Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Peter Grimes á Listahátíð

Harpa

10900213 935862429771155 2434100801152737520 o

Óperan Peter Grimes eftir enska tónskáldið Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi þann 22. maí næstkomandi á Listahátíð í Reykjavík. Um er ræða umfangsmikla tónleikauppfærslu í Eldborg sem er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin, Stuart Skelton í titilhlutverkinu og Judith Howarth í hlutverki Ellen Orford. Peter Grimes er talin til helstu verka óperubókmenntanna og er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa heims. Óperan var samin árið 1945 og er byggð á samnefndu harmljóði Georgs Crabbe frá upphafi 19. aldar, þar sem segir frá ógæfu skipstjórans Peter Grimes. Ungir piltar sem Grimes ræður sér til aðstoðar týna lífinu hver á eftir öðrum og er honum í kjölfarið afneitað af bæjarbúum, með átakanlegum afleiðingum. Tónlistin er lagræn og aðgengileg, ýmist gamansöm eða hádramatísk eins og efnið býður upp á. Daníel Bjarnason er hljómsveitarstjóri, en með titilhlutverkið fer ástralski tenórinn Stuart Skelton. Skelton var valinn Söngvari ársins á International Opera Awards á síðasta ári. Hann hefur sungið hlutverkið víða á undanförnum árum og hlotið mikið lof fyrir, og var m.a tilnefndur til hinna virtu Olivier-verðlauna fyrir túlkun sína á hlutverkinu við Ensku þjóðaróperuna. Með hlutverk Ellen Orford fer breska sópransöngkonan Judith Hoarth, sem meðal annars hefur sungið hlutverkið í Lundúnum og Toulouse. Einn fremsti baritónsöngvari okkar á hinu alþjóðlega sviði, Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með hlutverk Balstrode, í sínu fyrsta óperuhlutverki í Hörpu. Önnur hlutverk eru í höndum þekktustu óperusöngvara okkar; Hönnu Dóru Sturludóttur, Hallveigu Rúnarsdóttur, Lilju Guðmundsdóttur, Snorra Wium, Viðars Gunnarssonar, Ingveldar Ýrar Jónsdóttur, Garðars Thór Cortes, Odds Arnþórs Jónssonar og Jóhanns Smára Sævarssonar. Athugið að það er aðeins einir tónleikar. Susan Gritton sem fara átti með hlutverk Ellen Orford hefur boðað forföll og í hennar stað syngur Judith Howarth hlutverkið. EFNISSKRÁ Benjamin Britten: Peter Grimes STJÓRNANDI: Daníel Bjarnason EINSÖNGVARAR: Stuart Skelton, Judith Howarth og Ólafur Kjartan Sigurðarson KÓR: Kór Íslensku óperunnar

Gabriel Iglesias 27. maí í Hörpu

Harpa

10958048 10152805204033171 8331350484005440570 n

Gabriel Iglesias er ekki feitur, hann er "fluffy" - að sögn móður sinnar. Grínistinn íturvaxni er einn af vinsælustu uppistöndurum Bandaríkjanna og selst jafnan upp á sýningarnar hans með hraði út um allan heim. Honum er jafnan lýst sem hnyttnum, rafmögnuðum og hæfileikaríkum skemmtikrafti og uppistandið hans stútfullt af sögum, paródíum, eftirhemum og hljóðum sem glæða persónulegan reynsluheim hans sprenghlægilegum húmor og lífi. Hann hefur selt milljónir DVD diska, komið fram í öllum helstu spjallþáttum heims og er nú við tökur kvikmyndinni á XXL Magic Mike með þeim Matthew McConaughey og Channing Tatumþ Miðasala hefst fimmtudaginn 12. febrúar kl. 10 á Miði.is og Harpa.is. Póstlistaforsala Senu fer fram daginn áður.

Chopin og Nielsen

Harpa

10571988 827003927323673 9119230697421760125 o

Makedóníski píanósnillingurinn Simon Trpcˇeski hefur verið í hópi fremstu píanóleikara Evrópu síðasta áratuginn en sækir nú Ísland heim í fyrsta sinn. Hann hefur leikið einleik með flestum helstu hljómsveitum heims og hlotið fjölda verðlauna fyrir hljómdiska sína sem hann hljóðritaði fyrir EMI. Hér leikur Trpcˇeski fyrri píanókonsert Chopins, sem tónskáldið samdi aðeins tvítugur að aldri. Tónlistin er sérlega fögur og ljóðræn, en í lokaþættinum bregður fyrir fjörugum pólskum þjóðdansi. Árið 2015 verða liðin 150 ár frá fæðingu Carls Nielsen. Sinfóníur þessa þjóðartónskálds Dana eru á efnisskrám hljómsveita um allan heim enda eru þær vitnisburður um frjóan og frumlegan stíl höfundarins. Sú fimmta er vinsælust þeirra allra og hljómar hér í túlkun finnska stjórnandans Pietari Inkinen, sem hefur margsinnis stjórnað SÍ við mjög góðar undirtektir áheyrenda. EFNISSKRÁ: Fréderic Chopin: Píanókonsert nr. 1 Carl Nielsen: Sinfónía nr. 5 STJÓRNANDI: Pietari Inkinen EINLEIKARI: Simon Trpceski

WonderWagon

Harpa

Wonderwagon e1429190714161

The WonderWagon takes you on a tour of Reykjavík’s art and music scene. This old bus has been accessorised with a crystal chandelier and a grand piano and is always filled with music and entertainment. It will take you on an immersing trip through the city and be visited by Icelandic authors, painters and musicians who you will get to know on a personal level as they present their works and host workshops. The WonderWagon also stops at many places of interest.

Lunchtime Concert: Icelandic Opera

Harpa

Icelandic opera e1432304727856

As part of Icelandic Opera’s monthly free lunchtime concerts, many Icelandic musicians will perform a number of pieces from well-known operas. This is the last such concert of the season, and it will focus on theatre and cabaret pieces by the German composer Kurt Weill, performed by singer Ingveldur Ýr and pianist Antonía Hevesi.

Sumarblær með Dvorák

Harpa

10556979 827005740656825 4230246436714839492 o

Upphafsverk þessara síðustu áskriftartónleika vetrarins er Lér konungur (Grande ouverture du roi Lear), glæsilegur forleikur sem Berlioz samdi í Nice. Hann var þá á heimleið eftir frægðarför um Ítalíu þar sem hann hlaut hin virtu Prix de Rome verðlaun. Einleiksverkið er Poltroons in Paradise, splunkunýr konsert fyrir ásláttarhljóðfæri eftir Stewart Copeland sem er fyrrverandi trommuleikari bresku rokkhljómsveitarinnar The Police og í dag virt tónskáld. Verkið var frumflutt af Fílharmóníuhljómsveitinni í Liverpool þann 23. maí síðastliðinn. Melódíuflóð hinnar glaðlegu 6. sinfóníu Dvoráks setur endapunktinn á tónleik- ana og fylgir tónleikagestum út í bjart sumarkvöldið. Dúó Harpverk hefur starfað frá 2007 og er skipað tveimur sinfóníufélögum, þeim Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleikara. Fyrir þau hafa íslensk og erlend tónskáld samið ríflega 80 tónverk sem dúóið hefur flutt á tónleikum og tónlistarhátíðum innanlands og utan. Sólóraddirnar í slagverkskonsert Copelands eru sérstaklega umritaðar fyrir Dúó Harpverk. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Andrew Grams stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands nú í fyrsta sinn en hann hefur stjórnað mörgum þekktum hljómsveitum í þremur heimsálfum. EFNISSKRÁ: Hector Berlioz: Lér konungur, forleikur Stewart Copeland: Poltroons in Paradise Antonín Dvorák: Sinfónía nr. 6 STJÓRNANDI: Andrew Grams EINLEIKARAR: Dúó Harpverk

Sparkle - HIMA opening concert at Harpa

Harpa

Stainer

This concert marks the opening of the Harpa International Music Academy, a summer music festival and course that runs from June 6 – 17. It will feature two award winning violinists: Rennosuke Fukuda from Japan and Ludvig Gudim from Norway. Joining them on piano will be British pianist Gordon Back, the Artistic Director of the Menuhin Competition.

Kvennatónleikar Sinfóníunnar

Harpa

10498450 827006970656702 8204629255988754322 o

Stór hljómsveitarverk eftirtektarverðra tónskálda; baráttukvenna og brautryðjenda verða í brennidepli þegar aldarafmælis kosningaréttar íslenskra kvenna verður minnst á sögulegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Jórunn Viðar, eitt af höfuðtónskáldum 20. aldarinnar á Íslandi, og Amy Beach sem var fyrsta bandaríska kventónskáldið sem átti miklum vinsældum að fagna heima fyrir og í Evrópu; þessar listakonur ruddu brautina fyrir komandi kynslóðir tónsmiða. Anna Þorvaldsdóttir er í fremstu röð yngri tónskálda en hún hlaut meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt Dreymi. Einleikari á tónleikunum er Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og stjórnandi er aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Bogotá í Kolimbíu, Ligia Amadio sem hefur stjórnað þekktum hljómsveitum í Ameríku, Asíu og Evrópu og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá sem haldin er í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. EFNISSKRÁ Jórunn Viðar: Slátta, píanókonsert Anna Þorvaldsdóttir: Dreymi Amy Beach: Gelíska sinfónían STJÓRNANDI: Ligia Amadio EINLEIKARI: Ástríður Alda Sigurðardóttir