Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

ÖskudagsGRÍMUGERÐ Á KEX

Heimilislegir sunnudagar á Kex Hostel

16864111 1372689886138357 8281141903425291391 n

Aldis Davids leik- og grímugerðarkona kennir kátum krökkum á öllum aldri að skapa sína eigin öskudagsgrímu. Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir

Sunnudagsleiðsögn - Joan Jonas og Woody Vasulka

16832313 10155068689094695 7919611090904959333 n

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands verður með leiðsögn um tvær sýningar, sunnudaginn 26. febrúar kl. 14. Joan Jonas - Reanimation detail 2010/2012 og Woody Vasulka - Art of Memory í Vasulka-stofu ----------------- JOAN JONAS - Reanimation detail 2010/2012. Síðasta sýningarvika á verkum Joan Jonas er gengin í garð. Ekki láta þessa mögnuðu sýningu eins af mikilvægustu listamönnum samtímans fram hjá ykkur fara! Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborg sinni New York í Bandaríkjunum. Hún hefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn sína, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Hún starfar sem prófessor við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015. Joan Jonas kom til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar og skilaði áhrifunum af þeirri heimsókn í verkinu Volcano Saga , frásagnarmyndbandi þar sem Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. Verk hennar Reanimation, sem sýnt er í Listasafni Íslands, er sprottið af lestri hennar á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness, örstuttri tilvísun skáldsins í Eyrbyggju , lagðri í munn sögumanni og fjallar um það þegar Þórgunna gengur aftur og finnur mjölið í búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutningamenn sína. Nánari upplýsingar: http://www.listasafn.is/syningar/nr/789 ----------------- WOODY VASULKA - Art of Memory Í tilefni 80 ára afmælis Woody Vasulka (f. 1937) efnir Vasulka-stofa til sérstakrar sýningar á vídeóverkinu Art of Memory, en 30 ár eru liðin síðan verkið var frumsýnt, 1987. Verkið er viðeigandi á þessum tímamótum þar sem áhorfandinn er með áhrifaríkum hætti leiddur inn í fortíðina, þar sem ferðast er um draumkennt og víðáttumikið landslag með skírskotunum til sögunnar. Á sýningunni má einnig sjá brot úr gagnasafni Vasulka-stofu. Steina og Woody Vasulka hafa haldið vel utan um arfleifð sína og varðveitt þau gögn sem tengjast list þeirra og starfi. Við stofnun Vasulka-stofu, undir lok árs 2014, gáfu þau Listasafni Íslands stóran hluta af gagnasafni sínu til varðveislu, en í því er meðal annars að finna upprunaleg listaverk, skissubækur, heimildarmyndir, bókasafn, ljósmyndir, sýningarskrár, viðurkenningar, greinar, plaköt og persónuleg skjöl. Nánari upplýsingar: http://www.listasafn.is/syningar/yfirstandandi-syningar/

Hafdís Bjarnadóttir og vinir í Mengi

Mengi

16602133 1209197185859917 2383821983170109560 o

Hafdís Bjarnadóttir og hljómsveit í Mengi sunnudaginn 26. febrúar kl. 17:00 Síðdegistónleikar með frumflutningi á nýrri tónlist fyrir blandaða hljómsveit eftir Hafdísi Bjarnadóttur auk eldra efnis. Hljómsveitin er skipuð fólki úr framvarðaliði í djassi, rokki og nútímatónlist en tónlist Hafdísar er sérstaklega samin með blöndu þessara tónlistarstefna í huga. Meðal þess sem verður á boðstólum er lag sem er unnið er úr afgöngum og rusli, proggarokk með sembal í fararbroddi og verk sem gengur út á leik með tónblæ talmáls. Auk þess verða flutt nokkur lög af gítarplötu Kristínar Þóru Haraldsdóttur sem kom út á síðasta ári. Hljómsveitina skipa: Grímur Helgason bassaklarinett, Jóel Pálsson sópransaxófónn, Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla og gítar, Hafdís Bjarnadóttir rafgítar, Ragnar Emilsson rafgítar, Guðrún Óskarsdóttir semball, Lovísa “Lay Low” Sigrúnardóttir bassi og gítar og Magnús Trygvason Eliassen trommur. Froskablús eftir Hafdísi Bjarnadóttur: https://www.youtube.com/watch?v=aZfBcZWquOk Current eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur: https://www.youtube.com/watch?v=Gzv9Sw94CyE www.hafdisbjarnadottir.com --- New music by composer and electric guitarist Hafdís Bjarnadóttir for a mixed band of rock, jazz and contemporary musicians. The band will, amongst others, perform a piece composed out of leftovers and trash from other pieces, a progressive rock inspired tune with harpsichord in the centre and meditative guitar music by Kristin Thora Haraldsdottir. Band members are: Grímur Helgason bass clarinet, Jóel Pálsson soprano sax, Eiríkur Orri Ólafsson trumpet, Kristin Thora Haraldsdottir viola and guitar, Hafdís Bjarnadóttir electric guitar, Ragnar Emilsson electric guitar, Guðrún Óskarsdóttir harpsichord, Lovísa “Lay Low” Sigrúnardóttir bass and guitar and Magnús Trygvason Eliassen drums. Frog blues by Hafdís Bjarnadóttir: https://www.youtube.com/watch?v=aZfBcZWquOk Current by Kristin Thora Haraldsdottir: https://www.youtube.com/watch?v=Gzv9Sw94CyE www.hafdisbjarnadottir.com

D‘Mask tónleikar // D‘Mask concert @Stúdentakjallarinn

Stúdentakjallarinn

16938868 1603958509629134 9139833390290059635 n

(English below) Litháenska indí hljómsveitin D‘Mask ætlar að koma í Stúdentakjallarann, sunnudaginn 26. febrúar. Þessir frábæru tónleikar byrja um 8.30 og syngja þau bæði á ensku og litháísku. Þau lýsa tónlistinni sinni svo - our music is quite specific, varying from dreamy, mellow to poppy & loud, with a clash of electronica, shoegazy chords and acoustic trip-hoppy drums. Geggjaður matur og geggjuð tilboð á barnum. Ekki láta þig vanta. - D‘Mask is a Lithuanian indie band who is coming to the cellar, Sunday the 26th of February. This amazing concert starts around 8.30 and they will sing both in English and Lithuanian. They describe their music as quite specific, varying from dreamy, mellow to poppy and loud, with a clash of electronica, shoegazy chords and acoustic trip-hoppu drums. Good food and great offers at the bar. Don‘t miss this. - https://www.facebook.com/dmaskband/ https://soundcloud.com/dmaskband/tracks https://www.youtube.com/channel/UCMiiNYmlF9pwEwpnE5yDm7A

Eddu- og Óskarspartý í Bíó Paradís!

Bío Paradís

16831090 1255239377845974 403660788359696577 n

Bíó Paradís og Stockfish Film Festival bjóða í partý í tilefni af Óskars- og Edduverðlaununum sem bæði fara fram komandi sunnudagskvöld. Samkvæmið sem hefst á slaginu 22:30, byrjar sem eftirpartý fyrir Edduna, þar sem DJ Óli Dóri mun sjá um tónlistina í Bíó Paradís. Klukkan 0:20 mun svo opna inn í sal 1 þar sem útsending frá rauða dreglinum verður byrjuð. Óskarsverðlaunin hefjast svo á slaginu 1:30 og verður opið í Bíó Paradís þar til þeim lýkur. Veitingasala á staðnum fyrir þyrsta og svanga.