Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Icelandic Opera: Don Giovanni

Harpa

Bannernyr

The Icelandic Opera will perform Mozart’s ‘Don Giovanni’. Don is a famous womanizer who seduces women all over Europe but everything goes wrong when he commits an atrocious act.

Pearls of Icelandic Song

Harpa

Pearls 1404735889

This concert series presents classical Icelandic songs, folksongs, hymns and national songs.  The performers are all young Icelanders, and though the whole program is in Icelandic, it is annotated in English. The artistic director of the concert series, Bjarni Thor Kristinsson, is one of the leading classical singers in Iceland.

Icelandic Opera: Don Giovanni

Harpa

Bannernyr

The Icelandic Opera will perform Mozart’s ‘Don Giovanni’. Don is a famous womanizer who seduces women all over Europe but everything goes wrong when he commits an atrocious act.

Hæ Mambó! Stórsveit Reykjavíkur spilar Latin tónlist

Harpa

12814610 10205888479197914 4989556718333436277 n

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu mánudaginn 14. mars kl. 20. Flutt verður Latin tónlist af ýmsum gerðum og frá ólíkum tímum, m.a. tengd hljómsveitum Tito Puente, Perez Prado , Xavier Cougart, Dizzy Gillespie og fleiri. Einnig mun íslensk Latin tónlist eftir ólíka höfunda koma við sögu. Stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Sérstakir gestir verða slagverksleikararnir Einar Scheving, Pétur Grétarsson og Kristófer Rodriguez Svönuson. Harpa mun sprikla af lífi!!! Þess má geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut nú nýverið, annað árið í röð, islensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í flokki jazz- og blús tónlistar. Miðar í miðsölu Hörpu og á harpa.is Hey Mambo! - The Reykjavik Big Band goes Latin The Reykjavík big band plays the Silfurberg hall at Harpa Concert House on Monday March 14th at 8pm. The program will consist of different types of Latin music from different periods. The program will consist of music connected with the bands of Tito Puente, Perez Prado , Xavier Cougart, Dizzy Gillespie, to name a few. Some Icelandic Latin music will also appear on the program. The band will be conducted by Samuel J. Samuelsson and percussionists Einar Scheving, Pétur Grétarsson and Kristófer Rodriguez Svönuson will appear as special guests. The Reykjavik Big Band just received the Icelandic music awards for jazz record off the year for the second year running. Tickets at the Harpa box office and at harpa.is

Leiðin að upplýstum ákvörðunum

Harpa

12795210 894957370603021 5756793422188679687 o

Þann 15. mars stendur Creditinfo fyrir ráðstefnu í Hörpu, um leiðina að upplýstum ákvörðunum. Þar munu leiðandi sérfræðingar á sínu sviði ræða um hvernig gögn nýtast til þess að auka samkeppnisforskot, veita betri þjónustu og stýra áhættu. Ráðstefnugestum býðst að skrá sig á vinnustofu sem haldin verður eftir hádegi þar sem farið verður yfir leiðir til að meta, fylgjast með og stýra áhættu í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Nánar á www.creditinfo.is Dagskráin: 08:30 - 09:00 Morgunmatur 09:00 - 09:10 Sigríður Vala Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar Creditinfo setur ráðstefnuna 09:10 - 09:40 Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður áhættustýringar Creditinfo 09:40 - 10:10 Steen Henriksen, forstöðumaður áhættustýringar hjá Borgun 10:10 - 10:25 Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo 10:25 - 10:45 Kaffi 10:45 - 11:25 Ben Dressler, sérfræðingur í notendahegðun hjá Spotify 11:25 - 11:55 Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka Fundarstjóri er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Kviku.

Afmennskun/Tilgangur lífsins - útgáfuhóf og tónleikar

Harpa

12095152 1672933036290850 3268317420866151491 o

Útgáfu bókarinnar „Afmennskun“ (A desumanização) eftir portúgalska metsöluhöfundinn Valter Hugo Mãe í íslenskri þýðingu verður fagnað í Hörpu. Úgáfan tengist gerð heimildarmyndarinnar „Tilgangur lífsins“ (O sentido da vida) í leikstjórn Miguel Gonçalves Mendes. Aðstandendur myndarinnar efna til viðburðar með tónlistarmanninum Hilmari Erni Hilmarssyni og höfundinum Valter Hugo Mãe í Kaldalónssal Hörpu 16. mars kl. 20:00. Hilmar Örn mun flytja tónlistarlega túlkun sína á bók Valters Hugos ásamt eigin verkum. Einnig koma fram þeir Steindór Anderssen og Sjón. Eftir að tónleikum lýkur verður útgáfu íslenskrar þýðingar Guðlaugar Rúnar Margeirsdóttur fyrir Sagarana editora forlag fagnað á Norðurbryggjusvæði fyrri framan salinn og höfundurinn Valter Hugo Mãe áritar bækur sínar. Kaupa þarf miða á tónleikana, en útgáfuhófið er öllum opið að þeim loknum.

The Meaning of Life- Hilmar Örn and Valter Hugo Mae

Harpa

4 1350x550

Hilmar Örn will perform a musical interpretation of his own works as well as Valter Hugo Mãe’s book ‘A desumanização’. Steindór Anderssen & Sjón will also make an appearence and Valter Hugo will do a book signing.

Múlinn Jazz Club: ÞJ Quintet

Harpa

Muli banner 42

Múlinn Jazzklúbbur will be performing compositions by Þorgrímur Jónsson. A wonderful way to spend a Wednesday evening.

Film music – Jóhann Jóhannsson

Harpa

Dark days music festival

Jóhann Jóhannsson’s music from the movie ‘The Theory of Everything’ & ‘Prisoners’ will be performed as well as some of Jóhann’s favourite pieces by The Icelandic symphony orchestra.

Kvikmyndatónleikar - Jóhann Jóhannsson

Harpa

12362747 1087093167981413 2582336517033399335 o

Jóhann Jóhannsson telst nú til helstu kvikmyndatónskálda samtímans. Hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna annað árið í röð, í þetta sinn fyrir tónlist við myndina Sicario, og hlaut í fyrra Golden Globe-verðlaunin fyrir The Theory of Everything, sem fjallar um líf Stephens Hawking. Á þessum tónleikum verða frumfluttar þrjár nýjar hljómsveitarsvítur með tónlist Jóhanns, úr Sicario, The Theory of Everything og Prisoners, spennumyndinni með Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Auk þess hefur Jóhann sjálfur valið á efnisskrána nýlega kvikmyndatónlist sem hann hefur mikið dálæti á, eftir þau Jonny Greenwood og Mica Levi. Einnig hljómar sívinsæl tónlist eftir John Williams, meðal annars úr Jurassic Park, Superman, ET og Indiana Jones. Stjórnandi er Adrian Prabava. EFNISSKRÁ: Jóhann Jóhannsson: Sicario, The Theory of Everything og Prisoners Jonny Greenwood: There Will Be Blood Mica Levi: Under the Skin auk kvikmyndatónlistar eftir John Williams STJÓRNANDI: Adrian Prabava

Misbrigði, Erindi 1: Tískusýning

Harpa

10606087 1061376203907905 2670997587201839632 n

Misbrigði, Erindi 1: Tískusýning (English below) Annars árs nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, sýna verk sín að loknu sjö vikna námskeiði. Sýningin er unnin í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins og fer fram þann 18. mars nk., kl. 20:00 í Flóa, Hörpu. Nemendur sem sýna eru: Bergur Guðnason Darren Mark Guðjón Andri Hanna Margrét Kristín Karlsdóttir Magna Rún María Árnadóttir María Nielsen Signý Gunnarsdóttir Þóra Ásgeirsdóttir Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Morph, Volume 1: Fashion Show Second year students from the Iceland Academy of the Arts show their creations after a seven week course. The show is in collaboration with Clothes Donation Center of The Icelandic Red Cross Students are: Bergur Guðnason Darren Mark Guðjón Andri Hanna Margrét Kristín Karlsdóttir Magna Rún María Árnadóttir María Nielsen Signý Gunnarsdóttir Þóra Ásgeirsdóttir Entrance is free and everyone is welcome

Pearls of Icelandic Song

Harpa

Pearls 1404735889

This concert series presents classical Icelandic songs, folksongs, hymns and national songs.  The performers are all young Icelanders, and though the whole program is in Icelandic, it is annotated in English. The artistic director of the concert series, Bjarni Thor Kristinsson, is one of the leading classical singers in Iceland.

Chris Cornell órafmagnaður í Eldborg

Harpa

12182964 10153407685093171 8754100890236630167 o

Söngvarinn og lagahöfundurinn margrómaði, Chris Cornell, flytur tónlist af öllum ferlinum og nýju plötunni sinni, Higher Truth, í Eldborgarsal Hörpu þann 23. mars 2016. Cornell hefur tónleikaferðalag um Evrópu hjá okkur í Hörpu, Reykjavík, þar sem hann fylgir eftir tónleikaferðalagi sínu um gervöll Bandaríkin sem naut gríðarlegra vinsælda. Um er að ræpa órafmagnaða sólo tónleika og er óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund. Tónlistartímaritið Metro sagði Higher Truth vera "nístandi áhrifaríka" og Kerrang! Magazine fullyrti að væri besta platan" sem Cornell hefur sent frá sér í 15 ár!" Chris Cornell er einn af upphafsmönnum og hugmyndasmiðum grunge-hreyfingarinnar á tíunda áratugnum og það er óhætt að fullyrða að rödd hans sé ein sú þekktasta í rokksögunni. Hann hefur náð eyrum heimsbyggðarinnar með ódauðlegum hljómsveitum á borð við Soundgarden, Audioslave og Temple of the Dog, og hefur hann þeim og sem sóló söngvari selt meira en 30 milljónir platna, auk þess sem hann hefur unnið til fjölmargra Grammy verðlauna og verið tilnefndur til Golden Globe verðlauna sem söngvari, lagahöfundur, textsmiður og gítarleikari margoft síðustu þrjátíu ár. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10:00 á Harpa.is, Tix.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050 Verðsvæði eru sem hér segir: Úrvalssæti: 14.990 kr. Verðsvæði 1: 12.990 kr. Verðsvæði 2: 9.990 kr. Verðsvæði 3 7.990 kr. Póstlistaforsala hefst daginn áður, eða miðvikudaginn 11. nóvember. Þá fá þeir sem skráðir eru á viðburðapóstlista Senu tækifæri til að tryggja sér miða heilum sólarhring áður en almenn sala hefst. Sérstök forsala verður fyrir meðlimi í aðdáendaklúbbi Cornells þriðjudaginn 10. nóvember.

Föstudagsröðin - Hafið, hafið...

Harpa

12493841 1107869702570426 1980220249774643609 o

Það var sérstakt áhugamál impressjónista meðal tónskálda að lýsa vatni í tónum eins og sést vel á þessari efnisskrá þar sem vatnið flæðir í ólíkum myndum. Píanóverk Ravels, Jeux d'eau, var fyrsta tónsmíð hans til að vekja verulega athygli. Verkið lýsir gosbrunni og er undir sterkum áhrifum frá tónsmíð eftir Franz Liszt af svip­ uðum toga þótt litbrigði hljómanna séu í anda impressjónismans. Í öndvegisverkinu La mer staðsetur Debussy sig á hafi úti, skoð­ar ölduganginn og samtal vinds og vatns. Töru Takemitsu var eitt mesta tónskáld Japana á 20. öld og var undir sterkum áhrif­ um frá Debussy. Beyond the Sea er hrífandi verk frá árinu 1981, samið undir áhrifum frá skáldsögu Hermans Melville um hvalinn Moby Dick. EFNISSKRÁ Maurice Ravel: Jeux d’eau Toru Takemitsu: Toward the Sea Claude Debussy: La mer STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason EINLEIKARAR: Birna Hallgrímsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir. og Katie Buckley

Dúndurfréttir

Harpa

12719412 1261743650509735 4040965278174263589 o

Þann 1. apríl ætlar hljómsveitin Dúndurfréttir að halda magnaða tónleika í Eldborgarsal Hörpu undir yfirskriftinni „Classic Rock“ Hljómsveitin mun taka mörg helstu verk klassíska rokksins eins og þeim einum er lagið.

Pearls of Icelandic Song

Harpa

Pearls 1404735889

This concert series presents classical Icelandic songs, folksongs, hymns and national songs.  The performers are all young Icelanders, and though the whole program is in Icelandic, it is annotated in English. The artistic director of the concert series, Bjarni Thor Kristinsson, is one of the leading classical singers in Iceland.

Ravel og Dvorák

Harpa

12493549 1107870709236992 7809463602859029753 o

Rhapsodie espagnole er eitt af fyrstu glæsiverkum Ravels fyrir stóra hljómsveit og efniviðinn sækir hann sem oftar til Spánar enda Baski í móðurætt. Snilldarverkin Tzigane og Bolero eru dæmi um tónsmíðar Ravels af sama meiði. Jacques Ibert vann ungur hin eftirsóttu verðlaun Prix de Rome og var afkastamikið tónskáld og listfrömuður. Í dag er flautukonsertinn vafalaust þekktasta verk hans. Emilía Rós Sigfúsdóttir er glæsilegur fulltrúi yngri kynslóðarinnar í íslenskum flautuheimi og nýlega fékk hún frábæra dóma í hinu virta tónlistartímariti Gramophone fyrir geisladisk sinn Protrait sem kom út á liðnu ári. Um konsert Iberts segir hún: „Ég kynntist konsertinum fyrst 11 ára gömul og var þá strax staðráðin í að ná tökum á þessum glæsilega flautukonserti sem hefur fylgt mér allar götur síðan þá. Ég eignaðist nóturnar fljótlega eftir það og æfði konsertinn fram og til baka í nokkur ár. Á endanum hlotnaðist mér sá heiður að fá að flytja hann með Sinfóníuhljómsveit Trinity-tónlistarskólans í London í einleikarakeppni skólans árið 2004.“ Dvořák samdi 8. sinfóníuna á sveitasetri sínu í Bæheimi. Sinfónían er afar ljóðræn og sækir tónskáldið drjúgan hluta efniviðarins í bæheimskan þjóðlagaarf. Antonio Méndez vakti nýlega alþjóðaathygli þegar hann vann 2. verðlaun í hinni virtu Nikolai Malko-keppni ungra hljómsveitarstjóra í Kaupmannahöfn þar sem Lorin Maazel var formaður dómnefndar. EFNISSKRÁ Maurice Ravel: Rhapsodie espagnole Jacques Ibert: Flautukonsert Antonín Dvořák: Sinfónía nr. 8 STJÓRNANDI: Antonio Méndez EINLEIKARI: Emilía Rós Sigfúsdóttir

The Cavern Beatles í Hörpu

Harpa

12694512 10206976467943229 2064799730901264349 o

The Cavern Beatles komast eins nálægt Bítlunum sjálfum og hægt er. Stórkostleg skemmtun þar sem fjórmenningarnir flytja öll helstu Bítlalögin. Frábær tónlist og flutningur - já frábær skemmtun.

60 ára afmælistónleikar KK

Harpa

12307939 1098700086816209 2998201500308969947 o

Kristján Kristjánsson, KK, verður 60 ára þann 26 mars næstkomandi og því blæs hann til hátíðahalda í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann lítur yfir farinn veg, með öllum sínum krókaleiðum, óvæntu beygjum og áningarstöðum. KK leikur úrval laga sinna, segir sögur og tekur á móti gestum. Honum til halds og trausts verður úrvalssveit tónlistarmanna skipuð þeim Eyþóri Gunnarssyni og Jóni Ólafssyni á hljómborð og flygil, Guðmundi Péturssyni á gítar, Benedikt Brynleifs á trommur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló, Lilju Valdimarsdóttur á franskt horn, Andra Ólafssyni á kontrabassa, Sölva Kristjánssyni á rafbassa, ORGINAL KK BANDIÐ mætir að sjálfsögðu líka: Kormákur Geirharðsson á trommur, Þorleifur Guðjónsson á bassa & KK á gítar. Einnig munu Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir heiðra KK með nærveru sinni. Verið hjartanlega velkomin á afmælis-tónleika KK í Hörpu.

Yrkja - Uppskerutónleikar

Harpa

12525280 1149517808405615 6315910486614313192 o

YRKJA er nýtt samstarfsverkefni Tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa, sem miðar að því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum. Þrjú tónskáld voru valin úr fjölda umsækjenda til að taka þátt í verkefninu með Sinfóníuhljómsveit Íslands starfsárið 2015/16, þau Gunnar Karel Másson, Halldór Smárason og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Þau störfuðu með hljómsveitinni í níu mánuði og fengu þannig tækifæri til að þróa færni sína í að skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit, öðlast innsýn inn í innra starf sveitarinnar og vinna náið með hljóð­færaleikurunum. Daníel Bjarnason tónskáld og hljómsveitarstjóri leiðbeindi tónskáldunum og stýrði tónskáldastofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Það fól m.a. í sér vinnustofur og æfingar með hljómsveitinni þar sem tónskáldunum voru gefnar ábendingar. Afrakstur þessarar fyrstu YRKJU eru þrjú ný hljómsveitarverk og hljóma tvö verkanna á tónleikunum en þriðja verkið verður flutt á næstu Yrkju-tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. AÐGANGUR ÓKEYPIS. EFNISSKRÁ: Gunnar Karel Másson: Brim, frumfl. Halldór Smárason: rekast, frumfl. STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason

Jazzkvintettinn Bananas á Múlanum

Harpa

12957600 975582049163819 3953531344923313196 o

Jazzkvintettinn Bananas kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu. Tónlist leikur mjög stórt hlutverk í myndum Woody Allen og mun kvintettinn leika lög úr mörgum þeirra. Trymbill sveitarinnar, Hannes Friðbjarnarson, mun stikla á stóru í kvikmyndasögu leikstjórans á lifandi hátt svo áhorfendur fái tækifæri til að rifja upp kynni sín af persónum og leikendum Allen allt frá Radio Days til Manhattan, og systrum Hönnu til Annie Hall. Ásamt Hannesi koma fram saxón- og klarinettuleikarinn Haukur Gröndal, Ásgeir J. Ásgeirsson sem leikur á gítar, píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson og Þorgrímur Jónsson sem leikur á bassa. Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með tónleikum sem fara fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Björtuloftum í Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is. Einnig er hægt að kaupa miða við inngang.

Tectonics Reykjavik Music Festival 2016

Harpa

12891778 1010709329016982 8449187760907185441 o

Nánar á www.tectonicsfestival.com Tectonics Reykjavík tónlistarhátíðin fer fram í fimmta sinn í Hörpu dagana 14. og 15. apríl. Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir hátíðinni og sem fyrr er Ilan Volkov listrænn stjórnandi hennar. Dagskráin fer fram frá kl.18 til 23 báða dagana. Alls verða haldnir átta tónleikar sem eru að vanda stútfullir af spennandi tónlist. Meðal listamanna sem koma fram auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru Roscoe Mitchell (US), Peter Ablinger (AU), Goodiepal (DK) og Séverine Ballon (FR). Sinfóníuhljómsveitin frumflytur alls sjö ný verk sem flest verða frumflutt á heimsvísu á hátíðinni. Höfundar þessara verka eru Jim O'Rourke, Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Frank Denyer, Davíð Franzson, Þráinn Hjálmarsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir. Auk þess koma fram í Norðurljósasal Hörpu Borgar Magnason, Kira Kira og fleiri en jafnframt verða flutt ný verk í opnu rými Hörpu eftir Inga Garðar Erlendsson og Hafdísi Bjarnadóttur. Í verkum í opnu rými njótum við krafta Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda Listaháskóla Íslands, Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts og Skólahljómsveitar Kópavogs. Í aðdraganda hátíðarinnar, þann 12. apríl stendur Tectonics Reykjavík fyrir málþingi í samstarfi við Listaháskóla Íslands um stöðu sinfóníuhljómsveita á 21. öld þar sem möguleikum á þróun þeirra verður rædd ásamt fleiru. Jafnframt verður boðið upp á masterklass með Séverine Ballon og fyrirlestur með Peter Ablinger í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Báðir þessir viðburðir eru opnir öllum og aðgangur er ókeypis. Miðvikudaginn 13. apríl kl. 18 verða uppskerutónleikar YRKJU - tónskáldastofu Tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem frumflutt verða tvö ný verk Gunnars Karels Mássonar og Halldórs Smárasonar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. - DAGSKRÁ - Þriðjudagur 12. apríl 13:15-15: 45 Kaldalón -- Sinfóníuhljómsveitin á 21. öld Málþing um stöðu sinfóníuhljómsveita í samtímanum. Frummælendur: Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Davíð Brynjar Franzson, tónskáld, Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ilan Volkov, hljómsveitarstjóri og María Huld Markan Sigfúsdóttir, tónskáld. Fundarstjóri: Njörður Sigurjónsson, dósent Málþingið er haldið í samstarfi við Rannsóknarstofu í tónlist (RíT) sem starfar á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis Miðvikudagur 13. apríl 15:00 Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Masterklass með Séverine Ballon, sellóleikara. Aðgangur ókeypis 18:00 Eldborg -- Yrkja, uppskerutónleikar Gunnar Karel Másson: Brim (frumflutningur) Halldór Smárason: rekast (frumflutningur) Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason. Aðgangur ókeypis 21:00 Mengi, Óðinsgötu 2 Tectonics-spunakvöld Fram koma á þriðja tug tónlistarmanna sem tengjast Tectonics með einum eða öðrum hætti. Gestgjafi: Ilan Volkov Aðgangur ókeypis Fimmtudagur 14. apríl 18:00 Norðurljós -- Ablinger Peter Ablinger: Voices and Piano, Flöte und Rauschen, TIM Song Flytjendur: Berglind Tómasdóttir flauta, Peter Ablinger rödd og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. 19:00 Opið rými Hörpu -- Sveimur Hafdís Bjarnadóttir: Sveimur (frumflutningur) Sveimur-Spinoff (frumflutningur) -- samstarfsverkefni Hafdísar Bjarnadóttur og nemenda við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Guy Wood. Flytjendur: Hafdís Bjarnadóttir, Sigurður Halldórsson, Guy Wood, Ungsveit og meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemendur Listaháskóla Íslands. 20:00 Eldborg -- Fyrri hljómsveitartónleikar Jim O'Rourke: Come Back Soon (Evrópufrumflutningur) Davíð Brynjar Franzson: On Matter and Materiality, fyrir selló og hljómsveit (frumflutningur 2. útgáfu) Hlé Frank Denyer: a linear topography (frumfluningur) Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, Séverine Ballon selló, hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov 21:30 Norðurljós -- Mitchell og Magnason Roscoe Mitchell flytur eigið efni á saxófón. Borgar Magnason flytur eigið efni á kontrabassa. Föstudagur 15. apríl 12:45 Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Tónskáldið Peter Ablinger flytur fyrirlestur um verk sín. Aðgangur ókeypis 18:00 Norðurljós -- Séverine og Sigurður Steingrimur Rohloff: Magic Number (frumflutningur) Evan Johnson: dozens of canons: Anaïs Faivre Haumonté (frumflutningur) Flytjandi: Séverine Ballon selló Hlynur Aðils Vilmarsson: Svíta fyrir sjálfspilandi dórófón (frumflutningur) Johan Svensson: Verk fyrir víólu og dórófón (Íslandsfrumflutningur) Hafdís Bjarnadóttir: Febrúardagur, fyrir dórófón, rafhljóð og harmónikku Flytjendur: Sigurður Halldórsson dórófónn, Flemming Viðar Valmundsson harmónikka og Þóra Margrét Sveinsdóttir víóla. 19:00 Opið rými Hörpu -- Stiginn / Stigin : Ingi Garðar Erlendsson: Stiginn / Stigin : fyrir tvær blásarasveitir (frumflutningur) Flytjendur: Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, stjórnandi: Snorri Heimisson, Skólahljómsveit Kópavogs, stjórnandi: Össur Geirsson, hljómsveitarstjóri í flutningi Stigans: Ingi Garðar Erlendsson 20:00 Eldborg -- Síðari hljómsveitartónleikar Peter Ablinger: Quartz Roscoe Mitchell: Conversations for Orchestra (frumflutningur) Útsetningar: Christopher Luna-Mega og Daniel Steffey Hlé Þráinn Hjálmarsson: As heard across a room María Huld Markan Sigfúsdóttir: Aequora (frumflutningur) Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov 22:00 Norðurljós -- Kira Kira og Goodiepal Kira Kira: Call it Mystery -- Alchemy For Impatience (Evrópufrumflutningur) og Gefum í (frumflutningur) Flytjendur: Kira Kira ásamt handvalinni orkestru og kór. Stjórnandi: Pétur Ben Video er eftir Overture Goodiepal: My Motor Skills Have Failed (frumflutningur) Flytjendur: Goodiepal, Nynne Roberta Pedersen, Fanny Sif Pedersen og S.L.Á.T.U.R.

Osborne leikur Shostakovitsj

Harpa

12489224 1107871629236900 4609748683525743495 o

Á þessum tónleikum hljóma nokkrar af perlum klassískrar tónlistar frá 20. öld. Dmitríj Shostakovitsj er kunnastur fyrir dökk og tjáningarrík tónverk en hann kunni líka að slá á léttari strengi. Píanókonsertinn nr. 2 er ein hans glaðværasta tónsmíð, samin fyrir ungan son hans sem var efnilegur píanisti. Hann hljómar hér fluttur af skoska píanistanum Steven Osborne sem á marga aðdáendur á Íslandi enda hefur hann tvívegis leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Osborne hefur hlotið tvenn Gramophone-verðlaun og ótal aðrar viðurkenningar hafa fallið honum í skaut. Hann hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum heims og hefur verið á samningi við útgáfuforlagið Hyperion frá árinu 1998. Í mars 2016 fagnar Jón Nordal níræðisafmæli sínu. Í tilefni afmælisins flytur Sinfóníuhljómsveitin Choralis, verk sem Jón samdi árið 1982 fyrir Þjóðarsinfóníuhljómsveit Bandaríkjanna í Washington D.C., þar sem það var frumflutt undir stjórn hins heimskunna Mstislavs Rostropovitsj.Verkið er hæglátt og íhugult, og í því vitnar Jón í eitt hið einkennilegasta íslenskra þjóðlaga, Liljulagið svokallaða sem sungið var við Lilju, kvæði Eysteins Ásgrímssonar. Á seinni hluta tónleikanna hljóma verk eftir tvo meistara austur-evrópskrar tónlistar á 20. öld. Béla Bartók var ákafur þjóðlagasafnari og Rúmenskir þjóðdansar eru eitt hans vinsælasta verk. Witold Lutosławski var eitt helsta tónskáld Póllands á 20. öld. Konsert fyrir hljómsveit er meðal hans glæsilegustu verka þar sem hver deild sveitarinnar fær að láta ljós sitt skína. EFNISSKRÁ Jón Nordal: Choralis Dmitríj Shostakovitsj: Píanókonsert nr. 2 Béla Bartók: Rúmenskir þjóðdansar Witold Lutosławski: Konsert fyrir hljómsveit STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason EINLEIKARI:Steven Osborne

Janis Carol og hljómsveit á Múlanum

Harpa

13041126 984769704911720 4003704975958611621 o

Söngkonan Janis Carol hefur starfað um árabil á söngleikjasenunni í London. Að þessu sinni fara tónleikaranir fram á fimmtudaginn og ætlar hún ásamt hljómsveit sinni að setja þægilegan snúning á gamla og góða jazz standarda og heiðra lögin með því að syngja þau eins og þau voru skrifuð. Um leið minna okkur á hvers vegna við elskum þessa tónlist til að byrja með. Ásamt henni koma fram píanóleikarinn Sunna Gunnlaugs, Gunnar Hrafnsson sem leikur á bassa og trommuleikarinn Erik Qvick. Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með tónleikum sem fara fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Björtuloftum í Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is. Einnig er hægt að kaupa miða við inngang.

Stórsveitamaraþon í Hörpu

Harpa

13095788 10206317667607356 346258990300153262 n

13:00 Stórsveit Reykjavíkur 13:30 Stórsveit Tónlistarskólans í Garðabæ 14:00 Stórsveit Tónlistarskóla FÍH 14:30 Stórsveit Tónlistarskóla Akureyrar 15:00 Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 15:30 Léttsveit Karenar 16:00 Stórsveit Suðurnesja 16:30 Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar 17:00 Stórsveit Öðlinga Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni, laugardaginn 30. apríl kl. 13-17:30 í Flóa, Hörpu (fyrir aftan veitingastaðinn Smurstöðina á jarðhæð). Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur. Að þessu sinni koma eftirfarandi stórsveitir fram: Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Tónskólans í Garðabæ, Stórsveit Tónlistarskóla FIH, Stórsveit Tónlistarskóla Akureyrar, Stórsveit Tónlistarskóla Reyjanesbæjar, Léttsveit Karenar, Stórsveit Suðurnesja, Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar og Stórsveit Öðlinga. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í tuttugasta sinn en þessi skemmtilega uppákoma er þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 180. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir.

AC/DC TÓNLEIKASÝNING

Harpa

12697314 1029931133739584 4036700245176552748 o

Rigg Viðburðir í samvinnu við Jagermeister og Tuborg Gold kynna: AC/DC, hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á rúmlega 40 ára ferli, verður gert hátt undir höfði í glæsilegri tónleikasýningu í Eldborg laugardagskvöldið 30. apríl. Með einfaldleikann að vopni og eldmóðinn til að leggja heiminn að fótum sér, héldu bræðurnir og gítarleikararnir Angus og Malcolm Young af stað í ferðalag sem hefur legið um gjörvalla veröldina, allar götur síðan árið 1973 þegar AC/DC var stofnuð í Sydney í Ástralíu. Talsverðar mannabreytingar áttu sér stað fyrst um sinn en með tilkomu trommarans Phil Rudd, bassaleikarans Mark Evans og söngvarans Bon Scott, varð AC/DC loks tilbúin í komandi átök. Segja má að sveitin hafi vart slegið slöku við næstu árin; stanslausar tónleikaferðir á milli þess sem menn unnu dag og nótt í hljóðverinu. Uppskriftin var einföld: auðmelt þriggja hljóma rokk með tvíræðum textum um partíhald, drykkju og dömur. Frammistaða AC/DC á tónleikum var með eindæmum öflug. Angus, íklæddur skólabúningi, þeyttist sviðsenda á milli. Bon Scott heillaði viðstadda með sterkri nærveru sinni svo um munaði. Hann bjó yfir kraftmikilli rödd, var lunkinn textasmiður og það var honum algjörlega í blóð borið að skemmta fólki. AC/DC gerði sex plötur með Bon Scott innanborðs og aðdáendahópurinn óx með hverri útgáfu. Lög á borð við TNT, Whole Lotta Rosie, Let There Be Rock og Dirty Deeds Done Dirt Cheap fönguðu huga rokkunnenda vítt og breitt og allt stefndi í rétta átt. Barningur áströlsku rokkarana uppá toppinn hélt áfram en átti eftir að taka sinn toll. Fram til þessa hafði líferni Bon Scott ekki haft áhrif á frammistöðu hans með AC/DC. Vinsælasta plata sveitarinnar með Scott, meistarastykkið Highway To Hell, reyndist svanasöngur hans með AC/DC en Bon Scott lést úr drykkju þann 19. febrúar árið 1980 í London á Englandi. Þrátt fyrir missinn héldu Young-bræður ótrauðir áfram. Englendingurinn Brian Johnson var ráðinn til leiks og aðeins hálfu ári eftir fráfall Scott kom hin magnaða Back In Black út og festi AC/DC endanlega í sessi í hópi stærstu rokksveita heims. Velgengni AC/DC hélt áfram á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Herbragð Malcolm Young virkaði greinilega sem skyldi frá ári til árs; að hnika ekki út frá stefnunni. Platan The Razor's Edge frá árinu 1990 bætti nýrri kynslóð við í aðdáendahóp AC/DC og spilaði risasmellurinn Thunderstruck þar lykilrullu. Um miðjan tíunda áratuginn var Phil Rudd ráðinn á ný til að lemja húðirnar eftir 11 ára fjarveru og klassíska uppstilling AC/DC því sameinuð á ný.Plöturnar Ballbreaker, Stiff Upper Lip og Black Ice báru allar sterkan keim af hinum sígillda hljóm sveitarinnar sem skipaði svo stóran sess í hugum og hjörtum unnenda AC/DC. Aðdáendahópurinn tók að vaxa á nýjan leik og velgengnin náði ákveðnu hámarki á Black Ice tónleikaferðinni þar sem AC/DC tróð upp fyrir alls fimm milljónir manna eftir að hafa selt átta milljónir eintaka af fyrrnefndri plötu. Síðustu misseri hafa áföll dunið yfir AC/DC. Malcolm Young er óvinnufær eftir að hafa greinst með heilabilun og Phil Rudd fékk fangelsisdóm og var látinn fara úr sveitinni. Þessi áföll hafa þó ekki stöðvað Angus Young í að gleðja rokkþyrsta tónlistarunnendur þessa heims. Bróðursonur Angusar - Stevie Young - var ráðinn í AC/DC í fjarveru frænda síns og platan Rock Or Burst leit dagsins ljós árið 2014. Með trommarann Chris Slade sér til fulltingis hafa Angus, Brian og félagar í AC/DC verið á stanslausu tónleikaferðalagi síðustu tvö ár þar sem hver og einn einasti miði hefur selst. En hví skyldi AC/DC halda þessum barningi áfram? Brian Johnson kann svar við því: „Við erum að uppfylla ósk Malcolm Young. Hann vildi að við héldum áfram að búa til tónlist.“ Og það heldur sannarlega áfram að virka. Veröldin virðist aldrei fá nóg af AC/DC. Í sýningunni fá aðdándur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri stórsmelli í glæsilegri umgjörð. Það er valinn maður í hverju rúmi í þessari mögnuðu tónleikasýningu en hljómsveitina skipa þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar: Söngvarar: Stefán Jakobsson Dagur Sigurðsson Hjörtur Traustason Gítar: Ingó Geirdal (Dimma) Trommur: Magnús Magnússon Bassi: Guðni Finnsson (Dr. Spock, Mugison, Ensími) Gítar: Franz Gunnarssson (Ensími) Raddir: Heiða Ólafsdóttir & Alma Rut Ljósahönnun: Helgi Steinar Halldórsson Hljóðhönnun: Jóhann Rúnar Þorgeirsson Sviðsetning: Rigg Viðburðir

Latínsveit Tómasar R. á Múlanum

Harpa

13133236 988479477874076 4133641186303919549 n

Bassaleikarann, tónskáldið og latínbóndann Tómas R. Einarsson þarf vart að kynna en hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á næst síðustu tónleikum vorrdagskrár Múlans. Hljómsveitin mun spila úrval af eldri og yngri latínlögum Tómasar, en latínplötur hans hafa selst í meira en tólf þúsund eintökum og hlotið góða dóma. Sú síðasta, Bassanótt, var kjörin ein af latínplötum ársins 2013 í Kólumbíu og var nýverið nefnd sem dæmi um latíndjass í fremstu röð í bandaríska tímaritinu All About Jazz. . Ásamt Tómasi koma fram Snorri Sigurðarson sem leikur á trompet, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, trommuleikarinn Matthías MD Hemstock og Sigtryggur Baldursson sem slær á kóngatrommur. Vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans er að renna sitt skeið með síðustu tónleikum 11. maí á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Björtuloftum í Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is. Einnig er hægt að kaupa miða við inngang.

Föstudagsröðin - tímamótaárið 1910

Harpa

12525453 1107872375903492 7852605459121650506 o

Árin um 1910 mörkuðu tímamót í tónlistar­ sögunni og tónskáld reyndu ótal nýjar leiðir til að nálgast listina. Á þessum föstudags­tónleikum er í forgrunni hinn litríki og magnaði ballett Stravinskíjs, Eldfuglinn. Þetta verk, sem einmitt var samið 1910, markaði upphafið á glæstum ferli Stravinskíjs sem balletttónskálds. Sama ár samdi Anton Webern allt annars konar verk þar sem gælt er við þögnina, fjóra stutta kafla fyrir fiðlu og píanó. Á meðan sat Debussy í París og samdi prelúdíur fyrir píanó, hrífandi tónlist þar sem gælt er við ótal litbrigði flygilsins. Sif Tulinius og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja verk Weberns og Debussys en hljóm­ sveitin öll flytur balletttónlist Stravinskíjs undir stjórn Daníels Bjarnasonar, staðarlista­ manns Sinfóníuhljómsveitarinnar. EFNISSKRÁ Claude Debussy: Prelúdíur fyrir píanó; La fille aux cheveux de lin og Minstrels Anton Webern: Fjórir þættir fyrir fiðlu og píanó Ígor Stravinskíj: Eldfuglinn STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason EINLEIKARAR: Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sif Margrét Tulinius

Ævintýrið um Eldfuglinn - Litli tónsprotinn

Harpa

12402051 1107902085900521 1947585157561707382 o

Í heillandi ævintýrinu um Eldfuglinn segir frá Ívani prins sem er hugrakkur með eindæmum og risastórum fugli sem logar í alls konar rauðum og gulum litum rétt eins og sólin sjálf hafi tekið sér bólfestu í fjöðrum hans. Þetta er Eldfuglinn, eitt litríkasta hljómsveitarævintýri sem sögur fara af. Á þessum kraftmiklu tónleikum segir Barbara trúður tónleikagestum frá Eldfuglinum sem birtist í öllu sínu veldi, leyndarmálum skógarins, fjöregginu og gulleplunum. Myndum sem sýna Eldfuglinn dansa og svífa á milli greina töfratrjánna verður varpað upp meðan á flutningi stendur. Frá kl. 13 og eftir tónleika gefst tónleikagestum tækifæri til að búa til glæsilegar Eldfugls-grímur í Hörpuhorni. Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands vann að því að koma Eldfuglinum í búning 21. aldarinnar með nýju myndefni og grímugerð. Eldfuglinn segir ævintýrið út frá sjálfum sér. Kvenhlutverkin eru ekki mjög fyrirferðamikil í ævintýrinu en með nýju myndefni er lögð áhersla á að nálgast ásýnd kynjanna út frá öðrum sjónarhóli en hefð er fyrir í gömlu ævintýrunum. Höfundar myndefnis: Ari H. Yates teikningar, Gabríel Bachmann hreyfimyndagerð, Diðrik Kristófersson grímuhönnun Frá kl. 13 og eftir tónleika gefst tónleikagestum tækifæri til að búa til glæsilegar Eldfugls-grímur í Hörpuhorni. EFNISSKRÁ Ígor Stravinskíj: Eldfuglinn STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason SÖGUMAÐUR: Trúðurinn Barbara