Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Grunnnám - Hvað svo?

12378018 10153303205465728 1715260030476644976 o

Grunnnám - Hvað svo? Hvað er í boði í Háskóla Íslands að loknu grunnnámi? **English below** Getur nemandi með BA-gráðu í mannfræði farið í talmeinafræði? Getur nemandi með BS-gráðu í hjúkrunarfræði farið í framhaldsnám í guðfræði? Getur nemandi með BS-gráðu í tölvunarfræði farið í framhaldsnám í leikskólakennarafræði? Hverjar eru forkröfurnar fyrir hverja og eina námsleið í framhaldsnámi við Háskóla Íslands? Sérfræðingar deilda og fræðasviða Háskóla Íslands veita svör við þessum spurningum og ótal fleiri á Litla-Torgi þriðjudaginn 5. apríl milli kl. 16 og 18. Náms- og starfsráðgjafar veita ráðgjöf og fulltrúar frá Nemendaskrá aðstoða við innritun og skrásetningu. Háskóli Íslands á í samstarfi við yfir 500 háskóla um allan heim og sérfræðingar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta verða á staðnum og kynna hina fjölbreyttu möguleika í skiptinámi. Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hyggja á framhaldsnám í Háskóla Íslands. Komdu og kynntu þér ótal möguleika á framhaldsnámi í Háskóla í fremstu röð. ------------------------------------------------------------------------------ Undergraduate studies - Then what? What does the University of Iceland offer after undergraduate studies? Can a student with a BA-degree in Anthropology do an MA-degree in Speech pathology? Can a student with a BA-degree in Nursing do an MA-degree in Theology? Can a student with a BS-degree in Computer science do an MA-degree in Preschool Education? What are the prerequisites for each and every master’s programme at the University of Iceland? Specialists at the University of Iceland answer these questions and many more at Litla-Torg, University Centre, Tuesday, 5 April between 16:00 and 18:00. The University of Iceland collaborates with over 500 academic institutions worldwide. Representatives from the International office present the diverse various opportunities in exchange studies. This event is for all those who plan on continuing their studies after completing an undergraduate degree. Come join us and see what we have to offer.

Íbúafundur um neðra Breiðholt

Breiðholtsskóli

12719199 10153940464725042 6582893538065380242 o

Boðið er til samtals um framtíðarsýn hverfisins með það að markmiði að nýta reynslu íbúa af nærumhverfi þeirra. Með hjálp einfaldra líkana af hverfinu verður rætt um kosti og galla þess og þannig skapaður grundvöllur að nýrri framtíðarsýn. Meðal annars verður horft til eftirfarandi þátta: • Hvaða þjónustu vantar? • Hvar eru tækifæri í þínu hverfi? • Hvaða breytingar viltu sjá á þínu nánasta umhverfi og jafnvel eigin húsnæði? Þessi aðferð byggir á erlendri fyrirmynd og hefur verið kölluð Skapandi samráð (Planning for Real). Það eru nemendur í 6. bekkjum í öllum skólunum í Breiðholti sem eiga heiður að líkanasmíðinni og nutu þau leiðsagnar kennara og starfsfólks umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur undanfarið unnið með ráðgjöfum að gerð hverfisskipulags fyrir Breiðholtið og verður afrakstur þeirrar vinnu kynntur á fundunum, jafnframt því sem leitað verður eftir hugmyndum íbúa og viðbrögðum þeirra.

Tilraunakvöld Listaháskólans og Mengis / LHÍ & Mengi's Experimental Night

Mengi

12592605 954674031312235 3761079458418407159 n

(English below) Þriðja tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis fer fram þriðjudagskvöldið 5. apríl. Dagskráin verður afar fjölbreytt og spennandi þar sem við sögu koma innsetningar og gjörningar, sviðlistaverk og tónlistaratriði. Tilraunakvöldin eru vettvangur fyrir bæði nemendur og kennara úr öllum deildum skólans til tilrauna og/eða sýninga eða flutnings á verkum sínum, en einnig getur vettvangurinn hentað til þróunar á hugmynd og framsetningu verk. Á dagskrá 5. apríl: -Dimension Differentiator / Innsetning eftir Nilz Brolin, nemanda við myndlistardeild. -Sviðslistaverk eftir Sigurð Arent, stundakennara við sviðslistadeild. -Vídeógjörningur eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, nemanda við myndlistardeild. -Sviðslistaverk eftir nemendahóp sviðslistadeildar. _Remembering Future". Dansatriði eftir Yelenu Arakelow, nemanda við sviðslistadeild. -Sviðslistaverk og tónlist eftir Hallveigu Kristínu, nemanda við sviðslistadeild og Hilmu Kristínu, nemanda við tónlistardeild. -Reuben Fenemore og Maria Jönsson, nemendur við tónlistardeild: Tónlistarspuni og myndverk Hefst klukkan 20. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. /// This spring Mengi and the Iceland Academy of the Arts will collaborate on three experimental events. The events are open for students and teachers of the Academy to do experiments on or exhibit their projects or even to test a work-in-progress and will be held the last Wednesday evening of each month. Program for Tuesday, April 5th: -Nilz Brolin: Dimension Differentiator. Installation -Sigurður Arent: Stage performance -Sigrún Gyða Sveinsdóttir: Video performance -Students from Theatre Department: Stage performance -Yelena Arakelow: Remembering Future - Dance performance -Hallveig Kristín and Hilma Kristín: Stage performance and music -Reuben Fenemore and Maria Jönsson: Music improv and visuals. Starts at 8pm. Free entrance

KexJazz // Latínkvintett Tómasar R.

Kex Hostel

12885725 1248430708518506 1895855685651331117 o

Á næsta jazzkvöldi Kex hostel, þriðudaginn 5. apríl, kemur fram Latínkvintett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Með honum leika þeir Ómar Guðjónsson á gítar, Sigtyggur Baldursson á kóngatrommur, Kristófer Rodríguez Svönuson á bongotrommur og kúabjöllu, og Samúel Jón Samúelsson á guiro og básúnu. Flutt verður latínjazz tónlist eftir Tómas. Tónlistin hefst kl 20:30 og stendur í um það bil tvær klukkustundir með hléi. Aðgangur er ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.

Karaoke Night

Gaukurinn

Gaukurinn

Sing any song you like on stage! A special karaoke queen will lead you the way to stardom. Admission is free!