Viðburðir á morgun um allt land

Skrá viðburð

Smástundamarkaður Wetland

Vörumerkið WETLAND sérhæfir sig í vörum úr lambaskinni (mokka). Til sölu verða sýnishorn og prufur sem orðið hafa til í þróunarferlinu ásamt vörum úr fyrstu vörulínu WETLAND. WETLAND, a piece of the north, er nýtt íslenskt vörumerki sem framleiðir vandaðar og áhugaverðar lífsstílsvörur, hannaðar undir norrænum áhrifum. Snið eru einföld og klassísk þar sem innblásturs er leitað í fegurð og dulúð íslenskrar náttúru. Hráefni og hönnun haldast í hendur og mynda tímalausa vöru sem er ætlað að endast kynslóð fram af kynslóð. Að baki WETLAND er þriggja manna teymi; Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir fatahönnuður, Elísabet Jónsdóttir grafískur hönnuður og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir MBA, rekstrar- og viðskiptafræðingur. Verið hjartanlega velkomin.

Harry Potter and the Chamber of Secret - Jólapartísýning!

English below Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry – ásamt vinum sínum – kemst sannleikanum, því fleiri hættur kemur hann sér í… Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 25. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! Við viljum vekja athygli á því að fyrstu þrjár kvikmyndirnar um Harry Potter verða sýndar fyrir jólin sjá hér: https://bioparadis.is/frettir/harry-potter-a-jolapartisyningum-fyrir-alla-fjolskylduna/ English Harry ignores warnings not to return to Hogwarts, only to find the school plagued by a series of mysterious attacks and a strange voice haunting him. A true Christmas Party screening -for all the members of the family, Saturday November 25th at 17:00! The film is screened with Icelandic subtitles.

Ég býð mig fram / 5. sýning

ÉG BÝÐ MIG FRAM er listahátíð sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir heldur utan um. Þann 26.október mun Unnur flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán listamenn úr ólíkum áttum. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa veitt Unni innblástur í gegnum tíðina með sinni listsköpun. Listamennirnir fengu allir sent sama bréfið með ósk um að semja örverk. Bréfið byrjaði svona: Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn... …Allir sögðu já… Ég býð mig fram snýst um að brjóta niður veggi. Kasta sér út í alheiminn, sjá hvort hann grípur, kastar þér tilbaka eða fer með þig í rússíbanareið. Listahátíðin snýst um að koma saman, án fordóma, án landamæra, bara fólk að vinna saman. Hittast í miðju, teygjast, kuðlast eða móta hvort annað á stuttum þremur mínútum hvort sem þær verða enn fleiri í framtíðinni eða fyrstu og síðustu mínútur samvinnu þessara tveggja aðila. Það veit það enginn nema hann taki sénsinn. Höfundar: Aðalheiður Halldórsdóttir Arnór Dan Arnarson Bergur Ebbi Benediktsson Daði Freyr Pétursson Kristín Gunnlaugsdóttir Hannes Þór Egilsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Vala Kristín Eiríksdóttir Saga Sigurðardóttir Ólöf Nordal Margrét Bjarnadóttir Barði Jóhannsson Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Flytjandi: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir “Mín skoðun er ekki endilega sú rétta. Mín sýn er ekki sú eina. Ég vil fagna lífsýn annarra. Ég vil færa miðju alheimsins” -Unnur Elísabet. Sýningarnar verða aðeins 5 í Mengi: Fimmtudagskvöldið 26.október klukkan 21 Sunnudagskvöldið 5. nóvember klukkan 21 Fimmtudagskvöldið 16.nóvember klukkan 21 Fimmtudagskvöldið 23.nóvember klukkan 21 Laugardagskvöldið 25.nóvember klukkan 21 Miðaverð: 3500 krónur https://www.facebook.com/BYDMIGFRAM/ www.unnnurelisabet.com https://www.instagram.com/eg_byd_mig_fram/ ∞∞∞∞∞∞∞∞ A collection of thirteen short performance pieces by thirteen artists (musicians, poets, dancers, visual artists, actors) interpreted by Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Performance starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets can be booked via booking@mengi.net. Authors: Aðalheiður Halldórsdóttir (dancer and choreographer) Arnór Dan Arnarson (musician) Bergur Ebbi Benediktsson (writer and musician) Daði Freyr Pétursson (musician) Kristín Gunnlaugsdóttir (visual artist) Hannes Þór Egilsson (dancer and choregrapher) Kristín Þóra Haraldsdóttir (actress) Vala Kristín Eiríksdóttir (actress) Saga Sigurðardóttir (dancer and choregrapher) Ólöf Nordal (visual artist) Margrét Bjarnadóttir (artist) Barði Jóhannsson (musician) Lovísa Ósk Gunnarsdóttir (dancer and choregrapher)

We are the storm

Við erum að blása til heljarinnar tónleika á KEX hostel. Í tilefni UN women göngunnar erum við búin að safna saman sterkum kvennaröddum til þess að hafa fokking hátt! Dagskráin verður svona: Gróa: 21:00 Fever Dream: 21:45 Hórmónar: 22:25 FRÍTT #höfumhátt We've gathered powerful women to play at KEX hostel because of the UN women parade. We deserve to be heard and plan on being heard! Here is the schedule: Gróa: 8 pm Fever Dreameam: 9 pm Hórmónar: 10 pm FREE