Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Milljarður rís 2017

Harpa

15937020 10153985678490938 4668617809294836551 o

Hin árlega dansbylting UN Women verður haldin í fimmta skipti 17. febrúar næstkomandi í Hörpu á vegum UN Women á Íslandi og í samstarfi við Sónar Reykjavík og Nova. Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Í ár heiðrum við minningu Birnu Brjánsdóttur. Líkt og undanfarin ár heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu og lofum við ógleymanlegri upplifun. Við hvetjum fólk til þess að nota almenningssamgöngur til að koma í Hörpu en einnig verður hægt að leggja frítt í bílakjallara Hörpu og meðan fjörið stendur yfir. Látum jörðina hristast með samtakamættinum! #fokkofbeldi In English: Our favourite time of the year has finally arrived! For the fifth time, One Billion Rising will be held at Harpa Music Hall in collaboration with Sónar Reykjavík on February 17th at 12:00-13:00 PM One Billion Rising is an opportunity for us to rise up, dance and demand justice and an end to violence against women. You don‘t want to miss this! #fokkofbeldi

Skrímslið litla systir mín

Harpa

14556760 1303118849712176 1440441544744598761 o

Skrímslið litla systir mín, saga Helgu Arnalds, heyrist nú í fyrsta sinn í sinfónískum búningi með tónlist Eivarar Pálsdóttur. Eivør og Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Graduale Futuri flytja söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarkadóttur. Á þessum sannkölluðu ævintýratónleikum má heyra söguna af Bjarti sem eignast litla „skrímsla“-systur sem étur mömmu og pabba. Hann ferðast alla leið út á heimsenda til að reyna að skila systur sinni og fá mömmu og pabba til baka. Á tónleikunum má einnig heyra Gullbrá og birnina þrjá í flutningi Sinfóníuhljómsveitinnar með skemmtilegu afbrigði af brúðuleikhúsi án orða, einskonar pappírsbíói, þar sem leikmynd og brúður eru klipptar út líkt og dúkkulísur. Pappírsbíóinu, sem unnið er af Helgu Arnalds, er varpað upp á tónleikunum þannig að hlustendur geti hvílt í áhrifaríkum ævintýraheimi um leið og þeir njóta tónlistarinnar. Frá kl. 13 og aftur að tónleikum loknum verður listasmiðja í Hörpuhorni þar sem tónleikagestir fá tækifæri til að búa til sitt eigið skrímsli. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!

Rakhmanínov og Beethoven

Harpa

14581571 1303122276378500 2879637716151588911 n

Enski píanistinn Stephen Hough er einn fjölhæfasti tónlistarmaður samtímans. Hann hefur leikið í öllum virtustu tónleikasölum heims og varð fyrsti klassíski flytjandinn til að hljóta hin virtu MacArthur-verðlaun; auk þess hefur hann hljóðritað yfir 50 geisladiska sem hafa fengið frábærar viðtökur og meðal annars aflað honum átta Gramophone-verðlauna. Hann er einnig tónskáld og rithöfundur, auk þess að vera prófessor við Juilliard-skólann í New York. Í farteskinu í þetta sinn er hin fjöruga og skemmtilega Paganini-rapsódía Rakhmanínovs. Auk þess hljóma fjórir dansar Dvořáks þar sem slavnesk sveitastemning ríkir, og hin bráðskemmtilega fjórða sinfónía Beethovens. Jun Märkl er einn fremsti túlkandi Vínarklassíkur meðal stjórnenda samtímans, enda stjórnar hann meðal annars við Vínaróperuna á hverju starfsári.

Föstudagsröðin - Þrír byltingarmenn

Harpa

14691170 1303124043044990 8011451333826175666 o

Þróun tónlistarinnar hefur alla tíð grundvallast á verkum framsækinna byltingarmanna sem vildu breyta bæði listinni og heiminum. Á þessum tónleikum hljóma verk eftir tvö framsækin tónskáld 20. aldar auk Beethovens sem markaði nýja leið í tónlistinni. Fransk-ameríska tónskáldið Edgard Varèse samdi risastór hljómsveitarverk innblásin af nið stórborganna, en í hinu kraftmikla Density 21.5 breytir hann einleiksflautunni svo að segja í nýtt hljóðfæri. Verkið dregur heiti sitt af eðlisþyngd platínu, enda samið fyrir platínuflautu. Cage var frumkvöðull þegar kom að hinu breytta píanói þar sem skrúfur og aðrir aukahlutir eru settir milli strengja til að framkalla óvenjulegan slagverkshljóm. Hin glaðværa og skemmtilega sinfónía nr. 4 eftir Beethoven er til marks um að sá mikli byltingarmaður átti sér margar hliðar í listinni.

Stórsveit Reykjavíkur 25 ára, Ansgar Striepens frá Þýskalandi

Harpa

16388007 10158193133825788 6207324220110347299 n

Stórsveit Reykjavíkur fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Hljómsveitin fagnar tímamótunum með tónleikum í Kaldalóni, Hörpu laugardaginn 25. febrúar kl 16:00. Stjórnandi, höfundur tónlistar og einleikari verður þýski básúnuleikarinn Ansgar Striepens. Hann er einn af helstu stórsveitafrömuðum Þýskalands og starfar meðal annars mikið með Stórsveit þýska útvarpsins í Köln. Stórsveit Reykjavíkur hélt sína fyrstu æfingu 17. febrúar 1992 undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar. Síðan þá hefur hljómsveitin markað sér tryggan sess í menningarlífi þjóðarinnar með reglulegu og fjölbreyttu tónleikahaldi. Árlega eru haldnir 7-8 tónleikar, flestir í Hörpu en þar hefur hljómsveitin fast aðsetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni. Hljómsveitin lítur á sig sem þjóðarhljómsveit hryngeirans í íslenskri tónlist. Á svipaðan máta og Sinfóníuhljómsveit Íslands, leggur Stórsveit Reykjavíkur sig eftir fjölbreyttum efnistökum og sambandi við ólíka aldurs- og áhugahópa hlustenda. Hljómsveitin frumflytur nýja íslenska tónlist árlega, flytur inn erlenda gesti úr fremstu röð jazzheimsins, leikur sögulega tónlist frá ýmsum tímabilum, skemmtir börnum og eldri borgurum og hugar að uppeldisstarfi íslenskra stórsveita. Alls hefur hljómsveitin haldið tæplega 200 tónleika. Hljómsveitin hefur ekki fastan stjórnanda en ýmist stjórna erlendir gestir eða fremstu menn í íslenska jazzheiminum. Stórsveitin hefur gefið út sjö geisladiska og komið fram á fjórum öðrum. Hljómsveitin hefur fjórum sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin; sem flytjandi ársins í jazzflokki 2005, og fyrir hljómplötu ársins í flokki jazz- og blústónlistar árin 2011, 2015 og 2016. Mikill fjöldi heimsþekktra erlenda gesta hefur unnið með hljómsveitinni á liðnum árum. Í þeirra hópi eru m.a Maria Schneider, Bob Mintzer, Bill Holman, Frank Foster, Dick Oatts og John Hollenbeck.

Amabadama og SinfoniaNord - Harpa

Harpa

15776637 1217579548330557 8912457063620308845 o

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggí hljómsveitin Amabadama koma fram saman á tónleikum í Eldborg þar sem allir múrar milli tónlistartegunda verða felldir. Þetta verða stærstu tónleikar Amabadama til þessa. Samskonar samvinnutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands voru haldnir með rokkhljómsveitinni Dimmu síðasta vor. Þá var uppselt á þrenna tónleika og voru þeir mörgum eftirminnilegir. Fyrsta Amabadama-platan „Heyrðu mig nú“ náði miklum vinsældum hér á landi. Hún verður flutt í heild sinni ásamt glænýju efni í nýjum reggí sinfónískri útsetningu. Miðasala hefst á tix.is þann 29. desember. Lofað verður einstakri upplifun með þeim Sölku Sól, Gnúsa og Steinunni Jóns í broddi fylkingar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er fersk og nútímaleg sinfóníuhljómsveit. Sveitin hefur spilað inn á kvikmyndir og hljómplötur sem og leikið með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistarflórunnar. Þess á milli heldur hún háklassíska sinfóníutónleika. Hún hefur átt í samstarfi við Árstíðir, Todmobile, Dimmu, Pollapönk, Steve Hackett (Genesis), Ólaf Arnaldsson, Eivöru Pálsdóttur, Grétu Salóme og Dúndurfréttir svo eitthvað sé nefnt. Viðburður sem má ekki láta fram hjá sér fara!

Stöndum þétt saman <3

Harpa

16601869 1261980207216551 5030836683894509976 o

Stöndum þétt saman! Tónleikar til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg Veglegir tónleikar með mörgum af okkar þekktustu listamönnum verða haldnir til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 1. mars næstkomandi. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Jón Jónsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, María Ólafsdóttir, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Haukur Heiðar og Ragnar Bjarnason. Húshljómsveitina skipa: Gunnar Leó Pálsson - trommur, Helgi Reynir Jónsson - gítar, Valdimar Kristjónsson - píanó, Baldur Kristjánsson - bassi og Þórður Gunnar Þorvaldsson - hljómborð og slagverk. Forseti Íslands flytur stutta tölu í upphafi tónleikanna og kynnir verður Eva Ruza. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 15. febrúar hjá tix.is og harpa.is. Við skorum á fyrirtæki að hafa samband og skoða sérstaka styrktarpakka sem þeim stendur til boða. Hugmyndin að tónleikunum vaknaði hjá skipuleggjanda þeirra sem langaði að leggja björgunarsveitunum lið en mikið álag hefur verið að sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á síðustu vikum og mánuðum. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa þurft að takast á við mörg umfangsmikil og flókin verkefni á sviði leitar og björgunar að undanförnu en starf björgunarsveitanna er fjármagnað með frjálsum framlögum og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína, þar með talið tónlistarfólk og tónistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Styrktaraðilar ; 365 miðlar, Harpa, Græna Herbergið og Sigmenn. Nánari upplýsingar veitir: Sigurdís Sóley Lýðsdóttir, sími 775 8944.(sigurdis89@gmail.com) Andrés Magnússon, sími 844 7273.

Dj. flugvél og geimskip í Blikktrommunni

Harpa

16403163 1836168116652482 516335015268838784 o

Dj. flugvél og geimskip er sólóverkefni listakonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur. Tónlistin sækir áhrif í ótal heima og fjallar um óravíddir geimsins, drauga, drauma og leyndardóma hafdjúpanna svo eitthvað sé nefnt. Henni hefur verið lýst sem elektrónískri hryllingstónlist með geimívafi, sem samanstendur af fjörugum töktum, töffaralegum bassa og grípandi laglínum. Tónleikar með dj. flugvél og geimskip eru einstaklega litríkir, líflegir og fullir af ljósum og reyk. dj. flugvél og geimskip segir sögur milli laga til að veiða áhorfendur inní töfraheim. Með hjálp ótal trommuheila, hljómborða og diskóljósa er áhorfendum boðið í ferðalag um töfra-heim sem er jafn stór og hugarflugið nær.) Dj. flugvél og geimskip gaf út fyrstu plötuna sína, Rokk og róleg lög, árið 2009 og árið 2013 gaf hún út plötuna Glamúr í geimnum sem fékk frábærar viðtökur hér heima. Titillag plötunnar varð feykivinsæl og myndbandið, sem dj. flugvél og geimskip gerði sjálf við lagið, var tilnefnt sem besta myndbandið á Íslensku tónlistarverðlaununum. Platan hlaut Kraumsverðlaunin 2013. Í júní árið 2015 kom síðan út þriðja hljóðversplata dj. flugvélar og geimskips sem ber nafnið Nótt á hafsbotni en þar fjalla lögin um hafdjúpin. Platan, sem fékk gríðargóða dóma, hlaut hin eftirsóttu Kraumsverðlaun. Jafnframt kom hún út í Bretlandi í desember 2015 og var valin ein af 50 bestu plötum ársins af Line of Best Fit. Nótt á hafsbotni er þyngri í spilun en Glamúr í geimnum, en taktarnir eru dansvænni og melódíurnar eru undir áhrifum frá austrænni tónlist, m.a. Sýrlandi og Indlandi. Um mitt síðasta ár sendi dj. flugvél og geimskip frá sér sitt fyrsta lag á ensku, The Sphinx, en um þessar mundir vinnur hún að upptökum á nýrri plötu sem alfarið verða á ensku. Blikktromman Tónleikaröðin Blikktromman, sem er sjálfstæð og haldið úti af áhugafólki um gæðatónlist, er á sínu öðru starfsári en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón salur í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði. Meðal listamanna sem komið hafa fram á Blikktrommunni eru; Sóley, Högni Egilsson, Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla, Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson og Benni Hemm hemm, Snorri Helgason, Úlfur úlfur, President Bongo & The Emotional Carpenters, Soffía Björg & Teitur Magnússon.

Reykjavik, Iceland. String-Course w. Alexander and Greta Salóme

Harpa

16299857 10158171790555644 3854299415921235901 o

On 9 - 13 March 2017 will Greta Salome stand for individual courses for string students of all ages. Special guest teacher of the course is Alexander Rybak. Registration on spilagledi@gmail.com All information on the Facebook page of the course: https://www.facebook.com/spilagledi/ Þann 9. - 13. mars 2017 mun Greta Salóme standa fyrir einstöku námskeiði fyrir strengjanemendur á öllum aldri. Sérstakur gestakennari námskeiðsins er Alexander Rybak. Skráning á spilagledi@gmail.com Allar upplýsingar á Facebook-síðu námskeiðsins: https://www.facebook.com/spilagledi/ FACEBOOK-EVENTPOST https://www.facebook.com/events/1356595384411574/ POSTER WITH MORE INFORMATION https://www.facebook.com/spilagledi/photos/a.1718786615100920.1073741828.1718759951770253/1718786591767589/?type=3&theater

Píanókonserter Beethovens

Harpa

14670739 1303126056378122 1934697216641462941 n

Fáir píanóleikarar hafa hlotið þvílíkt lof síðustu ár fyrir túlkun á verkum Beethovens sem enski píanistinn Paul Lewis. Hljóðritun hans á öllum píanósónötunum hlaut meðal annars Gramophone-verðlaun, og hann varð fyrstur til að leika alla píanókonserta Beethovens á einni og sömu Proms-hátíðinni árið 2010. Hann vakti líka mikla athygli fyrir frábæran leik sinn í Hörpu árið 2013. Nú mun Lewis leika alla fimm píanókonserta Beethovens á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, í mars og september 2017, og febrúar 2018. Með konsertunum hljóma sinfóníur eftir þrjá samtímamenn Beethovens sem einnig settu mark sitt á tónlistarlífið í Vínarborg: Haydn, Mozart og Schubert. Það er vel við hæfi að hefja þennan Beethoven-hring á konsertinum nr. 2, því hann er hinn elsti af útgefnum konsertum Beethovens hvað sem raðtölum líður. Greina má áhrif Mozarts í ljúfum og áreynslulausum hendingunum, en í hinum kraftmikla konserti nr. 3 hefur Beethoven fundið sinn eigin dramatíska tón. „Kraftaverks“-sinfónía Haydns er bæði fáguð og kraftmikil. Viðurnefni sitt hlaut hún af því að sagt var að ljósakróna hefði fallið úr loftinu meðan á flutningi hennar stóð, en til allrar hamingju ekki skaðað nokkurn mann.

Barnastund Sinfóníunnar

Harpa

16991643 1478876835469709 6532924041819705003 o

Í síðari Barnastund vetrarins fögnum við vorkomunni með fjölbreyttri tónlist. Gamlir gullmolar og nýjar útsetningar ungra tónskálda verða í forgrunni ásamt léttu og skemmtilegu lögunum sem eiga sinn fasta sess á þessari sannkölluðu gæðastund. Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Osmo stjórnar Beethoven

Harpa

14559995 1303128636377864 5093208675630186283 o

Rússneski píanistinn Yevgeni Sudbin hefur á undanförnum árum sópað að sér verðlaunum fyrir leik sinn. Nýlegur diskur hans með verkum Skrjabíns var valinn diskur ársins hjá Telegraph og um leið sagði gagnrýnandi blaðsins að Sudbin væri „á góðri leið með að verða einn mesti píanisti 21. aldarinnar“. Hann flytur hér hinn guðdómlega A-dúr konsert Mozarts, þar sem skiptast á skin og skúrir með eftirminnilegum hætti. Osmo Vänskä þykir einn eftirtektarverðasti Beethoven-túlkandi okkar daga og hljómdiskar hans með Minnesota-hljómsveitinni hafa fengið prýðilega dóma. Hér hljómar hin dásamlega sjöunda sinfónía Beethovens, sem er ein sú fjörugasta sem hann samdi og sem Wagner kallaði „fullkomnun dansins“. Það er enginn skortur á framúrskarandi tónskáldum í Finnlandi, en Kalevi Aho sker sig úr fyrir litríka og áheyrilega tónlist sína, sem stundum minnir á Shostakovitsj. Eitt áhugaverðasta verk úr smiðju hans síðustu ár er Minea, eins konar konsert fyrir hljómsveit þar sem hver hljóðfærahópur fær sína stund í sviðsljósinu. Verkið samdi Aho árið 2008 fyrir Minnesota-hljómsveitina og Osmo Vänskä, og fá nýleg hljómsveitarverk hafa hlotið jafn einróma lof gagnrýnenda og áheyr- enda og þetta frísklega verk sem nú hljómar í fyrsta sinn á Íslandi.

Föstudagsröðin - Fiðrildi og finnskir skógar

Harpa

14714946 1303130043044390 1675725537356474520 o

Kaija Saariaho er dáð um allan heim fyrir hljómsveitarverk sitt og óperur, en á verkaskrá hennar eru einnig sérlega áhrifamikil einleiksverk. Hún samdi Sept papillons eða Sjö fiðrildi meðan hún var við æfingar á Salzburgarhátíðinni árið 2000, og tónlistin hefur hrífandi yfirbragð hins hverfula og skammvinna. Sæunn Þorsteinsdóttir hefur fengið frábæra dóma í helstu blöðum Bandaríkjanna fyrir innlifaðan sellóleik sinn og hefur m.a. leikið kammertónlist með Itzhak Perlman og Mitsuko Uchida. Sinfónía nr. 2 eftir Sibelius er ein hans glæsilegasta tónsmíð og nýtur verðskuldaðrar hylli um allan heim. Sibelius lýsti tónsmíðavinnu sinni eitt sinn svo að það væri „sem Guð almáttugur hafi fleygt niður mósaíkflísum úr gólfi himnaríkis og beðið mig að raða þeim eins og þær voru áður.“ Sinfónían hljómar hér í flutningi Osmo Vänskä, aðalgestastjórnanda SÍ. Sinfóníuhljómsveitin fagnar því að árið 2017 er öld liðin frá því að Finnland öðlaðist sjálfstæði. Af því tilefni verður finnsk tónlist áberandi á efnisskránni vorið 2017: verk eftir Sibelius og Saariaho hljóma á tvennum tónleikum (19. janúar og 17. mars) auk þess sem hljómsveitin flytur nýlegt verk eftir Kalevi Aho, sjöttu sinfóníu Sibeliusar og múmínálfarnir sívinsælu mæta á Tónsprotatónleika.

Matarmarkaður Búrsins - Aðgangur ókeypis.

Harpa

17265090 1311163245588113 7624357098874410163 n

Matur, mannlíf og menning á Matarmarkaði Búrsins helgina 18. til 19. mars 2017. Opið frá kl. 11 til kl. 17 báða daga. Allskonar nýtt, skemmtilegt og bragðgott. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

The Dollop - Live Podcast

Harpa

16299666 1238627959546851 8622101928894123546 o

The Dollop er hlaðvarp (podcast) með sagnfræðinördanum og leikaranum Dave Anthony og uppistandaranum Gareth Reynolds. Varpið skaust hratt upp vinsældarlistana eftir að það hóf göngu sína árið 2014 en í hverri viku segir Dave frá óþekktum atburðum úr sögu Bandaríkjanna og viðbrögð Gareths eru án undantekningar sprenghlægileg. Bæði fólk úr fræðasamfélaginu og áhorfendur í uppistandsklúbbum dragast að þessu undarlega hlaðvarpi vegna trylltra sagna Daves og spunahæfileikum Gareths. The Dollop sýningin (og hlaðvarpsupptakan) fer fram í Norðurljósum Hörpu þann 21. mars. Aðeins 300 sæti eru í boði og er miðaverð litlar 4.990 kr. Norðurljósum verður stillt upp eins og góðum uppistandsklúbbi; ónúmeruð sæti og bar inni í salnum. Nánar: www.sena.is/dollop Miðasala á Harpa.is: http://bit.ly/sldollop_harpa

Poschner stjórnar Bruckner

Harpa

14711614 1303131516377576 8983007632986932659 o

Sinfóníur Antons Bruckners eru meðal þess glæsilegasta sem samið var fyrir hljómsveit á síðari hluta 19. aldar. Mikilfenglegur hljómur þeirra er engu líkur, stórbrotnir tónflekar renna saman í áhrifamikla heild og ekki síst gefur hljómur málmblásturshljóðfæranna verkum hans einstakan lit og áferð. Sinfónían nr. 8, sem jafnan er talin með bestu sinfóníum Bruckners, var fullgerð árið 1890 og tileinkuð sjálfum Frans Jósef I. Austurríkiskeisara. „Þessi sinfónía er krúnudjásn tónlistarinnar á vorum dögum“ sagði einn hugfanginn hlustandi og tónjöfrarnir Hugo Wolf og Johann Strauss voru á sama máli. Sinfóníur Bruckners hljóma sjaldan hér á landi og sú áttunda hefur ekki heyrst í rúman áratug. Það er því fagnaðarefni að flutningur hennar nú verði í öruggum höndum Markusar Poschners, sem hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands margoft frá árinu 2009. Það er samdóma álit manna að þessi þýski stjórnandi, sem gegnir stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bremen, hafi einstakt vald á öllum blæbrigðum hljómsveitarinnar og að SÍ leiki sjaldan betur en undir hans stjórn.

Íslenska óperan á Hönnunarmars í Hörpu

Harpa

17310182 1541352702549670 3148089398513772632 o

Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur úr rússnesku óperunni Évgeni Onegin sem Íslenska óperan setti upp haustið 2016 eru einstakt augnakonfekt og náðu að skapa andrúmsloft og umgjörð sem fangaði augað. Búningarnir eru sérlega glæsilegir og unnir af natni þar sem hvert smáatriði skiptir máli og fær að njóta sín. Uppfærslan var valin ,,Tónlistarviðburður ársins 2016" á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sýningarstjóri er Ása Lára Axelsdóttir kjólameistari.

Útgáfutónleikar: Víkingur spilar Philip Glass

Harpa

16402548 10154355987177029 3552889159768718084 o

Smellið hér til að tryggja ykkur miða: http://bit.ly/2kKs2PN Brot úr dómum um diskinn sem birtust í febrúar: "Volcanic temperament, great virtuosity, a taste for challenges.” -Le Monde) "A daring and unique artist" -Bachtrack.com "This is, frankly, one of the best single discs of Glass piano music I've ever heard, with a full spectrum of dynamics heard along with both personal utterances and works of true grandeur" -Buffalo News "With his interpretation of the piano etudes of Philip Glass, the 32-year-old musician achieves nothing less than a pianistic masterpiece of deep emotions and overwhelming force" Klassikakzente.de "the perfect blend of playful free spirit and technical finesse." -Crescendo Magazine Víkingur Heiðar Ólafsson leikur píanóverk Philip Glass á einleikstónleikum í Eldborg í tilefni af útgáfu fyrstu plötu sinnar hjá Deutsche Grammophon. Philip Glass er meðal áhrifamestu tónlistarmanna samtímans. Hann fagnar áttræðisafmæli sínu 31. janúar og verður tónlist hans í brennidepli víða um heim á þessu ári. Víkingur kynntist Philip Glass árið 2014 þegar tónskáldið sótti Hörpu heim og hafa þeir síðan flutt etýður Glass í Gautaborg og London. Dómar um flutning Víkings á etýðunum í Barbican, London: "amazing virtuosity ... monumental, rapt intensity" Telegraph "mesmerising" Financial Times Sérstakir gestir á tónleikunum verða Strokkvartettinn Siggi sem mun ásamt Víkingi flytja tvær nýjar umritanir á verkum tónskáldsins.

Karlakórinn Heimir og gestir

Harpa

15896010 10153979623936268 8086117282875461120 o

Þann 25. mars 2017 verður hátíðardagskrá í Eldborgarsal Hörpu sem tileinkuð er íslensku Vesturförunum og afkomendum þeirra. Hátíðin er liður í verkefni sem Vesturfarasetrið á Hofsósi og Karlakórinn Heimir í Skagafirði standa að og nefnist Kveðja frá Íslandi. Á hátíðinni verður Karlakórinn Heimir í aðalhlutverki ásamt einsöngvurunum Þóru Einarsdóttur sópran og Óskari Péturssyni tenór. Strengjasveit ásamt Tómasi Higgerson píanóleikara annast undirleik. Gestakór er Hljómfélagið, undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Á efnisskránni eru margar íslenskar og erlendar söngperlur sem Stefán Gíslason söngstjóri hefur útsett fyrir kórinn. Á hátíðinni verður frumflutt lagið Kveðja frá Íslandi, lagið er eftir Stefán Gíslason og textinn eftir Kolbein Konráðsson. Lagið var samið sérstaklega í tilefni af ferð kórsins til vesturstrandar Kanada þann 20. apríl næstkomandi. Yfirskrift hátíðarinnar er Vestur um haf og er hún undanfari fyrrgreindrar sem er farin í þeim tilgangi að viðhalda og efla tengslin við fólk af íslenskum ættum sem búsett er á vesturströnd Norður Ameríku. Um 180 manna hópur áhugasamra einstaklinga, listamanna og áhrifafólks mun fara í ferðina og taka þátt í viðburðum sem skipulagðir hafa verið í Vancouver og Victoria. Hátíðin hefst kl. 16:00.

Vetrarferðin - Sígildir Sunnudagar

Harpa

17155529 10210825631609907 5281610870419870311 n

Barítónninn Ágúst Ólafsson og píanóleikarinn Gerrit Schuil flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Ágúst og Gerrit flytja alla ljóðaflokka Schuberts í tónleikaröð Gerrit Schuil, Ljóðaflokkar, sem er hluti af Sígildum Sunnudögum í Hörpu. Þeir hafa þegar flutt Malarstúlkuna fögru og næst flytja þeir Svanasöng Schuberts 23. apríl. Vetrarferðin/Winterreise er einn þekktasti ljóðaflokkur sem um getur í tónlistarsögunni en þar tókst Schubert að færa hið mannlega í tónaform með þvílíkri snilld að verkið skapar honum sérstöðu fram á þennan dag. Vetrarferðin var samin í tveimur hlutum við 24 ljóð Müllers sem lést 33 ára árið 1827, sama ár og Schubert lauk við annan hluta ljóðaflokksins. Ágúst Ólafsson er einn fremsti barítónsöngvari Íslendinga. Hann lærði söng í Helsinki en kom svo heim eftir að námi lauk. Fjölbreytt verkefnaval hans í óperunni, á tónleikum og í óratóríum sýna breidd hans sem flytjanda. Styrkleikar hans koma skýrt fram í ljóðasöng og fyrir hann hefur hann hlotið hrós ekki ómerkari manna en Schwarzkopf og Fischer-Dieskau. Árið 2010 fluttu Ágúst og Gerrit Schuil alla ljóðaflokka Schuberts á Listahátíð og hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Í framhaldinu voru þeir hvattir til að endurtaka flutninginn, sem þeir nú gera. https://www.tix.is/is/harpa/event/3588/ljo-aflokkar-agust-olafsson-og-gerrit-schuil/

95 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Harpa

17240537 10158532843845372 6621799664661482755 o

Á þessum 95 ára afmælistónleikum Lúðraveitar Reykjavíkur verða eingöngu flutt tónverk eftir núverandi og fyrrverandi meðlimi sveitarinnar. Frumflutt verða verk eftir Unni Malín Sigurðardóttur og Þóri Hermann Óskarsson, en að auki verða flutt eldri verk eftir Daníel Þröst Sigurðsson, Lárus Halldór Grímsson, Báru Sigurjónsdóttur, Árna Björnsson og Pál Pampichler Pálsson. Einleikarar á klarinett eru Kristján Rúnarsson og Thekla Stokstad. Lúðrasveit Reykjavíkur er elsta lúðrasveit landsins, en hún var stofnuð 7. júlí 1922 við sameiningu lúðrafélaganna Gígju og Hörpu. Þá þegar hafði Harpan hafið undirbúning að byggingu æfinga- og tónleikahúss í nánu samstarfi við Knud Ziemsen bæjarstjóra Reykjavíkur. Hann hafði bent þeim á að byggja á öskuhaugunum sem blöstu við honum út um skrifstofugluggann. Hljómskálinn var reistur á haugunum við Tjörnina og kostaði fullbúinn kr. 26.415,51. Margir góðir menn hafa stjórnað sveitinni, sá fyrsti var Otto Böttcher, síðar hafa m.a. stjórnað sveitinni til lengri eða skemmri tíma, Páll Ísólfsson, Karl Ottó Runólfsson,Albert Klahn, Páll Pampichler Pálsson, Björn R Einarsson, Stefán Þ Stephensen, Eiríkur Stephensen, Oddur Björnsson, Guðmundur Norðdahl, Helgi Þ Svavarsson, Jóhann T Ingólfsson o.fl. Núverandi stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson og hefur hann stjórnað sveitinni frá 1998. Miðaverð er 2.500 krónur, frítt fyrir börn 16 ára og yngri. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.00 í Kaldalónssal Hörpu. Ekki láta þessa tónleika fram hjá ykkur fara. Miða má nálgast í miðasölu Hörpu https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/95-ara-afmaelistonleikar-ludrasveitar-reykjavikur/

Enigma-tilbrigðin

Harpa

14695364 1303132476377480 3076581797007807760 n

Kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes vakti verðskuldaða athygli íslenskra tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í Toronto í Hörpu haustið 2014. Þessi fiðlusnillingur hefur hlotið bæði Grammy- og Gramophone-verðlaun, auk þess sem gagnrýnendur um allan heim hafa ausið hann lofi. „Óviðjafnanlegar tónlistargáfur“ sagði gagnrýnandi Times í Lundúnum og líkti honum við sjálfan Paganini hvað leiksnilli snerti. Ehnes mun leika hinn ljóðræna og síðrómantíska konsert bandaríska tónskáldsins Samuels Barber, sem kunnastur er fyrir tónsmíð sína Adagio fyrir strengi. Enigma-tilbrigði Elgars eru magnþrungið hljómsveitarverk með óvenjulega sögu, því að tónskáldið neitaði alla tíð að gefa upp hvert stefið væri sem tilbrigði hans byggja á. Eitt tilbrigðanna, Nimrod, hefur notið sérstakrar hylli og margir muna eftir því úr leikritinu Abel Snorko býr einn, sem sýnt var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum.

Ástarsöngvar og drykkjuvísur - Perlur íslenskra sönglaga

Harpa

17632199 1459531680733155 6444502664694556814 o

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja íslensk sönglög um ást og örlög, drykkju og dauða á tónleikum í Hörpu í apríl. Tónleikadagsetningar: 2., 9., 15., 23. og 29. apríl kl 17

Samaris - Blikktromman tónleikasería / concert series at Harpa

Harpa

17359309 1861073237495303 5468275614766103499 o

Um // About (english below) Samaris sameinar ólíka tónlistarheima með rafpoppi Þórðar Kára, klarinettleik Áslaugar Rúnar og undraverðum, öruggum og hljómþýðum söng Jófríðar Ákadóttur. Samaris vann öruggan sigur Músíktilrauna árið 2011 fyrir þroskaðan hljóm sem er dulúðlegur og framandi en jafnframt persónulegur. Síðustu ár hafa þau spilað úti um allan heim og segja þau ferðalögin hafa aukið skilning sinn á sambandi sínu við tónlist og hvert annað. Á annarri plötu sinni, Black Lights, spila þau úr ævintýrum síðustu ára en platan sú var valin plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2016 auk þess sem Jófríður var valin söngkona ársins. Samaris er á internetinu, tékkaðu á þeim. Combining disparate elements of electronics (Þórður Kári Steinþórsson, aka ‘Doddi’), clarinet (Áslaug Rún Magnúsdóttir) and Jófríður Ákadóttir’s enchanting voice, Samaris mix glacial electronica and bold, percussive beats with haunting chant-like vocalsThe overall effect is simultaneously ancient and modern – an ethereal sound filled with dark spaces and alien atmosphere. The continuous travel, and playing shows in different, unfamiliar places—from packed nightclubs in some of the world’s biggest cities, to large-scale open-air festivals in front of crowds of thousands—was eye-opening for the young Icelandic trio. It culminated in a deepened musical understanding, and a sibling-like personal connection. All of this experience is audible on their second studio album, “Black Lights.” Blikktromman Tónleikaröðin Blikktromman, sem er sjálfstæð og haldið úti af áhugafólki um gæðatónlist, er á sínu öðru starfsári en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón salur í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði. Meðal listamanna sem komið hafa fram á Blikktrommunni eru; Sóley, Högni Egilsson, Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla, Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson og Benni Hemm hemm, Snorri Helgason, Úlfur úlfur, President Bongo & The Emotional Carpenters, Soffía Björg & Teitur Magnússon.

EVE Fanfest 2017

Harpa

16682035 814489722037646 6756640080851909105 n

13th edition of EVE Fanfest CCP's 20th anniversary celebration Harpa, Reykjavík, Iceland EVE Fanfest brings players and developers together for three incredible days in beautiful Reykjavik, Iceland. The greatest community event in gaming will celebrate CCP's 20th anniversary with amazing presentations, exclusive reveals, tournaments, parties and player camaraderie. Treat yourself to the one-of-a-kind gathering, vacation and experience of EVE Fanfest. EVE Fanfest 2017 is set to take place April 6-8, 2017 at the Harpa Concert Hall and Conference Centre in downtown Reykjavik, Iceland, the birthplace of EVE Online, home of the EVE Online development team and the Worlds Within Worlds monument to EVE capsuleers. For more information, please visit EVE Fanfest website: http://fanfest.eveonline.com

Sálmaspuni - Hymns ancient and modern

Harpa

17814501 1110334225779305 7468104897052608257 o

English below Velkomin heim kynnir Önnu Grétu Sigurðadóttur jazzpíanista og tónskáld sem stundar nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Með henni koma fram sönghópurinn Fjárlaganefnd, sem nú skipa þau Sólveig Sigurðardóttir, sópran Ásta Marý Stefánsdóttir, sópran Freydís Þrastardóttir, alt Valgerður Helgadóttir, alt Þórhallur Auður Helgason, tenór Gunnar Thor Örnólfsson, tenór Böðvar Ingi H. Geirfinnsson, bassi Ragnar Pétur Jóhannsson, bassi og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Matthías Hemstock slagverkleikari. Það er menningararfurinn sem er í miðpunkti þessarra tónleika á pálmasunnudag, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Til grundvallar liggur nýjasta útgáfa Skálholtsútgáfunnar, ritstýrt af Smára Ólasyni. Valdir sálmar eru sungnir af Fjárlaganefnd í raddsetningu Smára. Anna Gréta hefur samið eigin hugleiðingar útfrá sálmunum sem sungnir eru og mynda þær heildstætt verk utanum söng Fjárlaganefndar. Hér mætast hefðin og nútíminn á afar áhugaverðan hátt þar sem ungu kynslóðirnar kafa í arfleifðina og færa okkur sína sýn á menningarverðmætin okkar. Aðgagur er ókeypis. The Welcome home series introduces Anna Gréta Sigurðardóttir, jazz pianist and composer, currently studying at the Royal Music Academy in Stockholm. She is joined by the vocal ensemble Fjárlaganefnd ( Sheep Song Committee ) and bass player Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, and percussionist Matthías Hemstock. Together they have created a soundscape around the hymns of passion by priest and poet Hallgrímur Pétursson (1614 - 1674) who´s Hyms of Passion published in 1666 form a foundation of the Lutheran faith in Iceland and have long held their place at the heart of our religious life in the time of Lent before Easter, most significantly in Holy Week. The vocal ensemble will sing the most ancient melodies known to us in connection to these hymns, in recent arrangements by Smári Ólason and Anna Gréta´s compositions make these arcaic melodies contemporary in a magical manner. Admission is free.

Ricky Gervais á Íslandi - Humanity

Harpa

16797094 1262699963806317 3361846397416749712 o

UPPSELT ER Á BÁÐAR SÝNINGARNAR, 20. OG 21. APRÍL. Ricky Gervais er einn áhrifamesti breski grínisti síðan Charlie Chaplin var og hét. Hann er á leiðinni til Íslands með Humanity, fyrstu uppistandssýningu sína í sjö ár og kemur fram í Eldborg, Hörpu, sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Aukasýningin verður föstudaginn 21. apríl. Írski gríninstinn og YouTube stjarnan Sean McLoughlin mun hita upp fyrir Ricky Gervais á Íslandi. 19:00 Húsið opnar 19:30 Sean McLoughlin 19:50 Hlé 20:15 Ricky Gervais 21:40 Áætluð lok Dagskrá kvöldsins er birt með fyrirvara um breytingar. Aðeins 1.500 miðar voru í boði á hvora sýninguna. Nánar: www.sena.is/ricky

Ástarsöngvar og drykkjuvísur - Perlur íslenskra sönglaga

Harpa

18056875 1487248791294777 4697245743636410856 n

Lilja Guðmundsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir flytja ástarsöngva og drykkjuvísur á bráðskemmtilegum en um leið grafalvarlegum tónleikum í Norðurljósum Hörpu. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga