Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Poco Apollo - Halldór Eldjárn / MMD 2017 Off Venue

Mengi

15941076 1177351605711142 4573904825216104244 n

Poco Apollo: Innsetning eftir Halldór Eldjárn í Mengi. Frá klukkan 14 - 22. Aðgangur ókeypis. Viðburðurinn er hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem hefst 26. janúar. Poco Apollo, innsetning Halldórs Eldjárn byggir á stórmerkilegu ljósmyndasafni NASA (geimferðarstofnunar Bandaríkjanna) sem nýverið var gefið út og hefur að geyma í kringum 14.000 ljósmyndir sem teknar voru af geimförum Apollo-verkefnisins á árunum 1969 til 1972, ljósmyndir sem hafa að geyma dýrmæt augnablik af landnámi mannsins á tunglinu. Forrit sem Halldór hefur þróað greinir eðlisþætti og andrúmsloft ljósmyndanna og semur tónlist við það í rauntíma. Í Mengi mun tölva leika verkin, meðal annars á sjálfspilandi hljóðfæri, í handahófskenndri röð og hægt verður að virða fyrir sér myndirnar sem skópu hvert lag í leiðinni. Farnar verða örstuttar geimferðir og hægt er að kíkja við hvenær sem er milli klukkan 14 og 22. ................................................. A sound and visual installation by Halldór Eldjárn at Mengi. From 2pm - 10pm. Free entrance. "Poco Apollo is a generative music installation. It builds upon NASA’s newly released library of pictures from the Apollo lunar missions. It feels as if you were on the moon yourself because these images are very raw snapshots, eagerly taken by curious astronauts with very limited time on this terra incognita. But in the chaos, each and one of these 14.000 pictures tells us a small story on it’s own. I wrote a computer program that looks at the image, gathers the data it can from the image to try and understand the mood of the picture and then composes a short music piece to accompany it. The Mengi installation will be a continuous showcase of these short musical pieces." (HE) Halldór Eldjárn is an Icelandic musician and computer scientist. Mainly known for his electro-pop band Sykur, Halldór has been working on solo material and music installations. At Iceland Airwaves 2016 he debuted his solo show, where he combined live performance and his robotic instruments.

Sinfónían á Myrkum

Harpa

14717234 1303112359712825 1077151599118492923 n

Tónleikar Sinfóníunnar á Myrkum músíkdögum eru vettvangur fyrir nýja og spennandi íslenska tónlist í bland við erlend meistaraverk. Hér hljómar nýr víólukonsert eftir Hauk Tómasson, saminn fyrir Þórunni Ósk Marínósdóttur sem er leiðandi víóluleikari SÍ og meðal fremstu tónlistarmanna landsins. Einnig verður frumflutt nýtt hljómsveitarverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur en verk hennar, Water's Voice, vakti mikla eftirtekt á Tectonics-tónlistarhátíð SÍ árið 2015. Verk Úlfs Hanssonar var samið fyrir Fílharmóníuhljómsveit Franska útvarpsins í kjölfar þess að hann hlaut fyrstu verðlaun í flokki ungra tónskálda á Tónskáldaþinginu 2013. Doloroso eftir Atla Heimi Sveinsson er kyrrlátur huggunar- og saknaðarsöngur, og er tileinkað minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Breska tónskáldið Thomas Adès er einn virtasti tónlistarmaður samtímans. Hið glæsilega hljómsveitarverk hans, Polaris, er samið árið 2010. Það ber undirtitilinn „ferðalag fyrir hljómsveit“ og er innblásið af Pólstjörnunni eins og heitið gefur til kynna. Einn gagnrýnandi sagði eftir frumflutninginn að það væri „yfirgengilega fagurt“ og eru það orð að sönnu.

JACK ROCKS á Húrra: Andi, Konsulat og ₩€$€‎₦

Húrra

16252060 1199858756797655 2255224830435277174 o

(English below) ████████████████ JACK DANIEL'S kynnir JACK ROCKS á Húrra fimmtudagskvöldið 26. janúar 2017. Fram koma þrjár hljómsveitir sem deila sviði á rafmögnuðum og rokkuðum tónleikum. Þær eru Andi, Konsulat og ₩€$€‎₦. Hús opnar kl. 20 og aðgangur er ókeypis. ████████████████ ░░░░░░░░░Andi░░░░░░░░░ Jafn mikið og fljúgandi furðuhlutur á himni í miðjum stormi vekur undrun þá er tónlist Andra Eyjólfssonar sem nýr og ferskur andblær í heim íslenskrar tónlistar. Fyrsta útgáfa Anda var gefin út á 50 bláum kassettum í fyrra af gröllurunum hjá Lady Boy Records. https://ladyboyrecords.bandcamp.com/album/andi ░░░░░░░░░Konsulat░░░░░░░░░ Hljómsveitin Konsulat samanstendur af þeim Þórði Grímssyni og Kolbeini Soffíusyni sem áður léku með með hljómsveitinni A & E Sounds auk Arnljóti Sigurðssyni (Arnljótur, Ojba Rasta). Draumkennt gítarglamr Konsulat fær heila og líkama til að hreyfast með hjálp taktfasts hljóðs trommuheila þeirra. https://soundcloud.com/konsulata ░░░░░░░░░₩€$€‎₦░░░░░░░░░ ₩€$€‎₦ er Reykvísk hljómsveit skipuð af þeim Loga Höskuldssyni (Loji, Sudden Weather Change) og Júlíu Hermannsdóttur (Oyama). Tvíeykið flytur einlægt og tilraunakennt rafpopp. Seint á síðasta ári gaf ₩€$€‎₦ út sína fyrstu breiðskífu, Wall of Pain, í samstarfi við pródúsentinn Árna Rúnar Hlöðversson (FM Belfast, Milkywhale). https://soundcloud.com/wesenwesen ████████████████ Sjáumst þar! - ████████████████ JACK DANIEL'S presents JACK ROCKS @ Húrra, Thursday January 26. Three local and lively bands will share a stage on Thursday January 26. They are Andi, Konsulat and ₩€$€‎₦. Doors open at 8 PM and admission is free. ████████████████ ░░░░░░░░░Andi░░░░░░░░░ Andi's presence in the Icelandic music scene is like a breath of fresh air. He catches you by suprise just as the wonderful sight of a U.F.O. would. Andi's, Earth name: Andri Eyjólfsson, debut was released last year by Lady Boy Records as a limited run of blue cassette tapes, 50 to be exact. https://ladyboyrecords.bandcamp.com/album/andi ░░░░░░░░░Konsulat░░░░░░░░░ Konsulat consists of Þórður Grímsson & Kolbeinn Soffíuson (former members of A & E Sounds) alongside Arnljótur Sigurðsson (Arnljótur, Ojba Rasta). Their effect-driven and dreamy guitar melodies, kept afloat by a steady drum machine sound, will move your mind and limbs. https://soundcloud.com/konsulata ░░░░░░░░░₩€$€‎₦░░░░░░░░░ ₩€$€‎₦ is a band made up of Loji Höskuldsson (Loji, Sudden Weather Change) and Júlía Hermannsdóttir (Oyama). The duo produces and performs sincere and experimental electropop. Late last year their debut album, Wall of Pain, was relased in collaboration with producer Árni Rúnar Hlöðversson (FM Belfast, Milkywhale). https://soundcloud.com/wesenwesen ████████████████ See you there!