Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Bruch og Brahms

Harpa

14717233 1303133766377351 5415633690991622485 n

Boris Belkin er heimskunnur fyrir tilfinningaþrunginn fiðluleik af „rússneska skólanum“. Hann kom fyrst fram opinberlega aðeins sjö ára gamall og hreppti gullið í fiðlukeppni Sovétríkjanna árið 1973, en flýði skömmu síðar til Vesturlanda. Belkin hefur átt gifturíkt samstarf við Vladimir Ashkenazy um langt árabil, þeir hafa hljóðritað geisladiska saman og farið í tónleikaferðir víða um heim. Annar náinn vinur og samstarfsmaður Ashkenazys var íslenska tónskáldið Þorkell Sigurbjörnsson og á tónleikunum hljómar Mistur frá árinu 1972, sem er eitt helsta hljómsveitarverk hans. Lokapunkt tónleikanna myndar svo hin stórfenglega fjórða sinfónía Brahms, sem er þykkt og safaríkt verk, innblásið af barokkformum og ekki síst tónlist Bachs. Með þessum flutningi lýkur „Brahms-hring“ Ashkenazys, en hann hefur nú stjórnað öllum sinfóníum meistarans á fjórum árum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Stórsveitamaraþon í Hörpu

Harpa

18192694 10158621988280788 6100941265389590578 o

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni á Alþjóðlega jazzdeginum, sunnudaginn 30. apríl kl. 12-17:30 í Flóa, Hörpu (fyrir aftan veitingastaðinn Smurstöðina á jarðhæð). Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í tuttugasta og fyrsta sinn en þessi skemmtilega uppákoma er þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 200. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir. Dagskrá sunnudaginn 30. apríl í Flóa í Hörpu: 12:00 Stórsveit Reykjavíkur 12:30 Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 13:00 Stórsveit Suðurnesja 13:30 Léttsveit Karenar 14:00 Stórsveit Sigrúnar Kristbjargar 14:30 Yngri sveit Hafnarfjarðar og Garðabæjar 15:00 Stórsveit Tónlistarskólans í Garðabæ 15:30 Stórsveit skólahljómsveita Reykjavíkurborgar 16:00 Stórsveit Öðlinga 16:30 Stórsveit Tónlistarskóla FÍH

Sígildir sunnudagar - Sæunn Þorsteinsdóttir & Angela Draghicescu

Harpa

17966063 10154251062861268 4541460279724720557 o

English below Sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir og píanóleikarinn Angela Draghicescu sameinast á tónleikum Sígildra sunnudaga og bjóða upp á litríkt og fjölbreytt úrval tónlistar fyrir selló og píanó. Sæunn og Angela hafa báðar leikið kammertónlist víða í Evrópu, Bandaríkjunum og í Asíu. Sæunn Þorsteinsdóttir hefur komið fram sem einleikari með Los Angeles Philharmonic, Toronto Symphony og Sinfóníuhljómsveit Íslands, meðal annarra. Eftir útgáfu á flutningi hennar á einleikssvítum Britten hefur hún leikið í nokkrum helstu tónleikasölu heims, þar á meðal Carnegie Hall, Suntory Hall og Disney Hall. Sæunn er stórtækur kammertónlistarmaður og hefur m.a. unnið með Itzhak Perlman, Mitsuko Uchida, Richard Goode og meðlimum Emerson, Guarneri og Cavani Kvartettanna. Hún hefur leikið á fjölda tónlistarhátíða um heim allan, t.d. á Prussia Cove og Malboro Festival. Hún er sellóleikari Manhattan píanótríósins og stofnandi kammerhópsins Decoda, sem hefur það markmiði að færa nýtt líf í flutning kammertónlistar með nýstárlegum nálgunum, skapandi fræðslu og samfélagsþátttöku. Angela Draghicescu er starfandi píanóleikari við University of Puget Sound. Hún hefur leikið með nokkrum helstu tónlistarmönnum í Bandaríkjunum, þ.á.m. konsertmeistara New York Philharmonic, Frank Huang, fiðluleikaranum Brian Lewis, sigurvegara Naumburg keppninnar, David Requiro, fyrsta trompetleikara Metropolitan Orchestra, David Bond, og hornleikara Canadian Brass, Jeff Nelsen. Angela Draghicescu er auk þess einn meðleikara í Alþjóðlegu George Enescu keppninni. Á tónleikunum verða meðal annarra verka Sellósónata nr.4 eftir Beethoven, Myndir á þil eftir Jón Nordal, Rúmenskir dansar eftir Béla Bartók ásamt því að verk Pulitzer Prize verðlaunahafans William Bolcom, Capriccio verður frumflutt á Íslandi. -------------- Cellist Saeunn Thorsteinsdottir and pianist Angela Draghicescu come together in Harpa´s Classical Sundays series for a unique evening of colorful and evocative music for cello and piano. Both have appeared in solo and chamber performances throughout Europe, U.S.A. and Asia. Sæunn Thorsteinsdóttir, has appeared as soloist with the Los Angeles Philharmonic, Toronto and Iceland Symphonies, among others, and her recital and chamber music performances have taken her across the US, Europe and Asia. Following the release of her debut recording of Britten’s Suites for Solo Cello on Centaur Records, she has performed in some of the world’s greatest halls including Carnegie Hall, Suntory Hall and Disney Hall. An avid chamber musician, she has collaborated in performance with Itzhak Perlman, Mitsuko Uchida, Richard Goode and members of the Emerson, Guarneri and Cavani Quartets and has participated in numerous chamber music festivals, including Prussia Cove and Marlboro, with whom she has toured. She is cellist of the Manhattan Piano Trio and a founding member of Decoda; a group that seeks to revitalize the world of chamber music through refreshing concert experiences, creative education, and community engagement. Currently Collaborative Pianist at University of Puget Sound, Ms. Draghicescu has appeared in recitals with some of America’s most important musicians including Concertmaster of the New York Philharmonic Frank Huang, violinists Brian Lewis, Naumburg Competition winner cellist David Requiro, Metropolitan Orchestra trumpetist David Bond, former Canadian Brass french hornist Jeff Nelsen. Angela Draghicescu is also one of the official pianists of the George Enescu International Competition. The recital will present Beethoven's 4th Cello Sonata, Martinu's Rossini Variations, Jon Nordal's Pictures on a Panel Wall as well as the Icelandic premiere of Pulitzer Prize-winning composer William Bolcom's Capriccio for Cello and Piano.

Múmínálfar í söngvaferð

Harpa

14721629 1303135566377171 9046707350497294397 n

Múmínálfarnir sem Tove Jansson skapaði eru mörgum afar kærir og ná vinsældir þeirra langt út fyrir heimahagana. 70 ára afmæli þessara ástsælu álfa var fagnað í Finnlandi með útkomu Múmínálfa í söngvaferð, nýrrar söngvabókar með geisladiski, sem hlaut finnsku Emma-verðlaunin 2014. Það var Fílharmóníusveitin í Helsinki sem frumflutti Múmínálfa í söngvaferð eftir Soili Perkiö og Hannele Huovi vorið 2015 í útsetningum Matta Kallio, en það var upphafið að mikilli söngvaferð Múmínálfanna um gjörvallt Finnland. Nú flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, fyrst hljómsveita utan Finnlands, þessa geysivinsælu söngva í þýðingu Þórarins Eldjárns. Með hljómsveitinni á tónleikum koma fram stórsöngvararnir Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur. Litríkt og fallegt myndefni fylgir tónleikunum og þannig er hægt að fylgjast með sögunni bæði í myndum og tónum. Erkki Lasonpalo stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum, en hann stjórnaði einnig frumflutningi verkefnisins í Finnlandi. Tónleikarnir eru hluti af hátíðardagskrá í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finnlands 2017 og styrktir af Finnsk-íslenska menningarsjóðnum.

Sígildir sunnudagar - Barokkbandið Brák

Harpa

18155843 10154251092081268 3490505902055969625 o

English below Barokkbandið Brák snýr aftur á Sígilda sunnudaga í Hörpu, að þessu sinni með ítalska veislu í farteskinu. Brákin fær aftur til liðs við sig ungverska barokkfiðluleikarann Kingu Ujszászi en hún leiddi einnig bandið í Norðurljósum í apríl 2016. Kinga mun leika hið víðfræga Vor Antonio Vivaldis með Barokkbandinu en Laufey Jensdóttir, einn stofnandi Barokkbandsins Brákar mun leika fiðlukonsert eftir Giuseppe Tartini. Sveitin mun svo einnig flytja fjörlegar, ítalskar strengjasinfóníur. Barokkbandið Brák er skipað hópi ungs fólks sem hefur sérhæft sig að hluta til í upprunaspilamennsku í námi erlendis og vill nýta þessa þekkingu sína til tónleikahalds og verkefna á Íslandi. Brák hefur verið starfrækt frá árinu 2014, en bandið var stofnað af fiðluleikurunum Elfu Rún Kristinsdóttur, Laufeyju Jensdóttur og Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur. Barokkbandið hélt sína fyrstu tónleika á Sumartónleikum í Skálholti í júlí 2015 en síðan þá hefur sveitin flutt fjölbreytta tónleikadagskrá og staðið fyrir sex tónleikum í Reykjavík og Skálholti. Sveitin hefur fengið til liðs við sig jafnt íslenska og erlenda hljóðfæraleikara sem allir spila á upprunaleg hljóðfæri frá barokk og endurreisnartímanum. Hefur barokkbandið fengið afar góðar viðtökur á tónleikum sínum hvarvetna og gagnrýnandi morgunblaðsins gaf tónleikum sveitarinnar sem haldnir voru í Norðurljósum í Apríl 2015 fjórar og hálfa stjörnu í gagnrýni sinni sem birtist í blaðinu. ------ Brák Baroque ensemble will return to Norðurljós with a mediterranean spring feast this time. The much played, much loved Spring from the Four Seasons by A. Vivaldi will be performed by the renowned baroque violinist Kinga Uszjászi. Vivaldi's forerunner, Giuseppe Tartini from Piran, wrote himself more than hundred violin concertos in his lifetime, but his concerto in A Major D.96 will be heard in this spring feast. Then the ensemble will rejoice in the Concerti Grossi by some of the Italian masters of the Baroque era. Tartinis trills imitating the singing birds of Piran, Vivaldi's lively mediterranean Spring and the warm winds from the south will hopefully bring the audience to blissful spring spirits.

Miðaldamedley

Harpa

18403555 1340548982679976 75778959861158445 n

Nemendur á miðaldatónlistarnámskeiði Voces Thules og félagar úr Voces Thules flytja stutta dagskrá fyrir gesti og gangandi í Hörpuhorninu. Gregorsöngur, canónar, vers úr Hallvarðstíðum auk verka eftir Perotin og Machaut

Fimm söngvar og sinfónía

Harpa

14717272 1303137633043631 4649586903360761313 n

Það gerðist ekki oft að kventónskáld 19. aldar semdu fyrir sinfóníuhljómsveit. Karlar lögðu línurnar í tónlistarlífinu í þá daga og þeim þótti kröftum kvenna betur varið í smærri verk sem flytja mætti innan veggja heimilisins, sönglagasmíði og píanómúsík. Fanny Mendelssohn var hámenntuð tónlistarkona en samdi aðeins eitt hljómsveitarverk, forleikinn sem nú hljómar í fyrsta sinn á Íslandi og er það kærkomið tækifæri til að kynnast betur tónsmíðum þessarar merku listakonu. Í nýjum lagaflokki sínum tónsetur Hafliði Hallgrímsson ljóð eftir þrjú af helstu skáldum Englands á 18. og 19. öld: Samuel Taylor Coleridge, William Blake og Christinu Rosetti. Þau Helena Juntunen og John Storgårds frumfluttu verkið ásamt Skosku kammersveitinni í febrúar síðastliðnum; gagnrýnandi The Telegraph sagði verkið mynda „fullkomlega sannfærandi heild“ sem væri knúið áfram af tónrænu ímyndunarafli Hafliða og „ótrúlegu næmi“ hans á litbrigði hljómsveitarinnar. „Ég gef gömlu meisturunum ekkert eftir“ ritaði Sibelius í dagbók sína árið 1922, fullur sjálfstrausts. Um sama leyti var hann að ljúka við 6. sinfóníu sína, fagurt og friðsælt verk sem hefur á köflum yfirbragð þjóðlaga og sálmasöngs. Stjórnandinn John Storgårds var um langt skeið aðalstjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og er einmitt margverðlaunaður fyrir túlkun sína á sinfóníum Sibeliusar.

Föstudagsröðin - Brahms og barokkið

Harpa

14700747 1303140236376704 3420364350699689142 o

Johannes Brahms hafði sterka söguvitund og hafði sérstakt dálætiá tónlist þýskra barokkmeistara, ekki síst verkum Bachs. Hann stjórnaði verkum hans og gerði af þeim útsetningar, en áhrifin komu einnig fram í tónlistinni sjálfri. Í lokaþætti hinnar mögnuðu fjórðu sinfóníu notar hann til dæmis stef sem upphaflega kom úr einni af kantötum Bachs, og smíðar yfir það mikilfengleg tilbrigði samkvæmt lögmálum barokktónlistarinnar. Upptakt að flutningi SÍ að þessu sinni gefur Schola cantorum, sem flytur eina af hinum stórkostlegu mótettum Bachs fyrir tvo kóra sem kallast á með eftirminnilegum hætti.

Ljós heimsins - Halldór Laxness og tónlistin

Harpa

18320518 1510235085662814 1648196504299753690 o

Á tónleikum okkar í maí flytjum við dagskrá tileinkaða nóbelsskáldinu Halldóri Laxness. Flytjendur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran, Ágúst Ólafsson baritón og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Flutt verður tónlist við ljóð skáldsins auk þess sem við bregðum upp svipmyndum úr lífi hans.

Capturing Pablo - Umræður

Harpa

15896117 1223961467680167 1565258223248162843 o

Miðasala er hafin á Harpa.is. --- Stígðu inn í heim "DEA" fulltrúanna Javier Pena og Steve Murphy, mannanna sem handsömuðu einn afkastamesta og hættulegasta eiturlyfjabarón heims: Konung kókaínsins, sjálfan Pablo Escobar. Saga þeirra var innblásturinn að þáttunum NARCOS sem slógu rækilega í gegn á Netflix. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stjórnar umræðunum. Í þáttunum segir frá risi og falli Medellín fíkniefnahringsins þar sem Pablo Escobar var höfuðpaurinn og barðist fyrir því að viðhalda völdum sínum sem kóngur kókaínheimsins. Pena og Murphy munu ræða málið fyrir áhorfendum ásamt Jóhannesi Hauki og segja frá því hvernig þeim tókst að fella Pablo Escobar. Í umræðum kvöldsins munu þeir upplýsa okkur um ýmis atriði sem ekki komu fram í þáttunum og taka við spurningum úr sal. Nánar: www.sena.is/pablo Miðasala á Harpa.is: http://bit.ly/pablo_slharpa

Óperan Hamlet in Absentia - tónverk ársins 2016

Harpa

17098074 1533263760025231 4306977956877499708 o

Í tilefni af Evrópskum óperudögum sýnir Íslenska óperan upptöku af sýningu óperunnar Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson. Óperan var valin tónverk ársins 2016 á Íslensku tónlistarverðlaununum þann 2.mars síðastliðinn og á dögunum var hún tilnefnd til dönsku Reumert verðlaunanna 2017. Óperan er sýnd á risaskjá í Norðurljósasal Hörpu kl.15.00. Eftir sýningu myndarinnar sitja aðstandendur sýningarinnar fyrir svörum. Sýningartími er 91 mínúta. Hamlet in Absentia er flutt á dönsku með enskum texta. Heimsfrumsýning á fyrstu norrænu Hamlet óperu sem samin hefur verið fór fram í kastala Hamlets í Kronborg í ágúst árið 2016. Verkið Hamlet in Absentia er bæði grótesk en jafnframt húmorískt túlkun á Hamlet Shakespears. Uppfærslan var sett upp af NordicOpera og er leikstjóri uppfærslunnar Åsa Melldahl sem er einn fremsti óperuleikstjóri Svía. Hönnuður uppfærslunnar er Marie í Dali sem er mikilsmetinn hönnuður í Danmörku og hefur hannað fyrir óperur, leikhús og kvikmyndir.

Sígildir sunnudagar - Signora Langbrók

Harpa

18156117 10154251164831268 6692071122864933026 o

English below Þessi flutningur fjallar um eina sögufrægustu kvenpersónu Íslendingasagnanna, Hallgerði Langbrók, sem ögraði og hristi upp í karlasamfélaginu. Á rúmlega 1000 ára ferðalagi sínu milli himins og jarðar fylgist hún með og upplifir líf og stöðu kvenna á hinum ýmsu tímabilum. 20. öldin er það tímabil sem hún hrífst mest af. Kvenmenn rísa upp gegn ráðandi karlasamfélaginu, ná fram hinum ýmsu réttindum og öðlast frelsi. Nylon sokkarnir eru táknmynd þessa nýja frelsis, þar sem fegurð kvenna fékk notið sín, án þess að þær gæfu einhvern afslátt af greind og burðum. Hallgerður hrífst sérstaklega af hinum ýmsu prímadonnum skemmtanaiðnaðarins sem voru svolítið líkar henni; fagrar, greindar, kænar og stundum svolítið vondar. Þessi leikur fjallar um Hallgerði Langbrók og heimsókn hennar í Kaldalón Hörpu í leit að griðarstað eftir að vera lokuð úti bæði í helvíti og himnaríki. Hún sveimar um öld eftir öld á milli himins og jarðar. Hún segir segir sögu sína á skemmtilegan hátt en telur langbrókina vera rótina að ógæfu sinni. Ef henni hefði ekki klæjað svona undan bévítans ullinni þá hefði hún líklega orðið miklu ljúfari kona og ekki orðið svona skapstygg og þrjósk. Hún fellur gersamlega fyrir öldinni sem nylon sokkarnir koma til sögu. Hún er þess fullviss að hún hefði orðið díva á við Mariu Callas, Dietrich, Monroe, Piaf, Hepburn, Ellý Vilhjálms, Mariu Markan og fleiri. Þær áttu það allar sameiginlegt að eiga nylon sokka. Sungin verða lög sem þessar prímadonnur sungu og gerðu fræg á meðan sagt verður frá þessum nælon dívum. Hallgerður Langbrók: Elsa Waage Píanómeðleikur: Antonia Hevesi Hlutverk þjónustustúlku: Íris Sveinsdóttir Sýningar: 14. maí 2017 – kl. 17–18 21. maí 2017 – kl. 17–18 28. maí 2017 – kl. 17–18 ------- Op-play (not an opera and not a musical...somewhere in between) The show focuses on Hallgerdur Langbrók and her visit to Kaldalón Harpa in search of a haven. She has been roaming between earth and heaven for about 1000 years after being shut out in both Hell and Heaven. Hallgerdur shares her story with the audience. She considers the "Langbrók" ( woolen long johns ) to be the basis of all her misfortunes. If she hadn´t been constantly itching from those damn woolen pants she would have turned out much more loving and kind, instead of a temperamental, vindictive and quarrelsome "femme fatale". She completely falls for the 20th century, the era of the nylon stocking. She is confident that had she lived then she would have had become a diva such as Callas, Dietrich, Monroe, Piaf, Hepburn, and fellow Icelandic icons Elly Vilhjálms, Maria Markan and others. These women all had nylon stockings in common! " Hallgerdur " is an entertaining narrative that intertwines the story of the Saga legend with the music of these more recent nylon DIVAS. She sings some of their most famous songs, combining both international and Icelandic music. Performance in English Hallgerdur: Elsa Waage Piano accompaniment: Antonia Hevesi Role of the assistant: Iris Sveinsdóttir Shows: 14. May 2017 – Time. 17–18 21. May 2017 – Time. 17–18 28. May 2017 – Time. 17–18

Carmen-fantasía

Harpa

14641894 1303142636376464 1755567077499116431 n

Hljóðfærasnillingar 19. aldar settu gjarnan saman í syrpur dáðustu aríur úr þeim óperum sem nutu mestrar hylli; hvað tæknikröfur snertir eru þessar útsetningarnar oft á mörkum hins ómögulega. Flestar þessar syrpur eru nú öllum gleymdar, en undantekningin er hin vinsæla Carmen-fantasía spænska fiðlusnillingsins Sarasates. Hér er að finna öll vinsælustu stefin úr óperu Bizets, í bland við tilþrifamikið virtúósaspil og fingurbrjóta. Hollenski fiðluleikarinn Simone Lamsma leikur Carmen-fantasíuna og einnig hið ljúfa og ljóðræna Poème. Lamsma hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir leik sinn og gagnrýnendur hafa dáðst að „ægifögrum, fáguðum og tjáningarríkum“ leik hennar. Hún leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1718. Fyrri hluti tónleikanna er helgaður frönskum tónskáldum en eftir hlé verður haldið lengra suður. Capriccio italien („Ítölsk gletta“) er eitt vinsælasta hljómsveitarverk Tsjajkovskíjs, samið í Róm og kryddað með léttum ítölskum götusöngvum. Kætin er einnig í fyrirrúmi í spænskum morgunsöng Ravels sem er eitt hans glæsilegasta hljómsveitarverk.

Kammersveit Vínar og Berlínar

Harpa

15994577 10153992669506268 3086924577579230022 o

Áheyrendur og gagnrýnendur eru sammála um að aðeins tvær hljómsveitir geti talist þær fremstu í heimi: Fílharmóníusveit Vínar og Fílharmóníusveit Berlínar. Gjarnan er lögð áhersla á það sem aðgreinir sveitirnar tvær. Sagt er að Vínarsveitin sé fáguð og tíguleg en Berlínarbúarnir ástríðufullir og hrífandi, að önnur hljómsveitin einkennist af flauelsmjúkum strengjahljóm en hin af mögnuðum einleikurum á blásturshljóðfæri. Það er því ljóst að stofnun Kammersveitar Vínar og Berlínar heyrir til mikilla tíðinda. Þegar betur er að gáð er líka ýmislegt sem sameinar hljómsveitirnar. Áratugasamstarf við stjórnendur á borð við Wilhelm Furtwängler, Herbert von Karajan, Claudio Abbado (sem voru bæði óperustjórar hjá Ríkisóperunni í Vín og aðalstjórnendur Berlínarfílharmóníunnar) og Sir Simon Rattle hefur sett mark sitt á báðar hljómsveitirnar, auk þess sem því sem næst sömu gestastjórnendur störfuðu með þeim báðum sama árið. Spilamennska beggja hljómsveita einkennist af hárfínni nálgun, miklum sveigjanleika og einstakri hljómfegurð, sem gerir þær einstakar, m.a.s. miðað við rómuðustu hljómsveitir Bandaríkjanna. Þó að samskipti hljómsveitanna hafi ávallt verið góð er ekkert launungarmál að þær eru keppinautar í tónlistarheiminum. Það var að frumkvæði Sir Simon Rattle sem hljómsveitirnar komu saman í fyrsta sinn, en hann óskaði þess að stjórna sameiginlegum tónleikum þeirra í tilefni af fimmtugsafmælinu sínu. Útkoman var svo góð að ekki var um annað að ræða en að halda samstarfinu áfram. Upp úr því varð Kammersveit Vínar og Berlínar til. Með henni leika margir af nafntoguðustu hljóðfæraleikurum hljómsveitanna tveggja og segja má að í kammersveitinni megi finna kjarna þeirra beggja. Markmiðið með efnisskránni er að sameina fínleika kammertónlistar og kraft sinfóníusveitar. Samstarfinu er ætlað að vera vettvangur þar sem listamennirnir geta miðlað listsköpun sinni og hugmyndum, þeim sjálfum og áheyrendum til góða. Rainer Honeck (sem hefur verið konsertmeistari Vínaróperunnar síðan 1984 og Vínarfílharmóníunnar síðan 1992) hefur verið konsertmeistari og listrænn stjórnandi Kammersveitar Vínar og Berlínar frá stofnun hennar. Efnisskráin einkennist af ástríðu og eldhita: Joseph Haydn: Sinfónía Nr. 59 „Eldsinfónían“ Joseph Haydn: Sellókonsert í C-Dúr | Gautier Capuçon -Hlé- Wolfgang Amadeus Mozart: Concertone KV 190 | Rainer Honeck & Noah Bendix-Balgley Joseph Haydn: Sinfónía Nr. 49 „Ástríðusinfónían“ Miðasala hefst á föstudaginn 13. janúar klukkan 10:00.

Næntís með Rokkkór Íslands - 90´s with the Icelandic rockchoir

Harpa

17390684 1635431059819480 7748361383001465144 o

English below.... Rokkkór Íslands er tveggja ára gamall og fer heldur óhefðbundnari leiðir en gengur og gerist í kórsöng. Kórinn skipar um 40 söngvara sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í popp-, rokk- og dægurlagasöng. Útkoman er kraftmikill og algjörlega einstakur hljómur sem er klárlega nýr sinnar tegundar hér á landi og eitthvað sem vert er að kíkja á. Á þessum tónleikum verða flutt þekkt rokklög frá tíunda áratugnum (90´s) eftir flytjendur á borð við Radiohead, No Doubt, Jet black Joe, Stone Temple Pilots, Anouk, Metallica, Guns N´Roses, Aerosmith, Queen, Nirvana, Red Hot Chilli Peppers, Skunk Anansie, Creed, Alanis Morissette, The Cranberries, Ugly kid Joe, Spoon o.fl. Það verður því mikið rokkað þetta kvöld þar sem stuð og stemning verður í hámarki. Einsöngvarar tónleikanna eru allt meðlimir úr kórnum en það eru: Anna Rún Frímannsdóttir, Arna María Geirsdóttir, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Björg Ósk Bjarnadóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Hjördís Karen Hrafnsdóttir, Katrín Hildur Jónasdóttir, Kristjana Þórey Ólafsdóttir, Sigga Sif Sævarsdóttir, Sísí Ástþórsdóttir, Svavar Þórisson, Sunneva Lind Ólafsdóttir.Tinna Marína Jónsdóttir og Tómas Guðmundsson, Stórskota hljómsveit verður með kórnum á sviðinu en á gítar spilar Davíð Sigurgeirsson, Róbert Þórhallsson verður á bassa, Pálmi Sigurhjartarson leikur á hljómborð, Fúsi Óttars er á trommum og Þorbergur Ólafsson sér um slagverk. Hljóðmaður er Hrannar Kristjánsson og stjórnandi kórsins er Matthías V. Baldursson (Matti sax). Kórinn var stofnaður vorið 2015 af Matta sax og nokkrum áhugasömum söngvurum sem langaði að búa til öðruvísi kór sem hentaði popp- og rokkröddum. Fyrsta verkefni kórsins var að fara í hljóðver og taka upp nokkur vel valin lög sem voru gefin út 2015-16 og hafa hlotið mjög góðar viðtökur. Kórinn kom fram í fyrsta sinn í Eldborg haustið 2015 á afmælistónleikum Sniglabandsins og eftir það var ekki aftur snúið enda Rokkkór Íslands kominn til að vera! Kórinn hélt svo sína fyrstu tónleika í Kaldalóni í febrúar 2016 þar sem tónlist níunda áratugarins (80´s) var gefin góð skil en vegna eftirspurnar voru haldnir tvennir tónleikar það kvöld og seldist upp á þá báða! Eftir það var út séð að kórinn þyrfti stærri sal og færði hann sig yfir í Norðurljós haustið 2016 með Seventís tónleika sem einnig seldist upp á. ---------------------------------------------------------------------------------- The Icelandic Rockchoir is a brand new choir, with over a 40 people, that has gone different ways then is usual in choir singing. Most of the singers have a lot of experience in pop and rock performing. The result is a powerful and totally unique sound that is clearly new of its kind in Iceland and something worth looking at. Rock songs from the 90´s by artists such as Radiohead, No Doubt, Jet black Joe, Stone Temple Pilots, Anouk, Metallica, Aerosmith ,Guns N´Roses, Queen, Nirvana, Red Hot Chilli Peppers, Skunk Anansie, Creed, Alanis Morissette, Ugly kid Joe, The Cranberries etc. will be on the program so it‘s certainly going to be a powerful atmosphere in Harpa this evening. Well known musicians from Iceland will play with the choir such as Davíð Sigurgeirsson on guitars, Róbert Þórhallsson on bass, Pálmi Sigurhjartarson on keyboard, Fúsi Óttars on drums and Þorbergur Ólafsson on percussion. The conductor is Matthias V. Baldursson (Matti sax). The choir was founded in the spring of 2015 by Matti sax and a few singers who wanted to make a different choir more designed for pop and rock singers. The outcome was Rokkkór Íslands (The Icelandic Rockchoir). The first project was to go in a studio and record a few well-chosen songs that have been released regularly in the media. The first performance of the choir was in Eldborg (Harpa) autumn 2015 on the anniversary concert of Sniglabandið. After that was no turning back and The Rockchoir of Iceland was clearly here to stay!

Ómkvörnin

Harpa

18451607 1476766712368850 3114061870800480916 o

(English below) Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Þar eru flutt ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá. Hátíðin er í Kaldalón sal, stendur yfir dagana 22. – 23. maí og samanstendur af þrennum tónleikum; kl. 18:00 og 20:30 fyrri daginn og kl. 18:00 seinni daginn. Listaháskóli Íslands hvetur alla þá sem hafa áhuga á nýrri íslenskri samtímatónlist að mæta á hátíðina. Ókeypis aðgangur er á Ómkvörnina. Ómkvörnin is a concert series showcasing the music of the composition students currently studying at The Iceland Academy of the Arts. The pieces are performed by students from the Academy. The concerts will take place in Kaldalón concert hall on Monday, the 22nd og May and Tuesday, the 23rd of May. On Monday there will be a concert at 6pm and 8.30pm and on Tuesday at 6pm. Free entry. Dagskrá: Ym - Mánudagur 22. maí 18:00 Friðrik Margrétar-Guðmundsson Heiti verks – Keimur Hljóðfæraskipan og flytjendur: Hulda – Lilja María Ásmundsdóttir Ari Hálfdán Aðalgeirsson Heiti verks – í skugganum stóð ég Hljóðfæraskipan og flytjendur: Sópran – Þóra Kristín Magnúsdóttir Píanó – María Oddný Sigurðardóttir Hafsteinn Þráinsson Heiti verks - Sonata 1 fyrir Selló og Gítar Hljóðfæraskipan og flytjendur: Gítar – Hafsteinn Þráinsson Selló – Þórdís Gerður Jónsdóttir Ari Hálfdán Aðalgeirsson Heiti verks – Quelle bague a-t-elle? Hljóðfæraskipan og flytjendur: Píano – Romain Þór Denuit Ari Hálfdán Aðalgeirsson Heiti verks – Baba trékló Hljóðfæraskipan og flytjendur: Klarinett – Reuben Fenemore Píanó - Romain Þór Denuit Anna Þorvaldsdóttir Heiti verks - Rain Hljóðfæraskipan og flytjendur: Sópran - Sandra Lind Þorsteinsdóttir Flauta - Sigríður Hjördís Gítar - Óskar Magnússon Bergþóra Kristínardóttir Heiti verks - Kátir voru karlar Hljóðfæraskipan og flytjendur: Flauta – Sunna Friðjónsdóttir Flauta – Kristín Ýr Jónsdóttir Píanó – Romain Þór Denuit Viktor Ingi Guðmundsson Heiti: Pentaboros Flytjendur: Klarinett - Reuben Fenemore Alessandro Cernuzzi Heiti: Folletti Flytjendur: Flauta - Sunna Friðjónsdóttir Klarinett - Reuben Fenemore Fiðla - Agnes Eyja Gunnarsdóttir Fiðla - Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Víóla - Soh Jung Park Kontrabassi - Ásthildur Helga Jónsdóttir Stjórnandi: Alessandro Cernuzzi Þráinn Þórhallsson Heiti verks - Meðferð samviskunnar Hljóðfæraskipan og flytjendur: Gítar – Óskar Magnússon Són - Mánudagur 22. maí 20:30 Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir Heiti verks - Hafísinn Hljóðfæraskipan og flytjendur: Hljómeyki Stjórnandi: Marta G. Halldórsdóttir Gunnhildur Birgisdóttir Heiti verks - Nafnlaust Hljóðfæraskipan og flytjendur: Horn - Guðmundur Andri Ólafsson Pétur Eggertsson Heiti verks – No one nose Hljóðfæraskipan og flytjendur: Selló – Hjörtur Páll Eggertsson Emilía Ófeigsdóttir Heiti verks - Nótt Hljóðfæraskipan og flytjendur: Píanó – Mattias Martinez Carranza Söngvari – Sandra Lind Þorsteinsdóttir Óskar Magnússon Heiti verks - Ó, heiða nótt Hljóðfæraskipan og flytjendur: Sópran - Silja Garðarsdóttir Gítar - Óskar Magnússon Katrín Helga Ólafsdóttir Heiti verks - Litasinfónía Hljóðfæraskipan og flytjendur: 9-10 sjálfboðaliðar úr sal Brendan Patrick K. Clinton Heiti verks - Nóta Amháin Hljóðfæraskipan og flytjendur: MIDI Keyboard/Laptop - Brendan Patrick K. Clinton Árni Halldórsson Heiti verks - ónefnt Hljóðfæraskipan og flytjendur: Píanó - Árni Halldórsson Bart Bruinsma Heiti verks – Hajime and his red sun Hljóðfæraskipan og flytjendur: Þverflauta – Berglind María Tómasdóttir Sophie Meyer Heiti verks - Agnus Dei Hljóðfæraskipan og flytjendur: Sópran - Snæfríður Björnsdóttir Alt - Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Alt - Una María Bergmann Tenór - Dagur Þorgrímsson Bassi - Friðrik Margrétar-Guðmundsson Bassi - Óskar Magnússon Stjórnandi: Birgit Djupedal Óm - Þriðjudagur 23. maí 18:00 Katrín Helga Ólafsdóttir Heiti verks - Hápólitískt verk Hljóðfæraskipan og flytjendur: Flauta – Kristín Ýr Jónsdóttir Horn – Guðmundur Andri Ólafsson Fiðla – Herdís Mjöll Guðmundsdóttir Fiðla – Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Víóla – Anna Elísabet Sigurðardóttir Selló – Hjörtur Páll Eggertsson Andrés Þór Þorvarðarson Heiti verks – Ég hata þig en ég virði þig. Hljóðfæraskipan og flytjendur: Fiðla – Agnes Eyja Gunnarsdóttir Fiðla – Bergþóra Kristinsdótir Vióla – Steina Kristínardóttir Selló – Heiður Lára Bjarnadóttir Sævar Helgi Jóhannsson Heiti verks - Strengjakvintett nr.1 Hljóðfæraskipan og flytjendur: Fiðla - Herdís Mjöll Guðmundsdóttir Fiðla - María Emilía Garðarsdóttir Fiðla - Bergþóra Kristínardóttir Víóla - Katrín Arndísardóttir Kontrabassi - Ævar Örn Sigurðsson Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir Heiti verks - No. 5 Hljóðfæraskipan og flytjendur: Fiðla – Bergþóra Kristínardóttir Fiðla – Agnes Andrésdóttir Fiðla - Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Víóla – Steina Kristín Ingólfsdóttir Víóla – Katrín Arndísardóttir Selló - Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir Selló - Sigurður Halldórsson Kontrabassi - Ingvi Rafn Björgvinsson Píanó – Romain Þór Denuit Stjórnandi: Hildigunnur Rúnarsdóttir Magni Freyr Þórisson Heiti verks - Eymd Hljóðfæraskipan og flytjendur: Horn – Guðmundur Andri Fiðla – Agnes Eyja Gunnarsdóttir Fiðla – Bergþóra Kristínardóttir Píanó - Romain Þór Denuit Alessandro Cernuzzi Heiti: Il Lago Dalle Ninfe Di Vetro (píanó trío) -Sabba Delle Ninfe -Danza Delle Lucciole Di Mezzanotte -Le Streghe Della Foresta Di Pietra Flytjendur: Píanó - Laufey Sigrún Haraldsdóttir Fiðla - Agnes Eyja Gunnarsdóttir Selló - Sigurður Halldórsson Bjarki Hall Heiti verks - Xenía Hljóðfæraskipan og flytjendur: Flygill - Mattias Martinez Carranza Hljómborð - Bjarki Hall Fiðla - Agnes Eyja Gunnarsdóttir Fiðla - Bergþóra Kristínardóttir Víóla - Steina Kristín Ingólfsdóttir Selló - Heiður Lára Bjarnadóttir Kontrabassi - Ásthildur Helga Jónsdóttir Björn Jónsson Heiti verks - Gaskynt flæði Hljóðfæraskipan og flytjendur: Píanó - Anna Þórhildur Gunnarsdóttir Píanó - Leif Kristján Gjerde Ari Hálfdán Aðalgeirsson Heiti verks - Arena Hljóðfæraskipan og flytjendur: Fiðla – Herdís Mjöll Guðmundsdóttir Fiðla – Samar E-Zahida Víóla – Steina Kristín Ingólfsdóttir Víóla – Katrín Arndísardóttir Selló – Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir Stjórnandi: Ari Hróðmarsson

Góð upplifun - Framtíð viðskipta

Harpa

18237985 1340478789361767 1508578862752257 o

Morgunfundur í Kaldalóni – um virði tónlistar og annarrar upplifunar fyrir fyrirtæki í hvers kyns rekstri. Öll jákvæð upplifun viðskiptavina af vörum og þjónustu m.a. með hjálp tónlistar byggir um leið upp virði vörumerkis. En hvaða aðferðum er hægt að beita, hvers virði er t.d. tónlist í þessu samhengi og hvaða nýjungar á þessu sviði nýta stórfyrirtæki úti í heimi sér þessa dagana? Valentina Candeloro alþjóðamarkaðsstjóri MOOD MEDIA er aðalgestur fundarins en MOOD MEDIA er fyrirtæki sem sérhæfir sig í upplifunarstjórnun. Þjónustufyrirtæki á borð við Nike, McDonalds, Ikea, AT&T og fjöldi annarra stórfyrirtækja nýta sér þjónustu MOOD MEDIA. Valentina Candeloro veitir gestum fundarins innsýn í rannsóknir og reynslu síðustu ára í þessum efnum. Erindi hennar tekur ekki aðeins til notkunar tónlistar heldur allra þátta upplifunarstjórnunar og árangur af henni. DAGSKRÁ: Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri ATMO Select: "Hver eru áhrif tónlistar á kauphegðun?" Einar Baldvin Arason, tónlistarstjóri Aurora Stream: "Hvernig getur verslun stutt við grasrót íslenskrar menningar?" Margeir Steinar Ingólfsson, DJ Margeir: "Markaðssetning með tónlist." Valentina Candeloro, alþjóðamarkaðsstjóri MOOD MEDIA: "Back to the Future: The Evolution of the In-Store Customer Experience." Jón Jónsson flytur tónlist og fundinum stýrir Ósk Gunnarsdóttir, viðburðastjóri. --- Komdu og fáðu innsýn í aðferðafræði upplifunarstjórnunar á þessum áhugaverða morgunfundi. Verð aðeins 8.990 kr. Nánar: www.sena.is/godupplifun Miðasala: www.harpa.is/godupplifun

Ibragimova spilar Brahms

Harpa

14705727 1303143919709669 8065532567386194244 n

Alina Ibragimova er einn áhugaverðasti fiðluleikari sem komið hefur fram á sjónarsviðið síðustu ár. Hún leikur jöfnum höndum barokktónlist og nútímaverk, hefur flutt allar sónötur Beethovens og Mozarts í Wigmore Hall, og var staðarlistamaður Proms-tónlistarhátíðarinnar árið 2015. Yndisfagur fiðlukonsert Brahms er meðal þeirra verka hans sem oftast eru flutt, enda nær hann hér fullkomnu jafnvægi milli hins blíða og kraftmikla, hins háfleyga og jarðbundna. Sjaldan hefur eitt tónskáld átt jafn mikið undir viðtökum einnar tónsmíðar og þegar fimmta sinfónía Dmítrjís Sjostakovitsj var frumflutt í Leníngrad árið 1937, einu harðasta ári ógnarstjórnar Stalíns. Tónlistin er hádramatísk og margir telja sinfóníuna einhverja þá mögnuðustu sem samin var á 20. öld. Þessir tónleikar verða tileinkaðir minningu Björns Ólafssonar fiðluleikara, í tilefni þess að árið 2017 er öld liðin frá fæðingu hans. Björn var fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar og lék Brahms-konsertinn þrívegis með sveitinni.

Fjölmenningardagur 2017 / Reykjavík´s Multicultural Day

Harpa

17884007 10154994347365042 6660867809536467653 n

ENGLISH BELOW Laugardaginn 27. maí verður menningu hátíðlega fagnað í 9. sinn í Reykjavík á árlegum fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri setur hátíðina kl. 13 með skrúðgöngu sem mun marsera frá Hallgrímskirkju niður að Hörpu. Flóamarkaður í Hörpu // Fleamarket in Harpa 14.00 – 17.00 Í Hörpu verður markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun, matur og menning. Við verðum bæði inni og úti enda verður vorið komið og við höfum pantað sólskin þennan dag. Í hinum glæsilega sal Silfurbergi í Hörpu verður lifandi skemmtidagskrá frá kl. 14:30 -17:00. Nánari upplýsingar um sýningaraðila verða aðgengilegar á www.reykjavik.is/fjolmenningardagur Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir 22. maí: http://reykjavik.is/fjolmenningardagur2017-skraning ENGLISH BELOW// Saturday, the 27th of May, the city culture will be celebrated for the 9th time in Reykjavík on the annual multicultural day. Mayor will launch the festival with a parade at 1 pm that will march from Hallgrímskirkja to Harpa the concert hall. The fleamarket in Harpa will be from 2:00-5:00 pm. A market will be in Harpa where various craft, design, food and culture will be presented. We will be both outside and inside, hopefully in a sunny weather. In Silfurberg in Harpa will be live entertainment from 2:30-5:00 pm. Further information will be accessible on www.reykjavik.is/fjolmenningardagur Please register here before 22th of May: http://reykjavik.is/fjolmenningardagur2017-skraning

Kansas í Hörpu

Harpa

16722480 1260708777338769 7977645706438200149 o

Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta sígilda rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Smáskífurnar „Carry on Wayward Son“ og „Dust in the Wind“ hafa til að mynda báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, hið fyrrnefnda er meðal fimm mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og hið síðarnefnda hefur verið spilað í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum! Þau eru einnig risastór á vinsælustu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum sígilda rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman. Ljóst er að koma þeirra til Íslands er mikill fengur fyrir alla sanna rokkara. Nánar: www.sena.is/kansas

Hádegistónleikar með Rumon Gamba

Harpa

16991994 1470128103011249 7299504806879311359 o

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun hljóðrtia disk með verkum sænska tónskáldsins Dags Wirén fyrir Chandos-útgáfuna, og af því tilefni verða haldnir hádegistónleikar þar sem áheyrendum gefst færi á að kynnast þessari áhugaverðu tónlist. Tónskáldið Dag Wirén var undir sterkum áhrifum frá Stravinskíj og Poulenc, samdi létta og glaðværa músík með hrynrænni spennu. Hann var líka sérlega fjölhæfur tónsmiður, samdi til dæmis framlag Svíþjóðar í Júróvisjón-keppnina árið 1965. Serenaðan fyrir strengi frá árinu 1937 er vinsælasta verk Wiréns enda sérlega áheyrileg tónsmíð. Sinfónía nr. 3 er einnig glæsileg en ber þó dekkri blæ enda samin meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð; þar má greina áhrif Sibeliusar og jafnvel á köflum Shostakovitsj. Hljómsveitarstjórann Rumon Gamba þarf vart að kynna; hann var aðalstjórnandi SÍ frá 2002–2010 og er ávallt aufúsugestur hér á landi. Ókeypis inn og allir velkomnir. Gengið er inn í Eldborg um inngang 2A á annarri hæð Hörpu.

Hátíð hafsins í Hörpu 2017

Harpa

19029172 10154368661496268 593276133699299177 n

Nú um helgina verður Hátíð hafsins fagnað í Hörpu. Skoppa og Skrítla ásamt Maxímús Músíkús kíkja í heimsókn. Miðbæjarkvartettinn flytur dægurlög, Bjarmi Hreinsson leikur lög tengd hafinu á harmonikku og HIMA, Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur opna tónleika í Hörpuhorni. HB Grandi verður með reglulegar bíósýningar og Smurstöðin verður með ljúffenga fiskisúpu á matseðli. Bátastrætó mun sjá um siglingar á milli Hörpu og Sjóminjasafnsins. Dagskrá laugardaginn 10. júní Kaldalón: 14:00 – 17:00 HB Grandi heldur bíósýningu í Kaldalóni á klukkustunda fresti. Ísfisktogarinn Ásbjörn RE-50 hverfur senn úr rekstri hjá HB Granda. Kvikmyndagerðarmaðurinn Björgvin Helgi Möller Pálsson hefur, í samstafi við HB Granda, gert heimildarmynd um skipið. Myndin er um 50 mínútna löng og spannar hún feril skipsins frá komu þess til landsins ásamt því að núverandi áhöfn er fylgt eftir eina veiðiferð. Smurstöðin: Allur dagurinn Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar á góðu verði. Dagskrá sunnudaginn 11. júní Hörpuhorn: 12:00 – 13:00 16 nemendur úr strengjasveitinni YCO, Youth Chamber Orchestra, á aldrinum 13-19 ára halda strengjasveitartónleika í tengslum við HIMA, alþjóðlegu tónlistarakademíuna í Hörpu og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Kaldalón: 12:00 – 16:00 HB Grandi heldur bíósýningu í Kaldalóni á klukkustunda fresti. Ísfisktogarinn Ásbjörn RE-50 hverfur senn úr rekstri hjá HB Granda. Kvikmyndagerðarmaðurinn Björgvin Helgi Möller Pálsson hefur, í samstafi við HB Granda, gert heimildarmynd um skipið. Myndin er um 50 mínútna löng og spannar hún feril skipsins frá komu þess til landsins ásamt því að núverandi áhöfn er fylgt eftir eina veiðiferð. Framhús Hörpu: 12:30 – 13:00 Skoppa og Skrítla taka á móti börnum í anddyri Hörpu. Maxímús Músíkús heilsar krökkunum og gefur börnunum rellur. Útisvæði Hörpu: 13:00 – 13:30 Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Hörpu út að Granda við undirleik Skólahljómsveitar Austurbæjar. Maxímús Músíkús og Skoppa og Skrítla trítla með. Hafnarsvæði Hörpu: 13:00 – 17:00 Reykjavík Sailors munu sjá um siglingar milli Hörpu og Sjóminjasafnsins. Báturinn Sailor mun sigla á 30 mín fresti. Smurstöðin: 13:00 – 14:00 Harmonikkuhádegi í Hörpu – Bjarmi Hreinsson leikur lög tengd hafinu. Smurstöðin: 16:00 – 16:30 Miðbæjarkvartettinn syngur vel valin dægurlög. Meðlimir kvartettsins eru þau Bjarmi Hreinsson, Rögnvaldur Konráð Helgason, Silja Garðarsdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir. Smurstöðin: Allur dagurinn Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar á góðu verði. Frítt er á alla viðburði. Við viljum benda á að gestir hátíðarinnar geta lagt bílum sínum í Hörpu og gengið með skrúðgöngunni niður að hátíðarsvæði. ------- The Festival of the Sea will be celebrated at Harpa 10-11 June. Free entry and everybody is welcome to Harpa. Saturday June 10th Kaldalón: 14:00 – 17:00 Movie show with HB Grandi every hour. Smurstöðin: The whole day A delicious fish-soup at Smurstöðin at a good price. Sunday June 11th Hörpuhorn: 12:00 – 13:00 16 students from the Youth Chamber Orchestra – Boyer College of Music perform in Hörpuhorn. Kaldalón: 12:00 – 16:00 Movie show with HB Grandi every hour. Front house Harpa: 12:30 – 13:00 Skoppa and Skrítla greet the kids at Harpa. Maximus Musicus the music mouse gives toy windmills. Outside Harpa: 13:00 – 13:30 A parade sets off from Harpa to Grandi, accompanied by Austurbær School Band, led by the scouts. Maximus Musicus and Skoppa and Skrítla walk along. Harpa Harbour: 13:00 – 17:00 Reykjavík Sailor will offer guests of the festival to take a ride on their ship, Sailor, between Harpa and the Reykjavik Maritime Museum. The ship will sail every 30 minutes between 13:00 – 17:00, from the Reykjavik Maritime Museum every hour and from Harpa every half an hour. Smurstöðin restaurant: 13:00-14:00 Accordion noon in Harpa – Bjarmi Hreinsson Smurstöðin restaurant: 16:00-16:30 Downtown Quartet performs in front of Smurstöðin. Members of the quartet are Bjarmi Hreinsson, Rögnvaldur Konráð Helgason, Silja Garðarsdóttir and Sunna Karen Einarsdóttir. Smurstöðin: The whole day A delicious fish-soup at Smurstöðin at a good price

Nemendatónleikar eldri deildar

Harpa

18881873 1351235721637774 1743162662562362907 n

Nemendatónleikar eldri deildar Í eldri deild Akademíunnar taka þátt 75 hljóðfæranemendur frá 9 löndum á aldrinum 10 – 26 ára. Á tónleikunum fáum við að heyra úrval einleiks- og kammerverka sem þeir hafa verið með í handleiðslu hjá kennurum á námskeiðinu.

Bergmál í Hörpu

Harpa

Við munum spila á jarðhæð í Hörpunni á 17 júní. Við verðum í "dannaðri" kanntinum þar sem börn gætu verið meðal áhorfenda, en við flytjum okkar fallegu og fyndnu tónlist á elegant máta. Allir velkomnir! Rafrænt knús til ykkar <3 Hæhójibbíjejjjogjibbíjejjjjj

17. júní í Hörpu // National Day of Iceland at Harpa

Harpa

19025081 10154380934031268 5670167915866345468 o

Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með skemmtilegri dagskrá. Boðið verður upp á ókeypis viðburði fyrir alla fjölskylduna. 14:00 Framhús: Maxímús Músíkús heilsar upp á börnin og gefur rellur 14:00 Smurstöð: Baldvin Snær Hlynsson og Bjarni Már Ingólfsson spila jazz 14:30 Hörpuhorn: Reykjavík Classics kynnir dagskrá sumarsins 15:00 Smurstöð: Miðbæjarkvartettinn syngur íslenska slagara 15:30 Smurstöð: Bergmál Band 16:00 Framhús: Maxímús Músíkús heilsar upp á börnin og gefur rellur 16:00 Hörpuhorn: Harpa International Music Academy kynnir starfsemi og tónleika akademíunnar 16:30 Hörpuhorn: Dúóið Ýr og Agga 17:00 Smurstöð: Bee bee and the Blue birds 17:30 Smurstöð: Skuggamyndir frá Býsans ---- Harpa celebrates the Icelandic National Day with free events for the whole family. 14:00 First floor: Maximus Musicus greets the children 14:00 Smurstöð: Baldvin Snær Hlynsson and Bjarni Már Ingólfsson play jazz 14:30 Hörpuhorn: Reykjavík Classics introduce their summer programme 15:00 Smurstöð: Miðbæjarkvartettinn sings popular Icelandic songs 15:30 Smurstöð: Bergmál Band 16:00 First floor: Maximus Musicus greets the children 16:00 Hörpuhorn: Harpa International Music Academy introduce the academy and their concert 16:30 Hörpuhorn: The Duo – Ýr and Agga 17:00 Smurstöð: Bee bee and the Blue birds 17:30 Smurstöð: Skuggamyndir frá Býsans

Krishna Das Kirtan í Hörpu

Harpa

17192504 1071760629596102 1706890161876002613 o

Krishna Das verður með Kirtan tónleika í Norðurljósasal Hörpu, 21. júní 2017 kl 20. Salurinn opnar 19:30 Sæti verða í boði á svölum og gólfi, og stórt svæði verður fremst fyrir þá sem vilja koma með teppi og/eða púða til að sitja á. Kirtan virkar þannig að við fáum að syngja með Krishna Das. Er það ekki dásamlegt? Söngtextar verða afhentir við innganginn. Miðar eru í sölu á harpa.is og tix.is og kosta kr 5700,- Fylgist með hér á fb. Krishna Das will have a Kirtan concert in the Northern Lights Hall of Harpa on June 21st 2017 in Iceland. The Kirtan begins at 8pm and the room opens at 7:30pm. Chairs will be available on a balcony and on the floor area. Places will be available on the floor for those interested in bringing their own blankets and/or pillows. Kirtan is a call and response type of singing. Isn´t it wonderful to be able to come and chant with Krishna Das? Chant sheets will be available at the door. Tickets are available at harpa.is and tix.is and the price is IKR 5700 (around $50). Follow this event here on fb. Fyrir frekari upplýsingar - for more information: Harpa 528 5050 asta.olafsdottir@gmail.com http://krishnadas.com/

Mozart, Pärt, Stravinsky - Upphafstónleikar RMM -Opening Concert

Harpa

18768181 1454357531315372 1453498989888479830 o

Upphafstónleikar Reykjavík Midsummer Music 2017 / Reykjavík Midsummer Music Opening Concert: Mozart, Pärt, Stravinsky (English below) Látið ykkur ekki vanta á upphafstónleika Reykjavík Midsummer Music 2017, en hátíðin er nú haldin í sjötta sinn í Hörpu undir listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar. Hún hefur fyrir löngu hefur fest sig í sessi sem einn af hápunktum tónleikaársins, þar sem allt kemur saman, úthugsað verkefnaval, listrænn metnaður, skemmtilegt andrúmsloft og ærslafull spilagleði. Í ár státar hátíðin af mörgum af skærustu ungu stjörnum klassíska tónlistarheimsins. Hátíðarþemað er frelsi, og á upphafstónleikunum er samspil hefðar og frelsis í brennidepli í nokkrum öndvegisverkum eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Arvo Pärt og Igor Stravinsky. Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ __ Listafólk / Artists Sayaka Shoji, Víkingur Ólafsson, Julien Quentin, Lars Anders Tomter, István Várdai, Rosanne Philippens Dagskrá / Programme Arvo Pärt: Spiegel im Spiegel W.A. Mozart: Rondo in D major A. Pärt: Fratres W.A. Mozart: Larghetto and Allegro A. Pärt: Mozart-Adagio W.A. Mozart: Piano Quartet No 1 A: Pärt: Summa I. Stravinsky: Elegy A. Pärt: Hymn to a great City I. Stravinsky: Concerto for Two Pianos __ Don't miss out on the opening concert of Reykjavík Midsummer Music, an award-winning chamber music festival in Harpa and Mengi, directed by Icelandic Pianist Víkingur Ólafsson. Now in its sixth year, the festival has firmly established itself as one of the highlights of Reykjavík's cultural calendar, combining original artistic programming with stellar performances and a unique atmosphere. This year's line-up of artists includes some of today's most exciting musicians from around the world. The festival theme is Freedom, and the opening concert explores freedom's relationship with tradition in the brilliant works of Wolfgang Amadeus Mozart, Arvo Pärt and Igor Stravinsky. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið ____ Hefð og frelsi þurfa ekki að vera andstæður. Um það vitna frumleg og litrík kammerverk tónskáldanna þriggja sem fléttast saman á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music 2017. Verk Wolfgangs Amadeusar Mozarts sem hljóma á tónleikum bera vissulega fágun klassíska stílsins fagurt vitni, en einnig þeirri hugmyndaauðgi, frelsi og sköpunargleði sem einkenndi ævinlega nálgun hans. Það sama má reyndar segja um Rússann Igor Stravinsky, sem átti sína byltingarkenndu tónhugsun undir djúpri þekkingu á hefðinni – líkt og heyra má í rífandi ferskum nýklassískum konsert fyrir tvö píanó og elegíu fyrir einleiksvíólu. Þá hljóma nokkur af fyrstu verkunum sem eitt áhrifamesta tónskáld samtímans, Arvo Pärt, samdi í hinum nánast yfirskilvitlega einfalda tintinnabuli-stíl, en einnig tvö verk sem kveðast á við fortíðina, hin barokkskotna Summa og hið hrífandi fagra Mozart-Adagio. // Tradition is not necessarily the opposite of freedom. This fact is illustrated by the original and colourful selection of chamber works of Wolfgang Amadeus Mozart, Igor Stravinsky and Arvo Pärt that come together in the opening concert of Reykjavík Midsummer Music 2017. While the works of Mozart heard in this concert bear strong witness to the classical style in all its refined glory, they also represent the freedom of imagination and creative joy that characterised Mozart’s musical approach. The same can be said for the music of Igor Stravinsky, whose revolutionary compositions were rooted in a deep understanding of the Western tradition – as can clearly be heard in his fresh and vibrant neoclassical concerto for two pianos, as well as his elegy for solo viola. We also hear some of the first works one of today's most influential composers, Arvo Pärt, wrote in his new and transcendentally simple tintinnabuli-style. Furthermore, we hear some of the works in which he plays with the past: his baroque-infused Summa and the enchantingly beautiful Mozart-Adagio.

Ímyndað Landslag/Imaginary Landscape - Reykjavík Midsummer Music

Harpa

18891768 1454377114646747 4888619106544184158 o

Ímyndað Landslag / Imaginary Landscape Reykjavík Midsummer Music (English below) Á öðrum tónleikum Reykjavík Midsummer Music, tónlistarhátíðar Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu, er listrænt frelsi tónskáldsins í aðalhlutverki, en þar hljóma verk eftir John Cage, Dmitri Sjostakóvítsj og Davíð Þór Jónsson. Fram koma nokkrir af fremstu klassísku tónlistarmönnum heims, þar á meðal norski fiðluleikarinn Vilde Frang og þýski sellóleikarinn Nicolas Altstaedt - en auk sinna hefðbundnu hljóðfæra leika þau á útvörp í stórkostlega frumlegu titilverki verki John Cage fyrir 12 útvörp. Missið ekki af mögnuðum tónleikum! Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst keyptur hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ Listamenn/Artists Vilde Frang, Nicolas Altstaedt, Davíð Þór Jónsson, Pétur Grétarsson, Steef van Oosterhout, Eggert Pálsson, Snorri Sigfús Birgisson, Víkingur Ólafsson Dagskrá/Programme John Cage: Imaginary Landscape No 4 Davíð Þór Jónsson: Improvisation John Cage: Credo in US Davíð Þór: Improvisation Dmitri Shostakovich: Symphony No 15 In the second concert of Reykjavík Midsummer Music, Víkingur Ólafsson's award-winning chamber music festival in Harpa, we explore the composer's artistic freedom through the works of John Cage, Dmitri Shostakovich and jazz pianist/master of improvisation Davíð Þór Jónsson. Performers include some of today's leading classical musicians, including Norwegian violinist Vilde Frang and German cellist Nicolas Altstaedt, who not only play their own instruments, but also perform in an ensemble of FM radios in John Cage's highly original masterpiece, Imaginary Landscape. Don't miss out on a unique musical event. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið ____ Um miðja 20. öld sökkti bandaríska tónskáldið John Cage sér í austræna heimspeki, eftir að hafa átt í langri krísu sem einkenndist af vantrú á tónlist samtímans. Hann byrjaði að tileinka sér slembiaðferðir í sköpun, meðal annars notkun kínverska dulspekiritsins I Ching. Það er úr þessum jarðvegi sem titilverk þessara tónleika, Ímyndað landslag nr. 4 fyrir 12 útvörp er sprottið. Í flutningi þessa tímamótaverks fáum við nokkra af fremstu tónlistarmönnum samtímans til að leggja frá sér hljóðfærin sem þeir hafa helgað líf sitt, og taka upp útvarpsviðtæki í staðinn, frelsast undan reglubundinni og rökrænni framvindu vestrænnar tónlistar, og opna hjarta sitt í staðinn fyrir því óútreiknanlega og óvænta. Við leggjum upp í tvær óvissuferðir um hið ímyndað landslag innra með spunameistaranum Davíð Þórs Jónssyni, en hlýðum milli þeirra á öldugjálfur ljósvakans á ný í verkinu Credo in US, fyrir þrjá slagverksleikara og útvarp. Frelsið fær á sig pólitískari blæ í hinni snilldarlegu síðustu sinfóníu Dmitris Shostakovich, tónskálds sem ævinlega þurfti að feta einstigið milli undirgefni og uppreisnar í Sovétríkjum Stalíns. // Around the year 1950, American composer John Cage immersed himself in Eastern philosophy, following what had been a serious creative crisis characterised by disillusionment with the music of his contemporaries. Cage began using chance in his music, notably with the aid of the classical Chinese work of divination, the I Ching. It is in this development that this concert’s title work, Imaginary Landscape No. 4 for 12 radios is rooted. In performing this work in concert, we ask some of today’s best musicians to set aside the musical instruments they have devoted their lives to, and try their hand at the radio instead – to free themselves of the regularities and logic of Western music and open their hearts to the unexpected and unpredictable. We embark upon two expeditions through the imaginary landscapes of Davíð Þór Jónsson, a master of improvisation, and continue riding the radio waves in another of Cage’s works, Credo in US, for three percussionists and a radio. Freedom has a more political meaning in the last and utterly brilliant symphony of Dmitri Shostakovich, a composer who spent is whole career treading the narrow path between submission and subversion under totalitarian rule.

Algleymi / Ecstasy - Reykjavík Midsummer Music

Harpa

18814702 1454415944642864 8008054633528725032 o

Algleymi / Ecstasy - Reykjavík Midsummer Music (English below) Síðdegistónleikar í Norðurljósum í Hörpu þar sem þrír af færustu strengjaleikurum samtímans - fiðluleikararnir Sayaka Shoji frá Japan og Rosanne Philippens frá Hollandi, og ungverski sellóvirtúósinn István Várdai, nálgast algleymið í þremur hávirtúósískum snilldarverkum. Komið með á vit algleymisins! Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst keyptur hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ ___ Listamenn / Artists Sayaka Shoji, Rosanne Philippens, István Várdai Dagskrá / Programme Maurice Ravel: Sonata for violin and cello Zoltán Kodály: Sonata for solo cello Toshio Hosokawa: Ecstasis for solo violin ___ In this matinée concert in the Norðurljós Hall of Harpa, three of today's foremost string players - Japanese violinist Sayaka Shojii, Dutch violinist Rosanne Philippens and Hungarian cellist István Várdai approach ecstasy in three highly virtuosic works. Join us into the realm of pure musical ecstasy! Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið ____ Meira / More: Á þessum tónleikum nálgast þrír af færustu strengjaleikurum samtímans algleymið í þremur hávirtúósískum snilldarverkum. Sónata Maurice Ravel fyrir fiðlu og selló er samin til minningar um Claude Debussy, en þótt Ravel dáði tónlist Debussys var samband þeirra flókið – Ravel stóð lengst af í skugga Debussys og öðlaðist í raun aðeins sess sem höfuðtónskáld Frakka eftir andlát hans. Í sónötunni virðist Ravel frjáls undan allri gamalli gremju í garð hins látna meistara, en einnig má greina í henni áhrif annars tónskálds – Zoltáns Kodály. Það er við hæfi að ungverski sellósnillingurinn István Várdai leiki Sónötu Kodálys fyrir einleiksselló: Hún var samin 1915 fyrir sellóleikarann Jeno Kerpely, sem virðist, rétt eins og István, hafa búið yfir takmarkalausri getu á hljóðfærið. Sónatan teygir sig yfir fimm áttundir og í henni er notast við svo til allar tæknilegar sellóbrellur sem fyrirfinnast, auk þess sem Kodály umbreytti í raun sellóinu í verkinu með því að stilla tvo lægstu strengi þess hálftóni lægra en vaninn er, svo vænghaf hljóðfærisins eykst og nýir hljómaheimar opnast. Sónatan er ægifögur og full af tilfinningalegri ákefð – með traustar rætur í ungverskri þjóðlagatónlist en frískandi nútímaleg í anda. Að lokum hljómar nýtt verk sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji pantaði af landa sínum, tónskáldinu Toshio Hosokawa, og frumflutti í Wigmore Hall, Extasis - eða Algleymi. // In this matinée concert, three of today's foremost string players approach ecstasy in three highly virtuosic works. Maurice Ravel's Sonata for Violin and Cello is written in the memory of Claude Debussy. Though Ravel admired the music of Debussy, their relationship was a complex one – Ravel spent most of his early career in Debussy's shadow, and was recognised as France's leading composer only after his death in 1918. In this sonata, Ravel is clearly free from all past grudges against the great master, but another composer's influence can also be detected; namely that of Zoltán Kodály. Fittingly played here by Hungarian cello virtuoso István Várdai, Zoltán Kodály's Sonata for solo cello was written 1915 for another cellist of seemingly limitlest abilities, Jeno Kerpely. The sonata ranges over five octaves and uses virtually every string technique there is. Furthermore, the two lower strings of the instrument are tuned a semitone lower, extending the range of the cello further and allowing for subtle harmonic novelties. Sublimely beautiful and filled with emotional urgency, the sonata is both firmly rooted in Hungarian folk music and strikingly modern in spirit. The last work on the programme is a new work by Japanese composer Toshio Hosokawa, commissioned and premiered by Sayaka Shoji at Wigmore Hall in 2016: Extasis.