Húrra

Naustin
101, Reykjavík

Viðburðir

One Week Wonder & Ceasetone á Húrra

Húrra

18814611 1335017329948463 3931467959142183183 o

One Week Wonder er hljómsveit stofnuð árið 2014 þegar meðlimir þess voru í hljóðupptökunámi í Berlín. Sveitin spilar draumkennt pop hefur verið líkt við hljómsveitir á borð við Pink Floyd og Air. Hljómsveitin hefur átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið en ásamt því að fá verðlaun fyrir myndband ársins á nýafstöðnum íslensku tónlistarverðlaunum hefur lagið Angel eyes fengið góða spilun á útvarpsstöðvum og náði t.a.m. öðru sæti á vinsældarlista rásar tvö. Þá er sveitin nýkomin heim frá Texas þar sem þeir komu fram á South by south west tónlistarhátíðinni við góðar undirtektir tónleikagesta. Um þessar mundir sitja drengirnir með bogin bök yfir hljóðfærum sínum og hnoða saman ný lög og fáum við sjálfsagt að heyra brot úr þeim þetta kvöld. ____________________________________________ Ceasetone þarf vart að kynna enda löngu búinn að sýna sig og sanna í íslensku tónlistarlífi með öflugum tónleikaframkomum og metnaðarfullum lagasmíðum byggðum á litríkum hljóðheimi þar sem elektrónísk og akústísk tónlist fellur saman í eitt. Seinustu tvö ár hafa verið afkastamikil fyrir Ceasetone, sigur í ATP unsigned talent competition á vegum Bedroom Community 2015, framkoma á SXSW í texas ásamt því að vera fulltrúar IMX á Reykjavík Calling viðburðum í Boston, Chicago og Toronto og útgáfa fyrstu breiðskífunnar "Two Strangers" sem tróndi á toppi hinna ýmsu lista yfir bestu plötur ársins 2016 ásamt því að vera tilnefnd rokkplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Framundan er heljarinnar ár fyrir Ceasetone og margt spennandi rétt handan við hornið. Í skiptum fyrir lítinn 1500 kall lofum við þér frábærum tónleikum og skemmtilegu kvöldi.

Kriki - Útgáfutónleikar + RuGl hitar upp

Húrra

18491447 1718701248144845 3079727691030377042 o

Hljómsveitin kriki er skipuð Katrínu Helgu Andrésdóttur, Sindra Bergssyni og Hjalta Jóni Sverrissyni. Þau spila draumkennda tónlist og fagna nú útgáfu plötu sinnar Svefn. RuGl er hljómsveit skipuð tveimur vinkonum á sextánda ári, þeim Ragnheiði Maríu Benediktsdóttur og Guðlaugu Fríðu Helgadóttur Folkmann. Þær hafa starfað saman frá því í byrjun 2016 og hafa afrekað margt á þeim stutta tíma. Textar laganna eru á ensku og dönsku og mætti flokka tónlist þeirra sem mjúka og melódíska indie. Húsið opnar kl 20 RuGl byrja kl 21 kriki byrja kl 22 Hlökkum til að sjá ykkur!

HAM útgáfutónleikar á Húrra 22. & 23. júní 2017

Húrra

18766640 1334918176625045 965094233886532715 o

Sunnlendingar, norðlendingar og sveitungar þeirra: HAM á Húrra og Græna Hattinum! Hljómsveitin fagnar útgáfu hljómplötunnar Söngvar um helvíti mannanna með tvennum tónleikum á Húrra dagana 22. og 23. júní og á Græna Hattinum 7. júlí nk. Húrra opnar kl. 21 báða dagana en góðir gestir hita mannskapinn upp áður en HAM stígur á stokk. Á Græna Hattinum koma HAM liðar fram einir og óstuddir. Miðasala er á tix.is. HAM á Húrra og Græna Hattinum er gríðarlega öflug skemmtun! HAM sendir frá sér sína 3. hljóðverðsplötu nú í júní og hefur hún fengið nafnið: Söngvar um helvíti mannanna. Það er hljómplötuútgáfan Sticky sem gefur út. Gripurinn fæst í öllum betri hljómplötuverslunum og á helstu efnisveitum og verður fáanlegur bæði sem vínyl og geisladiskur. Miðasala á tix.is.

Dance With The Dead (USA) á Húrra

Húrra

17620255 10210567823486305 778859644626121622 o

Dance With The Dead is a band consisted of two very close friends, Justin Pointer and Tony Kim, from California, USA. The band is known for their love to 70's and 80's sci-fi horror music, which is reflected in their tracks. Their debut album "Out Of Body" was released in 2013, heavily inspired by synthesizer sounds and dance music. Their latest album "B Sides: Volume 1" is influenced mostly by rock, metal and cyberpunk futurism. Their live shows are accompanied by live guitar playing by Tony, which gives them even more power. A gem in dark synthwave genre. https://www.facebook.com/dancewiththedeadmusic/ https://dancewiththedead.bandcamp.com/ https://www.youtube.com/watch?v=n4E4kjQIw6M Tix online - 2000 ISK At the door - 2500 ISK (cash only)