Bío Paradís

Hverfisgata 54
101, Reykjavík

Viðburðir

Reality Bites- Föstudagspartísýning

Bío Paradís

15541397 1182483005121612 274709403793133071 n

English below Reality Bites fjallar um Lelaina Pierce (Winona Ryder) sem er nýútskrifuð úr háskóla. Hún útskrifaðist með hæstu einkun í sínum árgangi en er samt ekki undanskilin því að vita lítið hvað hún ætlar að gera til þess að uppfylla drauma sinn um að vinna að kvikmyndagerð eða í sjónvarpi. Eftir útskrift fer Lelaina að einbeita sér að því að taka upp heimildarmynd um þetta stefnuleysi sem einkennir þennan aldur- og er með vini sína Vicki (Janeane Garofalo), Sammy (Steve Zahn) og Troy (Ethan Hawke) í aðalhlutverkum í myndinni. Sannkölluð nostalgíumynd, fyrsta mynd sem Ben Stiller leikstýrir, fyrsta myndin sem Renée Zellweger leikur og þar sem My Sharona lagið tók völdin! Sannkölluð föstudagspartísýning 17. febrúar kl 20:0! English A documentary filmmaker and her fellow Gen X graduates face life after college, looking for work and love in Houston. Join us for a GREAT Friday Party screening in Bíó Paradís, Friday February 17th at 20:00! A film by first time director BEN STILLER, first film Renée Zellweger featured in and the true nostalgic film that you can sing along with MY SHARONA!

Söngleikurinn Newsies - Newsies - The Brodway Musical

Bío Paradís

15392900 1175720585797854 2759749644718411216 o

English below Taktu daginn frá! Newsies – Söngleikurinn frá Brodway verður sýndur aðeins einn dag samtímis um heim allann sunnudaginn 19. febrúar 2017. Upptakan af lifandi uppfærslu eftir framleiðendur Fríðu og Dýrsins og Konung Ljónanna. Söngleikurinn er byggður á sönnum atburðum þegar hópur blaðbera í New York berst fyrir rétti sínum undir dyggri stjórn Jack Kelly, sem rís upp fyrir hönd drengjanna. Ekki missa af stórkostlegum söngleik – aðeins í Bíó Paradís sunnudaginn 19. febrúar kl 20:00! English Seize the day! Newsies –The Broadway Musical is coming to cinemas for one day only on Sunday 19 February 2017. Filmed live on stage, this is an unmissable, Tony Award-­‐winning Broadway show from the producers of Beauty and the Beast and The Lion King. Jeremy Jordan (Supergirl, The Last Five Years) stars in this high-­‐energy explosion of song and dance set in 1890s New York City. Based on a true story, Newsies is the rousing tale of Jack Kelly, a charismatic newsboy and leader of a raggedband of teenage ‘newsies,’ who dreams only of a better life far from the hardship of the streets. But when publishing titans Joseph Pulitzer and William Randolph Hearst raise distribution prices at the newsboys’ expense, Jack finds a cause to fight for and rallies newsies from across the city to strike and take a stand for what’s right. Be sure to get your ticket in advance!

Svartir Sunnudagar: Trainspotting

Bío Paradís

16387901 1233945369975375 7443061313324537140 n

English below Klikkað ferðalag um dimmustu afkima Edinborgar í Skotlandi, og fjallar um Mark Renton og tilraunir hans til að hætta neyslu heróíns, og hvernig heróínneyslan hefur áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini; þar á meðal Sick Boy sem dreymir um að verða eins og Sean Connery, furðufuglinn Spud, hinn klikkaða Begbie, kærustuna 14 ára Diane, og íþróttamanninn sem hefur aldrei snert eiturlyf, Tommy, sem getur þó ekki annað en sýnt þeim áhuga. Við erum að tala um hina einu sönnu TRAINSPOTTING, sem sýnd verður á SVÖRTUM SUNNUDEGI 19. febrúar kl 20:00! Og til að rifja upp tónlistina í myndinni? Damon Albarn, Bedrock, Blur, Elastica, Brian Eno, Leftfield, New Order, Iggy Pop, Primal Scream, Pulp, Lou Reed, Sleeper og Underworld. English In an underbelly of Edinburgh that the city fathers never dreamt of, Mark Renton and his so-called friends – a group of losers, liars, psychos and drug addicts – throw themselves in the nothingness of heroin and search the murky depths at bottom of the bottle; financing their habits through lives of petty crime. After one too many brushes with the law and a near-fatal overdose, Renton kicks the junk and moves to London in an attempt to escape the self-destructive lifestyle of those around him. But when his old friends Sick Boy, Begbie and Spud arrive at his doorstep on the trail of a big score, Renton must decide whether or not he really wants to choose life. Don´t miss out on TRAINSPOTTING, screened on a BLACK SUNDAY, February 19th at 20:00!

Eddu- og Óskarspartý í Bíó Paradís!

Bío Paradís

16831090 1255239377845974 403660788359696577 n

Bíó Paradís og Stockfish Film Festival bjóða í partý í tilefni af Óskars- og Edduverðlaununum sem bæði fara fram komandi sunnudagskvöld. Samkvæmið sem hefst á slaginu 22:30, byrjar sem eftirpartý fyrir Edduna, þar sem DJ Óli Dóri mun sjá um tónlistina í Bíó Paradís. Klukkan 0:20 mun svo opna inn í sal 1 þar sem útsending frá rauða dreglinum verður byrjuð. Óskarsverðlaunin hefjast svo á slaginu 1:30 og verður opið í Bíó Paradís þar til þeim lýkur. Veitingasala á staðnum fyrir þyrsta og svanga.

The Rocky Horror Picture Show - búningasýning!

Bío Paradís

15844540 1204904176212828 8634011990387528501 o

English below Kíktu til okkar á föstudagspartísýningu þann 10. mars kl 20:00, ekki hika við að mæta í búning á Rocky Horror í Bíó Paradís! Miðasala er hafin hér Myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta! Miðasala er hafin hér: https://tix.is/is/bioparadis/event/2791/rocky-horror-picture-show/ ************************************************************************ Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien. Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg. English Spoof sci-fi and camp horror makes ‘The Rocky Horror Picture Show’ a one of a kind cult classic, this bizarrely entertaining and highly satisfying musical is a huge box-office draw. When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a dark, old mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist. Friday March 10th at 20:00, wear a costume if you like and come party with us, don´t hesitate to show up in a costume! Tickets are on sale here https://tix.is/en/bioparadis/event/2791/rocky-horror-picture-show/

Amadeus - National Theatre Live

Bío Paradís

14633402 1106292356074011 7216323527730793152 o

English below Tónlist. Völd. Öfund. Sýningin fjallar um samband Wolfgang Amadeus Mozart og Antonio Salieri, hirðtónskálds austuríska keisarans á síðari hluta átjándu aldar. Verkið byggist á sögusögnum um dularfullan dauða Mozarts og þátt Salieri í honum. Salieri kvelst af afbrýði út í hinn unga snilling. Afbrýðin dregur hann til andstyggilegra aðgerða til að koma Amadeusi á kné og loks til dauða. En hvor þeirra sigrar að lokum? Með Lucian Msamati (Luther, Game of Thrones, NT Live: The Comedy of Errors) í aðalhlutverki, býður Breska Þjóðleikhúsið upp á ógleymanlega kvöldstund í leikhúsinu. Sýningar 11. mars kl 20:00 12. mars kl 20:00 English Music. Power. Jealousy. Lucian Msamati (Luther, Game of Thrones, NT Live: The Comedy of Errors) plays Salieri in Peter Shaffer’s iconic play, broadcast live from the National Theatre, and with live orchestral accompaniment by Southbank Sinfonia. Wolfgang Amadeus Mozart, a rowdy young prodigy, arrives in Vienna, the music capital of the world – and he’s determined to make a splash. Awestruck by his genius, court composer Antonio Salieri has the power to promote his talent or destroy his name. Seized by obsessive jealousy he begins a war with Mozart, with music, and ultimately, with God. After winning multiple Olivier and Tony Awards when it had its premiere at the National Theatre in 1979, Amadeus was adapted into an Academy Award-winning film. Screening times March 11th 2017 at 20:00 March 12th 2017 at 20:00

Svartir Sunnudagar: Time Bandits

Bío Paradís

17015744 1264026716967240 4674275816836373467 o

ENGLISH BELOW Ungur drengur slæst í för með tímaflakkandi dvergum á milli mismunandi tímabila í leit að fjársjóðum til þess að stela. Myndin er tekin upp á sögulegum staðsetningum og er hlaðin karakter og smáatriðum. Kvikmyndin gæti hafa stokkið beint út úr þungarokkstímariti, og skartar konungum, riddurum og gleiðeygðum littlum strákum og hræðilegum dýrum! Ekki missa af TIME BANDITS í leikstjórn Terry Gilliam með þeim Sean Connery, Shelley Duvall og John Cleese í aðalhlutverkum sunnudaginn 12. mars kl 20.00! English A young boy accidentally joins a band of time travelling dwarfs as they jump from era to era looking for treasures to steal. The historic locations are jammed with character and detail. This is the only live-action movie that literally looks like pages out of Heavy Metal magazine, with kings and swordsmen and wide-eyed little boys and fearsome beasts. A true Cult Classic film by Terry Gilliam starring Sean Connery, Shelley Duvall and John Cleese! Join us for a BLACK SUNDAY, March 12th at 20:00!

The Royal Tenenbaums - Föstudagspartísýning

Bío Paradís

16422708 1235060086530570 6405692490081073640 o

English below Sagan um hina vægast sagt sérstöku Tenenbaum-fjölskyldu. Royal ( Gene Hackman), fjölskyldufaðirinn, er geðvondur maður og hefur hann hvorki reynst góður faðir né góður eiginmaður. Til að fá loks að hitta fjölskyldu sína aftur eftir mörg ár gerir hann sér upp banvænann sjúkdóm, ómeðvitaður um hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér … The Royal Tenenbaums er leikstýrt af Wes Anderson með þeim Danny Glover, Gene Hackman, Anjelica Huston, Bill Murray, Gwyneth Paltrow, Ben Stiller, Luke Wilson og Owen Wilson í aðalhlutverkum. Gene Hackman hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir frammistöðu sína í myndinni, og voru handritshöfundarnir Wes Anderson og Owen Wilson tilnefndir til Óskarsverðlaunanna fyrir handritið að myndinni. Myndin var valin á topp 100 bestu myndir af gagnrýnendum frá árinu 2000, í könnum sem gerð var af BBC. Ekki missa af FÖSTUDAGSPARTÍSÝNINGU á THE ROYAL TENENBAUMS þar sem barinn verður galpinn, föstudaginn 17. mars kl 20:00! English An estranged family of former child prodigies reunites when their father announces he is terminally ill. The Royal Tenenbaums by Wes Anderson and co-written with Owen Wilson. The film stars Danny Glover, Gene Hackman, Anjelica Huston, Bill Murray, Gwyneth Paltrow, Ben Stiller, Luke Wilson, and Owen Wilson. It follows the lives of three gifted siblings who experience great success in youth, and even greater disappointment and failure after their eccentric father leaves them in their adolescent years. An ironic and absurdist sense of humour pervades the film. Hackman won a Golden Globe for his performance, and the screenplay was nominated for an Academy Award. In a 2016 poll of international critics conducted by BBC, The Royal Tenenbaums was voted one of the 100 greatest motion pictures since 2000. Don´t miss out on our Friday night party screening, March 17th at 20:00!

Svartir Sunnudagar: The Lost Boys

Bío Paradís

17311280 1278157342220844 5344093448642885832 o

Sam og eldri bróðir hans eru amerískir unglingar með amerísk áhugamál. Eftir flutninga í friðsælt hverfi í Santa Carla, Kaliforníu, fer dularfull atburðarrás af stað, og bræðurnir verða sannfærðir um að bærinn sé fullur af blóðþyrstum vampírum. Michael fer að haga sér undarlega og þá fara hjólin að snúast.. „Ein af fyrstu kvikmyndunum sem brúaði bilið á milli hryllingsmynda og gamanmyndaformsins, en í þessari MTV kynslóðar vampírumynd þá gerir hún grín að uppruna sínum … “ The Empire Ekki missa af THE LOST BOYS á geggjaðri nostalgíu sýningu Svartra Sunnudaga, 19. mars kl 20:00! English Sam and his older brother Michael are all-American teens with all-American interests. But after they move with their mother to peaceful Santa Carla, California, things mysteriously begin to change and the boys become convinced that Santa Carla is home to a group of bloodthirsty vampires. Michael starts acting not like himself, and Mum’s not going to like what he’s turning into. Don´t miss out on a NOSTALGIC screening of THE LOST BOYS on Black Sunday, March 19th at 20:00! “One of the first movies to successfully bridge the horror/comedy divide, this MTV-enhanced vamp outing dared to poke fun at its heritage, tempering the scares with some big laughs.” – The Empire

Flashdance - föstudagspartísýning

Bío Paradís

16402677 1235810339788878 1898473334525030509 o

English below Myndin greinir frá stúlku sem vinnur fyrir sér með logsuðustörfum á daginn en dreymir um að verða atvinnudansari. Til að koma fólki í rétta gír­inn þá hvetjum við fólk til að mæta í 80s gall­an­um og syngja með. All­ir dans­unn­end­ur og Flashdance aðdáendur ættu að fjöl­menna föstudagspartísýningu, 24. mars kl 20:00! Tvö lög úr mynd­inni urðu mjög vin­sæl, tit­il­lag mynd­ar­inn­ar What a feel­ing eft­ir Irene Cara, en lagið hlaut Óskar­sverðlaun­in og Gold­en Globe verðlaun­in. Hitt lagið, Maniac, eft­ir Michael Sem­bello var til­nefnt til Óskar­sverðlaun­ana. Skemmst er frá því að segja að Jenni­fer Beals naut aðstoðar annarra dans­ara (body- dou­ble) í flest­öll­um dans­atriðunum. Tilboð verða á barnum, ekki missa af þessari stórskemmtilegu mynd, í Bíó Paradís! English A Pittsburgh woman with two jobs as a welder and an exotic dancer wants to get into ballet school. If you are up to it, we encourage you to show up in your 80´ costume for our Friday Night Party Screening of FLASHDANCE, March 24th at 20:00! Our bar will be wide open! Flashdance was the first collaboration of producers Don Simpson and Jerry Bruckheimer and the presentation of some sequences in the style of music videos was an influence on other 1980s films, including Top Gun (1986), Simpson and Bruckheimer’s most famous production. Its soundtrack spawned several hit songs, among them “Maniac” performed by Michael Sembello and the Academy Award–winning “Flashdance… What a Feeling“, performed by Irene Cara, which was written for the film.

Mr. Gaga

Bío Paradís

16587147 1242996832403562 1243527264553936983 o

English below Listræni nútímadansarinn Ohad Naharin frá Ísrael hefur öðlast heimsfrægð sem höfundur hreyfitungumálsins Gaga. Farið er yfir feril hans í þessari ægifögru heimildamynd sem byggð er á ævi Ohad. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og sló fyrst í gegn á SXSW Film Festival 2015. Miðasala hafin hér: https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/3674/ Sýningar: 25. mars kl 20:00 26. mars kl 18:00 og 20:00 English Mr. Gaga tells the story of Ohad Naharin, renowned choreographer and artistic director of the Batsheva Dance Company, an artistic genius who redefined the language of modern dance. “The experimental Israeli choreographer counts Natalie Portman among his many disciples. “Gaga,” the movement language he invented, explodes out of the screen in Tomer Heymann’s film”. – IndieWire Screenings: March 25th at 20:00 March 26th at 18:00 and 20:00

Svartir Sunnudagar: They Live!

Bío Paradís

17426307 1283768451659733 1231253365832257724 n

They Live er frábær kult klassík úr smiðju John Carpenter. Hún hefur verið kölluð undarlegt tilbrigði við Invasion of the Body Snatchers þar sem Carpenter sýnir fram á meistaralega takta með að brúa bilið á milli hryllingsmyndar og gamanmyndar. Ætlar þú að hlæja eða gráta á THEY LIVE? Eða falla í trans eða froðufella? Mættu á Svartan Sunnudag og fáðu að upplifa þessa snilld aftur með okkur á SVÖRTUM SUNNUDEGI! English A drifter discovers a pair of sunglasses that allow him to wake up to the fact that aliens have taken over the Earth. WE ARE SO EXCITED to watch THEY LIVE together on a BLACK SUNDAY, stay tuned!

Twin Peaks partí í Bíó Paradís

Bío Paradís

17632075 1293303654039546 6335879002400823105 o

Föstudaginn 31. mars sláum við upp Twin Peaks partí í Bíó Paradís við Hverfisgötu 54. Í tilefni af sýningu myndarinnar TWIN PEAKS, FIRE WALK WITH ME mun bíóið breytast í vettvang Tvídranga þar sem "Bob" gæti leynst í hverju skúmaskoti og Lauru Palmer verður minnst. DJ Ear Doctor mun hefja leik klukkan 19:00 og spila tónlist í anda þáttanna / myndarinnar auk þess sem verður hægt að kaupa "Damn fine cup of coffee" og kleinuhringi. Enginn Twin Peaks aðdáðandi ætti að láta þetta kvöld fram hjá sér fara!

Twin Peaks: Fire Walk With Me +The Missing Pieces

Bío Paradís

16508492 1239882362715009 6560456628791274369 n

English below TWIN PEAKS, FIRE WALK WITH ME Bíó Paradís kynnir: sýningar á endurgerð á Twin Peaks, Fire Walk With Me sem sýnd verður á DCP helgina 31. mars – 2. apríl 2017. Í rólegum smábæ þar sem íbúafjöldin er 51.201 manns kemur upp dularfullt morð en Sheryl Lee er með stórkostlega frammistöðu í myndinni sem flestir Tvídrangaaðdáendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Lynch lýsir sögunni sem torráðinni og flókinni hryllingssögu. Gerist myndin síðustu sjö dagana sem Laura Palmer lifir og þeir sem hrifust af allri dulúðinni verða ekki fyrir vonbrigðum því gagnrýni á myndina hefur nánast gengið út á það hversu dulúðin er mikil og hversu óskiljanleg myndin sé. Heba Þórisdóttir var ein þeirra sem sá um förðunina í myndinni og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður svo að hún hefur svo sannarlega Íslandstengingu. Í þáttunum sjálfum var íslenskur kór, en það skýrist af því að Sigurjón Sighvatsson framleiddi þættina. Sýningartímar: TWIN PEAKS FIRE WALK WITH ME 31. MARS FÖSTUDAGUR KL 20:00, (klukkutíma fyrir sýninguna eða klukkan 19:00 munu við slá upp Twin Peaks party þar sem DJ Ear Doctor mun sjá um að koma gestum í réttu stemminguna fyrir myndina.) 1 APRÍL LAUGARDAGUR KL 20:00 2. APRÍL SUNNUDAGUR KL 17:30 TWIN PEAKS: THE MISSING PIECES 1. APRÍL LAUGARDAGUR KL 22:30 English TWIN PEAKS, FIRE WALK WITH ME A little quiet town tucked in a valley. Population: 51, 201. A mysterious death and an inquiry like a charade. A diary kept secret, a pact, a malevolent other-self and a ring. Dreams, hallucinations, forebodings. Short-lived love stories, a singer distilling souvenirs of a by-gone time. A red room, white lines, and a bobby-soxer who finishes burning her life away? This is the world of TWIN PEAKS : FIRE WALK WITH ME. Don´t miss out on the newly restored version in 4K screened in Bíó Paradís! Bonus material: TWIN PEAKS: THE MISSING PIECES A feature film which presents deleted scenes from Twin Peaks: Fire Walk with Me (1992) assembled together for the first time in an untold portion of the story’s prequel. Fire Walk With Me is 135’ min Missing Pieces 90’ min TWIN PEAKS FIRE WALK WITH ME FRIDAY MARCH 31ST AT 20:0 SATURDAY APRIL 1ST AT 20:00 SUNDAY APRIL 2ND AT 17:30 TWIN PEAKS: THE MISSING PIECES SATURDAY APRIL 1ST AT 22:30

Hvernig verða tölvuteiknimyndir til?

Bío Paradís

17434688 1283725951712167 3867539133125985106 o

Lói – þú flýgur aldrei einn er tölvugerð teiknimynd sem er í framleiðslu hjá GunHil. Sagan segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti og þarf að lifa af harðan vetur til að sameinast ástvinum sínum á ný að vori. Fyrirlesturinn verður haldin 1. apríl kl 14:00 í Bíó Paradís- frítt er inn og allir eru velkomnir! Hilmar Sigurðsson er framleiðandi myndarinnar. Hann mun á fyrirlestrinum fara yfir það hvernig tölvuteiknimyndir eru búnar til og sýna efni úr framleiðslu myndarinnar, sem verður jólamyndin á Íslandi um næstu jól. Hilmar og Gunnar Karlsson stofnuðu GunHil árið 2012 eftir að hafa verið framleiðandi og leikstjórar á teiknimyndum eins og Hetjur Valhallar – Þór (2011), Önnu og skapsveiflunum (2007) og Litlu lirfunni ljótu sem var fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin og kom út árið 2007 og á ennþá aðsóknarmet fyrir stuttmyndir á Íslandi.

Boðsýning - Stelpan, mamman og djöflarnir

Bío Paradís

17492743 1290932284324867 3827107502632541829 o

Bíó Paradís í samstarfi við Geðhjálp sýna laugardaginn, 1. apríl kl. 16.00 sænsku kvikmyndina „Stelpan, mamman og djöflarnir“ (Flickan, Mamman och Demonerna). Frítt verður á myndina og allir velkomnir. Um myndina https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-girl-the-mother-and-the-demons-flickan-mamman-och-demonerna/ Með Stelpunni, mömmunni og djöflunum er athygli almennings vakin á sjónarhorni barna geðsjúkra ásamt því að kvikmyndin hefur mikilvægan boðskap að bera stuðningsneti barna í samfélaginu almennt. Myndin er á sænsku með enskum texta og fyrir aldurshópinn 12 ára og eldri. Fyrir sýningu myndarinnar mun Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstandandi, fjalla örstutt um kvikmyndina út frá listrænu sjónarhorni. Eftir sýningu hennar verður efnt til stuttra umræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdóttur, sérkennara og aðstandanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra á sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppspítala. Viðburðinum lýkur kl. 18:00.

The Neverending Story - sérsýning!

Bío Paradís

17504479 1289913094426786 7697044160908510841 o

English below Myndin fjallar um Bastían Búx sem er hrelltur í skóla. Honum tekst að flýja kvalara sína og finnur skjól í bókabúð þar sem Sagan endalausa verður á vegi hans. Við lesturinn dregst Bastían inn í undraveröldina Fantasíu sem sjálf þarf sárlega á hetju að halda. Leynist ef til vill ein slík í honum sjálfum, – þótt ótrúlegt virðist við fyrstu sýn? Hver man ekki eftir hinu magnaða titillagi úr The Neverending Story með poppgoðinu Limahl sem sló í gegn um allan heim árið 1984! Myndin er sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2017 með íslenskum texta aðeins í þetta eina sinn, sunnudaginn 2. apríl kl 16:00. English A troubled boy dives into a wondrous fantasy world through the pages of a mysterious book. A GREAT CLASSIC screened during Reykjavík International Children´s Film Festival 2017 with Icelandic subtitles, one time only, Sunday April 2nd at 16:00.

Svartir Sunnudagar: The Warriors

Bío Paradís

17504296 1290073111029267 5062353730557200556 o

English below Í dystópýskri framtíð í New York ráða gengi og lögreglumenn ríkjum. Þegar leiðtogi eins gengisins reynir að koma öllum gengjunum saman gegn lögreglumönnunum. The Warriors frá Coney Island eru ásakaðir um morð en þá snýst öll borgin gegn þeim. Ekki missa af THE WARRIORS á Svörtum Sunnudegi 2. apríl kl 20:00. English In a future, dystopian New York City, turf gangs and cops rule the streets. When one gang leader tries to bring all gangs together against the cops, Coney Island’s The Warriors are framed for his murder and the entire city turns on them. Don´t miss out on THE WARRIORS on a Black Sunday, April 2nd at 20:00!

Jesus Christ Superstar - Föstudagspartísýning!

Bío Paradís

17349639 1280258055344106 7951856405749266707 o

ENGLISH BELOW Hinn allra þekktasti söngleikur allra tíma frá 1973 um síðustu vikurnar í lífi krists. Hvar man ekki eftir lögum á borð við, ‘I Don’t Know How to Love Him’, ‘Hosanna’, ‘Herod’s Song’ og hinu þekkta lagi Jesus Christ Superstar? The story of Christ’s last week on Earth is told by a group of travellers who arrive in modern-day Jerusalem on a tour bus. Events are seen from the perspective of Apostle Judas, who betrays Jesus to the Judaic religious leaders in return for thirty pieces of silver. Songs include ‘I Don’t Know How to Love Him’, ‘Hosanna’, ‘Herod’s Song’ and the now-famous theme tune. https://bioparadis.is/kvikmyndir/jesus-christ-superstar-fostudagspartisyning/

Fátækir bjóða ráðamönnum í bíó að sjá I, Daniel Blake

Bío Paradís

17807469 1298982143471697 6272875685665303894 o

Pepp Ísland – Samtök fólks í fátækt og Bíó Paradís, bjóða þingmönnum, fólki í stjórnsýslunni og fjölmiðlum í bíó næstkomandi föstudag 7. apríl kl. 20:00 á I, Daniel Blake í leikstjórn hins heimsþekkta leikstjóra Ken Loach. Myndin lýsir raunum fólks af baráttu þeirra við opinbera kerfið og afhjúpar eitt skelfilegasta mein samfélagsins, fátæktina. Athugið að tekin verða frá sæti fyrir ráðherra og þingmenn, en annars verða sæti í boði svo lengi sem húsrúm leyfir. Eftir sýningu myndarinnar verður efnt til umræðna þar sem eftirtaldir taka þátt: Mikael Torfason, rithöfundur og blaðamaður Steindór J. Erlingsson, vísindasagnfræðingur Guðmundur Ingi Kristinsson, situr í kjarahópi ÖBÍ Sanna Magdalena Mörtudóttir, meistaranemi í mannfræði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og samhæfingarstjóri Pepps á Íslandi. Um myndina: https://bioparadis.is/kvikmyndir/i-daniel-blake/ Nánar um þátttakendur: Rithöfundurinn Mikael Torfason hefur eytt síðustu mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og líka fólk sem er við fátækrarmörk og stýrir útvarpsþáttunum FÁTÆKT FÓLK á Rás 1. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur, öryrki, fræðimaður og aktívisti sem hefur að undanförnu vakið athygli á hættunum sem fylgt geta starfsgetumati. Guðmundur Ingi Kristinsson situr fyrir hönd Sjálfsbjargar í kjarahópi ÖBÍ. Guðmundur átti sæti í endurskoðunarnefnd almannatrygginga og er formaður BÓTar, grasrótarsamtaka sem stofnuð voru eftir hrun. Sanna Magdalena Mörtudóttir meistaranemi í mannfræði þekkir af eigin raun að vera barn sem býr við sárafátækt. Ásta Dís Guðjónsdóttir formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og samhæfingarstjóri Pepps á Íslandi en Ásta Dís bjó áður við fátækt og hefur síðustu árin beitt sér í baráttu gegn fátækt á Íslandi.

The Wizard of Oz - sérsýning!

Bío Paradís

17435978 1289916974426398 1277007979657762475 o

English below Dóróthea er dag einn hrifin burt af kraftmiklum hvirfilbyl sem skilar henni og hundinum hennar, Toto, inn í ævintýralandið Oz. Þar hitti hún fyrir ljónið, fuglahræðuna, tinkarlinn, töfradísir og auðvitað sjálfan galdrakarlinn í Oz í leit sinni að leiðinni heim. Klassísk perla með þeim Judy Garland, Frank Morgan og Ray Bolger í aðalhlutverkum, sem á sér stað í hugum og hjörtum allra kvikmyndaunnenda. Myndin verður sýnd með íslenskum texta, aðeins í þetta eina sinn laugardaginn 8. apríl kl 16:00. English Dorothy Gale is swept away from a farm in Kansas to a magical land of Oz in a tornado and embarks on a quest with her new friends to see the Wizard who can help her return home in Kansas and help her friends as well. A true Classic for the whole family to enjoy, screened with Icelandic subtitles, one time only Saturday April 8th at 16:00.

E.T. - sérsýning!

Bío Paradís

17505338 1289923344425761 3906413581248800407 o

Englisb below Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni.E.T. langar þó mest að komast til síns heima og reynir Elliot sitt besta til að hjálpa henni. En sú allra besta klassík sem öll fjölskyldan ætti að njóta saman á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin er 30. mars – 09. apríl 2017, myndin er sýnd með íslenskum texta. Hentar börnum 7+. Aðeins þessi eina sýning, sunnudaginn 9. apríl kl 14:00. English A troubled child summons the courage to help a friendly alien escape Earth and return to his home world. A great Classic for the whole family to enjoy, screened on Reykjavík International Children´s Film Festival 2017. Screened with Icelandic subtitles. One screening only, Sunday April 9th at 14:00.

Spirited Away - sérsýning

Bío Paradís

17635287 1292125984205497 5002583006828827305 o

Chihiro 10 ára stúlka sem flytur í úthverfin með fjölskyldu sinni. Hún hinsvegar rambar inn í heim á leið sinni sem er stjórnað af guðum, nornum og öndum þar sem manneskjum er breytt í dýr. Frábær kvikmynd úr smiðju Hayao Miyazaki sem vann Óskarinn sem besta teiknimyndin árið 2003. Við sýnum myndina með ensku tali - þar sem það hentar börnum og unglinum betur á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. English During her family’s move to the suburbs, a sullen 10-year-old girl wanders into a world ruled by gods, witches, and spirits, and where humans are changed into beasts. The film won the Academy Award for Best Animated Feature at the 75th Academy Awards in 2003. Don´t miss out on Spirited Away during Reykjavík International Children´s Film Festival 2017. The film is dubbed in English.

Svartir Sunnudagar: Ótrúlega skrítinn Apríl

Bío Paradís

17504297 1296957437007501 5518552620332589172 o

English below SPIDER BABY sýnd 9. apríl kl 20:00 FASTER PUSSYCAT, KILL KILL! sýnd annan í páskum 17. apríl kl 20:00 THE MASK sýnd 23. apríl kl 20:00 Árið 1985 gaf Re-Search út bókina Incredibly Strange Films eftir V. Vale og Andrea Juno. Bók þessi er biblía áhugamanna um undarlegar bíómyndir og er enn lesin víða um heim. Bókin rýnir í ýmsar undarlegar myndir sögunnar frá fersku sjónarhorni og inniheldur viðtöl við leikstjóra eins og Russ Meyer, Herchell Gordon Lewis, Ted V. Michaels og fleiri meistara undranna. Svartir sunnudagar hafa ákveðið að tileinka þremur sunnudögum þessari helgu bók og hefja leikinn næsta sunnudag, 9. apríl kl 20:00, með kvikmyndinni Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told eftir Jack Hill og er hún frá árinu 1967. Þessari mynd er gerð skil í bókinni góðu, þar sem henni er þannig lýst að ef Luis Bunuel hefði einhverntíman gert gamanþætti í sjónvarpi þá yrði það eitthvað í líkingu við Spider Baby. Jack Hill átti síðar eftir að gera garðinn frægan með “Blaxpoitation” myndum eins og Foxy Brown, Coffie og Switchblade Sisters. Annan í páskum, 17. apríl, munu Sunnudagarnir svörtu svo sýna eina frægustu cult mynd allra tíma, Faster Pussycat, Kill Kill! eftir furðufuglinn Russ Meyer. Þessi mynd hefur verið í uppáhaldi manna eins og John Waters alveg frá því hún var frumsýnd árið 1965 og er hún enn sýnd í cult myndabíóum víða um heim. Myndin fjallar um þrjú lævís glæpakvendi sem vefja feðgum nokkrum um fingur sér í eftirsókn eftir skjótfengnum auði. Dauðasyndirnar sjö koma þarna allar uppá yfirborðið. Það er því vel við hæfi að þetta sé páskamynd Svartra sunnudaga í ár. 23. apríl verður svo sýnd myndin The Mask eftir Julian Hoffman frá 1961. Myndin fjallar um fornleifafræðing sem fær endurteknar martraðir tengdar grímu sem finnst í uppgreftri. Áður en hann fremur sjálfsmorð sendir hann grímuna til sálfræðingsins síns sem verður fljótlega dreginn inní martraðarheim grímunnar. Samnefnd gamanmynd með Jim Carrey er lauslega byggð á þessari mjög sérkennilegu hrollvekju. English Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told by Jack Hill (1967)– screened Sunday April 9th at 20:00 Faster Pussycat, Kill Kill! by Russ Meyer (1965) – screened Easter Monday April 17th at 20:00 The Mask by Julian Hoffman (1961) – screened April 23th at 20:00

The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert

Bío Paradís

17038813 1264049786964933 1021384574296967521 o

English below Við endurtökum leikinn frá í haust vegna fjölda áskorana! Þetta verður magnað - AFTUR!!!! Myndin fjallar um tvo samkynhneigða karlmenn (Tick og Adam) og eina transkonu (Bernadette) sem ferðast inn í miðju Ástralíu, í gegnum tilkomumikið eyðimerkurlandslag, til að setja upp dragsýningu. Kvikmyndin varð afar vinsæl, ekki eingöngu í Ástralíu heldur á alþjóðlegan mælikvarða og hefur haldið vissri virðingarstöðu allt fram til dagsins í dag. Ekki missa af geggjaðri partí föstudagssýningu – leyfilegt er að taka allar veigar, sem og áfengar veigar af barnum inn í salinn, 14. apríl kl 20:00. English Bernadette (Terence Stamp) is a middle-aged transsexual mourning the recent death of her lover. She embarks on a cabaret tour with two transvestite friends, Mitzi (Hugo Weaving) and Felicia (Guy Pearce) and together they set out for a professional engagement in Alice Springs in a gaudily painted bus they christen Priscilla. Along the way they encounter various macho characters–one of whom, Bob (Bill Hunter), begins to form a romantic attachment to Bernadette. A great one off screening, join us for a Pricilla party April 14th at 20:00. P.s. our bar is open and it is allowed to bring everything into the screening room!

Hedda Gabler - National Theatre Live

Bío Paradís

14556720 1103208319715748 8587165850452509732 o

„Ég hef enga hæfileika í lífinu“ Nýgift. Leiðist nú þegar. Hedda þráir að vera frjáls … Hedda og Tesman eru nýkomin heim eftir brúðkaupsferð og sambandið stendur nú þegar á brauðfótum. Hedda reynir að stjórna þeim sem í kringum hana, í þeim eina tilgangi að sjá veröld sína leysast upp. Leikstjórinn Ivo van Hove (A View from the Bridge -Young Vic Theatre) snýr aftur til Breska Þjóðleikhússins með nútímalega uppfærslu af meistaraverki Ibsen með Ruth Wilson (Luther, The Affair, Jane Eyre) í aðalhlutverki í nýrri útgáfu eftir Patrick Marber (Notes on a Scandal, Closer). Sýningartímar 15. apríl 2017 kl 20:00 17. apríl 2017 kl 20:00 22. apríl 2017 kl 20:00 23. apríl 2017 kl 20:00 English “I’ve no talent for life.” Just married. Bored already. Hedda longs to be free… Hedda and Tesman have just returned from their honeymoon and the relationship is already in trouble. Trapped but determined, Hedda tries to control those around her, only to see her own world unravel. Tony Award-winning director Ivo van Hove (A View from the Bridge at the Young Vic Theatre) returns to National Theatre Live screens with a modern production of Ibsen’s masterpiece. Ruth Wilson (Luther, The Affair, Jane Eyre) plays the title role in a new version by Patrick Marber (Notes on a Scandal, Closer). April 15th 2017 at 20:00 April 17th 2017 at 20:00 April 22nd at 20:00 April 23rd at 20:00

From Top to Bottoms (Spólað yfir hafið)

Bío Paradís

17758570 1297824936920751 5341207675923194691 o

English below Spólað yfir hafið gefur áhorfendanum einstak tækifæri til að vera fluga á vegg í tilveru fólks sem er með ástríðu á allt öðru plani en “við hin”. Ást þeirra á að smíða torfærubíla til þess að horfa á þá vellta og fara í öreyndir í hverri keppni, til þess að smíða þá aftur, er ekkert annað en aðdáunarverð. Í Spólað yfir hafið fylgjumst við með því þegar kept er í íslenskri torfæru (eða formula offroad eins og Bandaríkjamenn kalla þetta) í fyrsta skiptið í sögunni! Þrátt fyrir að í myndini sé fólk sem lifir fyrir bíla þá er myndin ekki um bílana, heldur fólkið á bak við þá. Framleiðendur: Árni Þór Jónsson og Lárus Jónsson. English From Top To Bottoms (Spólað yfir hafið) gives the viewer an exclusive access into the lives of people who take their passion to a whole new level. Their love for building a truck just to watch it crash and go to pieces several times in each competition and to rebuild it, is nothing less than admirable. For the first time ever this Icelandic sport called “torfæra” or Formula Offroad is going to America. This movie follows the “ambassadors” of the sport through this mission. In this group of fifteen drivers we have veterans of the sport, such as the entrepreneur, and the living legend of this sport, Árni Kópsson himself. So make no mistake. The Icelanders are going to Bikini Bottom Offroad park, in Dyersburg, Tennessee to do three things. Show off their skills, teach those Americans how to drive and give them the show off their lifetime. Another side of the documentary is the beautiful relationship between all the drivers, their families and their crews. A unity that is like nothing else.

Polish Film Days / Pólskir kvikmyndagar 2017

Bío Paradís

17629928 1297868853583026 8135077317198661876 n

Icelandic below Polish Film Days, April 21st – 22nd – Opening film: AFTERIMAGE. Come join us for the sixth edition of the Polish Film Days! The event is organized by the Embassy of the Republic of Poland in Reykjavík in co-operation with Bíó Paradís Arthouse Cinema. Free entrance and everyone is welcome! FRIDAY - 21 April 20:00 Opening film - Invitations only SATURDAY – 22 April 16:00 – Afterimage (98 minutes) 18:00 – Secret Sharer (98 minutes) 20:00 – Innocents (115 minutes) Pólskir kvikmyndadagar eru haldnir í Bíó Paradís í sjötta sinn 21. – 22. apríl 2017. Frítt inn og allir velkomnir! Föstudagur 21. apríl 20:00 Opnunarmynd- boðssýning Laugardagur 22. apríl 16:00 Afterimage (98 mín) 18:00 – Secret Sharer (98 mín) 20:00 –Innocents (115 mín)

Almost Famous - Föstudagspartísýning

Bío Paradís

17015936 1262911140412131 179071574107235145 o

Dramatísk gamanmynd frá árinu 2000 sem fjallar um William Miller, sem er heppnari en flestir aðrir. Hann er bara 15 ára en samt hefur honum verið falið að skrifa grein í Rolling Stone Magazine. William ætlar að fjalla um líf meðlima í frægri rokksveit og heldur af stað með stjörnunum í tónleikaferðalag. Það gerist margt á bak við tjöldin og William upplifir ótrúlegustu hluti. Með þeim Patrick Fugit og Kate Hudson í aðalhlutverkum, mynd sem þú verður að sjá aftur á hvíta tjaldinu! Ekki missa af Almost Famous á föstudagspartísýningu föstudaginn 21. apríl kl 20:00! Veitingasala í hæsta gæðaflokki og barinn okkar verður galopinn! Happý hour kl. 17:00-19:00.

Svartir Sunnudagar: The Mask

Bío Paradís

18055719 1314483465254898 6815808683313817580 o

English below Árið 1985 gaf Re-Search út bókina Incredibly Strange Films eftir V. Vale og Andrea Juno. Bók þessi er biblía áhugamanna um undarlegar bíómyndir og er enn lesin víða um heim. Bókin rýnir í ýmsar undarlegar myndir sögunnar frá fersku sjónarhorni og inniheldur viðtöl við leikstjóra eins og Russ Meyer, Herchell Gordon Lewis, Ted V. Michaels og fleiri meistara undranna. 23. apríl verður myndin The Mask eftir Julian Hoffman frá 1961 kl 20:00. Myndin fjallar um fornleifafræðing sem fær endurteknar martraðir tengdar grímu sem finnst í uppgreftri. Áður en hann fremur sjálfsmorð sendir hann grímuna til sálfræðingsins síns sem verður fljótlega dreginn inní martraðarheim grímunnar. A young archaeologist believes he is cursed by a mask that causes him to have weird nightmares and possibly to murder. Before committing suicide, he mails the mask to his psychiatrist, Dr. Barnes, who is soon plunged into the nightmare world of the mask. The film is a part of celebration of the book Incredibly Strange Films by V. Vale and Andrea Juno. Screened Sunday April 23rd at 20:00!