Bío Paradís

Hverfisgata 54
101, Reykjavík

Viðburðir

TEDxReykjavíkWomen

Bío Paradís

1417804 10153582293350111 395103771 o

ENGLISH BELOW TEDxReykjavík býður þér á beina útsendingu frá TEDWomen ráðstefnunni sem haldin er í San Francisco 5. desember nk. Viðburðurinn verður haldinn í Bíó Paradís. Þetta er þriðja árið í röð sem TEDWomen ráðstefnan er haldin og er áherslan í ár á uppfinningar: allt frá nýjustu tækniframförum yfir í hvernig finna má nýjar leiðir til að uppræta fátækt. Meðal fyrirlesara verða Sheryl Sandberg, COO hjá Facebook og höfundur bókarinnar Lean In. TEDWomen er hluti af TED, samtökum sem hafa það að markmiði að færa saman helstu hugsuði okkar tíma og breiða út nýjar hugmyndir sem geta breytt heiminum, enda er slagorð samtakanna “Ideas Worth Spreading”. TEDx-ráðstefnur (x-ið stendur fyrir sjálfstætt skipulagðar ráðstefnur) eru haldnar út um allan heim og verður hin íslenska TEDxReykjavík haldin í fjórða sinn á næsta ári. Dagskrá: 18:30-20:30 To Be Is To Do (Kynnir: Heiða Kristín Helgadóttir) 22:15-00:00 Wisdom Begins With Wonder (Kynnir: Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og verndari UN Women) 00:15-02:00 To Move The World First Move Yourself (Kynnir: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leikkona og frumkvöðull) Dagskráin er í þremur liðum og verður hlé á milli dagskrárliða þar sem hægt verður að kaupa sér veitingar. Ekki missa af þessu tækifæri til að heyra hvað konur um allan heim eru að gera til að móta framtíðina. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Hér má lesa meira um TED Women: http://conferences.ted.com/TEDWomen2013/ ENGLISH Thursday December 5th TEDxReykjavik will host a live webcast of the TEDWomen event which is held in San Francisco. This will be the third year that the event is held and this year the focus is on Inventions in all its forms: everything from technology inventions to new solutions to poverty. Among the speakers will be Sheryl Sandberg, COO at Facebook and the writer of Lean In. TEDWomen is a part of TED, a non-profit organization that aims to bring together the world's most fascinating thinkers and leaders, which is apparent from their slogan, "Ideas Worth Spreading". TEDx conferences (the x stands for independently organized event) are held all around the world and the Icelandic TEDxReykjavík will be held for the fourth time next year. Program: 18:30-20:30 To Be Is To Do 22:15-00:00 Wisdom Begins With Wonder 00:15-02:00 To Move The World First Move Yourself The program is in three parts, there will be breaks in between the parts where guests can buy refreshments. Don't miss this opportunity to hear about what women all over the world are doing to shape the future. Free admission and everyone is welcome. Here you can read more about TEDWomen: http://conferences.ted.com/TEDWomen2013/

The Crash Reel

Bío Paradís

1800074 804415766261673 143082901139018677 o

English below Kevin og erkióvinur hans Shaun White keppa við hvorn annan á snjóbrettum vetrarólympíuleikunum 2010, sem endar með því að Shaun kemst á verðlaunapall en Kevin endar í dái. Ekki missa af þessari stórkostlegu heimildamynd! Fjölskylda Kevins kemur frá öðru fylki til þess að hjálpa honum að endurbyggja líf sitt eftir heilaskaðann sem hlaust af slysinu sem gerðist í þjálfun hans fyrir leikana. En hann vill byrja aftur að stunda íþrótt sína, þá vara læknar hans hann við og ráðleggja honum frá því. Þá er spurningin hversu mikil áhætta mun hann taka ef hann heldur áfram að æfa? Leikstjórinn, Lucy Walker, hefur í tvígang verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna en hún er þekktust fyrir myndir á borð við Devil’s Playground, Blindsight, Countdown to Zero, Waste Land, The Tsunami and The Cherry Blossom. Sýnd í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Alþjóðlega heilaviku. Myndin er sýnd 24. og 25. mars kl 20:00 í Bíó Paradís. // An escalating rivalry between Kevin and his nemesis Shaun White in the run-up to the 2010 Olympics leaves Shaun on top of the Olympic podium and Kevin in a coma following a training accident in Park City, Utah. Kevin's tight-knit Vermont family flies to his side and helps him rebuild his life as a brain injury survivor. But when he insists he wants to return to the sport he still loves, his family intervenes with his eloquent brother David speaking for all of them when he says, “I just don’t want you to die.” Kevin’s doctors caution him that even a small blow to the head could be enough to kill him. Will Kevin defy them and insist on pursuing his passion? With his now impaired skills, what other options does he have? How much risk is too much? Directed by twice Oscar-nominated filmmaker Lucy Walker (Devil’s Playground, Blindsight, Countdown to Zero, Waste Land, The Tsunami and The Cherry Blossom). Screened in cooperation with University in Reykjavík. Screened March 24th and March 25th at 20:00 in Bíó Paradís.

Wizard of Oz á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Bío Paradís

10626436 803980012971915 3227301618403022776 o

Hið sígilda meistaraverk Wizard of Oz verður sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík þann 26. mars kl. 20:00. Dóróthea er dag einn hrifin burt af kraftmiklum hvirfilbyl sem skilar henni og hundinum hennar, Toto, inn í ævintýralandið Oz. Þar hitti hún fyrir ljónið, fuglahræðuna, tinkarlinn, töfradísir og auðvitað sjálfan galdrakarlinn í Oz í leit sinni að leiðinni heim. Klassísk perla með þeim Judy Garland, Frank Morgan og Ray Bolger í aðalhlutverkum, sem á sér stað í hugum og hjörtum allra kvikmyndaunnenda.

HVERNIG VERÐA TEIKNIMYNDIR TIL? - Námskeið á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Bío Paradís

17820 803661356337114 6652710834799504480 n

“HVERNIG VERÐA TEIKNIMYNDIR TIL?” – með framleiðendum Hetjur Valhallar: Þór, Hilmari Sigurðssyni og Gunnar Karlssyni fyrir 10 til 16 ára. Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson hafa unnið saman í yfir 25 ár. Gunnar hefur leikstýrt og Hilmar framleitt flestar íslenskar teiknimyndir á þeim tíma, fyrst Litlu lirfuna ljótu, síðar Önnu og skapsveiflurnar og síðast Hetjur Valhallar – Þór. Þeir eiga og hafa rekið saman tölvuteiknimyndafyrirtækið GunHil síðustu 3 ár og eru að hefja framleiðslu á Lói – þú flýgur aldrei einn, sem er tölvuteiknimynd fyrir alla fjölskylduna eftir handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar. Á fyrirlestrinum munu þeir fara í gegnum ferilinn við að gera tölvuteiknimynd og sýna hvað þarf til að gera slíka mynd og koma henni upp á hvíta tjaldið. Námsskeiðið fer fram 28. mars kl. 14 í Bíó Paradís. Frítt er á námsskeiðið og hægt er að skrá sig á námsskeiðið hjá Helgu Bryndísi í helga@bioparadis.is.

Órói – Spurt og svarað sýning með Baldvin Z og Birnu Rún Eiríksdóttur á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Bío Paradís

11041945 803622106341039 7349748588457701967 o

Laugardaginn 28. mars kl. 20 verður sérstök spurt og svarað sýning á Óróa á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík með leikstjóranum Baldvin Z ásamt leikkonu myndarinnar Birnu Rún Eiríksdóttur. Gabríel er í leit að sjálfum sér. Hann er sextán ára og svolítið ruglaður um stöðu sína í síbreytilegri og flókinni veröld. Hans nánustu merkja breytingar á honum þegar hann kemur heim eftir tveggja vikna dvöl í Manchester, þar sem hann kynntist hinum uppreisnargjarna Markúsi. Eftir röð óheppilegra atburða og sjálfsvíg bestu vinkonu sinnar, Stellu, fellur Gabríel í hyldýpi örvæntingar, sem neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og afhjúpa leyndarmál sitt. Órói hverfist um ást, missi, hatur, svik, sælu, sorg og fyrirgefningu. Myndin er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur „Strákarnir með strípurnar” og „Rótleysi, rokk og rómantík” sem hafa notið mikilla vinsælda. Myndin var tilnefnd til sjö Edduverðlauna árið 2011 en Þorsteinn Bachmann vann sem besti leikari í aukahlutverki sama ár. Myndin vann barnakvikmyndaverðlaun ársins á Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni í Kristiansand 2011.

The Neverending Story á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Bío Paradís

11018856 804042022965714 1056060256353233604 o

Hin stórskemmtilega klassíska barnamynd The Neverending Story verður sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík þann 29. mars kl. 18. Myndin fjallar um Bastían Búx sem er hrelltur í skóla. Honum tekst að flýja kvalara sína og finnur skjól í bókabúð þar sem Sagan endalausa verður á vegi hans. Við lesturinn dregst Bastían inn í undraveröldina Fantasíu sem sjálf þarf sárlega á hetju að halda. Leynist ef til vill ein slík í honum sjálfum, – þótt ótrúlegt virðist við fyrstu sýn? Hver man ekki eftir hinu magnaða titillagi úr The Neverending Story með poppgoðinu Limahl sem sló í gegn um allan heim árið 1984!

Dni Filmu Polskiego / Polish Film Days

Bío Paradís

10460717 820519701317946 324767106012654307 n

The Embassy of the Republic of Poland & Centrum Kultury Wrocław-Zachód are hosting Polish Film Days at Bíó Paradís April 25th and 26th. Free entrance. Bogowie / Gods (2014) 121 min. dir. Łukasz Palkowskii Film "Bogowie" Łukasza Palkowskiego opowiada o początkach kariery słynnego kardiochirurga Zbigniewa Religi (w tej roli Tomasz Kot), który w roku 1985 przeprowadził pierwszy udany zabieg przeszczepienia serca w Polsce. "Bogowie" portretują wybitnego człowieka, który odważył się zmienić obowiązujące zasady. Wyjmując z ludzkiego ciała serce, Religa przełamał moralne, kulturowe i religijne tabu. Kilka dekad temu transplantacja serca była według powszechnej opinii działaniem wbrew naturze. Gods by Łukasz Palkowski is the story of the early days in the career of acclaimed heart surgeon Zbigniew Religa, who performed the first successful heart transplant in Poland in 1985. Gods is also a tribute to an outstanding individual who dared to change the existing rules. By removing a heart from a human body, Religa broke a moral, cultural and religious taboo. Several decades ago, a heart transplant was commonly perceived as an act against nature. Miasto44 / Warsaw44 (2014) 130 min. dir. Jan Komasa Film "Miasto 44" to opowieść o młodych Polakach, którym przyszło wchodzić w dorosłość w okrutnych realiach okupacji. Mimo to są pełni życia, namiętni, niecierpliwi. Żyją tak, jakby każdy dzień miał okazać się tym ostatnim. Nie wynika to jednak z nadmiernej brawury czy młodzieńczej lekkomyślności - taka postawa jest czymś naturalnym w otaczającej ich rzeczywistości, kiedy śmierć grozi na każdym kroku. Warsaw44 is a story of young Varsovians facing the harsh reality of Nazi occupation. They are full of life, passionate and impatient. They live their lives as if each day was to be their last.However, it’s not their bravado or youthful recklessness that makes them act this way – that attitude is commonplace in the reality that surrounds them, where death threaten them at every turn. Obywatel / The Citizen (2014) 108 min. dir. Jerzy Stuhr Obywatel Jan Bratek. Gdziekolwiek się nie pojawi, ściąga na siebie lawinę niespodziewanych zdarzeń. Niczym Forrest Gump, Bratek bierze udział w najważniejszych wydarzeniach swojej epoki. Ma wielkie szczęście, a może raczej… pecha, że zawsze znajduje się w miejscach, gdzie historia akurat zmienia swój bieg. Los miota nim zarówno w czasach komuny, jak i w nowoczesnej, demokratycznej Polsce doprowadzając do zabawnych wpadek. The citizen Jan Bratek regretfully always finds himself at the heart of events and becomes entangled in a plot of absurd circumstances and unpredictable events. As like Forrest Gump he witnesses various significant moments of the latter half of the 20th century. Against his will he is lucky – or unlucky – to be in the centre of historic events. While witnessing the communist years as well as the early democratic Poland the story leads to some hilarious moments.

Rómeó & Júlía

Bío Paradís

11159550 818273848209198 3378748713930425015 n

Síðasti ballett vetrains er Rómeó og Júlía í flutningi Bolshoi í Moskvu. Tímalaus saga Shakespeare og tónlist Prokofiev er eitt ástsælasta ballettverk allra tíma. Flestir kannast við forboðna ást Rómeó og Júlíu sem þurfa að takast á við eigin fjölskyldur og að lokum deyja, til þess að geta verið saman. William Shakespeare’s timeless story, written in 1595, is brought to the stage through breathtaking choreography and Sergei Prokofiev’s much-loved score. With its famous melodies, rhythmic variety and universal theme, this story of impossible love remains an all-time favourite, and is one of the world’s most popular ballets. Ballettinn verður sýndur 25. og 26. apríl Screenings will be on April 25. and 26.

Gullsandur

Bío Paradís

11160041 822801461089770 8207527214382618130 o

Eftir fimmtán ára leit fann leikstjórinn Ágúst Guðmundsson loksins frumeintakið af kvikmyndinni Gullsandur í London en myndina gerði hann árið 1984. Eintakið var týnt í aldarfjórðung og hefði myndin að líkindum glatast ef þrjóska leikstjórans við leitina hefði ekki skilað árangri. Fjórar sýningar verða á myndinni í Bíó Paradís. 30. apríl kl 18:00 1. maí kl 20:00 2. maí kl 18:00 3. maí kl 18:00 Gullsandur greinir frá alvörumálum á gamansaman hátt, þar sem loftkastalar eru reistir á gljúpum sandi. Hermenn koma akandi niður á svarta sanda við suðurströndina og valda ólgu meðal heimafólks, sem klofnar í tvær fylkingar: þá sem vara við hernaðarbrölti stórveldanna og þá sem vilja vinsamleg samskipti við herinn. Deilt er um eyðiland þar sem miklar hamfarir urðu fyrir rúmum tveimur öldum: sjálf móðuharðindin. Aðalhlutverk: Pálmi Gestsson, Edda Björgvinsdóttir, Arnar Jónsson. Myndin vann áhorfendaverðlaunin á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck, 1985.

TREASURE ISLAND – NATIONAL THEATRE LIVE

Bío Paradís

1090961 810233742346542 2606026564252066777 o

English below Saga Roberts Louis Stevenson fjallar um morð, peninga og uppreisn er hér færð til lífsins í æsispennandi leikhúsuppfærslu Bryony Lavery og er sýningin upptaka af þessari lifandi uppfærslu. Það er myrkur á óveðurskvöldi. Barnabarn Jim opnar hurðina fyrir ókunnugum manni. Við fætur gamla sjómannsins liggur risastór sjókista sem er stútfull af leyndarmálum. Jim býður manninum inn – og þá hefst hin hættulega för fyrir alvöru. Ekki missa af þessari frábæru uppfærslu National Theater Live í Bíó Paradís 2. og 3. maí kl 20:00. ★★★★ Guardian, Time Out, Daily Mail, Financial Times, Observer English Robert Louis Stevenson’s story of murder, money and mutiny is brought to life in a thrilling new stage adaptation by Bryony Lavery, broadcast live from the National Theatre. It’s a dark, stormy night. The stars are out. Jim, the inn-keeper’s granddaughter, opens the door to a terrifying stranger. At the old sailor’s feet sits a huge sea-chest, full of secrets. Jim invites him in – and her dangerous voyage begins. Do not miss out on Treasure Island - National Theatre Live at Bíó Paradís, screened May 2nd and May 3rd at 20:00. ★★★★ Guardian, Time Out, Daily Mail, Financial Times, Observer

Kurt Cobain: Montage of Heck

Bío Paradís

11136161 10153350406706833 3120507717342264296 o

Straumur og Bíó Paradís kynna sérstaka sýningu á heimildamyndinni Kurt Cobain: Montage of Heck laugardaginn 2. maí klukkan 20:00 í Bíó Paradís. Upplifðu lífsreynslu, list og hug Kurt Cobain, líkt og aldrei fyrr í þessari mögnuðu heimildamynd. Leikstjórinn Brett Morgen blandar saman list og tónlist á persónulegan hátt ásamt áður óséðu myndefni, viðtölum við fjölskyldumeðlimi, vini og Cortney Love. Fylgst er með yngri árum Cobain í Aberdeen WA allt fram að frægðartímabilinu en myndin gefur frábæra innsýn inn í líf listamannsins og umhverfi hans. „Persónulegasta rokk- heimildamynd allra tíma“ - David Fears, Rolling Stone Myndin er sú fyrsta í röð sýninga tengdri tónlist sem Straumur og Bíó Paradís munu standa fyrir einu sinni mánuði. Miðaverð 1400 kr. Hin frábæra hljómsveit Pink Street Boys mun spila eftir tónleikana. Kurt Cobain: Montage of Heck: Experience the life, art and mind of Kurt Cobain like never before in the first fully-authorized portrait of the generation-defining rock music icon in Bíó Paradís may 2nd at 8:00 pm. Price is 1400. More info on bioparadis.is

Eurovision í Bíó Paradís

Bío Paradís

11174227 829690803734169 6764577629426105029 o

Bíó Paradís mun sýna beint frá úrslitakvöldi og undanúrslitakvöld Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva Eurovision í Austurríki 2015! Undanúrslitakvöldið þar sem María Ólafsdóttir kemur fram er haldið fimmtudaginn 21. maí og úrslitakvöldið fer fram laugardaginn 23. maí og hefst útsending klukkan 19:00 báða dagana. Tilvalið að mæta snemma í Bíó Paradís á Happy Hour. Það er ókeypis inn.

Aðgengi fyrir alla - sumargleði í Bíó Paradís

Bío Paradís

14425 836141029755813 1560914579659821674 n

English Below / Föstudaginn 5. júní verður haldið upp á lokasprett Karolina Fund söfnunarinnar Bíó Paradís fyrir alla – líka fólk í hjólastólum - https://www.karolinafund.com/project/view/810 Blásið er til heljarinnar uppákomu og kynningu á sumardagskrá Bíó Paradís og veglegs sumardagskrár bæklings. Boðið verður upp á tónleika og fríann bjór frá kl 17:00 – 18:00, en fólk í hjólastólum mun fjölmenna á viðburðinn til að vekja athygli á málstaðnum. Fögnum í Bíó Paradís, - tökum höndum saman í að bæta aðgengi í þessu merka menningarhúsi! On Friday, June 5th we are promoting the final days for our fundraising campaign on Karolina Fund where we are crowd funding of making the cinema accessible for people in wheelchairs. All the proceeds will go directly towards the project. See here: https://www.karolinafund.com/project/view/810 We are also offering free beer and live music, to celebrate our summer program in Bíó Paradís that will be introduced. Join us on June 5th at 17:00!

Finding Fela og tónleikar með Bangoura band í Bíó Paradís

Bío Paradís

11401259 839889462714303 7324662683318591062 n

Bíó Paradís í samstarfi við útvarpsþáttinn Straum á X-inu 977 sýnir heimildamyndina Finding Fela laugardaginn 13. júní klukkan 20:00. Myndin fjallar um líf Fela Kuti, tónlist og mikilvægi hans í félagslegu og pólitísku samhengi. Hann var upphafsmaður tónlistarhreyfingarinnar Afróbeat, þar sem hann vildi nýta tónlist sem pólitískt vopn gegn Nígerískum stjórnvöldum áttunda og níunda áratugarins. Fela Kuti var áhrifavaldur að lýðræðisbreytingum í Nígeríu ásamt því að breiða boðskapinn í alþjóðlegu samhengi, en hann á vel við í nútímanum þar sem fjöldi manns berst enn fyrir frelsinu. Kvikmyndinni er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Alex Gibney. Fending Fela er önnur í röð sýninga tengdri tónlist sem Straumur og Bíó Paradís munu standa fyrir einu sinni mánuði. Miðaverð er 1400 kr og hin stórbrotna afrobeat sveit The Bangoura Band mun spila eftir myndina. // Finding Fela tells the story of Fela Anikulapo Kuti’s life, his music, his social and political importance. He created a new musical movement, Afrobeat, using that forum to express his revolutionary political opinions against the dictatorial Nigerian government of the 1970s and 1980s. His influence helped bring a change towards democracy in Nigeria and promoted Pan Africanist politics to the world. The power and potency of Fela’s message is completely current today and is expressed in the political movements of oppressed people, embracing Fela’s music and message in their struggle for freedom. Finding Fela was directed by the Academy Award winning director, Alex Gibney. Screened Saturday June 13th at 20:00. The afrobeat band The Bangoura Band will play after the movie

Japanskir kvikmyndadagar // Japanese Film Days

Bío Paradís

11884996 874615665908349 5943169632219964252 o

English below Bíó Paradís og sendiráð Japans á Íslandi kynna, Japanska kvikmyndadaga 3. - 6. September 2015. Heillandi heimur japanskra kvikmynda, japönsk töfrahelgi fyrir börn og ungmenni, úrval teiknimynda fyrir börn á öllum aldri og japanskir leikir og spil í boði Nexus. Frítt er inn á alla dagskrá, myndirnar verða sýndar á Japönsku með enskum texta. Bíó Paradís and The Embassy of Japan in Iceland present, Japanese Film Days 3. – 6. September 2015. Fascinating world of Japanese cinema, Japanese weekend of magic for children and youth, a great selection Anime films for children of all ages and Japanese games and cards from Nexus . Free entry, the films will be screened in Japanese with English subtitles.

Rússneskir kvikmyndadagar // Russian Film Days 2015

Bío Paradís

11953484 876108939092355 6303861813662201605 o

English below Dagana 10. – 13. september verða Rússneskir kvikmyndadagar haldnir í Bíó Paradís í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Menningarmálaráðuneyti Rússlands, Northern Traveling Film Festival og GAMMA. Það besta úr rússneskri kvikmyndagerð, fjölbreyttar verðlaunamyndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta, ókeypis inn og allir velkomnir. Russian film days, will be held in Bíó Paradís September 10th – 13th 2015 in cooperation with the Embassy of the Russian Federation in Iceland Northern Traveling Film Festival and GAMMA. Films will be screened in the original Russian language with the English subtitles. A selection of award winning films mixed with current Russian cinema. Free entrance and everyone is welcome.

Bechdel prófið tekið upp í Bíó Paradís

Bío Paradís

11928747 877713748931874 3661919967434266401 o

English Í tilefni af 30 ára afmæli Bechdel prófsins verður sænska kvikmyndin Something Must Break (Nånting måste gå sönder) sýnd helgina 18.- 20. september. Myndin fjallar um ástríðufulla ást Sebastians/Ellie sem upplifir sig sem trans manneskju og Andreas sem er afar rólyndur. Myndin hefur hlotið fjölda alþjóðlegra tilnefninga og verðlauna. Helgin markar upptöku Bíó Paradís á Becdhel prófinu, en allar kvikmyndir munu fá svokallaðan A stimpill ef hún stenst prófið. Svíar hafa notast við svokallað Bechdel próf sem segir til um birtingarmynd kvenna í kvikmyndum. Til þess að standast þetta próf þarf myndin að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: 1) Það þurfa að vera að minnsta kosti tvær (nafngreindar) konur í henni 2) Sem tala saman 3) Um eitthvað annað en karlmenn. English A gritty story taking place in Stockholm, about the passionate love between the self-abusive Sebastian who wants to be a woman, and the easy-going Andreas who is certainly not gay. The film is A-rated – and is screened to celebrate the 30 year anniversary for the Becdhel test on the weekend of 18th – 20th of September. The rules now known as the Bechdel test first appeared in a 1985 in Alison Bechdel’s comic strip Dykes To Watch Out For. In a strip titled “The Rule”, an unnamed female character says that she only goes to a movie if it satisfies the following requirements: 1. The movie has to have at least two women in it, 2. who talk to each other, 3. about something besides a man.

DOCTOR WHO: DARK WATER/DEATH IN HEAVEN 3D

Bío Paradís

11222911 876584545711461 2017712692447293219 n

Bíó Paradís sýnir síðustu tvo þættina úr 8. seríu af Doctor Who í 3D helgina 18.-20. september. Þættirnir Dark Water og Death In Heaven verða sýndir klukkan 20:00 í sal 1. Í hinni dularfullu veröld Nethersphere eru ýmis teikn á lofti. Missy er að fara að hitta Doktorinn og ómöglegt val stendur til boða. Á meðan að Cybermen gengur um götur London, taka gamlir vinir höndum saman gegn gömlum óvinum. Doktorinn tekst á við sitt erfiðasta verkefni til þessa, fórnir þarf að færa áður en dagurinn er á enda. English In the mysterious world of the Nethersphere, plans have been drawn. Missy is about to come face toface with the Doctor, and an impossible choice is looming. With Cybermen on the streets of London,old friends unite against old enemies and the Doctor takes to the air in a startling new role. As theDoctor faces his greatest challenge, sacrifices must be made before the day is won. Also featuring an exclusive Series 9 Prequel: The Doctor’s Meditation and an interview with PeterCapaldi and Jenna Coleman hosted by Wil Wheaton.

Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

Bío Paradís

12065809 895445673825348 2028299454068167380 n

Skömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. „Ástandsstúlkur“ voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðarsóma. Í kjölfarið var gripið til fordæmalausra mannréttindabrota; sjálfræðis- og frlesissviptinga ungra kvenna undir yfirskyni björgunar. Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum: Lauslæti og landráð sviptir hulunni af myrkum kafla sögunnar sem hefur legið í þagnargildi í áratugi. Myndin er enn í sýningu í Bíó Paradís vegna fjölda áskorana. Sýningatíma má sjá hér http://bioparadis.is/kvikmyndir/6196/ Leikstjórn: Alma Ómarsdóttir Myndataka: Ingi R. Ingason Tónlist: Karl Olgeirsson Hljóðsetning: Hrafnkell Sigurðsson

Aida - Ópera Verdi

Bío Paradís

English below Í þessu meistaraverki Verdi, eru málefni hjartans sett upp á móti við stórkostlegri tilveru heimsins. Óperan er sett upp á tilkomumesta stað sem hugsast getur, höfninni í Sidney þar sem sólin sest í baksýn. Tryggðu þér einstaka upplifun þar sem sýningin nær hápunkti að lokum með geysilegri flugeldasýningu undir ægðaróð Amneris. Sýningin er á ítölsku með enskum texta. Sýningartímar: Laugardagur 10. október kl 20:00 Sunnudagur 11. október kl 20:00 Laugardagur 17. október kl 20:00 Sunnudagur 18. október kl 20:00 Miðasala fer fram hér: https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/1493/ og í miðasölu Bíó Paradís. In Aida, Verdi masterfully puts the intimate affairs of the heart against the grandeur of the universe: where kingdoms rise and fall and the sands of time grind onwards. There could be no grander setting for such an opera than Sydney Harbour itself, awash with the light of the city and the Sydney Opera House silhouetted against the setting sun. Handa Opera on Sydney Harbour has become a huge part of the cultural landscape, combining all of the things Sydney does best: world-class opera, champagne and fine dining, sunsets and spectacle on the harbour’s edge. It’s a monumental undertaking, with a team of more than 700 people involved in the project before a single note is heard over the harbour. Aida is the biggest opera they’ve ever performed on the opera stage. But amid all of the spectacle, the famous ‘Triumphal March’, battle scenes and ancient temples, there’s an emotional heart. Long after the fireworks have faded from the sky and Amneris sings her quiet, concluding prayer, you’ll see the true mastery of this opera: it is at once an historic epic and an utterly relatable human tragedy. Performed in Italian with English translation

Come and See

Bío Paradís

12096420 894459607257288 2982960408838680240 n

Svartir Sunnudagar snúa aftur veturinn 2015 - 2016 og hefja leikinn á sovíesku myndinni Come and See sunnudaginn 11. október kl 20:00! Þetta er talin vera ein áhrifamesta kvikmynd, sem gerð hefur verð um grimmdarverk herja fasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin gerist á árinu 1943 í Hvíta-Rússlandi sem varð einna verst úti af völdum innrásarherja Þjóðverja. 628 hvítrússnesk sveitaþorp voru jöfnuð við jörðu og meira en 100 þúsund íbúar þeirra, konur, börn og gamalmenni brennd inni. Kvikmyndin Come and See hlaut margvíslega viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma, ma. gullverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Hún var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 1987 í Laugarásbíói. After finding an old rifle, a young boy joins the Soviet Army and experiences the horrors of World War II. Come and See is widely considered a critical success, appearing on many lists of films considered the best.

Jóhanna: Síðasta orrustan

Bío Paradís

12080170 896532423716673 3908340185012761178 o

Í myndinni er fylgst með störfum Jóhönnu og því sem gerist bak við tjöldin í Stjórnarráðinu. Kastljósinu er einkum beint að baráttu hennar og annarra fyrir því að fá Alþingi til að samþykkja nýja stjórnarskrá Íslands. Myndin er frumsýnd 15. október en fer í almennar sýningar 16. október í Bíó Paradís. Myndin hefst á landsfundi Samfylkingarinnar þegar Árni Páll Árnason tekur við af Jóhönnu sem formaður flokksins. Árn Páll boðar ný vinnubrögð og lætur af þeirri stefnu Jóhönnu að reyna að knýja stjórnarskrána í gegnum þingið og vill þess í stað skapa þverpólitíska samstöðu um að fresta hluta hennar til næsta kjörtímabils. Þessi stefna veldur miklum ágreiningi við þá sem vilja klára málið, jafnt innan Samfylkingarinnar og utan. Í kjölfarið verða mikil átök á þingi og í bakherbergjum um stjórnarskrármálið – og engin leið að vita hvaða endi það muni fá. Þetta er í fyrsta skipti sem heimildarmynd af þessari tegund er gerð hér á landi, þegar fylgst er með stjónmálamanni í valdastöðu og öllum þeim vendingum sem verða í meðferð þingsins á mikilvægu máli – eins og stjórnarskrá Íslands. Leikstjóri myndarinnar er Björn B. Björnsson og er hann jafnframt handritshöfundur ásamt Elísabetu Ronaldsdóttur, sem klippir myndina. Kvikmyndatöku annaðist Jón Karl Helgason og tónlistin í myndinni er eftir Tryggva M. Baldvinsson. Framleiðandi er Reykjavík films.

ARCADE FIRE : THE REFLEKTOR TAPES í Bíó Paradís 17. október

Bío Paradís

12109778 894056817297567 5864508593025711806 o

Hin glænýja heimildamynd Arcade Fire: The Reflektor Tapes verður sýnd í Bíó Paradís þann 17. október klukkan 20:00 í samstarfi við útvarpsþáttinn Straum á X-inu 977. Í myndinni er fylgst er með hljómsveitinni Arcade Fire við undirbúning á gerð plötunnar Reflektor, þar sem áhorfendur eru fluttir inn í stóbrotið ferðalag hljóðheims og sjónræns landslags hljómsveitarinnar. Fylgst er með hljómsveitinni þar sem hún leggur drög að plötunni á Jamæka, upptökuferlinu í Montreal, óvæntum tónleikum á hóteli á Haítí á fyrsta kvöldi karnivalsins, fram að tónleikunum í Los Angeles og London, þar sem áhorfendur stóðu á öndinni. // The Reflektor Tapes is a fascinating insight into the making of Arcade Fire’s critically acclaimed, international #1 album Reflektor. The film recontextualizes the album experience, transporting the viewer into a kaleidoscopic sonic and visual landscape. It charts the band’s creative journey as they lay foundations for the album in Jamaica, commence recording sessions in Montreal and play an impromptu gig at a Haitian hotel on the first night of Carnival, before bringing their breath-taking live show to packed arenas in Los Angeles and London. The film blends never before seen personal interviews and moments captured by the band to dazzling effect, and features 20 minutes of exclusive unseen footage, filmed only for cinema audiences. The movie will be screened in Bíó Paradís October 17th at 20:00.

Back To The Future 10/21/2015 í Bíó Paradís

Bío Paradís

12045649 887455467957702 5929585864472568468 o

Miðvikudagurinn 21. október 2015 er sjálfur dagurinn sem Marty McFly (Michael J. Fox) flaug á silfurlituðum Delorean til framtíðar í kvikmyndinni Back To The Future II sem kom út árið 1989. Í tilefni þess og að í ár eru 30 ár frá því að fyrsta myndin var frumsýnd mun Bíó Paradís sýna allar þrjár Back To The Future myndirnar í röð, þennan sama dag. Margir hafa beðið spenntir eftir þessum degi og eru viðburðir tengdir honum haldnir þennan dag útum allan heim. Viðburðurinn sjálfur hefst klukkan 16:29 (nákvæmlega sama tíma og Marty mætti til framtíðar) þar sem Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins mun halda fyrirlestur um tímaflakk, Ásgeir Ingólfsson les upp úr ljóðabók sinni Framtíðin auk þess sem Bíó Paradís mun umbreytast í þá framtíð sem sjá má í myndunum. Sýning myndanna hefst á slaginu 18:00: Back to the Future sýnd kl 18:00, Back to the Future II sýnd kl 20:30 Back to the Future III sýnd kl 22:30. Daginn eftir eða föstudaginn 22. október mun Bíó Paradís taka til sýningar glænýju heimildamyndina Back in Time þar sem aðstandendur og aðdáendur Back to the Future trílógíunnar fara yfir farin veg síðustu 30 árin eftir að Marty fór aftur í tímann. Miðaverð myndirnar þrjár saman er 3000 kr hægt er að kaupa miða hér https://www.tix.is/is/buyingflow/seasoncard/1525 og 1400 kr fyrir staka mynd sjá hér: https://tix.is/is/bioparadis/event/1522/back-to-the-future/ https://tix.is/is/bioparadis/event/1523/back-to-the-future-ii/ https://tix.is/is/bioparadis/event/1524/back-to-the-future-iii/

Blade Runner

Bío Paradís

12094929 900713579965224 2484119096213299578 o

English below Blade Runner verður sýnd í lokaútgáfu Ridley Scott, þar sem við fáum að sjá lengri útgáfu myndarinnar og áður óséð efni m.a. tæknibrellur. Kvikmyndin kom út árið 1982 í leikstjórn Ridley Scott eftir sögu Philip K. Dick, Do androids dream of electric sheep? Myndin er í dag ein þekktasta kvikmyndaða vísindaskáldsagan. Blade Runner returns in Ridley Scott's definitive Final Cut, including extended scenes and never-before-seen special effects. In a future of high-tech possibility soured by urban and social decay, Rick Deckard hunts for fugitive, murderous replicants - and is drawn to a mystery woman whose secrets may undermine his soul.

Stille Hjerte - Q&A

Bío Paradís

12113402 900800156623233 108972425716192793 o

English below Því miður er Bille August forfallaður, þar sem hann er nú staddur í Kína - en framleiðandi myndarinnar mun svara spurningum í hans stað eftir sýningu hennar. Jesper Morthost, framleiðandi myndarinnar mun svara spurningum eftir sýninguna en Ásgrímur Sverrisson mun stýra umræðum, en hann hefur gert kvikmyndir og fjallað um þær í hverskyns miðlum um áratugaskeið. Þrjár kynslóðir fjölskyldu hittast yfir helgi. Móðirin sem glímir við veikindi óskar þess að fá að deyja áður en að sjúkdómur hennar versnar og það setur fjölskylduna í afar erfiða stöðu. Myndin skartar úrvalsliði leikara, m.a. Papriku Steen og Ghita Nørby í leikstjórn Bille August. Dönsk gæðamynd, sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Á þessari sýningu- er frítt inn og myndin sýnd með enskum texta. Unfortunately Bille August will not attend the screening - since his shooting schedule in China changed, so we regret to cancel his Q&A. Jesper Morthost, the producer of the film will provide Q&A after the screening led by Ásgrímur Sverrisson, film director and film journalist. Free entrance. “Accessible without being easy, and played to perfection by a superbly directed cast, Heart looks set to beat at festivals and in the European arthouse.” The Hollywood Reporter Three generations of a family coming together over a weekend. A sick mother’s wish to die before her disease worsens gets harder to handle as old conflicts come to the surface. English subtitles.

Nosferatu the Vampyre - Hrekkjavökusýning Svartra Sunnudaga

Bío Paradís

12185041 903464943023421 6322896375883271030 o

English below Nosferatu the Vampyre verður sýnd á Hrekkjavökuhelgi sunnudaginn 1. nóvember á Svörtum Sunnudegi kl 20:00. Myndinni er leikstýrt af Werner Herzog. Nosferatu the Vampyre is a 1979 West German art house vampire film written and directed by Werner Herzog. The film is set primarily in 19th-century Wismar, Germany and Transylvania, and was conceived as a stylistic remake of the 1922 German Dracula adaptation, Nosferatu, eine Symphonie des Grauens. It stars Klaus Kinski as Count Dracula, Isabelle Adjani as Lucy Harker, Bruno Ganz as Jonathan Harker, and French artist-writer Roland Topor as Renfield. Herzog’s production of Nosferatu was very well received by critics and enjoyed a comfortable degree of commercial success. The film also marks the second of five collaborations between director Herzog and actor Kinski, immediately followed by 1979’s Woyzeck. Screened November 1st at 20:00 on Black Sundays!

Bíó Paradís / Straumur off-venue 2015

Bío Paradís

12095216 898382143531701 6315543785627622514 o

Miðvikudagur 4. nóv 12:00: Morning Bear (US) 13:00: One Week Wonder 14:00: Rythmatik 15:00: Wesen 16:00: Just Another Snake Cult 16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence - a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu) 17:00: O f f l o v e (US) 18:00: Miri Fimmtudagur 5. nóv 13:00 Laser Life 14:00 Gunnar Jónsson Collider 15:00 Sekuoia (DK) 16:00 Tonik Ensemble 17:00 MSTRO 18:00 GKR Föstudagur 6. nóv 12:00: Sveinn Guðmundsson 13:00: Skelkur í Bringu 14:00: Hey Lover (US) 15:00: Máni Orrason 16:00: Antimony 16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence - a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu) 17:00: Sykur 18:00: Agent Fresco Laugardagur 7. nóv 14:00: Helgi Valur 15.00: Sumar Stelpur 16:00 Jón Þór 17:00: Bárujárn 18:00 Oyama sunnudagur 8. nóv 15:00 The Anatomy of Frank (US) 16:00 Sturle Dagsland (NO)

Wesen - Airwaves off-venue

Bío Paradís

Wesen

Wesen (or ₩€$€₦) are duo Júlía Hermannsdóttir and Loji Höskuldsson. They started working together in 2004 under the name We Pained the Walls. After taking a few years off to work on other projects (Sudden Weather Change & Oyama to name just two) they’ve reunited in the last couple of years to once again step outside their comfort zone and make a new album under the new name Wesen. Wesen play catchy experimental electronic pop music and their live performance style is straightforward but striking, making use of both playback and live buildup.