Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

TEDxReykjavik 2011 - Miðasala er hafin!

Harpa

TEDxReykjavík verður haldið í annað sinn mánudaginn 14. nóvember í Kaldalóni í Hörpu klukkan 12.30 - 17.00 og síðan léttar veitingar og skemmtilegt spjall. Miðaverð er 3000 krónur. Athugið að ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku. Einungis 170 sæti í sölu. Þema TEDxReykjavík í ár er Technology, Entertainment, Design og opin flokkur x (TEDx). Staðfestir frummælendur: Danielle Morill (http://www.daniellemorrill.com/), Eric A. Koester (http://www.linkedin.com/in/erickoester), Ari Kristinn Jónsson rektor HR, Ingibjörg Gréta Gísladóttir stofnandi Reykjavik Runway og Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar. Tengill á miðasölu: http://www.harpa.is/midasala/framundan/nr/1280

Captain Syrup á Músíktilraunum 2014

Harpa

976235 350795891727294 112018366 o

Kæru vinir og vandamenn, Við í Captain Syrup erum að keppa á Músíktilraunum 2014 þann 31.Mars. Við viljum endilega sjá sem allra flesta þar til að styðja okkur og jafnvel gefa eitt stykki atkvæði! Bassi: Björn Heimir Önundarson Trommur: Ríkharður Sigurjónsson Gítar: Cori Kolbeinsson Saxófónn: Kjartan Másson Stei Fresh,

TEDxReykjavík 2014

Harpa

10361054 10154156127140111 3559638369801774969 n

Ráðstefnan TEDxReykjavík verður haldin í fjórða sinn þann 17. maí nk. í Hörpunni. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á leiftrandi fyrirlestra þar sem kynntar eru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru mörg á ensku. Mælendur á TEDxReykjavík eru einhverjir áhugaverðustu hugsuðir, frumkvöðlar, listamenn og áhrifafólk sem Ísland hefur upp á að bjóða. Á síðasta viðburði komu fram Kári Stefánsson, Sigríður María Egilsdóttir, Össur Kristinsson, Sigga Heimis og margir fleiri. Í ár verða mælendur ekki síðri. Hér munu birtast upplýsingar um miðakaup og mælendur á ráðstefnunni. --ENGLISH-- The TEDxReykjavík conference will be held for the fourth time on May 17th, in Harpan. The goal of the conference is to bring attention to ideas worth spreading. We offer short, powerful talks where new ideas and exciting discoveries are presented. TEDxReykjavík is an excellent venue for Icelanders to bring their ideas towards international light and many of the talks are in English. TEDxReykjavík speakers include some of the most interesting thinkers, entrepreneurs and influencers that Iceland has to offer. Among speakers at the last event were Kári Stefánsson, Sigríður María Egilsdóttir, Össur Kristinsson, Sigga Heimis and more. This year we have an equally impressive selection of speakers. Information about how to get tickets and the speakers will be published in this event. ------ In the spirit of ideas worth spreading, TED has created a program called TEDx. TEDx is a program of local, self-organized events that bring people together to share a TED-like experience. Our event is called TEDxReykjavík, where x = independently organized TED event. At TEDxReykjavík, TEDTalks video and live speakers will combine to spark deep discussion and connection in a small group. The TED Conference provides general guidance for the TEDx program, but individual TEDx events, including ours, are self-organized.

Landnámshænueggjakökukeppni 2014

Harpa

10387239 10152828403219629 5278260576405281044 n

Landnámshænueggjakökukeppni fer fram á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu laugardaginn 15. nóvember 2014. Gísli Einarsson fjölmiðlamatreiðslumaður, Dagur B. Eggertsson Borgarmatreiðslumaður og Áslaug Snorra matarstílisti etja kappi vopnuð steikarpönnum, spöðum og fl. æskilegum áhöldum í ommelettugerð. Hráefni fá þau að velja sér af gnægtarborði framleiðenda á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu sem byrjar kl. 11 og stendur til 17 laugardaginn 15. nóv. og sunnudaginn 16. nóv. Dómarar eru Hrefna Rós Sætran og Gunnar Karl Gíslason, sem bæði kunna jú að halda á pönnu. Matur & menning í boði Búrsins - allir velkomnir!

Bat out of hell í Eldborg 7. febrúar 2015

Harpa

10830723 797432666989433 7607488211424783390 o

Tónleikasýningin Bat out of hell verður sett upp í að nýju í Eldborg laugardaginn 7. febrúar 2015 vegna fjölda áskoranna. Sýningin var frumsýnd 17. maí 2014 í Eldborg við miklar undirtektir gesta. Samstarfi Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinmans er gert hátt undir höfði með áherslu á metsöluplötuna Bat out of hell sem kom út í október árið 1977 og er mest selda erlenda platan á Íslandi fyrr og síðar. Einnig flytur hópurinn þekkt lög eftir Jim Steinman sem setið hafa á toppi vinsældarlista út um allan heim, eins ogTotal eclipse og the heart, Holding out for a hero, Its all coming back to me now og fleiri. Söngvarar: Dagur Sigurðsson, Heiða Ólafsdóttir, Eiríkur Hauksson,Erna Hrönn, Friðrik Ómar, Matthías Matthíasson, Stefanía Svavarsdóttir og Stefán Jakobsson. Hljómsveit: Benedikt Brynleifsson trommur, Róbert Þórhallson bassi, Kristján Grétarsson gítar, Karl O. Olgeirsson pínaó, Einar Þór Jóhannsson gítar, Haraldur Sveinbjörnsson hljómborð, Steinar Sigurðarson saxafónn og Diddi Guðnason slagverk. Hljóð: Haffi Tempó Ljós: Agnar Hermannsson Búningar: Rebekka Ingimundardóttir Förðun: Sólveig Birna Gísladóttir Sviðsmaður: Haukur Henriksen Stjórnandi: Friðrik Ómar Framleiðandi og uppsetning: RIGG viðburðir.

Eivør í Norðurljósum

Harpa

10007270 826983963992336 1400585776798882513 o

ATH: Tónleikarnir eru endurteknir fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20 og kl. 22. Með framúrskarandi og seiðandi sviðsframkomu og flutningi hefur söngkonan og lagasmiðurinn Eivør Pálsdóttir sungið sig inn í hug og hjörtu Íslendinga. Þessi hæfileikaríka færeyska tónlistarkona er handhafi fjölda verðlauna og má meðal annarra nefna Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2003 sem besta söngkonan og besti flytjandinn, Færeyingur ársins árið 2004, Grímuverðlaunin árið 2005 fyrir tónlist og flutning í Úlfhamssögu og Dönsku tónlistarverðlaunin árið 2006. Nú sameina Eivør, hljómsveit hennar og Sinfóníuhljómsveit Íslands krafta sína í Norðurljósasal Hörpu og flytja m.a. lög af plötunum Room sem kom út 2012 og lög af nýrri plötu hennar sem kemur einmitt út í febrúar og ber nafnið Bridges. Lagasmíðar söngkonunnar spanna mikla breidd í tilfinningum og túlkun þar sem ástin, söknuður, minningar, frelsi og náttúra eru yrkisefni. Eiginmaður Eivarar, tónskáldið Tróndur Bogason, klæddi lögin í sinfónískan búning en hann leikur jafnframt á hljómborð í hljómsveit söngkonunnar ásamt Magnusi Johannesen píanóleikara, Høgna Lisberg trommuleikara og Mikael Blak bassaleikara. Stjórnandi á tónleikunum er samlandi Eivarar, Bernharður Wilkinson, sem er tónleikagestum Sinfóníuhljómsveitar Íslands að góðu kunnur en Bernharður hefur stjórnað mörgum af vinsælustu tónleikum hljómsveitarinnar. STJÓRNANDI: Bernharður Wilkinson EINSÖNGVARI: Eivør Pálsdóttir

Matarmarkaður Búrsins / Artisanal food fayre - í Hörpu.

Harpa

1506012 10153083878905682 869047048170985629 n

Stærsti matarmarkaður landsins. Sjötti og sívinsæli Matarmarkaður Búrsins verður súr, sætur og safaríkur. Búrið ljúfmetisverslun býður smáframleiðendum og neytendum í bæinn sem Hörpu af mat og menningu. Yfir 45 framleiðendur koma víðsvegar að hlaðnir ljúfmeti til sölu og smakks. Hlökkum til að sjá ykkur! Iceland’s largest artisan food market is here again! Over 45 farmers, fishermen, and specialist producers will come together under one roof, bringing with them an incredible array of fresh local produce. Here you will find an eclectic mix of traditional foods steeped in Icelandic history, alongside innovative and inspired new products that cannot be found anywhere else. Our customers will have a rare opportunity to speak directly to these pioneering food heroes who are leading a resurgence in fantastic, creative and well made local food products. ...and you get to taste it!

Hardenberger og Tortelier

Harpa

10486035 929120237112041 5194717116771141000 o

Að læknisráði hefur Tine Thing Helseth þurft að aflýsa komu sinni til Íslands, en hún átti að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands 5. mars nk. Það er lán í óláni að í stað hennar kemur sænski trompetleikarinn Håkan Hardenberger, sem er einn mesti trompetsnillingur samtímans. Hann hefur komið fram með nær öllum helstu hljómsveitum heims, meðal annars Fílharmóníuhljómsveitunum í Vínarborg, Berlín og New York, og hefur pantað ótal nýja trompetkonserta sem vakið hafa mikla athygli. Í desember 2014 lék hann einleik á hátíðartónleikum Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi, sem sjónvarpað var víða um heim. Hardenberger mun leika konsert franska tónskáldsins Henri Tomasi og stendur því áformuð efnisskrá óbreytt. Yan Pascal Tortelier er víðfrægur hljómsveitarstjóri sem á gifturíkum ferli hefur staldrað við hjá mörgum af þekktustu hljómsveitum beggja vegna Atlantshafsins. Tortelier stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð 1998 og lauk gagnrýni eins Reykjavíkurblaðanna á þessa leið: „Áhrif leiks hljómsveitarinnar voru rafmögnuð og glampandi bros á hverju andliti þegar upp var staðið. Tortelier er stjarna sem gat með skini sínu leitt hljómsveitina og hlustendur hvert í heim tónlistar sem var. Hafðu þökk fyrir.“ Í glæsilegum hljómsveitarforleik sínum, In the South, er Elgar staddur í bænum Alassio á ítölsku Rívíerunni og dregur upp mynd af ám, hæðum, blómum og fjarlæg- um snævi þöktum fjöllum í norðri og bláu Miðjarðarhafinu í suðri. Skammt undan er Monte Carlo þar sem Henri Tomasi samdi vinsælasta einsleiksverk sitt, trompetkonsertinn. Þá liggur leiðin austur til Sankti Pétursborgar á vit Vetrardrauma- sinfóníu Tsjajkovskíjs. EFNISSKRÁ: Edward Elgar: Á suðurslóðum, forleikur Henri Tomasi: Trompetkonsert Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 1 STJÓRNANDI: Yan Pascal Tortelier EINLEIKARI: Häkan Hardenberger

DesignTalks 2015 | PlayAway

Harpa

10986719 829300347124338 7140596304223476479 n

Óhefðbundin vinnubrögð, tilraunir, ögrun og fantasía: reglurnar brotna og leikurinn hefst! Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta sýna fram á mikilvægi leiks í hönnun og nýsköpun á DesignTalks, fyrirlestradegi Hönnunarmars 2015. Dagurinn markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár og mun leikurinn taka á sig fjölbreytta mynd hjá fyrirlesurum dagsins; Jessica Walsh - grafískur hönnuður, listrænn stjórnandi og meðeigandi Sagmeister & Walsh í New York, Marti Guixé - frumkvöðull í matarhönnun, vöruhönnuður og innanhússhönnuður Camper búðanna, Anthony Dunne - prófessor í Design Interactions í RCA, London og stofnandi Dunne&Raby, Julien de Smedt - arkitekt, stofnandi PLOT og stjórnandi Julien De Smedt Architects og Makers With Agendas, Walter Van Beirendonck - fatahönnuður, búningahönnuður og hugmyndasmiður nánari upplýsingar um fyrirlesarara á www.honnunarmars.is Listrænn stjórnandi DesignTalks 2015 er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og sýningarstjóri. Hún stýrir einnig umræðum dagsins í samstarfi við Daniel Golling og Gustaf Kjellin, stjórnendur Summit, óháða fréttaveitu um hönnun og arkitektúr. Þetta er einstakur viðburður sem enginn áhugamaður um arkitektúr, hönnun eða nýsköpun ætti að láta framhjá sér fara. Hér verða reglurnar brotnar og leikurinn hefst! Tryggðu þér miða strax í dag á www.harpa.is og www.midi.is --------------------------- DesignMarch opens with DesignTalks, a day of talks by leading local and international designers and design thinkers on Play. DesignTalks is an inspiring day of talks for anyone interested in design and architecture, and a must for all creative professionals. The speakers will discuss play in its widest sense in the context of creativity and innovation. Whether it’s on experimental approaches, fantasy, speculations, provocations or playing with established conventions; we expect to be inspired to shake things up! Speakers are: Jessica Walsh - designer, art director and partner at Sagmeister&Walsh, New York, Marti Guixé - pioneer in food design, product designer and interior designer, Anthony Dunne - professor and head of Design Interactions programme at RCA, London and partner at Dunne&Raby, Julien de Smedt - founder and director of JDS/Julien De Smedt Architects & MWA/Makers With Agendas, Walter Van Beirendonck - fashion designer and head of the fashion department at Royal Academy of Fine Arts, Antwerpen more information is available at www.designmarch.is DesignTalks 2015 is curated by Hlín Helga Guðlaugsdóttir, designer, curator and teacher at Konstfack, University College of Arts, Crafts and Design in Stockholm, Sweden. The tickets are available online at www.harpa.is and www.midi.is. There is a limited amount of seats available, so be sure to reserve yours!

Anna-Maria stjórnar Sibeliusi

Harpa

1965522 826987023992030 1915636074436285522 o

Concierto Pastoral, flautukonsert spænska tónskáldsins Joaquín Rodrigo, var frumfluttur í London 1978 og hefur allar götur síðan notið mikilla vinsælda. Konsertinn var saminn fyrir James Galway en einleikshlutverkið að þessu sinni er í höndum Áshildar Haraldsdóttur, flautuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Áshildur hefur um árabil verið mikilvirk í íslensku tónlistarlífi, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar. Verk Magnusar Lindberg, samlanda Helsing, þykja full bjartsýni, jákvæðni og staðfestu en verkið Expo samdi hann fyrir Fílharmóníusveitina í New York. Sibelius lauk við fyrstu sinfóníu sína 1898 og stjórnaði sjálfur frumflutningi verksins ári síðar. Sinfónían ber sterk einkenni þjóðernishyggju og var samin undir áhrifum Pathétique-sinfóníu Tsjajkovskíjs. Anna-Maria Helsing er ein skærasta stjarna Sibeliusarakademíunnar. Hún nam hjá Leif Segerstam og naut leiðsagnar Esa-Pekka Salonen og Gustavos Dudamel. Frá 2010 til 2013 var hún aðalhljómsveitarstjóri Oulu sinfóníuhljómsveitarinnar, fyrst kvenna til að vera í forsvari finnskrar sinfóníuhljómsveitar. Helsing hefur stjórnað öllum leiðandi hljómsveitum Finnlands ásamt hljómsveitum í Skandinavíu og Eystrasaltsríkjunum. EFNISSKRÁ: Magnus Lindberg: Expo Joaquín Rodrigo: Concierto Pastoral Jean Sibelius: Sinfónía nr. 1 STJÓRNANDI: Anna-Maria Helsing EINLEIKARI: Áshildur Haraldsdóttir

Smokie

Harpa

15.852

Smokie - 13.3.2015 19:30:00 - Eldborg

Smokie

Harpa

15.852

Smokie - 13.3.2015 22:30:00 - Eldborg

Benedetti leikur Mozart

Harpa

10521572 826990567325009 6080525910836409680 o

Skosk-ítalski fiðluleikarinn Nicola Benedetti skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún bar sigur úr býtum í „BBC Young Musician of the Year“ aðeins 16 ára gömul árið 2004. Síðan hefur hún leikið m.a. á lokakvöldi Proms-tónlistarhátíðarinnar og er nú samningsbundin Deutsche Grammophon. Hún leikur vinsælasta fiðlukonsert Mozarts, sem hann samdi aðeins 19 ára gamall. Á þessum tónleikum hljóma tvö áheyrileg verk af svipuðum toga sem samin voru undir áhrifum myndlistar. Trittico Botticelliano eftir ítalska tónskáldið Respighi sækir innblástur í þrjú meistaraverk ítalska endurreisnarmeistarans – Vorið, Aðdáun vitringanna og Fæðingu Venusar. Annar endurreisnarmálari, Mathias Grünewald, er söguhetja í óperu Hindemiths sem vakti hörð viðbrögð nasista við frumflutninginn í Þýskalandi árið 1934. Samhliða óperunni samdi Hindemith sinfóníu út frá sama efni, inn- blásinn af hinni óviðjafnanlegu Isenheimaltaristöflu þýska meistarans. Austurríski hljómsveitarstjórinn Hans Graf er aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Houston. Hann stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands við sérlega góðar undirtektir í fyrra og honum var umsvifalaust boðið að snúa aftur við fyrsta tækifæri. EFNISSKRÁ: Ottorino Respighi: Trittico Botticelliano Wolfgang Amadeus Mozart: Fiðlukonsert nr. 5 Paul Hindemith: Mathis der Maler, sinfónía STJÓRNANDI: Hans Graf EINLEIKARI: Nicola Benedetti