Einstakur viðburður í Hörpu þar sem sumir af fremstu listamönnum Norður-heimsskautssvæðisins kynna menningu sína og listir. Meðal þeirra sem koma fram eru Zarina Olox Kopyrina sem þykir hafa einstaka rödd og sviðsframkomu, Spiridon Shishigin sem spilar á Khomus eða „munngígju“ og segir frá hljóðfærinu sem tengir menningu frumbyggja umhverfis Norður-heimskautið, Anisiia Fedorova þjóðlagasöngkona frá Yakútíu og Ruben Anton Komangapik frá Nunavut í Kanada sem segir sögur kryddaðar með söng og trumbuslætti.
Viðburðurinn skapar listafólki heimskautasvæðanna vettvang til að kynna list sína og menningu norðurslóða sem sums staðar er að hverfa.
Miðar eru seldir á www.harpa.is eða við innganginn. Aðgangseyrir 2.500 kr.
Sýning á frumbyggjalist norðurslóða er samdægurs á 2 hæð Hörpu frá 18:00-22:00 og þar er aðgangur ókeypis.
Ýmsir listamenn sem teljast til frumbyggja Norðursins kynna þar menningu sína og listsköpun en einnig munu aðrir listamenn og ljósmyndarar sem sækja innblástur til þessara svæða sýna þar verk sín.
Um er að ræða sölusýningu þar sem að hægt er að kaupa listmuni af listamönnum á staðnum.
Tónleikar með tónlistarkonunni Gyðu Valtýsdóttur sem flytur eigin lög og ljóð. Sérstakur gestur: Ásta Fanney Sigurðardóttir. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 krónur.
Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Ragnari Kjartanssyni, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni, Damien Rice og fleirum.
---
A concert with Gyða Valtýsdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8pm. Tickets: 2000 ISK.
Gyða Valtýsdóttir is a polychromatic performer, trained and untamed classically. She started in her early teens as one of the founding members of the dream-pop group múm but left the band to pursue her studies. She found her way through the labyrinth of higher education, double mastering from Hochschule für Musik, Basel, where her main teachers were Thomas Demenga and Walter Fähndrich. She moves vividly between music realms, composing, performing and recording with various musician & artists such as Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson, múm, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Guy Maddin, Ragnar Kjartansson, Damien Rice and many others.