Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Sígildir sunnudagar: Ljóðaflokkar-Hanna Dóra Sturludóttir

Harpa

14249745 10153674485746268 6556593257921396525 o

Hanna Dóra starfaði um árabil í Þýskalandi og var búsett í Berlín. Frá heimkomu hefur hún komið víða fram, bæði í óperuuppsetningum og á tónleikum. Fyrir hlutverk sem Carmen, Eboli, Ariadne og Elvira hefur hún hlotið sérstaka athygli og ekki síður fyrir frábæran flutning á samtímatónlist. Hanna Dóra ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil ætla að flytja verk eftir Robert Schumann og Gustav Mahler á þessum tónleikum. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. ................ Efnisskrá: Robert Schumann: Liederkreis opus 39 Gustav Mahler: Lieder eines fahrenden Gesellen

Víkingur og Tortelier

Harpa

14102954 1257276600963068 907280930264414299 o

Richard Strauss og Ígor Stravinskíj teljast með helstu tónjöfrum 20. aldar. Hér hljóma sjaldheyrð verk þeirra fyrir píanó og hljómsveit, Burleske og Capriccio – bæði eins konar skemmtimúsík full af glensi og fjöri. Strauss var ekki nema tuttugu og eins árs gamall þegar hann samdi Burleske en það var alla tíð í miklum metum hjá tónskáldinu sem jafnvel taldi það með sínum bestu verkum; nú hljómar það á tónleikum á Íslandi í fyrsta sinn. Capriccio Stravinskíjs frá árinu 1929 er sömuleiðis glettin tónsmíð sem minnir jafnvel á Poulenc. Tveimur áratugum fyrr hafði Stravinskíj náð athygli svo um munaði með glæsilegri tónlist sinni við ballettinn Eldfuglinn, sem tryggði framtíð hans næstu árin. Þetta verk hefur allar götur síðan verið talið til meistaraverka tónlistarinnar á 20. öld og á þessum tónleikum hljómar svíta með frægustu þáttunum, meðal annars kraftmiklum og ógnvænlegum vítisdansinum. Nýtt hljómsveitarverk eftir Hauk Tómasson sætir ávallt tíðindum enda er hann eitt helsta tónskáld sinnar kynslóðar og verk hans njóta sífellt meiri hylli um allan heim. Víkingur Heiðar Ólafsson er óðum að vekja athygli á heimsvísu fyrir innblásinn og agaðan leik sinn. Á undanförnum mánuðum hefur hann meðal annars leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins undir stjórn Ashkenazys, auk þess sem hann tók við stjórn tónlistarhátíðarinnar Vinterfest af sænska klarínettsnillingnum Martin Fröst.

FÓSTBRÆÐUR Í EINA ÖLD

Harpa

14570409 10155259320062388 1175685495197974021 n

FÓSTBRÆÐUR Í EINA ÖLD Stórtónleikar Karlakórsins Fóstbræðra � Eldborg föstudaginn 18. nóvember kl. 20.00. Stjórnandi: Árni Harðarson Fram koma ásamt kórnum: Fjórtán Fóstbræður, Gamlir Fóstbræður, Benedikt Kristjánsson, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon, Högni Egilsson, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Stórsveit Reykjavíkur og fjöldi annarra hljóðfæraleikara Umgjörð og sviðsetning: Helena Jónsdóttir Verð aðgöngumiða 7.900, 5.900 og 2.900 kr. Miðasala á tix.is� Miðasala hefst 18.október. Karlakórinn Fóstbræður fagnar aldarafmæli þann 18..nóvember 2016.�Af því tilefni efnir kórinn til hátíðartónleika í Eldborgarsal, þar sem efniskráin endurspeglar fjölbreytileg viðfangsefni kórsins, frá klassískum stórverkum kórbókmenntanna til léttrar sveiflu í takt við tímann. Flutt verða m.a. verk eftir Samuel Barber og Benjamin Britten, frumflutt ný verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Viktor Orra Árnason, sem skrifuð voru fyrir tilefnið, fluttar nýjar útsetningar fyrir stórsveit og kór og sungnar lagasyrpur úr fórum Fjórtán Fóstbræðra í upprunalegum útsetningum Magnúsar Ingimarssonar sem hafa ekki heyrst á tónleikum áratugum saman

Sígildir sunnudagar: Kammermúsíkklúbburinn #3

Harpa

14249704 10153674684366268 506514620274745124 o

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og fagnar því 60 ára afmæli sínu nú í vetur. Markmið aðstandenda klúbbsins hefur frá upphafi verið að veita fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Kammermúsíkklúbburinn byggir tilveru sína á traustum hópi félaga sem greiða árgjald í upphafi starfsársins. Á þessum tónleikum ætlar Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar að flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Johannes Brahms. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. ............................. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Strengjakvartett Johannes Brahms: Strengjakvartett

Hnotubrjóturinn - St. Petersburg Ballet & Sinfóníuhljómsveit Íslands

Harpa

14125776 10153642407441268 7783206309330115997 o

Hnotubrjóturinn er einn vinsælasti ballet sögunnar. Hrífandi tónlist Tchaikovskys skapar töfrandi jólastemningu þar sem allt getur gerst. Ballettinn er ómissandi hluti af jóladagskrá margra tónleikahúsa erlendis og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta uppfærslunnar. Harpa kynnir með stolti þessa sýningu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á aðfangadagskvöld fær María fallegan hnotubrjót að gjöf frá hinum dularfulla Drosselmeyer. Atburðarásin tekur óvænta stefnu þegar leikföngin undir jólatrénu lifna við og inn koma mýs í einkennisbúningum. Hnotubrjóturinn breytist í prins og leiðir Maríu inn í ævintýraland þar sem ýmislegt óvænt gerist. Tónlist Tchaikovskys er ein sú eftirminnilegasta af þeim ballettum sem samdir hafa verið. Í verkinu eru margar laglínur sem flestir þekkja vel og halda upp á. Börn 12 ára og yngri fá helmings afslátt í miðasölu Hörpu!

Sígildir sunnudagar: Errata við rafmagnsljós

Harpa

14290023 10153674688841268 2368965234712885229 o

Jólatónleikar Strokkvartettsins Sigga Strokkvartettinn Siggi hefur starfað saman frá árinu 2012 en til hans var stofnað af ástríðu við það verkefni að spila strengjakvartett. Á þessum tónleikum verða flutt verk eftir Penderecki, Bach, Finn Karlsson, Hauk Harðarson og svo frumflutningur á verki eftir Atla Heimi Sveinssonar. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. ................... Efnisskrá: Krystof Penderecki: Strengjakvartett nr.1 (1960) J.S.Bach: Kunst der Fuge (1751) Finnur Karlsson: Hrafnaþing (2013) -------HLÉ------- Haukur Þór Harðarson: Through the whole fabric of my being (2015) J.S.Bach: Kunst der Fuge Atli Heimir Sveinsson: Strengjakvartett nr.3 (frumflutningur)

Aðventutónleikar Sinfóníunnar

Harpa

14114869 1257278647629530 2112781520643431597 o

Á aðventutónleikum Sinfóníunnar hljómar hátíðleg tónlist eftir þrjá meistara 18. aldar: Bach, Händel og Mozart. Tvö hrífandi verk eftir Mozart ramma inn efnisskrána, fjörmikill forleikur að Brúðkaupi Fígarós og sinfónía nr. 39 sem var ein sú síðasta sem hann samdi. Glæsilegt kórverk Händels var samið til flutnings við krýningu Karólínu Bretadrottningar í Westminster Abbey árið 1727 og hefur engu glatað af hátíðleika sínum. Hamrahlíðarkórarnir hafa komið fram á ótal tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bjartur og tær hljómur þeirra hentar tónlist Händels sérlega vel. Einleikari á Aðventutónleikunum er Elfa Rún Kristinsdóttir sem hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og var nýverið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Elfa Rún hefur hlotið mikið lof fyrir flutningi sinn á verkum Bachs og nýr geisladiskur hennar með partítum meistarans hefur fengið afburða góða dóma. Norski hljómsveitarstjórinn Eivind Aadland starfar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á ári hverju enda sérlega innblásinn og vandvirkur listamaður sem nær frábærum árangri með hljómsveitinni í hvert sinn. Þessir tónleikar láta engan ósnortinn og koma öllum í sannkallað hátíðarskap í upphafi aðventu.

Sígildir sunnudagar: Söngvar um hljóða vetrarnótt

Harpa

14207614 10153674752791268 8405824312129761428 o

Barokkbandið Brák ásamt söngvurunum Mathias Spoerry og Jóhönnu Halldórsdóttur vilja bjóða áheyrendum í ferðalag, nokkur hundruð ár aftur í tímann, fjarri síbylju og hraða samtímans. Við heimsækjum þá tíma þegar mystíkin og þögnin var ríkjandi og á dimmum og hljóðum vetrarkvöldum var fátt sem gat yljað sálartetrinu líkt og hrein og tær mannsröddin. Miðalda- og endurreisnarsöngvararnir Mathias og Jóhanna eru bæði búsett á Íslandi en hafa sérhæft sig í upprunaflutningi erlendis, Jóhanna í Trossingen í Þýskalandi en Mathias í París og Basel. Þau munu flytja ensk sönglög frá endurreisnar og snemmbarokktímanum. Þá munu hljóma tregafull næturljóð við lög John Dowlands og Henry Lawes í bland við tvíradda endurreisnartónlist og meðlimir Barokkbandsins Brákar flytja svo valin hljóðfæraverk frá endurreisnartímanum. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00.

Eddie Izzard í Hörpu

Harpa

14434796 1114176818658633 3840151170779564683 o

Eddie Izzard snýr aftur til Íslands 6. desember með sýninguna FORCE MAJEURE: RELOADED! Hann kom með viku fyrirvara til Íslands í mars í fyrra og þá seldist upp á örskotstundu og miklu færri komust að en vildu. Eddie Izzard hefur ferðast um allan heiminn og átt ótrúlegu fylgi að fagna! FORCE MAJEURE er umfangsmesti uppistandstúr sem um getur en Eddie hefur flutt efni sitt á þremur tungumálum og komið fram í fleiri en 28 löndum! Ísland er eitt örfárra Evrópulanda sem hlotnast sá heiður að fá þennan bráðfyndna uppistandara til að flytja FORCE MAJEURE: RELOADED! Allt um viðburðinn: www.sena.is/izzard2016 Miðasala á Harpa.is: http://bit.ly/izzard2016harpa

Á hátíðlegum nótum - Jólatónleikar Siggu Beinteins 10.des

Harpa

14207595 10154493296389028 8181203339108144656 o

Hinir árlegu jólatónleikar Siggu verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 9. og 10. desember. Þetta er áttunda árið sem Sigga heldur sína eigin jólatónleika og þriðja árið í röð sem þeir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu. Fyrir jólin 2015 var uppselt á tvenna ógleymanlega jólatónleika Siggu í Eldborg, en kvöldin voru sem töfrum líkust og stemningin sem myndaðist í salnum lét engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spiluðu á allan tilfinningaskala tónleikagesta. Umgjörðin utan um tónleikana var einkar falleg þar sem jólatré og falleg grafík spiluðu stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega. Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr - eins og Sigga sjálf. Sérstakir gestir Páll Óskar Egill Ólafsson Greta Salóme Hljóðfæraleikarar Benedikt Brynleifsson á trommur / slagverk Friðrik Karlsson á gítar Ingvar Alfreðsson á pianó / hljómborð Róbert Þórhallsson á bassa Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar Bakraddir Alma Rut Kristjánsdóttir Gísli Magna Sigríðarson Ína Valgerður Pétursdóttir.

Sígildir sunnudagar: Maria Joao Pires - Píanótónleikar

Harpa

14241441 10153674764436268 5516149205026822369 o

Maria Joao Pires er portúgölsk og hóf feril sinn sjö ára gömul þegar hún flutti píanókonserta eftir Mozart. Níu ára gömul hlaut hún ein virtustu verðlaun Portúgala fyrir unga tónlistarmenn. Maria Joao er einn eftirsóttasti píanóleikari heims og heldur mjög fáa tónleika á ári hverju. Það er því mikill fengur að komu hennar til Íslands og tónleikum hennar í Hörpu. Pires hefur leikið með mörgum þekktustu hljómsveitum heims, þar á meðal Sinfóníuhljómsveitinni í Boston og hinni konunglegu hljómsveit Concertgebouw í Amsterdam, Orchestre de Paris og fílharmóníuhljómsveitunum í London, Vín og Berlín. Hún hefur gefið út fjölmargar plötur hjá Deutsche Grammophon og er sérstaklega þekkt fyrir framúrskarandi flutning sinn á píanókonsertum Mozarts. Tónleikarnir 11. desember eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. ................ Efnisskrá: MOZART Píanósónata No.4 í Es-dúr, K.282 BEETHOVEN Píanósónata No.31 í As-dúr, Op.110 Hlé BEETHOVEN Píanósónata No.32 í c-moll, Op.111

Jól með Sissel

Harpa

13227788 1028216687254647 6678520249464047838 o

Sissel Kyrkjebø fyrir löngu sungið sig inn í hugi og hjörtu landsmanna, en hún hefur í þrígang komið fram á tónleikum hér á landi og færri komust að en vildu í öll skiptin. Það má búast við einstaklega vönduðum og skemmtilegum tónleikunum, en að þessu sinni verða flutt kraftmikil og sálarskotin dægurlög ásamt gömlu, góðu og klassísku jólalögunum sem lokka fram jólastemninguna ár eftir ár. Hinn ungi og efnilegi Ari Ólafsson mun taka einn dúett með söngstjörnunni. www.sena.is/sissel

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Harpa

14102783 1257317614292300 4984093103363824539 o

- ATH: Tónleikarnir eru endurteknir: sama dag kl. 16. Sun 18. des. kl. 14 Sun 18. des. kl. 16 Á jólatónleikum Sinfóníunnar er hátíðleikinn í fyrirrúmi og þar eiga sígildar jólaperlur fastan sess. Nýr forleikur með jólalögum frá Norðurlöndunum og Sleðaferð Andersons gefa upptaktinn að tónleikunum ásamt gullfallegri túlkun nemenda Listdansskólans á Blómavalsi Tsjajkovskíjs og flutningi Bjöllukórs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á hinu sígilda íslenska jólalagi Jólin alls staðar. Skólahljómsveit Kópavogs flytur sívinsælt lag Gunnars Þórðarsonar Aðfangadagskvöld og ungir einleikarar koma fram í hinu ægifagra Panis Angelicus. Einsöngvarar ásamt kórum úr Langholtskirkju og táknmálskór flytja úrval innlendra og erlendra jólalaga sem koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Trúðurinn Barbara kynnir tónleikana af sinni alkunnu snilld en tónleikarnir eru einnig túlkaðir á táknmáli. Nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja jólalög á undan tónleikunum.

Sígildir sunnudagar: Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Harpa

14188224 10153674824841268 4584976275742498362 o

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru orðnir ómissandi hluti af jólahaldi margra borgarbúa. Að vanda verða á efnisskrá tónverk barrokktímabilsins sem hafa á sér hátíðarblæ og geta hrifið áheyrendur upp úr hversdagslegri tilveru sinni inn í annan og viðhafnarmeiri heim. Að þessu sinni gefst tónleikagestum tækifæri til að heyra okkar ástsæla Kristinn Sigmundsson syngja með kammersveitinni. Einn af fremstu semballeikurum heims, Jory Vinikour, mun stjórna tónleikunum auk þess að flytja sembalkonsert í d-moll eftir C.P.E. Bach. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00.

Nýársfögnuður Senu Live

Harpa

15590562 1208387639237550 5236153324739349810 n

Nýársfögnuður Senu Live verður haldinn í Hörpu 1. janúar! Hægt er að gera einstaklega vel við sig og koma í fordrykk og kvöldverð eða mæta bara beint í partíið! 19 - 20: Fordrykkur - Norðurbryggja 20 - 23: Borðhald og skemmtiatriði - Kolabraut 23 - 02: Partí - Hörpuhorn FORDRYKKKUR: Des Tríó Karlakórinn Þrestir BORÐHALD: Aron Can Brasssveit Ómars Guðjóns Glowie Mugison Saga Garðars Tape Face Plötusnúðar: Sunna Ben & Þura Stína Veislustjórar: Jóhannes Haukur og Rúnar Freyr Gíslason. NÝÁRSPARTÍ: DJ Egill Spegill Emmsjé Gauti Páll Óskar Sturla Atlas --- Nánar um nýársfögnuðinn: www.sena.is/nyars Borðapantanir: isi@sena.is Miðar sem gilda eingöngu í partíið til sölu hér: http://bit.ly/nyarsparti_harpa (20 ára aldurstakmark)

Vínartónleikar 2017

Harpa

14711196 1303103783047016 6887641863773555975 o

-- ATH -- Tónleikarnir eru endurteknir: Fös. 6. jan. kl. 19:30 Lau. 7. jan. kl. 16 og 19:30 Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu og fjölsóttustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrá fyrstu tónleika ársins sem hefjast á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast fagrir valsar og polkar að ógleymdum óperettuaríum og dúettum sem allir þekkja. Meðal annars hljómar arían „Heut' Nacht hab' ich geträumt von dir“ eftir óperettuskáldið Emmerich Kálman, en hún hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Austurríski hljómsveitarstjórinn David Danzmayr stjórnaði Vínartónleikum Sinfóníunnar fyrir tveimur árum og vakti slíka lukku að honum var umsvifalaust boðið að snúa aftur. Hann hlaut eldskírn sína sem aðstoðarmaður Pierres Boulez og komst á verðlaunapall í tveimur stærstu stjórnendakeppnum heims, Malko- og Mahler-keppnunum. Þóra Einarsdóttir hefur fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna. Meðal ótal viðurkenninga sem henni hafa fallið í skaut má nefna Íslensku tónlistarverðlaunin 2015, en þar var hún valin söngkona ársins fyrir tvenna tónleika þar sem hún söng verk Sibeliusar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Norski tenórinn Bror Magnus Tødenes hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hljómþýða rödd sína og fyrsti hljómdiskur hans, þar sem hann syngur aríur sem Jussi Björling gerði vinsælar, náði metsölu. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Tebaldi- söngkeppninni árið 2015 og hefur meðal annars sungið á Salzburgarhátíðinni og við afhendingu friðarverðlauna Nóbels.

Vijay Iyer og Wadada Leo Smith

Harpa

15110335 10153849217426268 1269712268689439342 o

Vijay Iyer og Wadada Leo Smith eru djasstónlistarmenn á heimsmælikvarða. Þeir léku saman í rómuðum kvartett hins síðarnefnda og spila nú saman sem dúett til að kynna plötu sína fyrir ECM Records, “A Cosmic Rhythm With Each Stroke”, sem kom út vorið 2016. Líkt og Joseph „King“ Oliver og Ferdinand „Jelly Roll“ Morton, og Louis Armstrong og Earl „Fatha“ Hines gerðu á árum áður kanna Wadada og Vijay hinar gjöfulu tónlistarlendur sem ljúkast upp við samspil píanós og trompets. Vijay Iyer hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna, var valinn listamaður ársins 2015 hjá tímaritinu DownBeat, var gerður MacArthur félagi árið 2013 og var handhafi Doris Duke Performing Artist verðlaunanna árið 2012. Break Stuff, nýjasta plata Iyers og hans tuttugasta undir eigin nafni, fékk fimm stjörnur hjá DownBeat og þýska dagblaðið Die Zeit sagði um hana að hún „kæmi manni í opna skjöldu um leið og hún hrífur mann með sér“. Iyer er tónlistarprófessor við Harvard-háskóla og stjórnandi alþjóðlegu Banff-tónlistarsmiðjunnar fyrir djass og skapandi tónlist. Wadada Leo Smith er frumkvöðull í bandarískri djass- og nútímatónlist og einn af helstu trompetleikurum samtímans. Hann var á lista tímaritsins DownBeat yfir „80 flottustu atriðin í djasstónlist nú um stundir“ og samtök djassblaðamanna völdu hann tónskáld ársins 2015. Óður hans til mannréttindabaráttu, Ten Freedom Summers, var tilnefndur til Pulitzer-tónlistarverðlaunanna 2013. Í sameiningu skapa þessir tveir listamenn áhrifaríka og einstaka tónlist. Wadada Leo Smith hefur sótt Ísland heim nokkrum sinnum undanfarin 30 ár, fyrst árið 1982 og hélt síðast tónleika í Hörpu með íslenskum tónlistarmönnum árið 2012, en þetta verður í fyrsta sinn sem Vijay Iyer leikur hér á landi.

Ungir einleikarar

Harpa

14712698 1303106859713375 8252967604873236584 o

EFNISSKRÁ Pjotr Tsjajkovskíj Tilbrigði við Rokokóstef Felix Mendelssohn Fiðlukonsert í e-moll Carl Nielsen Klarínettukonsert W. A. Mozart Quando avran fine omai og Padre germani Vincenzo Bellini Eccomi in lieta vesta... Oh! quante volte... Franz Lehár Meine Lippen sie küssen so heis HLJÓMSVEITARSTJÓRI Petri Sakari EINLEIKARAR Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, Auður Edda Erlendsdóttir og Jóna G. Kolbrúnardóttir Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Petri Sakari, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem er tónleikagestum að góðu kunnur. Petri kemur reglulega fram með Sinfóníuhljómsveitinni og hefur einnig stjórnað tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Einleikarakeppnin fór fram 12. nóvember. Alls tóku 12 ungir einleikarar þátt og stunda þeir allir söng- eða hljóðfæranám á bakkalárstigi. Fjórir urðu hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni og koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikunum . Það voru þær Auður Edda Erlendsdóttir, klarínettuleikari, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran.

Sígildir sunnudagar: Nýárstónleikar Elektra Ensemble

Harpa

14241480 10153674827716268 6010078559777855865 o

Á Nýárstónleikum Elektra Ensemble verður nýju ári fagnað með þekktum og vinsælum lögum úr söngleikjum eftir þá landa George Gershwin og Leonard Bernstein auk eldheitra og ástríðufullra tangóa úr smiðju Carlos Gardel og Astor Piazzolla. Á tónleikunum koma fram ásamt Elektra Ensemble þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Gissur Páll Gissurarson tenór, sem hafa fyrir löngu getið sér gott orð fyrir frábæran söng og heillandi framkomu. En þau hafa einnig hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona og söngvari ársins. ...................... Efnisskrá: George Gershwin - Svíta af lögum úr Porgy og Bess Leonard Bernstein - Lög úr West Side Story Carlos Gardel - Por una cabeza Astor Piazzolla - Libertango & Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires

Saariaho og Sibelius

Harpa

14712975 1303108229713238 5152665789992308290 o

Kaija Saariaho er eitt dáðasta samtímatónskáld Finnlands og margverðlaunuð fyrir list sína. Tónlist hennar einkennist af dulúð og fíngerðum blæbrigðum enda hefur hún verið kölluð „töframaður hljóðsins“. Hún samdi klarínettkonsertinn handa samlanda sínum, Kari Kriikku, árið 2010, innblásin af veggtepparunu frá miðöldum sem kallast „Stúlkan og einhyrningurinn“ og táknar skilningarvitin fimm. Tímaritið Gramophone sagði um konsertinn að hann væri „töfrandi“ og flutningur Kriikkus á glæsilegri einleiksrullunni hefur vakið aðdáun víða um heim. Sjötta og síðasta sinfónía Tsjajkovskíjs er svanasöngur hans til lífsins og tónlistarinnar; níu dögum eftir að hann stjórnaði frumflutningi hennar í Sankti Pétursborg var hann allur. Meðan á æfingum stóð á hann að hafa sagt: „Þetta er án efa besta og einlægasta tónsmíð mín, og mér þykir vænna um hana en nokkurt annað verk sem ég hef skapað.“ Anna Maria Helsing er einn fremsti kvenstjórnandi Norðurlanda og stjórnaði m.a. Konunglegu fílharmóníuhljómsveitinni í Stokkhólmi við afhendingu Nóbelsverðlaunanna 2015. Tónleikarnir eru hluti af opinnberri hátíðardagskrá í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finna. Sinfóníuhljómsveit Íslands heiðrar Finna með þrennum tónleikum á vormisseri.

Laddi 70 ára - Afmælistónleikar í Eldborg

Harpa

13115941 1024835094259473 9089495036600730257 o

UPPSELT ER Á TÓNLEIKANA KL 20. AUKATÓNLEIKAR KL. 16 SAMA DAG. MIÐASALA Á AUKATÓNLEIKANA ER Í FULLUM GANGI! ----- Goðsögnin, grínarinn, gleðigjafinn og gullbarkinn Laddi verður 70 ára 20. janúar 2017. Af því tilefni verður blásið til stórglæsilegra afmælistónleika daginn eftir stóra daginn, nánar tiltekið laugardaginn 21. janúar í Eldborg, Hörpu. Fram kemur stórskotalið söngvara og landslið hljóðfæraleikara ásamt samferðarmönnum og vinum Ladda í gegnum árin. Jón Ólafsson stjórnar hljómsveitinni og útsetur og Björn G. Björnsson sér um sviðssetningu og handrit. Eftirtaldir söngvarar koma fram ásamt Ladda: Eyþór Ingi Eyjólfur Kristjánsson Bjartmar Guðlaugsson Sigga Beinteins Sigríður Thorlacius Sérstakir gestir eru: Björgvin Halldórsson Haraldur Sigurðsson (Halli) Hjörtur Howser Nýtt lag: http://bit.ly/luxuslif_fbvideo Annað nýtt lag: http://bit.ly/hereregfb Allt um tónleikana: www.sena.is/laddi Miðasala á Hörpu: http://bit.ly/laddi70_harpa

Sinfónían á Myrkum

Harpa

14717234 1303112359712825 1077151599118492923 n

Tónleikar Sinfóníunnar á Myrkum músíkdögum eru vettvangur fyrir nýja og spennandi íslenska tónlist í bland við erlend meistaraverk. Hér hljómar nýr víólukonsert eftir Hauk Tómasson, saminn fyrir Þórunni Ósk Marínósdóttur sem er leiðandi víóluleikari SÍ og meðal fremstu tónlistarmanna landsins. Einnig verður frumflutt nýtt hljómsveitarverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur en verk hennar, Water's Voice, vakti mikla eftirtekt á Tectonics-tónlistarhátíð SÍ árið 2015. Verk Úlfs Hanssonar var samið fyrir Fílharmóníuhljómsveit Franska útvarpsins í kjölfar þess að hann hlaut fyrstu verðlaun í flokki ungra tónskálda á Tónskáldaþinginu 2013. Doloroso eftir Atla Heimi Sveinsson er kyrrlátur huggunar- og saknaðarsöngur, og er tileinkað minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Breska tónskáldið Thomas Adès er einn virtasti tónlistarmaður samtímans. Hið glæsilega hljómsveitarverk hans, Polaris, er samið árið 2010. Það ber undirtitilinn „ferðalag fyrir hljómsveit“ og er innblásið af Pólstjörnunni eins og heitið gefur til kynna. Einn gagnrýnandi sagði eftir frumflutninginn að það væri „yfirgengilega fagurt“ og eru það orð að sönnu.

IceWeb 2017

Harpa

15288446 1108384049280157 2737834493921158550 o

Ráðstefnan IceWeb verður haldin þann 27.janúar 2017 í Hörpu en nú eru 10 ár frá því að þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál var haldin fyrst á Íslandi. Að venju verða þekktir erlendir sérfræðingar fluttir inn til að halda erindi ásamt góðkunnum innlendum fyrirlesurum. Einnig verður boðið upp á vinnustofur daginn áður þar sem hægt verður að kafa dýpra í málefnin sem fjallað verður um. https://2017.iceweb.is Fyrirlesarar á IceWeb að þessu sinni eru: •Paul Boag - boagworld.com - @boagworld •Donna Lichaw - donnalichaw.com - @dlichaw •Birkir Gunnarsson - bbt.com - @birkir_gun •Steinar Farestveit - steifar.com - @steifar •Harry Roberts - csswizardry.com - @csswizardry •Vitaly Friedman - smashingmagazine.com - @smashingmag Um gríðarlega flottan og fjölhæfan hóp er að ræða sem mun fjalla um UX, vefforitun, aðgengismál, user journey mapping, hönnun o.fl. Þetta er ráðstefna sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara. Félagar í SVEF ríflegan afslátt á bæði ráðstefnuna og á workshopin sem verða haldin þann 26.janúar 2017. Takið daginn frá!

YRKJA - Uppskerutónleikar

Harpa

14702475 1303113423046052 6257246011263313264 n

Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa. Verkefnið miðar að því að böa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum. Fyrsta Yrkju-verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands lauk í apríl 2016 og í sama mánuði var tilkynnt um framhald þess. Fimm manna dómnefnd, skipuð tónskáldum og meðlimum SÍ, valdi tvö tónskáld til þátttöku: Finn Karlsson og Þráin Hjálmarsson. Þeir munu starfa með hljómsveitinni í níu mánuði og fá þannig tækifæri til að þróa færni sína í að semja fyrir hljómsveit. Auk þess hljómar á þessum tónleikum verk eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem tók þátt í fyrsta Yrkju- verkefninu. Daníel Bjarnason staðarlistamaður hefur veg og vanda af verkefninu. Hann leiðir vinnustofur með tónskáldunum og stjórnar auk þess tónleikunum þar sem verkin hljóma fullmótuð.

Slettireka - Málaðu glerhjúp Hörpu

Harpa

16463244 10154044351061268 3634211687396322999 o

Í tilefni Vetrarhátíðar 2017 verður ljósahjúpi Hörpu breytt í risastóran gagnvirkan striga. Hverjum sem er verður gert mögulegt að myndskreyta strigann með því að klessa á hann sýndarmálningu. Myndskreytingin fer þannig fram að þú opnar Paint Splatter (www.paint.is) á símanum þínum og velur þar úr litum og hvar þú vilt sletta málningu á glerhjúpinn. Áhrifin sjást strax á glerhjúpnum og lýtur sýndarmálningin þar sömu náttúrulögmálum og annar seigfljótandi vökvi þar sem hann tekur að leka hægt og rólega niður. Höfundar verksins eru þeir Halldór Eldjárn og Þórður Hans Baldursson. Í nóvember 2015 efndu Harpa, Stúdío Ólafs Elíassonar og Höfuðborgarstofa til samkeppni um efnilegasta listaverkið sem nýtir sér ljósahjúp Hörpu. Vinningstillagan Slettireka varð fyrir valinu og var fyrst sýnt á Vetrarhátíð í Reykjavík 2016. Paint Splatter - www.paint.is ---------------------------------------------------------------------------------- During the Reykjavík Winter Lights Festival 2017 Harpa's façade will be converted into a giant interactive canvas. Participants will be able to illustrate the canvas by colliding it with virtual paint. Illustration takes place by opening Paint Splatter (www.paint.is) on your phone, choosing the colors and where you want to splash paint on the façade. The effects will be seen immediately and the virtual paint obeys the same laws of nature as other viscous liquids as it begins to run downwards slowly. The authors are Halldór Eldjárn and Þórður Hans Baldursson. In November 2015, Harpa, Studio Ólafur Elíasson and The City of Reykjavík called for proposals for an artwork utilizing the façade of Harpa Music Hall. Slettireka was chosen and was presented during the Reykjavík Winter Lights Festival 2016. Paint Splatter - www.paint.is

Stravinskíj og Britten

Harpa

14713657 1303115279712533 3435378066040322703 n

Á þessum tónleikum hljómar áhrifamikil tónlist eftir tvö lykiltónskáld frá fyrri hluta 20. aldar. Þeir Stravinskíj og Britten héldu báðir til Bandaríkjanna þegar heimsstyrjöldin síðari braust út, og þar urðu flest verkin á þessari efnisskrá til. Fiðlukonsert Brittens þykir eitt hans allra besta verk, með tjáningarfullri lýrík í bland við dramatísk tilþrif. Fáeinum árum síðar samdi Stravinskíj fyrsta stóra verk sitt eftir flutninginn til Bandaríkjanna, verk sem hann sjálfur kallaði „stríðssinfóníuna“ og er dekkri og kraftmeiri tónsmíð en hann hafði þá samið um nokkra hríð. Kammerkonsertinn Dumbarton Oaks er létt og áheyrilegt verk í nýklassískum stíl sem tekur mið af Brandenborgarkonsertum Bachs. Viviane Hagner er meðal fremstu fiðluleikara Þýskalands. Hún hefur leikið með öllum helstu hljómsveitum heims og kemur reglulega fram með tónlistarmönnum á borð við Daniel Barenboim og Yo-YoMa. Matthew Halls er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur, en hann hefur stjórnað hér reglulega frá árinu 2009. Hann nýtur mikillar virðingar um allan heim fyrir túlkun sína og fékk nýverið frábæra dóma hjá helstu blöðum Berlínar fyrir flutning sinn á Jóhannesarpassíu Bachs.

Ari Eldjárn og Sinfó: Uppistand!

Harpa

14705627 1303117133045681 735756585363126868 n

-- ATH -- Tónleikarnir eru endurteknir fös. 10. feb. kl. 19:30 og laug. 11. feb. kl. 16. Ari Eldjárn er einn fyndnasti Íslendingur sem uppi hefur verið og erfitt getur verið að hemja brosvöðvana þegar hann fer á flug. Nú stígur hann á stokk með Sinfóníuhljómsveit Íslands, segir gamanmál sem tengjast hljómsveitinni en kynnir einnig vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfóníutónleikum, til dæmis úr vinsælum kvikmyndum síðustu áratuga. Hér hljóma meðal annars Allegretto-kaflinn úr sjöundu sinfóníu Beethovens (sem margir þekkja úr myndinni The King's Speech), Dofrakonungs-kaflinn úr Pétri Gaut eftir Grieg (sem notað var með eftirminnilegum hætti í myndinni The Social Network), og Valkyrjureið Wagners, sem gerði atriði úr Apocalypse Now ógleymanlegt. Á þessum uppistandstónleikum fléttast húmor og meistaraverk tónlistarinnar saman svo að úr verður sannkölluð eðalskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Sónar Reykjavík 2017

Harpa

16487487 1017892558311847 4359789815561788057 o

The Sónar Reykjavik festival takes place 16., 17. & 18. of February 2017 throughout four stages at one of Europe's most unique venues; Harpa. INTERNATIONAL ARTISTS - Fatboy Slim - Moderat - De La Soul - Giggs - Sleigh Bells - Ben Klock - Tommy Genesis - Nadia Rose - Forest Swords - Helena Hauff - Blawan (b2b Exos) - B.Traits - Palmbomen II live - BEA1991 - Johan Carøe - JOHN GRVY - Marie Davidson - Oddisee - Pan Daijing - Sapphire Slows - Vatican Shadow LOCAL ARTISTS FROM THE VIBRANT ICELANDIC SCENE - GusGus - FM Belfast - Sin Fang - Samaris - Exos (b2b Blawan) - Emmsjé Gauti - Aron Can - Kött Grá Pje - GKR - Sturla Atlas - Glowie - Berndsen - Shades of Reykjavik - Alvia Islandia - Moff & Tarkin - Frímann - Hendrik - aYia - Dillalude - Øfjord - sxsxsx - Cyber - SiGRÚN - Örvar Smárason - Wesen - HATARI - AAIIEENN - Halldór Eldjárn - HRNNR x Smjörvi - Reynir - TRPTYCH - Áskell - Kerr Wilson - Terrordisco - KrBear - Plútó STAGES - SonarClub (Silfurberg) - SonarHall (Norðurljós) - SonarClub, seated (Kaldalón) - SonarLab, the underground car park transformed to a nightclub with local & international DJs performing TICKETS Tickets are sold via - Harpa Concert Hall and Conference Centre ticket box. - Midi.is https://midi.is/concerts/1/9851/Sonar_Reykjavik_2017 - Tix.is https://www.tix.is/en/event/3432/sonar-reykjavik-2017 For Icelandair travel packages please visit: - www.sonarreykjavik.com FESTIVAL PASS PICK-UP Ticket buyers can pick up their festival pass at the venue (Harpa Concert Hall) from February 14th from 13:00 to 20.00, and from 12 noon to midnight during the festival days. Please bring your ID and print out of the ticket purchase confirmation.