Bío Paradís

Hverfisgata 54
101, Reykjavík

Viðburðir

Svartir Sunnudagar: Black Narcissus

Bío Paradís

12694800 948172215219360 1998461800471700510 o

English below Myndin fjallar um tilraun nunna til að koma upp klaustri í hallarbyggingu í fjallabyggð í Himanlayafjöllunum. Það er undir lok Black Narcissus, þegar regndropar byrja að falla á frumskógarblað og það er orðið ljóst að draumar persónanna ná ekki að rætast að áhorfandann fer að gruna að sjónrænt hafi hann verið blekktur. Það fæst staðfest í lokin honum til mikillar undrunar. Klassísk kult í leikstjórn Powell og Pressburger. Tökumaður myndarinnar, Jack Cardiff, er einn af brautryðjendum Technicolour kvikmyndatökutækninnar og halaði myndinni inn Óskarsverðlaun ásamt leikmyndagerðarmanninum. Dúndur mynd um átök holds og anda á Svörtum Sunnudegi, 7. febrúar kl 20:00! English This Powell and Pressburger classic is set in a community of nuns high in the Himalayas. Their spiritual aims are hampered by the arrival of a beautiful native girl and a young general. As the two elope together, the nuns are left attributing blame to each other and, when a young child dies in their care, tensions begin to increase. Next Black Sunday at 20:00, February 7th!

Svartir Sunnudagar: Peeping Tom

Bío Paradís

12716421 951172711585977 5854360262452403348 o

Gæjufíknin nær hámarki á sýningunni á Peeping Tom, þar sem fjöldamorðingi leikur lausum hala með handfrjálsa kvikmyndatökuvél, þar sem hann kvikmyndar fórnarlömb sín þar sem hann leggur áherslu á að ná svipbrigðum hræðslu þeirra í dauðateygjunum. Eyddu Valentínusardeginum í góðu yfirlæti þar sem fjöldamorð gæjufíkils ráða ríkjum, 14. febrúar kl 20:00 á Svörtum Sunnudegi! English Peeping Tom is a 1960 British thriller/horror film directed by Michael Powell and written by the World War II cryptographer and polymath Leo Marks. The title derives from the slang expression ‘peeping Tom’ describing a voyeur. The film revolves around a serial killer who murders women while using a portable movie camera to record their dying expressions of terror. Enjoy your Valentines day watching Peeping Tom on Black Sunday February 14th at 20:00!

Eddu & Óskars partý í Bíó Paradís!

Bío Paradís

12764607 958693787500536 1171082507962061551 o

Bíó Paradís og Stockfish Film Festival bjóða í partý í tilefni af Óskars- og Edduverðlaununum sem bæði fara fram komandi sunnudagskvöld. Samkvæmið sem hefst á slaginu 22:30, byrjar sem eftirpartý fyrir Edduna, þar sem DJ Óli Dóri mun sjá um tónlistina og Bíó Paradís mun bjóða upp á Jacobs Creek freyðivín svo hægt verði að skála. Klukkan 0:30 mun svo opna inn í sal 1 þar sem útsending frá rauða dreglinum verður byrjuð. Óskarsverðlaunin hefjast svo á slaginu 1:30 og verður opið í Bíó Paradís þar til þeim lýkur. Veitingasala á staðnum fyrir þyrsta og svanga.

Sérstök forsýning: Anomalisa - 3. mars.

Bío Paradís

12798911 1239295372767177 3310124496192961296 n

Bíóvefurinn kynnir í samvinnu við Bíó Paradís það nýjasta úr hugarheimi snillingsins Charlie Kaufman. Hreyfimyndin Anomalisa hefur hlotið þrusugóða dóma á meðal gagnrýnenda og var m.a. tilnefnd til Óskarsins í ár í flokki bestu teiknimyndar. Rúm þrjú ár fóru í myndina, samtals 118,089 rammar, yfir þúsundir leikmunir og búningar. Anomalisa fer síðan í opnar sýningar í Bíó Paradís á föstudaginn 4. mars. Fylgstu með á Facebook-síðunni Bíófíklar og þú gætir fengið boð á þessa sýningu. Miðaverð er 1400 kr.

The Lobster - Aukasýning // Extra screening!

Bío Paradís

11054867 962953450407903 6862528488720995103 o

THE LOBSTER SÝND EINU SINNI ENN- VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA! Bíó Paradís kynnir: The Lobster, lokamynd Stockfish- Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem vegna fjölda áskorana verður sýnd aðeins einu sinni enn, laugardagskvöldið 5. mars kl 20:00 í Bíó Paradís. Ekki missa af The Lobster í þetta eina sinn í viðbót á hvíta tjaldinu! Tryggðu þér miða hér! Í nálægri framtíð er illa séð að vera einhleypur –svo illa að fólki er aðeins gefið 45 dagar til að finna sér maka, annars verður þeim breytt í dýr sem eru svo send út í skóg. David er nýbúinn að missa konuna sína í fangið á öðrum manni og mætir því á hótelið þar sem þessi örvæntingarfulli mökunarleikur fer fram. En mun hann enda með Hjartalausu konunni, Kexkonunni, Blóðnasakonunni, Nærsýnu konunni – eða aleinn sem eitthvað allt annað dýr? Myndin skartar Colin Farrel, Rachel Weisz og Léu Seydoux en hún var í keppnisflokki á Cannes 2015 þar sem hún hlaut verðlaun dómnefndar. A wickedly funny protest against societal preference for nuclear coupledom that escalates, by its own sly logic, into a love story of profound tenderness and originality. - Variety Hér er stikla úr myndinni: http://bioparadis.is/kvikmyndir/the-lobster/ // It´s the near future and if you´re single you only have forty-five days to find a romantic partner. If you fail to do so you´ll be transformed into an animal and sent into the woods. David arrives at the hotel where those 45 days are spent, his wife having recently left him for another man. But will he end up with the Heartless Woman, the Nosebleed Woman, the Biscuit Woman, the Short-sighted Woman – or all alone as another animal? It stars Colin Farrell, Rachel Weisz, and Léa Seydoux. It was selected to compete for the Palme d’Or at the 2015 Cannes Film Festival and won the Jury Prize

Svartir Sunnudagar: The Big Lebowski

Bío Paradís

12771690 959262374110344 416356054667115429 o

SVARTIR SUNNUDAGAR KYNNA: THE BIG LEBOWSKI SUNNUDAGINN 6. MARS KL 20:00! Hvítrússi verður til sölu á barnum fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Þeir sem mæta í búning fá 50% afslátt af Hvítrússanum! Eftir myndina fá þeir sem sýna bíómiða 20% af drykkjum á Lebowski Bar. ÁRSKORT í Bíó Paradís verður veitt fyrir besta búninginn! Jeff “The Dude” Lebowski þykir fátt skemmtilegra en að liggja í leti, reykja jónur og hanga með félögum sínum í keilusalnum. En eftir að hann er fyrir misskilning tekinn fyrir að vera milljónamæringur sem ber sama nafn og hann, flækist hann í nær óskiljanlegan glæpaþráð. Tveir hrottar koma heim til hans og pissa á teppið hans, en þeir halda að hann sé Jeffrey Lebowski, milljónamæringur frá Los Angeles, en eiginkona hans skuldar einhverjum þorpurum háar fjárhæðir. The Dude flækist í flókinn vef þegar hann fer og heimsækir hinn raunverulega milljónamæring, til að reyna að fá bætur fyrir teppið sem þorpararnir skemmdu. Hann er síðan ráðinn til að verða tengiliður á milli hins raunverulega Lebowski og þorparanna sem nú hafa rænt eiginkonunni. Vinir The Dude flækjast í málið allt og afleiðingarnar verða vægast sagt kostulegar. // White Russian will be on sale at the bar before and during the screening. Those who show up in costumes will get 50% discount! BIG LEBOWSKI on a BLACK SUNDAY, March 6th at 20:00! A cinema card valid for one whole year in Bíó Paradís is awarded for the best costume! ‘The Dude’, Jeff Lebowski is unemployed and as laid-back as they come. That is until he becomes a victim of mistaken identity, and two thugs break into his apartment with the errant belief that they’re strong-arming Jeff Lebowski – the Pasadena millionaire. In the hope of getting a replacement for his soiled carpet, ‘the Dude’ pays a visit to his wealthy namesake…

Þýskir kvikmyndadagar 2016 // German Film Days 2016

Bío Paradís

12809766 963446423691939 2154468518894154226 n

Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjötta sinn dagana 11. – 20. Mars 2016 í samstarfi við Þýska sendiráðið. Að þessu sinni verða á boðstólnum sex nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndalist hefur upp á að bjóða. Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst með hinni margumtöluðu Elser (13 Minutes) í leikstjórn Oliver Hirschbiegel (sem er einna þekktastur fyrir kvikmyndina Downfall) en um er að ræða ógleymanlega og hrífandi frásögn af uppreisnarsinnanum sem reyndi að ráða Hitler af dögum þann 8. Nóvember 1939. Auk hennar verða á dagskrá í Bíó Paradís aðrar verðlaunamyndir; kynngimögnuð ráðgáta sem lituð er af blekkingum ( Phoenix ), kvikmynd byggð á árásum nýnasista á Víetnama í Berlín 1992 (We are young. We are Strong / Wir sind Jung. Wir sind stark), stórskemmtilega tragikómedíu um rithöfund sem reynir að skrifa ævisögu blinda listamannsins Kaminski (Me and Kaminski / Ich und Kaminski), spennandi sögu sem hefur verið kölluð „kvikmyndalegt afrek“ þar sem í gegnum fjölbreytta tökustaði og einstaka kvikmyndatöku kynnumst við Berlín líkt og aldrei fyrr á hvíta tjaldinu í einni töku (Victoria) og stórskemmtilegu innliti inn í áratug, frá pönki til teknótónlistar á tímum þar sem Berlín var eins og B-mynd í tónlistar- og heimildamynd þar sem m.a. Nick Cave bregður fyrir (B- Movie: Lust & Sound in West – Berlin 1979- 1989). Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Sýningartíma má finna á www.bioparadis.is Welcome to The German Film Days in Reykjavík 2016 The sixth edition of German Film Days takes place at Bíó Paradís from March 11th to March 20th 2016. The German Film Days are organized by Bíó Paradís in cooperation with the Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland. For this edition, we will present six films, all of which represent the best that current German cinema has to offer. The German Film Days will open with Elser (13 Minutes) directed by Oliver Hirschbiegel (Downfall); a stunning, emotional portrait of the resistance fighter who tried to assassinate Hitler in the Munich Bürgerbräukeller on November 8th 1939. Other award winning films will be screened during the film days, a spellbinding mystery of identity, illusion, and deception unfolds against the turmoil of post-World War II Germany (Phoenix), A film portraying the turmoil and attacks on Vietnamese immigrants in Berlin 1992, (We are young. We are Strong / Wir sind Jung. Wir sind stark), a tragicomedy based on Daniel Kehlmann’s eponymous novel, starring Daniel Brühl from GOOD BYE, LENIN! (Me and Kaminski / Icn und Kaminski), a film that has been referred to as a “cinematic achievement” where the use of multiple locations and unique cinematography we see Berlin as never before on the silver screen (Victoria) and a documentary about music, art and chaos in the Wild West Berlin of the 1980s which became the creative melting pot for sub and pop culture starring amongst others Nick Cave (B- Movie: Lust & Sound in West – Berlin 1979- 1989). All films will be screened in German with English subtitles. You’ll find the screening times on the cinema’s webpage, www.bioparadis.is.

Bmovie: Lust & Sound in West-Berlin 1979-1989

Bío Paradís

9863 965013373535244 2800086252933242465 n

Bíó Paradís og útvarpsþátturinn Straumur kynna: B Movie: Lust & Sound in West Berlin (1979-1989) föstudaginn 11. mars klukkan 20:00. Mynd um listir, tónlist og óreiðu í hinu Villta Vestri Berlínar á níunda áratugnum, en borgin var svo sannarlega suðupottur fyrir jaðar- og popp menningu á þeim tíma. Í myndinni gefur að líta að mestu áður óséð myndefni og upprunaleg viðtöl, í borg þar sem dagarnir eru stuttir og næturnar eru endalausar. Myndinni hefur verið lýst sem stórskemmtilegu innliti inn í áratug, frá pönki til teknótónlistar á tímum þar sem Berlín var eins og B-mynd, ódýr og óreiðukennd og mjög sérstök. Ýmsum áhugaverðum persónum bregður fyrir, m.a. Nick Cave, Bela B., Blixa Bargeld og Eric Burdon. Þetta er fyrsta tónlistarsýning ársins hjá Bíó Paradís og Straumi en myndin er einnig hluti af þýskum dögum frá 11. - 20. mars í Bíó Paradís.

Svartir Sunnudagar: Rosemary´s Baby

Bío Paradís

12814336 965056393530942 1251239768372091481 n

Meistaraverk Roman Polanski á Svörtum Sunnudegi 13. mars kl 20:00! English below. Ung hjón, Rosemary og Guy Woodhouse, ætla að festa sér húsnæði í New York og finna fallega íbúð í byggingu sem á sér furðulega sögu. Þegar Rosemary verður ófrísk, fer hún að heyra grunsamleg hljóð og óttast að nágrannarnir hafi illt í hyggju gagnvart ófædda barninu. Myndin var gerð árið 1968 og er enn ein af frægustu hrollvekjum kvikmyndasögunnar. _________________________________________________ A young couple move into an apartment, only to be surrounded by peculiar neighbours and occurrences. When the wife becomes mysteriously pregnant, paranoia over the safety of her unborn child begins to control her life. The film works on multiple levels – as a supernatural thriller (though explicit paranormal elements are limited to a hallucinatory dream sequence and the final shot of the baby’s eyes), as a psychological thriller about a paranoid pregnant woman who imagines herself at the centre of a conspiracy, and as the last word in marital betrayal, since the most despicable villain here is surely Guy, who allows his wife to be raped by the devil in exchange for an acting role. Next Black Sunday March 13th at 20:00!

Stop Making Sense í Bíó Paradís

Bío Paradís

12800198 965460866823828 8209629304103782417 n

Tónleikamyndin Stop Making Sense verður sýnd í Bíó Paradís föstudagskvöldið 18. mars klukkan 20:00. Myndin er frá árinu 1984 en þar er fylgst með hljómsveitinni Talking Heads á tónleikum í Hollywood’s Pantages Theater í desember árið 1983. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme (The Silence of the Lambs, Philadelphia) og er talin ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Demme hefur tekist að fanga töfra, kraft, fjölbreytni og hugmyndaflug tónlistarinnar með eindæmum vel á filmuna. Upptakan óaðfinnanleg og kvikmyndatakan lífleg, litrík og stílíseruð, eins og tónsmíðar Byrnes. Lögin duna í eyrum hvert á eftir öðru; This must be the place, Once in a Lifetime, Psycho Killer og ein 15 til viðbótar Stop Making Sense er sýnd á hátíðum og í bíósölum útum allan heim og er stemmingin sem myndast svo mögnuð að upplifunin kemst næst tónleikum sveitarinnar þegar hún var upp sitt besta á 9. áratug síðustu aldar. Hljómsveitin Grísalappalísa mun sjá um að dj-a tónlist í anda hljómsveitarinnar strax að lokinni sýningu. Miðar í forsölu á tix.is á aðeins 1400 kr. English Stop Making Sense is a 1984 concert movie featuring a live performance by Talking Heads. Directed by Jonathan Demme, it was shot over the course of three nights at Hollywood’s Pantages Theater in December 1983, as the group was touring to promote their new album Speaking in Tongues. The movie is notable for being the first made entirely using digital audio techniques. The band raised the budget of $1.2 million themselves. The title comes from the lyrics of the song “Girlfriend Is Better”: “As we get older and stop making sense…”. The film has been hailed by Leonard Maltin as “one of the greatest rock movies ever made” The Reykjavík band Grísalappalísa will dj after the film.

Svartir Sunnudagar: Fight Club

Bío Paradís

12440788 969099279793320 487488358136413471 o

English below Myndin fjallar um skrifstofumann sem þjáist af svefnleysi sem leitar allra leiða til þess að breyta lífi sínu. Þegar hann kemst í kynni við sápugerðarmann sem undirbýr slagsmálaklúbb tekur hversdagurinn á sig aðra mynd og hlutirnir eru alls ekki eins og þeir virðast í fyrstu ... Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Chuck Palahniuk en leikstýrt af David Fincher, með Brad Pitt, Edward Norton og Helenu Bonham Carter í aðalhlutverkum næsta Svarta Sunnudag 20. mars kl 20:00! An insomniac office worker, looking for a way to change his life, crosses paths with a devil-may-care soap maker, forming an underground fight club that evolves into something much, much more... Subversive, antagonistic and out-rightly brilliant. Fincher’s tour-de-force is an outstanding attack on the ennui of late 90s middle-class society based upon the excellent Chuck Palahniuk novel. A depressed insurance salesman crosses paths with an anarchist whose contempt of the American dream forms the brutal ideology of an underground fight club, which evolves into something much more radical and dangerous. Sunday March 20th at 20:00!

Svartir Sunnudagar: Mulholland Drive (28. mars annan í páskum)

Bío Paradís

1782299 973377069365541 6734554949069313447 o

English below Margir þekkja David Lynch vegna Twin Peaks en hér teflir hann fram Mulholland Drive, frábærri kvikmynd sem hvað eftir annað býður upp á óvænt augnablik, sem einnig hefur spennandi og dularfullan söguþráð í film noir-stílnum um leið og hún er mögnuð upplifun í myndatökum og frásagnarmáta. Sýnd á ANNAN Í PÁSKUM mánudaguinn 28. mars kl 20:00 (Ath ekki er opið á Páskadag í Bíó Paradís). ____________________________________________ After a car wreck on the winding Mulholland Drive renders a woman amnesiac, she and a perky Hollywood-hopeful search for clues and answers across Los Angeles in a twisting venture beyond dreams and reality. Mulholland Drive (stylized onscreen as Mulholland Dr.) is a 2001 American neo-noir mystery film written and directed by David Lynch. It tells the story of an aspiring actress named Betty Elms (Watts), newly arrived in Los Angeles, California, who meets and befriends an amnesic woman (Harring) hiding in an apartment that belongs to Betty’s aunt. The story includes several other seemingly unrelated vignettes that eventually connect in various ways, as well as some surreal and darkly comic scenes and images that relate to the cryptic narrative. Screened EASTER MONDAY March 28th at 20:00 (the cinema is closed Easter Sunday).

Reykjavík World International Film Festival

Bío Paradís

12419235 970227939680454 4534889564539068753 o

Bíó Paradís kynnir Reykjavík World International Film Festival í Bíó Paradís helgina 1. – 3. apríl 2016. 10 nýjar kvikmyndir frá öllum heimshornum verða sýndar, en markmiðið er að bjóða upp á kvikmyndir sem munu hafa víðtæk áhrif t.a.m. á nýjar kynslóðir kvikmyndagerðarmanna og allra áhugasamra áhorfenda, þar sem kvikmyndaveislan miðar að því að bjóða upp á afar fjölbreytt úrval kvikmynda. Um er að ræða kvikmyndahátíð sem færir fólk saman í að uppgvöta stórkostlegar kvikmyndir í alþjóðlegu samhengi. Hátíðin hefur ferðast víða m.a. til New York, Los Angeles, Toronto, Hong Kong, Singapore, Brisbane, Róm, Berlín, Amsterdam og Vínarborgar, við gríðarlegar vinsældir. Hátíðinni er ætlar að koma kvikmyndamenningu víðsvegar að úr heiminum á framfæri þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi. http://bioparadis.is/vidburdir/reykjavik-world-international-film-festival/ hér má sjá dagskrána. _________________________________________________ The World International Film Festival is a global Industry event held around the year in the world biggest cities. The Film Festival creates experiences that bring people together to discover extraordinary films from around the world and give voice to filmmakers in Global World. The goal of the World International Film Festival is to encourage cultural diversity and understanding between nations, to foster the cinema of all continents by stimulating the development of quality cinema, to promote filmmakers and innovative works, to discover and encourage new talents, and to promote meetings between cinema professionals from around the world. Here you can view the program: http://bioparadis.is/vidburdir/reykjavik-world-international-film-festival/

Svartir Sunnudagar: The Man Who Knew Too Much

Bío Paradís

12931181 980010355368879 4873831800219802220 n

Hörkuþriller í leikstjórn Alfred Hitchcock með þeim James Stewart og Doris Day í aðalhlutverkum, en myndin er endurgerð í lit, en áður hafði Hitchcock teflt fram samnefndri mynd í svarthvítu árið 1934. Myndin vann Óskarsverðlaunin fyrir besta lagið -Whatever Will Be, Will Be (Que Sera, Sera) í flutningi Doris Day, en myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1956. English A family vacationing in Morocco accidentally stumble on to an assassination plot and the conspirators are determined to prevent them from interfering. The Man Who Knew Too Much is a 1956 suspense thriller film directed by Alfred Hitchcock, starring James Stewart and Doris Day. The film is a somewhat altered remake in widescreen VistaVision and Technicolor of Hitchcock’s 1934 film of the same name. In the book-length interview Hitchcock/Truffaut (1967), in response to fellow filmmaker François Truffaut’s assertion that aspects of the remake were by far superior, Hitchcock replied “Let’s say the first version is the work of a talented amateur and the second was made by a professional.” The film won an Academy Award for Best Song for “Whatever Will Be, Will Be (Que Sera, Sera)”, sung by Doris Day. It was also entered into the 1956 Cannes Film Festival.

Hangmen - National Theatre Live

Bío Paradís

12898223 980080662028515 3898585277671292020 o

National Theatre Live kynnir: The Hangmen. Við erum stödd á lítilli knæpu í Oldham, Norður- Englandi þar sem Harry er staddur, en hann er frægur í bænum. Hvað á næst-besti böðullinn á Englandi að gera daginn sem hengingar eru afnumdar? Gamli aðstoðarmaður hans Syd og hinn sérkennilegi Mooney eru á meðal þeirra sem bíða spenntir eftir viðbrögðum böðulsins, en þeir gefa upp ýmsar ástæður fyrir heimsókn sinni í bæinn. Uppfærslan hefur hlotið fullt hús stiga ★★★★★ gagnrýnenda, m.a. í eftirtöldum miðlum: The Times, Daily Telegraph, Independent, Sunday Times, Observer, Time Out. Sýningar: 9. apríl kl 20:00 10. apríl kl 20:00 16. apríl kl 20:00 17. apríl kl 20:00 _____________________________________________________ In his small pub in the northern English town of Oldham, Harry (David Morrissey – The Walking Dead, State of Play) is something of a local celebrity. But what’s the second-best hangman in England to do on the day they’ve abolished hanging? Amongst the cub reporters and pub regulars dying to hear Harry’s reaction to the news, his old assistant Syd (Andy Nyman – Peaky Blinders, Death at a Funeral) and the peculiar Mooney (Johnny Flynn – Clouds of Sils Maria) lurk with very different motives for their visit. Screening times: April 9th at 20:00 April 10th at 20:00 April 16th at 20:00 April 17th at 20:00 ★★★★★ ‘The best new play of the year.’ Daily Telegraph ★★★★★ ‘Drop-dead hilarious.’ Independent ★★★★★ ‘Gripping, funny and dramatically tense.’ Sunday Times ★★★★★ ‘The funniest play in London right now.’ Time Out

Svartir Sunnudagar: Don´t Look Now

Bío Paradís

12961197 984251274944787 4434962521492284792 o

Svartir Sunnudagar kynna: Lokasýningu vetrarins, Don´t Look Now. Myndinni er leikstýrt af Nicolas Roeg. Um er að ræða hörkuþriller með Julie Christie og Donald Sutherland í aðalhlutverkum en þau leika hjón sem ferðast til Feneyja, en þau eru í sárum eftir sviplegt dauðsfall dóttur sinnar. Myndin er sýnd Sunnudaginn 10. apríl kl 20:00. Plakatasýning þessa vetrar mun verða haldin laugardaginn 16. apríl kl 17:00. English Julie Christie and Donald Sutherland star as a married couple who travel to Venice following the recent accidental death of their daughter, after the husband accepts a commission to restore a church. They encounter two sisters, one of whom claims to be clairvoyant and informs them that their daughter is trying to contact them and warn them of danger. The husband at first dismisses their claims, but starts to experience mysterious sightings himself. While Don’t Look Now observes many conventions of the thriller genre, its primary focus is on the psychology of grief, and the effect the death of a child can have on a relationship. Its emotionally convincing depiction of grief is often singled out as a trait not usually present in films featuring supernatural plot elements. As well as the unusual handling of its subject matter, Don’t Look Now is renowned for its innovative editing style, and its use of recurring motifs and themes. The film will close this season of Black Sundays, but the poster exhibition will be held Saturday April 16th at 17:00.

Louder Than Bombs- Frumsýning

Bío Paradís

12998309 988613744508540 8608214818138346694 o

English Below Myndin er í leikstjórn Joachim Trier (þekktur fyrir kvikmynda Osló, 31. ágúst) en myndin Louder Than Bombs var sýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinní Cannes 2015. Myndin er sýnd með íslenskum texta og er frumsýnd í samstarfi við Norræna Húsið og Norræna Kvikmyndadaga sjá viðburð hér: https://www.facebook.com/events/1675498252714096/ Miðaverð er 1400 kr en léttar veitingar verða í boði eftir frumsýninguna í boði Norska Sendiráðsins. Um myndina: Þremur árum eftir sviplegan dauðdaga Lauru Freed, sem var frægur stríðsljósmyndari, koma synir hennar og eftirlifandi eiginmaður saman í fyrsta skipti saman eftir nokkur ár. Leyndarmál kemur upp sem þeir feðgar þurfa að klást við sem breytir ýmsu í þeirra lífi. English The premier of the film is April 15th at 20:00, the ticket price is 1.400 ISK in cooperation with Nordic Film Festival. Light refreshments will be on offer after the premier, offered by the Norwegian Embassy in Iceland. The film will then be screened onwards in Bíó Paradís. The film is in English with Icelandic subtitles. Three years after her unexpected death, the preparation of an exhibition celebrating the famous war photographer Laura Freed brings her husband and their two sons together for the first time in years. When an unsettling secret resurfaces, the three men are forced to look at each other and themselves in a new light, redefining their innermost needs and desires. A rich picture of the family’s dreams, disappointments and secrets is gradually developed through non-linear fragments of shared memories, daily challenges and strained attempts to coexist. With his signature hypnotic, yet often jolting and exhilarating storytelling pulse, Joachim Trier weaves a tapestry of cherrypicked details and dreamscapes, combining arresting imagery with a relentless exposure of human nature. The film was selected to compete for the Palme d’Or at the 2015 Cannes Film Festival.

SVARTIR SUNNUDAGAR- Plakatasýning

Bío Paradís

12916912 986323501404231 3637504550151443053 o

Í FJÖGUR ár hefur költmyndaklúbburinn Svartir Sunnudagar fengið íslenska listamenn til að hanna kvikmyndaplaköt. Nú er kominn tími til að sýna þessi plaköt. Öll. Plakötin verða til sölu á 10.000 krónur stykkið. Sjáumst kl 17. laugardaginn 16. apríl nk. í rokna stuði. Léttar veitingar verða í boði.

Purple Rain í Bíó Paradís laugardaginn 30. apríl klukkan 20:00

Bío Paradís

13083190 996213177081930 1724528982083617766 n

Bíó Paradís sýnir kvikmyndina Purple Rain, frá árinu 1984, laugardaginn 30. apríl klukkan 20:00 til heiðurs tónlistarmanninum Prince sem lést í síðustu viku. English Purple Rain is a 1984 American rock musical drama film directed by Albert Magnoli, produced by Robert Cavallo, Joseph Ruffalo, and Steven Fargnoli, and written by Magnoli and William Blinn. The film inspired the soundtrack and studio album of the same name. The film stars Prince in his acting debut, playing a quasi-biographical person called “The Kid.” The film won an Academy Award for Best Original Song Score, currently the last to receive the award, for the song of the same name. The film will be shown in Bíó Paradís April 30th at 8:00 pm.

The Last Waltz í Bíó Paradís föstudaginn 6. maí

Bío Paradís

13002586 990434324326482 205562594845957993 o

English below The Last Waltz, í leikstjórn Martins Scorsese, fjallar um lokatónleika The Band sem voru haldnir á þakkargjörðardaginn 25. nóvember 1976 í San Francisco. Tónleikarnir verða 40 ára á þessu ári og af því tilefni verður myndin sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 6. maí klukkan 20:00. Sveitin hafði verið í sextán ár á tónleikaferð og ákvað að binda endahnútinn á ferilinn með því að bjóða fjölda vina sinna að spila með sér í hinsta sinn. Á meðal þeirra voru Eric Clapton, Bob Dylan, Van Morrison, Ringo Starr, Neil Young, Ron Wood og Muddy Waters. The Last Waltz hefur verið sögð ein besta tónleikamynd sem gerð hefur verið og eru það orð að sönnu enda náði Scorsese að fanga stemninguna á tónleikunum og baksviðs einstaklega vel. // The Last Waltz was a concert by the Canadian-American rock group the Band, held on American Thanksgiving Day, November 25, 1976, at Winterland Ballroom in San Francisco. The Last Waltz was advertised as the Band’s “farewell concert appearance,” and the concert saw the Band joined by more than a dozen special guests, including Bob Dylan, Paul Butterfield, Neil Young, Emmylou Harris, Ringo Starr, Ronnie Hawkins, Dr. John, Joni Mitchell, Van Morrison, Muddy Waters, Ronnie Wood, Neil Diamond, Bobby Charles, The Staples, and Eric Clapton. The musical director for the concert was the Band’s original record producer, John Simon. The event was filmed by director Martin Scorsese and made into a documentary of the same name, released in 1978. Jonathan Taplin, who was the Band’s tour manager from 1969 to 1972 and later produced Scorsese’s film Mean Streets, suggested that Scorsese would be the ideal director for the project and introduced Robbie Robertson and Scorsese. Taplin was the Executive Producer of The Last Waltz. The film features concert performances, intermittent song renditions shot on a studio soundstage, and interviews by Scorsese with members of the Band. A triple-LP soundtrack recording, produced by Simon and Rob Fraboni, was issued in 1978. The Last Waltz is hailed as one of the greatest concert films ever made.

As you like it - National Theatre Live

Bío Paradís

13064563 992006804169234 1021650220811489228 o

Hér er um að ræða einn af gamanleikjum Williams Shakespeares, ævintýraleik um ástir og örlög ungs fólks á viðsjárverðum tímum í uppsetningu National Theatre Live. Ástfangið fólk hefur orðið mörgu skáldinu að yrkisefni enda upplagt í gamanleik, þar sem ekkert er eins hlægilegt fyrir áhorfendur í leikhúsi. Sýningin er 180 mínútur með 20 mínútna hléi inniföldu. Sagan fjallar um Rósalind, dóttur útlægs hertoga, og frænku hennar Celíu. Saman hrekjast þær að heiman og halda til skógar, dulbúnar ásamt hirðfíflinu Prófsteini – í leit að föður Rósalindar. Þangað flýr einnig ungur maður, Orlando, sem orðið hefur fyrir barðinu á bróður sínum og fellir ástarhug til Rósalindar. Endurfundir þeirra verða þó ekki með þeim hætti sem ætla mætti. Valdhafar takast á um yfirráð, bræður berjast og lífið í skóginum er enginn dans á rósum. En ástin nær ávallt að blómstra, leggur álög sín á mannanna börn og allt fer vel að lokum. Shakespeare er talinn hafa skrifað Sem yður þóknast (á tungu skáldsins As You Like It) um 1599 og er söguþráðurinn að mestu byggður á hirðingjasögninni Rosalynde eftir Thomas Lodge. Heimur Shakespeares er þó töluvert flóknari og harðari en unaðsheimur hjarðljóðsins. Sýningartímar: Laugardagur 7. maí kl 20:00 Sunnudagur 8. maí kl 20:00 Laugardagur 14. maí kl 20:00 Sunnudagur 15. maí kl 20:00 English Shakespeare’s glorious comedy of love and change comes to the National Theatre for the first time in over 30 years, with Rosalie Craig (London Road, Macbeth at MIF) as Rosalind. With her father the Duke banished and in exile, Rosalind and her cousin Celia leave their lives in the court behind them and journey into the Forest of Arden. There, released from convention, Rosalind experiences the liberating rush of transformation. Disguising herself as a boy, she embraces a different way of living and falls spectacularly in love. ★★★★★ ‘Magical. Flock to this enchanted Arden’ Observer ★★★★★ ‘Revolutionary. Fresh, funny and invigorating’ Mail on Sunday ★★★★ ‘It’s hilarious. A terrific evening’ Independent ★★★★ ‘Brilliantly natural, fresh, and bang up to date. Stunning’ Time Out ★★★★ ‘An irresistibly funny production. A delight’ Sunday Times

Eurovison - í Bíó Paradís!

Bío Paradís

12998249 991960914173823 4563612880590207694 o

English below Bíó Paradís mun sýna báðar undankeppnir Eurovision sem haldnar verða þriðjudagskvöldið 10. maí og fimmtudagskvöldið 12. maí og úrslitakvöldið laugardagskvöldið 14. maí kl 19:00, en keppnin er haldin í Svíþjóð. Frítt er inn og allir velkomnir. Ekki missa af Eurovison á hvíta tjaldinu, en ýmis Eurovison tilboð verða á barnum! Fulltrúi Íslands í Eurovision, Greta Salóme, stendur þessa dagana í ströngu við að kynna lagið sitt, „Hear Them Calling“. English Watch the Semi- Finals and the Grand Final of the 2016 Eurovision Song Contest on the big screen in Bíó Paradís, Euro- offers on the bar, free entrance and everyone is welcome! Semi Final 1 – Tuesday May 10th at 19:00 PM Semi Final 2 – Tuesday May 12th at 19:00 PM Grand Final – Saturday May 14th at 19:00 PM Which song is the best?

Keep Frozen í Bíó Paradís

Bío Paradís

13147323 1004417066261541 3601266847093669469 o

Sýnd með enskum texta í Bíó Paradís: 18. maí: 20:15 19. maí: 18:00 20. maí: 18:00 21. maí: 20:00 22. maí: 18:00 23. maí: 18:00 24. maí: 20:00 25. maí: 20:00 26. maí: 18:00 Frekari sýningar auglýstar síðar... English below Keep Frozen er heimildamynd eftir Huldu Rós Guðnadóttur. Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru. Í myndinni vinna mennirnir listilega vel saman. Gaffallyftararnir stíga dans, kassarnir virðast ótrúlega léttir og fljóta innan um snjóflyksurnar. Flóðljósin afmarka svið þar sem klassísk danspor eru tekin í ævintýralegu umhverfi sem myndar andstæðu við erfitt verkið. Raddir mannanna heyrast yfir myndunum og minna okkur á að það er líf utan sviðsins. Líkt og snjóflyksurnar fljóta sögurnar á yfirborðinu og minna á lífið almennt. Hópurinn umbreytist á svipstundu í alvöru teymi sem stendur þétt saman og sigrast á verkinu. English On a cold winter night a factory trawler enters the old harbor of Reykjavík. On board there are 20.000 boxes of frozen fish, each weighing 25 kg. The temperature in the freezing compartment is -35C°. A group of men has only 48 hours to empty the ship before it heads back out to sea. This is no job for wussies. Making one mistake may cost thousands of Euros, a limb or a life. While they do the impossible, we hear stories of the bright and dark sides of the lives these men lead. In Keep Frozen they become virtuosos. The forklift trucks intersect as if in a dance, the crates seem incredibly light and float among the snowflakes. Here, the crude lamp lighting carves out the stage of a real ballet in which the setting, between the hangars of the docks and the fishing trawler, covered with a soft layer of snow, contrasts sharply with the harshness of the work. It is the sound that reminds us of their true status. In voice over, their stories, disembodied as never linked to a particular man, evoke their lives beyond this scene. At the same time, it is this treatment that transforms this group of men into a real team, which is united, and which gives the strength of achievement. Screened with English subtitles in Bíó Paradís: 18. maí: 20:15 19. maí: 18:00 20. maí: 18:00 21. maí: 20:00 22. maí: 18:00 23. maí: 18:00 24. maí: 20:00 25. maí: 20:00 26. maí: 18:00 to be continued...

The Rocky Horror Picture Show - Búningasýning / Costume screening

Bío Paradís

13047803 992028084167106 2450315317995151979 o

Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien. Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg. Gestir eru hvattir til þess að mæta í búningum á þessa sérsýningu föstudagskvöldið 3. júní kl 20:00! Við bætum við aukasal þann 3. júní, miðasala er hafin hér! https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/2791/ Við gerum gott betur og bætum við aukasýningu fimmtudaginn 9. júní kl 20:00! English Spoof sci-fi and camp horror makes ‘The Rocky Horror Picture Show’ a one of a kind cult classic, this bizarrely entertaining and highly satisfying musical is a huge box-office draw. When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a dark, old mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist. Friday June 3rd at 20:00, guests in costumes are appreciated! We added a screening room just now, room 2 so please get your ticket now here! https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/2791/ We also added one extra screening June 9th at 20:00!

SFS bjóða öllum á Keep Frozen í tilefni sjómannadagsins!

Bío Paradís

13305230 1016745335028714 1191906644011408227 o

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi bjóða öllum íslendingum að berja sigurmynd Skjaldborgarhátíðarinnar 2016 KEEP FROZEN augum á sjómannadaginn 5. júní kl 20:00 í Bíó Paradís. Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru. Sýnd með enskum texta á sjómannadaginn 5. júní kl 20:00. Frítt inn og allir velkomnir. Gleðilegan sjómannadag!

Demain / Á Morgun í Bíó Paradís

Bío Paradís

13308415 1015239378512643 5438037608579883690 o

Climate is changing. Instead of showing all the worst that can happen, this documentary focuses on the people suggesting solutions and their actions. Screenings on June 7th at 20:00, June 11th at 18:00 and June 12th at 18:00. Buy tickets here for Saturday and Sunday https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/2938/ Hvernig væri ef einhver tæki sig nú til og sýndi okkur allt það sem verið væri að gera heiminum til gagns í stað þess að klifa á heimsósóma á borð við fátækt, hungur, ofneyslu og ójöfnuð? Þetta er hugmyndin að baki frönsku verðlaunamyndinni Demain, sem sýnd verður þriðjudaginn 7. júní og fylgja umræður á eftir. Myndin er sýnd í tilefni af Alþjóða umhverfisdeginum 5. júní í samvinnu Sameinuðu þjóðanna, franska sendiráðsins á Íslandi, Félags Sameinuðu þjóðanna og Bíó Paradís með stuðningi utanríkisráðuneytisins. „Á morgun” hefur slegið í gegn víða um heim. Meira en ein milljón manns hefur séð myndina og 150 þúsund manns fylgjast með Facebooksíðu hennar. Leikstjórarnir Melanie Laurent og Cyril Dion fengu César, frönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina á dögunum. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur þeim tekist að gera bráðskemmtilega mynd um helstu vandamál heims, enda er einblínt á lausnir, fremur en að mála skrattann á vegginn. Segja má að sú leið sé farin í myndinni að í stað þess að tíunda hversu ómöguleg staða heimsmála og tala um „hvað við getum gert”, er sýnt „það sem vel er gert. ”Farið er um allan heim í leit að dæmum um það sem vel er gert og þar á meðal komið við á Íslandi. „Það er kominn tími til að við hættum að bíða eftir þvið að leiðtogar komi með lausnirnar færandi hendi,” segir leikstjórinn Cyril Dion. „Ef eitthvað á að breytast verður fólkið sjálft að fylkja liði og skapa þrýsting á kjörna fulltrúa og við þurfum líka nýja fulltrúa sem þoka hugmyndum morgundagsins fram á við.” Fram kemur í máli margra að vandamál heimsins séu svo stór og svo mörg að fólk verði brjálað af því að brjóta heilann um þau og fyllist vanmáttarkennd. Af þessum sökum sé líklegra til árangurs að hluta vandamálin niður og leita að staðbundnum lausnum á hverju fyrir sig. Alls verða þrjár sýningar í Bíó Paradís á myndinni sem er á ensku. Að lokinni frumsýningu 7.júní og verða umræður undir stjórn Margrétar Marteinsdóttur. Á meðal þátttakenda verða Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, Ragna Bendikta Garðarsdóttir, lektor í sálfræði, Áslaug Guðrúnardóttir, höfundur bókarinnar Minimalískur lífsstíll. Aðgangur er ókeypis. Myndin verður síðan sýnd tvívegis til viðbótar í Bíó Paradís 11. og 12. júní klukkan 18:00 Heimasíða myndarinnar: http://www.demain-lefilm.com/en Facebooksíða myndarinnar: https://www.facebook.com/demain.lefilm/?fref=ts Brot úr myndinni: https://www.youtube.com/watch?v=NUN0QxRB7e0

Matt Shepard is a Friend of Mine í Bíó Paradís 14.6.2016

Bío Paradís

13417626 1022591711110743 8328464484916631929 n

English below. Bandaríska sendiráðið á Íslandi og vefmiðillinn GayIceland.is bjóða til sýningar á verðlaunamyndinni”Matt Shepard is a Friend of Mine” í Bíó Paradís þriðjudaginn 14. júní klukkan 17.30. Tilefnið er að júní mánuður ár hvert er tileinkaður LGBTI málefnum í Bandaríkjunum. Fylgst verður með atburðinum á Íslandi samtímis í um fjörtíu löndum. Frítt inn og allir velkomnir. Myndin fjallar um líf Matthew Shepard, samkynhneigðan háskólanema sem var myrtur á hrottafenginn hátt í október 1998. Honum var rænt, misþyrmt og hann skilinn eftir bundinn við girðingu þar sem hann fannst nær dauða en lífi. Hann dó sex dögum síðar af áverkum sínum. Rannsókn á morðinu leiddi í ljós hatursglæp sem byggðist á því að Matthew var samkynhneigður. Í kjölfarið á morðinu fóru foreldrar Matthews, Judy og Dennis, fyrir vitundarvakningu í Bandaríkjunum um hatursglæpi gegn hinsegin fólki. Barátta þeirra sem hvergi er nærri lokið varð meðal annars til þess að Barack Obama Bandaríkjaforseti skrifaði undir löggjöf gegn slíkum glæpum. Í kvikmyndinni “Matt Shepard is a Friend of Mine” fjallar leikstjórinn Michele Josue, sem var náinn vinur hans, um málið og leitast við að draga upp heildstæða og raunsæa mynd af lífi Matthews. Þess má geta að myndin hefur hlotið lof gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda og unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert Cushman Barber, flytur ávarp fyrir sýningu myndarinnar og að sýningu lokinni gefst áhorfendum tækifæri að leggja nokkrar spurningar fyrir Randy Berry sem var á síðasta ári skipaður sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks, James Marsden framkvæmdastjóra The Matthew Shepard Foundation og leikstjóra myndarinnar Michele Josue. Þessir aðilar tengjast salnum í Bíó Paradís í gegnum fjarfundarbúnað ásamt Mark Bromley, formanni The Global Equality Council sem sér um að stýra pallborðsumræðum. Sérstakur stjórnandi viðburðarins í Bíó Paradís er Felix Bergsson. Hægt er að fylgjast með pallborðsumræðunum á netinu Share.America.gov/LGBTIchat og taka þátt í eða fylgjast með vefumræðu með myllumerkinu #LGBTIrights. Sýningin er haldin í félagi við GayIceland, www.gayiceland.is, vefmiðil með áherslu á hinsegin málefni, fréttir og afþreyingarefni. The American Embassy in Iceland and GayIceland.is present the documentary ‘Matt Shepard is a Friend of Mine’ at Bíó Paradís. This is an open event while space allows. On the night of October 6, 1998, two men kidnapped Matthew Shepard, a gay freshman at the University of Wyoming. They tortured him and tied him to a fence and left him to die. Matthew never gained consciousness and died on October 12, 1998. Following his death a much-needed dialogue about hate crimes and intolerance against the LGBT community began an continues to this day. The documentary follows director Michele Josue, a close friend of Matt’s, as she travels to pivotal locations in Shepard’s life. Special Envoy for the Human Rights of LGBTI Persons Randy Berry, Director Michele Josue and the Executive Director of the Matthew Shepard Foundation Jason Mardsen will join on-line for a post-screening Q&A discussion.

Summer in Paradise!

Bío Paradís

13442601 1023926990977215 7269574798606726352 o

Join us this summer at Bíó Paradís, Iceland’s first and only art-house cinema! Our special summer program includes highlights from the previous year in world cinema, award-winning Icelandic films, cult classics and other special events. All in stereo, some in 3D and all with ENGLISH SUBTITLES. Bíó Paradís's summer program includes the series: UEFA EURO 2016 - football screenings NEW RELEASES THE ICELANDIC FILM MIRACLE THE YEAR'S GREATEST HITS CULT CLASSICS For the full program check at http://bioparadis.is/ WE ALSO INVITE YOU TO BÍÓ BAR and HAPPY HOUR EVERYDAY 17- 19. SEE YOU IN PARADISE! :) Bíó Paradís is Iceland’s first and only art-house cinema, located in the heart of downtown Reykjavík. We screen the latest art-house releases from around the world, as well as cult films and Icelandic films. We provide a warm, cozy environment for film lovers of all kinds – both in our three-screen theater and in our well-stocked bar. We’re a nonprofit organization run by Iceland’s professional filmmaking guilds.

Inside a Volcano - The Rise of Icelandic Football

Bío Paradís

13516724 1031567656879815 9078573015252411057 n

The Icelandic Eruption tells the story of the golden generation in Icelandic football. By beating all the odds they became the smallest nation of all time to reach the finals in one of footballs main events. We see the players as young boys dreaming about putting their names in the sports history, which they achieve with this remarkable story. For the past two years Sölvi Tryggvason and Sævar Guðmundsson have followed the national team throughout the qualification process for the Euros 2016. This is the story about Iceland, this small nation, which surprised the world with this historic sporting achievement. Screened July 1st – 3rd at 18:00 in Bíó Paradís with English subtitles! _________________________________________________ Jökullinn logar er sagan af gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu sem skráði sig í sögubækurnar með því að verða fámennasta þjóð sögunnar til að komast í lokakeppni stórmóts í vinsælustu íþrótt heims. Í myndinni er sögð saga ungra stráka frá Íslandi sem eiga sér draum um að komast með landsliðinu á stórmót í fótbolta, þó að það sé afskaplega óraunhæft. Síðustu tvö ár hafa Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson fengið óheftan aðgang að landsliðinu og fylgt því í gegnum hið ótrúlega ævintýri sem undankeppni EM er. Í myndinni sjáum við afrakstur æfinga síðustu ára, þar sem sögð er sagan öll og liðið sýnt frá öllum sjónarhornum og í algjörlega nýju ljósi. Þetta er sagan af því hvernig smáþjóðin Ísland kom heiminum í opna skjöldu með einu stærsta íþróttaafreki sögunnar. Sýnd helgina 1. – 3. júlí kl 18:00 alla dagana í Bíó Paradís!

Footloose!

Bío Paradís

13227505 1011932548843326 8040891392262502264 o

English below Kevin Bacon upp á sitt besta í tónlistardansmyndinni Footloose, en margir kannast við titillagið sem varð gríðarlega vinsælt víða um heim. Kastaðu af þér sunnudagsskónum og komdu að dansa í Bíó Paradís, föstudaginn 1. júlí kl 20:00! A city teenager moves to a small town where rock music and dancing have been banned, and his rebellious spirit shakes up the populace. A true cult classic, that makes you feel like dancing! (with Kevin Bacon). Friday July 1st at 20:00!