Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

Eddie Izzard í Hörpu 28. mars.

Harpa

11081187 10152924354718171 3806249754910519479 n

Hinn eini sanni Eddie Izzard er væntanlegur til landsins til að skemmta Íslendingum, Eldborg Hörpu…næsta laugardag! Fyrirvarinn er enginn og áhugasamir verða að bregðast hratt við til að tryggja sér miða. Izzard gerði það að listformi að rífa kjaft og hefur átt órúlegu fylgi að fagna um allan heim síðastliðin ár. Force Majeur kemur til Íslands (skyndilega og fyrirvaralaust) eftir að hafa slegið í gegn í rúmlega 25 löndum; m.a. um alla Evrópu, Afríku, Rússlandi, Nýja Sjálandi, Indlandi, Nepal og Austurlöndum fjær. Miðasala hefst miðvikudaginn 25. mars kl. 10 á Miði.is og Harpa.is. Póstlistaforsala Senu fer fram daginn áður.

Gunni Þórðar - 70 ára afmælistónleikar í Hörpu

Harpa

10952371 10152801424508171 1876509089943520605 n

Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson er nýorðinn sjötugur. Af því tilefni efnir hann til afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars kl. 10. Gunnar hóf ferilinn með Hljómum, eins og kunnt er og einn þeirra sem stofnuðu svo ofurgrúppuna Trúbrot. Hann hefur samið og útsett fjöldann allan af þekktustu lögum þjóðarinnar, en útgáfusaga Gunnars spannar um sjö hundruð lög á tugum platna í gegn um tíðina í flutningi fremstu söngvara landsins. Það er því ljóst að af nógu verður af að taka á afmælistónleikunum. Á tónleikunum verða þekktustu lög Gunnars flutt af landsliði íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara ásamt gospelkór, barnakór og strengjasveit. Síðast en ekki síst ber að nefna að sjálft afmælisbarnið stígur á svið og flytur nokkur vel valin lög.

Jesus Christ Superstar

Harpa

Jesus christ superstar

This multi-talented cast of Iceland’s best known singers, actors and musicians will perform a concert rendition of Jesus Christ Superstar by Andrew Lloyd Webber and Tim Rice.

Jesus Christ Superstar

Harpa

Jesus christ superstar

This multi-talented cast of Iceland’s best known singers, actors and musicians will perform a concert rendition of Jesus Christ Superstar by Andrew Lloyd Webber and Tim Rice.

Meiri Mozart - tónleikar felldir niður vegna verkfalls

Harpa

10557044 826993227324743 7973218454101590285 o

Tónleikarnir voru felldir niður vegna verkfalls hljóðfæraleikara sem eru félagsmenn í BHM. Píanókonsertinn K. 466 og fertugasta sinfónían eftir Mozart eiga það sammerkt að hafa notið gífurlegra vinsælda og aðdáunar tónleikagesta og flytjenda allt frá upphafi. Píanókonsertinn er kraftmikill og ljóðrænn í senn, saminn í Vín 1785 og frumfluttur af tónskáldinu aðeins degi eftir að verkið var fullgert. Sinfónía nr. 40 í g-moll er meðal þriggja síðustu sinfónía Mozarts og því andstæða snemmbæru sinfóníunnar nr. 32 í G-dúr, sem svipar til ítalsks forleiks. Úkraínska tónskáldið Valentin Silvestrov samdi Sendiboðann til minningar um eiginkonu sína en tónlistin er sveipuð klæðum 18. aldar og kallast með lágstemmdum hætti á við tónlist Mozarts. Píanóleikarinn Shai Wosner nýtur alþjóðlegrar hylli fyrir listfengi og framúrskarandi túlkun. Hann leikur með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og Ameríku og debúteraði með Vínarfílharmóníunni í Salzburg á 250 ára fæðingarafmæli Mozarts. Olari Elts varð í fyrsta sæti í Alþjóðlegu Sibeliusar-hljómsveitarstjórakeppninni í Helsinki árið 2000. Hann var aðal- hljómsveitarstjóri Lettnesku þjóðarhljómsveitarinnar og aðalgestastjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og Sinfóníuhljómsveitar Eistlands. EFNISSKRÁ: Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfónía nr. 32; Píanókonsert í d-moll Valentin Silvestrov: Sendiboðinn Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfónía nr. 40 STJÓRNANDI: Olari Elts EINLEIKARI: Shai Wosner

Vilhjálmur Vilhjálmsson sjötugur

Harpa

1932449 770923452973688 6428008773806626509 n

AUKATÓNLEIKAR KL. 17:00 UPPSELT KL. 21:00 Þann 11. Apríl 2015 verða 70 ár því að Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson fæddist í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjunum. Fólk man ljúfa tenórrödd þessa ástsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er, ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin sem hann gerði að sínum með persónulegum og áreynslulausum söngstíl. Vilhjálmur ætlaði aldrei að verða dægurlagasöngvari. Stefnan var sett á háskólanám. En enginn má sköpum renna. Fyrstu skrefin á söngbrautinni voru stigin í menntaskólanum á Akureyri. Síðan tóku við sigrar með hljómsveitum Ingimars Eydals og Magnúsar Ingimarssonar. Þá urðu plöturnar vinsælar sem Vilhjálmur söng inn á ýmist einn eða með Elly systur sinni. Mörg lög lifa enn í minningunni hátt í fimmtíu árum eftir að þau komu út, svo sem Lítill drengur, Við eigum samleið og Bíddu pabbi svo að örfá séu nefnd. Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt 16 manna hljómsveit. Allt frá því að samstarf Friðriks Ómars og Guðrúnar Gunnarsdóttur hófst árið 2003 hefur Friðrik sungið lög Vilhjálms víða um land við góðan orðstír. Björt og fögur söngröddin minnir óneitanlega á áferð raddar Vilhjálms og ekki síður skýrmælgin sem einkenndi söng Vilhjálms. Á þessum glæsilegu tónleikum mun Friðrik flytja fjölda laga sem Vilhjálmur söng á sínum ferli ásamt færustu hljóðfæraleikurum íslensku þjóðarinnar. Sannarlega tónleikar sem enginn unnandi laga Vilhjálms Vilhjálmssonar ætti að láta framhjá sér fara. Framleiðandi og uppsetning: RIGG viðburðir.

Tectonics Reykjavík 2015

Harpa

10411774 826995103991222 5026824188793938895 n

Featured artists this year include Robyn Schulkowsky, Alvin Curran, Stephen O’Malley, Jon Rose and Joel Stern, as well as performances by experimental duos Part Wild Horses Mane On Both Sides and Usurper. The Iceland Symphony Orchestra premieres works by Áki Ásgeirsson, Magnús Pálsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hlynur Aðils Vilmarsson and Úlfur Hansson along with performances of works by Catherine Lamb and Klaus Lang who also will give a solo performance on the final show of the festival. The festival opens with a collaborative performance by Icelandic composer’s collective S.L.Á.T.U.R and artist and instrument builder Sarah Kenchington. Furthermore, performances by renowned Icelandic composer Anna Thorvaldsdottir and the up-and-coming Bergrún Snæbjörnsdóttir will be a part of the late-night shows. The Icelandic Youth Orchestra featuring students from the Iceland Academy of the Arts will join the Iceland Symphony in performances of new pieces by Robyn Schulkowsky and Alvin Curran, commissioned by Tectonics to be performed in Harpa’s foyer. These moments of magic and more at Tectonics Reykjavik 2015! // Fjórða Tectonics-tónlistarhátíðin fer fram í Hörpu dagana 16. - 17. apríl. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar og hugmyndasmiður er fyrrverandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ilan Volkov, sem vakið hefur heimsathygli fyrir nálgun sína og flutning á nýrri tónlist. Auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands koma fram margir ólíkir listamenn sem eiga það sameiginlegt að vekja athygli forvitinna gesta sem hafa áhuga á stefnumóti við tónlistina sjálfa - óháð straumum og stefnum. Í ár verður boðið upp fjölbreytta dagskrá tilraunakenndrar tónlistar sem erlendir og hérlendir listamenn standa að. Má þar nefna bandarísku listamennina Alvin Curran og Robyn Schulkowsky en einnig íslenska listamenn á borð við verðlaunatónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur og hinu ungu og upprennandi Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Nánar má kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér: http://www.tectonicsfestival.com/reykjavik/schedule Hátíðin í Reykjavík árið 2012 markaði upphaf þessara einstæðu tónlistarviðburða. Þær þrjár hátíðir sem hafa verið haldnar hafa vakið mikla athygli innanlands sem utan. Tectonics–hátíðir eru nú einnig haldnar í Skotlandi með BBC Scottish Symphony Orchestra, í Ástralíu með Adelaide Symphony Orchestra og í Ísrael. Tectonics mun sem fyrr teygja anga sína í hin ýmsu opnu rými og sali Hörpu. Hátíðin er styrkt af Borgarhátíðarsjóði Reykjavíkurborgar, Tónskáldasjóði RÚV og Goethe-stofnuninni, og er unnin í samstarfi við Hörpu.

Tectonics

Harpa

Tectonics

Reykjavík’s Tectonics festival will rumble to life for the fourth time this month. Named after Iceland’s geographical situation as the meeting point between the Eurasian and North American tectonic plates, the festival also occupies the active fault line between experimental and classical music, offering an intriguing selection of homegrown and visiting talents. Featured performers this year include Tony Conrad, Robyn Schulkowsky, Alvin Curran, Stephan O’Mallev, Jan Rose and Joel Stern, with performances by experimental duos Usurper and Part Wild Horses Mane on Both Sides. The Iceland Symphony Orchestra premieres work by Aki Ásgeirsson, Magnús Pálsson and Úlfur Hansson along with works by Catherine Lamb and Klaus Lang. Highly recommended.