Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Vellíðan fyrir alla - Jöfnuður og heilsa

Ráðhús Reykjavíkur

18194961 10155045340375042 2900415460142271008 n

Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis stendur fyrir lýðheilsuráðstefnu um jöfnuð og heilsu þann 3. maí nk. kl 12.30 - 16.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykavíkur. Yfirskrift ráðstenunnar er Vellíðan fyrir alla - Jöfnuður og heilsa. Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á hvað jöfnuður til heilsu þýðir og hverjir eru helstu áhrifaþættir. Fjallað verður um jöfnuð, heilsu og vellíðan í víðu samhengi fræðanna ásamt hagnýtum dæmum frá Evrópu og þá sérstaklega Írlandi, Noregi og Íslandi. Aðalfyrirlesari er Joan Devlin, sem leiðir Healthy Cities Network verkefnið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en hún stýrir einnig vinnu Belfast Healthy City sem á sér 25 ára sögu. Dina von Heimburg leiðir lýðheilsuverkefni í sveitafélaginu Inherred í Noregi en hún mun fjalla um jöfnuð í heilsueflandi samfélögum. Farið verður yfir stöðuna í Reykjavík og hvað hægt er að gera til að gefa sem flestum tækifæri á að upplifa góða heilsu og vellíðan Í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður undir stjórn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa. Þátttakendur í pallborði verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingiskona, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Vildís Bergþórsdóttir fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslustöðinni í Efra Breiðholti. Ekki missa af þessari áhugaverðu ráðstefnu. Aðgangur er ókeypis og skráning er hafin: http://reykjavik.is/skraning-radstefnu Dagskrá ráðstefnunnar Vellíðan fyrir alla – Jöfnuður og heilsa http://reykjavik.is/sites/default/files/borg_lydheilsa_270417_.pdf

Íbúafundur - Garðahverfi - verndarsvæði í byggð

18156531 1463871660329991 6894209672361645603 o

GARÐAHVERFI – VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ ÍBÚAFUNDUR Miðvikudaginn 3. maí kl. 17:00 í samkomuhúsinu á Garðaholti. Kynning á tillögu bæjarstjórnar Garðabæjar um að Garðahverfi verði gert að verndarsvæði í byggð. Á íbúafundinum verður tillagan ásamt greinargerð kynnt og farið yfir þýðingu þess fyrir Garðabæ og samfélagið á Garðaholti að vernda byggðamynstrið í Garðahverfi sem er einstakt í nálægð þéttbýlis– sveit í bæ. Tillögu um að Garðahverfi verði verndarsvæði í byggð er ætlað að vekja athygli á sérstöðu hverfisins, stuðla að fegrun þess og farsælli framtíðarþróun. Jafnframt mun aðstaða til útivistar batna með bættri aðkomu og lagningu útivistarstíga eins og lagt var upp með í deiliskipulaginu. Tillagan er í fullu samræmi við núverandi deiliskipulag og því engin stefnubreyting, en mun gefa verndargildi staðarins meira vægi og skýra sérstöðu þess. Nánari upplýsingar um tillöguna og kynningarefni er að finna á nýjum vef, www.gardahverfi.is . Þá liggur tillagan frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg. Allir velkomnir

Kjallaradjass // Cellar Jazz @Stúdentakjallarinn

Stúdentakjallarinn

18056762 1688193684538949 3081805097427125504 n

(English below) Miðvikudjass með Kjallarabandinu fyrsta miðvikudag í mánuði. Hópurinn sem gerði mánudaga spennandi í fyrsta sinn í sögunni með Mánudjass á Húrra ætlar að sanna í eitt skipti fyrir öll að miðvikudagar eru hinir nýju fimmtudagar. Þeir munu tvinna litríka samba-ryþma og almenna gleði inn í grámóskulegt háskólasamfélagið. Kvöldin eru með frjálslegu ívafi og allir sem vilja syngja, dansa eða spila á hljóðfæri eru velkomnir og hvattir til að stíga í sviðsljósið og taka þátt. Píanó, harmonikka og gítar á staðnum. Gleðin í botn! Hrafnkell Gauti Sigurðarson á gítar Elvar Bragi Kristjónsson á trompet Andri Guðmundsson á bassa Helge Haahr á trommur Aðagangur ókeypis, allir velkomnir. - Cellar Jazz first Wednesday every month. The Cellar band leads the way but everyone welcome to join in. We'll have a piano, accordion and guitar on the stage. Happy times! Free entrance, open to all. Tilboð á barnum/specials at the bar

Sextett Sigmars Þórs

Mulinn Jazz club

18198637 1292274330827921 8051899799364420585 n

Á næstu tónleikum vordagskrár Múlans kemur fram sextett bassaleikarans og tónskáldsins Sigmars Þórs Matthíassonar. Sigmar Þór varð þrítugur í lok apríl og heldur af því tilefni tónleika með dagskrá af nýjum og eldri tónsmíðum sínum, útsettar fyrir sextett af þessu sérstaka tilefni. Kraftmikil blanda af jazz-, popp- og rokktónlist sem ber keim af nokkurri ævintýramennsku en þó stöðugleika á köflum. Ásamt Sigmari koma fram trompetleikarinn Snorri Sigurðarson, Helgi Rúnar Heiðarsson og Jóel Pálsson sem leika á saxófóna, Kjartan Valdemarsson leikur á píanó og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen. Bassist and composer Sigmar Þór Matthíasson celebrates his 30th birthday with a concert at the club. Presenting a special program of all-original music, some old but also brand-new compositions, arranged for a sextet for this special occasion. The music can be described as a powerful mixture of jazz, pop and rock with an adventurous, yet still a stable outcome. The band features the talents of Snorri Sigurðarson, Helgi Rúnar Heiðarsson, Jóel Pálsson, Kjartan Valdemarsson and Magnús Trygvason Eliassen. The concert starts at 21 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 2000. Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum á Björtulöftum, Hörpu með 16 tónleikum til 17. maí. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar koma fram í dagskránni, m.a. Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson, Tómas R Einarsson, Sigurður Flosason, Einar Scheving, Þorgrímur Jónsson, Sunna Gunnlaugs, Erik Qvick, Ásgeir Ásgeirsson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Scott McLemore, Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal og Jóel Pálsson og fleirri og fleirri. Múlinn er að hefja sitt 21. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is