Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Klassíkin okkar

Harpa

14115639 1257232617634133 8075315717002800922 o

Í vor efndu Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV til netkosningar meðal landsmanna þar sem leitað var að eftirlætis tónverkum þjóðarinnar. Hægt var að velja úr lista með vinsælum klassískum verkum eða tilnefna önnur. Þau tónverk sem yrðu hlutskörpust myndu svo hljóma á sérstökum hátíðartóneikum Sinfóníunnar. Þúsundir atkvæða féllu í kosningunni en þau tónverk sem hlutu flest atkvæði sigruðu með nokkrum yfirburðum. Athygli vekur að þau verk sem fyrir valinu urðu krefjast mörg fleiri listamanna er hljómsveitarinnar sjálfrar og því ljóst að fjöldi flytjenda á tónleikunum 2. september verður mikill. Einleikarar á tónleikunum verða Víkingur Heiðar Ólafsson sem leikur píanókonsert Tsjajkovsíkjs nr. 1 og Sigrún Eðvaldsdóttir sem leikur Vorið úr Árstíðum Vivaldis. Tónleikunum lýkur á lokakafla 9. sinfóníu Beehtovens, Óðnum til gleðinnar. Einsöngvarar verða Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Elmar Gilbertsson og Kristinn Sigmundsson en Mótettukór Hallgrímskirkju tekur þátt í flutningnum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá syngja Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes og Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar O fortuna úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Freddie Mercury Sjötugur

Harpa

13327501 1108543399211690 2097684229194202364 n

Fáir tónleikar hafa notið jafn mikillar velgengni á Íslandi og Heiðurstónleikar Freddie Mercury sem settir voru upp í fyrsta sinn í nóvember árið 2011 í Hörpu. Eftir þó nokkurt hlé mætir stórskotalið Rigg Viðburða á ný með þessa frábæru tónlistarveislu með nýju og endurbættu sniði. Tilefnið er ærið þar sem Freddie Mercury hefði orðið sjötugur 5. September nk. Sem fyrr verða hans bestu tón-og textasmíðar fluttar í glæsilegri umgjörð í Eldborgarsal Hörpunnar. Þessa ógleymanlegu kvöldstund munu hljóma lög eins og Barcelona, Who wants to live forever, Love of my life, Crazy little thing called love, Bohemian Rhapsody, Somebody to love, Bycycle race, Killer Queen, Living on my own, We are the champions og fl. Söngvarar: Eyþór Ingi Gunnlaugsson Magni Ásgeirsson Friðrik Ómar Matthías Matthíasson Dagur Sigurðsson Hulda Björk Garðarsdóttir Hljómsveit: Kristján Grétarsson gítar Einar Þór Jóhannsson gítar Stefán Örn Gunnlaugsson píanó Ingvar Alfreðsson hljómborð Róbert Þórhallsson bassi Benedikt Brynleifsson trommur Diddi Guðnason slagverk Raddsveit Mercury: Regína Ósk Alma Rut Ína Valgerður Ingunn Hlín Davíð Smári Íris Hólm Um Freddie Mercury: Freddie Mercury (Farrokh Bulsara) fæddist á eyjunni Sansibar í Indlandshafi 5. september 1946. Þar ólst hann upp en dvaldi löngum hjá ömmu sinni á Indlandi. Hann byrjaði ungur að læra á píanó og varð heillaður af gítarnum á unglingsárum. Tólf ára gamall stofnaði hann fyrstu hljómsveitina sem spilaði rokk- og popplög sem Little Richard og Cliff Richard höfðu gert vinsæl. Hann tók upp nafnið Freddie löngu áður en fjölskyldan neyddist til að flytja til Englands í kjölfar byltingar sem gerð var á Sansibar árið 1964. Þar fór hann í listaskóla og útskrifaðist sem hönnuður frá Ealing Art College en hlaut ekki neina söngmenntun þó svo að eðlislæg söngrödd hans spannaði óvenjuvítt raddsvið. Hann fór létt með að syngja djúpan bassa og háa tenórtóna og allt þar á milli sem átti sinn þátt í hversu fjölhæfur rokksöngvari hann var. Freddie prófaði sitthvað eftir skólann. Hann fór á milli hljómsveita, seldi notuð föt og var um tíma í starfi á Heathrow flugvelli áður en hann kynntist gítarleikaranum Brian May og trommaranum Roger Taylor í apríl 1970. Þeir hófu æfingar og tóku upp nafnið Queen um líkt leyti og bassaleikarinn John Deacon gekk í hljómsveitina í ársbyrjun 1971. Þeir undirrituðu útgáfusamning við bresku útgáfusamsteypuna EMI 1972 og gáfu út fyrstu plötuna Queen árið eftir. Platan innihélt tónlist sem var á mörkum glyspopps og þungarokks og vakti nokkra athygli. Önnur platan Queen II náði 5. sæti breska breiðskífulistans. Þriðja platan Sheer Heart Attack kom þeim á kortið í Bandaríkjunum þegar titillagið náði inn á vinsældarlista. Fjórða platan A Night At The Opera varð til þess að Queen komst í úrvalsdeildina. Lagið Bohemian Rhapsody sem Freddie samdi sat í efsta sæti breska listans í 9 vikur og öðlaðist vinsældir víða um heiminn. Platan News Of The World sem kom út árið 1977 innihélt lögin We Are The Champions og We Will Rock You sem hljóma er fólk sameinast í söng á íþróttakappleikjum og álíka samkomum. Freddie var fjölhæfur laga- og textasmiður og spanna lögin hans vítt svið, allt frá rokk- og diskósöngvum yfir í flóknari verk. Queen var ein áhugaverðasta rokksveit síns tíma m.a. vegna þessa fjölbreytileika. Freddie var sannkallaður smellasmiður sem samdi t.a.m. 10 af 17 lögum sem komu út á safnplötunni The Greatest Hits árið 1981. Freddie var atkvæðamikill á sviði og skópu leikrænir tilburðir hans þá umgjörð sem Queen byggði hljómleikahald sitt á. Margir urðu vitni að því á Live Aid hljómleikunum, sem var sjónvarpað um allan heim árið 1985, hvernig hann stjórnaði 72.000 manna áhorfendaskara og fékk alla til að syngja með sér, klappa og hreyfa sig í takt. Freddie reyndi fyrir sér sem sólósöngvari í fyrsta sinn þegar hann gerði smáskífu undir nafninu Larry Lurex árið 1973. Næsta sólólag var Love Kills sem kom út 1984 og ári seinna gerði hann einu sóló breiðskífuna Mr. Bad Guy. Hann var hugfanginn af heimi óperunnar og gerði plötuna Barcelona með spænsku óperudívunni Monsarret Caballé árið 1988. Þau komu fram saman á stórtónleikum í Barcelona síðla árs 1988 en eftir það dró hann sig nánast alveg í hlé. Freddie Mercury lést á heimili sínu í Knightsbridge 24. nóvember 1991 aðeins 45 ára gamall eftir harða baráttu við alnæmi. Hann er enn dýrkaður og dáður og aðdáendurnir muna hann sem forsöngvara og leiðtoga bresku sveitarinnar Queen sem átti fjölda metsöluplatna og ógrynni vinsældarlaga. Jónatan Garðarsson

Strokkvartettinn Siggi: Stillshot-Shapshot

Harpa

14107626 10153654665536268 2957105301983926475 o

Jón Leifs: Strengjakvartett nr.3 “El Greco” op. 64 (1965) 1.Toledo. Andante con moto quasi allegretto 2.Ímynd af sjálfsmynd El Greco. Adagio-Scherzando-Rigido 3.Jesús rekur Braskarana úr musterinu. Allegro furioso 4.Krossfestingin. Adagio, ma non troppo 5.Upprisan. Allegro Daníel Bjarnason: Stillshot (2014) Evrópufrumflutningur ---------HLÉ-------- John Corigliano: Snapshot (circa 1909) (2003) L.v.Beethoven: Strengjakvartett op.95 í f-moll “Serioso” (1810) 1.Allegro con brio 2.Allegretto ma non troppo 3.Allegro assai vivace ma serioso 4.Larghetto espressivo-Allegretto agitato-Allegro ______________________________________________ Tónleikaárið 2016-2017 fer af stað ný tónleikaröð í Hörpu, svokallaðir Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega. Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist. Meðal þátttakenda í röðinni eru tvö flaggskip íslenskrar tónlistar á klassíska sviðinu, Kammersveit Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbburinn, en auk þeirra koma fram Strokkvartettinn Siggi, Kammerhópurinn Elektra, Ljóðasöngsröð Gerrit Schuil og Barokksveitin Brák, ásamt fleirum. Auk þess verður ferður sett á stokk ný tónleikaröð ungra tónlistarmanna í samstarfi við FÍT og FÍH, Velkomin heim. Með henni er ungt tónlistarfólk sem nýlokið hefur námi hvatt til dáða. Sígildir sunnudagar eru metnaðarfullt átak sem vert er að fylgjast með. ________________________________________________ Strokkvartettinn Siggi hefur starfað saman frá árinu 2012 en til hans var stofnað af ástríðu við það verkefni að spila strengjakvartett. Við erum öll meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og nátengd tónlistarlífinu á mörgum sviðum. Við höfum flutt verk eftir Haydn, Beethoven, Prokofieff og Schostakovich ásamt því að frumflytja íslenska strengjakvartetta (Haukur Tómasson, Atli Heimir Sveinsson, Una Sveinbjarnardóttir). Einnig höfum við frumflutt á Íslandi erlenda kvartetta á borð við Scelsi og Naomi Pinnock að ótöldum kvartettum ungra norrænna tónskálda. Okkar markmi á þessu starfsári er að halda áfram á þeirri braut að snerta á öllum víddum strengjakvartettformsins - fersk nýsköpun stendur hjarta okkar næst ásamt því að nostra við kvartetta Beethovens. Við erum í nánu samstarfi við mörg íslensk tónskáld og eitt af þeim er Daníel Bjarnason en hans kvartett bíður frumflutnings okkar. Hann var pantaður af Strokkvartettinum Sigga og Calder strengjakvartettinum í Bandaríkjunum í sameiningu og var frumfluttur af Calder í Los Angeles á síðasta ári. Við erum verulega spennt að geta boðið upp á þennan Evrópufrumflutning á okkar fyrstu tónleikum á Sígildum sunnudögum Hörpu þann 4.september enda um að ræða fyrsta strengjakvartett Daníels. Fjölbreytnin verður mikil á þessum tónleikum því ásamt verki Daníels spilum við verk eftir Corigliani, Jón Leifs og Beethoven.

Ari Shaffir - Uppistand í Hörpu

Harpa

13669372 1069280596481589 85003901433357882 o

Ari Shaffir er uppistandari og leikari á hraðri uppleið. Velgengni hans í uppstandi og sjónvarpi er mikil þessa dagana og segir hann atriði sitt vera líkt og brúðusýningu, en klúrari og án brúðanna. Ari hefur m.a. verið þáttastjórnandi á í vinsælum podcast þætti sem kallast The Skeptic Tank. Þar tekur hann viðtöl við foreldra ýmissa einstaklinga, allt frá uppistöndurum til vændiskvenna. Markmið þáttarins er „að fá dýpri skilning á mannkyninu og segja prumpubrandara“. Podcastið er gríðarvinsælt og er því halað niður 100.000 sinnum á viku að meðaltali. Uppistandskvöld Ara eru þéttsetin hvert sem hann fer í Bandaríkjunum og nú loksins fá Íslendingar að æfa magavöðvana. Uppistandið með Ara á Íslandi fer fram miðvikudaginn 7. september í Hörpu, en Norðurljósasalnum verður breytt í flottan og þægilegan uppistandsklúbb af þessu tilefni. Aðeins um 300 ónúmeraðir miðar verða í boði og sitja allir við borð eins og gengur og gerist í góðum uppistandsklúbbum. Miðaverð er aðeins 5.990 kr. Miðasala hefst miðvikudaginn 10. ágúst kl. 10 á Harpa.is og Tix.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður; fá þá allir sem eru skráðir á póstlistann sendan tengil sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Skráning á póstlistann hér: http://bit.ly/SenaLive Allt um viðburðinn: www.sena.is/ari

Snorri Helgason í Blikktrommunni

Harpa

14063938 1754398251496136 5327238850675937576 n

Blikktromman kynnir með stolti fyrstu tónleika haustsins með tónlistarmanninum Snorra Helgasyni. Snorri, sem er flestum landsmönnum kunnur fyrir sína vönduðu og fallegu tónlist gaf nýverið út sína fjórðu plötu, Vittu til, sem hefur hlotið mikið lof og lagið Einsemd verið mjög vinsælt. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargagnrýnandi með meiru hafði meðal annars þetta að segja um Snorra: "Snorri hefur lengi unnið með ákveðið afbrigði af þjóðlagatónlist sem nánast gerir ráð fyrir því að menn stígi inn í áðurnefnt væl. En af orðum hans að dæma mætti halda að þrjár síðustu plötur hafi verið andsetnar af drungalegu þunglyndi en hér fari hann hins vegar hlæjandi með himiniskautum, regnbogar og blóm dvelji á milli allra hljóðrása. Hvorugt er rétt. Allar plötur Snorra til þessa hafa leikið sér með samspil angurværðar og birtu, ef svo má segja, og eins er með þessa." Tónleikagestir mega því búast við einstakri tónlistarveislu í Kaldalóni Hörpu sem mun leiða mann inn í haustið og skilja eftir fegurð og gleði í hjarta. BLIKKTROMMAN Tónleikaröðin Blikktromman hefur nú sitt annað starfsár Í H0RPU en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón salur í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði. Meðal listamanna sem komið hafa fram á Blikktrommunn eru; Sóley, Högni Egilsson, Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla, Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson og Benni Hemm hemm. Í kjölfar tónleika Snorra Helgasonar munu eftirtaldir listamenn koma á næstunni; Úlfur úlfur, President Bongo (gus gus) & The Emotional Carpenters og Dj flugvél og geimskip. MIÐASALA Miðasala fyrir tónleikana fer fram í Hörpu, á harpa.is og tix.is https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/3174 ------------------------------------------------- ENGLISH Blikktromman is a concert series in Harpa Concert Hall. We are proud to introduce the first performer of our autumn program; Snorri helgason. Snorri is well known in Iceland and recently released his fourth album, Vittu til, to critical acclaim. Experience quality Icelandic music in the unique seated setting of the Kaldalón hall of Harpa. Past Blikktromman guests include; Sóley, Högni Egilsson (gus gus/Hjaltalín), Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla (múm), Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson og Benni Hemm hemm. This winter Úlfur úlfur, President Bongo (gus gus) & The Emotional Carpenters and Dj flugvél & geimskip are all set to take the stage at Blikktromman. Links: www.snorrihelgason.com www.facebook.com/helgasonsnorri www.twitter.com/snorrihelgason www.soundcloud.com/snorrihelgason TICKETS Tickets are sold at Harpa and via Tix.is https://www.tix.is/en/harpa/buyingflow/tickets/3174

Upphafstónleikar: Lugansky og Tortelier

Harpa

14066353 1257245314299530 6095833088832119182 o

Yan Pascal Tortelier býður upp á sérlega litríka og glæsilega efnisskrá á fyrstu tónleikum sínum sem aðalhljómsveitarstjóri SÍ. Þriðji píanókonsert Rachmanínovs er einn sá kröfuharðasti sem saminn hefur verið, enda sérsniðinn að risavöxnum höndum tónskáldsins. Með kvikmyndinni Shine, þar sem glíma ástralska píanistans David Helfgott við þann þriðja var í forgrunni, komst konsertinn í hóp vinsælustu tónverka fyrr og síðar. Rússneski píanistinn Nikolai Lugansky er svo sannarlega vandanum vaxinn. Hann hreppti silfurverðlaun í Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu árið 1994 og skaust upp á stjörnuhimininn í kjölfarið; hann hefur komið fram í öllum helstu tónleikasölum heims auk þess sem hann leikur kammertónlist með stórstjörnum á borð við Önnu Netrebko og Joshua Bell. Viðamesta meistaraverk Ravels er tónlist hans við ballettinn um elskendurna Dafnis og Klói, sem standa frammi fyrir óvæntum vanda þegar Klói er rænt af sjóræningjum. Á þessum tónleikum stjórnar Tortelier eftirlætisþáttum sínum úr ballettinum svo úr verður fjölbreytt og heillandi frásögn í tónum.

Stefán Hilmars - Afmælistónleikar

Harpa

13906703 1075250249235258 5620327218386003473 n

Stefán Hilmarsson fagnar 50 ára afmæli í ár og blæs af því tilefni til tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 16. september. Þar flytur Stefán úrval þekktra laga sem hann hefur samið og flutt á þrjátíu ára ferli, ýmist undir eigin nafni eða samstarfsmanna og hljómsveita sem hann hefur starfað með í gegnum árin. Stefáni til fulltingis verður fjölskipuð hljómsveit undir forsæti Þóris Úlfarssonar. Valinkunnir gestasöngvarar munu kveða sér hljóðs, þau Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Jóhanna Guðrún og Páll Rósinkranz, auk þess sem Gospelkórinn Gisp! og Hornflokkurinn Honk láta til sín taka. Þá er von á leynigestum. Þetta verða einstakir tónleikar, sem áhangendur Stefáns og íslenskrar tónlistar ættu alls ekki að láta framhjá sér fara. Miðasala er hafin á harpa.is og á tix.is.

Barnastund Sinfóníunnar

Harpa

14231976 1267237506633644 1334295489500547677 o

Í fyrri Barnastund vetrarins má meðal annars heyra danstónlist af ýmÍ fyrri Barnastund vetrarins má meðal annars heyra danstónlist af ýmsum toga frá ólíkum menningarsvæðum ásamt úrvali léttra og skemmtilegra laga. Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Leiðarar á Barnastundum SÍ eru konsertmeistararnir Sigrún Eðvaldsdóttir og Nicola Lolli en kynnir er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hljóm- sveitarinnar. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús. Barnastundin er 30 mínútur og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.sum toga frá ólíkum menningarsvæðum ásamt úrvali léttra og skemmtilegra laga. Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Leiðarar á Barnastundum SÍ eru konsertmeistararnir Sigrún Eðvaldsdóttir og Nicola Lolli en kynnir er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hljóm- sveitarinnar. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús. Barnastundin er 30 mínútur og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sígildir sunnudagar: Ljóðaflokkar-Elmar Gilbertsson

Harpa

14257591 10153674415971268 2928968253048550085 o

Elmar Gilbertsson stígur á svið í Norðurljósum og flytur tónverk eftir Ludwig van Beethoven og Robert Schumann. Elmar er búsettur í Hollandi og hefur komið þar fram margsinnis, sem og í öðrum Evrópuborgum og á hátíðum, t.a.m. „Aix en Provence“ í Frakklandi. Á píanó leikur Gerrit Schuil, sem hefur starfað með Elmari um árabil. Elmar Gilbertsson er meðal ástsælustu söngvara þjóðarinnar. Hann vann hjörtu Íslendinga í óperunni Ragnheiði og svo aftur í hlutverki Ottavio í Don Giovanni. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega. ............... Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Adelaide, opus 46. ( Mathisson) An die ferne Geliebte, opus 98 (Jeitteles) Robert Schumann: Dichterliebe, opus 48. ( Heine)

Uppáhalds aríur

Harpa

14124903 1257248567632538 9103519163027270019 o

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til óperuveislu þar sem heimskunnar aríur, dúettar og tríó hljóma ásamt vinsælum óperuforleikjum. Meðal þess sem hér hljómar eru dúettinn úr Perluköfurum Bizets, aríur úr Tannhäuser og Madama Butterfly, bátssöngurinn úr Ævintýrum Hoffmanns og kvartettinn frægi úr Rigoletto. Einsöngvarar eru allir í fremstu röð íslenskra söngvara. Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur hrifið landsmenn með tilfinninganæmum söng sínum um árabil. Elmar Gilbertsson og Oddur Jónsson eru meðal hæfileikaríkustu karlsöngvara af yngri kynslóðinni og starfa mikið erlendis um þessar mundir. Lilja Guðmundsdóttir hefur sungið við góðan orðstír bæði hér heima og í Vínarborg, og þar stundar einnig nám Agnes Þorsteins sem vakið hefur mikla athygli fyrir sönghæfileika sína á undanförnum árum. Leo Hussain er aðalstjórnandi við óperuna í Rúðuborg og hefur stjórnað við mörg af frægustu óperuhúsum heims, til dæmis Covent Garden, Glyndebourne og Staatsoper í Berlín. Hann stýrði frábærum Mozart-tónleikum með SÍ fyrir tveimur árum og hlaut þegar í stað boð um að snúa aftur á sviðið í Eldborg.

Ungsveitin leikur Tsjajkovskíj

Harpa

14067814 1257253100965418 3295821105435929162 o

Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara. Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman árlega undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og náð undraverðum árangri. Nú stjórnar Eivind Aadland hljómsveitinni öðru sinni, en hann hefur fyrir löngu áunnið sér gott orð hér á landi með innblásinni túlkun og listfengi í starfi sínu með SÍ. Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er ein af hinum glæsilegu hljómsveitar- verkum rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á „örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs. Þetta eru tónleikar sem áhugafólk um framtíð tónlistarlífs á Íslandi má ekki láta fram hjá sér fara. Ungsveitin er hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sígildir sunnudagar: Kammermúsíkklúbburinn #1

Harpa

14242386 10153674437651268 7337310052891536317 o

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og fagnar því 60 ára afmæli sínu nú í vetur. Markmið aðstandenda klúbbsins hefur frá upphafi verið að veita fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Kammermúsíkklúbburinn byggir tilveru sína á traustum hópi félaga sem greiða árgjald í upphafi starfsársins. Á fyrstu tónleikum starfsársins 2016 – 2017 verða flutt verk eftir Johann Adolf Hasse, Johann Fredrich Fasch og Felix Mendelssohn. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru kl 19:30. ............. Efnisskrá: Johann Adolf Hasse: Tríósónata í F-dúr Johann Adolf Hasse: Tríósónata í d-moll Johann Fredrich Fasch: Sónata í d-moll Felix Mendelssohn: Strengjakvartett nr.4 í e-moll op.44 nr.2

Sinfónían á Norrænum músíkdögum

Harpa

14138027 1257255797631815 2622178165177724068 o

- English below - Norrænir músíkdagar eru haldnir á Íslandi 29. september til 1. október og hefjast með glæsilegum hljómsveitartónleikum þar sem fjögur nýleg úrvalsverk hljóma. Fiðlukonsert Esa-Pekka Salonen frá árinu 2009 er eitt af lykilverkum þessa finnska tónsnillings. Alex Ross, gagnrýnandi The New Yorker, sagði að þetta væri „ein áhrifaríkasta tónsmíð seinni ára“ enda hlaut Salonen hin virtu Grawemeyer-verðlaun fyrir verkið. Anna Þorvaldsdóttir er löngu komin í röð fremstu tónskálda samtímans og nú í ár er hún staðartónskáld Fílharmóníuhljómsveitarinnar í New York. Verk hennar var samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og það er meðal annars að finna á hljómdiski hennar sem kom út hjá Deutsche Grammophon og vakti mikla hrifningu. Hin danska Juliana Hodkinson hlaut Carl Nielsen-verðlaunin árið 2015 fyrir tónlist sína og nýtir sér hina ýmsu miðla á áhugaverðan og hrífandi hátt. Eitt nýjasta verk hennar hljómar hér, eins konar smákonsert fyrir rafgítar og hljómsveit. Rafgítarsnillingurinn Aart Strootman spilar á 8 strengja heimasmíðaðan gítar sem býður uppá áður óþekkta möguleika hljóðfærisins. Benjamin Staern smíðar stórt og tilþrifamikið hljómsveitarverk sitt út frá hugmyndum búddista um frumefnin fimm: vatn, loft, eld, jörð og tómið. Rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin hefur vakið mikla athygli fyrir kröftugan og vel útfærðan flutning. Hann er nú aðalstjórnandi Rínarfílharmóníunnar í Koblenz og stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn í janúar 2016; árangurinn þótti svo afburðagóður að honum var boðið að koma aftur við fyrsta tækifæri. --- The Nordic Music Days festival, held in Iceland from 29 September through 1 October, opens with a magnificent concert of four recent orchestral works. Esa-Pekka Salonen's 2009 Violin Concerto is one of the cornerstones of the Finnish genius' oeuvre. Alex Ross, critic from The New Yorker magazine, called it one of the most poignant works in recent years, and indeed, it brought Salonen the revered Grawemeyer prize. Anna Þorvaldsdóttir, one of Iceland's premier composers, is this year's composer-in-residence with the New York Philharmonic. Her orchestral work Aeriality, written for the Iceland Symphony Orchestra, can be found on a CD of her work, which was issued by Deutsche Grammophon to enthusiastic response. Danish composer Juliana Hodkinson received the 2015 Carl Nielsen prize for her music, which uses a variety of media in interesting and captivating ways. This programme includes one of her newest pieces, a small concerto for electric guitar and orchestra. In his large, expansive orchestral piece, Swedish composer Benjamin Staern builds on Buddhist ideas about the five elements: earth, water, fire, wind, and void. Russian conductor Daniel Raiskin has attracted considerable attention for his powerful and well-crafted performances. Currently the Chief Conductor of the Staatsorchester Rheinische Philharmonie Koblenz, Raiskin first conducted the ISO in January 2016, with such outstanding results that he was invited to return at his first opportunity.

Elín Dröfn Jónsdóttir í Kaldalóni

Harpa

14115436 10153639677806268 5040172276816630938 o

Elín Dröfn Jónsdóttir flytur frumsamda tónlist ásamt hljóðfæraleikurum í Kaldalóni, Hörpu, fimmtudaginn 29. september kl. 20. Efnisskrá Rafsyrpa - Brave, Óvissa & Orka Saman Indigo Fjarlægð Ha Long Bay Hugljómun Stay Fjallasýn I, II & III Auk tónlistar verða flutt vídeóverk eftir Elínu Dröfn. Tónleikarnir standa yfir í rétt rúmlega klukkustund. Hljóðfæraleikarar: Strengir Margrét Soffía Einarsdóttir – fiðla Herdís Mjöll Guðmundsdóttir – fiðla Anna Elísabet Sigurðardóttir – víóla Heiður Lára Bjarnadóttir – selló Ingvi Rafn Björgvinsson – kontrabassi Hljómsveit Arnar Þór Gunnarsson – rafmagnsgítar Haukur Hafsteinsson – trommur Karl Jóhann Jóhannsson – rafmagnsbassi Sigríður Hjördís - þverflauta í "Óvissa" Miðasala er hafin á harpa.is/elindrofnjonsdottir Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk styrkir árlega ungt tónlistarfólk til að koma fram í Hörpu og er Elín Dröfn ein af styrkþegum ársins 2016. Lesa má nánar um flytjandann hér fyrir neðan. // English: Elín Dröfn Jónsdóttir will perform in Kaldalón hall with various instrumentalists on September 29th at 8PM. Instrumentalists: Haukur Hafsteinsson (drums), Arnar Þór Gunnarsson (electric guitar), Margrét Soffía Einarsdóttir (violin), Herdís Mjöll Guðmundsdóttir (violin), Anna Elísabet Sigurðardóttir (viola), Sóley Sigurjónsdóttir (cello), Ingvi Rafn Björgvinsson (double bass), Karl Jóhann Jóhannsson (electric bass) og Sigríður Hjördís Indriðadóttir (flute). About the Artist: Elín Dröfn Jónsdóttir (IS) is a multi-skilled young musician, who, classically trained with violin as her first study, has in recent years focused on composition, whilst simultaneously studying the genre of electronic music. In addition to arranging her own compositions, she has also been responsible for all aspects of the music production side, including mixing and studio work. Her inspirational and heartfelt live performances feed both the aural and visual senses, with her use of breathtaking scenic videos of Icelandic nature, shot by herself and her colleagues. Her work, Fjallasýn, is performed to a silent film of the majestic and now somewhat infamous volcano, Eyjafjallajökull. The premiere of her hauntingly beautiful work, Indigo, is to be anticipated with joyful expectation. The instrumentation of string quintet, electric guitar and bass, drums, percussion, synthesizer and voice, takes us on a mystical journey, from the depths of the bowels of Iceland to the soaring peaks of the glaciers. Enveloped and enraptured, we make this journey alongside the composer. Elín Dröfn has been awarded a grant from the music fund, Ýlir, Harpa, which supports talented young musicians by giving them the prestigious opportunity to perform in the venue of the nation´s internationally acclaimed concert hall, Harpa.

Galdur í Norðurljósum: Grasrótin syngur í kór

Harpa

14207755 10153674444766268 6222173251157233974 o

Bartónar Hljómfélagið Karlakórinn Esja Kvennakórinn Katla Ljótikór Vocal Project Þann 2. október mætast sjálfstæðir kórar í Norðurljósum, Hörpu, undir yfirskriftinni Galdur. En talið er að uppruni þess orð tengist söng, það er að gala og seiða. Kórarnir munu kanna troðnar sem ótroðnar slóðir og miðla þeirri þróun sem hefur átt sér stað með tilkomu nýrrrar kynslóðar óháðra kóra, flytja nýjar útsetningar á lögum m.a. eftir Björk og Fleet Foxes. Þá verður einnig flutt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og fleiri íslensk tónskáld. Munu kórarnir vinna saman í tvo daga í smiðjum undir handleiðslu kórstjóranna sem allir hafa mikla reynslu og menntun í kóravinnu. Unnið verður með spuna og nýjar útsetningar svo úr verður einskonar söngvagaldur sem verður fluttur á tónleikunum í Norðurljósum.

Fantasía Disneys með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Harpa

13698131 1257266957630699 5523757782989675461 o

- ATH: Tónleikarnir verða endurteknir: - fös. 7. okt kl. 19:30 lau 8. okt kl. 17:00 (ekki kl. 14 líkt og áður hafði verið ráðgert) Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikin með heillandi myndefni. Hér er hvert atriðið öðru eftirminnilegra: Mikki mús reynir fyrir sér við töfrabrögð við tóna úr Lærisveini galdrameistarans eftir Dukas; fígúrur úr klassískri goðafræði dansa við Sveitasinfóníu Beethovens, fílar og flóðhestar dansa fimlega við Stundadans Ponchiellis, hnúfubakar fljúga við tóna úr Furum Rómaborgar eftir Respighi. Hljómsveitarstjóri kvikmyndatónleikanna er bandaríski Broadway-jöfurinn Ted Sperling sem hefur starfað í heimi söngleikjanna með afburðaárangri í yfir þrjátíu ár. Tónleikarnir eru hluti af RIFF | Reykjavík International Film Festival 2016. Handhafar RIFF-passa fá 20% afslátt af miðaverði.

Arctic Art - Heimskautalist í Hörpu

Harpa

14525066 10209328352478913 7860518688962797001 o

Einstakur viðburður í Hörpu þar sem sumir af fremstu listamönnum Norður-heimsskautssvæðisins kynna menningu sína og listir. Meðal þeirra sem koma fram eru Zarina Olox Kopyrina sem þykir hafa einstaka rödd og sviðsframkomu, Spiridon Shishigin sem spilar á Khomus eða „munngígju“ og segir frá hljóðfærinu sem tengir menningu frumbyggja umhverfis Norður-heimskautið, Anisiia Fedorova þjóðlagasöngkona frá Yakútíu og Ruben Anton Komangapik frá Nunavut í Kanada sem segir sögur kryddaðar með söng og trumbuslætti. Viðburðurinn skapar listafólki heimskautasvæðanna vettvang til að kynna list sína og menningu norðurslóða sem sums staðar er að hverfa. Miðar eru seldir á www.harpa.is eða við innganginn. Aðgangseyrir 2.500 kr. Sýning á frumbyggjalist norðurslóða er samdægurs á 2 hæð Hörpu frá 18:00-22:00 og þar er aðgangur ókeypis. Ýmsir listamenn sem teljast til frumbyggja Norðursins kynna þar menningu sína og listsköpun en einnig munu aðrir listamenn og ljósmyndarar sem sækja innblástur til þessara svæða sýna þar verk sín. Um er að ræða sölusýningu þar sem að hægt er að kaupa listmuni af listamönnum á staðnum.

Hetjuhljómkviðan

Harpa

14067821 1257272724296789 7003189214829047323 o

Hetjuhljómkviða Beethovens er eitt af tímamótaverkum tónlistarsögunnar, kynngimagnað verk sem sprengdi öll viðmið um það hvað sinfónía átti að vera. Innblásturinn að verkinu er sagður hafa verið sjálfur Napóleón, en þegar hann tók sér keisaranafnbót dró Beethoven tileinkunina til baka. Tónlistin er þó eftir sem áður innblásin af ímynd hetjunnar, kraftmikil og djörf. Magnus Lindberg er eitt frægasta tónskáld Norðurlanda um þessar mundir. Hann hefur gegnt stöðu staðartónskálds við Fílharmóníuhljómsveitirnar í Lundúnum og New York, og hefur hlotið Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs. Fiðlukonsert hans frá árinu 2006 er glæsilegt verk þar sem gamall og nýr tími mætast; gagnrýnandi New York Times sagði um verkið að það væri „fullt af fegurð og spennu“. Breski fiðluleikarinn Jack Liebeck hefur náð langt þrátt fyrir ungan aldur; hann hefur hlotið einróma lof fyrir hljómdiska sína hjá Sony Classical, og á milli þess sem hann ferðast heimshorna á milli tilað halda tónleika er hann prófessor í fiðluleik við Royal Academy of Music. Daníel Bjarnason er staðarlistamaður SÍ og nýtur sífellt aukinnar virðingar hér heima og erlendis fyrir tónsmíðar sínar og hljómsveitarstjórn.

Sígildir sunnudagar: Tímaflakk - Keeping time on Broadway

Harpa

14480515 10153719145441268 9139747694198285886 o

Harpa kynnir sérstaka tónleika innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar sem býður unga tónlistarmenn velkomna til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis, gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Sunnudaginn 16. okt kl 17:00 - Aðgangur ókeypis Tímaflakk - Keeping time on Broadway Flytjendur: Jónína Björt Gunnarsdóttir, söngur Ásbjörg Jónsdóttir, píanó ................................ The HARPA Welcome Series presents home concerts with young musicians. It reaches out to those who have recently finished their studies abroad, inviting them to introduce themselves and their accomplishments to the audience at home, thus giving them a platform and an opening into professional life as musicians. Some young artists create their professional ground abroad and this series offers a possibility for our audience to follow their progress. Others come home to nurture other young talents and play a part in the extensive Icelandic musical scene. The Harpa Welcome Series shares with you our best young international Icelandic musicians: vocalists and instrumentalists, composers and ensembles of every genre — at home—in Reykjavik’s extraordinary Harpa Concert Hall Sunday 16. October at 5 pm. Free event. Keeping time on Broadway Performers: Jónína Björt Gunnarsdóttir, singer Ásbjörg Jónsdóttir, píanó

Sígildir sunnudagar: Kammermúsíkklúbburinn #2

Harpa

14258225 10153674456026268 6804440487049177750 o

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og fagnar því 60 ára afmæli sínu nú í vetur. Markmið aðstandenda klúbbsins hefur frá upphafi verið að veita fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Kammermúsíkklúbburinn byggir tilveru sína á traustum hópi félaga sem greiða árgjald í upphafi starfsársins. Á þessum tónleikum verða flutt verk eftir Bedřich Smetana og Pjotr Tchaikovsky. Flytjendur eru: Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla, Sigurgeir Agnarsson, selló; Roope Gröndahl, píanó. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. ................... Efnisskrá: Bedřich Smetana: Píanótríó í g-moll B 104 (op 15) Pjotr Tchaikovsky: Píanótríó í Es-dúr op 70 nr. 2

Mozart og Grieg

Harpa

14067979 1257274150963313 813816586205382111 o

Michael Kaulartz er nýráðinn 1. fagottleikari SÍ og hefur hann vakið mikla aðdáun tónleikagesta fyrir safaríkan tón og tjáningarríka túlkun. Nú gefst kostur á að heyra þennan þýska fagottsnilling í hlutverki einleikarans, í ljúfum og innblásnum konserti sem Mozart samdi aðeins 18 ára gamall og var hans fyrsti konsert fyrir blásturshljóðfæri. Að öðru leyti er leikhústónlist allsráðandi á þessari efnisskrá sem Yan Pascal Tortelier, nýráðinn aðalstjórnandi SÍ, setti saman. Sprækur forleikurinn að „tyrkneskri“ óperu Mozarts um Brottnámið úr kvennabúrinu gefur tóninn, en því næst hljóma þættir úr hinni sívinsælu leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen, meðal annars Söngur Sólveigar, Morgunstemning og Í höll Dofrakonungs. Ekki síðri er sviðsmúsík Bizets við leikritið Stúlkan frá Arles, sem sett var á svið í París árið 1872, þremur árum áður en óperan Carmen var frumsýnd. Leikritið þótti takast illa og fór af fjölunum eftir aðeins 21 sýningu. Bizet brá á það ráð að safna bestu tónlistarþáttunum saman í svítur sem náðu miklum vinsældum, svo að nafn tónskáldsins var á hvers manns vörum í Parísarborg.

PIANO MAN - bestu lög Billy Joel og Elton John

Harpa

13226905 1091254754273888 4481845637120427959 n

Tónleikasýning Rigg viðburða PIANO MAN bestu lög Billy Joel og Elton John Lagasmiðunum og söngvurunum Billy Joel og Elton John verður gert hátt undir höfði í næstu tónleikasýningu Rigg viðburða sem ber heitið PIANO MAN. Sýningin inniheldur margar af þeirra bestu og vinsælustu tónsmíðum og er víst að úr vöndu er að velja. Að venju verður einnig ýmiss skemmtilegur fróðleikur um listamennina og stiklað á stóru á ferli þeirra. Alls hafa þeir félagar selt um 500 milljónir platna samanlagt og hafa ótal mörg lög þeirra setið á vinsældarlistum víða um heim. Hver kannast ekki við lög eins og Piano Man, Your song, Tell her about it, Just the way you are, Goodbye yellow brick road, Tiny dancer, Uptown girl, Moving out, Daniel, Honesty, Crocodile rock og The longest time?. Öll þessi lög og fleiri til verða flutt í glæsilegri umgjörð í Elborgarsal Hörpu 28. október kl. 20:00. Söngvarar í sýningunni eru miklir aðdáendur Billy og Elton en það eru þeir Friðrik Ómar, Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson, Páll Rósinkranz og danski sjarmörinn Jakob Sveistrup. Hljómsveit Rigg viðburða er sem fyrr skipuð stórskotaliði hljómlistarmanna: Karl Olgeirsson píanó og raddir Ingvar Alfreðsson hljómborð og raddir Benedikt Brynleifsson trommur Róbert Þórhallsson bassi Kristján Grétarsson gítar og raddir Einar Þór Jóhannsson gítar og raddir Sigurður Flosason blásturshljóðfæri og slagverk Regína Ósk raddir Erna Hrönn raddir Framleiðendur eru Rigg viðburðir sem hafa meðal annars sett upp Heiðurstónleika Freddie Mercury, Bat out of hell-Meatloaf, AC/DC tónleikasýning, Töfra Tom Jones , Vilhjálmur Vilhjálmsson sjötugur og Tina-Drottning Rokksins. Miðasala er hafin á harpa.is, tix.is og í síma 528-5050. Miðaverð er frá 5590-9990

Sígildir sunnudagar: Ljóðaflokkar-Rannveig Fríða Bragadóttir

Harpa

14205953 10153674479021268 4633261202155056974 o

Rannveig Fríða Bragadóttir er ein þekktasta mezzó-sópran söngkona Íslendinga, þó svo ekki hafi mikið heyrst til hennar hér á landi undanfarið. Að loknu námi starfaði hún við Óperuna í Vín og síðar við Óperuna í Frankfurt. Á Íslandi hefur hún oftsinnis komið fram í sýningum Íslensku óperunnar og á tónleikum víða um land. Gerrit og Rannveig Fríða hafa hljóðritað tvær geislaplötur, aðra með verkum Schuberts og hina með verkum eftir Schumann, Wolf og Grieg. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. ................ Efnisskrá: Franz Schubert: Ellens Gesänge I, II, III. (úr skáldsögu Sir Walter Scott: „The lady of the lake“) Edvard Grieg: „Haugtussa“ opus 67. (Arne Garborg)

Joss Stone í Hörpu

Harpa

13925801 1082099525199696 3331085226607348355 o

DAGSKRÁ KVÖLDSINS: 19.30 - Salur opnar 20.00 - Greta Salóme 20.15 - Joss Stone 21.30 - Áætluð lok ATH: Ekkert hlé. Dagskrá getur breyst eða riðlast. ------------------------------------------------------ Joss Stone hefur unnið til tveggja BRIT verðlauna og GRAMMY verðlaun auk þess að hafa komið fram með fjölmörgum goðsögnum og súperstjörnum, svo sem Rod Steward, James Brown, Van Morrison, Jeff Beck, Robbie Williams, LeAnn Rimes, Lauryn Hill, Blondie og Ricky Martin. Og hún var í hljómsveitinni Superheavy ásamt Mick Jagger. Hún þreytti frumraun sína á leiklistarviðinu árið 2006 í ævintýramyndinni Eragon og lék í kjölfarið í þáttaröðinni The Tudors á Showtime. Á tónleikunum í Hörpu mun Stone flytja lög af nýju plötunni í bland við helstu smelli, ásamt magnaðri hljómsveit. Ljóst er að hér er um einstakan tónlistarviðburð að ræða. Það er okkar eina sanna Greta Salóme sem hitar upp. Miðasala: http://bit.ly/joss_harpa Nánari upplýsingar: www.sena.is/joss

Battles - Airwaves

Harpa

Battles

Battles are the Networked Band, or perhaps the-band-as-network. An island chain linked by a unique combination of artistry, experimentation, technology and singular focus. A band that holds computerized loops in their brains, leaves sweat on their machines and whose sonic heartbeat is almost brutally human. Dave Konopka, Ian Williams and John Stanier have turned the tables on themselves this time, confronted their own ideas of what Battles is – and here on their third album (out September 18), have willed an answer to that question into existence. As the name might imply, La Di Da Di is a mushrooming monolith of repetition. Here is an organic techno thrum of nearly infinite loops that refuse to remain consistent. The rhythmic genus of Battles is here as ever; full frontal, heightened and unforgiving – the gauntlet through which melody and harmony must pass, assailed at every turn.

Rozi Plain - Airwaves

Harpa

Rozi plain

Winchester-born singer-songwriter Rozi Plain, one of the most unique and original voices in UK alt-folk. A gently flowing synth and electric guitar dappled summertime amble threading together fond recollections of throwaway comments and actions by Rozi’s new album ‘Friend, which features contributions from Hot Chip’s Alexis Taylor and members of François & The Atlas Mountains, Babe and This Is The Kit among others.

Saun & Starr - Airwaves

Harpa

Saun starr

Saun and Starr bring some solid gold soul to Iceland Airwaves with their full band. Unbeatable voices, both singers are South Bronx natives; the two met at a Harlem open mic on a Thursday night in the fall of 1986. They pursued solo endeavors until the early Nineties, when they unintentionally auditioned for the same spot in Miss Sharon Jones’s wedding band. The trio quickly discovered their natural musical connection and performed throughout the Nineties until splitting again to pursue solo projects. Jones went on to sing and dance as the focal point of Daptone staple act Sharon Jones & the Dap-Kings, and in 2008 she invited Saun and Starr to join them. The pair brought reliable backup vocals to the Daptone family, and then, in 2014, released debut spinoff single “Hot Shot,” which quickly became the Brooklyn label’s biggest-selling 45 of all time. So, longtime backing singers and close friends have now come full circle and broken out as their own act, on Daptone Records.

Gangly - Airwaves

Harpa

Gangly

Gangly is an Icelandic trio that makes ethereal electronic R&B. Formed in 2014 by Sindri, Jófríður and Úlfur. Gangly has already gained a lot of attention after releasing their first single ‘Fuck with someone else’.

GusGus - Airwaves

Harpa

Gusgus

GusGus is a band from Reykjavík, Iceland, founded in 1995. They originally spawned from an avant-garde collective of musicians, producers, filmmakers and performers but the group became mostly known for its electronic music. Their trademark style is combined with funky bass, streamlined synths and the intelligent use of technology and art.

Brantelid leikur Dvořák

Harpa

14054442 1257275330963195 4711196624567407573 o

Hinn sænsk-danski Andreas Brantelid er ekki nema 29 ára en hefur þó verið meðal eftirsóttustu sellóleikara Norðurlanda í áratug. Hann sigraði í Júróvisjón-keppni ungra einleikara árið 2006 og hlaut menningarverðlaun dönsku krónprinshjónanna árið 2009. Hann leikur á Stradivarius-selló frá árinu 1707 og innlifuð spilamennska hans á einkar vel við sellókonsert Dvořáks. Konsertinn er eitt vinsælasta verk sinnar gerðar, sneisafullt af eftirminnilegum stefjum. Aequora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur var frumflutt á Tectonics-hátíðinni nú í vor við mikla hrifningu viðstaddra. Latneska heitið merkir slétt yfirborð og hljómur orðsins sjálfs er eins konar útgangspunktur fyrir verkið. Sinfónía nr. 2 eftir Sibelius er eitt af lykilverkum þessa sinfóníusnillings. Hann samdi stærstan hluta hennar á Ítalíu árið 1901 og ritaði vini sínum í Finnlandi um sama leyti: „Ég er ástfanginn upp fyrir haus af nýja verkinu. Ég get hreinlega ekki rifið mig frá því!“ Seinna sagði hann að verkið væri „játning sálar minnar“, og engin norræn sinfónía fyrr né síðar hefur notið þvílíkra vinsælda um allan heim en einmitt þetta kröftuga og glaðværa verk.