Reykjavík

Reykjavík
101, Reykjavík

Viðburðir

Íbúafundur borgarstjóra í Vesturbæ

Reykjavík

15000780 10154521821455042 8494104872871430922 o

Borgarstjóri býður til fundar með íbúum Vesturbæjar fimmtudaginn 17. nóvember, kl. 20.00 í Hagaskóla. Heitt á könnunni frá kl. 19.45 Hlustað verður eftir óskum og ábendingum frá íbúum í Vesturbænum. Farið verður yfir þjónustu í hverfinu, kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir og vinna við hverfisskipulag, auk þess sem fulltrúar íbúa fjalla um hverfið sitt. Fulltrúar frá KR segja frá hugmyndum um skipulag á KR-svæðinu. Fundarstjóri: Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri Tjarnarinnar -frístundamiðstöð fyrir Vesturbæ, Miðborg og Hliðar.

Kastljós fjölmiðla

Reykjavík

15032720 10154536067090042 6811893527143589991 n

Opinn fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember 2016 kl. 14.00 -17.00 í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Kastljós fjölmiðla á flóttafólki, innflytjendum, hælisleitendum og fólki í leit að alþjóðlegri vernd Dagskrá 14:00 Ávarp borgarstjóra Dagur B. Eggertsson 14:05 "Fjölmenningarsamfélagið Ísland" Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur 14:15 Íslenskt nafn opnar margar leiðir Malgorzata Katarzyna Molenda eftirlitsfulltrúi hjá VR 14:25 Umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og fólk í leit að alþjóðlegri vernd Fréttablaðið - Snærós Sindradóttir Ruv - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Stundin - Áslaug Karen Jóhannsdóttir Mbl - Guðrún Hálfdánardóttir Grapevine - Paul Fontaine Rauði Kross Íslands - Anna Lára Steindal og Zoë Robert 15:25 Umræður borgarfulltrúa og spurningar úr sal. 17:00 Fundarlok og samantekt Tomasz Chrapek formaður fjölmenningaráðs Reykjavíkurborgar Öll velkomin Open Meeting of the City Council and the Multicultural Council. 22 November 2016 Time- 14:00-17:00 Place- Reykjavik City Hall "The Media Spotlight on Refugees" How does the media and the city talk about immigrants, refugees and asylum seekers? All welcome.

Margt að gerast í loftslagsmálum

Reykjavík

15137438 10154568710735042 8193503187487874000 o

Loftslagsfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur 2. desember kl. 8.30 - 10. um morguninn. Spennandi fundur um loftslagsmál og grænar áherslur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri kynnir grænar áherslur borgarinnar í loftslagsmálum. Dr. Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ fer yfir áhrif Parísarsamkomulagsins og Marokkófundarins á stjórnvöld og fyrirtæki. Einnig mæla Finnur Sveinsson, formaður stjórnar Festu, Ragnhildur Geirsdóttir framkvæmdastjóri, rekstur og upplýsingatækni og Guðmundur I. Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Nýir þátttakendur í loftslagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu verða teknir inn í hópinn. Samhliða fundinum verður sýning á veggspjöldum til kynningar á fjölbreyttum loftslagsverkefnum fyrirtækja, félagasamtaka og borgarinnar. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs er fundarstjóri. Húsið opnar kl. 8 með morgunkaffi. Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis en óskað eftir skráningu svo hægt sé að áætla veitingar og lágmarka matarsóun. https://goo.gl/forms/XXF7aHlI9MKJEtSv1 Gestir eru hvattir til að sækja fundinn á vistvænan hátt og ganga, hjóla eða taka strætó. Strætóleiðir nr. 1,3,6,11,12,13 og 14 stoppa beint fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur. Einnig er aðstaða til að geyma hjól fyrir utan húsið.

Fátækt og mannréttindi

Reykjavík

15219475 10154584641570042 7772990157939570411 n

Fátækt - mannréttindi Opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar 9. desember kl. 12.00 -13.30 í Iðnó í tilefni af alþjóðlegum degi mannréttinda þann 10. desember 12.00 Setning fundar Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður mannréttindarráðs Reykjavíkurborgar 12.05 Upplifun barns af fátækt Sanna Magdalena Mörtudóttir meistaranemi í mannfræði 12.20 Breiðholtsvinkillinn Nichole Leigh Mosty, þingmaður og formaður Hverfisráðs Breiðholts. 12.35 Volæðis teikning á Bessastöðum - ölmusa eða mannréttindi? Vilborg Oddsdóttir f élagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar og formaður EAPN á Íslandi 12.45 Fátækt er ekki aumingjaskapur Ásta Dís Guðjónsdóttir samhæfingarstjóri PEP á Íslandi 12.55 Brauð og kökur Einar Már Guðmundsson rithöfundur 13.15 Umræður og fyrirspurnir 13.30 Fundarslit Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á súpu og brauð. Fundarstjóri: Magnús Már Guðmundsson

Matartími

Reykjavík

16112738 1524358697592371 2264435291454426821 o

Okkur langar öllum að líða vel og öll þurfum við að nærast og haldast næring og góð líðan þétt í hendur. Matreiðslumennir á veitingarstöðunum Sæmundur í Sparifötunum á Kex Hostel, Hverfisgata 12 Pizza og DILL Restaurant Reykjavik þekkja vel mikilvægi næringar og hafa tekið saman höndum til þess að bjóða okkur upp á MATARTÍMA. MATARTÍMI fer fram sunnudaskvöldin 29. janúar, 5., 12. og 19 febrúar á ónefndum stað í Reykjavík. Mæting hvern sunnudag á KEX Hostel við Skúlagötu 28 kl. 18:30 og er farið þaðan með rútu þar sem MATARTÍMA er notið í góðum hópi. Fram koma: 29. janúar Þórarinn Snæfeld Sæmundur í sparifötunum á KEX Hostel. - Asian Street Food - 05. febrúar Ragnar Eiríksson DILL Restaurant Vegan MATARTÍMI Vegan Pop-up 1 - Cornabello -Grillaður heill mæjs -Portabello -Pikklaður laukur -Brown butter vinagrette -Rúgbrauð 2 - “Surf and turf”, -Hvítkál bakað heilt og skorið í geira -Maríusvunta og sellerý tjoppað í vinagrett -Gerjaður hvítlaukur 3 - Pear and birch -Vac. Perur í Birkisnaps og greinum -Bitter almonds Crush -Möndlu emolution -Birkisýrop gastrik -Sprettur sem passa :) 4 - Spruce and barley -Soðið bygg blandað smá af millidökku bruggmalti -Svartrótar rúsinur -Þangskegg -sveppa seyði og Kára treacle -Karsi bitter mini 5 - Berries and dulse -krækiber í Bláberja lambicnum mínum -Marshmallow- þurrkaðar svartar ólifur í -sölsorbet 12. febrúar Hinrik Carl Hverfisgata 12 Pizza 19. febrúar Ólafur Ágústsson Sæmundur í sparifötunum ___________________________________________________ 5-7 rétta kvöldverður með víni 15.000 kr. per person Hægt er að panta borð með tölvupósti á kexland@kexhostel.is

Borg gangandi vegfarenda á Kjarvalsstöðum

Reykjavík

16602371 10154807139965042 3837416339106010399 o

Hvernig sköpum við heillandi borg fyrir gangandi vegfarendur? Þessari spurningu verður svarað á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs fyrir fundaröðinni Borgin, heimkynni okkar, um umhverfis- og skipulagsmál. Gestir fundarinar eru Gísli Marteinn Baldursson borgarfræðingur, Ragnheiður Einarsdóttir, sérfræðingur á skipulagssviði Strætó og Dr. Harpa Stefánsdóttir arkitekt, PhD skipulagsfræði. http://reykjavik.is/frettir/borg-gangandi-vegfarenda

Nýr borgarhluti í mótun

Reykjavík

16640813 10154836612160042 6589203211440554103 n

Kynningarfundur um skipulag í Elliðaárvogi og Ártúnshöfða um rammaskipulag og uppbyggingu svæðisins. Miðvikudaginn 22. febrúar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, kl. 17.00–18.30. Dagskrá: Ávarp – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Tillaga að rammaskipulagi fyrir Elliðaárvog /Ártúnshöfða – Björn Guðbrandsson, Arkís f.h. ráðgjafateymis. Grensásvegur – Gullinbrú, valkostir í samgöngum og skipulagi – Sigríður Magnúsdóttir, Teiknistofan Tröð. Uppbygging í Elliðaárvogi /Ártúnshöfða – Hrólfur Jónsson, skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Umræður og fyrirspurnir – módel til sýnis. Allir velkomnir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/frettir/nyr-borgarhluti-i-motun

Hönnuðir hittast (í Hönnunarmiðstöð)

Reykjavík

16387379 1372723349448699 2690107740155572283 n

Næsti fundur af Hönnuðir hittast verður haldinn í Hönnunarmiðstöð, Aðalstræti 2, miðvikudaginn 22. febrúar kl.17.15. Hönnuðir hittast eru opnir fræðslu- og spjallfundir sem snúast að mestu leyti um HönnunarMars // DesignMarch og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni. Dagskrá: Allt sem þú þarft að vita fyrir HönnunarMars 2017!

The Annual Icelandic Beer Festival 2017

Reykjavík

15002501 338928339802835 6977792555222078752 o

A Beer Festival where the Icelandic Beer Trade shakes hands with the international craft beer brewing society in an intimate setting in the most northern capital of the world. Get a taste of up-to-the-minute flavours of the craft beer scene along with diverse food pairings and live music. The Annual Icelandic Beer Festival is taking place at KEX Hostel in Reykjavík from February 23-25 in 2017.This is a celebration of 28 years of beer freedom with a four day festival starring the best of the Icelandic Beer Trade along with a good pick of the international craft beer brewing society, including breweries from Australia, Canada, Denmark, Sweden, UK and the United States. The Annual Icelandic Beer Festival is a rare opportunity for the common beer lovers to meet the peoplebehind the beers for chats about the beers, the methods and their philosophies. Festival passes will give you access to the festival where you can taste the festival beers and give you an intimate access to the people behind the beers. Also included is access to an exclusive final event in the city of Reykjavík that'll include live music, exclusive beers and beer oriented menu. Stay tuned for more announcements and info here: https://www.facebook.com/The-Annual-Icelandic-Beer-Festival-169941163368221/ The schedule. The Annual Icelandic Beer Festival 2017 – Official schedule Thursday 23rd of February 17:00 – 20:00 Session # 1 BREWERIES Alefarm(DK) Aslin(USA) Boneyard(USA) Borg Brugghús(IS) Brewski(SE) Brothers Brewing(IS) Collective Arts(CA) Dry & Bitter(DK) Founders(USA) Kaldi(IS) Lord Hobo(USA) Mikkeller(DK) Omnipollo(SE) Other Half(USA) Pirate Life(AUS) Segull 67(IS) Stone Berlin(DE) To Øl(DK) Viking Brugghús (IS) and Ölvisholt(IS) First lady Eliza Reid pours the first festival beer! 20:30 – 22:30 Live concert: Hórmónar + SEINT Friday 24th of February Gym & Tonic, KEX Hostel 15:30 – 16:30 First time in Iceland: Beer Yoga with Sólir Open tap – only 30 seats available. Sign up with Kexland. Teacher: Sandra Dögg 17:00 – 20:00 Session # 2 BREWERIES Alefarm(DK) Aslin(USA) Boneyard(USA) Borg Brugghús(IS) Brewski(SE) Brothers Brewing(IS) Collective Arts(CA) Dry & Bitter(DK) Founders(USA) Kaldi(IS) Lord Hobo(USA) Mikkeller(DK) Omnipollo(SE) Other Half(USA) Pirate Life(AUS) Segull 67(IS) Stone Berlin(DE) To Øl(DK) Viking Brugghús (IS) and Ölvisholt(IS) 20:30 – 22:30 Live concert: Prins Póló + Sísí Ey Saturday 25th of February KEX Hostel 12:00 – 13:00 Mikkeller Running Club special Beerfest edition 5K/10K – more on Reykjavík chapter Facebook page Post run beer for runners 16:00 – 20:00 (Att. Longer session this time) Session # 3 BREWERIES Alefarm(DK) Aslin(USA) Boneyard(USA) Borg Brugghús(IS) Brewski(SE) Brothers Brewing(IS) Collective Arts(CA) Dry & Bitter(DK) Founders(USA) Kaldi(IS) Lord Hobo(USA) Mikkeller(DK) Omnipollo(SE) Other Half(USA) Pirate Life(AUS) Segull 67(IS) Stone Berlin(DE) To Øl(DK) Viking Brugghús (IS) and Ölvisholt(IS) 20:30 – 22:30 Final party: FM Belfast Live + Vök DJ Set

MRC Iceland - Meet and greet

Reykjavík

16819403 1663417313669274 4432208426658508916 o

Here is something for the real vikings of the North! You've probably heard of the Mikkeller Running Club. That really cool club where you run with some cool people and drink beers with them afterwards. This Thursday you have the opportunity to join MRC and drink beer with some of the Mikkeller people that are most active in the club in Copenhagen. Nanna and Kim from Mikkeller HQ have travelled all the way to Iceland to for a meet and greet involving tons of beer. There will be a selection of the newest MRC merch on sale at the bar and Nanna and Kim will be available to tell you about the MRC membership and the perks of being a part of it. Obviously, just the thought of running will make you thirsty so we've hauled a selection of the juiciest single hop IPA's and DIPA's to Reykjavik to please every hop loving palate on Iceland! So, come and join us, and MRC, for a cool night with some of the Mikkeller HQ friends and beef up your running gear for the run on Saturday!

Háskóladagurinn 2017

Reykjavík

16425776 1259013247508797 5566789292137204846 n

Háskóladagurinn 2017 fer fram laugardaginn 4. mars frá kl. 12 - 16. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða. Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.

Hverfið mitt - Hugmyndasöfnun

Reykjavík

17310168 10154904472755042 2215987180788305276 o

Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna á hverfidmitt.is - þar sem bæði er hægt að setja inn eigin hugmyndir og skoða hugmyndir annarra. Hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.

Borg hjólandi vegfarenda

Reykjavík

17156167 10154886023510042 2013719835517080002 n

Hjólaborgin verður í öndvegi á Kjarvalsstaðafundi um hjólreiðamenningu í Reykjavík þriðjudaginn 14. mars kl. 20. Spurt verður: Hvernig þróum við hrífandi borg fyrir hjólandi vegfarendur? Gestir fundarins eru Eva Dís Þórðardóttir skipulagsfræðingur hjá EFLU og stjórnarmaður í Vistbyggðaráði, Emil Þór Guðmundsson hjólreiðamaður og eigandi Kría Hjól - hjólaverkstæði og verslun og Gígja Gunnarsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur hjá Embætti landlæknis, ásamt Hjálmari Sveinssyni. Þau munu spá í hjólaborgina út frá nokkrum sjónarmiðum m.a. borgarbrag, fjölbreytni, heilsu og sjálfbærni og bera hana saman við aðrar hjólaborgir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs fyrir fundarröðinni Borgin, heimkynni okkar, sem er um umhverfis- og skipulagsmál. #hjolaborgin Frétt um málið: http://reykjavik.is/frettir/borg-hjolandi-vegfarenda

Hvað er í gangi? Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur

Reykjavík

17098116 10154867471705042 5654876005171955492 o

English below: Miðborg Reykjavíkur verður til skoðunar á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á Hönnunarmars. Markmiðið er að veita borgarbúum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir. Sagan á bakvið miðborgina verður sögð í myndum, módelum, textum og viðtölum. What‘s going on? New development in downtown Reykjavik Downtown Reykjavík will be in the spotlight in an exhibition in the City Hall during Design March. Specially built models, archival pictures, texts and interviews will give unique insight into the extensive developments that are taking place in the city.

Rockall á HönnunarMars // Rockall on DesignMarch

Reykjavík

17352442 1067164323414514 4984980918963924744 n

The Travelling Embassy of Rockall presents its summer project on DesignMarch 2017: Initiatives to explore and support a growing biking culture in Reykjavík. At our location in the old Héðinshús on Seljavegur 2, we will build on experience from our project last summer to demonstrate the possibilities of initiatives catalysed by art and social interaction in the urban landscape. Moreover, we will present a current cultural exchange project with the municipality of Rotterdam. Here the Icelandic swimming pool culture is discussed in the light of the Dutch biking culture - both of which represent conditions for interactions on a daily basis among urban citizens. Come and participate in exploring ways to develop the biking culture in Reykjavík - take a ride on one of our circus bikes, play a board game, engage in talks and debates, or simply just have a cup of coffee. Talks and performances to be announced soon! /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Farandssendiráð Rockall kynnir verkefni sumarsins á HönnunarMars 2017: Tækifæri og leiðir til þess að kanna og styðja við vaxandi hjólamenningu í Reykjavík. Í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 munum við deila reynslu okkar af verkefni síðasta sumars og sýna fram á þá möguleika sem felast í samfélagslegum tilraunaverkefnum og hvernig þau geta stutt við samskipti fólks í borginni. Auk þess munum við kynna erlent samstarfsverkefni þar sem hollenska hjólamenningin er rædd í ljósi íslensku sundlaugamenningarinnar. Ferðir okkar á hjólinu eru nefnilega líka kjörinn vettvangur til þess að glæða borgarlandslagið lífi, eiga í samskiptum og spjalla um daginn og veginn - og jú, líka veðrið. Komdu við hjá okkur á HönnunarMars og taktu þátt í að kanna með okkur leiðir til þess að þróa og bæta hjólamenninguna í Reykjavík. Til að mynda getur þú hoppað á eitt sirkúshjólanna okkar, spilað borðspilið okkar, tekið þátt í umræðum, eða bara tilt þér niður og fengið þér kaffibolla. Nánari upplýsingar um Farandssendiráð Rockall og fyrri verkefni: // To read about the Travelling Embassy of Rockall and its past endeavours: http://www.rockall.is/ https://www.facebook.com/RockallEmbassy/ https://www.instagram.com/RockallEmbassy/

HönnunarMars - Teiknismiðja fyrir börn

Reykjavík

17388939 10154526626692852 7631982122145960540 o

Teiknismiðja haldin í tengslum við samsýningu 40 teiknara á veggspjöldum. Myndefnið er „geimverur“ sem hver teiknar túlkar á sinn hátt. Þetta er þriðja árið sem hópurinn tekur þátt í HönnunarMars. Ókeypis aðgangur. DesignMarch - Workshop for kids Workshop for kids held in connection with the exhibition of 40 illustrators of aliens. Aliens is the subject matter of an exhibition of 40 posters by the illustrators of what the idea of Aliens means to them. This is the third consecutive year the group participates in DesignMarch. Free entrance.

Lokapartý HönnunarMars / DesignMarch - Final Party

Reykjavík

17458067 1426282097426157 7896006971695741135 n

HönnunarMars er uppskeruhátið. Skerum því upp og tryllumst af gleði. Svona sirka... Laugardagur 25. mars kl. 21:00. Skúlagata 28 jarðhæð (gamla NÝLÓ). Frír bjór fyrsta klukkutímann. Sjáumst! // This Saturday, we plan to see out DesignMarch in typically Icelandic style, with a big pat on the back for all the exhibitions hosted and all the events attended. Saturday 25th March at 21:00. Skúlagata 28 (beneath KEX Hostel). Free beer for the first hour. Join us!

HönnunarMars - Kleinur og leiðsögn

Reykjavík

17389052 10154526633572852 4544182296660560009 o

Textíl- og grafíkverk unnin út úr áferð eða mynstrum á vegg í heimahúsi vinar listamannsins og sýna kleinur, vöðvabólgu, píkur, kaðla og fax á pony-hesti svo fátt eitt sé nefnt. Með verkunum erum við minnt á fegurðina í hversdagsleikanum. Ókeypis aðgangur. DesignMarch - Doughnuts and designer present Works inspired by irregular patterns on a wall at a friend’s house. Textiles and prints that depict objects such as Icelandic donuts, ropes, inflammation in muscles, and ice cream. The works serve as a reminder of the beauty of everyday life. Free entrance.

Hverfisskipulag Kjalarness

Reykjavík

17492615 10154935885800042 4077188235627772892 o

Íbúafundur í fólkvangi um hverfisskipulag Kjalarness með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Fólkvangi, fimmtudaginn 30. mars kl. 17:30 – 19:00 Dagskrá erfisskipulag Kjalarness Sigríður Pétursdóttir, formaður hverfisráðs Kjalarness og fundarstjóri setur fundinn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fer yfir áherslur borgarinnar á Kjalarnesi. Ævar Harðarson fjallar um áherslur hverfisskipulags. Íbúar fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum um breytingar eða úrbætur í borgarhlutanum á framfæri.

Íbúafundur um hverfisskipulag Kjalarness

Reykjavík

17435997 10154929796235042 1605092235283836492 o

Íbúafundur um hverfisskipulag Kjalarness með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Fimmtudaginn 30. mars 19.30 – 21.00 Dagskrá Sigríður Pétursdóttir, formaður hverfisráðs Kjalarness og fundarstjóri setur fundinn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fer yfir áherslur borgarinnar á Kjalarnesi. Ævar Harðarson fjallar um áherslur hverfisskipulags. Íbúar fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum um breytingar eða úrbætur í borgarhlutanum á framfæri.

Léttum umferðina

Reykjavík

17425843 10154935949260042 9176049955129947877 n

Léttum á umferðinni Tjarnarsal 31. mars 2017 Málþing um samgöngur í Reykjavík föstudaginn 31. mars 2017 kl. 8.30-12.00 í Tjarnarsal Ráðhússins. Opnunarerindi: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Stuttar kynningar á ýmsum verkefnum og viðfangsefnum í borgarsamgöngum • Borgarlína – staðan og næstu skref Lilja G. Karlsdóttir • Strætó – hvað er á döfinni? Ragnheiður Einarsdóttir • Rafvæðing samgangna – hvað er framundan hjá ON? Bjarni Már Júlíusson • Fjölorkustöðvar og önnur verkefni Íslenskrar NýOrku Jón Björn Skúlason • Umferðargreining á stofnvegakerfinu - hvar eru flöskuhálsar? Berglind Hallgrímsdóttir • Umferðarspár 2040 – framkvæmdir og ferðamátaval Grétar Mar Hreggviðsson • Samgöngusamningar fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar Helga Björg Ragnarsdóttir • Álagstoppar í umferðinni Svanhildur Jónsdóttir • Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar – verkefni næstu missera Þorsteinn R. Hermannsson Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, dregur saman efni dagsins. Fundarstjóri: Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Umræðuþræðir: Guillaume Bijl

Reykjavík

17457447 10154547333432852 3653129416137323558 n

Belgíski listamaðurinn Guillaume Bijl heldur fyrirlestur um list sína og feril. Í tilefni af fyrstu heimsókn sinni til Íslands mun Bijl kynna list sína með fyrirlestrum í Hafnarhúsinu og í Listaháskóla Íslands. Föstudaginn 31. mars verður opnuð í listarýminu Mengi á Óðinsgötu innsetning Bijls sem stendur í tvo daga; til 1. apríl. https://www.facebook.com/events/1887652318180789/ Guillaume Bijl er fæddur árið 1946 í Antwerpen í Belgíu. Hann er sjálflærður listamaður, með bakgrunn úr leikhúsheiminum og vel þekktur fyrir innsetningar sínar. Seinni hluta áttunda áratugarins byrjaði hann að búa til staðbundna skúlptúra og hóf að rannsaka valkosti fyrir hugmyndalistina. Hann hefur í gegnum tíðina sett upp fjölda innsetninga sem eru einhverskonar félagslegt inngrip. Árið 1979 gerði hann fyrstu innsetninguna af því tagi í galleríi í Antwerpen, þar sem hann setti upp ökuskóla. Þar setti hann einnig fram stefnuyfirlýsingu sem kallaði eftir afnámi listastofnanna og að þeim ætti að vera umbreytt í félagslega gagnlegar stofnanir. Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni opinberlega. Fyrirlestrar fara fram á ensku og eru öllum opnir án endurgjalds. TALK Series: Guillaume Bijl Guillaume Bijl is here in Iceland for his first visit and will on that occasion give lectures on his art and career at Reykjavík Art Museum - Hafnarhús and at The Iceland Academy of the Arts. He will also show an installation at Mengi art space at Odinsgata 2. Bijl (born 1946, in Antwerp) is a Belgian installation artist. He is a self-taught artist with background in theater. From the second half of the 1970s he started to create spatial objects and was researching in finding alternatives for conceptual art. Bijl's first installation was a driving school, set in a gallery-space in Antwerp in 1979, accompanied by a manifesto calling for the abolition of art centers, and replacing them with 'socially useful institutions'. Reflections about his work: “I can split my work up into different groups: Transformation installations: A reality within non-reality. Situation installations: A non-reality within reality. Compositions: Contemporary, archaeological still life. Sorries: A form of absurd poetry. In recent years I have also made a lot of installations about cultural tourism. In general my work is often about public perception. I create installations within my fictional reality: a sort of situation. The social aspect of my work is to reveal the archaeology of our time, but now. (Ironic, with humour and in a tragic-comedic manner).” Guillaume Bijl, 2006 The TALK Series is a collaborative project between the Icelandic Art Center, Iceland Academy of the Arts and the Reykjavík Art Museum. Since the year 2012 artists, thinkers and curators have been invited to Iceland to teach, talk and get to know the local art scene. The presentation is in English and free for all.

Stuðningsmannakvöld Leiknis

Reykjavík

18121409 10155472153672590 3272695206234386491 o

Stuðningsmannakvöld Leiknis verður haldið með pompi og prakt laugardagskvöldið 29. apríl. Húsið opnar kl. 20:00. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnum hætti. -Pub Quiz -Ávarp þjálfara -Leikmannakynning -DJ Þórir þeytir skífum Hlökkum til að sjá ykkur!

Hreinsum Reykjavík saman

Reykjavík

18155988 411765342527032 2838083353415984744 o

Hreinsum Reykjavík saman - er tækifæri til að taka þátt í evrópskri hreinsunarviku. Allir geta verið með 2.-7. maí en aðaldagurinn er 6. maí. Gert er ráð fyrir að borgarbúar skipuleggi hreinsun í nærumhverfi sínu, safni blönduðum úrgangi saman og láti vita hvenær megi sækja ruslið #hreinsumsaman. Ekki er um garðúrgang að ræða. Sjá allt um málið á http://reykjavik.is/hreinsumsaman m.a. hægt að skrá sig á opin svæði og senda myndir á síðuna https://www.facebook.com/hreinsumsaman/.

Leiðsögn: Hvað er í gangi? Sýning í Ráðhúsinu.

Reykjavík

18485607 10155106119650042 9186215502998183278 n

Leiðsögn um: Hvað er í gangi? Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur. Þriðjudaginn 23 maí næstkomandi verður gestum og gangandi boðið í leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? Sýningarstjórarnir Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og Steve Christer, hönnuður sýningarinnar, munu þar veita innsýn inn í tilurð og markmið sýningarinnar og greina frá helstu uppbygginarreitum hennar. Björg Halldórsdóttir og Fernando de Mendonça, arkitektar frá PKdm munu segja frá uppbygginarreitum sem PKdM hafa haft aðkomu að. Markmiðið með sýningunni er að veita borgarbúum og öðrum áhugasömum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir og fyrirhuguð er, auk þess sem saga og þróun miðborgarinnar er sögð í myndum, módelum, textum og viðtölum við borgarbúa og framkvæmdaaðila. Sýningarhönnun er í höndum Studio Granda. Leiðsögnin verður milli kl. 19. og 20. þann 23.maí og sýningin verður opin næstu tvö árin. Sýningin er opin öllum gestum Ráðhússins að kostnaðarlausu. Ráðhúsið er opið alla daga millli kl. 8. - 20.

Fjölmenningarganga // Multicultural parade 2017

Reykjavík

18595342 10155117674535042 4757475735773479011 o

ENGLISH BELOW// Göngum saman óháð uppruna ! Fjölmenningargangan markar upphaf Fjölmenningardagsins sem haldinn verður þann 27. maí. Gangan hefst kl. 13:00 en þátttakendur eru beðnir um að mæta kl. 12:30 við Hallgrímskirkju og mun gangan enda við Hörpuna. Nánari upplýsingar um Fjölmenningardaginn má finna á vefslóðinni: http://reykjavik.is/fjolmenningardagur Í göngunni eru fulltrúar hópa hvattir til að mæta með fána, borða eða annað sem auðkennir viðkomandi hóp. Þó er ekki nauðsynlegt að tilheyra ákveðnum hópi til þess að taka þátt í göngunni. Allir eru velkomnir! Hópar eru beðnir um að tilkynna þátttöku með skráningu: http://reykjavik.is/fjolmenningardagur2017-skraning ENGLISH VERSION // Walk together regardless of different roots! Multicultural Day officially begins officially on May 27th with the Multicultural Parade that starts at 13:00 at Hallgrímskirkja and ends at Harpa. Participants are kindly asked to attend at 12:30 in front of Hallgrímskirkja. You can get more information about Multicultural Day through this link: http://reykjavik.is/fjolmenningardagur Participants from groups are encouraged to bring flags, emblems or banners as a representation of their group. It´s not necessary to take part in the parade as a part of a group. Everyone is welcome to join the parade!. Groups are asked to register for the parade: http://reykjavik.is/fjolmenningardagur2017-skraning

Fuglaskoðun í Fossvogi

Reykjavík

18620646 10155123908670042 6391505740156717489 o

Hist á þaki Ylstrandarhússins í Nauthólsvík og gengið þaðan. Snorri Sigurðsson líffræðingur sem stýrir verkefninu Reykjavík - iðandi af lífi segir frá fuglalífinu í fjörunni við Ylströndina og á leirunni í Fossvogi. Gengið verður um fjöruna í u.þ.b. eina klukkustund og fuglalífið skoðað. Kíkir er nauðsynlegur. Allir velkomnir.

Ljótu hálfvitarnir á Rosenberg

Reykjavík

18527243 10155235056345050 6538687838186467284 o

Hörðustu aðdáendur Ljótu hálfvitanna vita yfirleitt nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir mæta á Rosenberg. Hæfileg blanda af þekktustu smellum hálfvitanna, minna þekktum smellum og dassi af algerlega óþekktum ekkismellum, rammað inn með ábyrgðarlausu gamanmáli. Það sem aðdáendur vita hins vegar ekki er að á bakvið hvern einasta settlista eru harðvítugar rökræður og á köflum blóðugar illdeilur um hvaða 18 lög skuli spila. En á tónleikunum 2. og 3. júní nk. verður breyting þar á. Einn af skarpari hálfvitunum benti á að hálfvitar eru 9 og 2x9 eru 18. Því var ákveðið að prófa það fyrirkomulag að hver hálfviti velji 2 lög á þessum tónleikum, algerlega eftir eigin smekk og samvisku. Það má því reikna með vægast sagt óvenjulegum lagalista á þessum tónleikum því smekkur hálfvitanna endurspeglar alls ekki vilja þjóðarinnar. Og þaðan af síður samviskan.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir heiðruð - 19. júní kvenréttindadagurinn

Reykjavík

19237852 10155194292245042 6479162775195055805 o

Blómsveigur verður lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadegi íslenskra kvenna, mánudagurinn 19. júní kl. 14:30 Forseti borgarstjórnar leggur blómsveiginn að leiðinu og flytur stutt ávarp. Ragnheiður Gröndal fllytur tónlist. Viðburðurinn er haldinn í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu og það er öllum velkomið að koma og eiga hátíðlega stund í minningu Bríetar og réttindabaráttu kvenna.