Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Íbúalýðræði - er það eitthvað ofan á brauð

Iðnó

17504238 10154935539635042 4932466271888484155 o

Opinn fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem haldinn er í Iðnó. Dagskrá: 1. Lýðræðismál í Reykjavík: Halldór Auðar Svansson, formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 2. Hverfið Mitt 2017: Sonja Wiium, verkefnisstjóri 3. Íbúalýðræðisstefna Mosfellsbæjar: Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar Fundarstjóri er Nichole Leigh Mosty. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Nýtt deiliskipulag fyrir Kaldárselsveg og Ásvallabraut

16602329 1473367729362502 5012888061229210932 o

Haldinn verður kynningarfundur þriðjudaginn 28. mars kl 17 að Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði þar sem eftirfarandi verður kynnt: Nýtt deiliskipulag fyrir Kaldárselsveg sem afmarkast frá Sörlatorgi að Hlíðarþúfum Tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt greinagerð með umhverfismati verður kynnt ásamt breytingu á mörkum deiliskipulagsáætlana fyrir Mosahlíð og Ásland 3 skv. 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nýtt deiliskipulag fyrir Ásvallabraut – tenging Valla og Áslands. Tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt greinagerð með umhverfismati verður kynnt ásamt óverulegri breytingu á mörkum aðliggjandi deiliskipulagsáætlana fyrir Ásland 3.áfanga, hestasvæði Hlíðarþúfum og Skarðshlíð skv. 4 .mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vonumst til að sjá sem flesta!

Fórn - Listamannaspjall // Sacrifice - Artist Talk

Mengi

17390730 1388694971191483 6747390385783150343 o

Þriðjudaginn 28. mars frá 17:00 - 19:00 býður Reykjavík Dance Festival upp á listamannaspjall í Mengi í tengslum við FÓRN í uppsetningu Íslenska dansflokksins. Listamennirnir Ragnar Kjartansson, Margrét Bjarnadóttir, Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson og Bjarni Jónsson dramatúrg munu fjalla um ferli Fórnar - hátíðarinnar í heild sem og gerð verkanna sinna Shrine og Ekkert á morgun. Ásgerður G. Gunnarsdótitr & Alexander Roberts listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival munu leiða umræðurnar. Ókeypis aðgangur & drykkir & snarl - sjáumst í Mengi! --------- On Tuesday March 28th, from 17:00 - 19:00, Reykjavík Dance Festival invites you to an artist talk at Mengi in relation to SACRIFICE by Iceland Dance Company. The artists Ragnar Kjartansson, Margrét Bjarnadóttir, Erna Ómarsdóttir & Valdimar Jóhannsson and Bjarni Jónsson dramaturg will discuss the work Sacrifice - festival as well as making of their individual work, Shrine & No Tomorrow Ásgerður G. Gunnarsdótitr & Alexander Roberts artistic directors of RDF will moderate the discussions. Free admission & drinks & snacks - see you at Mengi!

KexJazz // Kvartett Birgis Steins Theodórssonar

Kex Hostel

17547132 1602785296416377 6274790321908844369 o

Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel, þriðudaginn 28. mars, kemur fram kvartett bassaleikarans Birgis Steins Theodórssonar. Auk hans skipa kvartettinn þeir Tómas Jónsson á píanó, Sölvi Kolbeinsson á saxafón og Lukas Akintaya á trommur. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt frumsamið efni eftir alla meðlimi hljómsveitarinnar ásamt nokkrum þeirra uppáhalds jazzstandördum. Birgir Steinn, Sölvi og Lukas stunda allir framhaldsnám við jazzdeild Universität der Künste - JiB, í Berlín. Tónlistin hefst kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.