Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Ertu þinn eigin umboðsmaður? Fræðsludagur ÚTÓN og STEF

Kex Hostel

17973895 747426368754078 1863503175966813341 o

ÚTÓN og STEF munu standa fyrir fræðsluviðburði 23. maí í Gym & Tonik salnum á KEX Hostel. Viðburðurinn fjallar um umboðsmennsku og tónleikahald og verður spjallað um umboðsmennsku á alþjóðarvettvangi. Viðmælendur eru Andy Inglis sem hefur áður talað á viðburðum á vegum ÚTÓN (Nonference), Anna Ásthildur verkefnastjóri hjá ÚTÓN og Sindri Ástmarsson umboðsmaður og stofnandi Mid Atlantic Management. Farið verður yfir hina ýmsu hliðar á umboðsmennsku, þá um tónleikaskipulagningu, stefnumótun, algeng mistök og fleira. Hvort sem þú sért umoðsmaður eða sjálfstætt starfandi tónlistarmaður þá ættu allir að geta fengið góðar upplýsingar úr þessu fræðslukvöldi sem nýtast vel. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF, verður fundstjóri. Dagskrá er eftirfarandi: 10:00 Mæting 10:20 Andy Inglis – Umboðsmennska tónlistarmanna 11:10 Hlé 11:20 Anna Ásthildur – Stefnumótun tónlistarferils 11:50 Hádegishlé – Matur verður boðinn gestum frá Sæmundi í sparifötunum 13:00 Sindri Ástmarsson – Umboðsmennska íslenskra tónlistarmanna 13:50 Hlé 14:00 Andy Inglis – Tónleikaferðalög og tónleikahald 15:00 Spurningar og umræður 16:00 Lok Verðið á námskeiðinu eru 3.000 kr. en innifalið er námskeiðagjald, kaffi og kex, og hádegismatur. Til þess að skrá þig þá þarft þú að senda nafn á imx@icelandmusic.is. Í kjölfarið færð þú upplýsingar um hvernig skal greiða námskeiðagjald svo hægt sé að staðfesta skráningu. Andy Inglis Andy’s career started in Scotland in 1990, DJing and running raves around the country. He began managing bands and electronic record labels, moving to London in 1997 to continue the work. In 2005 he co-founded The Luminaire which won London Venue of The Year and UK Venue of The Year in the first two years. He booked Norway’s Quart Festival and spent two years traveling the world with Savages as their Tour Manager. He now does the same for Jenny Hval, Mercury Prize-nominated artist William Doyle (East India Youth) on XL Recordings, whom he also manages, alongside rapper/producer Denzel Himself, improvisational pianist Tom Rogerson, composer John Uren and artist and sound designer Novo Amor. He recently co-founded a mentoring initiative to help young women into the music industry. Anna Ásthildur Anna Ásthildur hefur starfað hjá ÚTÓN síðan janúar 2014 og sér þar um fræðslumál, vefinn og önnur verkefni. Hún er staðsett í Berlín núna að sinna starfi sínu hjá ÚTÓN auk þess að skipulegga Norræna showcase tónleika að nafni Ja Ja Ja. Áður en hún starfaði hjá ÚTÓN vann hún fyrir Ásgeir Trausta, Íslensku tónlistarverðlaunin, og fyrir ýmsa tónlistarviðburði og ráðstefnur. Hún hefur BSc gráðu í Viðskiptafræði með áherslu á Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands. Sindri Ástmarsson At age 28 Sindri already has over 10 years of experience in the Icelandic music industry. He started out as a DJ and also started working for a concert production company carrying around speakers and untangling cables on stages around Reykjavik. In his early 20’s he worked for a event planning company as well being a program director on a local radio station. In early 2013 he meet the guy’s that would become his first clients, Kaleo. It did not take long to get the ball rolling but Kaleo had the biggest hit of the summer that year in Iceland, winning almost every award available in Iceland and selling Gold. Kaleo’s first album came out in the fall of 2013. 2014 saw the guys doing their first European tour and after releasing their single “All The Pretty Girls” everyone seemed to be after them. With limited experience at the time Sindri and Kaleo brought in an American manager who over saw talks landing Kaleo a really good deal with Atlantic and publishing at Warner/Chappel. Sindri was supposed to continue his work with Kaleo under new management but instead decided to start his own company. In the start of 2015 Sindri and his friend Arnar Bjartmarz started Mid Atlantic Management based in Reykjavik Iceland. Aside from them the company now has 2 other employees. Since starting Mid Atlantic Sindri has put together an impressive rooster of talented musicians. Some of Sindri’s current clients are Glowie (COLUMBIA/RCA), Axel Flovent (EPIC/KOBALT), Agent Fresco (SPV/RECORD RECORDS), Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur (ALDA), GKR, Daði Freyr, Hildur (ALDA), Jón Jónsson, Mani Orrason, Amabadama and more. Sindri works closely with some of the worlds biggest live agencies, publishing companies and labels but also has a really good net of small PR agencies, labels, promoters and bookers all around Europe.

Menntun-Grunnur lífsgæða Opinn fundur skólanefndar grunnskóla

18320753 1474068189310338 773645420373715540 o

MENNTUN - GRUNNUR LÍFSGÆÐA Opinn fundur skólanefndar grunnskóla Garðabæjar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí kl. 17-19 í Flataskóla. DAGSKRÁ: 1. Hefðbundin nefndarstörf 2. ,,Hvað skapar þekkingarsamfélag?" Kristrún Mjöll Frostadóttir hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. 3. ,,Hvers krefst framtíðin af skólakerfinu? Þróun skólastarfs í kröfuhörðum heimi." Jón Torfi Jónasson prófessor við Háskóla Íslands. 4. Pallborð og umræðu með fyrirlesurum. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar stýrir fundinum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Boðið er upp á hressingu á fundinum.

Söguganga um Garðahverfi

18447571 1481238361926654 3932723650435046027 n

SÖGUGANGA - GARÐAHVERFI - Verndarsvæði í byggð Þriðjudaginn 23. maí kl. 17:15 - Mæting: Við bílastæði Garðakirkju Söguganga undir leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Menningarlandslagið í Garðahverfi á Álftanesi er einstakt. Þar eru kunnar fornleifar sem minna á sjósókn, búskap, samgöngur, trúarlíf, skólahald og jafnvel réttarsögu. Tillaga um að Garðahverfi verði gert að ,,verndarsvæði í byggð“ er í kynningu. Gengið verður um minjar í norðurhluta Garðahverfis. Áætluð ganga er uþb einn og hálfur tími að lengd. Allir velkomnir Sögugangan er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar.

Leiðsögn: Hvað er í gangi? Sýning í Ráðhúsinu.

Reykjavík

18485607 10155106119650042 9186215502998183278 n

Leiðsögn um: Hvað er í gangi? Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur. Þriðjudaginn 23 maí næstkomandi verður gestum og gangandi boðið í leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? Sýningarstjórarnir Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og Steve Christer, hönnuður sýningarinnar, munu þar veita innsýn inn í tilurð og markmið sýningarinnar og greina frá helstu uppbygginarreitum hennar. Björg Halldórsdóttir og Fernando de Mendonça, arkitektar frá PKdm munu segja frá uppbygginarreitum sem PKdM hafa haft aðkomu að. Markmiðið með sýningunni er að veita borgarbúum og öðrum áhugasömum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir og fyrirhuguð er, auk þess sem saga og þróun miðborgarinnar er sögð í myndum, módelum, textum og viðtölum við borgarbúa og framkvæmdaaðila. Sýningarhönnun er í höndum Studio Granda. Leiðsögnin verður milli kl. 19. og 20. þann 23.maí og sýningin verður opin næstu tvö árin. Sýningin er opin öllum gestum Ráðhússins að kostnaðarlausu. Ráðhúsið er opið alla daga millli kl. 8. - 20.

KexJazz // Ibsen kvartettinn

Kex Hostel

18556398 1664242060270700 8439018698016405834 n

Á næsta jazzkvöldi Kexhostel, þriðjudaginn 23. maí, kemur fram Ibsen kvartettinn. Kári Ibsen Árnason leikur á trommur, Snorri Sigurðarson á trompet, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og. Hljómsveitin flytur jazz standarda og frumsamið efni eftir Kára. Tónlistin hefst kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.