Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Föstudagskvöld með Sævari Helga og stjörnunum

17017235 10154101249075728 8858506590992775749 o

Háskóli Íslands, Bóksala stúdenta og Stjörnufræðivefurinn blása til stjörnuskoðunar undir leiðsögn Sævars Helga Bragasonar stjörnufræðimiðlara fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 3. mars milli kl. 20 og 21.30. Sjónum gesta og sjónaukum á staðnum verður m.a. beint að vaxandi mána, vetrarbrautinni og vonandi norðurljósum. Götulýsing verður slökkt á háskólasvæðinu, í vesturbænum og miðbænum í 45 mínútur til þess að hægt verði að njóta himingeimsins sem best. Markmið viðburðarins er að hvetja fólk til þess að njóta náttúrunnar og himingeimsins nú þegar veður er stillt og veðurskilyrði til stjörnuskoðunar eru með besta móti. Sævar Helgi Bragason mun lýsa því sem fyrri augu ber á kvöldhimninum en hann er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir miðlun sína á undrum himingeimsins. Hann hefur t.d. kennt stjörnufræði við góðan orðstír í Háskóla unga fólksins og í Háskólalestinni undanfarin ár sem bæði eru verðlaunaverkefni ætluð ungu fólki á vegum Háskóla Íslands. Á viðburðinum á föstudag gefst jafnframt færi á að skoða tunglið og ýmsar stjörnur í gegnum sjónauka sem Sævar Helgi verður með. Hver veit nema norðurljósin taki líka léttan dans á himninum. Safnast verður saman á túninu fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands kl. 20. Götulýsing verður slökkt milli kl. 20.30 og 21.15 í vesturbæ og miðbæ á svæðum sem merkt eru 10, 11 og 20 á meðfylgjandi korti en það er gert í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og Orku náttúrunnar. Með þessu fyrirkomulagi verður hægt að njóta himingeimsins og lýsingar Sævars Helga á honum á sem bestan hátt. Stjörnuskoðunin á föstudag er ætluð öllum aldurshópum og eru gestir hvattir nýta almenningssamgöngur til að ferðast á viðburðinn ef kostur er. Við Háskóla Íslands í Vatnsmýri stoppa strætisvagnar nr. 14, 1, 6, 3 og 12 og vagnar nr. 11 og 15 stoppa einnig nálægt. Spáð er björtu en köldu veðri og því er vissara að klæða sig vel áður en haldið er af stað til móts við stjörnurnar. Glæný kort af stjörnuhimninum yfir Íslandi, sem unnin eru í samvinnu Sævars Helga, Bóksölu stúdenta og Háskóla Íslands, verða til sölu á staðnum og sömuleiðis bókin Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna sem Sævar Helgi gaf út fyrir jól. Segja má að viðburðurinn á föstudag sé frábær upphitun fyrir Háskóladaginn í Háskóla Íslands sem verður á laugardag en þá mun Sævar Helgi bjóða almenningi upp á ferðir til stjarnanna í hinu landsfræga Stjörnutjaldi. Á Háskóladeginum verður starfsemi skólans jafnframt kynnt, þar á meðal um 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi. ------------------------------------ The University of Iceland, the University Bookstore, and the Astronomy web have organised a stargazing session under the guidance of Sævar Helgi Bragason, Astronomy educator, in front of the University of Iceland's Main Building on Friday, 3 March between 8 and 9.30 P.M. All eyes and telescopes will be directed to the crescent moon, the Milky Way and hopefully the Northern Lights (Aurora Borealis). Lights in the surrounding streets will be turned off on campus, in Vesturbær and the city centre, allowing us to enjoy the sky and Sævar Helgi's commentary to the fullest. The aim of this event is to encourage people to enjoy nature and the sky in clear weather conditions, ideal for stargazing. Sævar Helgi Bragason, a well-known Icelandic astronomy expert, will describe what guests see in the night sky. Sævar Helgi has successfully taught astronomy at the University of Youth and the University Knowledge Train in recent years – both award-winning projects organised by the University of Iceland. The event this Friday provides an excellent opportunity to examine the moon and various stars through telescopes provided by local amateur astronomers. If we are lucky, perhaps the Northern Lights will make an appearance as well. The meeting point is on the green in front of the University's Main Building at 8 P.M. Lights in the surrounding streets will be turned off between 8.30 and 9.15 P.M. in Vesturbær (West Reykjavík) and the city centre; areas marked 10, 11 and 20 on the enclosed map. This is done in good collaboration with the City of Reykjavík and ON Power, allowing us to enjoy the sky and Sævar Helgi's commentary to the fullest. The stargazing event on Friday is intended for all ages and participants are encouraged to use public transport to get there if at all possible. The buses that stop at the University of Iceland are: 14, 1, 6, 3 and 12 and buses 11 and 15 stop close by as well. The weather forecast predicts cold temperatures so warm clothing is necessary for this rendezvous with the stars. A brand new map of the constellations over Iceland, produced in collaboration with Sævar Helgi, the University Bookstore and the University of Iceland, will be available to buy on site, as well as Sævar Helgi's book Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna (in Icelandic), which was published late last year. The event on Friday is an excellent prelude to University Day on Saturday, when the University of Iceland opens its doors to the public to introduce the 400 undergraduate and postgraduate programmes on offer.

Freddie Mercury Sjötugur-Aukatónleikar

RIGG - viðburðir

14322211 1180077478724948 6009366440868874286 n

Aukatónleikar vegna fjölda áskoranna! Miðasalan er hafin á tix.is. Fáir tónleikar hafa notið jafn mikillar velgengni á Íslandi og Heiðurstónleikar Freddie Mercury sem settir voru upp í fyrsta sinn í nóvember árið 2011 í Hörpu. Eftir þó nokkurt hlé mætir stórskotalið Rigg Viðburða á ný með þessa frábæru tónlistarveislu með nýju og endurbættu sniði. Tilefnið er ærið þar sem Freddie Mercury hefði orðið sjötugur 5. September sl. Sem fyrr verða hans bestu tón-og textasmíðar fluttar í glæsilegri umgjörð í Eldborgarsal Hörpunnar. Þessa ógleymanlegu kvöldstund munu hljóma lög eins og Barcelona, Who wants to live forever, Love of my life, Crazy little thing called love, Bohemian Rhapsody, Somebody to love, Bycycle race, Killer Queen, Living on my own, We are the champions og fl. Söngvarar: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magni Ásgeirsson ,Friðrik Ómar, Matthías Matthíasson, Dagur Sigurðsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Hljómsveit:, Kristján Grétarsson gítar, Einar Þór Jóhannsson gítar, Stefán Örn Gunnlaugsson píanó, Ingvar Alfreðsson hljómborð, Róbert Þórhallsson bassi, Benedikt Brynleifsson trommur, Diddi Guðnason slagverk. Raddsveit Mercury: Regína Ósk, Alma Rut, Ína Valgerður, Ingunn Hlín, Davíð Smári, Íris Hólm. Um Freddie Mercury: Freddie Mercury (Farrokh Bulsara) fæddist á eyjunni Sansibar í Indlandshafi 5. september 1946. Þar ólst hann upp en dvaldi löngum hjá ömmu sinni á Indlandi. Hann byrjaði ungur að læra á píanó og varð heillaður af gítarnum á unglingsárum. Tólf ára gamall stofnaði hann fyrstu hljómsveitina sem spilaði rokk- og popplög sem Little Richard og Cliff Richard höfðu gert vinsæl. Hann tók upp nafnið Freddie löngu áður en fjölskyldan neyddist til að flytja til Englands í kjölfar byltingar sem gerð var á Sansibar árið 1964. Þar fór hann í listaskóla og útskrifaðist sem hönnuður frá Ealing Art College en hlaut ekki neina söngmenntun þó svo að eðlislæg söngrödd hans spannaði óvenjuvítt raddsvið. Hann fór létt með að syngja djúpan bassa og háa tenórtóna og allt þar á milli sem átti sinn þátt í hversu fjölhæfur rokksöngvari hann var. Freddie prófaði sitthvað eftir skólann. Hann fór á milli hljómsveita, seldi notuð föt og var um tíma í starfi á Heathrow flugvelli áður en hann kynntist gítarleikaranum Brian May og trommaranum Roger Taylor í apríl 1970. Þeir hófu æfingar og tóku upp nafnið Queen um líkt leyti og bassaleikarinn John Deacon gekk í hljómsveitina í ársbyrjun 1971. Þeir undirrituðu útgáfusamning við bresku útgáfusamsteypuna EMI 1972 og gáfu út fyrstu plötuna Queen árið eftir. Platan innihélt tónlist sem var á mörkum glyspopps og þungarokks og vakti nokkra athygli. Önnur platan Queen II náði 5. sæti breska breiðskífulistans. Þriðja platan Sheer Heart Attack kom þeim á kortið í Bandaríkjunum þegar titillagið náði inn á vinsældarlista. Fjórða platan A Night At The Opera varð til þess að Queen komst í úrvalsdeildina. Lagið Bohemian Rhapsody sem Freddie samdi sat í efsta sæti breska listans í 9 vikur og öðlaðist vinsældir víða um heiminn. Platan News Of The World sem kom út árið 1977 innihélt lögin We Are The Champions og We Will Rock You sem hljóma er fólk sameinast í söng á íþróttakappleikjum og álíka samkomum. Freddie var fjölhæfur laga- og textasmiður og spanna lögin hans vítt svið, allt frá rokk- og diskósöngvum yfir í flóknari verk. Queen var ein áhugaverðasta rokksveit síns tíma m.a. vegna þessa fjölbreytileika. Freddie var sannkallaður smellasmiður sem samdi t.a.m. 10 af 17 lögum sem komu út á safnplötunni The Greatest Hits árið 1981. Freddie var atkvæðamikill á sviði og skópu leikrænir tilburðir hans þá umgjörð sem Queen byggði hljómleikahald sitt á. Margir urðu vitni að því á Live Aid hljómleikunum, sem var sjónvarpað um allan heim árið 1985, hvernig hann stjórnaði 72.000 manna áhorfendaskara og fékk alla til að syngja með sér, klappa og hreyfa sig í takt. Freddie reyndi fyrir sér sem sólósöngvari í fyrsta sinn þegar hann gerði smáskífu undir nafninu Larry Lurex árið 1973. Næsta sólólag var Love Kills sem kom út 1984 og ári seinna gerði hann einu sóló breiðskífuna Mr. Bad Guy. Hann var hugfanginn af heimi óperunnar og gerði plötuna Barcelona með spænsku óperudívunni Monsarret Caballé árið 1988. Þau komu fram saman á stórtónleikum í Barcelona síðla árs 1988 en eftir það dró hann sig nánast alveg í hlé. Freddie Mercury lést á heimili sínu í Knightsbridge 24. nóvember 1991 aðeins 45 ára gamall. Hann er enn dýrkaður og dáður og aðdáendurnir muna hann sem forsöngvara og leiðtoga bresku sveitarinnar Queen sem átti fjölda metsöluplatna og ógrynni vinsældarlaga. Jónatan Garðarsson

Babies á Húrra

Húrra

16797825 1229612497155614 5794887458924722679 o

BABIESFLOKKURINN mætir á Húrra og hristir vorið í gang á sinn einstaka hátt. Þau stíga á svið á slaginu 10. Frítt inn og stimmung!