Bío Paradís

Hverfisgata 54
101, Reykjavík

Viðburðir

Love Actually - Jólapartísýning

Bío Paradís

14560141 1119582601411653 2919058404725529615 o

English below Love actually, rómantísk jólamynd sem hefð hefur skapast um að horfa á í desember. Myndin fjallar um margar ótengdar persónur í jólaundirbúningi í London. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum en um er að ræða geggjaða gamanmynd sem þú vilt ekki missa af. Í aðalhlutverkum eru margir þekktir leikarar á borð við Hugh Grant, Billy-Bob Thorton, Emmu Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson. Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum. Sýnd 2. og 9. desember! English Follows the lives of eight very different couples in dealing with their love lives in various loosely interrelated tales all set during a frantic month before Christmas in London, England. Come Celebrate Christmas preparations with us for a festive screening, where we have loads of great offers on the bar (p.s. you can bring snacks and beverages into the screening room), December 2nd and December 9th at 20:00!

Amiina útgáfutónleikar

Bío Paradís

14991095 1135627723140474 56041932221363315 o

English below Bíó Paradís og amiina kynna kvikmyndatónleika í tilefni af nýjustu útgáfu hljómsveitarinnar, þar sem saman fara kvikmyndin Juve contre Fantômas (1913) og lifandi tónlist hljómsveitarinnar amiinu. Lávarður hryllingsins, herra Fantômas, ræður ríkjum á nýjustu plötu hljómsveitarinnar amiinu sem kom út hjá Mengi 25. nóvember sl. Tónlist amiinu var samin við þögla spennumynd frá árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann Louis Feuillade, og frumflutt á Hrekkjavöku í hinu virta Théâtre du Châtelet í París árið 2013. Tónlistin lítur nú dagsins ljós sem sjálfstæð heild sem fjórða breiðskífa amiinu, eldri eru Kurr (2007), Puzzle(2010) og The Lighthouse Project (2013) en allar þessar plötur hafa hlotið dreifingu víða um heim og hlotið frábærar viðtökur. Angurværð og tregi, himneskar laglínur og ágengir taktar, ólgandi spenna og hryllingur; tónlist amiinu við Fantômas býr yfir margvíslegum kenndum þar sem nokkur leiðarstef mynda nokkurs konar rauðan þráð og gefa tilfinningu fyrir heilsteyptu verki á sama tíma og hægt er að njóta hvers einstaks lags. Tónlist amiinu var frumflutt Hrekkjavöku í Théâtre du Châtelet í París árið 2013 samhliða tónlist fjögurra annarra tónlistarmanna við kvikmyndir Louis Feuillade um Fantômas. Tónlistarmennirnir James Blackshaw, Loney Dear, Tim Hecker og Yann Tiersen lögðu til nýja tónlist við hinar fjórar myndirnar á viðburði sem laut listrænni stjórnun Yann Tiersen, sem sjálfur er þekkt kvikmyndatónskáld og samdi meðal annars tónlistina við hina ástsælu kvikmynd Amelie. English Bíó Paradís and amiina presents: Film concert where the newest release of this amazing Icelandic band will be preformed live, when the film Juve contre Fantômas (1913) screens December 3rd at 21:00!

Svartir Sunnudagar: Multiple Maniacs

Bío Paradís

14976873 1130804263622820 4519035529123582208 o

English below Hver vill ekki sjá kult klassíkina Multiple Maniacs þar sem John Waters teflir fram klæðskiptinginn og súperstjörnuna Divine (Glenn Milstead) sér við hlið? Waters skapaði sér algjöra sérstöðu í bandarískri kvikmyndamenningu og festi sig í sessi sem boðberi andófsmöguleikanna sem felast í smekkleysi, kraftinum sem býr í viðbjóðinum og úrkastinu. Þetta verður alveg sjúkt, ekki láta þig vanta sunnudaginn 4. desember kl 20:00 á SVÖRTUM SUNNUDEGI! English Multiple Maniacs is a 1970 American black comedy film composed, shot, edited, written, produced, and directed by American cult filmmaker John Waters, and was his second feature film. The film features several actors who were part of the Dreamland acting troupe for Waters’ films, including Divine, Mary Vivian Pearce, David Lochary, Mink Stole, Edith Massey, George Figgs, and Cookie Mueller. Join us, Sunday December 4th at 20:00! This is a night you will not forget!

Jólabókaupplestur í Bíó Paradís

Bío Paradís

15232341 1157862307583682 8380227361964929379 n

Bíó Paradís stendur fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins. Þá munu rithöfundar stíga fram og lesa upp úr bókum sínum. Það verður hugguleg jólastemning í bíóinu; piparkökur og konfekt, kaffi og jólabjór. Kíktu við og upplifðu skemmtilega upplestrastund í Bíó Paradís, huggulega kaffihúsinu / barnum við Hverfisgötu! 7. desember kl 20:00 Arngunnur Árnadóttir – Að heiman Guðmundur Óskarsson – Villisumar Steinunn Sigurðardóttir – Heiða / Af ljóði ertu komin Auður Ava Ólafsdóttir – Ör Friðgeir Einarsson – Takk fyrir að láta mig vita Sigrún Pálsdóttir – Kompa Andri Snær Magnason - Sofðu ást mín 14. desember kl 20:00 - Kynnir: Kött Grá Pjé Lilja Sigurðardóttir – Netið Sigríður Hagalín Björnsdóttir – Eyland Hallgrímur Helgason – Lukka Sverrir Norland – Fyrir allra augum Ragnar Jónason - Drungi Kött Grá Pjé - Perurnar í íbúðinni minni Mögulega munu einhverjir höfundar bætast við.

Scrooged - Jólapartísýning!

Bío Paradís

14608931 1119833161386597 9074081583175370631 o

English below Scrooged með Bill Murray er nútimaútgáfa af ævintýrinu og er farið frjálslega með textann. Draugunum fjölgar og ævintýrið fært til nútímans. Bill Murray leikur miskunnarlausan sjónvarpsstjóra- Frank Cross sem aðeins hugsar um hvernig hægt sé að græða á jólunum. Undirmenn hans finna jafht fyrir miskunnarleysi hans og aðrir saklausir vegfarendur og þarf ekki minna en fjóra drauga til að koma honum í skilning um að betra sé að fara þrönga veginn í lífinu til að öðlast frið í sálu sinni. Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum. English High-spirited high jinks on Christmas Eve put Frank Cross (Bill Murray) in a ghostly time warp in this hilarious take-off of Charles Dickens’ “A Christmas Carol.” Cross, who has made the meteoric rise from the depths of the mailroom to TV network president, is mean, nasty, uncaring, unforgiving and has a sadistic sense of humor – perfect qualities for a modern-day Scrooge. Before the night is over, he’ll be visited by a maniacal New York cab driver from the past, a present-day fairy who’s into pratfalls and, finally, a ghoulish seven-foot-headless messenger from the future. Come Celebrate Christmas preparations with us for a festive screening, where we have loads of great offers on the bar (p.s. you can bring snacks and beverages into the screening room), December 9th at 20:00!

Space Jam - 20 ára afmælissýning

Bío Paradís

15123386 1151123001590946 8053736449100364758 o

English below Bíó Paradís í samstarfi við karfan.is kynna: SPACE JAM sem fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir! Gegguð partísýning laugardagskvöldið 10. desember kl 20:00! Þann 10 nóvember 1996 var kvikmyndin Space Jam frumsýnd, en í myndinni var lifandi leikurum skeytt saman við tölvugerðar persónur Looney Tunes, þar sem að í aðalhlutverki voru Michael Jordan og Kalli Kanína (e. Bugs Bunny). Fyrir utan Jordan í myndinni voru einnig körfuknattleiksleikmennirnir Larry Bird, Charles Barkley, Patrick Ewing, Muggsy Bogues, Larry Johnson, Shawn Bradley, Vlade Divac, Cedric Ceballos, Danny Ainge, A.C. Green, Charles Oakley, Derek Harper, Jeff Malone, Anthony Miller, Horace Grant, Steve Kerr, Luc Longley, Scottie Pippen, Brian Shaw og Bill Wennington svo einhverjir séu nefndir. English Michael Jordan agrees to help the Looney Toons play a basketball game vs. alien slavers to determine their freedom. Join us for a GREAT PARTY SCREENING of SPACE JAM Saturday December 10th at 20:00!

Die Hard - Jólapartísýningar 16. og 17. desember

Bío Paradís

14713045 1108313355871911 8244643739563347992 o

English below Einhver albesta jólamynd allra tíma en um er að ræða fyrstu kvikmyndina um lögreglumanninn John McClane sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur. Die Hard var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur og hefur verið nefnd ein besta hasarmynd allra tíma. Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum, föstudaginn 16. desember kl 20:00! UPPSELT er á sýninguna þann 16. desember svo að við bætum við aukasýningum þann 17. desember og er miðasala í fullum gangi sjá hér https://tix.is/en/bioparadis/event/3331/die-hard-jolapartisyning/ Myndin er sýnd í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum (DCP). English John McClane, officer of the NYPD, tries to save his wife Holly Gennaro and several others that were taken hostage by German terrorist Hans Gruber during a Christmas party at the Nakatomi Plaza in Los Angeles. The film was nominated for four Academy Awards: Best Sound Editing, Best Film Editing, Best Sound Mixing and Best Visual Effects, and has been named one of the best action movies ever made. Come Celebrate Christmas preparations with us for a festive screening, where we have loads of great offers on the bar (p.s. you can bring snacks and beverages into the screening room), December 16th at 20:00! THE SCREENING DECEMBER 16TH is SOLD OUT so we added two screening room Saturday December 17th at 20:00 and tickets are available here: https://tix.is/en/bioparadis/event/3331/die-hard-jolapartisyning/

The Holiday -jólapartísýningar

Bío Paradís

15493580 1178881182148461 8282841219431472273 o

English below Kvikmyndin er ein sú allra vinsælasta þeirra sem elska að horfa á jólamyndir fyrir jólin! The Holiday skartar þeim Cameron Diaz. Kate Winslet, Jude Law og Jack Black en myndin fjallar um tvær konur sem ákveða að skrá sig á húsaskiptisíðu yfir jólin og verða þær báðar óvænt ástfangnar á meðan dvöl þeirra stendur. Við bjóðum upp á geggjaðar jólapartísýningar í desember en þessi mynd slær öll met! Ástin sigrar allt um jólin! Við bjóðum upp á tvær partísýningar (það er nefnilega svo sjúklega gaman að fara saman í bíó, horfa á uppáhaldsjólamyndina í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum og barinn verður opinn!) fimmtudagsköldið 22. desember kl 20:00 föstudagskvöldið 30. desember kl 20:00 English Two women troubled with guy-problems swap homes in each other’s countries, where they each meet a local guy and fall in love. This is a must see film during Christmas, we are offering two party screenings in December Thursday December 22nd at 20:00 Friday December 30th at 20:00

Jólasýning Svartra Sunnudaga: The Godfather

Bío Paradís

14889951 1130814926955087 7847106653107551870 o

English below Guðfaðirinn fékk fjöldamargar Óskarsverðlaunaútnefningar og var valin besta myndin það árið og einnig var Marlon Brando valinn besti leikari í aðalhlutverki. Myndin segir frá Corleone fjölskyldunni og þá helst ættföðurnum Vito (Marlon Brando) og þremur sonum hans, Michael (Al Pacino), Sonny (James Caan) og Fredo (John Cazale). Fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli og þeir sem gleyma því fá að kenna á afleiðingunum. Það eru ótal persónur sem koma fyrir í þessari blóði drifnu fjölskyldusögu, allt frá smáglæpamönnum, sem gera allt fyrir peningana, upp í valdamestu skúrka samfélagsins. Guðfaðirinn er stórmynd í öllum skilningi orðsins. JÓLASÝNING Svartra Sunnudaga, THE GODFATHER, á annan í jólum þann 26. desember kl 20:00! Ekki láta þig vanta! English Francis Ford Coppola’s Academy Award-winning masterpiece is set in the 1940’s and opens at the lavish wedding of Connie, the daughter of the revered Godfather – Don Corleone, an event where business and pleasure naturally go hand in hand. Depicting the importance of family life in modern society, this classic film is about a father and his sons, and questions of power and succession. We celebrate Christmas by screening THE GODFATHER December 26th at 20:00! Tickets are on sale now!

Doctor Who Christmas Special: The Return of Doctor Mysterio

Bío Paradís

15252465 1161705983865981 7065981306879556521 o

English below BBC Worldwide og Bíó Paradís kynna: DOCTOR WHO CHRISTMAS SPECIAL – The Return of Doctor Mysterio – en þessi sérstaki jólaþáttur verður sýndur vikuna 26. desember – 1. janúar 2017. Ekki missa af Doktornum (Peter Capaldi) sem slæst í lið með fréttamanni (Charity Wakefield) og ofurhetju í þeim tilgangi að bjarga New York borg frá árás geimvera sem mögulega gætu eytt borginni að eilífu. Þátturinn sem er 60 mínútur verður sýndur ásamt aukaefni sem m.a. fjallar um Doctor Who og hugmyndafræðina á bak við nútímaofurhetjuna og gerð jólaþáttarins þar sem skyggnst verður á bak við tjöldin. English BBC Worldwide and Bíó Paradís announce the theatrical release of the Doctor Who Christmas Special, The Return of Doctor Mysterio, in theatres nationwide. The event will include the full 60-minute special plus two exclusive bonus features, “The Doctor: A New Kind of Hero,” giving an inside look at Doctor Who’s concept of a modern superhero, and a one-off Christmas “Doctor Who Extra: The Return of Doctor Mysterio,” showing the making of this year’s special, with appearances by stars Peter Capaldi and Matt Lucas and showrunner and executive producer Steven Moffat. Join the Doctor, played by Peter Capaldi, as he teams up with an investigative journalist, played by Charity Wakefield (Wolf Hall, The Player), and a superhero to save New York from a deadly alien threat. Written by Steven Moffat, the special will also star Justin Chatwin (Orphan Black, Shameless) as Grant, along with Matt Lucas (Alice in Wonderland, Bridesmaids), Adetomiwa Edun (Lucifer, Bates Motel), Aleksandar Jovanovic, and Logan Hoffman. Screened everyday from December 26th - January 1st 2017.

The Godfather: Part II - Nýárssýning Svartra Sunnudaga

Bío Paradís

15288667 1166782093358370 624681203407121005 o

English below Ekki missa af nýárssýningu Svartra Sunnudaga – þar sem GODFATHER: PART II verður sýnd sunnudaginn 1. janúar kl 20:00. Kvikmyndin er talin vera ein sú besta allra tíma. Saga Corleone mafíufjölskyldunnar í New York heldur áfram. Myndin segir frá því þegar “Don” Vito Corleone var ungur á Sikiley á Ítalíu, og þegar hann flytur til New York í byrjun 20. aldarinnar. Við fylgjumst með uppgangi sonar hans Michael Corleone á sjötta áratug 20. aldarinnar þegar hann reynir að stækka veldi fjölskyldunnar til Las Vegas, Hollywood og Kúbu. Myndin var tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna og vann sex þeirra, sem besta kvikmyndin og fyrir bestu leikstjórn svo fátt eitt sé nefnt árið 1975. English Partially based on Puzo’s 1969 novel The Godfather, the film is both sequel and prequel to The Godfather, presenting parallel dramas: one picks up the 1958 story of Michael Corleone (Pacino), the new Don of the Corleone crime family, protecting the family business in the aftermath of an attempt on his life; the prequel covers the journey of his father, Vito Corleone (De Niro), from his Sicilian childhood to the founding of his family enterprise in New York City. An Oscar winner for Best Picture, the film received widespread acclaim from critics, with some deeming it superior to the 1972 original. Nominated for eleven Academy Awards and the first sequel to win for Best Picture, its six Oscar wins included Best Director for Coppola, Best Supporting Actor for De Niro and Best Adapted Screenplay for Coppola and Puzo. Pacino won the BAFTA Award for Best Actor and was nominated for the Academy Award for Best Actor. Join us for a New Years screening of THE GODFATHER: PART II, screened on Black Sundays January 1st at 20:00

David Bowie is

Bío Paradís

13717290 1047645731938674 8397668155782768724 o

English below Í tilefni af afmæli og dánarafmæli tónlistargoðasagnarinnar DAVID BOWIE mun Bíó Paradiís taka til sýninga heimildamyndina David Bowie is þar sem farið er yfir feril listamannsins þar sem m.a. verður farið yfir handskrifaða texta, upprunalega búninga, tísku, ljósmyndir, kvikmyndir, tónlistarmyndbönd, sviðshönnun, hljóðfæri David Bowie og listaverk sem prýða plötur og diska tónlistarmannsins. Ýmsum góðum gestum bregður fyrir líkt og japanska fatahönnuðinum Kansai Yamamoto og Jarvis Cocker (Pulp) þar sem farið verður yfir feril Bowie. Sýningarnar verða sem hér segir Föstudagurinn 6. janúar 2017 kl 18:00 Laugardagurinn 7. janúar 2017 kl 20:00 Sunnudagurinn 8. janúar 2017 (afmælisdagur Bowie) kl 20:00 Mánudagurinn 9. janúar 2017 kl 18:00 Þriðjudagurinn 10. janúar 2017 (Eins árs dánarafmæli Bowie) kl 20:00 English Described by The Times as stylish & outrageousand The Guardian as a triumph, the David Bowie is exhibition was the fastest selling in the Victoria & Albert Museum’s history, featuring a remarkable collection of handwritten lyrics, original costumes, fashion, photography, film, music videos, set designs, Bowie’s own instruments and album artwork from the David Bowie Archive. First released in 2013, this film takes the audience on a fascinating journey through the exhibition with special guests including legendary Japanese fashion designer Kansai Yamamoto, Pulp front-man Jarvis Cocker, and other collaborators, to explore the stories behind some of the key objects that document Bowie’s artistic career. The exhibitioncurators, Victoria Broackes and Geoffrey Marsh, provide expert insight into the most memorable music videos and original costumes, as well as more personal items such as never-before-seen handwritten lyrics, album cover artwork, set designs and diary entries, which reveal the creativity and evolution of Bowie’s ideas. Screening dates: Friday January 6th 2017 at 18:00 Saturday January 7th 2017 at 20:00 Sunday January 8th 2017 (his actual birthday) at 20:00 Monday January 9th 2017 at 18:00 Tuesday January 10th (One year anniversary of his passing) at 20:00 ***** “Illuminating – a triumph” THE GUARDIAN ***** “Thought-provoking” THE TELEGRAPH **** “Stylish & Outrageous” THE TIME

The Craft - föstudagspartísýning

Bío Paradís

15272301 1159585187411394 1716841821666659411 o

English below Myndin fjallar um Sarah (Robin Tunney – The Mentalist) sem flytur til L.A. frá San Francisco og þarf að byrja í nýjum skóla þar. Í nýja skólanum kynnist hún þremur stelpum, Nancy (Fairuza Balk – American History X), Bonnie (Neve Campbell – Scream) og Rochelle (Rachel True), sem hafa verið að fikta við galdra. Með komu Sarah í vinahópinn færist þetta fikt á annað stig og afleiðingarnar verða svakalegar. Aðrir leikarar sem margir eiga eftir að kannast við í myndinni eru þeir sem eru Breckin Meyer (Clueless), Christine Taylor (Zoolander) og Brenda Strong (Desperate Housewives). Ekki missa af þessari geggjuðu partísýningu á THE CRAFT, 6. janúar kl 20:00 í Bíó Paradís! English A newcomer to a Catholic prep high school falls in with a trio of outcast teenage girls who practice witchcraft and they all soon conjure up various spells and curses against those who even slightly anger them. Join us, for a great party screening of THE CRAFT January 6th at 20:00!

The Threepenny Opera - National Theatre Live

Bío Paradís

14525116 1095618097141437 8849111674355777407 o

Söngleikur í glænýrri uppfærslu Breska Þjóðleikhússins, húmor, kaldhæðni og frábær skemmtun þar sem við færum gestum leikhúsið á fremsta bekk í bíó! Tryggðu þér miða í tæka tíð! English Mack the Knife is back in town. A darkly comic new take on Brecht and Weill’s raucous musical broadcast live from the stage of the National Theatre. London scrubs up for the coronation. The thieves are on the make, the whores on the pull, the police cutting deals to keep it all out of sight. Mr and Mrs Peachum are looking forward to a bumper day in the beggary business, but their daughter didn’t come home last night and it’s all about to kick off… With Olivier Award-winner Rory Kinnear (Hamlet, Othello, James Bond), as Macheath alongside Rosalie Craig (As You Like It, My Family and other Animals) as Polly Peachum and Haydn Gwynne (The Windsors, Drop the Dead Donkey) as Mrs Peachum. This bold, anarchic production is brought to you by a creative powerhouse; adapted by Simon Stephens, (The Curious Incident of the Dog in the Night-Time), and directed by Rufus Norris, (Everyman, London Road). Contains scenes of a sexual nature, violence and filthy language. ★★★★★ “It is ridiculous, beautiful, and utterly utterly cynical” – City A.M ★★★★ “A snarling, sexy beast of a show” – Independent ★★★★ “Grimy, filthy and tremendously fun” – Time Out Screening times Saturday January 7th at 20:00 Sunday January 8th at 20:00 Saturday January 14th at 20:00 Sunday January 15th at 20:00

Starship Troopers - þrettándasýning Svartra Sunnudaga

Bío Paradís

15337652 1166836756686237 4793160665197513108 n

English below ÞRETTÁNDASÝNING Svartra Sunnudaga er hin STÓRKOSTLEGA kvikmynd STARSHIP TROOPERS í leikstjórn Paul Verhoeven. Vísindaskáldskapur af bestu gerði sem fjallar um stríð milli manna og risavaxinna padda. Frábærar tæknibrellur og stórkostleg gagnrýni leikstjórans Verhoeven á amerískt samfélag. Fasistasamfélag framtíðarinnar berst við geimverupöddurnar til þess að lifa af kvikmynd sem þú vilt EKKI MISSA AF, sunnudaginn 8. janúar kl 20:00. English Humans of a fascistic, militaristic future do battle with giant alien bugs in a fight for survival. We are so thrilled to offer you STARSHIP TROOPERS by Paul Verhoeven in best cinema quality Sunday January 8th at 20:00 on a BLACK SUNDAY!

Wayne´s World -föstudagspartísýning

Bío Paradís

15123296 1150963704940209 8002037405634563744 o

English below Wayne Campbell er ástríðufullur aðdáandi þungarokkstónlistar og býr í úthverfi Chicago borgar í Bandaríkjunum. Hann og hinn dálítið skrýtni vinur hans Garth Algar, senda út sjónvarpsþáttinn Wayne´s World á föstudagskvöldum úr kjallaranum heima hjá Wayne og þátturinn nýtur mikilla vinsælda. Við erum að tala um geggjaða föstudagspartísýningu 13. janúar kl 20.00 í Bíó Paradís! Tryggðu þér miða strax! English Two slacker friends try to promote their public-access cable show. We are going to watch Wayne´s World in best digital and sound quality, Friday January 13th at 20:00. Together. Don´t miss out on your ticket!

Labyrinth - fjölskyldusýning

Bío Paradís

15178080 1151103084926271 1457368849015171755 n

David Bowie, Jim Henson og George Lucas leiða saman hesta sína í hinni klassísku fanstasíu Labyrinth frá árinu 1986. Labyrinth er ævintýramynd af stærri gerðinni, bæði brúðumynd og leikin. Ekki er nóg með að David Bowie leiki stórt hlutverk í myndinni heldur á hann heiðurinn af hluta tónlistarinnar. Myndin verður sýnd sunnudaginn 15. janúar kl 16:00 Einstakt tækifæri fyrir foreldra að fara með börnum eða unglingum á þessa ódauðlegu mynd, en í janúar 2017 verður ár síðan Bowie féll frá. ATH: ENGINN TEXTI English A selfish 16-year old girl is given 13 hours to solve a labyrinth and rescue her baby brother when her wish for him to be taken away is granted by the Goblin King. The film will be screened in English

Svartir Sunnudagar: The Host

Bío Paradís

15977466 1210588478977731 2523351478752158137 n

Stökkbreytt lífvera dúkkur upp við árbakka Han fljótsins og gengur berserksgang. Fjölskylda eins fórnarlambsins gerir það sem hún getur til að bjarga henni úr fylgsni óargadýrsins. Ein magnaðasta skrímslamynd allra tíma! Ekki missa af næsta SVARTA SUNNUDEGI 15. janúar kl 20:00 í Bíó Paradís! English A monster emerges from Seoul’s Han River and focuses its attention on attacking people. One victim’s loving family does what it can to rescue her from its clutches. HORRIFIC, SCARY, FUNNY AND BRILLIANT! Join us January 15th at 20:00, at Bíó Paradís!

The Breakfast Club -föstudagspartísýning

Bío Paradís

15591112 1182458638457382 937719025610363157 o

English below Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja myndina vera eina af bestu menntaskólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin er sýnd á föstudagspartísýningu 20. janúar kl 20:00! Foreldrar eru hvattir til að mæta unglinga sína á sýninguna, þetta er geggjuð nostalgíumynd og frábært tækifæri fyrir kynslóðir til að horfa saman! Myndin verður sýnd á ensku. English They were five students with nothing in common, faced with spending a Saturday detention together in their high school library. At 7 a.m., they had nothing to say, but by 4 p.m., they had bared their souls to each other and become good friends. To the outside world they were simply a Brain, an Athlete, a Basket Case, a Princess, and a Criminal, but to each other, they would always be the Breakfast Club. Join us for a Friday Night Party screening January 20th at 20:00, where parents are encouraged to bring their teenagers so two generations can enjoy the film together!

Svartir Sunnudagar: The Matrix

Bío Paradís

16003270 1216104768426102 3879208799136861914 n

Vísindaskáldskapur af bestu gerðinni, þar sem framsæknar tæknibrellur ráða ríkjum, kvikmynd sem hefur haft áhrif æ síðan og sannkölluð költ klassík. Hasarmynd með þeim Keanu Reeves, Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss í aðalhlutverkum. Myndin vann til fernra Óskarsverðlauna á sínum tíma. Ekki missa af THE MATRIX sýnda af DCP sunnudaginn 22. janúar kl 20:00! English A computer hacker learns from mysterious rebels about the true nature of his reality and his role in the war against its controllers. The Wachowskis’ approach to action scenes drew upon their admiration for Japanese animation and martial arts films, and the film’s use of fight choreographers and wire fu techniques from Hong Kong action cinema influenced subsequent Hollywood action film productions. The film is an example of the cyberpunk science fiction genre. It contains numerous references to philosophical and religious ideas, and prominently pays homage to works such as Plato’s Allegory of the Cave, Jean Baudrillard’s Simulacra and Simulation and Lewis Carroll’s Alice’s Adventures in Wonderland. Don´t miss out on THE MATRIX, screened January 22nd at 20:00 on a Black Sunday!

Napoleon Dynamite - föstudagspartísýning!

Bío Paradís

15800097 1192256434144269 2255528223792204903 o

English below Við fylgjumst með hinum vinalega en óvinsæla Napoleon Dynamite, ungling sem býr með ömmu sinni og rúmlega þrítugum bróður sínum í Preston, Idaho. Napopleon hjálpar vini sínum Pedro í að verða forseti bekkjarfélagsins í þeim tilgangi að koma hinum illa innrætta Summer Wheatley frá völdum. Bráðfyndin, hrífandi og áhugaverð – ekki missa af NAPOLEON DYNAMITE á föstudagspartísýningu í Bíó Paradís 27. janúar kl 20:00. Barinn okkar verður galopinn! Myndin verður sýnd með íslenskum texta! English A listless and alienated teenager decides to help his new friend win the class presidency in their small western high school, while he must deal with his bizarre family life back home. Don´t miss out on our Friday night Party screening of Napoleon Dynamite, our bar being open with great drinks and snacks! Friday January 27th at 20:00.

The Happiest Day in the Life of Olli Mäki - frumsýning/ premiere

Bío Paradís

15895674 1200451586658087 2015360450426429619 o

English below Hugljúf, átakanleg og stórkostleg, sagan er byggð á bardaga á milli finnska boxarans Ollie Mäki og Ameríska meistarans Davey Moore sem háður var í Helsinki 1962. Vinningsmynd Un Certain Regard flokksins á kvikmyndahátíðinni Cannes 2016, en leikstjóri hennar Juho Kuosmanen verður viðstaddur þann 27. janúar, en á frumsýningu hennar verður myndin sýnd með enskum texta og boðið verður upp á spurt og svarað eftir sýninguna. FRÍTT INN OG ALLIR VELKOMNIR Á MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR. Myndin er sýnd í samstarfi við Finnska Sendiráðið á Íslandi. Sumarið 1962 á Olli Mäki möguleika á að keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt hnefaleika. Frá finnsku sveitasælunni og alla leið til borgarljósa Helsinki hefur allt verið búið undir frægð hans og frama. Það eina sem Olli þarf að gera er að léttast og halda einbeitingunni. En eitt stendur í veginum: hann er ástfanginn af Raiju. Eftir frumsýningu myndarinnar fer myndin í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta. English Winner of Un Certain Regard at Cannes Film Festival 2016, the irresistibly charming debut feature from Juho Kuosmanen is a funny and forlorn comedy-drama inspired by the real-life showdown between Finnish boxer Olli Mäki and American champion Davey Moore in 1962 Helsinki. FREE ENTRANCE AND EVERYONE IS WELCOME, BE SURE TO BE BE THERE EARLY ENOUGH TO SECURE A SEAT. This event is in cooperation with the Finnish Embassy in Iceland. The director, Juho Kuosmanen, will be present the premiere Friday January 27th in Bíó Paradís, when the film will be screened with English subtitles followed by a Q&A with the director. After the premiere, the film will be theatrically released in Bíó Paradís with Icelandic subtitles.

No Man´s Land - National Theatre Live

Bío Paradís

14520536 1103106039725976 4880223956874055051 n

Breska Þjóðleikhúsið færir okkur No Man´s Land með þeim Ian McKellen og Patrick Stewart í aðalhlutverkum en um er að ræða upptöku af lifandi uppfærslu sem færir þér verkið upplifun, líkt og þú sitir á fremsta bekk í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum. Tveir rithöfundar hittast á sumarkvöldi á knæpu einni í Hampstead, en halda svo áfram sumbli í húsi annars þeirra. Samtal þeirra verður sífellt ótrúverðugra og snýst upp í valdaleik sem verður sífellt flóknari eftir heimkomu tveggja illra innrættra ungra manna. Uppfærslan hefur fengið fullt hús stiga í breskum fjölmiðlum, sýning sem þú vilt ekki missa af! Sýningar: 28. janúar kl 20:00 29. janúar kl 20:00 4. febrúar kl 20:00 5. febrúar kl 20:00 English Following their hit run on Broadway, Ian McKellen and Patrick Stewart return to the West End stage in Harold Pinter’s No Man’s Land, broadcast live to cinemas from Wyndham’s Theatre, London. One summer’s evening, two ageing writers, Hirst and Spooner, meet in a Hampstead pub and continue their drinking into the night at Hirst’s stately house nearby. As the pair become increasingly inebriated, and their stories increasingly unbelievable, the lively conversation soon turns into a revealing power game, further complicated by the return home of two sinister younger men. Also starring Owen Teale and Damien Molony, don’t miss this glorious revival of Pinter’s comic classic. Screenings: January 28th and 29th 2017 at 20:00 February 4th and 5th 2017 at 20:00 ★★★★★ ‘Ian McKellen and Patrick Stewart are unmissable.’ Daily Telegraph ★★★★★ ‘A play packed with tension and conflict.’ Evening Standard ★★★★ ‘Two of the greatest actors ever born in one of the greatest plays ever written.’ Time Out

Svartir Sunnudagar: North by Northwest

Bío Paradís

16143695 1222648304438415 962567851942695494 o

English below Cary Grant leikur aðalhlutverkið í leikstjórn Alfred Hitchcock í fjórða sinn í kvikmynd sem er sannkölluð Kult Klassík sem við getum ekki beðið eftir að sýna í bestu mögulegu gæðum (DCP). Myndin fjallar um Roger Thornhill sem flækist inn í sakamál og er tekin í misgripum fyrir mann á flótta sem eftirlýstur er í allri Norður Ameríku. hann er hundeltur á kolröngum forsendum og ýmislegt verður á vegi hans! Ekki missa af North by Northwest, á Svörtum Sunnudegi 29. janúar kl 20:00 í Bíó Paradís! English Cary Grant teams with director Alfred Hitchcock for the fourth and final time in this superlative espionage caper. After Roger Thornhill, an innocent man, is mistaken for a wanted fugitive he is pursued across North America by a pair of espionage agents trying to kill him, as well as by police who suspect him of murder. We can´t wait to screen the film from a DCP, on a Black Friday Sunday January 29th at 20:00!

Paterson með Adam Driver í aðalhlutverki - frumsýning

Bío Paradís

16178857 1226596404043605 7177754627049047186 o

ENGLISH BELOW Nýjasta mynd Íslandsvinarins Jim Jarmusch, Paterson, með þeim Adam Driver og Golshifteh Farahani í aðalhlutverkum verður frumsýnd í Bíó Paradís 3. febrúar 2017. Sýnd kl. 17:30 og 20:00. Myndin fjallar um strætóbílstjóra í borginni Paterson, New Yersey – en hann deilir nafni sínu með borginni. Paterson fer eftir ákveðinni rútínu á hverjum degi en styttir sér stundir með því að semja ljóð í litla bók sem hann hefur ávalt meðferðis. Kona hans, Laura, á við annan raunveruleika að etja, þar sem dramatíkin ræður ríkjum. Þau elska og styðja hvort annað. Í myndinni sjáum við sigra og ósigra hversdagslífsins á ljóðrænan máta. Myndin keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2016, þar sem hún vann Palm Dog verðlaunin. Gagnrýnendur eru á einu máli, – myndin er stórstleg og fær hún fullt hús stiga víða. English Paterson, a film written and directed by Jim Jarmusch stars Adam Driver and Golshifteh Farahani. ' Showtimes 17:30 and 20:00. Paterson is a bus driver in the city of Paterson, New Jersey – they share the name. Every day, Paterson adheres to a simple routine: he drives his daily route, observing the city as it drifts across his windshield and overhearing fragments of conversation swirling around him; he writes poetry into a notebook; he walks his dog; he stops in a bar and drinks exactly one beer; he goes home to his wife, Laura. By contrast, Laura´s world is ever changing. New dreams come to her almost daily. Paterson loves Laura and she loves him. He supports her newfound ambitions; she champions his gift for poetry. The film quietly observes the triumphs and defeats of daily life, along with the poetry evident in its smallest details. It was selected to compete for the Palme d’Or at the 2016 Cannes Film Festival where the film won the Palm Dog Award. “A treasure for years to come” *****- Daily Telegraph “Poems slip across the screen like water in “Paterson,” Jim Jarmusch’s wonderful new dispatch from Jarmusch-land.” – NY TIMES

Á nýjum stað / Eisheimat

Bío Paradís

15672496 1183311835038729 4230703836521602277 n

English below „Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ”, var prentað í norður-þýsk blöð árið 1949. Í kjölfarið fluttust 238 þýskar konur hingað til lands. Myndin segir sögu sex hugrakka kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg og gera upp gamla tíma eða væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta. Heimildamynd sem þú vilt ekki missa af, söguleg og áhugaverð viðtalsmynd sem kemur við sögu þjóðarinnar og heimsins alls við – grátbrosleg, dásamleg og skemmtileg en í senn þrungin sögu kvenna sem aðlöguðust íslensku samfélagi. Frumsýnd 3. febrúar 2017 með íslenskum texta. English “Female farm workers from Germany wanted” ran an advertisement in 1949. 238 women followed the call and traveled to Iceland. Six brave females, now at the age of 80, look back upon this time. It is their last glance at a time of deprivation, of twofold loss, of their home in Germany and the home far away.

Hair, Hárið - föstudagspartísýning!

Bío Paradís

15137463 1151096421593604 4476492224826517132 o

English below Söngleikurinn Hárið gerist á hippatímabilinu þegar Vietnam-stríðið var í algleymingi. Unga fólkið reis upp til að mótmæla þessu stríði og kröfðust frelsis til að njóta lífsins. Rokksöngleikur í leikstjórn Milos Forman sem allir muna eftir og hefur verið margsinnis settur upp hér á Íslandi. Einn ástsælasti söngleikur allra tíma sem skartar lögum á borð við – Donna, Aquarius, Easy to Be Hard, Let the Sunshine In, Good Morning Starshine og Frank Mills svo eitthvað sé nefnt. Komdu með – syngdu með og vertu með á föstudagspartísýningu þann 3. febrúar kl 20:00! Myndin verður sýnd með íslenskum texta. English Milos Forman’s adaptation of the tribal rock musical Hair stars John Savage as Claude, a quiet young man from the Midwest who becomes friendly with a group of New York hippies on his way to begin basic training in the military. The repressed Claude is quite taken with Berger (Treat Williams) and the group of freedom seekers who reside in Central Park. The group encourages Claude to go after a debutante named Sheila (Beverly D’Angelo). Legendary choreographer Twyla Tharp masterminded the dances, which attempt to flow from the natural settings of the film. The film includes most of the more famous songs from the original play, including “Donna,” “Aquarius,” “Easy to Be Hard,” “Let the Sunshine In,” “Good Morning Starshine,” “Frank Mills,” and the title number. Join us for a party screening of HAIR, Friday February 3rd at 20:00!

Svartir Sunnudagar: Carrie

Bío Paradís

16300270 1232156050154307 427898457665782856 o

English below Yfirnáttúrulegir hæfileikar menntaskólastúlkunnar Carrie (Sissy Spacek) hjálpa henni að klekkja á skólasystrum sínum er þær niðurlægja hana á skólaballi. Ein af bestu myndunum sem byggðar eru á sögum Stephen Kings. Hrollvekjandi (maður minnist enn tryllingslegra öskranna í Tónabíói sáluga), blóðug, svört og sykurlaus. Spacek og Piper Laurie, í hlutverki móður hennar, eru báðar framúrskarandi og voru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna. Ekki missa af næsta SVARTA SUNNUDEGI, 5. febrúar kl 20:00! Tryggðu þér miða strax! Myndin er sýnd með íslenskum texta. English Carrie White is a lonely, withdrawn high-school student, ridiculed by her classmates and brought up almost in isolation by her fanatically religious mother. When Carrie experiences her first period in the gym shower, she is ruthlessly teased and humiliated by her fellow pupils, who are in turn severely punished by their teacher. Determined to seek revenge, the students hatch a plot against Carrie, which turns horribly wrong when Carrie’s strange telekinetic powers are unleashed during the school prom. Don´t miss out on CARRIE directed by Brian De Palma, next BLACK SUNDAY February 5th at 20:00 at Bíó Paradís!

Þýskir kvikmyndadagar 2017 - German Film Days 2017

Bío Paradís

16113173 1219794751390437 2677025071236434856 o

English below Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjöunda sinn dagana 10. – 19. febrúar 2017 í samstarfi við Þýska sendiráðið. Að þessu sinni eru á boðstólum sex nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndalist hefur upp á að bjóða. Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hófst með hinni margumtöluðu Toni Erdmann í leikstjórn Maren Ade. Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. TONI ERDMANN - opnunarmynd - verður sýnd daglega á Þýskum kvikmyndadögum og fer í almennar sýningar í Bíó Paradís að þeim loknum. https://bioparadis.is/kvikmyndir/toni-erdmann/ LAND OF MINE https://bioparadis.is/kvikmyndir/land-of-mine/ FRANTZ https://bioparadis.is/kvikmyndir/frantz/ DEMOCRACY https://bioparadis.is/kvikmyndir/democracy/ THE PEOPLE VS FRITZ BAUER https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-people-vs-fritz-bauer/ ORIGINAL BLISS https://bioparadis.is/kvikmyndir/original-bliss/ English Welcome to The German Film Days in Reykjavík 2017 The seventh edition of German Film Days takes place at Bíó Paradís from February 10th to February 19th 2017. The German Film Days are organized by Bíó Paradís in cooperation with the Goethe-Institut Dänemark and the German Embassy in Iceland. For this edition, we will present six films, all of which represent the best that current German cinema has to offer. The German Film Days will open with Toni Erdmann directed by Maren Ade – the film everyone is talking about! All films will be screened in German with English subtitles. You’ll find the screening times on the cinema’s webpage. TONI ERDMANN - OPENING FILM- screened everyday during the German Film Days, is theatrically released in Bíó Paradís afterwards https://bioparadis.is/kvikmyndir/toni-erdmann/ LAND OF MINE https://bioparadis.is/kvikmyndir/land-of-mine/ FRANTZ https://bioparadis.is/kvikmyndir/frantz/ DEMOCRACY https://bioparadis.is/kvikmyndir/democracy/ THE PEOPLE VS FRITZ BAUER https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-people-vs-fritz-bauer/ ORIGINAL BLISS https://bioparadis.is/kvikmyndir/original-bliss/

Svartir Sunnudagar: Santa Sangre

Bío Paradís

16463119 1233944119975500 8585410360217509159 o

English below Ungur maður er vistaður á geðdeild. Gegnum endurlit komumst við að áfalli því sem hann varð fyrir í æsku þegar hann sá trúarofstækismanninn föður sinn skera hendurnar af móðurinni og fyrirfara sér síðan. Unga manninum tekst að sleppa af spítalanum og hefur uppá hinni handalausu móður sinni. Gegn vilja hans verða hendur hans að hennar og saman leggja þau upp í blóðugan leiðangur morða og hefndar… Ekki missa af SANTA SANGRE á SVÖRTUM SUNNUDEGI, 12. febrúar kl 20:00 eftir meistara JODOROWSKY English A young man is confined in a mental hospital. Through a flashback we see that he was traumatized as a child, when he and his family were circus performers: he saw his father cut off the arms of his mother, a religious fanatic and leader of the heretical church of Santa Sangre (“Holy Blood”), and then commit suicide. Back in the present, he escapes and rejoins his surviving and armless mother. Against his will, he “becomes her arms” and the two undertake a grisly campaign of murder and revenge. Don´t miss out on SANTA SANGRE by JODOROWSKY, february 12th at 20:00!