans Les Arbres first came together for a rehearsal in 2004, met for a recording session in 2006, and their first concerts took place the following year. The group has now released two albums on ECM Records and given around 100 performances around the world. Dans les arbres was nominated for the Nordic Music Prize 2015. A new record is being prepared for release in June 2016. PERFORMERS: Xavier Charles (FR), clarinet and harmonica Ivar Grydeland (NO) guitar, banjo and shruti box Christian Wallumrød (NO,) piano and harmonium Ingar Zach (NO), base drum and percussion www.danslesarbres.net ___ Síbreytilegur hljóðheimur Dans Les Arbres er sveigjanlegur og verður fyrir áhrifum af litbrigðunum sem hljóðfæraleikarar þessa einstaka kvartetts hafa fram að færa. Tónlistin er frekar íhugun en spuni, en einstakt samspil hópsins leitar í hið lágstemmda, akústíska og fíngerða. Þessi óvenjulega nálgun skilar sér í stigvaxandi litbrigðum og umbreytingum á hljóðheimi kvartettsins. Meðlimir Dans Les Arbres komu fyrst saman á æfingu 2004, tóku upp á árinu 2006 og héldu sína fyrstu tónleika ári síðar. Kvartettinn hefur núna gefið út tvo geisladiska hjá ECM Records útgáfunni og komið fram á u.þ.b. 100 tónleikum víða um heim. Dans Les Arbres kvartettinn var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Nýr geisladiskur mun líta dagsins ljós í júní 2016. FRAM KOMA: Xavier Charles (FR), klarinett og harmonikka Ivar Grydeland (NO), gítar, banjo og shruti box Christian Wallumrød (NO), píanó og harmoníum Ingar Zach (NO), bassatromma og slagverk www.danslesarbres.net

THE ICELANDIC GUITAR TRIO | HIÐ ÍSLENSKA GÍTARTRÍÓ

Harpa

12471772 1001617599861730 6385830267653173949 o

The Icelandic Guitar Trio performs three Icelandic comspositions which were composed specially for the trio. In addition to these four pieces, two trios by composers from the Czech Republic will be performed. The compositions vary in style, from minimal sound atmosphere to rhythmic music with Spanish influences. PERFORMERS: Thórarinn Sigurbergsson Thröstur Thorbjörnsson Svanur Vilbergsson ___ Flutt verða þrjú íslensk verk sérstaklega samin fyrir Hið Íslenska Gítartríó eftir þau Elínu Gunnlaugsdóttur, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Oliver Kentish. Auk þeirra munu hljóma tvö tríó eftir tékknesku tónskáldin Milan Zelenka og Stefan Rak. Verkin eru afar fjölbreytt og spanna allt frá minimalískum hljóðstemningum yfir í rythmíska tónlist með spænskum árhrifum. FRAM KOMA: Þórarinn Sigurbergsson Þröstur Þorbjörnsson Svanur Vilbergsson

Eivør, Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins í Hörpu

Harpa

12313526 10153100537376268 886601147959481036 n

Eivør, Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins flytja tónverk þar sem leitað er fanga í þjóðsögunni um konu í selsham og hafið, ástin og frelsisþráin gegna lykilhlutverki. "Mér er um og ó, ég á sjö börn í sjó og sjö börn á landi" Söngkonan og lagahöfundurinn Eivør Pálsdóttir og tónskáldið Peter Jensen sömdu þessa tónlistartúlkun á færeysku þjóðsögunni um kópakonuna í Mikladali. Verkið er abstrakt en um leið þrungið tilfinningum. Sagan er átakamikil, með skýran siðferðisboðskap og í tónlistarumgjörðinni má finna enduróm af bæði náttúruhljóðum og sálmum Thomasar Kingo. Verkið um kópakonuna í Mikladali var samið og útsett sérstaklega fyrir Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins. Fram koma: Eivør Pálsdóttir Stórsveit danska ríkisútvarpsins Stórsveit danska ríkisútvarpsins Kór danska ríkisútvarpsins Stjórnandi: Geir Lysne Verk eftir: Eivør Pálsdóttir, Peter Jensen og Marjun S.Kjelnæs. Samstarfsverkefni Hörpu, DR og Norræna hússins í Færeyjum ........................................................... Eivør Pálsdóttir Danish Radio Big Band Danish National Vocal Ensemble With the Danish National Vocal Ensemble and the Danish Radio Big Band, Eivør interprets a musical drama with deep roots in the Faroese legend of the transformation of the Seal Woman, the sea, love - and the yearning for freedom. The singer and songwriter Eivør Pálsdóttir and the composer Peter Jensen have together written a retelling and musical interpretation of the Faroese Legend of the Seal Woman; it is abstract but also highly empathetic. A tale with action and a moral presented in an exciting musical setting with samples of both natural sounds and hymns by Thomas Kingo resonating in the background. The Legend of the Seal Woman has been specifically composed and arranged for the Danish Radio Big Band and the Danish National Vocal Ensemble. Conductor: Geir Lysne Music and words: Eivør Pálsdóttir, Peter Jensen and Marjun S. Kjelnæs

Opnunarkvöld Vetrarhátíðar í Hörpu

Harpa

12513998 10153205854536268 715828634490455005 o

Á opnunarkvöldinu verður ljósahjúp Hörpu breytt í risastóran gagnvirkan striga. Hverjum sem er verður gert mögulegt að myndskreyta strigann með því að klessa á hann sýndarmálningu. Höfundarnir eru þeir Halldór Eldjárn og Þórður Hans Baldursson. Með verkinu leitast höfundar við að skapa vettvang þar sem íbúar borgarinnar fá að bregðast við Hörpu á nýjan hátt með stafrænni og gagnvirkri list sem hvetur til virkra samskipta milli þátttakenda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun setja hátíðina. Í kjölfarið verður skíða og snjóbrettapartý á Arnarhóli þar sem færasta snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar undir líflegri tónlist plötusnúða. Gestum og gangandi er einnig boðið að koma með brettin eða skíðin sín og renna sér í brautinni. https://www.facebook.com/StafliWeb/

Vísindatónleikar Ævars

Harpa

12309488 1087089047981825 34720553282213983 o

AUKATÓNLEIKAR: Vegna mikillar eftirspurnar hefur veirð bætt við tónleikum kl. 16. Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Á tónleikunum kynnir Ævar til leiks ýmsar af merkari uppgötvunum mannsandans í samhljómi við Sinfóníuhljómsveitina og Sprengju-Kötu sem verður sérstakur gestur á tónleikunum. Glæsileg tónlist og myndbrot spanna tækniframfarir allt frá upphafi til framtíðar í spennandi ferðalagi undir leiðsögn Ævars vísindamanns. Hér hljómar tónlist eftir verðlaunatónskáld og stjarnfræðilega vinsæl tónskáld, Íslandsvini og kvikmyndajöfra. Meðal annars má heyra tóna úr himingeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, ævintýraþrá mannsins er í forgrunni og spennandi kraftar koma við sögu. EFNISSKRÁ Þórður G. Þorvaldsson & Helgi Jónsson: Eureka! John Williams: Úr Júragarðinum og Stjörnustríði Leroy Anderson: Ritvélin Koji Kondo: Úr Super Mario Bros. Alan Silvestri: Aftur til framtíðar STJÓRNANDI: Bernharður Wilkinson KYNNIR: Ævar Þór Benediktsson

Leníngrad-sinfónían

Harpa

12314440 1087090007981729 403648657450900642 o

Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Kirill Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar. Hann hlaut hin virtu Gilmore-píanóverðlaun árið 2010 og New York Times valdi nýjasta geisladisk hans einn þeirra bestu sem gefnir voru út á síðasta ári. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns – þriðjungur borgarbúa – hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Frumflutningurinn fór fram í mars 1942 og Moskvubúar fengu að heyra verkið nokkrum vikum síðar. Því næst var handritið ljósmyndað og filma send með flugvél til New York, þar sem Arturo Toscanini stjórnaði NBC-útvarpshljómsveitinni, að venju í beinni útsendingu um öll Bandaríkin, 19. júlí. Bandaríski frumflutningurinn vakti gríðarlega athygli og í huga almennings innsiglaði hann bandalag austurs og vesturs gegn Þriðja ríkinu.Sinfónían er magnþrunginn minnisvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Bandaríski stjórnandinn James Gaffigan, sem nú er aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Luzern, er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur og víst er að kraftur hans og innsæi hentar vel þessari spennandi efnisskrá. EFNISSKRÁ Pjotr Tsjajkovskíj: Píanókonsert nr. 1 (upprunaleg gerð) Dmítríj Shostakovitsj: Sinfónía nr. 7, Leníngrad-sinfónían STJÓRNANDI: James Gaffigan EINLEIKARI: Kirill Gerstein

BESTU LÖG VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR

Harpa

12238356 994110570654974 1435309326709264876 o

BESTU LÖG VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR Í ELDBORG 13. FEBRÚAR 2016 Laugardagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00 verða öll bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar flutt í Eldborgarsal Hörpu. Einstök kvöldstund þar sem margar af þekktustu perlum íslenskrar dægurlagasögu munu hljóma í glæsilegri umgjörð en tónleikarnir hafa verið sýndir í þrígang fyrir fullu húsi í Eldborg á liðnu ári. Á meðal laga má nefna Bíddu pabbi, Lítill drengur, Frostrósir, Það er svo skrýtið, Það er bara þú, Vor í Vaglaskógi og fl. Söngvararnir Friðrik Ómar, Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson, Jógvan Hansen, Margrét Eir og Erna Hrönn koma fram ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara undir stjórn Karls Olgeirssonar. Framleiðandi er Rigg Viðburðir. Sannarlega ómissandi fyrir aðdáendur þessarar yndislegu tónlistar. Miðasala er hafin á harpa.is og Tix.is. Miðaverð frá 5990-9990.

Barton syngur Brahms

Harpa

12485802 1107863965904333 8729481370078851295 o

Bandaríska mezzósópransöngkonan Jamie Barton vakti athygli söngunnenda um heim allan þegar hún hlaut fyrstu verðlaun í Cardiff Singer of the World-keppninni í júní 2013. Hún söng með sinni flauelsmjúku rödd í þriðju sinfóníu Mahlers á Listahátíð í Reykjavík 2014 og vann þar hug og hjörtu tónleikagesta. Nú kemur hún aftur til Íslands og syngur hina undurfögru og tjáningarríku Alt-rapsódíu eftir Brahms, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í fyrsta sinn. Þess má geta að Barton mun einnig syngja verkið á Proms, tónlistarhátíð Breska ríkisútvarpsins í Royal Albert Hall, enda er hér á ferð listakona á heimsmælikvarða. Annars er verkið eitt hið fegursta sem Brahms samdi um ævina. Textinn er fenginn úr kvæði eftiri Goethe, sem hann orti eftir að hafa heimsótt ungan mann sem reyndi að svipta sig lífi eftir að hafa lesið hina áhrifamiklu bók skáldsins, Raunir Werthers unga. Vínartónskáld 19. aldar deila með sér þessari efnisskrá, því að auk Alt-rapsódíunnar hljómar æskufagur forleikur Schuberts að leikritinu Rósamundu, sem og hin stórbrotna fimmta sinfónía Bruckners. Hannu Lintu er aðalstjórnandi Finnsku útvarpshljómsveitarinnar og er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur enda stjórnaði hann öllum sinfóníum Beethovens í Hörpu á árunum 2011–2012. EFNISSKRÁ Franz Schubert: Rósamunda, forleikur Johannes Brahms: Alt-rapsódía Anton Bruckner: Sinfónía nr. 5 STJÓRNANDI: Hannu Lintu EINSÖNGVARI: Jamie Barton KÓR: Karlakórinn Fóstbræður

Barnastund Sinfóníunnar

Harpa

12694612 1121682444522485 6790545869281764197 o

Í þessari Barnastund flytja hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni Vorið eftir Vivaldi ásamt úrvali dans- og göngulaga sem koma hreyfingu á mannskapinn. Tónlistin og lengd Barnastundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Kynnir í Barnastundinni er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri Sinfóníunnar, en Nicola Lolli konsertmeistari leiðir hljómsveitina af sinni alkunnu snilld. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús. Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir UMSJÓN: Hjördís Ástráðsdóttir EFNISSKRÁ Í þessari Barnastund flytja hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni Vorið eftir Vivaldi ásamt úrvali dans- og göngulaga

Miðhálendið: Einn mesti fjársjóður landsins

Harpa

12694740 10153544354443893 809704878174242274 o

Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar halda ráðstefnu í Hörpu 26.-27. febrúar næstkomandi. Efni ráðstefnunnar er miðhálendið og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Þar munu fjölmargir aðilar sem þekkja til náttúrufars og útivistar á hálendinu halda fyrirlestra, auk þess sem fjallað verður um reynsluna af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá munu einnig tveir erlendir fyrirlesarar koma fram: Dr. Christopher Hamilton er bandarískur eldfjallafræðingur sem er sérfróður um eldvirkni á reikistjörnum sólkerfisins. Hann hefur stundað rannsóknir á miðhálendi Íslands og vinnur nú fyrir HiRise teymi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. HiRise teymið rannsakar m.a. gögn um líf á Mars og framtíðarlendingastaði á rauðu plánetunni. Margar hliðstæður eru á milli jarðfræði Íslands og Mars og hefur landið, og þá sérstaklega miðhálendið, verið vinsæll áfangastaður fyrir þá sem rannsaka rauðu reikistjörnuna. Enda þykja töluverð líkindi með þeim jarðmyndunum sem hér er að finna og þeirra sem menn reyna að ráða í á Mars. Dr. Hamilton mun segja ráðstefnugestum frá rannsóknum sínum. Þá mun Joel Erkkonen fjalla um efnahagslega og heilusfarslega ábata af þjóðgörðum í Finnlandi. Joel er ráðgjafi hjá finnsku stofnuninni Parks & Wildlife Finland. Hann hefur rannsakað samfélagsleg og efnahagsleg áhrif þjóðgarða þar í landi. Þær rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á að fyrir hverja evru sem lögð er í rekstur þjóðgarða skila 10 evrur sér tilbaka til samfélagsins. Ókeypis er á ráðstefnuna og hún opin öllum. Skráning: Senda skal póst á steinar@natturuvernd.is Dagskrá: Föstudagur 26. febrúar 13:15-13:25 Ráðstefnustjóri - Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða 13:25-13:35 SETNING - Frú Vigdís Finnbogadóttir 13:35-13:50 Miðhálendið: Þjóðarverðmæti ekki síður en þorskur og ál- Prófessor Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og í stjórn Ferðafélags Íslands 13:50-14:10 Upplifun af íslensku landslagi-Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt, LHÍ 14:10-14:35 Verkefni Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar og verkefni nemenda í grafískri hönnun við LHÍ kynnt-Fulltrúi Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar 14:35-14:55 KAFFI 15:00-15:15 Hvergi betra að vera: Um upplifun útivistarfólks Linda Udengård, leiðsögumaður og í stjórn ferðafélagsins Útivistar. 15:15-15:25 Hálendið: Ímynd og fjársjóður ferðaþjónustunnar Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri og í stjórn SAF 15:25-16:10 The Icelandic Highland: Analog for Planet Mars and Research-Dr. Christopher Hamilton (HiRise-team) 16:10-17:10 Tónlist og léttar veitingar-Veggspjaldasýning Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar og nema í grafískri hönnun við LHÍ Laugardagur 27. febrúar 10:30-10:35 Ráðstefnustjóri-Guðrún Pétursdóttir 10:35-11:00 Verndun náttúrugæða hálendisins: mikilvægi þekkingar og fræðslu-Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands 11:00-11:25 Landslag og náttúra: Einstök smíð-Þóra Ellen Þórhallsdóttir, próf. HÍ 11:25-11:50 Jarðfræði og minjar á heimsvísu-Magnús T. Guðmundsson, próf. HÍ 12:00-13:00 HÁDEGISMATUR 13:00-13:15 Þjóðgarður sem driffjöður atvinnu- og byggðaþróunar-Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga og í svæðisráði N-svæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 13:15-13:30 Vatnajökulsþjóðgarður: Bakhjarl ferðaþjónustu-Páll Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Laugarfellsskála á Austurlandi 13:30-14:15 “Economic and Health Benefits of National Parks – experiences from Finland”-Joel Erkkonen, Senior Advicer, Metshallitus Parks & Wildlife, Finland. 14:15-14:45 UMRÆÐUR/PALLBORÐ

Vínardrengjakórinn: Frá Mozart til Michael Jackson

Harpa

12322826 10153109443426268 4100550910173634442 o

Harpa kynnir með stolti: Vínardrengjakórinn í Norðurljósasal Hörpu í febrúar! Vínardrengjakórinn er einn frægasti drengjakór í heimi og byggir á aldagamalli hefð. Drengirnir hafa sungið í kapellu keisarans í Vín frá árinu 1296. Árið 1498 flutti Maximilian I hirð sína og kapellu til Vínar. Frá þeim tíma hafa kórdrengirnir í Vínardrengjakórnum, ásamt Vínarfílharmóníunni og Vínaróperukórnum, séð um tónlistarflutning í sunnudagsmessum í kapellu keisarans. Tónlistarmenn á við Mozart, Salieri og Bruckner hafa allir unnið við Vínarhirðina; Joseph Haydn, Michael Haydn og Franz Schubert voru sjálfir kórdrengir. Frá miðöldum hefur Vínarkapellan fylgt keisaranum á ferðalögum. Tónleikaferðir eru enn hluti af menntun kórdrengjanna. Frá árinu 1926 hefur Vínardrengjakórinn skipulagt meira en 1000 tónleikaferðir til yfir 100 landa. Í dag er um 100 kórdrengjum á aldrinum 9 til 14 ára skipt í fjóra kóra. Þeir koma fram á yfir 300 tónleikum árlega, sem sóttir eru af meira en hálfri milljón áheyrenda um allan heim. Utan kapellu keisarans í Vín má njóta söngs Vínardrengjana í tónleikasal þeirra í Muth. Tvær nýlegar heimildamyndir eftir Curt Faudon gefa innsýn í list drengjanna: Lög um Mary (2013) er ævisaga Maríu í 21 mótettum og lögum og Að byggja brú – styrkurinn í söng kom út á DVD árið 2014. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og flytja drengirnir klassísk verk eftir Mozart sem og poppstjörnuna Michael Jackson. Listrænn stjórnandi Gerald Wirth. Kórstjóri Manolo Cagnin

ISO: Arvo Pärt & The Hamrahlíð Choirs

Harpa

Arvo hallveig stor

The Iceland Symphony Orchestra will be performing Estonian composer Arvo Pärt’s “Cantus in memoriam Benjamin Britten” and “Te Deum,” two very representative pieces of a compositional style he created, Tintinnabuli. Soprano Hallveig Rúnarsdóttir will then accompany the orchestra on Górecki’s Symphony no. 3, said ‘Of Sorrowful Songs’.

Arvo Pärt og Hamrahlíðarkórarnir

Harpa

12485802 1107864845904245 7225726541036973764 o

Eistneska tónskáldið Arvo Pärt hefur heillað heimsbyggðina með einstökum og undirfögrum tónsmíðum. Á tónleikunum heyrast tvö verka hans Cantus in memoriam Benjamin Britten og Te Deum sem tónskáldið segist hafa á varnfærnislegan hátt dregið út úr þögninni og tóminu. Í sinfóníu nr. 3 eftir Górecki flytur Hallveig Rúnarsdóttir dramatískan texta þar sem missir og viðskilnaður eru meginviðfangsefnið. Pärt samdi Cantus in memoriam Benjamin Britten eða Söng í minningu Benjamins Britten vegna hljómrænna tenginga sinna við tónskáldið sem hann kynntist ekki fyrr en eftir dauða þess þegar hann flutti til Austurríkis frá Eistlandi. Pärt sagði að textinn í Te Deum byggi yfir „óbreytilegum sannleika sem minnti hann á ómælanlega friðsæld sem fjallasýnin veitti og tónsmíð hans hefði á varfærnislegan hátt verið dregin út úr þögninni og tóminu og skapaði stemningu hins takmarkalausa eða óendanlega í tíma og rúmi.“ Í sinfóníu nr. 3 eftir Górecki, Sinfóníu tregafullra söngva flytur Hallveig Rúnarsdóttir, sópransöngkona, dramatískan texta í öllum þáttum verksins. Í fyrsta þætti er það 15. aldar sorgarljóð Maríu móður Jesús, í öðrum þætti skilaboð sem skrifuð voru á Gestapóvegginn í síðari heimsstyrjöldinni og í þriðja þætti þjóðlag frá Sikiley þar sem móðir leitar sonar síns sem lét lífið í sikileysku uppreisninni. Fyrsti og þriðji þáttur túlka tilfinningar foreldris vegna barnsmissis en annar þátturinn sýnir tilfinningar barns sem varð viðskila við foreldri sitt. Stjórnandi tónleikanna Tõnu Kaljuste, samlandi Pärts, hefur verkið mikilsvirkur í tónlistarlífi heimalandsins. Hann er virtur kór- og hljómsveitarstjóri og hefur helgað sig verkum landa sinna og er stofnandi Eistneska fílharmóníukórsins og Tallinn kammerhljómsveitarinnar. Árið 1980 hlaut hann stjórnendaverðlaununin í Alþjóðlegu Béla Bartók-kórakeppninni og árið 2014 var hann valinn annar mest framúrskarandi Eistinn á eftir Arvo Pärt. Hann hefur túlkað tónlist Pärts á metsöludiskum og tónleikum víða um heim. Hamrahlíðarkórarnir hafa um áratuga skeið verið í fararbroddi íslenskra æskukóra. Kórarnir hafa átt afar farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveitina um langt árabil og komið fram á fjölmörgum tónleikum sveitarinnar. Stjórnandi Hamrahlíðarkóranna, Þorgerður Ingólfsdóttir, hefur vakið athygli og aðdáun bæði innanlands og utan fyrir starf sitt með ungu fólki á tónlistarsviðinu. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín og var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. EFNISSKRÁ Arvo Pärt: Cantus in memoriam Benjamin Britten Te Deum Henryk Mikołaj Górecki: Sinfónía nr. 3 STJÓRNANDI: Tõnu Kaljuste EINSÖNGVARI: Hallveig Rúnarsdóttir KÓR: Hamrahlíðarkórarnir

Friday Series - Masters of Melody

Harpa

Si fostudagsrodin horpucover ok

The Masters of Melody series starts next Friday. The conductor is Daníel Bjarnason and the program consists of Spiegel im Spiegel by Arvo Pärt and Tchaikovsky’s fourth symphony. Soloists are Nicola Lolli and Anna Guðný Guðmundsdóttir.

Föstudagsröðin - meistarar laglínunnar

Harpa

12473976 1107866499237413 3762123629953218398 o

Á tónleikum í nýrri Föstudagsröð hljóma tvær tónsmíðar eftir austur­evrópsk tónskáld þar sem laglínur eru í forgrunni fremur en úrvinnsla stefja að þýskum sið. Tsjajkovskíj var sannkallaður meistari lag­línunnar, átti það sameiginlegt með Chopin að geta spunnið flæðandi hendingar sem eru hlaðnar tjáningu. Fjórða sinfónía Tsjajkovskíjs er einmitt bæði lagræn og tilfinningaþrungin. Hún var samin á erfiðu skeiði í lífi hans og sjálfur sagði hann að í tónlistinni ættust við tvö öfl: maðurinn og örlög hans – „þetta óstöðvandi afl sem hindrar hamingju okkar.“ Tónskáld úr okkar samtíma sem einnig hefur sett laglínuna í öndvegi er hinn eistneski Arvo Pärt. Hann samdi Spiegel im Spiegel árið 1978 og efniviðurinn gæti ekki verið einfaldari. Úr smáum skrefum fiðlunnar verður til laglína sem kallast á við brotna hljóma píanósins með einstökum og hrífandi hætti. EFNISSKRÁ Arvo Pärt: Spiegel im Spiegel Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 4 STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason EINLEIKARAR: Nicola Lolli og Anna Guðný Guðmundsdóttir

Icelandic Opera: Don Giovanni

Harpa

Bannernyr

The Icelandic Opera will perform Mozart’s ‘Don Giovanni’. Don is a famous womanizer who seduces women all over Europe but everything goes wrong when he commits an atrocious act.

Jimmy Carr Hörpu

Harpa

12015204 10153364873188171 571805690321401592 o

Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Í síðustu ferð sinni til Íslands seldist upp á fjórar sýningar Carrs á örskotsstundu, mun færru komust að en vildu og áhorfendur lágu bókstaflega í hláturkrampa undir uppistandinu. Jimmy hefur verið lýst sem mesta vinnuþjarknum í uppistandsbransanum. Sem er, þegar maður horfist í augu við staðreyndir, ekkert stórkostlegt afrek. Það er svolítið eins og að vera “hávaxnasti dvergurinn” eða “Heilbrigðasti Glasgowbúinn”. Sem sagt, ekkert frábært. Nú ætlar Carr að kæta Íslendinga með brakandi ferskum bröndurum í glænýrri sýningu: Funny Business. Að þessu sinni stígur hann á svið í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 6. mars. Miðasala hefst fimmtudaginn 8. október kl 10 á Tix.is. Póstlistaforsala Senu fer fram daginn áður. Jimmy verður einnig með sýningu í Hofi, Akureyri: http://www.sena.is/vaentanlegt/vnr/1392

Múlinn Jazz Club: Kúbik Latin band

Harpa

Mulinn nytt1 7 841815481

Múlinn Jazz Club is hosting a musical evening at Harpa, this time performing Cuban Latin music featuring the versatile and promising percussion player, Kristofer Rodriguez. Expect amazing salsa and bolero!

DesignTalks 2016 – Innovation by Design

Harpa

12697100 994270343960670 79083175438103475 o

《English below》 DesignTalks 2016 Hönnun, leiðandi afl í nýsköpun Hönnun er í síauknum mæli álitin grunnþáttur í nýsköpun í viðskiptum og hinum opinbera geira. Á DesignTalks 2016 könnum við mátt hönnunar til nýsköpunar og skapandi stjórnunaraðferða til bættra lífsskilyrða og sjálfbærari framtíðar. 《 Nánar á http://designtalks.honnunarmars.is/ 》 Staðfestir erlendir fyrirlesarar eru Maria Giudice sem nýlega gaf út bókina Leadership by Design og hefur reynslu af stjórnunarstörfum í stórfyrirtækjum eins og Facebook og Autodesk og í hennar eigin start-up Hotstudio, Maria Lisogorskaya arkitekt og einn stofnanda Assemble vinningshafa Turner Prize verðlaunanna 2015, Lauren Bowker, fyrsta “fatahönnunarnornin” samkvæmt VOGUE, sem gerir hið ósýnilega sýnilegt, Tom Loosemore sem m.a. leiddi risaverkefnið GOV.UK. Jonathan Barnbrook sem er þekktastur fyrir samstarf sitt við David Bowie og Azusa Murakami og Alexander Groves stofnendur Studio Swine (Super Wide Interdisciplinary New Explorers), sem vinna m.a. úr plastinu sem flýtur um og mengar sjóinn. Auk þess munu íslenskir hönnuðir taka þátt í dagskránni. Marco Steinberg arktiekt og sérfræðingur í nýsköpun innan hins opinbera og Hlín Helga Guðlaugsdótitr hönnuður og curator DesignTalks munu leiða daginn og stjórna umræðum. DesignTalks fyrirlestradagurinn í Hörpu markar upphaf HönnunarMars hátíðarinnar og er ætlað að veita áhrifafólki í viðskiptum, stjórnvöldum, almenningi og hönnuðum innblástur til samtals og samstarfs í leit að nýjum leiðum. 《English》 DesignTalks 2016 Innovation by Design DesignTalks is the opening seminar and signature event of DesignMarch, produced by the Iceland Design Centre. 《Go to http://designtalks.honnunarmars.is/ 》 DesignTalks is a day of inspirational talks by leading designers and design-thinkers on the impact and relevance of design. It’s 2016 edition will explore the innovation power of design, leader- ship by design and how to harness its potential for increased livability and sustainable futures. With DesignTalks we hope to inspire creative professionals, businesses, thought leaders and designers themselves, to take design seriously and to creatively collaborate towards a future we all want to share. The speakers of the 2016 edition of DesignTalks are Maria Giudice, VP Experience Design at Autodesk, former DOP Facebook and author of Leadership by Design; Maria Lisogorskaya, architect and co-founder of Assemble, winner of the Turner Prize 2015 for urban regeneration; Lauren Bowker, “the first fashion witch” according to VOGUE, who fuses science, alchemy and fashion in her work; graphic designer Jonathan Barnbrook, best known for his collaboration with David Bowie; Tom Loosemore known for GOV.UK among others, and Azusa Murakami and Alexander Groves of the Anglo-Japanese Studio Swine, known for their research-led design. DesignTalks are curated by Hlin Helga Gudlaugsdottir, who will also moderate the day with Marco Steinberg. The architect and co-founder of Snowcone&Haystack is a specialist in innovating governments, and will also host an expert session on designerly ways of approaching today’s challenges, increased uncertainty and transformation.

Iceland Symphony Orchestra: Rachmaninoff and Beethoven

Harpa

Harpa rakhmaniunov og beethoven

A piano concerto by the Russian Sergei Rachmaninoff, written when he was only eighteen years old, will be played in Iceland for the first time in years. The soloist playing with the ISO is the Ukrainian Alexander Romanovsky, a pianist of the Russian school who won first prize in the Ferruccio Busoni International Piano Competition in Italy, at age seventeen.

Rakhmanínov og Beethoven

Harpa

12484762 1107867485903981 8810055189982572452 o

Sergej Rakhmanínov er þekktastur fyrir píanókonserta sína og þann fyrsta samdi hann aðeins 18 ára gamall og sker hann sig úr frá seinni konsertunum fyrir ungæðislegt fjör og ákefð. Úkraínski píanóleikarinn Alexander Romanovsky er rétt rúmlega þrítugur en var á 18. aldursári þegar hann vann til 1. verðlauna í Busoni-píanókeppninni á Ítalíu. Á undanförnum árum hefur hann leikið verk Schumanns, Brahms og Rakhmanínovs inn á fjóra geisladiska fyrir hljómplötuútgáfuna Decca og fengið frábæra dóma fyrir yfirburðatækni og tilfinningaríkan flutning. Glaðvær fyrsta sinfónía Beethovens hefur kætt áheyrendur um víða veröld allt frá því að hann stjórnaði frumflutningi hennar í Vínarborg aldamótaárið 1800. Dima Slobodeniouk stundaði tónlistarnám í fæðingarborg sinni Moskvu og síðar við Sibeliusarakademíuna þar sem hann nam hljómsveitarstjórn m.a. hjá Jorma Panula og Leif Segerstam. Hann hefur stjórnað mörgum þekktum hljómsveitum beggja vegna Atlantshafsins þar á meðal hljómsveitinni Philharmonia í London, sinfóníuhljómsveitunum í Baltimore og Cinncinnati og helstu hljómsveitum í Finnlandi þar sem hann er nú búsettur. EFNISSKRÁ: Jean Sibelius: Ofviðrið, svíta nr. 2 Sergej Rakhmanínov: Píanókonsert nr. 1 Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 1 STJÓRNANDI: Dima Slobodeniouk EINLEIKARI: Alexander Romanovsky