Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Helgi Rafn Ingvarsson: Castle In The Air

Harpa

Loftkastali

Helgi Rafn Ingvarsson, an Icelandic string music composer whose work has been highly praised in the U.K., will be performing his work in Iceland for the first time! Drawing inspiration from Iceland, and the country boy in himself, Helgi says that his works are returning home for the first time. The work he will be performing, Loftkastali (air castle), draws heavily from Helgi’s Icelandic background, and all are invited to come aboard his musical air castle, sit back, and enjoy the ride.

Útgáfutónleikar Diktu í Hörpu / Album release concert

Harpa

11235047 10153595628948140 1608434722030410616 o

-- English version below -- Fimmta breiðskífan okkar kemur út 4. september nk. og mun gripurinn heita Easy Street. Af þessu tilefni ætlum við að halda útgáfutónleika í Norðurljósum Hörpu þann 9. sept. og fagna útgáfu plötunnar. Öllu verður til tjaldað hvað varðar ljós- og hljóðkerfi til að tónleikarnir verði sem glæsilegastir. Easy Street var unnin á 2 ára tímabili í Þýskalandi og á Íslandi undir stjórn þýska upptökustjórans Sky van Hoff. Þegar hafa lögin 'Sink or Swim' og 'We'll Meet Again' heyrst af plötunni og hafa þau fengið gríðargóðar viðtökur á öldum ljósvakans. Við getum ekki beðið eftir því að leyfa ykkur að heyra restina :) Ekki missa af þessum tónleikum því þeir verða örugglega alveg hreint stórskemmtilegir. Og aldrei endurteknir. // We will be playing a record release concert at Harpa Reykjavik Concert and Conference Centre on September 9th to celebrate the release of our new album, Easy Street, which will be released physically in Iceland and digitally across the globe on Sept. 4th. We're immensely proud and excited to let you all hear it. Do you want to come celebrate with us? Then get a ticket before they sell out!

Hádegistónleikar í Flóa

Harpa

11953475 1045927532097977 8404119523661473888 o

Á hádegistónleikum Sinfóníunnar í Flóa verður fluttur klarínettkonsert Mozarts, sem er eitt dáðasta verk meistarans og eitt það síðasta sem hann lauk við áður en hann lést síðla árs 1791. Um nálgun Mozarts sagði tónlistarfræðingurinn Alfred Einstein - frændi Alberts – að hann hefði „samið fyrir klarínett eins og hann væri fyrstur til að uppgötva þokka þess, mýkt, sætleika og fimi.“ Tónlistin er ýmist leikandi létt eða ljúf og innileg, og tilvalin til að hlýða á í hádeginu í túlkun Arngunnar Árnadóttur, leiðandi klarínettleikara SÍ. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Nils Landgren & Hot Eskimos

Harpa

Nils landgren hot eskimos

Swedish musician Nils Landgren is joining forces with the Icelandic jazz trio Hot Eskimos to bring you an unforgettable experience.

Fairy Tale Opera: Marguerite

Harpa

Marguerite

Marguerite is a new opera that uses Icelandic folklore, music and myth to pay tribute to Iceland’s beautiful nature and wildlife.

Diddú's 60th Anniversary

Harpa

Didd c3 ba

Diddú is celebrating her 60th anniversary in style, showing off both her soprano and her pop voice.

King's Singers í Hörpu

Harpa

11016119 10152597689586268 173912112104011901 o

Hinn heimsfrægi breski sönghópur, The King´s Singers, mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 16. september 2015 næstkomandi. King´s Singers eru margverðlaunaðir og hafa m.a. unnið til Grammy verðlauna í tvígang, árið 2009 fyrir plötuna Simple Gifts og árið 2012 fyrir plötuna Light and Gold. Árið 2013 var þeim boðið í Gramophone frægðarhöllina, Gramophone hall of fame, og heiðraðir fyrir sitt einstaka safn af útgefnum geislaplötum. Í tengslum við tónleikana munu meðlimir hópsins halda master-class í Hörpu fyrir sönghópa og kóra. Hægt verður að sækja um þátttöku á námskeiðinu fljótlega en það verður samdægurs og lýkur með stuttum tónleikum í Norðurljósum sem eru opnir almenningi og miðar fáanlegir í miðasölu Hörpu og á midi.is. Einnig getur fólk sótt námskeiðið sem áheyrendur þótt þeir séu ekki meðlimir í þeim hópum sem fá leiðsögn meðlima King´s Singers sönghópsins. The King´s Singers var stofnaður árið 1968 og heldur vel yfir hundrað tónleika á ári víðs vegar um heiminn. Upptökur á geisladiskum skipa stóran sess hjá hópnum. Efnisval King´s Singers er gríðarlega fjölbreytt og á 50 ára ferli hefur hann gefið út yfir 150 diska með yfir 2000 lögum. Hópurinn hefur frumflutt yfir 200 verk, m.a. eftir tónskáldin György Ligeti, John Tavener, Eric Whitacre og marga fleiri.

The Iceland Symphony Youth Orchestra plays Shostakovich

Harpa

Shostakovitsj

One of the most important roles of symphony orchestras the world over is to share their knowledge and enthusiasm with new generations of musicians. Each year since 2009, nearly 100 young people from music schools around Iceland have gathered together under the aegis of the ISO to form the Iceland Symphony Youth Orchestra. Eivind Aadland, a long-time collaborator with the ISO, conducts the Youth Orchestra for the first time.

Ungsveitin spilar Shostakovitsj

Harpa

12068406 772671592844841 3415675647534905156 o

Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman árlega undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og náð undraverðum árangri. Nú stjórnar Eivind Aadland hljómsveitinni í fyrsta sinn, en hann hefur fyrir löngu skapað sér nafn hér á landi með störfum sínum með SÍ. Margir hlustendur heyra í verkum Shostakovitsj trúverðuga lýsingu á hörmungum Stalíntímans – sama hvort er í manískum scherzóum eða hinum tregafullu hægu köflum sem iðulega eru tilfinningalegir miðpunktar verka hans. Hins vegar hlaut „andófsmaðurinn“ Sjostakovítsj ekki uppreisn æru fyrr en eftir lát sitt. Meðan hann lifði var honum hampað sem dyggum flokksmanni en tónlistin sjálf segir aðra sögu. Tíunda sinfónía Shostakovitsj er magnþrungið verk, samið skömmu eftir lát Jósefs Stalín sem oft hafði horn í síðu tónskáldsins. Verkið er á köflum innhverft og hæglátt en annars staðar brýst fram kaldhæðni og jafnvel heift. Enda er haft eftir Shostakovitsj á einum stað að sinfónían sé um Stalíntímann og að brjálæðislegur annar þátturinn sé „mynd af Stalín í tónum“. Ungsveitin er hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. EFNISSKRÁ: Dmítríj Shostakovitsj: Sinfónía nr. 10 STJÓRNANDI: Eivind Aadland

The Tin Drum: Úlfur Eldjárn

Harpa

Ulfur eldjarn

Úlfur Eldjárn is one of the rising stars of the Icelandic indie composer scene, known both for his work with the legendary cult band Apparat Organ Quartet, and his critically acclaimed compositions for film, TV, theatre and his own projects. At the Tin Drum concert he will premiere new material from his upcoming solo album, ‘The Arisókrasía Project’.

Víkingur plays Scriabin

Harpa

Vikingur olafsson 433a3717 01 e1434714801985

Víkingur Heiðar Ólafsson is one of Iceland’s best known pianists, who was selected Performer of the Year for the fourth time at this year’s Icelandic Music Awards, specifically for his performance of Beethoven’s Piano Concerto no. 1 with the Iceland Symphony Orchestra. On this evening’s performance, Víkingur plays the rarely heard concerto by Russian composer Alexander Scriabin. He has this to say about the piece: “To enter into Scriabin’s tonal world is to play with fire. His Piano Concerto is a masterpiece, no matter how you look at it, and it is downright bizarre that it should be performed as seldom as it is. It’s a great pleasure for me to perform it in Iceland during the year marking the centennial of his death.”

Víkingur leikur Skrjabín

Harpa

12031347 1050472261643504 3490724776057307441 o

Ludwig van Beethoven samdi Coriolan-forleikinn undir áhrifum frá samnefndu leikriti Heinrichs von Collin. Leikritið er löngu gleymt en fögur tónsmíð Beethovens lifir góðu lífi. Víkingur Heiðar er ókrýndur íslenskur stórmeistari slaghörpunnar sem með leik sínum snertir alla sem á hlýða. Það er engin tilviljun að nú í ár var hann í fjórða sinn valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og sérstaklega tekið fram að það hafi verið fyrir flutning á fyrsta píanókonserti Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Um píanókonsert Rússans Alexanders Skrjabín segir Víkingur: „Að stíga inn í tónheim Skrjabíns er að leika sér að eldinum. Píanókonsertinn er meistaraverk, hvernig sem á það er litið, og sætir furðu að hann hljómi jafn sjaldan í tónleikasölum heimsins og raun ber vitni. Það er gleðiefni fyrir mig að fá að leika hann á Íslandi á 100 ára ártíð tónskáldsins.“ Víkingur lætur víða að sér kveða. Hann er stofnandi og listrænn stjórnandi Reykjavík Midsummer Music tónlistarhátíðarinnar í Hörpu og nýlega var hann valinn eftirmaður Martins Fröst sem listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Vinterfest í Svíþjóð. Franz Peter Schubert varð ekki langlífur en arfleiddi heimsbyggðina að verðmætum sem mölur og ryð fær ekki grandað. Ein skærasta perlan í safninu er stóra C-dúr sinfónían nr. 9. Norski hljómsveitarstjórinn Eivind Aadland er einn virtasti hljómsveitarstjóri Noregs og hefur undanfarin ár verið vinsæll fastagestur á tónleikum Sinfóníunnar. EFNISSKRÁ Ludwig van Beethoven Coriolan-forleikur Alexander Skrjabín Píanókonsert Franz Schubert Sinfónía nr. 9 STJÓRNANDI: Eivind Aadland EINLEIKARI: Víkingur Heiðar Ólafsson

Barnastund Sinfóníunnar

Harpa

12030342 1056379154386148 1557826753879498537 o

Í þessari Barnastund má heyra fyrsta þáttinnúr Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart ásamt úrvali léttra og skemmtilegra laga. Tónlistin og lengd Barnastundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur, til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Kynnir í Barnastundinni er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri Sinfóníunnar, en Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari leiðir Sinfóníuhljómsveitina af sinni alkunnu snilld. Sérstakur gestur verður Maxímús Músíkús. Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. KYNNIR: Hjördís Ástráðsdóttir GESTUR: Maxímús Músíkús