Viðburðir á morgun - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

No Man´s Land - National Theatre Live - Aukasýningar

Bío Paradís

16473782 1242091529160759 4682175417966247041 n

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að bæta við aukasýningum á uppsetningu Breska Þjóðleikhússins á No Man´s Land með þeim Ian McKellen og Patrick Stewart í aðalhlutverkum . Um er að ræða upptöku af lifandi uppfærslu sem færir þér verkið upplifun, líkt og þú sitir á fremsta bekk í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum. Tveir rithöfundar hittast á sumarkvöldi á knæpu einni í Hampstead, en halda svo áfram sumbli í húsi annars þeirra. Samtal þeirra verður sífellt ótrúverðugra og snýst upp í valdaleik sem verður sífellt flóknari eftir heimkomu tveggja illra innrættra ungra manna. Uppfærslan hefur fengið fullt hús stiga í breskum fjölmiðlum, sýning sem þú vilt ekki missa af! Sýningar: 29. apríl kl 20:00 30. apríl kl 20:00