Verið velkomin á 5 ára afmælishátíð Hörpu á Menningarnótt. Dagskráin í ár verður stórglæsileg þar sem boðið verður upp á fjölmarga viðburði fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur ókeypis allan daginn.
Eldborg
15:00 – Opið hús: Pétur og úlfurinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands
17:00 – Opið hús: Rússnesk veisla með Sinfóníuhljómsveit Íslands
19:00 – Stórsveit Reykjavíkur
Norðurljós
13:00 – Perlur íslenskra sönglaga -rótgróin tónleikaröð í Hörpu
13:30 – Íslenska óperan
14:15 – Sígildir sunnudagar: Elektra Ensemble
15:05 – Diddú og Bergþór
16:00 – Reykjavík Classics - ný sumartónleikaröð í Hörpu
17:00 – Óperuakademía unga fólksins
19:00 – Ungversk sýning
Kaldalón
13:15 – Blúshátíð
15:00 – Blikktromman: dj. flugvél og geimskip
15:45 – Upptakturinn: Hljómsveitin RuGl
16:30 – Færeysk tónlistaratriði:
16:30 Døgg Nónsgjógv og Allan Tausen
17:00 Jógvan Joensen
17:30 Annika Hoydal og hljómsveit
Silfurberg
12:00 – Myndasýning úr starfi Hörpu
13:00 – Barnaleikritið Þrír munkar - Leiksýning frá Kína
15:00 – Myndasýning úr starfi Hörpu
18:00 – Barnaleikritið Þrír munkar - Leiksýning frá Kína
20:00 – Bein útsending frá tónleikum á Arnarhóli
Flói
14:30 – 17:00 Muffins úr konditori Veisluþjónustu Hörpu í boði hússins í tilefni af 5 ára afmæli Hörpu
14:15 – Fótboltaóperan eftir Helga R. Ingvarsson
14:35 – Rebekka Sif - dægurlagasöngkona
15:05 - Fótboltaóperan eftir Helga R. Ingvarsson
15:30 – Tangóhljómsveitin Mandólín
16:15 – Barnadagskrá: Dúó Stemma
17:00 – Verbandsjugendorchester Hochrein, úrvals lúðrasveit þýskra ungmenna
14:30 – 17:00 Muffins úr konditori Veisluþjónustu Hörpu í boði hússins í tilefni af 5 ára afmæli Hörpu
Hörpuhorn
13:30 – Fótboltaóperan eftir Helga R. Ingvarsson
14:00 – Verbandsjugendorchester Hochrein, úrvals lúðrasveit þýskra ungmenna
14:30 – Sigmenn í glerhjúp Hörpu
15:15 – Múlinn jazzklúbbur
16:15 – Hljómfélagið, sönghópur
18:00 – Jazzkvartettinn Trafala
20:00 – Gestir og gangandi leika á ljósaorgel á glerhjúpi Hörpu
Eyri
13:00 – Upplestur meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands
13:30 – Ungversk vinnustofa og föndur (lýkur 16:30)
Hörputorg
13:00 – Bílasýning íslenska Cadillac klúbbsins
Sýningarrými
11:00 - 18:00 – Opið verður á Þögul leiftur: ljósmyndasýningu Vesturfarasetursins á 3. hæð
11:00 - 18:00 – Opið verður ljósmyndasýninguna Gavin Evans: BOWIE - The Session á 4. hæð.
11:00 - 18:00 – Opið verður í Expó skálann í K2 (kjallara)
Opin rými
14:30 og 17:00 – Maxímús Músíkús heilsar börnunum og gefur veifur og endurskinsmerki
15:00-17:00 – Sirkus Íslands leikur listir sínar
Team Spark sýnir kappakstursbíl í Norðurbryggju
Kerru- og fatageymsla í fatahengi Hörpu gegn 500 kr. gjaldi
Við fögnum Menningarnótt með upplestri í Hörpu. Dagskráin hefst kl 13 á Eyri sem er á annarri hæð við höfnina. Upplesturinn er hálftími.
Skáldin sem lesa eru þau:
Friðgeir Einarsson
Arndís Þórarinsdóttir
Jóhanna María
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
Ólöf Sverrisdóttir
Þórdís Helgadóttir
Njótum, hlustum, gleðjumst og sósum okkur í menningu allan daginn og langt inn í nóttina.
FótboltaÓperan í Hörpu!
13:30 - Hörpuhorn
14:15 - Flói
15:05 - Flói
„Við vinnum, bara í seinnihálfleik. Þetta er ekkert flókið.“ Fólk fær útrás jafnt í gegnum tónlist sem og íþróttir, og í báðum tilfellum kemur þessi útrás m.a. í ljós með allskonar hljóðum: köllum, söng, trommuslætti, fagnaðarlátum. Tónlist nýtur sín oft vel þegar hún fjallar um hreina og skýra tilfinningu og í fótbolta er ávallt skýr stefna, skýrt markmið: Allt eða ekkert. Sigur! Og ástríðan fyrir því markmiði. Á léttan og stundum húmorískan hátt skoðar FótboltaÓperan punktana þar sem þessir tveir heimar mætast: eftirvæntinguna, spennuna, gleðina jafnt sem og vonbrigðin.
Helgi R. Ingvarsson samdi FótboltaÓperuna í tilefni af EM og Óperudögum í Kópavogi 2016.
Við þökkum Hörpu, KSÍ og Kópavogsbæ fyrir stuðninginn!
New Neighborhoods Festival er ný hátíð sem er haldin í Reykjavík í fyrsta skipti á Menningarnótt á Kex hostel.
Hátíðin er hugsuð til að styrkja sambönd milli Póllands og Íslands í tónlist og videólist.
Hátíðin mun svo færa sig yfir til Warsaw í Póllandi 10 September.
Dagskráin er ekki af verri endanum en listamenn á borði við:
Úlfur Úlfur (IS), Beatmakin Troopa (IS), Tonik Ensemble (IS),
The Stubs (PL), Baasch (PL) og Hatti Vatti (PL) munu troða upp.
Frítt er inn á Kexið og byrjar dagskráin klukkan 14:30.
14:30-15:10 - Beatmakin Troopa
15:30-16:10 - Hatti Vatti
16:40-17:10 - Úlfur Úlfur
17:40-18:10 - The Stubs
18:40-19:10 - Tonik Ensemble
19:50-20.30 - Baasch
Sjáumst
New Neighborhoods: www.newneighborhoodsfestival.com
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Join us at Kex Hostel on 20 August during the highly-anticipated Menningarnótt for a day filled with music and art from Poland and Iceland!
New Neighborhoods Festival mixes a Polish and Icelandic musical lineup and includes visual artists from the two countries, providing exceptional visual elements for attendees - thus, incorporating artistic exchange into spirit of the festival.
The Warsaw edition takes place on 10 September, featuring the same artists and bringing a taste of Iceland to Poland!
Tonik Ensemble:
Tonik Ensemble is the musical output of Icelander Anton Kaldal Ágústsson exploring the vast expanse of the electronic spectrum the soundscape with a strong signature sound of contrasts: rich and stripped bare, minimalist but intricate, finely crafted and yet very instinctive. Together with an ever-evolving cast of talented collaborators, the output is a deep, atmospheric pseudo-techno. Tonik Ensemble’s debut Snapshots met with critical acclaim, earning a Kraumur Music Fund award and Album of the year titles from Straumur and The Reykjavik Grapevine.
www.tonik.is
The Stubs:
The Stubs is a Warsaw based rock'n'roll trio formed in 2010. They are calling their music "low budget rock'n'roll" and that term is not missing the truth that much. They have already released "The Stubs" LP (2011, Antena Krzyku), "Kill Yourself" EP (2012, Instant Classic) and "Second Suicide" LP (2013, Instant Classic). They have played whole lot of shows in squats, toilettes, clubs and at the biggest festivals. At 14th of november they have released their third long play - "Social Death By Rock 'N' Roll". In 2015, during the OFF Festival their performance was recorded by KEXP from Seattle.
YouTube - http://youtube.com/user/thestubswarsaw
Bandcamp - http://thestubswarsaw.bandcamp.com/
Hatti Vatti:
Since 2009, vinyl releases for British, Irish and Polish labels have marked this Polish producer apart for his cinematic take on bass-driven electronic music. His last release "Worship Nothing” LP (2014) sees Hatti Vatti’s artistic journey culminate into a single, coherent vision, a vision that is simultaneously spacious and deeply intimate. HV was promoting his last solo album with performances in Poland, Germany, Lithuania, Latvia, Estonia, Czech Republic, Belarus, Belgium, Switzerland, Greenland and twice in Japan. He’s working with regarded polish musicians in other projects: HV/NOON, Nanook of the North and FFRANCIS.
By the way, Iceland and Hatti Vatti have something in common - Nanook of the North's forthcoming album was recorded at Ólafur Arnalds's studio in Reykjavík!
Soundcloud - https://soundcloud.com/httvtt
YouTube - https://www.youtube.com/watch?v=mDVXG8JLnS8
Úlfur Úlfur
Úlfur Úlfur (Arnar Freyr and Helgi Sæmundur) is a rap duo from, Iceland. They debuted in 2011 with their first album Föstudagurinn langi. In late 2015 they released their follow-up album Tvær Plánetur. They took home the 2016 award for Album of The Year at the 2016 Icelandic listening awards for that album. This summer they recorded a music video with the legendary Vice which will come out very soon! At Iceland Airwaves last year the blew the minds of both Icelandic and international audience away with their powerful beats and fresh, catchy rhymes.
YouTube: https://www.youtube.com/watch?v=qqecC7JHQJI
Baasch
Baasch (Bartek Schmidt) is a young, talented producer, vocalist, composer and lyrics author. His music hovers around ambitious electro, alternative pop and film music. Having composed the soundtrack, to lound and award-winning Tomasz's Wasilewski movie called "Płynące Wieżowce" he gained recognition as a unique artist. BAASCH collaborates with many artist of polish alternative and electro music scene, such as: Rysy, BOKKA, Rubber Dots, Novika and more.
YouTube: https://www.youtube.com/watch?v=STXP_HImxZM
Soundcloud: https://soundcloud.com/baaschmusic
Beatmakin Troopa
Beatmakin Troopa is a solo project from Icelandic Pan Thorensen. His music is a unique combination of slow, relaxing electro and energetic jazz. Troopa has also released alot of sideprojects. He his also one of band members of the electronic trio Stereo Hypnosis with his father Óskar Thorarensen aka. Jafet Melge & the composer Þorkell Atlason. They have release five albums and toured around the world for the past six years. He played at Tallinn Music Week, Extreme Chill Berlin and more.
YouTube:https://www.youtube.com/watch?v=8A1ZjucnLAI
Soundcloud:https://soundcloud.com/beatmakintroopa
The visual part of the festical will be covered by Guðmann Þór Bjargmundsson and Stanisław Zaleski. Guðmann Þór Bjargmundsson is a photographer, video producer who worked on both Icelandic and international movies. Stanisław Zaleski, is a part of the group YesEyeDo and collaborated with such names as Grzegorz Jarzyna, Keith Warner or Amon Minamoto. He designed video projections for Metropolitan Opera New York, Royal Danish Opera and National Opera in Warsaw. Stanisław will design a visual show which will assist Icelandic musicians on stage during the festival.
Information available at www.newneighborhoodsfestival.com.
Organizer:
Chimes
Reykjavik:
Menningarnótt
City of Reykjavik
Warsaw:
Plac Defilad
Co-organizers:
Culture.pl
Kex Hostel
barStudio
ProjektPolska.is
Partners:
Dohop
Bibenda
Extreme Chill
Cintamani
Nettó
Embassy of the Republic of Poland in Reykjavik
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til tvennra tónleika í Eldborg á Menningarnótt í Reykjavík 20. ágúst, kl. 15 og 17 . Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að nálgast miða samdægurs í miðasölu Hörpu.
- Pétur og úlfurinn kl. 15 -
Á tónleikum kl. 15 er höfðað til yngri kynslóðarinnar með ævintýrinu sívinsæla um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofíev. Sögunni fylgir bráðskemmtileg teiknimynd eftir Suzie Templeton sem hlaut Óskarsverðlaunin 2008 og sem gagnrýnandi Classic FM-tímaritsins kallaði „lítið meistaraverk“. Bjarni Frímann Bjarnason stýrir hér hljómsveitinni í fyrsta sinn, en hann hefur hlotið mikið lof fyrir tónlistargáfur sínar og var meðal annars útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Tónleikarnir eru um það bil hálftími að lengd.
- Rússnesk veisla kl. 17 -
Á seinni tónleikunum verður einnig leikin tónlist eftir rússneska meistara: forleikurinn að Rúslan og Lúdmílu eftir Glinka og fiðlukonsert Tsjajkovskíjs. Þar fer með einleikshlutverkið íslensk-spænski fiðluleikarinn Páll Palomares, sem hefur unnið til verðlauna í fjölda alþjóðlegra keppna undanfarin misseri. Hann kom fram með hljómsveitinni eftir að hafa orðið hlutskarpastur í einleikarakeppni SÍ og LHÍ árið 2007 og í vetur gegnir hann stöðu leiðarar 2. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.
Stórsveit Reykjavíkur kemur fram á tónleikum í Eldborg á Menningarnótt, laugardaginn 20 ágúst kl 19. Á tónleikunum sem verða um 45 mínútna langir verður fjölbreytt dagskrá komandi vetrar kynnt í tónum og tali. Stórnandi og kynnir verður Sigurður Flosason. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
Stórsveit Reykjavikur hefur átt góðu gegni að fagna undanfarið. Hún hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir jazzplötu ársins undanfarin tvö ár og á nýafstaðinni Jazzhátíð Reykjavíkur hlutu tónleikar hljómsveitarinnar með bandaríska tónskáldinu og trommuleikaranum John Hollenbeck mikið lof, m.a fimm stjörnudóm frá jazzgagnrýnanda Morgunblaðsins.
Altaristafla hollenska málarans Hieronymus Bosch, Garður jarðneskra lystisemda, er uppspretta tónlistarviðburðar í Mengi á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst milli 19 og 21.
Þetta margslungna málverk, sem hefur verið til sýnis í Prado-safninu í Madrid frá árinu 1939, var málað einhvern tímann á bilinu 1490 til 1510 og er þekktasta verk hollenska meistarans, endalaus uppspretta fræðilegrar umfjöllunar og vangaveltna.
Altaristaflan hefur að geyma sköpunarsögu Biblíunnar, frá því jörðin var auðn og tóm og til hreinsunareldsins. Í helvítinu hans Bosch eru hljóðfæri notuð sem pyntingartæki enda tónlistin nátengd losta og syndsamlegu líferni; naktar fígúrur hafa verið krossfestar á risastóra lútu og hörpu og undir hljóðfærunum liggur nakin fígúra. Á rasskinnar hennar hefur verið prentuð laglína sem hópur kórsöngvara syngur.
Á síðasta ári, 2015, tók ungur bandarískur tónlistarfræðingur sig til og skrifaði upp laglínuna. Seiðandi stef sem hópur tónlistarmanna í Mengi mun leika sér með á meðan á mynd af málverki Bosch verður varpað á vegg.
Óður til lostans, karnivalsins, tónlistarinnar, söngsins og meistara Bosch en á þessu er 500 ára ártíð hans, Bosch lést 9. ágúst, 1516, fæddir 1450.
Á meðal þátttakenda eru Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Arnljótur Sigurðsson, Benedikt Hermann Hermannsson, Gyða Valtýsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Ingibjörg Turchi, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Indriði Arnar Ingólfsson, Pétur Grétarsson og fleiri.
Tónlistargjörningurinn stendur yfir í tvo tíma - frá 19 til 21.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
---------
A musical journey that revolves around Hieronymus Bosch' painting, The Garden of Earthly Delights. A group of musicians will improvise around a theme that is printed on the buttocks on one of the tortured souls in Hell.
Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Arnljótur Sigurðsson, Benedikt Hermann Hermannsson, Gyða Valtýsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Ingibjörg Turchi, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Indrði Arnar Ingólfsson, Pétur Grétarsson and more.
Starts at 7pm and lasts for two hours. Free entrance
Húrra varð tveggja ára í sumar og við ætlum að fagna því á Menningarnótt með heljarinnar partíi og stuði! Babies flokkurinn spilar fyrir dansi og bjór í boði hússins á meðan byrgðir endast.
Nánari dagskrá auglýst síðar!