Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Eyjakvöld á SPOT 28. janúar

16113984 10211025312282650 945058011931114044 n

SPOT og Eyjabakarí kynna: Eyjakvöld á SPOT 2017. Að loknum tónleikunum í Hörpu laugardagskvöldið 28. janúar ætlum við að blása til áframhaldandi tónlistarveislu á SPOT í Kópavogi þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Við byrjum kvöldið á söngskemmtun með Blítt & Létt hópnum, bæjarlistamönnum Vestmannaeyja árið 2015 þar sem ALLIR geta sungið með, enda textum varpað upp á skjá jafnóðum ef þú mannst ekki textann. Bjartmar Guðlaugsson þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum, hvað þá Eyjamönnum. Bjartmar mætir og telur í alla sína stærstu smelli. Stórhljómsveit undir forrystu Kristjáns Gíslasonar sér svo um að halda ballinu gangandi og munu kempur eins og Þórarinn Ólason söngvari í Dans á Rósum stíga á stokk ásamt Guðlaugi Ólafssyni skipherra á Herjólfi og söngvara Dr. Sála. Rúturnar (Bekkjarbílarnir) verða að sjálfsögðu á sínum stað fyrir utan Hörpu þegar tónleikunum lýkur og ferja gesti frítt á SPOT. Þau ykkar sem eigið eftir að tryggja ykkur miða á tónleikana þá fást þeir hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/undurfagra-aevintyr/

JAZZ Danskennsla á KEX

Heimilislegir sunnudagar á Kex Hostel

16265580 1340643139343032 1164028292276362120 n

Kennarar frá Plié Listdansskóla kenna áhugasömum krökkum frumspor í Jazz-Modern dansi. Æskilegur aldur 3-7 ára en auðvitað eru allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir

Joan Jonas: Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra

Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland

16179056 10154974907799695 4775593867751468587 o

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, verður með leiðsögn um sýninguna „JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012,“ sunnudaginn 29. janúar kl. 14. Íslandstengd verk Joan Jonas eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið Reanimation er sýnt í Listasafni Íslands og verkið Volcano Saga er sýnt í Listasafninu á Akureyri. Sýningarnar eru unnar í samstarfi Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri. Sérstakir styrktaraðilar eru Safnráð og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi. Athugið að sýningin mun standa til 26. febrúar ---- „Joan Jonas Reanimation Detail 2010/2012“ 26.10 - 26.02 2017 Guided tour with museum director Halldór Björn Runólfsson. Joan Jonas (b. 1936) is a pioneer of video and performance art and one of the most acclaimed working artists. She has had a profound impact on her contemporaries and her award-winning work has been the subject of several retrospectives at major art museums. Additionally, she is professor emerita at MIT (Massachussets Institute of Technology). Joan Jonas represented the US at the Venice Biennale in 2015.

Matartími

Reykjavík

16112738 1524358697592371 2264435291454426821 o

Okkur langar öllum að líða vel og öll þurfum við að nærast og haldast næring og góð líðan þétt í hendur. Matreiðslumennir á veitingarstöðunum Sæmundur í Sparifötunum á Kex Hostel, Hverfisgata 12 Pizza og DILL Restaurant Reykjavik þekkja vel mikilvægi næringar og hafa tekið saman höndum til þess að bjóða okkur upp á MATARTÍMA. MATARTÍMI fer fram sunnudaskvöldin 29. janúar, 5., 12. og 19 febrúar á ónefndum stað í Reykjavík. Mæting hvern sunnudag á KEX Hostel við Skúlagötu 28 kl. 18:30 og er farið þaðan með rútu þar sem MATARTÍMA er notið í góðum hópi. Fram koma: 29. janúar Þórarinn Snæfeld Sæmundur í sparifötunum á KEX Hostel. - Asian Street Food - 05. febrúar Ragnar Eiríksson DILL Restaurant Vegan MATARTÍMI Vegan Pop-up 1 - Cornabello -Grillaður heill mæjs -Portabello -Pikklaður laukur -Brown butter vinagrette -Rúgbrauð 2 - “Surf and turf”, -Hvítkál bakað heilt og skorið í geira -Maríusvunta og sellerý tjoppað í vinagrett -Gerjaður hvítlaukur 3 - Pear and birch -Vac. Perur í Birkisnaps og greinum -Bitter almonds Crush -Möndlu emolution -Birkisýrop gastrik -Sprettur sem passa :) 4 - Spruce and barley -Soðið bygg blandað smá af millidökku bruggmalti -Svartrótar rúsinur -Þangskegg -sveppa seyði og Kára treacle -Karsi bitter mini 5 - Berries and dulse -krækiber í Bláberja lambicnum mínum -Marshmallow- þurrkaðar svartar ólifur í -sölsorbet 12. febrúar Hinrik Carl Hverfisgata 12 Pizza 19. febrúar Ólafur Ágústsson Sæmundur í sparifötunum ___________________________________________________ 5-7 rétta kvöldverður með víni 15.000 kr. per person Hægt er að panta borð með tölvupósti á kexland@kexhostel.is

Svartir Sunnudagar: North by Northwest

Bío Paradís

16143695 1222648304438415 962567851942695494 o

English below Cary Grant leikur aðalhlutverkið í leikstjórn Alfred Hitchcock í fjórða sinn í kvikmynd sem er sannkölluð Kult Klassík sem við getum ekki beðið eftir að sýna í bestu mögulegu gæðum (DCP). Myndin fjallar um Roger Thornhill sem flækist inn í sakamál og er tekin í misgripum fyrir mann á flótta sem eftirlýstur er í allri Norður Ameríku. hann er hundeltur á kolröngum forsendum og ýmislegt verður á vegi hans! Ekki missa af North by Northwest, á Svörtum Sunnudegi 29. janúar kl 20:00 í Bíó Paradís! English Cary Grant teams with director Alfred Hitchcock for the fourth and final time in this superlative espionage caper. After Roger Thornhill, an innocent man, is mistaken for a wanted fugitive he is pursued across North America by a pair of espionage agents trying to kill him, as well as by police who suspect him of murder. We can´t wait to screen the film from a DCP, on a Black Friday Sunday January 29th at 20:00!