Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Carmen-fantasía

Harpa

14641894 1303142636376464 1755567077499116431 n

Hljóðfærasnillingar 19. aldar settu gjarnan saman í syrpur dáðustu aríur úr þeim óperum sem nutu mestrar hylli; hvað tæknikröfur snertir eru þessar útsetningarnar oft á mörkum hins ómögulega. Flestar þessar syrpur eru nú öllum gleymdar, en undantekningin er hin vinsæla Carmen-fantasía spænska fiðlusnillingsins Sarasates. Hér er að finna öll vinsælustu stefin úr óperu Bizets, í bland við tilþrifamikið virtúósaspil og fingurbrjóta. Hollenski fiðluleikarinn Simone Lamsma leikur Carmen-fantasíuna og einnig hið ljúfa og ljóðræna Poème. Lamsma hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir leik sinn og gagnrýnendur hafa dáðst að „ægifögrum, fáguðum og tjáningarríkum“ leik hennar. Hún leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1718. Fyrri hluti tónleikanna er helgaður frönskum tónskáldum en eftir hlé verður haldið lengra suður. Capriccio italien („Ítölsk gletta“) er eitt vinsælasta hljómsveitarverk Tsjajkovskíjs, samið í Róm og kryddað með léttum ítölskum götusöngvum. Kætin er einnig í fyrirrúmi í spænskum morgunsöng Ravels sem er eitt hans glæsilegasta hljómsveitarverk.

Kammersveit Vínar og Berlínar

Harpa

15994577 10153992669506268 3086924577579230022 o

Áheyrendur og gagnrýnendur eru sammála um að aðeins tvær hljómsveitir geti talist þær fremstu í heimi: Fílharmóníusveit Vínar og Fílharmóníusveit Berlínar. Gjarnan er lögð áhersla á það sem aðgreinir sveitirnar tvær. Sagt er að Vínarsveitin sé fáguð og tíguleg en Berlínarbúarnir ástríðufullir og hrífandi, að önnur hljómsveitin einkennist af flauelsmjúkum strengjahljóm en hin af mögnuðum einleikurum á blásturshljóðfæri. Það er því ljóst að stofnun Kammersveitar Vínar og Berlínar heyrir til mikilla tíðinda. Þegar betur er að gáð er líka ýmislegt sem sameinar hljómsveitirnar. Áratugasamstarf við stjórnendur á borð við Wilhelm Furtwängler, Herbert von Karajan, Claudio Abbado (sem voru bæði óperustjórar hjá Ríkisóperunni í Vín og aðalstjórnendur Berlínarfílharmóníunnar) og Sir Simon Rattle hefur sett mark sitt á báðar hljómsveitirnar, auk þess sem því sem næst sömu gestastjórnendur störfuðu með þeim báðum sama árið. Spilamennska beggja hljómsveita einkennist af hárfínni nálgun, miklum sveigjanleika og einstakri hljómfegurð, sem gerir þær einstakar, m.a.s. miðað við rómuðustu hljómsveitir Bandaríkjanna. Þó að samskipti hljómsveitanna hafi ávallt verið góð er ekkert launungarmál að þær eru keppinautar í tónlistarheiminum. Það var að frumkvæði Sir Simon Rattle sem hljómsveitirnar komu saman í fyrsta sinn, en hann óskaði þess að stjórna sameiginlegum tónleikum þeirra í tilefni af fimmtugsafmælinu sínu. Útkoman var svo góð að ekki var um annað að ræða en að halda samstarfinu áfram. Upp úr því varð Kammersveit Vínar og Berlínar til. Með henni leika margir af nafntoguðustu hljóðfæraleikurum hljómsveitanna tveggja og segja má að í kammersveitinni megi finna kjarna þeirra beggja. Markmiðið með efnisskránni er að sameina fínleika kammertónlistar og kraft sinfóníusveitar. Samstarfinu er ætlað að vera vettvangur þar sem listamennirnir geta miðlað listsköpun sinni og hugmyndum, þeim sjálfum og áheyrendum til góða. Rainer Honeck (sem hefur verið konsertmeistari Vínaróperunnar síðan 1984 og Vínarfílharmóníunnar síðan 1992) hefur verið konsertmeistari og listrænn stjórnandi Kammersveitar Vínar og Berlínar frá stofnun hennar. Efnisskráin einkennist af ástríðu og eldhita: Joseph Haydn: Sinfónía Nr. 59 „Eldsinfónían“ Joseph Haydn: Sellókonsert í C-Dúr | Gautier Capuçon -Hlé- Wolfgang Amadeus Mozart: Concertone KV 190 | Rainer Honeck & Noah Bendix-Balgley Joseph Haydn: Sinfónía Nr. 49 „Ástríðusinfónían“ Miðasala hefst á föstudaginn 13. janúar klukkan 10:00.

Ibragimova spilar Brahms

Harpa

14705727 1303143919709669 8065532567386194244 n

Alina Ibragimova er einn áhugaverðasti fiðluleikari sem komið hefur fram á sjónarsviðið síðustu ár. Hún leikur jöfnum höndum barokktónlist og nútímaverk, hefur flutt allar sónötur Beethovens og Mozarts í Wigmore Hall, og var staðarlistamaður Proms-tónlistarhátíðarinnar árið 2015. Yndisfagur fiðlukonsert Brahms er meðal þeirra verka hans sem oftast eru flutt, enda nær hann hér fullkomnu jafnvægi milli hins blíða og kraftmikla, hins háfleyga og jarðbundna. Sjaldan hefur eitt tónskáld átt jafn mikið undir viðtökum einnar tónsmíðar og þegar fimmta sinfónía Dmítrjís Sjostakovitsj var frumflutt í Leníngrad árið 1937, einu harðasta ári ógnarstjórnar Stalíns. Tónlistin er hádramatísk og margir telja sinfóníuna einhverja þá mögnuðustu sem samin var á 20. öld. Þessir tónleikar verða tileinkaðir minningu Björns Ólafssonar fiðluleikara, í tilefni þess að árið 2017 er öld liðin frá fæðingu hans. Björn var fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar og lék Brahms-konsertinn þrívegis með sveitinni.

Kansas í Hörpu

Harpa

16722480 1260708777338769 7977645706438200149 o

Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta sígilda rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Smáskífurnar „Carry on Wayward Son“ og „Dust in the Wind“ hafa til að mynda báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, hið fyrrnefnda er meðal fimm mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og hið síðarnefnda hefur verið spilað í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum! Þau eru einnig risastór á vinsælustu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum sígilda rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman. Ljóst er að koma þeirra til Íslands er mikill fengur fyrir alla sanna rokkara. Nánar: www.sena.is/kansas

Hádegistónleikar með Rumon Gamba

Harpa

16991994 1470128103011249 7299504806879311359 o

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun hljóðrtia disk með verkum sænska tónskáldsins Dags Wirén fyrir Chandos-útgáfuna, og af því tilefni verða haldnir hádegistónleikar þar sem áheyrendum gefst færi á að kynnast þessari áhugaverðu tónlist. Tónskáldið Dag Wirén var undir sterkum áhrifum frá Stravinskíj og Poulenc, samdi létta og glaðværa músík með hrynrænni spennu. Hann var líka sérlega fjölhæfur tónsmiður, samdi til dæmis framlag Svíþjóðar í Júróvisjón-keppnina árið 1965. Serenaðan fyrir strengi frá árinu 1937 er vinsælasta verk Wiréns enda sérlega áheyrileg tónsmíð. Sinfónía nr. 3 er einnig glæsileg en ber þó dekkri blæ enda samin meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð; þar má greina áhrif Sibeliusar og jafnvel á köflum Shostakovitsj. Hljómsveitarstjórann Rumon Gamba þarf vart að kynna; hann var aðalstjórnandi SÍ frá 2002–2010 og er ávallt aufúsugestur hér á landi. Ókeypis inn og allir velkomnir.

Krishna Das Kirtan í Hörpu

Harpa

17192504 1071760629596102 1706890161876002613 o

Krishna Das verður með Kirtan tónleika í Norðurljósasal Hörpu, 21. júní 2017 kl 20. Salurinn opnar 19:30 Sæti verða í boði á svölum og gólfi, og stórt svæði verður fremst fyrir þá sem vilja koma með teppi og/eða púða til að sitja á. Kirtan virkar þannig að við fáum að syngja með Krishna Das. Er það ekki dásamlegt? Söngtextar verða afhentir við innganginn. Miðar eru í sölu á harpa.is og tix.is og kosta kr 5700,- Fylgist með hér á fb. Krishna Das will have a Kirtan concert in the Northern Lights Hall of Harpa on June 21st 2017 in Iceland. The Kirtan begins at 8pm and the room opens at 7:30pm. Chairs will be available on a balcony and on the floor area. Places will be available on the floor for those interested in bringing their own blankets and/or pillows. Kirtan is a call and response type of singing. Isn´t it wonderful to be able to come and chant with Krishna Das? Chant sheets will be available at the door. Tickets are available at harpa.is and tix.is and the price is IKR 5700 (around $50). Follow this event here on fb. Fyrir frekari upplýsingar - for more information: Harpa 528 5050 asta.olafsdottir@gmail.com http://krishnadas.com/

Lord of the Rings

Harpa

16708532 1622465264437570 8623837221111360551 n

Óskarsverðlaunamyndin Lord of the Rings – The Fellowship of the Ring– (Hringadróttinssaga – Föruneyti hringsins) verður sýnd í fullri lengd í Eldborgarsal Hörpu ásamt stórri sinfóníuhljómsveit, einsöngvurum og kórum. Tónlist og söngur myndarinnar, eftir eitt virtasta kvikmyndatónskáld samtímans – Howard Shore– verður flutt lifandi undir þessari frábæru kvikmynd – sem af mörgum er talin vera eitt besta verk kvikmyndasögunnar. Þess má geta að tónlistin í kvikmyndinni hefur fengið fjölda verðlauna þar á meðal Óskarsverðlaun. Alls verða yfir 230 manns á sviði Eldborgar sem gerir þessa sýningu að einum stærsta viðburði sem haldinn hefur verið í Hörpu.

Tímamótatónleikar! Nýdönsk ásamt strengjasveit

Harpa

17017059 10154504541302153 7177295374898230766 o

Hljómsveitin Nýdönsk heldur tímamótatónleika í Eldborg 23. september en áreiðanlegar heimildir herma að hljómsveitin hafi verið stofnuð árið 1987 og verður því orðin 30 ára gömul þegar tónleikarnir hefjast. Hljómsveitinni til fulltingis á þessum tímamótum verður strengjasveit og flutt verða þekktustu lög sveitarinnar auk glænýrra laga af glóðvolgri plötu sem hljóðrituð verður í Kanada og víðar á árinu. Miðasalan hefst 11. apríl kl. 10

Bat Out Of Hell - Í 40 ár

Harpa

16904954 1346641148735246 6131673853930785761 o

Í október verða liðin 40 ár frá því metsöluplatan BAT OUT OF HELL með Meatloaf kom út árið 1977. Af því tilefni setja Rigg viðburðir upp að nýju tónleikasýninguna þar sem platan er flutt í heild sinni. Hér er samstarfi Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinman gert hátt undir höfði í einni metnaðarfyllstu tónleikasýningu sem sett hefur verið upp hér á landi. Þessi glæsilegi hópur íslenskra listamanna flytur einnig önnur þekkt lög eftir Jim Steinman sem setið hafa á toppi vinsældarlista út um allan heim, eins og Total eclipse of the heart, I'd do anything for love, Holding out for a hero, Its all coming back to me now og fleiri. Sérstök afmælissýning BAT OUT OF HELL - í 40 ár verður í Eldborg laugardaginn 7. október 2017 kl. 20:00. Miðasalan hefst 9. mars kl. 10:00 á harpa.is og tix.is. Söngvarar: Dagur Sigurðsson Eiríkur Hauksson Heiða Ólafsdóttir Matthías Matthíasson Stefanía Svavarsdóttir Friðrik Ómar Stefán Jakobsson Erna Hrönn Ólafsdóttir Hljómsveit: Benedikt Brynleifsson trommur Róbert Þórhallsson bassi Kristján Grétarsson gítar Karl Olgeirsson piano Haraldur V Sveinbjörnsson hljómborð Steinar Sigurðarson saxófónn Diddi Guðnason slagverk Einar Þór Jóhannsson gítar Búningameistari: Rebekka Ingimundardóttir Eleni Podara Förðunarmeistari: Sólveig Birna Gísladóttir Ljósameistari: Helgi Steinar Halldórsson Hljóðmeistari: Haffi Tempo Sviðsmeistari: Haukur Henriksen Framleiðandi: Rigg Viðburðir