Húrra

Naustin
101, Reykjavík

Viðburðir

GG & Hey / DJ Davíð Roach

Húrra

Gg hey

GG & Hey is a a rockabilly band with classic rock influences. Band members include: Valdimar Örn Flygenring on guitar and vocals, Snorri B. Arnarsson on guitar, Þorleifur Guðjónsson on bass and Þórdís Claessen on drums.

GG & Hey á Húrra

Húrra

þetta er semsagt hljómsveitin GG&HEY sem er Valdimar Örn Flygenring gítar/söngur, Snorri B. Arnarsson gítar, þorleifur Guðjónsson bassi og síðast en ekki síst Þórdís Claessen trommur og perc. Hljómsveitin hefur komið fram undir ýmsum nöfnum í þessi 2 ár sem hún hefur flotið um tónheim miðborgarinnar. Síðasti bærinn í dalnum (Addi Exos á trommur) Óregla, Ómar&Valdi svona meðal annars. En núna heitir hún semsagt GG&HEY. Þetta er svona wildcat, slowacid, sækadelic, trashcountry, rokkabillí surf blús. Samin undir áhrifum frá allri þeirri tónlist sem meðlimir sveitarinnar hafa hlustað á bergnumdir eða ekki frá því að kanski bara Bítlarnir komu fram. Alskonar áhrifavaldar Pink Floyd, Zeppelin, Knopfler,Stones,Latin, gömul og ný tónlist frá öllum heimshornum. Grunnur úr smiðju Valdimars Arnar en útsetningarnar eign hljómsveitameðlimanna allra.....velkomin á Húrra 29 apríl....1000kall inn. Til styrktar lifandi tónlistarflutnings á Íslandi.

Oyama & Agent Fresco

Húrra

Oyama new pic by siggi ella 2000px e1430223377744

Shoegazers Oyama and energetic Agent Fresco are teaming up at Húrra to deliver what will no doubt be a show filled with contrast. Oyama, in their own words, play “sleepy melodies wrapped in puffy clouds of noise and angsty peach fuzz,” while Agent Fresco combines “pop, alternative, art and math-rock.” So expect a pace that ranges from introspective to high octane.

Oyama & Agent Fresco á Húrra

Húrra

11150700 565418760227804 2708094914952443544 n

Hljómsveitirnar Oyama og Agent Fresco leiða saman hesta sína og halda tónleika fimmtudaginn 30. apríl á skemmtistaðnum Húrra! Hurð opnar 21:00. 1500 kr inn. 20 ára aldurstakmark // ENGLISH \\ The bands Oyama and Agent Fresco will be playing an insane concert on April 30th at Húrra in downtown Reykjavík! Doors at 9:00pm. Admission 1500 ISK

DIMMA

Húrra

Dimma

Icelandic metal band DIMMA is holding two concerts at 16:00 and 22:00 at Húrra. Band members include Stefán Jakobsson on vocals, Ingo Geirdal on guitar, Birgir Jónsson on drums and Silli Geirdal on bass

DIMMA á Húrra

Húrra

11149537 746583165458552 2791082669169550944 n

Þungarokksveitin DIMMA heldur tvenna tónleika á hinum rómaða tónleikastað Húrra í Reykjavík laugardaginn 2. maí nk. DIMMA hefur átt góðu gengi að fagna síðustu misseri og hefur t.d. tvisvar sinnum náð fyrsta sæti á lista yfir mest seldu plötur landsins sem telst einstakt fyrir þungarokksveit sérstaklega þegar litið er til þess að þessi árangur náðist með tvær plötur, Vélráð og Guði gleymdir, á níu mánaða tímabili. Sveitin hefur komið fram á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins auk þess sem hún hefur haldið fjölmarga eigin tónleika út um land allt síðustu ár ásamt því að koma fram margoft í útvarpi og sjónvarpi. Þá er ótalið magnað samstarf DIMMU og BUBBA sem hófst í vetur og sér ekki enn fyrir enda á… DIMMA mun stíga á stokk kl 16 á fyrri tónleikum en þeir er opnir öllum aldurshópum en þá er tilvalið að bjóða börnum og unglingum að berja sveitina augum enda er hér um að ræða sjónarspil sem ungviðið gleymir seint. DIMMU til halds og traust á þessum fyrri tónleikum verður hin granítharða rokksveit Meistarar dauðans, en hér er um að ræða hljómsveit sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu og er skipuð ungum rokkhundum sem eru þó langt því frá að stíga sín fyrstu skef á rokkvsiðinu. Miðaverð á fyrri tónleikana er kr 1000 kr og frítt er fyrir börn undir 6 ára. Seinni tónleikarnir eru öllu alvarlegra mál en þeir hefjast kl 22:00 og þá kostar 2000 kr inn. DIMMU er það mikill heiður að hafa sem sérstaka gesti hljómsveitina Röskun sem er skipuð goðsagnakenndum þungarokkurum frá Akureyri. DIMMA mun flytja öll sín bestu lög á þessum tónleikum og lætur nærri að plöturnar Myrkraverk og Vélráð verði fluttar í heild sinni, enda er hægt að lofa löngum og sveittum og sturluðum tónleikum enda hefur sveitin ekki stigið á stokk í Reykjavík í marga mánuði. Fyrri tónleikar: Kl: 16.00 Kostar: 1.000 kr / frítt fyrir 6 ára og yngri. Upphitun: Meistarar Dauðans. Seinni tónleikar: Kl: 22.00 Kostar: 2.000 Upphitun: Röskun Hér er miðasala https://www.tix.is/is/Event/407/dimma-/

Hefnendabíó á Húrra - Samurai Cop

Húrra

22126 762903540496674 7568458231136484517 n

Kvikmyndin Samurai Cop frá árinu 1991 er hasarmynd sem á engan sinn líka og er sannkölluð vondumyndaperla, hjúpuð í súkkulaði og síðu hári. Þess ber að geta að gaurinn sem leikur vonda kallinn, B-myndabaróninn Robert Z'dar, er nýdáinn og verður þessi sýning ekki bara síðasta sýning Hefnenda á þessu litríka sýningarári, heldur líka minningarsýning til heiðurs meistarans.

Avóka, Par-Ðar, Munstur og MSTRO á Húrra

Húrra

11124806 10205381120759600 1837427470854609407 n

Hljómsveitirnar AVÓKA, Par Ðar, Munstur og MSTRO eru að fara að spila þann 6. maí á Húrra. Tilefni var haft út af komandi plötu frá MSTRO sem er hans fyrsta plata. Avóka: https://www.youtube.com/watch?v=fSEEQAYABkE Hjartayljandi, ævintýraleg en samt sem áður með sorglegu yfirbragði á köflum. Avóka dregur mann inn í sinn hrífandi heim, fullan af ást og orku. Par-Ðar: https://www.youtube.com/watch?v=wZZV1pDKPMk "Par Ðar spilar sækadelíu á einstakan hátt. Áhrifavaldar hljómsveitarinnar eru umhverfið, fegurðin, ljótleikin og lífið. Öll tónlist og öll hljóð hafa áhrif á okkur sem einstaklinga og ParÐar leitast eftir að búa til komposisjón sem leyfir hlustandanum að finna það fallega í sjálfum sér og lífinu..." Munstur: https://www.youtube.com/watch?v=yGuVvqwb0Gs Munstur gaf út sína fyrstu stutt skífu seint á síðasta ári, Intro EP og hafa spilað víða síðan. Nú stefna þeir á upptökur og útgáfu á lagi sem væntanlegt er fyrri part sumars. MSTRO: https://www.youtube.com/watch?v=uhuktaDoaYo Djúpraddaður gæi með gítar og elektrónískt undirspil. Hljóðið einkennast af effectuðum og óeffektuðum röddum, synthesizerum, tilfinningum og bassa. Frítt inn! Tónleikar hefjast kl 21:00 og verða til rúmlega 23:00

Arnljótur, russian.girls & Indriði á Húrra

Húrra

988536 10206416522281221 5197282911001163454 n

Stórtónleikar Nýaldarvina! Fimmtudaginn 7. maí verða Stórtónleikar Nýaldarvina haldnir hátíðlegir á tónleika- og skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Þeir tónlistarmenn sem fram koma á Stórtónleikum Nýaldarvina eru russian.girls, Indriði og Arnljótur, hverra markmið er að gæla við hljóðhimnur ÞÍNAR. 1000 kr inn 21:00 hefjast tónleikar russian.girls er hugarfóstur Guðlaugs Halldórs Einarssonar, meðlims hljómsveitarinnar Fufanu sem gert hefur garðinn frægan undanfarin misseri. Efnisskrá hans er þó dulspekilegri og sver sig í ætt við súrkálshreyfinguna með skynvillu og tilraunaáhrifum. Arnljótur Sigurðsson er tónlistarmaður fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann spilar með hljómsveitinni Ojba Rasta auk þess sem hann tekur þátt í ýmsum verkefnum tengdum spuna og nýsköpun. Undir eigin nafni gerir hann þó raftónlist með ýmsum áhrifum. Eftir hann standa plöturnar Listauki (2008), Línur (2014) og Til einskis (2015). Indriði er reykvískur listamaður sem hefur duflað við ýmis verkefni í gegnum tíðina, m.a. sem eitt af hryggjarstykkjum hljómsveitarinnar Muck. Á þessum tónleikum fá duttlungar hans að njóta sín í fullum skrúða. Væntanleg er breiðskífa undir eigin nafni hjá japönsku útgáfuni Afterhours á næsta misseri. https://soundcloud.com/russian-girls https://soundcloud.com/arnljotur http://indridi.tumblr.com ------------------------------------------------------------------------------- Grandconcert of the buddies of the new millennia! On Thursday the 7th of May the buddies of the new millennia will host a glorious evening at the concert-and fun venue Húrra in Grófin. The buddies of the new millennia are russian.girls, Indriði and Arnljótur, which will fundle YOUR eardrums. 1000 kr entrance fee show starts at 21:00 russian.girls is the brainchild of Guðlaugur Halldór Einarsson a member of the legendary band Fufanu. His material is a lot more esoteric and could be described as a mixture of sauerLounge, psychedelic and experimental music. Arnljótur is a musician who is born & raised in Reykjavik. Arnljótur is also very interested in both chess and science. He plays with Icelandic reggae band Ojba Rasta and also participates in various different art projects. Indriði is the solo project of artist and musician Indriði Arnar Ingólfsson. Based in Reykjavík, Indriði dips toes into various projects; Among those, the most known might be his punk band Muck, where Indriði enjoys himself shredding sounds. https://soundcloud.com/russian-girls https://soundcloud.com/arnljotur http://indridi.tumblr.com

Valdimar/DJ Styrmir Dansson

Húrra

Valdimar highres 258026587

The popular Icelandic band Valdimar is playing at Húrra on May 8. Their music can be described as electro indie which is alternatively calm and soothing, and energetic and powerful. Mainly they just play great music.

Valdimar á Húrra

Húrra

10995477 753348751448660 6774976068011902784 o

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og hefur nýjasta plata þeirra 'Batnar útsýnið' þegar fengið frábæra dóma og trónað í efstu sætum vinsældarlistanna. Þegar hafa 2 lög af plötunni 'Batnar útsýnið' og 'Ryðgaður dans' náð toppsætinu á Rás 2 vinsældarlistanum. Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík, allt frá rólegum melódíum upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar. MIÐAVERÐ: 2000.kr

Lowercase nights: Kevin Verwijmeren

Húrra

Kevin verwijmeren

Sunday nights at Húrra are Lowercase nights where you can enjoy some experimental music. This time you’ll get to know Dutch electronic musician Kevin Verwijmeren who’ll soothe you with some drone, ambient and discreet music.

Teitur Magnússon á Húrra - VínylTeiti!

Húrra

Góðir hálsar! 27 er nú vínylplata! Því verður ærlega fagnað á Húrra þar sem að Teitur Magnússon ásamt glæsilegri hljómsveit (Æðisgenginu) stígur á stokk. Leikin verða lögin af 27 auk nýrra laga sem og önnur snilld. 1500 kr inn. Hús opnar kl: 20:00 Plötusnúðurinn Sigurður Tómas Guðmundsson Dj Downer tekur netta feiknar netta syrpu tileinkaða Skarpa. Jón Örn Loðmfjörð Arnarson LOMMI hitar upp! kl. 21:00

Dikta / Rytmatík / DJ Atli Kanill

Húrra

Rythmatik pick

At this years’ Músíktilraunir, the ultimate Icelandic battle of the bands, rookie-rockers Rythmatik dominated the competition. Now they are teaming up with Músíktilraunir veterans, Dikta, for some good old-fashioned rock ’n’ roll. This event is NOT the musical equivalent of Stephen Curry playing one-on-one with Larry Bird, which sounds cool until you see Stephen running circles over your childhood hero who’s now pushing 60. Both of these bands rock, we’ll just have to wait and see who’s running circles around whom.

Húrra Grapevine! #4: Kiasmos / worriedaboutsatan / Hugar

Húrra

Hedinn0004 e1431092581343

For the fourth instalment of our Húrra Grapevine! concert series, one in which we attempt to show some love to all that wonderful local talent we keep writing about, we are bringing in three dance acts that you don’t want to miss. On the bill Hugar, worriedaboutsatan and Kiasmos. The latter is one part electronic mastermind Janus Rasmussen and one part classical maestro Ólafur Arnalds. They were brought together by their love of beer and music, and aim to get everyone to dance like there’s no tomorrow. So come and do that with us, it’ll be great!

Amaba Dama & Rvk Soundsystem

Húrra

Rvksoundsystem 1154955277

If you aren’t already into Icelandic Reggae, you are missing out because it is surprisingly good. Get introduced to it tonight with Amaba Dama and Rvk Soundsystem.

AmabAdamA & Rvk Soundsystem á Húrra

Húrra

Hljómsveitin Amaba Dama ætlar að fagna sumri og nýju lagi á Húrra laugardagskvöldið 16. Maí. Smáskífan "Óráð" er á leiðinni í útvarp ásamt því nýtt tónlistarmyndband við lagið verður frumsýnt fljótlega. Amabadama gaf út sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól og hafa 3 lög nú þegar gert það gott í útvarpinu hér heima. Þeir sem hafa ekki séð Amabadama live áður verða að mæta á Húrra og upplifa gleðina. Eftir tónleikana verður svo DJ sett frameftir nóttu. Komdu og fagnaðu Próflokum, Sumrinu eða bara lífinu með okkur á Húrra laugardagskvöldið 16. Maí 2000 kr inn. PS Húrra opnar kl 18:00 og það er happy hour til kl 21:00

Hits & Tits syngjó á Húrra - Síðasta lag fyrir barneignaleyfi

Húrra

Syngjó- og gleðikvöld Hits & Tits verður haldið á Húrra allra landsmanna 20. maí. Tits mun fjölga mannkyninu í júní svo þetta er síðasta karaokeið okkar í nokkurn tíma. Fögnuðurinn á sér stað á miðvikudegi milli undankeppna Júróvisjón sem mun líklega lita lagaval gesta þetta kvöld. Fyrstur kemur, fyrstur fær að syngja Euphoria. Við byrjum að taka við miðunum góðu klukkan níu og svo rúllum við í gang svona um hálf tíu. Hits&Tits nota youtube svo það er best að athuga sjálf(ur) hvort að lagið sé til í karaokeútgáfu þar. Það komast alltaf MUN færri að en vilja og því hvetjum við ykkur til þess að mæta snemma. NÝTT: Við verðum með hugmyndabækur víðs vegar um salinn fyrir þá sem eru með valkvíða eða eru enn ekki búnir að finna sitt lag. Gleðireglur Hits&Tits: -Það er mikilvægara að vera í stuði en að syngja vel -Hér er enginn að dæma. Við sýnum öðrum virðingu og þolinmæði, allir eru að bíða eftir lagi. - Í mesta lagi tveir mega syngja saman lag (nema að fólk sé í búning). - Sum lög eru ekki til í miklum gæðum á internetinu, þá sérstaklega íslensk lög. Sýnið skilning ef Hits&Tits segja nei. - Við áskiljum okkur líka rétt til að segja nei við fólk sem er dónalegt og með frekju. Sérreglur um róleg lög: - Power ballöður: leyfðar, absalút. - Það er annars ekki er í boði að syngja róleg lög nema a.m.k. 3 pör séu að vanga.

Útgáfutónleikar World Narcosis á Húrra! - ásamt Kælunni miklu, Godchilla & Seint

Húrra

11154955 10152945126527659 1196286035868796705 o

Fyrsta breiðskífa World Narcosis, World Coda, er væntanleg í byrjun maí mánaðar - og af því tilefni blæs sveitin til nokkurra tónleika í mánuðinum, hápunktur hverra verða útgáfutónleikar á tónleikastaðnum Húrra. Plötuna má nú heyra í heild sinni á http://worldnarcosis.bandcamp.com World Narcosis (http://worldnarcosis.bandcamp.com) leika óreiðukennt þungapönk sem blandar saman áhrifum hvaðanæva að úr þungarokki - dauðarokk, blackmetal og kröst blandast saman í einn allsherjar hrærigraut, með söng sem virðist alltaf á barmi taugaáfalls. Kælan Mikla (https://soundcloud.com/kaelan-mikla) ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem hefur fylgst með tónlistarlífi Reykjavíkur undanfarin ár, en þær hafa verið ótrúlega virkar við spilamennsku frá upphafi. Þær spila bassadrifið ljóðapönk með sterka áherslu á ljóðræna textagerð, innblásna af næturlífi Reykjavíkurborgar. Godchilla (https://godchillah.bandcamp.com/) spila sörf-skotið dómsdagsrokk sem svíkur engan. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu, Cosmatos, síðasta haust. Drunur, drungi, suddalegt hausaskak.. og gítarsóló. Seint (https://soundcloud.com/seint-is) er sólóverkefni Joseph Cosmo, sem hefur verið virkur í jaðartónlistarsenu Reykjavíkur í áraraðir, einna helst sem gítarleikari í hljómsveitum á borð við Celestine og I Adapt. Sem Seint leikur hann nokkuð aggressíft en þó á köflum draumkennt iðnaðar-rafpopp. Staðurinn opnar klukkan 20:00 og fyrsta band (Seint) stígur á svið klukkan 21:00. Aðgangseyrir er 1500kr og verður varningur frá hljómsveitunum til sölu.

World Narcosis Album Release Party / Kælan Mikla / Godchilla / Seint

Húrra

World narcosis pick

It has been said that World Narcosis “spits insightful shots of disillusionment” and that “the pessimism and abandonment of the lyrics fit the spastic heaviness perfectly,” but that’s all a bit too much. This is the kind of music that teenagers blast from their bedrooms after being overlooked by their crush, that miserable employees listen to before eventually rethinking physically assaulting their managers, and that yuppies play for friends while talking about their more reckless days. Come for a night of loud, angry rock music as World Narcosis celebrates their new album ‘World Coda’ with Kælan Mikla, Godchilla, and Seint. You might just feel a bit better by the end of the night.

Beneath / Misþyrming / Blood Feud / Grit Teeth / Stoic

Húrra

Mis c3 beyrming e1429093740693

Headbangers beware, the dudes behind black metal band Beneath have gathered a throng of fellow bands on the extreme scale to deliver an earth-shattering night of good times. The full lineup includes the aforementioned Beneath, Misþyrming, Blood Feud, Grit Teeth and Stoic.

Eurotastic á Húrra!

Húrra

11159945 10155450308015285 5656791911402753870 n

Styrmir Wurst, Ovi Baldvin og Margrét Rouvas bjóða til Eurovisjónveislu! Búningar: Frjálsir, en með júróþema, hvort sem þið viljið klæða ykkur í fánaliti, þjóðbúninga eða herma eftir eftirminnilegum (já eða ekki) búning úr keppninni. BÚNINGALAUSIR VERÐA LITNIR HORNAUGA. Drykkjuleikur - hækkun, búningaskipti, vindvél (og svona 100 aðrir hlutir): SKÁL. Athugið að útsending hefst kl. 19:00. Happy hour á meðan keppninni stendur. Að lokinni keppni leikur Styrma Danssína fyrir dansi. #Eurotastic15

MIRI, Loji og Hljómsveitt á Húrra

Húrra

Húrra, fimmtudagskvöldið 28. maí. MIRI The boys are back in town. Þetta eru fyrstu tónleikar MIRI hér á landi síðan 2012 en strákarnir hafa legið undir feldi síðastliðin misseri og unnið að nýju efni á milli þess sem þeir hafa verið að fjölga mannkyninu og framkalla ýmis önnur kraftaverk. Nú stíga þeir fram á ný og munu spila nýtt efni í bland við það gamla góða. Loji Listamaðurinn Loji hefur í gegnum árin sýnt fjölhæfni sína og kyngimagnaðan karakter í tónlist, myndlist, útvarpsleikritagerð, heimildarmyndagerð og ekki síst knattspyrnu. Nýverið gaf Loji út plötuna Bullandi í bílnum (https://loji.bandcamp.com/album/bullandi-b-lnum) og mun kappinn bulla fram sína galdra á Húrra. Aðgangseyrir: 1.500 kr. ------------------------------------------------ MIRI, Hljómsveitin Eva & Loji will join hands on may 28th. to celebrate and play some music. Life is good, so join us!