Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Baiba spilar Beethoven

Harpa

12183742 1068727453151318 460347433106153681 o

Lettneski fiðluleikarinn Baiba Skride er ein af hinum stóru fiðlustjörnum samtímans. Hún hreppti fyrstu verðlaun í Queen Elisabeth-keppninni árið 2001 og tímaritið The Strad sagði hana „einn mest spennandi fiðluleikara sem komið hefur fram á sjónarsviðið síðan Itzhak Perlman hóf feril sinn“. Hún hefur hljóðritað fjölda geisladiska sem hlotið hafa alþjóðleg verðlaun. Nýjasti diskur hennar var tilnefndur til BBC Music-verðlaunanna fyrr á þessu ári auk þess sem gagnrýnandi The Telegraph kallaði hann „ómissandi“. Stærstan hluta ársins er hún á faraldsfæti með Stradivarius-fiðluna sem hún hefur að láni frá landa sínum, Gidon Kremer. Á efnisskránni er einn ástsælasti fiðlukonsert allra tíma, meistaraverk Beethovens sem sameinar gáska og ljóðrænu. Þrjú hljómsveitarverk Ravels hljóma einnig á tónleikunum, meðal annars litrík ævintýratónlistin við Gæsamömmu og hið magnþrungna La valse sem er eins konar svar tónskáldsins við ógn og örvæntingu fyrri heimsstyrjaldarinnar. EFNISSKRÁ: Ludwig van Beethoven: Fiðlukonsert Maurice Rave:l Alborada del gracioso Gæsamömmusvíta, La valse STJÓRNANDI: Eivind Aadland EINLEIKARI: Baiba Skride

The Barber of Seville

Harpa

Bordirakarinn

The Icelandic Opera will be performing the Barber of Seville with an all-new, all-Icelandic cast.

SVANAVATNIÐ St. Petersburg Festival Ballet ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands

Harpa

10533172 10153046873251268 8163330161599246511 o

Hátíðarballettinn frá Pétursborg sló í gegn fyrir tveimur árum með glæsilegri uppfærslu í Hörpu á einni fegurstu perlu dansbókmenntanna. Nú snúa rússnesku dansararnir aftur og flytja Svanavatnið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sérstökum viðhafnarbúningi í Eldborg. Svanavatnið er ein vinsælasta listdanssýning allra tíma og á sér fastan sess í efnisvali í sígildum listdans. Verkið er samið við tónlist hins ástsæla tónskálds, Piotr Tchaikovsky og hefur um aldir haft gífurlegt aðdráttarafl. Svanavatnið sameinar töfrandi tónlist Tchaikovsky, áhrifamikla ástarsögu og líkamstjáningu sem kallar fram það mikilfenglegasta sem dansararnir hafa fram að færa. Pétursborg er vagga hins fræga rússneska balletts sem er innblásinn af Marius Petipa á 20. öldinni. Í Pétursborg eru ótal mörg fræg leikhús, þar á meðal Mariinsky og Mikhailovsky. Því miður ferðast þessi leikhús sjaldan utan Rússlands og því gefst fáum listdansunnendum í heiminum færi að sjá hinn fræga Pétursborgarballett. Hátíðarballettinn frá Pétursborg var stofnaður árið 2009 til að endurspegla bestu hefðir og anda Pétursborgarballettsins í sýningaferðum um Evrópu og allan heim. Glæsileiki, þokki og yndislegur léttleiki er það sem einkennir Hátíðarballett Pétursborgar með ferskan innblástur frá tuttugustu og fyrstu öldinni, fullkomna danssýningu prýdda konunglegum búningum og sviðsmynd. Sviðsmynd og búningar eru eftir hinn heimsþekkta Vyacheslav Okunev sem starfað hefur í þekktustu húsum heims sem og Bolshoi Theatre, Mariinsky Theatre og La Scala. Á síðustu fimm árum hefur Hátíðarballett Pétursborgar dansað við frábærar undirtektir á stærstu sviðum Evrópu, þar á meðal Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Finnlandi, Svíþjóð, Póllandi, Íslandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Króatíu, Slóvakíu. Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði sem fæst í miðasölu Hörpu eða í síma 528-5050. Hljómsveitarstjóri: Sergei Fedoseev Listrænn stjórnandi: Margarita Zhuchina Aðaldansarar: Margarita Zhuchina Philipp Parchachev

Icelandic Wind Bands

Harpa

Wind bands

Icelandic Wind bands will be playing back to back during this seven hour long music fest at Harpa!

Múlinn Jazz Club: Leifur Gunnarsson and Band

Harpa

Mulinn jazz club

Leifur Gunnarsson and his band plays music from his new album, ‘Húsið sefur’. The music is mainly lyrical and melancholy folk jazz, driven by imagery and written after poems by Icelandic poets. Leifur will also release a book containing the printed music to this album.

Chamber Music Society #3

Harpa

The chamber music society e1422621303183

In this third instalment of the Chamber Music Society’s concert series, they will perform works by Clarke, Beethoven and Brahms.

Svanur Wind Orchestra

Harpa

Svanur banner 0 758931815

The Svanur Wind Orchestra will be performing movie scores, from Phantom of the Opera to old Westerns.

Iceland Symphony Open Rehearsal

Harpa

Iceland symphony orchestra 01

The Iceland Symphony orchestra has open rehearsals occasionally! As these are working rehearsals, they can’t guarantee any specific program, but it’s nevertheless a great way to wake up!

Daníel og Debussy

Harpa

12045277 1068728303151233 4985090346122201933 o

Daníel Bjarnason hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim á undanförnum árum fyrir tónsmíðar sínar og hljómsveitarstjórn. Nýtt hljómsveitarverk hans, Collider, dregur nafn sitt af stóra sterkeindahraðlinum í rannsóknamiðstöðinni CERN og var frumflutt af Sinfóníuhljómsveitinni í Cincinnati í mars síðastliðnum. Þar vakti það mikla hrifningu og einn gagnrýnandi kallaði það „heillandi ferðalag í tíma og rúmi“. Sem tónskáld hefur Daníel unnið með nafntoguðum hljómsveitum á borð við fílharmóníuhljómsveitirnar í New York og Los Angeles, Ulster-hljómsveitina á Írlandi og skosku BBC-hljómsveitina. Þá hafa heimsþekktir hljómsveitarstjórar stjórnað verkum hans og nægir þar að nefna Gustavo Dudamel, James Conlon og John Adams. Daníel Bjarnason er einn af mikilvirkustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og margfaldur verðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hann er nú staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Pierre Boulez sagði eitt sinn að flauta skógapúkans hefði blásið nýju lífi tónlistina. Forleikur Debussys að Síðdegi skógarpúkans boðaði vissulega nýja tíma í tónlistarsögunni og er hann ásamt La mer meðal fegurstu, áhrifamestu og vinsælustu verka franska impressjónistans. Með Lontano opnaði Györgi Ligeti nýjan hljóðheim sem heillaði m.a. Stanley Kubrick sem notaði tónlist Ligetis í nokkrum kvikmynda sinna, m.a. A Space Odyssey, Eyes Wide Shut og The Shining en í þeirri myndi heyrast einmitt brot úr Lontano. Stórbarítónsöngvarinn Ólafur Kjartan söng sig inn í hjörtu tónleikagesta á tónleikum Sinfóníunnar undir stjórn Ashkenazys í fyrra þar sem hann túlkaði ljóðaflokkinn Söngvar og dansar dauðans eftir Músorgskíj og nú syngur hann ægifögur og sárljúf ljóð Mahlers með hljómsveitinni undir stjórn Daníels Bjarnasonar. EFNISSKRÁ: Claude Debussy: Forleikur að Síðdegi skógarpúkans György Ligeti: Lontano Daníel Bjarnason: Collider Gustav Mahler: Kindertotenlieder Claude Debussy: La mer STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason EINSÖNGVARI: Ólafur Kjartan Sigurðarson

Daniel & Debussey

Harpa

Daniel debussey

Headlining ins this musical evening is Daníel Bjarnasson, who will conduct his latest piece, ‘Collider’. Other pieces include Debussey’s Prelude to an Afternoon with a Faun, and the Kindertotenlieder.

IMMERSION: Cikada / defunensemble / Esbjerg Ensemble / Norbotten NEO / Caput

Harpa

Immersion concert

Five contemporary music ensembles – Cikada (Norway), defunensemble (Finland), Esbjerg Ensemble (Denmark), Norbotten NEO (Sweden) and Caput (Iceland) – come together to offer a unique day of short concerts. Each ensemble will perform a mix of their favourite pieces along with exciting new works. There will be time between each performance, so that audience members and ensemble musicians can mingle, relax and discuss the music that has just been played.

IMMERSION

Harpa

Immersion

Harpa hosts a day and night filled with amazing music from five ensembles, Cikada (Norway), defunensemble (Finland), Esbjerg Ensemble(Denmark), Norbotten NEO (Sweden) and Caput (Iceland). They will all play throughout the day, with time in between sets to mingle with audience members. This is going to be memorable, guys.

Advent at Harpa: Student Band

Harpa

Harpa reykjavik concert hall 220811 1709990689

As part of Harpa’s Advent celebration, students from Tónlistaskóli Reykjavíkur will be showing off what they’ve learned.

Þetta er grín, án djóks - í Hörpu!

Harpa

11140041 10153086715996268 6533991516224835818 n

Hommi, múslimi og feministi koma gangandi inn á bar... Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri í hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Það er okkur því sönn ánægja að tilkynna að sýningin verður í Hörpu 28. nóvember nk. Aðeins ein sýning! Saga og Dóri eru uppistandarar og þau eru líka kærustupar. Þau elskast, rífast, semja brandara og eru ósammála um hvort betra sé að fara til New York eða á Hornstrandir til að rækta sambandið. Dóri og Saga eru kaldhæðin, upptekin af sjálfum sér og of mikið á netinu. Það er ekkert grín að vera einstaklingur í sjálfhverfu sambandi og í samkeppni við einu manneskjuna sem skilur mann. Það eina sem þau óttast er að segja óviðeigandi brandara og verða fyrir vikið jörðuð á öllum miðlum. En hvað er óviðeigandi brandari? Er grín ekki alltaf leikur á línunni? Og hversu óviðeigandi þarf mjög fyndinn brandari að vera til að maður sleppi honum? Er grín einhvern tímann ókeypis? Meira að segja fimm aura brandarar hafa verðmiða og hvað kostaði þá Grínverjinn? Miðasala miðvikudag 18. nóvember kl 12:00. Ath. aðeins ein sýning! Þetta er grín, án djóks er 316. sviðsetning Leikfélags Akureyrar og er sett upp í samstarfi við Menningarhúsið Hof Leikarar: Halldór Laxness Halldórsson, Saga Garðarsdóttir og Benedikt Karl Gröndal ....................................................... "Drepfyndin sýning" - Skapti Hallgrímsson – Mbl "Gott verk og öllum aðstandendum þess til sóma" – Ágúst Þór Árnason Vikudagur "í leikhúsinu verður hláturinn oft dálítið sakbitinn, í því felst snilld þessarar sýningar." - Björn Þorláksson – hringbraut.is "Í stuttu máli þá fannst mér þetta stórkostleg sýning." - Hilda Jana Gísladóttir – N4 „Mjög vel heppnað. Ég skemmti mér mjög vel og það var alveg augljóst að áhorfendur skemmtu sér mjög vel,“ - Hlín Agnarsdóttir - Kastljós

The Tin Drum: Sin Fang

Harpa

Sin fang by hvalreki

Everybody loves everything Sindri Már Sigfússon does. Seabear, Gangly, Sin Fang, etc.—if Sindri’s involved, everyone’s gonna love it. Unusually enough, the Icelandic answer to RZA’s popularity is not the result of nefarious nepotism or shady back-alley deals—it’s because he continues to makes some consistently amazing music (he also has an extensive collection of eclectic fake beards, which always helps).

Múlinn Jazz Club: Tómas R. Trio

Harpa

Mulinn jazz club

Tómas and Ómar (known for their album release earlier this year, Bræðarlag) will be performing with a third, and will showcase the variety of their music.

Aðventutónleikar Sinfóníunnar

Harpa

12196339 1068729499817780 6334243294448820870 n

Hinn ungi Baldvin Oddsson trompetleikari sem er einn af efnilegustu tónlistarmönnum þjóðarinnar leikur einleik á aðventutónleikum Sinfóníunnar í ár. Á aðventutónleikum Sinfóníunnar leikur hljómsveitin jafnan tónlist frá barrokk-tímanum eða tónlist sem hentar þessum hátíðlega árstíma. Baldvin hefur víða komið fram á tónlistarviðburðum í Evrópu og Norður Ameríku og hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Bjartasta vonin árið 2013 og í janúar síðastliðnum lék hann einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Ungir einleikarar. Baldvin flytur glæsilegan trompetkonsert Albinonis en á undan honum hljóma þrjár sinfóníur Bachs, sem stjórnandi tónleikanna valdi sérstaklega fyrir viðburðinn, og 6. Brandenborgarkonsert meistarans. Þá leikur hljómsveitin svítu úr tilkomumikilli Vatnatónlist Händels og hátíðlega Haffnersinfóníu Mozarts. Þessir tónleikar koma öllum í sannkallað hátíðarskap í upphafi aðventu. Matthew Halls er í framvarðasveit ungra breskra stjórnenda og hljómborðsleikara. Hann er reglulegur gestastjórnandi hjá hljómsveitum sem sérhæfa sig í eldri tónlist en stjórnar jafnframt stærri hljómsveitum í virtustu tónleikasölum og listamiðstöðvum heims. Halls er stofnandi hljómsveitarinnar Retrospect Ensemble sem hefur hlotið mikið lof fyrir flutning og túlkun á tónlist sem spannar fjórar aldir. Þetta er í þriðja sinn sem Matthew Halls stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á aðventutónleikum en hann hefur ávallt vakið mikla hrifningu áheyrenda. Nú er hann mættur með fjölbreytta og áferðarfallega barokktónlist í farteskinu sem á fastan sess á aðventutónleikum hljómsveita víða um veröld. EFNISSKRÁ: J.S.Bach: Sinfóníur úr kantötum og Brandenborgarkonsert nr. 6 Tomaso Albinoni: Trompetkonsert Georg Friedrich Händel: Vatnatónlistin W. A. Mozart: Sinfónía nr. 35, Haffner STJÓRNANDI: Matthew Halls EINLEIKARI: Baldvin Oddsson

Advent at the Symphony

Harpa

Harpa vefbordi 1350x550px adventa 0

The Iceland Symphony will be starting the holiday season in style with this concert, featuring young soloist Baldvin Oddson. Works by Bach, Mozart, and Baldinoni will be performed, conducted by Matthew Halls.