Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Þúsund ára þögn / Sómi þjóðar (4. sýning)

Mengi

17389149 1252012848245017 112845949232299591 o

Þúsund ára þögn. Nýtt verk eftir leikhópinn Sóma þjóðar 4. sýning: Mánudaginn 24. apríl klukkan 21 Miðaverð: 2900 krónur. „Nú beinir hópurinn sjónum sínum að þögninni og sannar í eitt skipti fyrir öll að Sómi þjóðar er listrænt afl í íslensku menningarlífi sem vert er að fylgjast vel með.“ **** Fréttablaðið / 18.03.2017 „Upphafssenan var einstaklega skemmtilega útfærð hjá Hilmi, Kolbeini og Tryggva, sem leika sýninguna. Með skýrum fókus og nákvæmri hlustun tókst þeim að skapa ótrúlegt samtal sín á milli án þess í reynd að mæla orð af vörum.“ Morgunblaðið / 18.03.2017 Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur. Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera? Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum. Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar? Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. „Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og...og þá verður allt einhvern veginn...maður er bara...þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og...og steinninn, hann lifir manninn.. Fyrri sýningar Sóma þjóðar: - Gálma eftir Tryggva Gunnarsson (2011). Tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár. - PUNCH - ásamt Stick and Stones (2012). - Ég er vindurinn eftir Jon Fosse (2012). - MP5 eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson (2014). - Björninn eftir William Walton á Cycles Music Festival (2015). - FótboltaÓperan á Óperudögum í Kópavogi (2016) Ljósmynd: Steve Lorenz ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ ◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊ Thousand Years of Silence A new piece by the theatre group Sómi þjóðar (Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Tryggvi Gunnarsson) on the effects of the Icelandic silence. Why is silence concidered a virtue? Can silence be a good thing? What causes us to escape into silence instead of dealing with difficult feelings and problems? Monday, April 24th at 9pm. Tickets: 2900 ISK Photo credit: Steve Lorenz