Viðburðir á morgun um allt land

Skrá viðburð

Síðsumarganga

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar og Sögufélag Kópavogs standa fyrir síðsumarsgöngu um Kársnes laugardaginn 23. september kl. 10:00 – 12:00. Gengið verður frá Kársnesskóla við Skólagerði, vestur Kársnesbraut og niður að gömlu bryggjunni. Þaðan verður farinn Kársnesstígur neðan við Þinghólsbraut. Staðkunnugir munu segja frá umhverfi og sögu svæðisins sem gengið er um. Gangan endar við vestanverða Sunnubraut þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur. Einnig verður boðið upp á ferðir aftur í Kársnesskóla fyrir þá sem ekki treysta sér í meiri göngu. Við hvetjum íbúa og aðra gesti til að mæta og ganga með okkur.

Tímamótatónleikar! Nýdönsk ásamt strengjasveit, 19:30 og 22:30

Harpa

17017059 10154504541302153 7177295374898230766 o

Nýdönsk heldur tvenna tímamótatónleika í Eldborg 23. september en hljómsveitin var stofnuð árið 1987 og verður því orðin 30 ára gömul þegar tónleikarnir hefjast. Hljómsveitinni til fulltingis á þessum tímamótum verður strengjasveit og flutt verða þekktustu lög sveitarinnar auk glænýrra laga af glóðvolgri plötu sem hljóðrituð verður í Kanada og víðar á árinu. Miðasalan er í fullum gangi.

Lokahóf Leiknis 2017

Lokahóf Leiknis fer fram á næstkomandi laugardag. Þar munum við Leiknismenn skála fyrir tímabilinu, besti leikmaður tímabilsins að mati leikmanna og þjálfara verður heiðraður og hið árlega lokahófsmyndband verður frumsýnt. Það kostar ekkert að vera með og boðið verður upp á "léttar" veitingar gegn vægu verði.

VOLTA

Przebiegły Volta zrobi wszystko, by zdobyć drogocenne znalezisko. Alleen deze screening, zaterdag 23 września september om 20:00! Film jest ekranowany w języku polskim z angielskimi napisami. English below Brakandi fersk gamanmynd frá Póllandi! Bruno Volta sérhæfir sig í að greiða úr flóknum flækjum og lesa í fólk og nú reynir heldur betur á þessa sérstöku hæfileika hans. Þegar kærastan hans, hin kornunga Agnieszka, hittir aðra unga konu sem heitir Vicky í sérkennilegum aðstæðum sér Volta ómótstæðilegt tækifæri til þess að græða stóra fjármuni. Vicky hefur nefnilega fundið mjög sérstakan hlut sem falinn var inni í gömlum vegg. Volta tekur þá afdrifaríku ákvörðun, ásamt lífverði sínum Dycha, að gera allt sem í valdi hans stendur til þess að komast yfir dýrgripinn. Það er þó allt annað en auðvelt þar sem hin sakleysislega Vicky reynist vera verðugur andstæðingur. Aðeins þessi eina sýning á þessari vinsælu mynd 23. september kl 20:00! Myndin er sýnd á pólsku með enskum texta. English Bruno Volta specializes in solving complex puzzles and seeing through people. But his special talents are about to be put to the test. His much younger partner Agnieszka meets a girl called Vicky under unusual circumstances. She finds a mysterious and extremely precious object inside the wall of an old building. It is too good of an opportunity for Volta to miss. Together with his bodyguard Dycha, Volta decides he will do anything to get this extraordinary and precious object. It does not turn out to be easy as innocent looking Vicky is in fact a strong opponent. Only this one off screening, Saturday 23rd of September at 20:00! The film is screened in Polish with English subtitles.

Lb020 & Lb021: Rattofer & Kuldaboli á Húrra

Lady Boy Records Release Party 020 + 021 RATTOFER - NINETEEN EIGHTY-FLOOR / TAPE KULDABOLI - EÐLILEG MANNVERA / 7 INCH Rattofer Kuldaboli (DJ SET) Micro Pony Andi Harry Knuckles (DJ SET) 1000 ISK

KiRA KiRA

KiRA KiRA (((( Concert + Audio/Visual installation + Video premiere )))) Saturday September 23d at 21:00pm. Tickets: 2500 ISK. Order tickets through booking@mengi.net or pay at the door. With live analog video feedback by Thoracius Appotite. + Premiering a video for “Pioneer Of Love” directed by Samantha Shay & Victoria Sendra. Throwing sun rays through prisms and radios down the spine through the rib cage. That’s what she does. Always exploring the mysteries of sound. Kira Kira makes albums where recordings of carefully composed bouquets of musicians get woven in with analog synth textures and beats, but then on rare occasions like this she’ll perform solo or with a visual artist. Does her music sound like a score to a mesmerising Sci-fi drama? Sometimes. This special evening, Kira Kira is premiering a music video for a brand new song called “Pioneer Of Love” created in collaboration with her brother in music, Hermigervill. The video is directed by filmmaker mystics Samantha Shay and Victoria Sendra. The song is the second single for Kira Kira’s 4th studio album “Alchemy & Friends” which will be released on February 23d 2018. The album has been in the making for 5 years with 46 friends singing and playing on it. It was recorded in her studio in Berlin, live in Los Angeles and in Reykjavík. These days Kira Kira is co-composing music for “Dream Corp Llc” alongside Canadian composer/animator Chad VanGaalen. “Dream Corp” is a wildly creative hybrid-animated sci-fi TV series on Adult Swim directed by Daniel Stessen. So there is a real possibility that some dream prankster noises will find their way through the prisms in Mengi. But before any of that happened Kira Kira founded Kitchen Motors -A wild music collective/record label with composers Jóhann Jóhannsson and Hilmar Jensson. Links: www.kirakira.is www.samantha-shay.com www.thoracius.com http://www.adultswim.com/videos/dream-corp-llc/run-to-the-center-of-the-mind/ ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Kira Kira frumsýnir myndband við splunkunýtt lag - “Pioneer Of Love” sem kemur út á fjórðu breiðskífu hennar “Alchemy & Friends” 23. febrúar. Lagið samdi hún með Hermigervli, en myndbandið varð til í samstarfi við bandarísku kvikmyndagerðarkonurnar Samantha Shay og Victoria Sendra. “Alchemy & Friends” hefur verið í smíðum í 5 ár. Það syngja og spila 46 vinir á plötunni, hunangsþræðir sem voru teknir upp og ofnir saman við rafmagnsneista í hljóðveri Kiru í Berlín, með tónlistarfjölskyldu hennar The Echo Society í Los Angeles og í Þingholtunum. Kannski spilar Kira eitthvað af þessarri tónlist í Mengi, mögulega svolítið af plötu sem hún er að gera með LA pródúsernum Eskmo eða glimmer úr tónlist sem hún er að semja fyrir súrrealísku Sci-fi sjónvarpsþættina “Dream Corp Llc,” sem fara í loftið á Adult Swim (Cartoon Network) í nóvember, jafnvel eitthvað úr sándtrakkinu sem hún og Hermigervill gerðu fyrir kvikmyndina “Sumarbörn” sem frumsýnd verður í október - Nema hún taki upp á því að spila eitthvað alveg glænýtt. Allt hægt, bæði best. Miðaverð: 2500 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn.