Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Borðhald + Berjamór í Björtuloftum Hörpu

Harpa

18921973 1840051646313424 115571308790110204 n

Borðhald og Berjamór munu efna til matarveislu þann 24 juni í Háuloftum á 8. hæð Hörpu. Í boði er 7 rétta matarveisla pöruð við 7 hágæða Náttúruvín frá Berjamó. Takmarkaður sætafjöldi og bókun nauðsynleg. Verð 18.000 Bókanir á bordhald@outlook.com Borðhald and Berjamór will open a pop-up restaurant on the 24th of june at Háuloft on the 8th floor of Harpa music and confrencehall. On offer will be a 7 course feast with local and seasonal ingredients paired with 7 nature wines from Berjamór import. Limited seating and booking is necessary. Price 18.000 Booking at bordhald@outlook.com

Fantasíur frá nýju og gömlu Vín - Reykjavík Midsummer Music

Harpa

18920984 1454450977972694 5997431589393733557 o

Fantasíur frá nýju og gömlu Vín / Fantasies from New and Old Vienna - Reykjavík Midsummer Music (English below) Fantasían er sú tegund tónsmíðar sem beinlínis er ætlað að gefa frelsi ímyndunaraflsins byr undir báða vængi. Á þessum tónleikum Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum heyrum við ægifagrar fantasíur frá gömlu Vínarborg - og kynnumst takmarkalausri andagift Franz Schuberts. Svo bregðum við okkur vestur til Kaliforníu og hlýðum á fantasíu höfuðtónskálds „síðari Vínarskólans“, Arnolds Schoenbergs, mannsins sem braut endanlega niður múra tóntegundakerfisins þegar hin aldna Evrópa var rústir einar eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar. Missið ekki af einstökum tónleikum, þar sem nokkrir af fremstu klassísku tónlistarmönnum heims koma fram. Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ ___ Listamenn / Artists Vilde Frang, Maxim Rysanov, Nicolas Altstaedt, Rosanne Philippens, István Várdai, Julien Quentin, Sayaka Shoji, Víkingur Ólafsson Dagskrá / Programme Franz Schubert: Notturno Leonid Desyatnikov: Wie der Alte Leiermann Schubert: Kvartetsatz Schubert: Fantasy in F minor Arnold Schoenberg: Phantasy for violin and piano Schubert: Fantasie violin and piano ___ The Fantasy is a type of composition that sets out to maximise the imaginative freedom of the composer. In this concert in Harpa's Norðurljós Hall, we hear a few sublime fantasies from old Vienna and acquaint ourselves with the limitless inspiration of Franz Schubert. We then jump westward, all the way to California, to hear a Phantasy by the champion of the„second Viennese School“ Arnold Schoenberg, the man who ulitmately tore down the walls of the traditional, tonal system in a time when old Europe was in ruins after the horrors of the Second World War. Don't miss out on this unique event, featuring some of today's most exciting classical musicians! Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið ___ Meira/More: Þessir tónleikar eru helgaðir tónlist Vínarborgar, og tveimur örlagavöldum í þróun tónlistar Vesturlanda, þeim Franz Schubert og Arnold Schoenberg. Við heyrum hrífandi noktúrnu Schuberts fyrir strengjatríó, fantasíu Desyatnikovs um lokalag Schuberts í ljóðaflokknum Vetrarferðinni, hinn stórbrotna en ókláraða strengjakvartett Quartettsatz, og eitt dáðasta píanóverk Schuberts, fjórhentu fantasíuna í f-moll. Að lokum gefst færi á að bera saman fantasíu Schuberts fyrir fiðlu og píanó og fantasíu Schoenbergs fyrir sömu hljóðfæri. Við fyrstu sýn virðast verkin eiga lítið sameiginlegt. Schubert samdi sína fantasíu 1827, ári áður hann lést, og byggði hana á ástríðufullu söngljóði sínu Sei mir gegrüsst. Slíkar tilfinningar eru víðs fjarri í fantasíu Schoenbergs sem frumflutt var í Kaliforníu 1949, enda hafði þessi upphafsmaður 12-tónakerfisins lagt sig í líma við að skera öll tengsl við tónlist gömlu Evrópu. Verkin eiga þó sameiginlegt það sem gerir þau að sannkölluðum fantasíum – hið sanna frelsi ímyndunaraflsins. // This concert features the music of Vienna, particularly that of Franz Schubert and Arnold Schoenberg, two very different composers who greatly influenced the development of music in the West. We hear Schubert’s captivating Nocturne for string trio, Desyatniov’s fantasy on the final lied of Schubert’s song cycle Winterreise, the magnificent but unfinished string quartet Quartettsatz and one of Schubert’s best-loved compositions for piano, the Fantasy in f-minor for four hands. Finally, we compare two fantasies for violin and piano, that of Franz Schubert and that of Arnold Schoenberg. At first glance, these work seem to have very little in common. Schubert wrote his Fantasie in 1827, a year before his death, and based it on his passionate lied Sei mir gegrüsst. Such emotion seems far off in Schoenberg’s Phantasy, premiered in California in 1949, as this pioneer of the 12-tone system had done all he could to sever his musical ties to Old Europe. Upon closer inspection, the two works do share a common thread: The very hallmark of the fantasy, a true freedom of imagination.

Grand Finale: Frjálsar hendur / A Free Hand - RMM 2017

Harpa

18768631 1454507334633725 1589323861652647419 o

Grand Finale: Frjálsar Hendur / A Free Hand Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music 2017 (English below) Aldrei fyrr hefur Reykjavík Midsummer Music skartað jafn mögnuðu samansafni listamanna úr fremstu röð. Á glæsilegum lokatónleikum hátíðarinnar fá þessir stórfenglegu listamenn frjálsar hendur með verkefnavalið á stóra sviðinu í Eldborg, þar sem dirfska og spilagleði verða í fyrirrúmi. Nú eru það áheyrendur sem opna hjörtu sín fyrir hinu óvænta, en njóta leiðsagnar listræns stjórnanda hátíðarinnar, Víkings Heiðars Ólafssonar, um fjölbreytta, spennandi og háleynilega dagskrá sem endurspeglar styrkleika og ástríður listamannanna tólf. Rétt eins og ávallt á Reykjavík Midsummer Music mætast þar hið gamla og hið nýja, hið kunnuglega og framandi. Missið ekki af einstakri kvöldstund í Eldborg. Miðasala: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-a-free-hand/ Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ ___ Dagskrá/ Programme Dagskráin verður æsispennandi - en Víkingur Heiðar Ólafsson tilkynnir hana af sviðinu. A programme like none other, to be announced from stage by artistic director Víkingur Ólafsson. Listamenn/Artists Reykjavík Midsummer Music's Artists: Vilde Frang, Sayaka Shoji, Maxim Rysanov, Nicolas Altstaedt, István Várdai, Rosanne Philippens, Julien Quentin, Davíð Þór Jónsson, Lars Anders Tomter Siggi String Quartet, Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson, Steef van Oosterhout, Víkingur Ólafsson ___ Never before has Reykjavík Midsummer Music presented such an extraordinary array of stellar artists from the international concert stage. In a final concert in the magnificent Eldborg Hall, these artists have been given a free hand in deciding on a programme, highlighting each artist’s strengths and passions. In an evening of spontaneity, excitement and artistic daring, it will be the audience’s turn to open their hearts to the unexpected, albeit under the guidance of artistic director Víkingur Ólafsson, who will announce the secret programme from the stage. As always in this festival, the old meets the new, and the familiar meets the exotic. Don’t miss out on this very special concert in Eldborg. Tickets: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-a-free-hand/ Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið

Favourite Flute Duos // Reykjavik Classics @Harpa

Harpa

18891440 466968133656723 7934867267722676528 o

Summer 2017 Concert series, every day at 12:30 and 15:30, June 26th - August 16th. Favourite Flute duos // June 26th - July 2nd Program: Flute duets by Wolfgang Amadeus Mozart and Wilhelm Friedemann Bach Áshildur Haraldsdóttir, flute Melkorka Ólafsdóttir, flute Experience great musical artistry in "one of the ten best concert halls of the new millennium" (Gramophone) Take a look at the whole program for the summer: reykjavikclassics.com The concerts last about 30 minutes without an intermission.

Engelbert Humperdinck í Eldborg Hörpu 26.júní 2017

Harpa

17637074 1261326320589175 1524569731072263310 o

Goðsögnin Engelbert Humperdinck, sem sló svo eftirminnilega í gegn með stórsmellunum, Release me, The last waltz og mörgum fleirum, er á leið til landsins og mun skemmta landanum í Eldborgarsal Hörpu 26.júní. Ótrúlegur ferill – ótrúlegar vinsældir Ferill Engelbert Humperdinck spannar rétt tæp 50 ár og hefur hann selt 140 milljón hljómplötur, fengið 64 gullplötur og 35 platinum plötur, fjórar Grammy tilnefningar, tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna og fengið nafnið sitt á stjörnu á „Hollywood walk of fame“, „ Las Vegas walk of fame“ og „Leicester walk of fame“. Hann hefur fjórum sinnum skemmt fyrir Elísabetu Englandsdrottningu, skemmt nokkrum forsetum og mörgum öðrum fyrirmennum og þjóðhöfðingjum. Hann hefur hljóðritað nánast allar tegundir tónlistar, allt frá rómantískum ballöðum til kvikmyndatónlistar, diskó, rokk og jafnvel gospel. Einstök rödd hans hefur dáleitt milljónir aðdáenda um allan heim. En það er ekki bara röddin, heldur persónan sjálf og hans einstaki húmor sem gerir hann að þeirri stórstjórnu sem hann hefur verið í marga áratugi. Miðasala hefst fimmtudaginn 6.apríl klukkan 10 á hádegi. Allar nánari upplýsingar á harpa.is.

Post Malone í Hörpu

Harpa

17545144 1299805603429086 8451867670454646912 o

UPPSELT! DAGSKRÁIN* 21.00 Húsið opnar 22.00 Auður 22.25 Alexander Jarl 23.00 Post Malone 00.00 Tónleikum lýkur *Birt með fyrirvara um breytingar. Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins! Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017. Alexander Jarl og Auður hita upp. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við „Congratulations“ og „White Iverson“ auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Komdu og sjáðu eina heitustu hip hop stjörnu samtímans í Silfurbergi, Hörpu þann 11. júlí. Aðeins 1.200 miðar eru í boði og kosta þeir einungis 9.990 kr. stykkið. Nánar: www.sena.is/malone

Ludovico Einaudi í Reykjavík

Harpa

17796263 605173826350861 4674168927066783721 n

"ELEMENTS FÓR BEINUSTU LEIÐ Á TOPP KLASSÍSKRA VINSÆLDALISTA Í 42 LÖNDUM ÞEGAR HÚN KOM ÚT OG VERMDU LÖG AF HENNI M.A ÖLL TOPP 10 SÆTIN Í BRETLANDI" Ítalska tónskáldið og píanóleikarinn Ludovico Einaudi verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. júlí. Einaudi leikur þar úrval verka af nýjustu plötu sinni „Elements” auk fjölda annarra verka frá hans magnaða tónsmíðaferli. Elements inniheldur tólf hljóðverk þar sem leikið er á píanó, strengjahljóðfæri, slagverk, gítar og rafhljóðfæri. Verkin eru innblásin af frumþáttum náttúrunnar, stærðfræði og vísinda, ólíkum tónlistarstefnum og listaverkum.

Dinosaur Jr. í Hörpu

Harpa

17991561 1334465273296452 774740499681244145 o

20.30 - SVÆÐIÐ OPNAR 21.00 - OYAMA 21.50 - DINOSAUR JR. 23.10 - ÁÆTLAÐUR ENDIR* * Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar. Dinosaur Jr. er ein af áhrifamestu hljómsveitum jaðarrokksins á níunda áratugnum. Sveitin var stofnuð árið 1984 og kom þá með ferskan andvara inn í rokksenu Bandaríkjanna. Hljómsveitin heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu, þann 22. júlí og munu spila bæði nýtt og gamalt efni. Dinosaur Jr. hefur valið reykvísku hljómsveitina Oyama til að hita upp fyrir sig! Nánar: www.sena.is/dino

Lord of the Rings

Harpa

16708532 1622465264437570 8623837221111360551 n

Óskarsverðlaunamyndin Lord of the Rings – The Fellowship of the Ring– (Hringadróttinssaga – Föruneyti hringsins) verður sýnd í fullri lengd í Eldborgarsal Hörpu ásamt stórri sinfóníuhljómsveit, einsöngvurum og kórum. Tónlist og söngur myndarinnar, eftir eitt virtasta kvikmyndatónskáld samtímans – Howard Shore– verður flutt lifandi undir þessari frábæru kvikmynd – sem af mörgum er talin vera eitt besta verk kvikmyndasögunnar. Þess má geta að tónlistin í kvikmyndinni hefur fengið fjölda verðlauna þar á meðal Óskarsverðlaun. Alls verða yfir 230 manns á sviði Eldborgar sem gerir þessa sýningu að einum stærsta viðburði sem haldinn hefur verið í Hörpu.

Klassíkin okkar | Heimur óperunnar

Harpa

19092627 1582991751724883 4253813341031898068 o

Hver er uppáhalds óperuarían þín? Er það Nessun dorma úr Turandot eða aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni? Eða kannski Söngurinn til mánans eftir Dvořák? Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem haldnir voru í fyrrahaust vöktu mikla hrifningu og nú verður leikurinn endurtekinn með áherslu á óperutónlist. RÚV í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperuna efnir til netkosningar þar sem allir landsmenn geta valið eftirlætis óperuaríurnar sínar. Þær aríur sem flest atkvæði hljóta í kosningunni verða svo fluttar á tónleikum í Eldborg sem um leið er upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og fremstu söngstjörnur Íslands verða til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um efnisskrána enn því að verkefnavalið er alfarið í höndum þjóðarinnar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV. Netkosningin stendur til 17. júní og er slóðin www.ruv.is/klassikin.

The Dire Straits Experience, Eldborg, Harpa Hall 10.09.2017

Harpa

18198517 1331519940251147 5194791966047096084 n

Fyrir fjórum árum héldu þeir suddalega vel heppnaða tónleika sem seldust upp á hálftíma. Nú munu þeir mæta aftur, þeir félagarnir Chris White og Chris Whitten, tveir af upprunalegum meðlimum Dire Straits. Næstkomandi september munu þeir trylla lýðinn á nýjan leik í Hörpunni ásamt fimm öðrum heimsvirtum tónlistarmönnum - nú undir nafninu 'The Dire Straits Experience'. Meira en 35 ár eru liðin frá því að upphafstónar Sultans of Swing bárust mönnum fyrst til eyrna. Liðin eru rúm 20 ár frá því að hljómsveitin Dire Straits hætti og skildi eftir sig margar af perlum rokksögunnar. Ef eitthvað er hefur orðstír þeirra einungis aukist með tímanum. Plötur þeirra hafa selst í yfir 120 milljón eintökum, og halda áfram að seljast samhliða því að unga fólkið uppgötvar tónlistina og bætist í aðdáendahópinn. Árið 2011 ákváðu meðlimir Dire Straits, þeir Alan Clark, Chris White og Phil Palmer að verða við eindregnum óskum aðdáenda um að fá að sjá hljómsveitina á sviði aftur með því að stofna hljómsveitina The Straits og spila á góðgerðartónleikum í Royal Albert Hall. Á þeim tíma naut Mark Knopfler mikillar velgengni á sólóferli sínum, og þess vegna leitaði Alan Clark til söngvarans og lagahöfundarins Terence Reis til að koma í hans stað. Þegar The Straits hættu, þremur og hálfu ári síðar, höfðu þeir haldið yfir 150 tónleika í 25 löndum víðsvegar um heiminn. Arfleifð Dire Straits lifir nú í hljómsveitinni Dire Straits Experience, en í henni eru Chris White og Chris Whitten, upprunalegir meðlimir Dire Straits. Með þeim hafa unnið margir af virtustu tónlistarmönnum Bretlands. Meðal þeirra eru rokkgoðsagnir eins og Mark Knopfler, David Gilmour, Eric Clapton, Paul McCartney, Elton John, David Bowie, Mick Jagger, Tina Turner, Van Morrison, Tom Jones og Sheryl Crow. Chris White hafði áður unnið með Mark Knopfler að kvikmyndatónlist á níunda áratugnum, og tók í kjölfarið þátt í hinu gríðarlega vel heppnaða tónleikaferðalagi Dire Straits, Brothers In Arms árið 1985. ,,Þegar ég var fyrst beðinn um að setja saman band til að spila Dire Straits lög í Albert Hall trúði ég ekki að það væri mögulegt að finna einhvern sem gæti komið í stað Marks án þess að hljóma ósannfærandi. Mér skjátlaðist. Ég held að Terence Reis sé eina manneskjan á jörðunni sem er fær um að syngja og spila eins og Mark, án þess að tapa sínum eigin persónuleika og heiðarleika. Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því aðdáendur hafa tekið svona fagnandi á móti því sem við erum að gera. Það er nákvæmlega það sem heldur flutningnum lifandi og ferskum.” - Chris White

Tímamótatónleikar! Nýdönsk ásamt strengjasveit, 19:30 og 22:30

Harpa

17017059 10154504541302153 7177295374898230766 o

Nýdönsk heldur tvenna tímamótatónleika í Eldborg 23. september en hljómsveitin var stofnuð árið 1987 og verður því orðin 30 ára gömul þegar tónleikarnir hefjast. Hljómsveitinni til fulltingis á þessum tímamótum verður strengjasveit og flutt verða þekktustu lög sveitarinnar auk glænýrra laga af glóðvolgri plötu sem hljóðrituð verður í Kanada og víðar á árinu. Miðasalan er í fullum gangi.

Bat Out Of Hell - Í 40 ár

Harpa

16904954 1346641148735246 6131673853930785761 o

Í október verða liðin 40 ár frá því metsöluplatan BAT OUT OF HELL með Meatloaf kom út árið 1977. Af því tilefni setja Rigg viðburðir upp að nýju tónleikasýninguna þar sem platan er flutt í heild sinni. Hér er samstarfi Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinman gert hátt undir höfði í einni metnaðarfyllstu tónleikasýningu sem sett hefur verið upp hér á landi. Þessi glæsilegi hópur íslenskra listamanna flytur einnig önnur þekkt lög eftir Jim Steinman sem setið hafa á toppi vinsældarlista út um allan heim, eins og Total eclipse of the heart, I'd do anything for love, Holding out for a hero, Its all coming back to me now og fleiri. Sérstök afmælissýning BAT OUT OF HELL - í 40 ár verður í Eldborg laugardaginn 7. október 2017 kl. 20:00. Miðasala í fullum gangi á harpa.is og tix.is. Ath! Aðeins þessi eina sýning! Söngvarar: Dagur Sigurðsson Eiríkur Hauksson Heiða Ólafsdóttir Matthías Matthíasson Stefanía Svavarsdóttir Friðrik Ómar Stefán Jakobsson Erna Hrönn Ólafsdóttir Hljómsveit: Benedikt Brynleifsson trommur Róbert Þórhallsson bassi Kristján Grétarsson gítar Karl Olgeirsson piano Haraldur V Sveinbjörnsson hljómborð Steinar Sigurðarson saxófónn Diddi Guðnason slagverk Einar Þór Jóhannsson gítar Förðunarmeistari: Sólveig Birna Gísladóttir Ljósameistari: Helgi Steinar Halldórsson Hljóðmeistari: Haffi Tempo Sviðsmeistari: Haukur Henriksen Framleiðandi: Rigg Viðburðir

Joshua Bell & Academy of St Martin in the Fields

Harpa

18595386 10154320312051268 5125811493180965647 o

-Miðasala hefst 24. maí- Joshua Bell og Akademía St Martin in the Fields koma fram í Eldborgarsal þann 21. nóvember. Leikin verða meistaraverk í flutningi afburða hljóðfæraleikara, en sveitin telst til fremstu kammerhljómsveita heims. Tónlistarstjóri Akademíunnar er fiðlusnillingurinn Joshua Bell. Akademía St Martin in the Fields var stofnuð árið 1958 af Sir Neville Marriner og hélt sína fyrstu tónleika í samnefndri kirkju í nóvember 1959. Með framúrskarandi tónlistarflutningi náði Akademían skjótu og eftirsóknarverðu alþjóðlegu orðspori fyrir sérstæðan og fágaðan hljóm. Sveitin spilar undir handleiðslu Joshua Bell og leiðarans Tomo Keller en hún er þekkt fyrir að spila án stjórnanda. Akademían hefur hljóðritað yfir 500 verk og ber þar helst að nefna Árstíðir Vivaldi og tónlistina við Óskarsverðlaunamyndina Amadeus. Akdaemían er lofuð fyrir nýstárlega og framúrskarandi túlkun á helstu verkum klassískra tónbókmennta. Á tónleikunum í Eldborg mun hún sýna áhugaverða breidd í efnisvali og flytja Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir Johann Sebastian Bach, Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla ásamt Fiðlukonserti nr. 5 eftir W.A. Mozart. Hvort sem það er barokk, klassík eða eldheitur argentínskur tangó er hljómur Akademíunnar þekktur og dáður af unnendum klassískrar tónlistar um allan heim „Tónsköpun í hæsta gæðaflokki.” The Guardian ***** Nóvember 2016 „Það er sjaldgæft að hlýða á tónlistarflutning álíka þessum nú á dögum” Classical Source Nóvember 2016 „Djúpstæð og stórkostleg tónsköpun.” Bachtrack ***** Janúar 2017 ------- -Tickets on sale May 24- The Academy of St Martin in the Fields is one of the world’s greatest chamber orchestras, renowned for fresh, brilliant interpretations of the world’s greatest classical music. Formed by Sir Neville Marriner in 1958 from a group of leading London musicians, the Academy gave its first performance in its namesake church in November 1959. Through unrivalled live performances and a vast recording output – highlights of which include the 1969 best-seller Vivaldi’s Four Seasons and the soundtrack to the Oscar-winning film Amadeus – the Academy quickly gained an enviable international reputation for its distinctive, polished and refined sound. With over 500 releases in a much-vaunted discography and a comprehensive international touring programme, the name and sound of the Academy is known and loved by classical audiences throughout the world. Today the Academy is led by Music Director and virtuoso violinist Joshua Bell, retaining the collegiate spirit and flexibility of the original small, conductor-less ensemble which has become an Academy hallmark. Under Bell's direction, and with the support of Director / Leader Tomo Keller the Academy continues to push the boundaries of play-directed performance to new heights, presenting symphonic repertoire and chamber music on a grand scale at prestigious venues from New York to Beijing. The Academy will perform Johann Sebastian Bach - Brandenburg Concerto No.3, Astor Piazzolla - Four Seasons of Buenos Aires and W.A. Mozart - Violin Concerto No.5. “Music-making of the highest order.” The Guardian ***** November 2016 “Playing like this is rarely encountered these days” Classical Source November 2016 “Profound and brilliant music-making.” Bachtrack ***** January 2017

Jól með Sissel 2017

Harpa

18216644 10154855624943171 1191091711784159394 o

Í ár verða Jól með Sissel haldin í Eldborg, Hörpu, þann 20. desember. Tvennir tónleikar verða í boði; kl. 18 og 20.30. Hver sá sem sér Sissel kolfellur fyrir töfrandi sviðsframkomu hennar en þessir töfrar hafa sett hana í hóp vinsælustu söngkvenna víða í heiminum. Hún hefur sungið inn jólin fyrir meira en milljón Norðurlandabúa og hefur hún fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu Íslendinga. Í fyrra fyllti hún hvorki meira né minna en fjóra tónleika á Íslandi og mun færri komust að en vildu. Nánar: www.sena.is/sissel