Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Skítblankur föstudagur / Shitbroke Friday @Stúdentakjallarinn

(English below) Við bjóðum í partí næsta föstudag í Stúdentakjallaranum! Þó það styttist í mánaðarmót og allir eru blankir er sjaldan betra tilefni til að lyfta sér aðeins upp. Kanna af bjór (1,8 l) 2.600 kr Gegn framvísum stúdentaskírteinis 1.900 kr Happy hour frá 16-19 Föstudagstilboð: Tuborg green og skot 1.100 kr Tuborg classic og skot 1.200 kr DJ BERNDSEN heldur uppi stuðinu frá klukkan 21:00! Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn! - Last weekend of the month and you're too broke to go out? Don´t despair, because this Friday we are hosting a party at Stúdentakjallarinn and there will be some great offers at the bar! Pitcher of beer (1,8 l) 2.600 kr. With a student ID 1.900 kr. Happy hour from 4pm-7pm Friday special: Tuborg and a shot 1.100 kr Tuborg Classic and a shot 1.200 kr DJ BERNDSEN will be playing from 21:00! We look forward to seeing you on Friday!

Starship Troopers - föstudagspartísýning!

Bío Paradís

17990745 1314700968566481 879512337952062115 n

English below Vísindaskáldskapur af bestu gerði sem fjallar um stríð milli manna og risavaxna padda. Frábærar tæknibrellur og stórkostleg gagnrýni leikstjórans Paul Verhoeven á Amerískt samfélag. Fasistasamfélag framtíðarinnar berst við geimverupöddurnar til þess að lifa af kvikmynd sem þú vilt EKKI MISSA AF, föstudaginn 28. júlí kl 20:00 á sannkallaðri FÖSTUDAGSPARTÍSÝNINGU! English Humans of a fascistic, militaristic future do battle with giant alien bugs in a fight for survival. We are so thrilled to offer you STARSHIP TROOPERS by Paul Verhoeven in best cinema quality Friday July 28th at 20:00 on a true FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING!

Duplum // Björk Níelsdóttir & Þóra Margrét Sveinsdóttir

Föstudaginn 28. júlí kl. 21 í MENGI. Húsið opnar kl. 20:30. Miðar á 2.000 krónur við hurð. Einnig hægt að panta í gegnum booking@mengi.net. Fyrstu tónleikar Dúplum Dúó verða haldnir í Mengi 28.júlí kl.21.00. Þar munu þær stöllur Björk, söngkona og Þóra, víóluleikari, leika nokkur af sínum uppáhalds einleiksverkum sem og að flytja frumsamin verk. Björk og Þóra hafa komið víða við á sínum tónlistarferli og leikið með mörgum þekktum hljómsveitum; Björk, Sigur Rós, Florence and the Machine og Stargaze sem og fjöldamörgum kammerhópum og leikuppfærslum. Þær munu á þessum tónleikum leitast við að flétta andstæðum saman, ljóðrænu og framúrstefnu, gömlu og nýju á sinn eigin persónulega máta. Á efniskránni eru verk eftir Berio, Aperghis, Knussen, Hildergaard von Bingen, Svein Lúðvík Björnsson og nýr ljóðaflokkur við ljóð Maya Angelou eftir Björk Níelsdóttur. Björk Níelsdóttir stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Árið 2015 útskrifaðist Björk með hæstu einkunn úr mastersnámi þaðan og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir listsköpun. Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum t.d. Wozzeck eftir Romain Bischoff, Beeldenstorm eftir Jan-Paul Wagemans. Eining hefur hún túrað með Björk og Florence and the Machine. Framundan hjá Björk er útgáfa og tónleikaferðalag um Evrópu með Kaja Draksler Oktett og á næsta ári uppfærsla á nýrri óperu með leikhópnum Silbersee. Þóra Margrét Sveinsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Prins Klaus-tónlistarháskóli í Groningen í Hollandi, Konservatoríið í Amsterdam og Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag þar sem hún lauk meistaragráðu vorið 2015. Þóra hefur leikið með fjölmörgum hjómsveitum og kammerhópum í Hollandi. Hér heima hefur hún komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput og barrokksveitinni Brák og leikið einleik og kammertónlist, m.a. á Tectonics-hátíðinni í Hörpu. ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ Friday July 28th at 9 p.m. in MENGI. The doors open at 8:30 p.m. Tickets 2000 ISK (at the door or booked through booking@mengi.net). Singer Björk Níelsdóttir and Þóra Margrét Sveinsdóttir violist join forces at Mengi with a variety of compositions from the 20th Century and some of their own pieces. The program includes works by Berio, Aperghis, Hildegaard von Bingen, Sveinn Lúðvík Björnsson and a new song cycle by Björk Níelsdóttir to poems by Maya Angelou. Björk Níelsdóttir studied singing at Music School of Hafnarfjörður and at The Conservatory of Amsterdam. Björk graduated with a masters degree from there in 2015 with excellence and distiction for artistry. Björk has sung in many world premieres of music and operas in The Netherlands f. ex. Wozzeck by Romain Bischoff and Beeldenstorm by Jan-Paul Wagemans. She has also toured with Björk and Florence and the Machine. Björk´s upcoming projects are with Kaja Draksler´s Octett, cd release and tour around jazz festivals in Europe and a world premiere of new opera with the production company Silbersee. Þóra Margrét Sveinsdóttir studied viola at Reykjavik School of Music, Prins Klaus Conservatory in Groningen, The Conservatory of Amsterdam and The Royal Conservatory of The Hague where she finished her masters degree in 2015. Þóra has performed with many orchestras and chamber music groups in The Netherlands. In Iceland she has performed with The Icelandic Symphony Orchestra, Capur and the baroque group Brák and she has also played solos and chambermusic f.ex. At the Tectonics festival in Harpa.