Ráðhús Reykjavíkur

Tjarnargata
101, Reykjavík

Viðburðir

Fjárfesting í Reykjavík - kynningarfundur

Ráðhús Reykjavíkur

10344263 10153145117890042 7478390163055704152 o

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar um fjárfestingu í Reykjavík. Sagt verður í máli og myndum frá hvernig uppbyggingu miðar, hvað helst er að gerast og hvaða framkvæmdir eru í deiglunni. • Hótel og ferðaþjónusta í Reykjavík – umfang og uppbygging • Þekkingarþorpið í Vatnsmýrinni – samstarf háskólanna, Landspítalans og Reykjavíkurborgar • Austurhöfn – þjónusta, verslun og íbúðir • Landspítalinn – sjúkrahótel og meðferðarkjarni á dagskrá • Framkvæmdahugmyndir fyrir Vesturbugt og Kirkjusand – verslun og þjónusta í þéttri byggð • Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni • Faxaflóahafnir – ný atvinnustarfsemi á hafnarsvæðum • Iðnaðarsvæði – Gagnaver og græn fjárfesting • Almennt framboð á lóðum í Reykjavík. Samstarf um þéttingu byggðar. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 8:30 og er hann öllum opinn. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:00. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði búinn fyrir kl. 10

Bruninn mikli 1915 - aldarminning í miðbæ Reykjavíkur

Ráðhús Reykjavíkur

11164834 10153177591205042 3882744759687771639 n

Aðfaranótt 25. apríl 1915 kom upp eldur í Hótel Reykjavík í Austurstræti. Eldurinn breiddi hratt úr sér og á augabragði var stór hluti miðbæjarins alelda. Miðbæjarbruninn er einn stærsti bruni í sögu Reykjavíkur fyrr og síðar og hafði hann töluverð áhrif á þróun höfuðstaðarins til frambúðar. Í tilefni þess að 100 ár verða liðin frá þessum atburðum verður sett upp sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 24. til 28. apríl næstkomandi. Þar geta gestir kynnt sér atburði þessarar örlagaríku nætur, hvaða áhrif þeir höfðu á brunavarnir á Íslandi og hvaða þátt þeir áttu í að móta ásýnd borgarinnar sem við þekkjum í dag. Á sýningunni verða meðal annars gamlir munir Slökkviliðsins sem notaðir voru í baráttunni við eldinn árið 1915. Laugardaginn 25. apríl, þegar nákvæmlega 100 ár verða liðin frá brunanum, verður sérstök dagskrá til að minnast þessara atburða. Dagskráin verður eftirfarandi: • Kl.13.00 - Formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, opnar sýninguna í Ráðhúsinu með formlegum hætti og dælubílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins dæla vatni út í tjörnina í tilkomumiklum boga. • Kl. 14.00 til 17.00 - Gamlir og nýir bílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verða til sýnis í Thorvaldsensstræti við Austurvöll. • Kl. 14.30 og kl. 15.30 - Söguganga frá Kaffi París um brunasvæðið þar sem atburðir næturinnar verða raktir með leikrænum hætti. Sýningin er unnin í samvinnu við Barnamenningarhátíð í Reykjavík og eru börn og ungmenni þess vegna sérstaklega boðin velkomin.

Konur og loftslagsbreytingar // Women and Climate Change

Ráðhús Reykjavíkur

11164793 10153209291595042 3581405206814135706 n

(english below) Opin dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í tilefni af Norrænu höfuðborgaráðstefnunni í Reykjavík dagana 7.-8. maí. Dagskráin er hluti af hátíðahöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Dagskráin fer fram á ensku. Erindi: 'Hlustið á konurnar í heiminum' Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra tungumála á vegum UNESCO. 'Að milda áhrif loftslagsbreytinga og aðlagast þeim: umskipti í átt að kolefnissnauðari Norrænum samfélögum' Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindastjórnun við Háskóla Íslands. 'Súrnun sjávar og konur í vísindum' Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands Opnar umræður verða að erindum loknum undir stjórn Sóleyjar Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar. // Public programme at Reykjavík City Hall in relation to the Conference of Nordic Capitals held in Reykjavík May 7-8. The programme is part of the 100 years anniversary of women‘s right to vote in Iceland. The programme is in English. Speakers: 'Listen to the women of the world' Vigdís Finnbogadóttir, former president of the Republic of Iceland and UNESCO-Goodwill Ambassador for Languages 'Mitigation and adaptation to climate change: transitions to low-carbon Nordic societies' Brynhildur Davíðsdóttir, Professor, Environment and natural resources, and Director of University of Iceland Arctic Initative, University of Iceland 'Ocean acidification and women in science' Hrönn Egilsdóttir Ocean Acidification Researcher and Ph.D Candidate at the University of Iceland The talks will be followed by open discussions moderated by Sóley Tómasdóttir, president of Reykjavík City Council

Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar 9. maí 2015

Ráðhús Reykjavíkur

11081024 10153090267145042 9196019269752843771 n

Laugardaginn 9. maí verður fjölbreytileikanum fagnað í 7. sinn í Reykjavík á árlegum fjölmenningardegi borgarinnar. Hátiðin hefst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju niður að Ráðhúsi. Borgarstjóri setur hátíðina stundvíslega kl.13.00. Í Ráðhúsinu verður: Fjölþjóðlegur markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun og matur frá 50 sýningaraðilum Hægt að máta tyrkneska búninga og fylgjast með og prófa Ebru listformið sem er málun á vatn (water marbling) Listamaðurinn Soner Kilic er hingað til lands kominn sérstaklega í tilefni fjölmenningardags Hægt að prófa að sveipa sig arabískum klæðum og máta hijab slæðu Fá sér henna tattoo Skoða ljósmyndasýninguna We the Peoples Fylgjast með trúðum sprella og gera blöðrudýr Tekið þátt í ferðahappdrætti Úrval Útsýn Skoða sýningu í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna Fara í bíó og sjá 3 myndir: 14.30 Erum við að vannýta mannauð innflytjenda? 15.00 Ragnarrök: the end of the world eftir Juan Camilo Román Estrada. 15.30 Culture in Mexico eftir Rafael Cao Milan. Í Tjarnarbíó verður lifandi skemmtidagskrá frá kl. 14.30 -17.00. Þar verður meðal annars: Glæsilegt sirkúsatriði frá Sirkús Íslands Hljómsveit frá Stelpur Rokka! rokksumarbúðum Marcin dansari úr Ísland got talent Allir litir liháískra söngva - litháíski sönghópurinn Gija Múa Nón - víetnamískur dans Litháísk barnatónlist forn og ný- barnakór Different but equal – ólík en jöfn örleiksýning frá hinu reykvísk/pólska Pleikhúsi Angel of paradise- taílenskur dans Friðrik Dór Capoeira sýning - Brasilísk bardagalist Belleville Búlgarskir þjóðdansar Dorin Tamasan flytur rúmensk þjóðlög Pearls of Pauline - Cabaret lög Kirmizi Bugday - Tyrkneskt/íslenskt söngatriði Twice As Nice og Superkidsclub - streetdance atriði "Án titils" leikrit frá Söguhring kvenna Kynnar í Tjarnarbíó verða þau Ilmur Kristjánsdóttir og Alex da Silva. Iðnó 14.30 -17.00 14.30 Leikhópurinn Lotta mun flytja söngvasyrpuna sína og eftir sýningu gefst tækifæri til að knúsa ævintýrapersónur og fá mynd með þeim. Fjölþjóðlegur hnöttur. Í Iðnó verður einnig hægt að fara inn í fjölþjóðlega hvelfingu „ dome“ og nemendur frá Kampi frístundamiðstöð munu bjóða þér að uppgötva hvað þar leynist. Andlitsmálun og blöðrur í boði. Kandýfloss, trúðar, blöðrur, sápukúlur, sól og sumar og margt margt fleira. Hlökkum til að sjá ykkur!

Jaðarlist

Ráðhús Reykjavíkur

11011434 10153244618480042 7287299261329715814 o

Sýning sem enginn ætti að missa af. Sýningin Jaðarlist er haldin undir formerkjum listastefnunnar "Outsider art" en tilgangur hennar er að skapa vettvang fyrir þá listamenn sem ekki tilheyra hinu hefðbundna listsamfélagi, standa utan garðs listsamfélagsins. Bakgrunnur þátttakenda er margvíslegur, en á þessari sýningu sameinast þau í tjáningar- og sköpunargleði sinni.

Stóri leikskóladagurinn

Ráðhús Reykjavíkur

1975119 10153196759505042 5507994105127767646 n

Hátt í 30 leikskólar munu sýna afrakstur af þróunarstarfi á Stóra leikskóladeginum 29. maí. Sýning verður sett upp í Tjarnarsal ráðhússins og í Tjarnarbíói verður boðið upp á fræðilega fyrirlestra og kynningar á nýbreytniverkefnum. Akureyri er gestasveitarfélag Reykjavíkur á þessari skemmtilegu fagstefnu leikskólastarfsfólks borgarinnar.

Dæmisögur af minni losun gróðurhúsalofttegunda

Ráðhús Reykjavíkur

11412239 10153601773120042 2452766675077717366 o

Þeir sem eru tilnefndir til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár ætla að deila reynslu sinni á opinni ráðstefnu, þriðjudaginn 27. október í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þema verðlaunanna í ár er minnkun gróðurhúsalofttegunda. Verðlaunin falla því í skaut því fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gefið hefur gott fordæmi með þróun vöru eða uppfinningar eða öðrum skapandi aðgerðum sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til framtíðar. Þátttaka er ókeypis en skráning vel þegin > Dagskrá og skráning á vefsíðunni > http://reykjavik.is/daemisogur-af-minni-losun-grodurhusalofttegunda _________________ Greenhouse gas reduction - Nordic sucess stories Those who are nominated for The Nordic Council Nature and Environment Prize this year intend to share their experiences on open conference, to be held on Tuesday, 27 October, Reykjavik City Hall . The theme of 2015 is greenhouse gas emissions. The prize goes to the nominee who has gone to admirable lengths to develop a product, invention, or who has otherwise undertaken creative efforts to contribute to the future reduction of greenhouse gas emissions in the Nordic Region. We will hear their success stories at this seminar. Participation is free of charge but in order to help us to prepare please register here http://goo.gl/forms/YmX6RrojR0 Please find further information and agenda here: http://reykjavik.is/greenhouse-gas-reduction-nordic-success-stories

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík

Ráðhús Reykjavíkur

12189382 10153621147930042 8995081309492644960 o

Sýning og málstofur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis verða haldnar í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 13. - 14. nóvember 2015 Þessa tvo daga verður Ráðhúsinu breytt í suðupott upplýsingamiðlunar og umræðu um stöðu og horfur í húsnæðismálum. Sýning og málstofur eru opnar og ókeypis. Málstofur verða haldnar báða dagana um magvísleg verkefni sem eru þegar í framkvæmd eða á döfinni. Einnig verður fjallað um hugmyndir og tækifæri til þess að auka fjölbreytni í framboði íbúðarhúsnæðis og hvernig megi byggja á hagkvæmari hátt og efla leigumarkað. Sérfræðingar munu fjalla um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði frá ólíkum sjónarhornum og öllum málstofunum lýkur með opnum umræðum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun taka virkan þátt í kynningum og umræðum. Umfjöllunarefni málstofanna er: • Hvað er að gerast? Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík • Er framtíðin hér? Nýir straumar í húsnæðismálum • Hvað er framundan? Viðfangsefni og lausnir

Afmælismálþing - þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur 10 ára

Ráðhús Reykjavíkur

12308348 10153679537120042 6142412034445220605 n

Málþing um reynsluna af starfi þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar, stöðu þeirra og þróun þjónustu borgarinnar, haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur 11. desember 2015 frá kl. 13.00 – 16.30 Dagskrá: Ávarp borgarstjóra Fyrstu skrefin. Yfirferð yfir niðurstöður rannsóknarinnar „Þróun og nýsköpun: Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar 2005-2010“. Margrét Þorvaldsdóttir. Hvernig tryggjum við gæði þjónustunnar? Erla Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri á skrifstofu velferðarsviðs. Hlutverk og markmið ÞOR, þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi og fyrrum sviðsstjóri og yfirmaður þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Hverfisráð Reykjavíkur – íbúatenging eða punt? Hilmar Sigurðsson, fyrrv. form. hverfisráðs. Kaffihlé kl. 14.15 – 14.30 Þjónusta Reykjavíkurborgar 3.0. Óskar Sandholt, skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu og reksturs. Framtíðarpælingar. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi og formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Pallborðsumræður: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Helgi Grímsson, sviðsstjóri SFS, Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi, Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri, Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi og Nicole Leigh Mosty, leikskólastjóri. Að lokum sjá Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs og Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, um samantekt og ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs. Móttaka í Tjarnarsal í boði borgarstjóra að málþingi loknu.

Stelpur stjórna!

Ráðhús Reykjavíkur

12241280 10153688812595042 3192399010190773735 n

Mánudaginn 14. desember stendur Reykjavíkurborg fyrir málþingi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á fæðingardegi Ingibjargar H. Bjarnason undir yfirskriftinni Stelpur stjórna. Málþingið er hluti af þeim 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur að í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur hlutu kosningarétt. 15.00 Setning málþings Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks setur þingið. 15.05 Erindi Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns og formaður fjallar um stjórnmálaþátttöku kvenna síðustu 100 ár. 15.25 Framsögur og pallborðsumræður – sætustu sigrar og stærstu áskoranir í borgarstjórn. Í pallborði eru Hanna Birna Kristjánsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Sigrún Magnúsdóttir frá Framsóknarflokki, Svandís Svavarsdóttir frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, Guðrún Ögmundsdóttir frá Samfylkingu og Guðrún Jónsdóttir frá Kvennaframboðinu sem munu ræða sína sætustu sigra og stærstu áskoranir. Hver fær 7 mínútur á framsögu. 16.15 Umræður og fyrirspurnir Fundarstýra: Sirrý Arnardóttir sjónvarpskona á Hringbraut 16.30 Skemmtiatriði 17.00 Móttaka

Typpið mun finna þig - hinsegin fræðsla

Ráðhús Reykjavíkur

12938312 10153952515240042 7236245387846989886 n

Þriðjudaginn 12. apríl kl. 16:00 verður haldið málþing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um hinsegin fræðslu og kynfræðslu til hinsegin nemenda. Sólveig Rós mun halda fyrirlestur um rannsókn sína sem ber heitið: Typpið mun finna þig: Gagnkynhneigð, grunnskólinn og hinsegin fræðsla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið. Í rannsókninni er að finna sterkar vísbendingar í þá veru að kynfræðslu sé verulega ábótavant í grunnskólum borgarinnar. Hægt að segja að hinsegin nemendur séu ekki að fá kynfræðslu við sitt hæfi og því er tækifæri til að bæta kennsluefni og kennsluaðferðir og opna umræðuna um fjölbreytileika nemenda og þeirra þarfir. Að loknum fyrirlestri Sólveigar Rósar mun Jón Ingvar Kjaran, nýdoktor og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands halda erindi um hinsegin menntunarfræði og hinsegin fræðslu. Í lokin mun Rósa Guðný Arnardóttir frá Jafningjafræðslu Samtakanna ´78 halda stutt erindi og því næst verða umræður. Málþingið er opið öllum og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á kaffi, te, kleinur og ávexti á meðan fyrirlestrum standa.

Aldraðir- fátækir. Hvað á þetta að þýða?

Ráðhús Reykjavíkur

21473 10153901833220042 758911203000339033 n

Opinn fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2016, kl. 16.00 - 18.00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fyrirlesarar verða: Kolbeinn H. Stefánsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands Fátækt eldri borgara Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Þjónusta við tekjulitla eldri borgara í Reykjavík Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn munu flytja stutt erindi Hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir fátækt á meðal aldraðra? Frá Bjartri Framtíð Ilmur Kristjánsdóttir Frá Framsókn og flugvallarvinum Jóna Björg Sætran Frá Samfylkingu Heiða Björg Hilmisdóttir Frá Sjálfstæðisflokki Halldór Halldórsson Frá Pírötum Kristín Elfa Guðnadóttir Frá Vinstri grænum Elín Oddný Sigurðardóttir Umræður. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar slítur fundii. kl. 18.00 Fundarlok. Fundarstjóri er Stefán Eiríksson.

Athafnaborg í örum vexti

Ráðhús Reykjavíkur

13173157 10154025785915042 4760418441731731503 o

Borgarstjórinn í Reykjavík býður til opins fundar um uppbyggingu atvinnustarfsemi í Reykjavík og góða borgarþróun. Fjallað verður um stærstu verkefnin í atvinnuuppbyggingu í dag og á næstu árum. Dregin verður upp mynd af gæðum borgarsamfélagsins og hvernig við tryggjum þau. Tjarnarsalur í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 20. maí kl. 9.00-12.00 Boðið upp á morgunveitingar frá kl. 8.30 Allir velkomnir DAGSKRÁ: 8:30 Húsið opnar – kaffiveitingar 9:00-10:00 Athafnaborg í örum vexti – uppbygging innviða og atvinnuhúsnæðis í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 10:05-10:20 Að innleiða aðalskipulag – borg á breytingartímum Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar 10:20-10:40 Samgöngur í 300 þúsund manna borg Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar 10:45-12:00 Creating a sense of place together Eric Holding, arkitekt og borgarhönnuður Fundarstjóri:Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Stóri leikskóladagurinn

Ráðhús Reykjavíkur

13227336 10154035056845042 656147982326183602 o

Stóri leikskóladagurinn er haldinn á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í áttunda sinn föstudaginn 27. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur og Tjarnarbíói. Stóri leikskóladagurinn er stærsta fagstefna leikskólastarfsfólks á landinu og vitnar um það metnaðarfulla og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólunum í Reykjavík. Þar má kynna sér fjölmörg þróunar- og nýbreytniverkefni í fagstarfinu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verða settir upp tæplega 30 kynningabásar og yfir daginn verður boðið upp á fimm áhugaverða fyrirlestra í Tjarnarbíói. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verða afhent hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna leikskólastarfs. Allir velkomnir

Friðarskipið - þau lifðu af árásirnar á Hiroshima og Nagasaki

Ráðhús Reykjavíkur

14444943 10154428740740042 6903186650402780075 o

Friðarskipið eða Peace Boat hefur verið í siglingum frá árinu 1983 og farið milli landa með það að leiðarljósi að vekja athygli á friði, mannréttindum og umhverfisvernd. Ferð skipsins er einnig tileinkuð friðarboðskap þeirra sem lifðu af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Þeir sem þá voru börn á aldrinum 6-11 ára eru nú orðin 75 til 81 árs. Þeir sem lifðu af árásina kallast á japönsku „Hibakusha" eða í beinni þýðingu „Fólkið sem varð fyrir áhrifum atómsprengjunnar". Þegar kjarnorkusprengjunni„Litla drengnum” var varpað úr flugvélinni Enola Gay að morgni 6. ágúst 1945 áttu yfir 30.000 börn á aldrinum 6 – 11 ára heima í Hiroshima. Helmingur þeirra lést samstundis eða skömmu síðar og foreldrar þeirra gátu ekkert gert þeim til bjargar - ef þeir voru þá sjálfir á lífi. Þremur dögum síðar, þegar sprengjuvélin Bockscar varpaði „Feita karlinum” á Nagasaki endurtók hryllingurinn sig en í þeirri árás létu yfir 8.000 börn lífið. „Hibakusha“ telja að allir foreldrar sem heyra söguna komist ekki hjá því að reyna að gera allt til að forða börnum sínum frá svo grimmum örlögum og vilja því koma boðskapnum á framfæri sem víðast. Dagskrá: 14.00 Börn úr grunnskólum í Reykjavík koma í Ráðhúsið 14.15 Skemmtidagskrá þar sem boðið verður upp á tónlistaratriði, Origamikennslu og sýnt hvernig skrifað er með japönskum bókstöfum. 15.00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri ávarpar gesti 15:10 Þau lifðu af árásirnar á Hiroshima og Nagasaki - Frásögn þeirra sem lifðu af hefst. 16.00 Spurningar úr sal Dagskránni lýkur klukkan 16.15

Umbúðir - hvenær nauðsyn og hvenær sóun?

Ráðhús Reykjavíkur

14963396 10154527046785042 4113306321528875858 n

Málþing í austurhluta Tjarnarsalarins í Ráðhúsi Reykjavíkur.Fimmtudaginn 24. nóvember 2016, kl. 8:30-12:00. Boðið verður upp á kaffi og vörukynningu á umhverfisvænni umbúðum. Dagskrá fundarins Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, flytur ávarp Umbúðir og umhverfið Kristín Linda Árnadóttir frá Umhverfisstofnun Hlutverk umbúða og leiðir til að lágmarka notkun Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins Hlutverk og vald sveitarfélaga í að draga úr umbúðaaustri Eygerður Margrétardóttir frá Reykjavíkurborg Örkynningar á umhverfisvænni umbúðum Fulltrúar framleiðenda og innflytjenda Kaffi og vörukynningar Efni, umbúðir, samhengi Garðar Eyjólfsson frá Listaháskóla Íslands Umbúðir og matvæli Óskar Ísfeld frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur Umbúðanotkun hjá veitingasölum Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir frá Gló og Rakel Eva Sævarsdóttir frá Borðinu Fundarstjóri verður Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Aðgangur ókeypis og allir velkomnir en biðjum fólk um að skrá sig (fara í miðakaup hér að ofan) svo hægt sé að áætla fjölda og draga úr matarsóun.

Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði - Frumsýning í Ráðhúsinu

Ráðhús Reykjavíkur

15138478 10154566091045042 7857560241963509694 o

Norska jólakvikmyndin, Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði, er gjöf Oslóarborgar til Reykjavíkurborgar. Kvikmyndin hefur verið talsett á íslensku og verður frumsýnd í Ráðhúsinu á sunnudaginn 27. nóvember og eru allir velkomnir. Að lokinni sýningu kvikmyndarinnar er tilvalið að fara út á Austurvöll og fylgjast með því þegar ljósin verða tendruð á Oslóartrénu. Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði verður svo sýnd alla sunnudaga kl. 14.00 á aðventunni. Leikraddir: Sögumaður (Narrator) - Guðmundur Ólafsson Sólon Gunnarsson (Solan) - Hanna María Karlsdóttir Lúðvík (Ludvig) - Steinn Ármann Magnússon Reódór Felgan (Reodor Felgan) - Sigurður Sigurjónsson Frímann Pálsson (Frimand Pølsen) - Orri Huginn Ágústsson Björgvin Snævarr (Melvin Snerken) - Þórhallur Sigurðsson (Laddi) Eldri maður (eldre mann) - Guðmundur Ólafsson Fréttavélmenni (Presserobot) - Stefán Benedikt Vilhelmsson Strákur, kona - Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Búðarkona - Rósa Guðný Þórsdóttir Póstur, maður - Stefán Benedikt Vilhelmsson Þýðandi: Steinunn Soffía Skjenstad Tæknimaður: Ívar Baldvin Júlíusson Samsetning: Páll Ólafsson Leikstjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir Íslensk talsetning Stúdíó Sýrland 2016

Íbúafundur um miðborgina

Ráðhús Reykjavíkur

17191932 10154893066370042 3422401606324882669 o

Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um miðborgina. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00. (Ath. ný dagsetning)

HönnunarMars - Strætóferð Um Framtíðarborg Síðustu Aldar

Ráðhús Reykjavíkur

17311314 1421275314593502 4280491479642886722 o

BREIÐGÖTUR OG BÍLATORG - STRÆTÓFERÐ UM FRAMTÍÐARBORG SÍÐUSTU ALDAR Strætóferð um Reykjavík undir leiðsögn Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og Pétur H. Ármannssonar arkitekts. Skoðuð verður þróun borgarinnar frá fyrstu árum bílsins til hraðbrautaskipulags 7. áratugarins. Áhersla verður lögð á árin milli 1930 og 1960 þegar strætisvagnar gengdu lykilhlutverki í samgöngum og borgarþróun Reykjavíkur. Brottför frá Ráðhúsi Reykjavíkur Laugardaginn 25. mars kl. 13.00. Leiðsögn á ensku kl. 15.00. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er nauðsynlegt að skrá sig á sig á viðburðinn. Skráning á http://designmarch.eventbrite.com

DesignMarch - Bus Ride Back to the Future

Ráðhús Reykjavíkur

17358602 1421347101252990 6180285444101404015 o

AVENUES FOR CARS - BUS RIDE AROUND THE LAST CENTURY’S FUTURE CITY Presenter and journalist, Egill Helgason and architect, Pétur H. Ármannsson take you on a historical journey of the city from 1930-1960 and the effect cars and car culture had on Reykjavík’s city planning. English-speaking tour departs from City Hall at 3pm, March 25. Please note, because of the limited space, only registered guests will be admitted to the event. Register at http://designmarch.eventbrite.com

Vellíðan fyrir alla - Jöfnuður og heilsa

Ráðhús Reykjavíkur

18194961 10155045340375042 2900415460142271008 n

Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis stendur fyrir lýðheilsuráðstefnu um jöfnuð og heilsu þann 3. maí nk. kl 12.30 - 16.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykavíkur. Yfirskrift ráðstenunnar er Vellíðan fyrir alla - Jöfnuður og heilsa. Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á hvað jöfnuður til heilsu þýðir og hverjir eru helstu áhrifaþættir. Fjallað verður um jöfnuð, heilsu og vellíðan í víðu samhengi fræðanna ásamt hagnýtum dæmum frá Evrópu og þá sérstaklega Írlandi, Noregi og Íslandi. Aðalfyrirlesari er Joan Devlin, sem leiðir Healthy Cities Network verkefnið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en hún stýrir einnig vinnu Belfast Healthy City sem á sér 25 ára sögu. Dina von Heimburg leiðir lýðheilsuverkefni í sveitafélaginu Inherred í Noregi en hún mun fjalla um jöfnuð í heilsueflandi samfélögum. Farið verður yfir stöðuna í Reykjavík og hvað hægt er að gera til að gefa sem flestum tækifæri á að upplifa góða heilsu og vellíðan Í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður undir stjórn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa. Þátttakendur í pallborði verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingiskona, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Vildís Bergþórsdóttir fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslustöðinni í Efra Breiðholti. Ekki missa af þessari áhugaverðu ráðstefnu. Aðgangur er ókeypis og skráning er hafin: http://reykjavik.is/skraning-radstefnu Dagskrá ráðstefnunnar Vellíðan fyrir alla – Jöfnuður og heilsa http://reykjavik.is/sites/default/files/borg_lydheilsa_270417_.pdf

Athafnaborgin -uppbygging innviða og atvinnuhúsnæðis í Reykjavík

Ráðhús Reykjavíkur

18359385 10155087411355042 8042156507689662041 o

Athafnaborgin – opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu innviða og atvinnuhúsnæðis í Reykjavík verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 19. maí 2017, kl. 9 - 12. Farið verður yfir stóru myndina í þeirri gríðarlega miklu uppbyggingu og atvinnusköpun sem á sér stað um þessar mundir, auk þess sem horft verður til þeirra framtíðarverkefna sem eru á döfinni. Fundurinn er öllum opinn. Boðið er upp á morgunhressingu frá kl. 8.30. Dagskrá: • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Athafnaborgin - uppbygging atvinnuhúsnæðis og innviða • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels: Uppbygging á hótelum í góðri sátt við nærumhverfið • Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins: Uppbygging á nýju verslunarhúsnæði í miðborginni – hugmyndafræði og samráð við hagsmunaaðila • Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi: Gróska – nýjar höfuðstöðvar CCP • Páll Hjaltason, arkitekt hjá PlusArk: Kvikmyndaþorp í Gufunesi • Ólöf Kristjánsdóttir, verkfræðingur hjá Mannvit: Borgarlína og tækifæri í þéttingarreitum • Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna: Uppbygging á hafnarsvæðum í Reykjavík • Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans: Haftengd nýsköpun og atvinnuþróun í Reykjavík. • Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins: Stjórnsýsluborgin – fyrirhuguð uppbygging hins opinbera í Reykjavík http://reykjavik.is/athafnaborgin

Opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur

Ráðhús Reykjavíkur

18738759 10155129953705042 659094197750137698 o

Á fundinum verður fjallað um ofbeldi sem börn verða fyrir. Í tölfræði Stígamóta kemur fram að stærsti hluti þeirra sem þangað leita urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Dagskrá: 14:00 Ávarp formanns ofbeldisvarnarnefndar 14:05 „Fyrst og fremst börn og unglingar sem eru beitt kynferðisofbeldi“. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum. 14:25 Er eitthvað að breytast eða eru augu okkar að opnast? Börn og ofbeldi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14:45 Tölum um ofbeldi. Mynd fyrir börn um ofbeldi, unnin fyrir Kvennaathvarfið. Myndin sýnd og kynnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. 15:05 Barnavernd. Tilkynningar og verkferill. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 15:25 Opinskátt um ofbeldi. Kynning á þróunarverkefni Reykjavíkurborgar sem fór fram í leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Inga Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Grandaskóla og Martin Brus Smedlund forstöðumaður Undralands frístundaheimilis. 15:45 Umræður borgarfulltrúa og fundargesta. 17:00 Fundarlok og samantekt formanns ofbeldisvarnarnefndar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Öll velkomin

Friðarskipið - Þau lifðu af árásirnar á Hiroshima og Nagasaki

Ráðhús Reykjavíkur

18766651 1951498141762515 670193965102700409 o

Dagskráin verður á ensku / The programme will be in English (English below) 94. Leiðangur Friðarskipsins um heiminn lagði úr höfn í Yokohama í Japan þann 12. apríl sl. og snýr aftur þann 25. júlí nk. Leiðangurinn fer um norðurhvel jarðar og eru nokkrir hápunktar ferðarinnar, auk Reykjavíkur, sigling á Signu í Frakklandi og um norsku firðina. Þátttakendur læra um nútímasögu Evrópu og þá mismunandi menningarheima sem þar er að finna. Leiðangurinn mun einnig heimsækja borgirnar Porto, Rouen og St. Georges í fyrsta skiptið og endurnýja kynnin við áfangastaði í Mið-Ameríku á borð við Corinto í Nicaragua og Acajutla í El Salvador. Leiðangurinn er einnig "10. Heimsleiðangur fyrir kjarnorkulausum heimi: Hibakusha-verkefni Friðarskipsins". Það þýðir að með skipinu ferðast sendinefnd "Hibakusha" (eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki) en þau segja sína persónulega sögu og flytja boðskap um frið og heim án kjarnorkuvopna. Dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur Föstudaginn 9. júní 2017 frá 12:00 til 13.15 12:00 Opnunarávarp Lífar Magneudóttur forseta borgarstjórnar 12:10 Ávarp sendiherra Japans, hr. Yasuhiko Kitagawa 12:20 Ávarp hr. Seiichiro Mise (frá Nagasaki) 12:25 Saga fr. Norie Yamamura frá Hiroshima Spurningar & svör 12:55 Lokaorð hr. Akira Kawasaki frá Friðarskipinu 13:00 Strengjahljómsveit sem ferðast með Friðarskipinu 2017 flytur nokkur verk í lok dagskrár // Peace Boat's 94th Global Voyage for Peace departed from Yokohama, Japan on April 12 and will return on July 25, 2017, taking a northern route around the globe. Highlights include sailing through the River Seine in France and the Norwegian Fjords. Participants will learn about the history of modern Europe and the diverse cultures that constitute it. The voyage will also visit the ports of Porto, Rouen and St. Georges for the first time and return to favourite destinations in the Americas, such as Corinto, Nicaragua and Acajutla, El Salvador. The voyage is host to the 10th "Global Voyage for a Nuclear-Free World: Peace Boat Hibakusha Project", in which a delegation of Hibakusha (survivors of the atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki) travel onboard Peace Boat to give personal testimony and call for the abolition of nuclear weapons. Programme at Reykajvík City Hall Friday, 9 June 2017, at 12:00pm to 1:15pm 12:00pm Opening Speech by Ms. Líf Magneudóttir President of Reykjavik City Council 12:10pm Speech by Ambassador of Japan to Iceland Mr. Yasuhiko Kitagawa 12:20pm Short Speech by Mr. Seiichiro Mise (from Nagasaki) 12:25pm Testimony by Ms. Norie Yamamura from Hiroshima Q&A 12:55pm Short Closing Remarks Mr. Akira Kawasaki, Peace Boat TBC) 1:00pm A string orchestra travelling with Peace Boat 2017 will finish off the programme with a few tunes