Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

HönnunarMars - Teiknismiðja fyrir börn

Reykjavík

17388939 10154526626692852 7631982122145960540 o

Teiknismiðja haldin í tengslum við samsýningu 40 teiknara á veggspjöldum. Myndefnið er „geimverur“ sem hver teiknar túlkar á sinn hátt. Þetta er þriðja árið sem hópurinn tekur þátt í HönnunarMars. Ókeypis aðgangur. DesignMarch - Workshop for kids Workshop for kids held in connection with the exhibition of 40 illustrators of aliens. Aliens is the subject matter of an exhibition of 40 posters by the illustrators of what the idea of Aliens means to them. This is the third consecutive year the group participates in DesignMarch. Free entrance.

HönnunarMars - Strætóferð Um Framtíðarborg Síðustu Aldar

Ráðhús Reykjavíkur

17311314 1421275314593502 4280491479642886722 o

BREIÐGÖTUR OG BÍLATORG - STRÆTÓFERÐ UM FRAMTÍÐARBORG SÍÐUSTU ALDAR Strætóferð um Reykjavík undir leiðsögn Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og Pétur H. Ármannssonar arkitekts. Skoðuð verður þróun borgarinnar frá fyrstu árum bílsins til hraðbrautaskipulags 7. áratugarins. Áhersla verður lögð á árin milli 1930 og 1960 þegar strætisvagnar gengdu lykilhlutverki í samgöngum og borgarþróun Reykjavíkur. Brottför frá Ráðhúsi Reykjavíkur Laugardaginn 25. mars kl. 13.00. Leiðsögn á ensku kl. 15.00. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er nauðsynlegt að skrá sig á sig á viðburðinn. Skráning á http://designmarch.eventbrite.com

DesignMarch - Bus Ride Back to the Future

Ráðhús Reykjavíkur

17358602 1421347101252990 6180285444101404015 o

AVENUES FOR CARS - BUS RIDE AROUND THE LAST CENTURY’S FUTURE CITY Presenter and journalist, Egill Helgason and architect, Pétur H. Ármannsson take you on a historical journey of the city from 1930-1960 and the effect cars and car culture had on Reykjavík’s city planning. English-speaking tour departs from City Hall at 3pm, March 25. Please note, because of the limited space, only registered guests will be admitted to the event. Register at http://designmarch.eventbrite.com

Karlakórinn Heimir og gestir

Harpa

15896010 10153979623936268 8086117282875461120 o

Þann 25. mars 2017 verður hátíðardagskrá í Eldborgarsal Hörpu sem tileinkuð er íslensku Vesturförunum og afkomendum þeirra. Hátíðin er liður í verkefni sem Vesturfarasetrið á Hofsósi og Karlakórinn Heimir í Skagafirði standa að og nefnist Kveðja frá Íslandi. Á hátíðinni verður Karlakórinn Heimir í aðalhlutverki ásamt einsöngvurunum Þóru Einarsdóttur sópran og Óskari Péturssyni tenór. Strengjasveit ásamt Tómasi Higgerson píanóleikara annast undirleik. Gestakór er Hljómfélagið, undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Á efnisskránni eru margar íslenskar og erlendar söngperlur sem Stefán Gíslason söngstjóri hefur útsett fyrir kórinn. Á hátíðinni verður frumflutt lagið Kveðja frá Íslandi, lagið er eftir Stefán Gíslason og textinn eftir Kolbein Konráðsson. Lagið var samið sérstaklega í tilefni af ferð kórsins til vesturstrandar Kanada þann 20. apríl næstkomandi. Yfirskrift hátíðarinnar er Vestur um haf og er hún undanfari fyrrgreindrar sem er farin í þeim tilgangi að viðhalda og efla tengslin við fólk af íslenskum ættum sem búsett er á vesturströnd Norður Ameríku. Um 180 manna hópur áhugasamra einstaklinga, listamanna og áhrifafólks mun fara í ferðina og taka þátt í viðburðum sem skipulagðir hafa verið í Vancouver og Victoria. Hátíðin hefst kl. 16:00.

Mr. Gaga

Bío Paradís

16587147 1242996832403562 1243527264553936983 o

English below Listræni nútímadansarinn Ohad Naharin frá Ísrael hefur öðlast heimsfrægð sem höfundur hreyfitungumálsins Gaga. Farið er yfir feril hans í þessari ægifögru heimildamynd sem byggð er á ævi Ohad. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og sló fyrst í gegn á SXSW Film Festival 2015. Miðasala hafin hér: https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/3674/ Sýningar: 25. mars kl 20:00 26. mars kl 18:00 og 20:00 English Mr. Gaga tells the story of Ohad Naharin, renowned choreographer and artistic director of the Batsheva Dance Company, an artistic genius who redefined the language of modern dance. “The experimental Israeli choreographer counts Natalie Portman among his many disciples. “Gaga,” the movement language he invented, explodes out of the screen in Tomer Heymann’s film”. – IndieWire Screenings: March 25th at 20:00 March 26th at 18:00 and 20:00

Ástin í ýmsum myndum

Mengi

17390376 1251939824918986 1112512721645895616 o

Ástin í ýmsum myndum: Þrjár primadonnur syngja um ástina. Björg Birgisdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir ásamt píanóleikaranum Bjarna Jónatanssyni flytja blandaða söngdagskrá í Mengi laugardagskvöldið 25.mars kl. 21. Miðaverð: 2500 krónur Á efnisskrá eru sönglög eftir Tryggva M. Baldvinsson, Pál Ísólfsson og Jón Þórarinsson auk aría úr óperettunni Venus in Seide eftir Robert Stolz og óperunum La bohème eftir Puccini og Rusölku eftir Dvořák. Tónleikarnir fara fram samhliða sýningum Guðmundar Lúðvíks Grétarssonar og Elísabetar Jónsdóttur & Jóhönnu Erlu sem verður opnuð fimmtudaginn 23. mars á Hönnunarmars. Um listamennina: Björg Birgisdóttir hóf söngnám við Söngskólann Domus Vox árið 2003, þar sem hún naut leiðsagnar Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur og lauk þaðan miðstigsprófi í söng. Hún útskrifaðist síðar með einsöngvarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem Signý Sæmundsdóttir var hennar aðalkennari. Björg hefur einnig sótt masterklass hjá Janet Williams, Martha Sharp, Wolfgang Holzmair og Laura Sarti og notið leiðsagnar Anton Steingruber, Janet Haney og Norma Enns. Björg hefur einnig sungið með Kór Íslensku Óperunnar í uppfærslum Íslensku óperunnar á Il Trovatore og Carmen. Hún tók einnig þátt í uppsetningu Óp-Hópsins á Suor Angelica en þar söng hún hlutverk Suor Osminu og Suor Dolcinu. Björg er nú búsett í Vín þar sem hún hefur sótt söngtíma m.a. hjá Gabriela Lechner. Hanna Björk Guðjónsdóttir útskrifaðist með 8.stig frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1992. Hennar aðalkennari var Elín Ósk Óskarsdóttir en hún naut einnig leiðsagnar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Guðmundu Elíasdóttur. Hanna Björk stundaði framhaldsnám í London hjá Ms. Gita Denise Vibyral og eftir það var hún tvo vetur í námi við tónlistaskóla Reykjavíkur hjá Rut Magnússon. Hanna Björk hefur komið víða fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri þó einkum við kirkjulegar athafnir og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur jafnframt verið fastameðlimur í Kór íslensku Óperunnar frá hausti 2006. Þær mæðgur Björg og Hanna Björk hafa einnig haldið nokkra tónleika saman með ýmsum listamönnum. Hanna Björk hefur kennt við einsöngsdeild Söngskólans Domus Vox frá árinu 2000 og vorið 2003 hlaut hún viðurkenningu kennsluréttinda frá The associated Board of the Royal Schools of Music. Ingibjörg Guðjónsdóttir nam söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Tónlistarskóla Garðabæjar og stundaði framhaldsnám við Háskólann í Bloomington í Indiana hjá Virgina Zeani. Hún hefur einnig numið hjá Kerstin Buhl-Möller og hinni þekktu sópransöngkonu Ileana Cotrubas. Ingibjörg hefur haldið fjölda einsöngstónleika, tekið þátt í tónlistarhátíðum, óperum og sungið einsöng með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og kórum. Undanfarin ár hefur hún mikið flutt samtímatónlist og frumflutt fjölda verka íslenskra tónskálda. Ingibjörg hefur gefið út tvær geislaplötur; Óperuaríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ó Ó Ingibjörg þar sem hún syngur íslensk sönglög í frumlegum búningi með bræðrum sínum, djasstónlistarmönnunum Óskari og Ómari. Ingibjörg er söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, stjórnar Kvennakór Garðabæjar og er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Bjarni Jónatansson lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1975 og stundaði síðar framhaldsnám í London hjá Philip Jenkins. Hann kenndi um skeið við Tónlistarskólann á Akureyri en frá 1982 hefur hann starfað sem píanókennari og undirleikari við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Bjarni hefur sótt fjölda námskeiða í ljóðasöng heima og erlendis og komið víða fram sem undirleikari með kórum og einsöngvurum. Hann lauk prófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 1996 og starfar einnig sem orgelleikari. ◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊ Concert with opera singers Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir & Björg Birgisdóttir. Joined by Bjarni Jonatansson on piano. Icelandic songs by e.g. Tryggvi M. Baldvinsson, Páll Ísólfsson and Jón Þórarinsson and arias from Rusalka, La bohème & Venus in Seide and more. Starts at 9m. Tickets: 2500 ISK

Lokapartý HönnunarMars / DesignMarch - Final Party

Reykjavík

17458067 1426282097426157 7896006971695741135 n

HönnunarMars er uppskeruhátið. Skerum því upp og tryllumst af gleði. Svona sirka... Laugardagur 25. mars kl. 21:00. Skúlagata 28 jarðhæð (gamla NÝLÓ). Frír bjór fyrsta klukkutímann. Sjáumst! // This Saturday, we plan to see out DesignMarch in typically Icelandic style, with a big pat on the back for all the exhibitions hosted and all the events attended. Saturday 25th March at 21:00. Skúlagata 28 (beneath KEX Hostel). Free beer for the first hour. Join us!

Snorri Helga & Mr. Silla at KEX Hostel

Kex Hostel

17362656 1594236643937909 5728151889255191337 n

- - - - English Below - - - - Mr. Silla og Snorri Helgason flytja sálarfullar ábreiður á KEX Hostel 25. mars. Þau munu flytja þekktar perlur Aretha Franklin, Irma Thomas, Joan Baez og fleiri Vinirnir og tónlistarfólkið Mr. Silla og Snorri Helgason munu standa fyrir innilegri tónlistarupplifun næstkomandi laugardagskvöld á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel. Mr. Silla (Sigurlaug Gísladóttir) og Snorri hafa ræktað vinskap sinn í mörg ár og hafa unnið saman að tónlist og sömuleiðis vegnað vel í sitthvoru lagi. Snorri sendi sína farsælustu breiðskífu „Vittu til“ á síðastliðnu ári og önnur breiðskífa Sillu að meðtalinni Mr. Silla & Mongoose kom út árið 2015. Næstkomandi laugardagskvöld munu þau Silla og Snorri flytja ábreiður úr ýmsum áttum og má þar nefna verk tónlistarkvenna á borð við Aretha Franklin, Irma Thomas, Joan Baez og Molly Drake. Skemmtunin hefst klukkan 21:00 í bókahorninu á KEX Hostel og er aðgangseyrir ókeypis. - - - - English - - - - Mr. Silla and Snorri Helgason are longtime friends and co-workers. They're joining forces again for the first time in awhile for this one of show at Kex Hostel. The program is mostly made up with a selection of their favorite songs and standards. On Saturday, March 25, they'll perform soulful songs by Irma Thomas, Aretha Franklin, Joan Baez, Molly Drake and many more. Mr. Silla is the solo incarnation of Icelandic artist Sigurlaug Gísladóttir, known also for her work with Múm, Snorri Helgasson, Mice Parade and Low Roar. Snorri Helgason's music is heartfelt and introspective, yet universal, a highly relatable exploration of his personal struggles and emotions. An avid student of pop history, Snorri keeps a firm foot in the past and a clear eye on the future, bringing forth a constant stream of timeless folk-tinged melodies and carefully constructed songs that are very much of the time. Since taking that first consequential leap at age nineteen, when he stormed out from his job as a record store clerk determined to dedicate his life to music, Snorri has managed feats and received accolades that few musicians could ever hope for. This includes (but is not limited to) penning several chart-topping hits, leading a band to multi-platinum sales and world tours and collaborating with some of Iceland's best-regarded musicians, celebrated artists such as Valgeir Sigurðsson, Sindri Már ‘Sin Fang' Sigfússon and Sóley.