Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

KexJazz // Kvartett Snorra Sigurðarsonar

Kex Hostel

16177748 1526400984054809 3251628437119257713 o

Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel, þriðjudaginn 24. Janúar, kemur fram kvartett trompetleikarans Snorra Sigurðarsonar. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Davíð Þór Jónsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þeir mun flytja þekkta jazzstandarda með sínum hætti. Tónlistin hefst kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.

Þóranna í Mengi / MMD 2017 off venue

Mengi

15941341 1177341232378846 2320650518854724526 n

Tónleikar í Mengi með Þórönnu Dögg Björnsdóttur þriðjudagskvöldið 24. janúar klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Tónleikarnir fara fram sem nokkurs konar upptaktur að tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem verður sett fimmtudaginn 26. janúar. Þóranna Dögg Björnsdóttir (f.1976) er starfandi listamaður, listkennari og kvikmyndagerðarkona. Viðfangsefni Þórönnu eru mörg og mismunandi og taka á sig form í gegnum ýmsa miðla. Verk hennar eru sambland af mynd og hljóði og byggja m.a á samspili kvikmyndar og lifandi tónlistarflutnings, taka á sig mynd í formi hljóðskúlptúra, gjörninga og hljóðverka. Þóranna er ötul við tónsmíðar og hefur getið sér gott orð á vettvangi raftónlistar. Verk hennar hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu og hefur hún komið fram á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og erlendis. Innblástur að tónleikunum í Mengi er sprottinn frá nýlegri upplifun Þórönnu þar sem myndum af stöðum sem hún hefur heimsótt lýstur niður í huga hennar á óvæntum augnablikum. Þetta eru ekki beinlínis minningar um liðna atburði heldur er líkt og hugurinn sæki staðina heim án augljósra tenginga við hugsanir eða það sem á sér stað í rauntíma hverju sinni. ...................................................................................... A concert with sound and visual artist Þóranna Dögg Björnsdóttir. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Þóranna Dögg Björnsdóttir (b.1976) works with many mediums in her art; electronic music, films and live music performances, sound sculptures and visual performances. Þóranna has been active as an electronic musician, performing at music festival and concert venues in Iceland and abroad. The inspiration behind her concert at Mengi is Þóranna's experience of places and spaces she has been to, the atmosphere, colour, sound, smell and sentiment one can feel, long after having been to the place itself.